Eystrahorn 3. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 21. janúar 2016

3. tbl. 34. árgangur

Gengið frá kaupsamningi á Auðbjörgu ehf.

Þann 5. janúar var skrifað undir samning um kaup Skinneyjar-Þinganess hf á öllu hlutafé í Auðbjörgu ehf. í Þorlákshöfn. Eins og áður hefur komið fram var samkomulag gert um kaupin síðla árs 2015 með ýmsum fyrirvörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins sem eftir rannsókn taldi ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna þessa samruna. Eftir að

formlega hefur verið gengið frá kaupunum tekur Skinney - Þinganes yfir daglegan rekstur Auðbjargar. Eftir breytingarnar er ætlunin að byggja upp öfluga og sérhæfða vinnslu í Þorlákshöfn. Áhersla verður lögð á vinnslu fersks og frysts þorsks en jafnframt er stefnt á vinnslu fleiri tegunda þegar tímar líða. Breytingar

verða gerðar á skrifstofuhaldi og það að mestu sameinað því sem fyrir er hjá SkinneyÞinganes. Útgerð verður óbreytt fram í apríl 2016 þegar bæði þau skip sem tilheyrðu Auðbjörgu verður lagt en í staðinn verður Þinganesið gert út. Fjöldi landverkafólks verður sá sami og áður.

Framtíð Eystrahorns Vegna þeirra aðstæðna og óvissu sem Eystrahorn býr við hefur útgefandi á hverju ári gert grein fyrir hugmyndum sínum um framhald útgáfunnar. Nú eru liðin rúm sex ár frá því að tilraunaútgáfan hóf göngu sína og teygst hefur úr útgáfutímanum lengur en undirritaður átti von á. Þennan tíma hefur blaðið verið rekið á sama grundvelli með óbreyttri verðlagningu það er að segja með auglýsingatekjum, styrktaraðila og vildaráskrift. Sömuleiðis hafa sömu samstarfsaðilarnir verið samferða þennan tíma og eiga þátt í að útgefandi hefur haft úthald til að halda áfram þennan tíma. Stundum verður útgefandi var við, t.d. á samskiptamiðlum, að

lesendum finnst blaðið rýrt í roðinu og er það eðlilegt. En til að útgáfan standi undir sér þarf auglýsingamagn að vera um 75% af blaðsíðufjölda (þrjár síður af fjórum o.s.frv.). Þess vegna er blaðsíðufjöldi misjafn og ræðst af auglýsingatekjum í hverri viku. Tap eina vikuna getur verið erfitt að vinna upp næstu vikur á eftir og þá getur auglýsingamagnið verið áberandi mikið. Til að fólk átti sig á upphæðum í þessu sambandi má setja dæmið upp þannig að ef blaðsíðufjöldi er aukinn um tvær síður með meira fréttaefni og viðtölum þá myndi tap á ársgrundvelli vera yfir 3 milljónir króna, gróflega reiknað. Hér skal áréttað að hluti auglýsinga er frír s.s. frá félagasamtökum, góðgerðafélögum og stofnunum,

vegna andlátstilkynninga og þökkum, smáauglýsingar o.s.frv. Sömuleiðis hefur úrgefandi reynt að veita einyrkjum og ýmsum

aðilum, sérstaklega þeim sem eru að hefja starfsemi, góða þjónustu með kynningu og ódýrum eða fríum auglýsingum. Vonandi hafa flestir skilning á að útgefandi getur ekki tekið persónulega áhættu og greitt með útgáfunni eða bundið sig við útgáfu í hverri viku án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð sem nú felst í óreglulegum tekjum, og ræðst af framlegð (afgangi) hverju sinni. Á þennan hátt er hægt að láta útgáfuna „malla“ áfram en af ýmsum ástæðum treystir útgefandi sér ekki að gefa út áætlun um áframhaldandi útgáfu að sinni nema fram að sumarfríi og mun endurmeta stöðuna þá. Útgefandi og ritstjóri

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.