Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 17. september 2015
31. tbl. 33. árgangur
Hreyfivika á Hornafirði Komdu og vertu með - fjölbreytt hreyfing í boði Dagana 21. - 27. september stendur yfir Hreyfivika (Move Week) um alla Evrópu. Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands, www. umfi.is fylgir því eftir hérlendis. USÚ í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð, Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Ungmennafélagið Sindra, Sporthöllina, HM þjálfun, Grunnskóla Hornafjarðar, Leikskólann Lönguhóla og Krakkakot, Ferðafélag Austur- Skaftafellsýslu, Sundlaug Hornafjarðar stendur fyrir hreyfivikunni á Höfn. Það er von okkar að sem flestir íbúar sveitarfélagsins kynni sér það sem í boði er í Hreyfivikunni og taki þátt í einhverjum viðburðanna. Vonandi getur hún einnig verið einhverjum hvatning til aukinnar hreyfingar eða þátttöku í íþróttum. Dagskrá vikunnar mun birtast á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is. Enn er verið að setja inn dagskrárliði og viðburði og
ef þið hafið áhuga á að skipuleggja viðburð þessa viku þá endilega að koma því á framfæri með því að hafa samband við Matthildi Ásmundardóttur, framkvæmdastjóra HSSA
Undirritun þjóðarsáttmála um læsi
Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Erla Þórhallsdóttir fulltrúi Heimilis og skóla undirrituðu þjóðarsáttmála um læsi við hátíðlega athöfn í Nýheimum í gær. Undirritunin staðfestir sameiginlegan vilja til að vinna að bættu læsi grunnskólanemenda. En góð færni í læsi er nauðsynleg til að hver og einn geti nýtt hæfileika sína sjálfum sér og samfélaginu til heilla.
á netfangið matthildur@hssa.is til að skrá viðburð. Allir viðburðir verða auglýstir á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, www.hornafjordur.is.
Fréttir af Kvennakór Hornafjarðar Nú er vetrarstarfið að hefjast hjá Kvennakór Hornafjarðar. Aðalfundur var haldinn á 18 ára afmælisdegi kórsins þann 9. september síðastliðinn. Að venju var kosið í margar nefndir eins og gengur og gerist í svona félagsskap því starfið hjá kórnum er mjög fjölbreytt. Svo skemmtilega vildi til að formaðurinn átti afmæli þennan dag og okkar fyrsti samsöngur var því að syngja afmælissönginn fyrir hana. Mjög vel var mætt á aðalfundinn og nokkrar nýjar konur sem hafa hug á að vera með okkur mættu. Undafarin ár hefur fjölgað mikið í kórnum sem er mjög ánægjulegt. Fyrsta æfing kórsins verður í Sindrabæ mánudaginn 14. september milli kl 18:00 – 19:00. Æfingar verða á sama tíma á mánudögum og miðvikudögum út september. Í október þá byrjum við í okkar hefðbundnu rútínu, 40 mínútna raddæfingar á mánudögum og samæfingar á miðvikudögum kl 19:30. Við viljum endilega fá fleiri konur, bæði nýja og eldri félaga til að syngja og starfa með okkur í vetur. Því hvetjum við allar konur sem hafa áhuga, til þess að mæta á æfingar á næstunni og njóta þess að vera í góðum félagsskap skemmtilegra kvenna.
Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is
Stjórnin.