Eystrahorn 28. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 28. tbl. 33. árgangur

Fimmtudagur 27. ágúst 2015

6,2 milljónir í hornfirsk verkefni

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Hundar og menn keppa á Hornafirði

F.h. Stefán Ólafsson fyrir hönd Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar, Ingibjörg Lilja Pálmadóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Fanney Björg Sveinsdóttir verkefnastjóri SASS á Hornafirði

SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga úthlutaði nú í sumar 42 milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands í nýsköpunarog menningarverkefni á Suðurlandi. Hvorki meira né minna en 10 verkefni í Sveitarfélaginu Hornafirði hlutu styrk úr sjóðnum, samtals 6,2 milljónir króna. Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS á Höfn, er ánægð með þennan árangur og hvetur frumkvöðla og aðila til að nýta sér þá ráðgjöf og þann stuðning sem er í boði hjá SASS og fleiri aðilum í Nýheimum. Eftirfarandi verkefni í Sveitarfélaginu Hornafirði hlutu styrk:

Nýsköpunarverkefni • Gingó hönnun - þróun nýrrar aðferðar við nýja vörulínu Gingó hönnun • Hólmur Brugghús Þorgrímur Tjörvi Halldórsson • Íshellasýning - ný tegund afþreyingar Aron Franklín Jónsson • Kayakferðir á Heinabergslóni Iceguide • Lítið hátækni málmsmíðaverkstæði í Suðursveit Bjarni Malmquist Jónsson • Nytjagripir úr náttúru Hornafjarðar Ingibjörg Lilja Pálmadóttir • Tímabundin ráðning sérfræðings til að hefja tilraunaframleiðslu á humarkjöti úr humarklóm Skinney-Þinganes

Menningarverkefni • Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar • Mjólk og menning Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir • Upphaf og endir Hlynur Pálmason

Agnar og smalahundurinn Brook.

Landskeppni Smalahundafélags Íslands verður haldin helgina 29. - 30. ágúst nk. Keppnin veður fer fram í landi Einholts á Mýrum og hefst klukkan 10:00 á laugardag og heldur áfram á sunnudag. Meðal þátttakenda verður heimamaðurinn, Agnar Ólafsson á Tjörn á Mýrum, sem hefur náð langt í þjálfun smalahunda og sótt sér þekkingu út fyrir landssteinana. Hann segir alla velkomna að fylgjast með keppninni sem er skemmtileg og kemur fólki sem ekki þekkir til yfirleitt á óvart.

Vetrarstarf Samkórsins Vetrarstarf Samkórs Hornafjarðar hefst þriðjudaginn 1. september kl. 20:00 með kóræfingu í Hafnarkirkju. Samkór Hornafjarðar er góður félagsskapur karla og kvenna á öllum aldri. Kórstarfið er fjölbreytt og skemmtilegt og einnig mjög gefandi. Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 20 – 22 í Hafnarkirkju. Tekið er fagnandi móti nýju söngfólki í allar raddir. Öllum nýjum félögum standa til boða tímar í raddþjálfun þeim að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta haft samband við Kristínu kórstjóra í síma 860 2814 eða á krjoh@eldhorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.