Eystrahorn Fimmtudagur 25. júní 2015
25. tbl. 33. árgangur
www.eystrahorn.is
Menningarverðmæti og Hústíðindi Boðið uppá hákarl og harðfisk Með breytingunum á eldhúsinu í fullbúið veitingaeldhús hefur orðið breyting á rekstrinum á þá leið að í Stofunni á miðhæðinni erum við hætt með smurbrauð en erum með matseðil þar sem við bjóðum upp á heitan mat svo sem fiskisúpu, humar, sólkola, lamb o.fl. Í Kjallaranum bjóðum við upp á flatbrauð með hangikjöti og reyktum silungi frá Geiteyjarströnd, harðfiskflök og hákarl ásamt úrvali af rarítets bjórum. Í kjallaranum getum við líka tekið á móti hópum í mat eða ýmiskonar móttökur.
Ýmsar hugmyndir eftir að framkvæma
Þau koma við sögu verkefnisins ásamt fleirum; Sveinn Sighvatsson smiður, Hermann Hansson sem hóf þessa vegferð, Sigurður Hannesson ritstjóri Hústíðinda, Ari og María og Finnur Jónsson smiður. Eigendur Kaupfélagshússins eða Kaupmannshússins þau Ari Þorsteinsson og María Gísladóttir hafa af miklum metnaði og útsjónarsemi haldið áfram endurbótum á húsinu. Jafnframt hafa þau útbúið og látið prenta skemmtilegt og áhugavert upplýsingablað um húsið sem þau kalla Hústíðindi. Allt er þetta í gömlum stíl og anda hússins. Af þessu tilefni er eftirfarandi viðtal tekið og þótti ritstjóra sömuleiðis viðeigandi að birta „Minningarbrot úr Kaupfélagshúsinu“ sem Halldór Ásgrímsson skrifaði fyrir húseigendur stuttu fyrir andlátið.
Miklar endurbætur innanhúss „Við eyddum síðasta vetri í að ljúka við viðgerð á skorsteini og háalofti. Áður hafði verið gert við skorsteininn á miðhæð en nú kom Jón Eldon Logason arinsmiður og lauk verkinu á efri hæð og
á háalofti en skorsteinninn var mjög götóttur og illa farinn eftir viðvarandi leka sem einnig tókst að stöðva í þessari aðgerð. Þá tókum við háaloftið einnig í gegn og hentum út gömlu torfi sem nýtt hafði verið sem einangrun og einangruðum upp á nýtt. Þessu var lokið fyrir jól en þá tók við að klára að gera kjallarann tilbúinn fyrir veitingarekstur og stærsta verkefnið á vormánuðum var svo að endurgera allt eldhúsið á miðhæð þ.e. að breyta því úr heimiliseldhúsi í fullbúið veitingaeldhús með tilheyrandi græjum. Svo var það gæluverkefnið Hústíðindi, íbúa- og byggingasaga Kaupmanns/ Kaupfélagshússins sem við unnum með Sigurði Erni Hannessyni fyrrverandi skjalaverði og Tómasi Jónssyni grafískum hönnuði og kom úr prentun í síðustu viku. Hústíðindi munu liggja frammi á borðum Nýhafnar til aflestrar fyrir gesti en vilji fólk fá að taka með sér eintak kostar það 1.000 kr.
Minningar Halldórs Ásgrímssonar Halldór Ásgrímsson, sonur kaupfélagsstjórahjónanna, var á sjötta aldursári þegar fjölskyldan flutti í húsið. Hann lýsir fyrstu kynnum sínum af húsinu m.a. á eftirfarandi hátt; Vorið 1953 leit ég Kaupfélagshúsið fyrst augum. Við komum með Herðubreið frá Vopnafirði og eitt það fyrsta sem ég sá var húsið sem átti að verða okkar nýja heimili. Það blasti við frá höfninni, hátt og tígulegt og mér fannst það nema við himinn. Það stóð hærra en Kaupvangur á Vopnafirði þar sem ég er fæddur og átti heimili fyrstu ár ævinnar. Mér fannst skrítið að Kaupfélagið sjálft væri í lægra húsi og fannst það heldur lítið við hliðina á íbúðarhúsinu. Háaloftið var síðan mikill ævintýraheimur og var ég hálf hræddur við það. Ég lá stundum andvaka á kvöldin og hlustaði á einhvern eða einhverja ganga um loftið. Mér fannst að þetta væru draugar, en aðrir sögðu að svona brakaði í timburhúsum. Mér fannst umgangur undarlegt brak. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara og kíkja upp og horfast í augu við myrkrið. Háaloftið var tvískipt og innri hlutinn var þakinn torfi sem mér fannst skrítið og dró ekki úr trú minni að þarna væri kjörið
Í sumar sinnum við veitingarekstrinum eingöngu enda stefnir allt í gott sumar hvað ferðamanna bransann varðar en líklega lýkur svona verkefni að eiga gamalt hús aldrei. Eins eru komnar upp hugmyndir um að endurgera Nýjahús/Vindheim en það var hús sem stóð á lóðamörkunum milli Hafnarbrautar 2 og 4 og var notað sem fiskverkunarhús og verbúð en það eina sem eftir er af því í dag er gamli hjallurinn sem stóð við Gömlubúð áður en hún var flutt á núverandi stað. Eins þarf að koma Hústíðindum út á ensku og líklega er það gott vetrarverkefni ásamt því að klára íbúaskrána og gera allt efni sem ekki komst í blaðið aðgengilegt á heimasíðunni okkar www. nyhofn.is
Margir lagt verkefninu lið Okkur langar að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa unnið með okkur bæði hvað varðar viðgerðir á sjálfu húsinu og þeirra sem komu að útgáfu Hústíðinda hvort sem það var í formi vinnu eða styrkja en Menningaráð Suðurlands, Vinir Vatnajökuls og Hornafjarðarsöfn studdu okkur í útgáfu blaðsins.
fyrir drauga að dveljast og gamna sér á nóttinni. Seinna var mér sagt að reimt væri í húsinu, þar hefði fólk kvatt þetta líf og margir ættu þaðan ljúfar minningar. Kjallarinn var mér meira að skapi. Þar varð ég ekki var við draugagang, en einstaka rotta var þar á ferð. Eitt sinn heyrðist skaðræðisöskur úr kjallaranum, en þá hafði Ingólfur bróðir stigið ofan á eina. Þetta mjúka undirlag framkallaði þetta mikla öskur og voru dagar hennar þar með taldir. Mikið afrek sem seinna varð til þess að veiðar með bambusstöngum voru hafnar og varð að miklu ævintýri nokkurra stráka í þorpinu. Er mér til efs að menn hafi skemmt sér betur við ljónaveiðar í frumskógum Afríku.