Eystrahorn 7. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 18. febrúar 2016

7. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Hvað er Hvannadalshnjúkur hár?

Á sunnudaginn var fór Einar Rúnar Sigurðsson leiðsögumaður á Hofsnesi sína 281. ferð á Hvannadalshnjúk. Það þykir ekki fréttnæmt að hann skjótist á toppinn á hvaða árstíma sem er, en nú fór hann heiman frá sér á skíðum alls 34 km leið á 9 klukkustundum og 24 mínútum. Þessi ferð hefur gefið fjölmiðlum tilefni til að ræða við Einar Rúnar og gera að umtalsefni vangaveltur hans um hæð þessa hæsta tinds landsins. Einar telur að tindurinn hafi bætt á sig og náð gömlu viðmiðunarhæðinni 2119 metrum. Fáir ættu að hafa betri tilfinningu fyrir því en einmitt Einar, án þess að vísindalegar mælingar liggi fyrir. Þegar Einar er ekki að skíða á Hvannadalshnjúk þá eyðir hann mestu af tíma sínum inni í íshellum Vatnajökuls. Einar er upphafsmaður íshellaferða á Íslandi og í samtali við ritstjóra sagði hann m.a.; „Ég fór fyrstu ferðina með viðskiptavini í íshelli árið 1995, en fyrir um 10 árum fóru íshellaferðirnar að verða stærri hluti af

Einar leggur af stað á hnjúkinn.

Í þessu sambandi rifjar visir.is upp eldri fréttum um hæð Hnjúksins; „Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð.“

vetrarferðaþjónustu Öræfaferða. Þar til fyrir 4-5 árum var fyrirtæki mitt eina fyrirtækið sem bauð ferðir í íshella á veturna, en núna síðustu 2-3 ár hefur orðið algjör sprenging í eftirspurn eftir svona ferðum. Í dag eru um 9-10 fyrirtæki með daglegar ferðir í íshellana, flest í Kristal íshellinn í Breiðamerkurjökli, sem ég byrjaði að ljósmynda árið 2007. Fyrirtæki mitt Öræfaferðir og fyrirtæki Arons sonar míns, Local Guide ehf. fara reyndar í mun fleiri hella en bara Kristal íshellinn sem betur fer því það er í raun ekki orðið pláss fyrir ljósmyndun í þeim helli. Sumir hellarnir sem við förum í eru í fjarlægum dölum þar sem þarf að ganga jafnvel 8 km á jökli til að komast í þá.“ Hellamyndin er tekin í dagsferð Einars sl. þriðjudag og er úr helli sem fáir koma í.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.