Eystrahorn 9. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 9. tbl. 33. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 5. mars 2015

Froskurinn þagnar Skinney-Þinganes lauk stóru átaki síðasta föstudag. Þá hófst dæling á afskurði úr fiskiðjuveri fyrirtækisins yfir í fiskimjölsverksmiðjuna í Óslandi. Eins og blaðið hefur áður greint frá voru fjögur sver rör lögð undir höfnina. Tvö þeirra eru fyrir dælinguna sjálfa en tvö þeirra hýsa rafmagnskapla, ljósleiðara, símalínur o.fl.. Lögnin er alls um 500 metra löng og þar af eru 150 metrar undir höfninni sjálfri. Ráðist var í þessa framkvæmd samhliða þeirri ákvörðun að auka afkastagetu uppsjávarvinnslu Skinneyjar-Þinganess úr 400 tonnum á sólahring í 750 tonn. Með dælingu á milli verksmiðja fyrirtækisins stórbatnar meðhöndlun hráefnisins. Margvíslegur annar ávinningur hlýst af framkvæmdinni og ekki síst að ekki þarf að lengur að aka með hráefnið umhverfis höfnina í sérútbúnum vörubíl - Froskinum. Einungis í þeim tilvikum þegar uppsjávarafla er samtímis landað í fiskimjölsverksmiðjuna og í fiskiðjuverið, gæti þurft að aka afskurði á milli. Slík tilfelli eru sjaldgæf. Í stærstu árum í uppsjávarvinnslu félagsins hefur Froskurinn farið allt að sjö þúsund ferðir á milli verksmiðjanna á ári, með allt að 50 50% nýtingu í frystingu úr hverjum farmi þúsund tonn af síld, loðnu og makríl. Nýja sem uppsjávarskipin landa fara 500 tonn af aðferðin er þrifalegri, hagkvæmari og hráefni í gegnum nýja kerfið. Áður þurfti bætir nýtingu hráefnisins. Loðnuvertíð þrjá einstaklinga til að sinna þeim flutningi, er í hámarki. Síðastliðna helgi var mest einn til að aka Froskinum, einn til að sinna dælt 75 tonnum af hráefni á klukkutíma í vigtun á Hafnarvoginni og einn í móttöku gegnum nýju lagnirnar. Miðað við að ná hráefnisins í Óslandi. Nú fylgist löggiltur

vigtarmaður með stöðunni í fiskvinnslunni, sér um dælingu eftir þörfum og vigtar hráefni við móttöku í Óslandi. Það var gott hljóð í forsvarsmönnum og starfsfólki SkinneyjarÞinganess og þau eru greinilega mjög ánægð með hvernig þetta fer af stað.

Háskóladagurinn í Nýheimum Háskólar landsins standa að kynningu á háskólanámi í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu þriðjudaginn 10. mars milli klukkan 10:00 og 12:00. „Fulltrúar háskólanna verða á staðnum á þessum tíma, svara öllum mögulegum og ómögulegum spurningum, útskýra nýjungar í náminu og gefa gott lesefni. Við hvetjum alla, ekki bara framhaldsskólanema, til þess að mæta og kynna sér það háskólanám sem er í boði á Íslandi í dag. Það er alltaf verið að kynna nýjar námsleiðir og margt spennandi í boði í ár eins og alltaf. Meðal nýjunga er byltingafræði, upplýsingastjórnun og vestnorræn fræði. Háskólar landsins bjóða samtals upp á yfir 500 námsleiðir. Það eru því margir möguleikar í boði sem eru vel þess virði að kynna sér.“ segir Anna Dröfn Ágústsdóttir, verkefnastjóri Háskóladagsins. Háskóladagurinn er haldinn í ellefta skipti í ár. Heimasíða Háskóladagsins er www.haskoladagurinn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.