Eystrahorn Fimmtudagur 9. febrúar 2012
6. tbl. 30. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Kaþólikkar eignast húsnæði á Höfn
Hafnarbraut 40
Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í húseignina að Hafnarbraut 40 þar sem félagsmiðstöðin Þrykkjan er til húsa núna. Tilboðið hljóðar uppá 17,9 m.kr. Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri sagði við blaðið af þessu tilefni: „Já, við erum búin að selja Hafnarbraut 40 og í þessu tilfelli skipti máli hver kaupandinn er, kaþólska kirkjan, en söfnuður hennar fer stækkandi á Hornafirði
og mikilvægt að hann eignist fastan stað. Það hjálpaði til að við gátum fundið annað hentugt húsnæði fyrir David Tencer félagsmiðstöðina en hún verður flutt í gamla Vöruhús KASK þegar Jöklasýningin verður tekin niður.“ Blaðið snéri sér til David Tencer sem þjónustað hefur kaþólikka á
Hornafirði og innti hann frétta af starfseminni. „Þegar ég sá húsið í fyrsta sinn sagði ég strax að það liti út eins og kirkja. Það vantar bara krossinn. Ég get sagt að þetta var ást við fyrstu sýn. Það kom alltaf prestur hér áður fyrr til Hornafjarðar til að sinna athöfnum t.d. skírnum, fermingum o.s.frv. Árið 2007 stofnaði Jóhannes Gijsen biskup Þorlákssókn sem nær frá Jökulsárlóni til Raufarhafnar. Þá strax byrjaði ég, eins og sóknarprestur á að gera, að koma meira reglulega svona einu sinni í mánuði. Í leiðinni nota ég alltaf tækifærið til að kenna börnunum, heimsækja fjölskyldur, undirbúa sakramentið o.s.frv. Við byrjuðum í heimahúsum hjá einhverjum en fólkinu fjölgaði strax það mikið að það fyrirkomulag gekk ekki upp. Leituðum við þá til Hafnarkirkju
um aðstöðu. Okkur var þar tekið vel af séra Sigurði sóknarpresti og Erni (Bróa) kirkjuverði og höfum við fengið inni í Hafnarkirkju hingað til. Ekki er vitað hvað margir kaþólikkar eru á Hornafirði en skráðir í söfnuðinn eru rúmlega 70 og alltaf er að bætast við því nýtt fólk sækir vinnu á Hornafjörð. Pólverjar eru sennilega flestir síðan Filippseyingar, Litháar og Íslendingar en stundum finnst mér eins og allur heimurinn hittist á Hornafirði. Það er of snemmt að segja hvernig starfið þróast þegar við verðum komin með húsnæði. Það þarf að hafa samráð við safnaðarmeðlimi. Kannski væri gott að koma að minnsta kosti tvisvar í mánuði. Ég vil fyrst og fremst þakka góðum Guði og sömuleiðis öllum sem hjálpuðu okkur að finna svo ágæta lausn hvað húsnæðið varðar.“
Öflugt starf Ungmennafélagsins Sindra Til að halda úti mikilli starfsemi eins og Ungmennafélagið Sindri gerir þurfa margir að leggja hönd á plóg og félagið þarf á góðum samstarfs- og styrktaraðilum að halda. Sveitarfélagið er eins og gefur að skilja öflugasti bakhjarlinn með beinan og óbeinan stuðning af ýmsu tagi og íþróttaaðstöðuna. Bæði aðalstjórn og stjórn knattspyrnudeildar hafa að undanförnu verið að undirbúa og ganga frá samningum við marga aðila. Blaðið ræddi við Valdemar Einarsson framkvæmdastjóra félagsins og Kristján Guðnason formann knattspyrnudeildar.
Umfangið mikið Valdemar sagði að mikið starf væri unnið hjá félaginu hjá flestum deildum en deildirnar eru orðnar níu. Hann segir að leggja þurfi meiri rækt við frjálsar íþróttir nú þegar ungmennalandsmót er á næsta leiti og verður það haldið á Hornafirði árið 2013. Sömuleiðis verður meistaramót FRÍ í aldursflokkunum 15 – 22 ára haldið á Hornafirði í sumar. Valdemar vildi koma á framfæri sérstökum þökkum til allra stuðningsaðila, iðkenda og sjálfboðaliða. Starfsemin stendur og fellur með framlagi þessara aðila. Kristján sagði að knattspyrnudeildin væri stærsta einstaka deildin með á þriðja hundrað iðkendum. Knattspyrnudeildin hefur lagt metnað í að hafa menntaða þjálfara í öllum flokkum en slíkt er ekki sjálfgefið á minni stöðum. Undanfarna mánuði hefur verið lögð mikil vinna í að efla og styrkja rekstur knattspyrnudeildar með samstarfssamningum við fyrirtæki.
Mikilvægur styrkur frá Skinney-Þinganesi
Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri SkinneyjarÞinganess og Valdemar Einarsson
Ungmennafélagið skrifaði undir samning við Skinney-Þinganes á nýja árinu. Samningurinn er til fjögurra ára og á eftir að styrkja starf Sindra svo um munar. Styrknum verður m.a. varið til reksturs deilda, í afrekssjóð og að endurnýja bíla félagsins. Þetta er sennilega stærsti samningur sem Ungmennafélagið hefur gert við eitt fyrirtæki.
Flugfélagið Ernir styrkir knattspyrnudeildina Nú í vikunni skrifuðu Flugfélagið Ernir og knattspyrnudeildin undir samning sem gildir til þriggja ára. Samningurinn felur m.a. í sér að Sindri auglýsir flugfélagið sem styrkir Sindra á móti með farseðlum sem munu nýtast knattspyrnudeildinni mjög Ásgeir Örn Þorsteinsson markaðsstjóri vel. Ernis og Kristján Guðnason