Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Miðvikudagur 22. apríl 2015
16. tbl. 33. árgangur
Innra starf leikskóla – áhrif breytinga
Í tengslum við fyrirhugaða könnun um rekstrarform leikskóla finnst leikskólastjórum mikilvægt að fagleg sjónarmið komi fram í umræðunni. Könnuninni er ætlað að snúast um rekstarform en að okkar mati er ekki hægt að breyta rekstrarformi án þess að það hafi áhrif á innra starf leikskólanna. Breytingar hafa verið gerðar á ytri umgjörð leikskólanna áður og sú reynsla kenndi okkur að mikla vinnu þurfti við endurskipulagningu á innra starfinu því samhliða sem kallaði á aukinn kostnað sveitarfélagsins. Endurskipulagning á sér stöðugt stað í leikskólastarfinu en það þarf ekki að byrja frá grunni í hvert skipti. Undanfarin ár hefur verið unnið að nýjum leikskólanámskrám í kjölfar útgáfu á nýrri Aðalnámskrá leikskóla 2011 og er þeirri vinnu að mestu lokið. Þær tillögur sem valið stendur um í væntanlegri könnun munu allar nema ein hafa þau áhrif að byrja þarf upp á nýtt í námskrárvinnu, dagskipulagi og síðast en ekki síst þarf að finna hvaða stefnu leikskólinn á að starfa eftir. Eina sem mun ekki hafa áhrif á innra starf er óbreytt ástand. Af fyrri reynslu er hægt að sjá fyrir þessi áhrif ef niðurstaðan yrði til dæmis:
Aldursskiptur leikskóli eins og á árunum 2001-2006, tvær byggingar, tveir leikskólastjórar Sameinast þarf um eina stefnu sem má ekki
vera afgerandi á neinn hátt og þarf að hugnast flestum foreldrum og starfsfólki. Innra starf tekur mið af ákveðnum aldri og það þarf að gera nýja námskrá í hvorri byggingu með tilliti til þess. Börn umgangast önnur börn á mjög afmörkuðum aldri og læra ekki hvert af öðru, þau eldri hjálpa yngri og þau yngri læra af þeim eldri. Einn árgangur gæti þurft að vera á báðum stöðum, það færi eftir plássi hverju sinni hve mörg börn yrðu eftir í yngri leikskólanum og hversu mörg myndu flytjast á þann eldri.
Stjórn og starfsmannahald sameinað undir eina stefnu í tveimur húsum Starfað verður eftir einni stefnu í báðum húsum, einn leikskólastjóri vinnur út frá sínum hugsjónum í leikskólamálum með sínu starfsfólki. Þetta kallar á nýja námskrárgerð.
Rekinn verði einn sex deilda leikskóli Það kallar á breytingar á innra starfi, starfsmannahaldi og fleiru. Gera þyrfti nýja námskrá, nýja stefnu og það kallar á hátt hlutfall menntaðra leikskólakennara sem því miður er ekki reyndin eins og staðan er í dag.
núverandi skipulagi að öllum líkindum setja þá vinnu á byrjunarreit í leikskólunum. Meðan að breytingar á innra starfi eiga sér stað mun það óneitanlega hafa mikil áhrif á þá vinnu sem á að fara fram inn í leikskólunum og þá um leið börnin okkar. Skoðun undirritaðra er að það sem Sveitarfálagið ætti að leggja áherslu á í leikskólamálum í dag er að fjölga leikskólakennurum, hlúa að því starfsfólki sem er í starfi og einbeita sér að því innra starfi sem er í gangi, ekki síst því stóra verkefni sem hrundið var af stað á haustdögum, „Leið til árangurs“. Það hefur sýnt sig í leikskólum landsins að leikskólakennarar endast lengur í starfi í skólum sínum en ófaglærðir. Í lokin viljum við benda á að eftir samtal undirritaðra við Ingibjörgu Kristleifsdóttur, formann FSL (félags stjórnenda í leikskólum), kom fram að ekki hafi neinar rannsóknir eða úttektir sýnt fram á faglegan og/eða fjárhagslegan ávinning af sameiningum leikskóla.
Allir skólar Sveitarfélagsins eru að taka þátt í verkefninu „Leið til árangurs“ sem snýr að læsi og stærðfræði og munu breytingar frá
Virðingarfyllst, Margrét Ingólfsdóttir, leikskólastjóri á Lönguhólum og Snæfríður H. Svavarsdóttir, leikskólastjóri á Krakkakoti.
ÁLAVEIÐAR KAUPUM ÁL
Óskum eftir að komast í samband við fleiri álaveiðimenn við fyrsta tækifæri Upplýsingar veitir Víðir í síma 770 2214 og 456 5505
NORTH ATLANTIC ehf Söluskrifstofa íslenskra sjávarafurða