Eystrahorn 8. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 25. febrúar 2016

8. tbl. 34. árgangur

Vel heppnuð árshátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi Mikið var um dýrðir þegar árshátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi var haldin að Hótel Vatnsholti í Flóa þann 19. febrúar síðastliðinn. Um var að ræða síðbúna uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar þar sem þátttaka var opin öllum ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi og því kjörinn vettvangur til að gera upp árið 2015 og stilla saman strengi fyrir nýbyrjað ár. Met þátttaka var á viðburðinn sem menn voru sammála um að heppnaðist mjög vel í alla staði. Dagskráin hófst á málþingi þar sem áhugaverð erindi komu fram. Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands opnaði þingið sem bar heitið „Saman erum við sterkari“ og um fundarstjórn sá Eydís Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps. Fyrstur á mælendaskrá var Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri stjórnstöðvar ferðamála þar sem hann fór yfir stöðu mála og verkefnin framundan. Þá fóru þær Ingunn Jónsdóttir, verkefnastjóri Háskólafélags Suðurlands og Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslunets Suðurlands yfir mikilvægi menntunar í ferðaþjónustu og kynntu m.a. nýja ferðamálabrú sem er í undirbúningi í erindi sem þær nefndu „Að græða á fræðslu og fingri“. Sævar Freyr Sigurðsson, eigandi Saga Travel á Akureyri sagði svo frá vexti og árangri sem hann hefur náð með sitt fyrirtæki og mikilvægi samvinnu og samstöðu í þeim árangri. Að lokum steig Anna Steinsen, stjórnenda- og heilsumarkþjálfi í pontu og flutti frábært erindi sem bar heitið „Þú getur

Frá vinstri: Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, Mábil G. Másdóttir frá Hótel Geysi, Björn Kjartansson, eigandi Gömlu Laugarinnar ásamt unnustu sinni og Valgerður Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofunni.

haft áhrif“. Að málþingi loknu var boðið uppá örferð um Flóann þar sem gestum gafst kostur á að heimsækja aðila í ferðaþjónustu á svæðinu og kynna sér gistingu, afþreyingu, handverk og menningu í Flóanum. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir góðar móttökur. Um kvöldið var svo boðið uppá flotta dagskrá með bjórkynningu frá Ölvisholti Brugghúsi í Flóa, kvöldverði, happdrætti og skemmtun þar sem veislustjórinn, Kári Viðarsson leikari, fór á kostum. Heiðursgestur kvöldsins var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Ragnheiður Elín afhenti viðurkenningar Markaðsstofunnar, en viðurkenninguna „Sproti ársins 2015“ hlaut

Gamla Laugin á Flúðum fyrir metnaðarfulla og flotta uppbyggingu og tók Björn Kjartansson, eigandi Gömlu Laugarinnar, ásamt unnustu sinni við viðurkenningunni. Viðurkenninguna „Framlag til ferðaþjónustunnar“ hlaut fjölskyldan á Geysi fyrir sitt ötula starf, fagmennsku og óeigingjarnt framlag í þágu ferðaþjónustunnar á svæðinu í gegnum árin. Má með sanni segja að störf þeirra hafi endurspeglað þema dagsins „saman erum við sterkari“. Mábil G. Másdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd fjölskyldunnar. Kvöldið endaði svo á léttum nótum og dansi þar sem Sunnlendingurinn Ingó hélt uppi stemningunni með gítar og söng.

Fram koma:

Stórtónleikar í Pakkhúsinu

• Jasscombo Hornfjarðar með Dixielandhljómsveit. • Sönghópurinn Sex í stuði flytur nokkur lög. • BigBand Hornafjarðar leikur viðeigandi tónlist. Óskar Guðjónsson saxafónleikari gestaspilari.

kl. 21:00

Aðgangseyrir 1.000- kr. Hátíðin heldur svo áfram 11. – 12. mars

blues

facebook.com/horna


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.