Eystrahorn 22. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 4. júní 2015

22. tbl. 33. árgangur

Áhugavert verkefni

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Það er alltaf ánægjulegt að fá fréttir af ungu fólki sem tekur áskorunum um krefjandi verkefni. Þau Gunnar Ásgeirsson og Þórhildur Sigurðardóttir nemendur, frá Hornafirði, við Háskólann á Akureyri tóku í vetur þátt í matvælakeppninni Ecotrophelia um þróun á vistvænum matvælum ásamt fimm öðrum nemendum skólans. Verkefni hlaut verðlaun í keppninni og var þeim boðið til Ítalíu að keppa við vinningshafa annarra þjóða. Ritstjóra lék forvitni á að vita meira um verkefnið og átti stutt viðtal við Gunnar og Þórhildi. Vildum að verkefnið tengdist heimahögunum. Verkefnið snerist um að þróa vistvæn matvæli eða drykk. Við höfðum áhuga á því að vinna verkefni sem væri tengt okkar heimahéraði og ákváðum við að nota humarmarning úr humarklóm sem hráefni, en til þessa hafa allar humarklær sem ekki fylgja heilum humri verið urðaðar. Útkoman varð humarpaté sem er ætlað til neyslu sem viðbit eða smáréttur. Rétturinn hefur þá kosti að auk þess sem hann er vistvænn þá stuðlar hann einnig að verðmætasköpun og fullnýtingu auðlinda.

Þróa vistvæn matvæli Keppnin heitir Ecotrophelia og er ætluð háskólanemum. Hún gengur út á að þróa vistvæna matvöru (mat- eða drykkjarvörur) af einhverju tagi. Keppnin er alþjóðleg og unnum við okkur þar með rétt til þess að fara til Ítalíu og keppa á móti vinningsliðum annarra þjóða úr keppninni.

Verðlaunin Verðlaunin eru af ýmsum toga. Fyrst má nefna flugmiða fyrir liðið út á stóru keppnina í Ítalíu, en einnig voru vinningar sem hjálpa okkur að þróa verkefnið frekar. Við fengum vinnuframlag frá Matís til þess að halda áfram að þróa vöruna, bæði hráefnislega séð sem og gera ýmsar efnagreiningar á henni sem nauðsynlegar eru til þess að koma henni á markað. Þá fengum við þekkingarávísun frá nýsköpunarstöðinni, peningaupphæð sem mun nýtast okkur til þess að halda okkur uppi þegar við förum á keppnina og verðlaunagrip. Við viljum þakka öllum sem hafa styrkt okkur eða aðstoðað og sérstaklega þakka Skinney-Þinganesi fyrir aðstoð með hráefni og hugmyndir til að láta verkefnið verða að veruleika.

Eygló Illugadóttir skólastjóri og Birkir Þór Ingólfsson

Lokahóf nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið síðastliðinn sunnudag í Háskólanum í Reykjavík. Blaðið hafði samband við Eirík Hansson kennara en hann hefur sinnt keppninni fyrir hönd skólans. Lokahófið eru einskonar úrslit og uppskeruhátíð keppninnar en um 3000 umsóknir allsstaðar að af landinu bárust í keppnina en 54 hugmyndir komust í úrslit. Eins og oft áður áttu Hornfirðingar fulltrúa en það var Birkir Þór Ingólfsson úr 5. bekk. Hugmyndin hans var koddadagbók sem er sambland af kodda og dagbók. Auk þess fékk Birkir sérstök verðlaun fyrir bestu kynninguna á sínu verkefni en hann kynnti það fyrir fullum sal í Háskólanum í Reykjavík. Grunnskóli Hornafjarðar hreppti Farandbikar NKG í flokki smærri skóla. Farandbikarinn fer til þess skóla sem sendir hlutfallslega inn flestar hugmyndir miðað við höfðatölu nemenda í 5,. 6,. og 7. bekk skólans.

Til hamingju með sjómannadaginn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 22. tbl. 2015 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu