Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 7. maí 2015
18. tbl. 33. árgangur
Boltinn farinn að rúlla
Fyrsti heimaleikur m.fl. karla hjá Sindra í 2. deild verður um helgina þegar liðið fær Knattspyrnufélag Vesturbæjar í heimsókn (sjá auglýsingu). Meistaraflokkur kvenna leikur sömuleiðis um helgina í Borgunarbikarnum en sá leikur fer fram í Breiðholtinu á móti ÍR. Þó er möguleiki á að leikurinn verði færður til vega prófa hjá stelpunum. Þó að þetta sé fyrst leikur í Íslandsmótinu þá er samt búið að sparka mikið. Bæði karla- og kvennalið Sindra tóku þátt í deildarbikarnum. Það gekk á ýmsu hjá stelpunum enda fækkað í hópnum frá síðasta ári og nýir leikmenn ekki komnir. Aðra sögu er að segja af strákunum en þeir fóru alla leið í úrslitakeppnina en töpuðu þar 0 -1 fyrir Aftureldingu. Eins skruppu þeir austur um daginn og sigruðu Einherja frá Vopnafirði með 4 mörkum gegn 2 í hörku leik í undankeppni Borgunarbikarsins. Mikil
breyting hefur orðið á hópnum og sömuleiðis þjálfaraskipti. Óli Stefán lét af störfum eftir síðasta tímabil og Auðun Helgason sá reyndi kappi tók við. Allir fimm útlendingarnir fóru í önnur lið ýmist hér á landi eða erlendis. Sömuleiðis skipti Þorsteinn Jóhannsson yfir í ÍR og Óli Stefán og Auðun lögðu skóna á hilluna frægu. Atli Arnarson hefur líka tekið sér pásu en aldrei að vita nema hann dúkki upp í Mána í sumar. Fjórir nýir útlendingar hafa bæst í hópinn auk nokkurra nýrra andlita og annarra mun kunnuglegri. Frá Spáni komu Alejandro Miguel Vera Carrillo og Amadou Koulibaly Conde. Tveir Danir bættust í hópinn Alexander Petersen og Nick Vindstrup Svendsen. Ási Þórhallsson frá FH og Kristinn Justiniano Snjólfsson frá Tindastóli styrkja hópinn. Aðrir nýir leikmenn sem hafa áður hafa leikið með Sindra eru;
Guðjón Bjarni Stefánsson og Róbert Marvin Gunnarsson frá Mána, Haraldur Bergvinsson frá Fjarðabyggð og Sigurður Bjarni Jónsson frá Skínanda. Verið að leita að leikmönnum til að styrkja kvennalið og ekki útséð hvernig það endar. Urska Pavlec sem lék með liðinu í fyrra er komin aftur og eins er von á leikmanni frá USA sem heitir Jayden Barrett. Hún er sóknarmaður og það er verið í kapphlaupi við tíman vegna þess að félagaglugginn lokar 15 maí. Eins er leikmaður frá Stjörnunni á leið til okkar Sigrún Dís Bjarnadóttir. Enginn leikmaður í kvennaflokknum hefur skipt yfir í annað félag en óvíst er hvort allar stúlkurnar verði með í sumar. Það er samt gott útlit fyrir skemmtilegt fótboltasumar þó að það gæti orðið kalt á fyrsta leik.
Vann Þýskalandsferð í Þýskuþraut Hafdís Lára Sigurðardóttir nemandi í FAS var sigursæl í svokallaðri Þýskuþraut og fær að launum mánaðardvöl í Þýskalandi í sumar. Tveimur vikum verður varið við þýskunám og mun Hafdís Lára dvelja hjá þýskri fjölskyldu í Köln á meðan. Í tvær vikur verður svo ferðast um Þýskaland og meðal annars farið til Berlínar. Þýskuþraut er alþjóðleg keppni sem fer fram í 90 þjóðlöndum með það að markmiði að vekja áhuga á þýskri tungu og menningu. Félag þýskukennara hefur í samvinnu við þýska sendiráðið haft umsjón með keppninni hér á landi um árabil. Tuttugu nemendur fá viðurkenningu og hafa nemendur FAS oft verið í þeim hópi en tveir efstu vinna Þýskalandsferðina. Hafdís Lára er annar nemandinn í FAS sem fer alla leið. Árið 2012 vann Sigurður Ragnarsson þátttökurétt á Ólympíuleikum þýskunnar svo að þýskunemendur í FAS hafa löngum staðið sig vel.
Næsta Eystrahorn kemur út miðvikudaginn 13. maí. Þess vegna þarf efni og auglýsingar að berast blaðinu fyrir kl. 12:00 mánudaginn 11. maí.