Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 11. júní 2015
23. tbl. 33. árgangur
Glæsilegur línubátur kemur í heimahöfn
Í síðustu viku kom í heimahöfn nýr og sérstaklega velbúinn línubátur sem hefur hlotið nafnið Vigur SF 80. Eigandi er samnefnt dótturfyrirtæki SkinneyjarÞinganess. Vigur er 29,9 brúttótonn, 15 m að lengd og 4,75 breidd. Vél er að gerðinni Yanmar 911 hp og ljósavélin Kholer 42 KW. Vigur er mjög vel tækjum búinn og eru öll tæki í brú frá Sonar. Pláss er fyrir 20 tonn
af fiski í körum í lest. Krapavél, forkælir og tímastillt blæði kar gera það að verkun að öll umgengi um fiskinn á eftir að gjörbreytast til batnaðar með komu bátsins en Vigur leysir Guðmund Sig af hólmi sem hefur þjónað útgerðinni s.l. 10 ár. Fjórir menn verða í áhöfn Vigurs, skipstjóri er Karl Guðni Ólafsson og vélstjóri Guðmundur Þorgeirsson.
Karl Ólafsson skipstjóri var ánægður með nýja bátinn.
Humarhátíð á Höfn 2015 Humarhátíð á Höfn verður haldin 26. - 28. júní nk. og að þessu sinni verður hátíðarsviðið á hafnarsvæðinu. Humarhátíðarnefnd vill minna á að nú er tímabært að taka fram skreytingar og huga að görðum t.d. fyrir 17. júní til að vera tímanlega. Draga fram búninga fyrir skrúðgöngu og eins og áður væri gaman að sjá þjóðbúninga og fána frá sem flestum löndum. Enn eigum við pláss fyrir sölufólk á neðri hæð Miklagarðs og fyrir sýningar og annað á efri hæð. Humarhátíðarfánar eru til sölu í sundlauginni. Hver sá sem lumar á skemmtiatriði og langar að troða upp getur haft samband við Humarhátíðarnefnd í síma 696-4532 (Kristín). Að venju verður
dagskrá Humarhátíðar fjölbreytt. Ýmsar sýningar verða um allan bæ, þjóðakvöld Kvennakórsins verður í Mánagarði og boðið verður upp á humarsúpu víðsvegar um bæinn. Þá má nefna skrúðgöngu með uppákomum, kassabílarallý, töframann og námskeið, burnout, stórtónleika Diktu í íþróttahúsinu, gömludansaball Karlakórsins í Sindrabæ, varðeld með söng, stórdansleik með Sálinni í íþróttahúsinu, fimleikasýningu, heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna, heimsmetstilraun í Humarlokugerð, Audda og Steindi Jr., barnadagskrá og fleira.
Vegna 17. júní þarf efni og auglýsingar að berast blaðinu fyrir kl. 12:00 mánudaginn 15. júní.