Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 13. maí 2015
19. tbl. 33. árgangur
Grynnslin til vandræða Það er ekki nýtt að Grynnslin fyrir utan Hornafjarðarós valdi sjófarendum erfiðleikum. En þær aðstæður sem nú eru komnar upp eru óvenjulegar eins og nýlegar dýptarmælingar staðfesta. Á síðasta Hafnarstjórnarfundi fór Vignir Júlíusson hafnsögumaður yfir stöðu mála lagði fram niðurstöður úr mælingum sem framkvæmdar voru í janúar 2015 og síðan aftur 1.maí 2015. Þegar þessar dýpistölur eru skoðaðar í samhengi hefur dýpið á Grynnslum minnkað um 1,5 til 2 metra. Umtalsvert magn af efni hefur hlaðist upp á Grynnslunum og er það óvenjulegt á vormánuðum og líklegt að þetta haldist fram á haustið. Þetta hefur þær afleiðingar að minnka þarf djúpristu skipa sem koma inn til Hafnar frá því að vera 6 metra djúprista niður í 5 metra djúpristu. Nú þegar hefur skip farið til annarrar hafnar að kröfu tryggingarfélags viðkomandi skips. Þessi breyting á Grynnslum kemur til með að hafa áhrif á bæði inn- og útflutning frá höfninni. Ljóst er að fyrirtæki á svæðinu þurfa að breyta sínum áætlunum. Á fundinum lagði Hafnarstjórn fram eftirfarandi bókun: „Hornafjarðarós Grynnslin. Hafnarstjórn hefur þungar áhyggjur af því alvarlega ástandi sem skapast hefur á Grynnslum og í innsiglingu um Hornafjarðarós. Nú er komin upp sú staða að takmarka þarf djúpristu skipa sem sigla inn til Hafnar í Hornafirði. Dýpið
Ljósmynd: Þorvarður Árnason
á Grynnslunum hefur minnkað um 2 metra á undanförnum 5 mánuðum og eru þetta um 200.000 rúmmetrar sem safnast hafa upp á þessum tíma. Líkur eru á þetta ástand verði viðvarandi næstu mánuði. Hafnarstjórn bendir á að þetta ástand skapar mikla óvissu um skipaumferð um innsiglinguna. Hafnarstjórn telur mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármuni til samgönguyfirvalda svo gera megi úrbætur
strax. Þetta ástand setur sjávarútveg og aðra flutninga til og frá Hornafirði í uppnám. Því er framtíð heils byggðarlags undir í þessu máli.“ Ráðherrum og þingmönnum hefur verið gerð grein fyrir málinu og unnið er að fá fjármagn og tillögur varðandi að leysa brýnasta vandann eins fljótt og mögulegt er.
Sumar-Humartónleikar Hinir árlegu Sumar-Humartónleikar verða haldnir á uppstigningardag fimmtudaginn 14. maí kl 14.00 en með breyttu sniði. Undanfarin ár höfum við boðið upp á humarsúpu á tónleikunum en nú ætlum við að bregða út af vananum. Þar sem sumarið er að ganga í garð langar okkur að bjóða upp á ís í þetta sinn. Við viljum alls ekki breyta nafni tónleikanna og höldum við því humarnafninu í tónleikunum. Hugmyndin er að vera með, héðan í frá, humarsúpu annað hvert ár, en eitthvað nýtt úr sveitinni árin á móti. Við þökkum SkinneyÞinganesi, Nettó, Hótel Höfn og Efnalaug Dóru fyrir stuðninginn undanfarin ár. Núna verður boðið upp á Jöklaís frá Árbæ og áfram njótum við stuðnings Hótels Hafnar og Efnalaugar Dóru. Í ár eins og s.l. ár hefur Lúðrasveit Tónskólans og Lúðrasveit Hornafjarðar runnið saman í eina lúðrasveit og mun leita fanga víða í sínu lagavali. Einnig munu tveir hljóðfæraleikarar þær Sigrún Birna Steinarsdóttir og Salóme Morávek syngja með hljómsveitinni. Í febrúar bjuggum við svo til yngri sveit þar sem nemendur sem byrjuðu í námi í fyrra og s.l. haust spila með ásamt nemendum upp í 7. bekk. Sú sveit munu flytja nokkur lög.
Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is