Eystrahorn 32. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 24. september 2015

32. tbl. 33. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Strandveiðarnar gengu vel í sumar Heildarafli á bát og fjöldi róðra Hulda.............40.165.......51 Sæunn............39.004.......49 Örn II.............31.475.......42 Von.................28.048.......40 Auðunn..........26.549.......38 Jökull.............26.039.......38 Snjólfur..........22.175.......30 Húni...............21.529.......34 Uggi...............17.889.......25 Stígandi.........16.971.......29 Staðarey.........10.601.......18 Halla Sæm.......9.907.......15 Rún...................7.784.......13

Annað árið í röð er Hólmar Hallur Unnsteinsson á Huldu SF aflahæsti strandveiðibáturinn á landinu. Í samtali við blaðið hafði Hólmar þetta að segja um sumarið; „Veiðarnar gengu vel í ár, líkt og síðasta ár en slæmt veðurlag setti strik í reikninginn. Á síðasta ári var lítið sem ekkert um bræludaga og gekk sjósókn vel. Mun meira líf var á miðunum í sumar heldur en í fyrrasumar. Alls stunduðu 12 bátar strandveiðar frá Hornafirði í sumar. Meðalafli á bát var 24.845 kg. og heildarafli 298.136 kg. Hornafjarðarbátarnir voru aflaháir á landsvísu og þá vegna þess að við fengum að nota alla þá daga sem í boði voru. Brottför úr

höfn var hjá mér yfirleitt í kringum 3:00 og í síðasta lagi í landi áður en að 14 tímum lýkur, eða um kl. 17:00. Brottfarir geta sveiflast til eftir veðri, stundum fór ég fyrr og stundum seinna. Vinnutíminn er því mjög misjafn. Veiðisvæðið fór fyrst og fremst eftir veðri. Við höfum ansi stórt svæði til að sækja á en ætli það lengsta sé ekki í kringum 50 sjómílur í hvora átt. Magnið sem má veiða í hverri veiðiferð eru 650 þorskígildi, sem jafngildir 774 kg af þorski, eða 955 kg af ufsa. Svo veiðum við úr heildarpotti og ef hann klárast fyrir mánaðamót þá eru veiðar stöðvaðar út þann mánuð. Ef hinsvegar að potturinn klárast ekki, þá flytjast þær aflaheimildir yfir

á næsta mánuð. Hámarksfjöldi handfærarúlla um borð eru fjórar. Ekki er heimilt að róa á föstudögum, en þeir nýtast vel til viðhalds og viðgerða ef til þeirra kemur. Það er jú alltaf eitthvað sem kemur uppá. Ég er mjög sáttur með árangurinn í sumar. Strandveiðarnar koma með mikið líf í hafnir og sem dæmi má taka að hér í Hornafjarðarhöfn voru iðulega erlendir ferðamenn viðstaddir landanir úr bátunum. Þetta hafa verið í kringum 300 tonn síðustu 3 sumur sem að strandveiðibátar hafa landað hér á Hornafirði. Því er hægt að segja að veiðarnar lífgi vel uppá samfélagið sem og eru tekjur til hafnarinnar talsverðar af þeim.“

Nýtt símanúmer vaktþjónustu eftir opnunartíma heilsugæslu Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratryggingar Íslands, Læknavaktin og Heilbrigðisstofnanir standa nú fyrir tilraunaverkefni um miðlæga símsvörun og faglega símaráðgjöf fyrir allt landið. Markmiðið er að koma á öflugri heilbrigðisímaráðgjöf undir eitt símanúmer fyrir allt landið, allan sólarhringinn. Ráðgjöfin miðar að því að ráðleggja fólki með erindi sín þannig að hægt sé að veita þjónustu á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Erindum

1700

á dagvinnutíma er vísað á viðkomandi heilsugæslustöð og utan dagvinnutíma eru nauðsynleg símtöl áframsend til vaktlækna í hverju héraði. Búið er að innleiða verkefnið á Norðurlandi og nú er Suðurland að innleiða verkefnið. Símaráðgjöfin er með símanúmerið 1700 og svara hjúkrunarfræðingar í það númer. Númerið 1700 er nú gefið upp þegar hringt er á heilsugæslustöðina eftir klukkan 16 á daginn og um helgar.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 32. tbl. 2015 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu