Page 1

Eystrahorn 10. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 8. mars 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Þeir veita öryggistilfinningu Liðsmenn Slökkviliðs Hornafjarðar og Slökkviliðs Djúpavogs voru á æfingum alla síðustu helgi undir handleiðslu og leiðsögn starfsmanna Mannvirkjastofnunar. Fyrir okkur íbúana er það góð tilhugsun að vita af samborgurum sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að bæta öryggi okkar og er það þakkarvert. Slökkviliðsmennirnir okkar hafa margoft sýnt og sannað að þeir kunna vel til verka við ólíkar og krefjandi aðstæður.

Fúsi siglir um fjörðinn með fólk Kvöldsigling ehf. er nýstofnað ferðaþjónustu fyrirtæki í eigu Vigfúsar Ásbjörnssonar og Fjólu Hrafnkelsdóttur á Höfn. Í samtali við blaðið sagði Vigfús að fyrirtækið muni bjóða upp á náttúruskoðun og sögulega upplifun með siglingu um fjörðinn og gönguferðum í eyjum og fjörum. Í upphafi er fyrirhugað að hafa 2-3 ferðir hvert kvöld í sumar. Lagt verður upp frá höfninni, siglt inn í Skarðsfjörð fram hjá þremur verstöðvum frá síðustu öld og sagan rifjuð upp í sérstakri náttúru fjarðarins. Áætlað er að hafa landtöku í verstöðinni í Mikley þar sem ferðamönnum gefst kostur á að skoða sögulegar minjar. Hver ferð mun taka um eina og hálfa klukkustund. Fyrir utan fastar ferðir verður í boði lengri og styttri sérferðir fyrir hópa, fyrirfram skipulagðar eða skipulagðar eftir óskum viðskiptavina t.d. sem henta ljósmyndurum og fuglaáhugafólki. Félagið hefur fest kaup á 5,9 m. löngum og 2 m. breiðum 18 manna báti sem félagið mun nýta í ferðirnar. Báturinn er björgunarbátur af gömlu gerðinni sem ristir ekki djúpt og er ákaflega öruggur. Hægt verður að sigla með um 14-15 manns í einu, og á að fara vel um alla um borð. Sala á ferðum

verður í Hafnarbúðinni niður við höfn og einnig verður hægt að bóka ferðir á heimasíðu félagsins baycruise.is . Í Hafnarbúðinni geta farþegar jafnfram keypt nesti ef þeir kjósa. Markaðssetning félagsins mun að mestu fara fram á ensku undir merkjum Hornafjörður Bay Cruise þar sem stærsti markhópur félagsins eru erlendir ferðamenn. Vigfús segir að hugmyndin hafi blundað lengi hjá sér þar sem hann þekkir fjörðinn vel og hefur notið þeirrar upplifunar frá barnsaldri sem áætlað er að bjóða uppá. Með tilkomu uppbyggingar á HafnarvíkHeppu svæðinu skapast betri grundvöllur fyrir rekstrinum. Með stofnun félagsins er ég að blanda saman áhugamálum mínum, reynslu og menntun sem ég tel góða blöndu til að ná markmiðum félagsins. Þörf á meiri afþreyingu fyrir ferðfólk sem kemur til Hornafjarðar er mikil og með þessu ætti að vera eitthvað bætt úr og skila ánægðari ferðamönnum sem auka muni enn frekar orðspor svæðisins. Vigfús segist verða eini starfsmaðurinn í fyrstu og mun sinna siglingunum á kvöldin en halda áfram störfum sínum hjá Matís á daginn.

Samverustund Samverustund föstudaginn 9. mars kl. 17:00 Sigurður Hannesson kemur í heimsókn Félag eldri Hornfirðinga

Konur • Takið frá föstudagskvöldið 13. apríl 2012


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 8. mars 2012

Sumarvinna

Skinney – Þinganes hf. óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk 16 ára og eldri til almennra fiskvinnslustarfa fyrir sumarið 2012 Tekið er við umsóknum til 20. mars. Vinsamlega hafið samband í síma 4708111 eða á netfangið kristin@sth.is og sækið um.

Aðalfundur

Hornafjarðardeildar verður haldinn fimmtudaginn 15. mars kl. 17:00 í húsnæði deildarinnar að Víkurbraut. Efni: Venjuleg aðalfundarstörf.

Eystrahorn

ATVINNA

Humarhátíðarnefnd óskaði eftir verkefnastjóra Humarhátíðar 2012 í síðasta tölublaði, en vegna bilunar í tölvupósti lengjum við umsóknarfrestinn til 13. mars 2012 og biðjum þá sem hafa þegar sent inn umsókn á info@humar.is að senda okkur hana aftur svo við getum tryggt að allar umsóknir hafi skilað sér. Nánari upplýsingar um starfið er að finna í Eystrahorni 9. tbl. 2012 og einnig inn á http://www. facebook.com/hummihumarHumarhátíðarnefnd 2012

Næstu námskeið Framkoma og ræðumennska

Á námskeiðinu verður farið í gegnum framsögn og tjáningu og ákveðin undirstöðu atriði í ræðumennsku af ýmsu tagi. Námskeiðið er 6 kennstlustundir og fer fram 17. mars kl. 10:00 - 14:00. Leiðbeinandi er Magnús J. Magnússon. Verð kr. 9500,-. Ókeypis fyrir félagsmenn AFLs.

EXCEL

Kennd eru grunnatriði í Excel en einnig skoðaðir ýmsir möguleikar sem Excel býður upp á. Námskeiðið er 12 kennslustundir og fer fram 19., 21., 26. og 28. mars kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 21.000,-

Tölvur og internet

Á námskeiðinu verða kenndir ýmsir möguleikar internetsins, leitarvélar kynntar , verslun og þjónusta á internetinu og samskiptavefir. Þátttakendur stofna netfang. Námskeiðið er 12 kennnslustundir og fer fram 16., 18., 23. og 25. apríl kl. 17:00 - 19:00. Leiðbeinandi er Tinna B. Arnardóttir. Verð kr. 21.000,-. Ókeypis fyrir félagsmenn AFLs.

Sokkaprjón

Byrjendanámskeið í sokkaprjón. Nemendur koma með 2 dokkur af léttlopa og prjóna nr. 4 ½. Námskeiðið er 4,5 kennslustundir. Kennt er í Nýheimum 12. og 14. mars kl. 19:00 - 21:00. Leiðbeinandi: Guðný Svavarsdóttir. Verð kr. 5.000,-

Listin að smakka og matur og vín

Hornafjarðardeild

Tvö frábær námskeið sett í eitt. Þetta námskeið er fyrir þá sem elska að borða góðan mat með “rétta víninu”. Einstakt tækifæri!

Rækjusala

Listin að smakka Um hvernig er best að nálgast vínið: Hvernig verður vínið til? Hvað er sýra? Hvað eru tannín? Hvernig þekkir maður eikina? Nokkur sláandi dæmi um þrúgurnar, mismunandi víngerð, mismunandi lönd.

Rauðikross Íslands

7. bekkur er að selja rækjur og rennur ágóðinn í ferðasjóð.

2,5 kg á 4.000Pantanir hjá: Þuríði • 895-1973 Fjólu • 846-8586 Huld • 478-2262

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Matur og vín Matur og vín eiga samleið en alltaf er hægt að gera gott betra. Hvað er það sem þarf að passa? Hvernig nemum við og skynjum mat og vín saman? Hvað ber að forðast og hvað smellur saman? Sýnishorn af matvælum og 6 vín gefa okkur nokkur svör. Staður og tími: Humarhöfnin 27. apríl kl. 18:00 – 23.00 . Verð: 12.000.- pr. einstakling, 20.000.- fyrir hjón. Leiðbeinandi: Dominique Plédel Jónsson frá Vínskólanum.

Prjónamál

Áttu erfitt með að lesa/skilja erlendar prjónauppskriftir. Farið í skammstafanir og orðasambönd í uppskriftum. Koma með prjóna og garn sem vinna á með uppskriftinni. Námskeiðið er 4,5 kennslustundir. Kennverður í Nýheimum 23. og 25. apríl kl. 19:00 - 21:00. Leiðbeinandi: Guðný Svavarsdóttir. Verð kr. 5.000,-

Glerskurðarnámskeið

Nemendur hanna og smíða nokkra hluti úr gleri, byrja á litlum skartgrip (t.d. hálsmeni eða brjóstnælu), svo velja þeir gluggamynd, kertastjaki, skál eða annað sem hugmyndaflugið býður upp á og hægt er að klára á þeim tíma sem er gefin. Námskeiðið fer fram í Handmenntastofu Grunnskólans 23. mars kl. 17:00 -19:00 og 24. mars kl. 9:00 - 16:00. Leiðbeinandi er Eiríkur Hansson. Verð kr. 21.000.-

Nánari upplýsingar og skráning á www.tna.is, nina@tna.is eða í síma 470-3840


Eystrahorn

Fimmtudagur 8. mars 2012

Sumarstörf – HSSA Starfsfólk óskast í sumarstörf hjá HSSA.

Umönnun á legudeildum.

Um er að ræða vaktavinnu starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Ásgerður K. Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði HSSA í síma 470 8630 eða netfang asgerdur@hssa.is Ritarastarf og ræsting á heilsugæslu. Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri á heilsugæslusviði HSSA í síma 470 8600 eða netfang ester@hssa.is Umsóknareyðublað má finna á www.hssa.is og í afgreiðslu heilsugæslunnar.

www.eystrahorn.is

Mikið af vor- og sumarfatnaði komið í hús Frábært litaúr val Eigum von á nýrri skósendingu Verið velkomin

Laun samkvæmt kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k.

Arnar Þór Guðjónsson

háls-, nef- og eyrnalæknir verður með stofu 22. - 23. mars n.k. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar og aðalfundur kirkjugarða í Hafnarsókn Fundurinn verður haldinn eftir messu sunnudaginn 18. mars nk. kl. 12:00 á Hótel Höfn. Venjuleg aðalfundarstörf Boðið upp á súpu og meðlæti Sóknarbörn hvött til að mæta Sóknarnefnd Hafnarsóknar

FOSSFÉLAGAR

Opnað verður fyrir punktastýrðaúthlutun um páskana Eftirfarandi hús eru í boði: 1. Akureyri Núpasíða 2. Reykjaskógur 3. Munaðarnes 2 hús 4. Reykjavík 5. Vestmannaeyjar Punktastýrð úthlutun fer eftir orlofspunktaeign félaga. Á hverju tímabili gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“ Úthlutun opnar þessa daga: 12. mars kl. 12:00 1000-400 PUNKTAR 13. mars kl. 12:00 400 PUNKTAR 14. mars kl. 12:00 300 PUNKTAR 15. mars kl. 12:00 200 PUNKTAR 16. mars kl. 12:00 100 PUNKTAR 19. mars opnað fyrir alla Orlofsnefnd

Síminn er 478 1106

Bókhald - ársreikningar - skattframtöl -VSK uppgjör, launaútreikningar, erfðarfjárskýrslur og fleira.

Fermingartilboð Rúm og dýnur í öllum stærðum og gerðum

Húsgagnaval

Jón Gunnar * Vasasími 867 4441 jon.gunnar@simnet.is Hafnarbraut 18 Gengið hægt inn um gleðinnar dyr.

Lokað laugardag og sunnudag til kl 18:00 vegna árshátíðar starfsfólks


Félagsvist í Slysavarnahúsinu í kvöld kl. 20:00 Verð kr. 1.000 • Kaffi og kökur

Styrkir til eflingar nýsköpunar og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurlandi Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrk til uppbyggingar klasa og framgang rannsóknar og þróunar á sviði matvæla, ferðaþjónustu og iðnaðar á Suðurlandi. Óskað er eftir umsóknum um samstarfsverkefni í það minnsta þriggja fyrirtækja sem tengjast nýsköpun með skýrri verðmætasköpun. Starfsvæði Vaxtarsamnings Suðurlands markast af Hellisheiði í vestri og eystri mörkum Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Gerð er krafa til þess að verkefnin styðji atvinnulíf og samfélag svæðisins. Í boði eru 30 milljónir. Mótframlag verkefnisins þarf að vera að lágmarki 50%. Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir koma saman og vinna að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta alla jafna forgangs. Að auki verður horft til þess að verkefnið skili ábata og störfum út í samfélagið. Í umsókninni á að koma fram lýsing á verkefninu, skýr útlistun á nýnæmi hugmyndarinnar og ætluðum ávinningi ásamt kostnaðar- fjármögnunar- og tímaáætlun. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Rafræn umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur má finna á vef Atvinnuþróunarfélags Suðurlands www.sudur.is.

Umsóknafrestur er til og með 12. apríl 2012 Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband tímanlega og þiggja ráðgjöf hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands www.sudur.is í síma 480-8210 og 481-2961

Sunnlensk ferðaþjónusta Ráðhúsinu í Reykjavík laugardaginn 17. mars Allir velkomnir

,,Suðurland í sókn“

Eystrahorn 10. tbl. 2012  

Eystrahorn 10. tbl. 2012

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you