Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 20. ágúst 2015
27. tbl. 33. árgangur
Framkvæmdir í Flatey ganga vel
Það fer ekki framhjá fólki sem á leið um Mýrarnar að í Flatey er að rísa stór bygging, eitt stærsta fjós á landinu sem á sér vart hliðstæðu hér á landi. Það þótti í mikið ráðist þegar gömlu heykögglaverksmiðjunni var breytt í kúafjós en það verða ekki síður mikil umskipti þegar nýja húsið verður tekið í notkun. Það er rétt að rifja upp að eigandi er Selbakki ehf., dótturfélag SkinneyjarÞinganess. Í dag eru framleiddir á búinu nálægt milljón lítrar af mjólk á ársgrundvelli og hefur framleiðslan aukist verulega frá því að nýir eigendur tóku við. Með stækkuninni
er gert ráð fyrir tvöföldun á framleiðslunni sem verður um tvær milljónir lítra sem er um 1,5% af heildarframleiðslunni í landinu. Markmiðið með þessu er að ná fram meiri hagkvæmni í rekstrinum. Í dag eru 130 mjólkandi kýr ásamt geldkúm og tveir mjaltaþjónar. Í nýju byggingunni verða fjórir mjaltaþjónar og um 240 - 250 mjólkandi kýr og gert er ráð fyrir að dreifa burði jafnt yfir árið. Gamla húsnæðið verður væntanlega notað til eldis. Það er hugsað fyrir flestum hlutum smáum sem stórum til að gera aðstöðuna sem besta jafnt fyrir starfsfólk sem
Athugið!
og ferfætlingana. Sú nýbreytni var tekin upp í sumar að fá verktaka með öflug tæki til að sjá að mestu um heyskapinn á 200 hekturum sem tók aðeins fjóra daga og allt fóðrið var verkað í útistæður í stað fyrir plastrúllur. Þó er heyjað í rúllur í Einholtslandi. Heildarflatarmál nýja hússins er um 4.700 fermetrar og burðarvirki úr límtré sem gerir húsið hlýlegra en stálgrindahús. Jafnframt var byggð stór haugþró sem er sex metra á dýpt og 30 metra í þvermál. Sjón er sögu ríkari og myndirnar segja meira en mörg orð.
Af sérstökum ástæðum þarf að skila efni og auglýsingum í næsta tölublað (fer í dreifingu 27. ágúst) fyrir kl. 18:00 mánudaginn 24. ágúst.