Eystrahorn 29. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. september 2015

29. tbl. 33. árgangur

Skinney-Þinganes sækir á fleiri mið

Samkomulag hefur verið gert um kaup Skinneyjar - Þinganess hf. á öllum hlutabréfum í Auðbjörgu hf. í Þorlákshöfn. Í sameiginlegri fréttatilkynningu félaganna kemur fram að samkomulagið sé með fyrirvara m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eftir kaupin, ef af þeim verður, mun Skinney -Þinganes hf. verða með starfsemi á Höfn og í Þorlákshöfn. Með þessu hyggst Skinney – Þinganes hf. styrkja sig í sessi sem eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og treysta enn frekar fjölbreyttan rekstur í útgerð, fiskvinnslu og sölu sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Á næstu vikum verður starfsemi félagsins

skipulögð með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfsemi á báðum stöðum. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að Auðbjörg ehf. hefur frá stofnun árið 1970, verið með starfsemi í Þorlákshöfn. Þá kemur fram að fyrirtækið hafi átt erfitt með að halda í við skerðingar á þeim veiðiheimildum sem fyrirtækið ræður yfir. Það hafi verið mat eigenda að rétt og tímabært hafi verið að koma fyrirtækinu í hendur traustra aðila sem hafa það að markmiði að halda áfram starfsemi í Þorlákshöfn. Aðspurður segir Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri að um um tvö þúsund þorskígildi sé að ræða, að uppistöðu þorskur, humar, ufsi og flatfiskur.

Tveir bátar fylgja með í kaupunum, Ársæll ÁR og Arnar ÁR ásamt frystihúsi þar sem unnin hefur verið humar og bolfiskur. Ekki liggur fyrir hvenær Skinney-Þinganes tekur við rekstrinum en það er háð þeim fyrirvara sem áður er nefndur. „Þessi kaup fela í sér tækifæri og áskoranir. Veiðiheimildir Auðbjargar eru góð viðbót við núverandi heimildir fyrirtækisins og vinnsla Auðbjargar í Þorlákshöfn skapar okkur líka möguleika á frekari þróun og nýtingu á þeim afla sem skip Skinneyjar-Þinganess veiða“ segir Ásgeir þegar Eystrahorn náði tali af honum sl. þriðjudag.

Nýnemadagur í FAS Síðustu ár hefur verið unnið markvisst að því í FAS að breyta móttöku nýrra nemenda. Í ár má segja að lokaskrefið hafi verið stigið og það sem áður kallaðist busavígsla heitir nú nýnemadagur. Nemendaráð og hópur eldri nemenda sáu um að skipuleggja leiki þar sem eldri nemendum og nýnemum var blandað saman í lið og aðal markmiðið var að hafa gaman saman. Hvert lið hafði sérstakan lit og áttu liðin að leysa ýmsar þrautir og safna með því stigum. Sumar þrautirnar verða að teljast nokkuð óvenjulegar svo sem að lyfta ferðamanni eða að finna þjóðþekktan einstakling og taka mynd af hópnum með honum. Myndirnar voru settar á Instagram og er hægt að skoða þær á heimasíðu skólans www.fas.is. Að leik loknum var boðið upp á grillaða hamborgara og nýnemum síðan afhentar rósir til að bjóða þá velkomna í skólann. Leikurinn tókst ljómandi vel og ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér vel. Það verður síðan tilkynnt hvaða lið bar sigur úr býtum á nýnemaballi sem verður fljótlega. Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp nýnema í FAS með forseta og varaforseta nemendafélagsins. Þó er vert að geta þess að í dag vantaði allmarga nýnema sem voru fjarverandi af ýmsum ástæðum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.