Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 28. maí 2015
21. tbl. 33. árgangur
Útskrift Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu
Mynd: Sigurður Mar
Á laugardaginn fór fram útskrift frá FAS við hátíðlega athöfn í Nýheimum. Að þessu sinni voru útskrifaðir 13 stúdentar, þrír nemendur af fjallamennskubraut, fjórir vélaverðir og einn af B stigi vélstjórnar. Nýstúdentar eru: Anna Lilja Gestsdóttir, Guðrún Kristín Stefánsdóttir, Heiðdís Anna Marteinsdóttir, Ingibjörg Lilja Pálmadóttir, Ljósbrá Dögg Ragnarsdóttir, Lydía Angelíka Guðmundsdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir, Tómas Ásgeirsson, Una Guðjónsdóttir, Þorlákur Helgi Pálmason og Þórhildur V. Sigursveinsdóttir. Af fjallamennskubraut útskrifast: Gestur Hansson, Skúli Magnús Júlíusson og Þórdís Kristvinsdóttir. Vélaverðir eru: Guðjón Björnsson, Gunnar Freyr Valgeirsson, Hallmar Hallsson og Hallur Sigurðsson. Vélstjóri af B stigi er Loftur Vignir Bjarnason. Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ragnar Magnús Þorsteinsson eins og fram kemur í viðtali hér í blaðinu. Ritstjóri óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Ragnar Magnús Þorsteinsson dúx í viðtali Hvað þarf til að ná góðum árangri í námi?
þátt og kæmu með hugmyndir. Leiksýningar sem ég hef tekið þátt í hafa staðið upp úr hjá mér því þetta hafa verið mjög skemmtileg verkefni og er upplyfting fyrir bæjabraginn. Það sem skólinn gæti gert betur væri líklega fjölbreyttari áfangar, fleiri raungreinar og kenna áfanganna oftar svo fólk lendi ekki oft í árekstri í stundatöflu.
Það sem þarf til að ná góðum árangri er mikið skipulag, metnaður til að vilja ná góðum prófum eða skila góðu verkefni. Það sem hefur hinsvegar skilað mér ágætis einkunnum er að fylgjast með í tímum og spyrja spurninga til öðlast meiri þekkingu á námsefninu, þar sem ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna náminu utan skólatíma. Þú hefur verið virkur í íþróttum, tónlist o.fl. Er ekkert erfitt að samræma þetta allt? Nei, nei, þetta hefur bara hjálpað mér ef eitthvað er. Ég þekki ekki annað en að hafa mikið að gera og það hjálpar mér talsvert við skipulag því mér finnst gott að vinna undir pressu og þurfa að skila verkefnum á ákveðnum tíma og geta ekki alltaf verið að fresta hlutunum. Hvað segir þú um skólana? Ég var náttúrulega í Menntaskólanum á Egilsstöðum núna seinasta vetur til að þjálfa fimleika hjá Hetti en ég var í FAS fyrstu tvö árin. Mér líkaði vel í báðum þessum skólum, tiltölulega fámennir og persónulegir þó að FAS sé að mínu mati ennþá persónulegri sem er kostur. Í ME er svokallað spannakerfi þar sem önninni er skipt upp í tvennt og maður er í færri áföngum á hverjum tíma. Þetta kerfi fannst mér fínt en fann svo sem engan stóran mun á að vera í annar eða spannar kerfi. Kennslan í FAS er góð, kennararnir
Hvað tekur nú við?
Mynd: Sigurður Mar
leggja mikinn metnað í að vera með góða kennslu. Það sem stendur upp úr hjá mér er kannski að það vantar meiri og betri náttúrufræðikennslu. Það eru samt nokkrir áfangar kenndir í fjarnámi sem er frekar erfitt í náttúrufræðifagi. Það sem stendur hinsvegar upp úr í skólanum myndi ég líklega segja að væru þessar tvær ferðir sem ég fór á vegum skólans ásamt öðrum í Erasmus og Etwinning verkefni til Ungverjalands og Tríer í Þýskalandi. Þessar ferðir voru mjög skemmtilegar og lærdómsríkar eins og að búa inni á öðru heimili, tungumálin, menningin og skemmtunin. Ég vil þakka henni Hjördísi Skírnisdóttur kærlega fyrir þessar ferðir en hún hefur séð um þær með glæsibrag. Félagslífið er svo sem ágætt í FAS, böllinn á sínum stað og fleira. Hinsvegar vantaði, þegar ég var varaforseti, að nemendur tæku meiri
Það sem tekur við hjá mér núna er að ég ætla að vinna í eitt ár til að átta mig á hvað ég vil læra í framhaldsnámi. Ég er að taka að mér yfirþjálfarastöðuna í fimleikunum hér á Höfn og verður það krefjandi starf þar sem við erum líklega að fara af stað með sex keppnislið sem er tvöföldun frá því í fyrra og hafa aldri verið svo mörg keppnislið á Höfn áður í fimleikum. Einnig ætla ég að vinna á Humarhöfninni þar sem ég hef unnið undarfarin ár og síðan er allt bara opið. Að lokum vil ég þakka öllum kennurunum mínum sem hafa kennt mér, sömuleiðis vil ég þakka fjölskyldunni fyrir að styðja mig í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þá á hún móðir mín sérstakkar þakkir skyldar fyrir að vera nokkurskonar einkanámsráðgjafi. Einnig vil ég þakka þeim yfirmönnum sem ég hef unnið hjá fyrir stuðning og hjálpsemi. Ritstjóri óskar Ragnari Magnúsi til hamingju með glæsilegan árangur og velfarnaðar í framtíðinni.
Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is