Eystrahorn 2. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn 2. tbl. 34. árgangur

Fimmtudagur 14. janúar 2016

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Útkoma endurvinnslu um áramót ekki góð

Við síðustu losun á endurvinnsluefnum frá heimilum var mjög mikið af almennum heimilisúrgangi í tunnunni, ásamt hlutum sem ekki eiga heima í henni. Starfsmenn áhaldahúss taka á móti endurvinnsluefni frá Funa í nýju sorpstöðina Gáruna, þar kemur allt endurvinnsluefnið inn og er sett á færiband, þar sem það er flokkað og sent áfram til endurvinnslu. Við þessa vinnu þurfa starfsmenn að flokka með höndum allt efni sem sett er í endurvinnslutunnuna. Það er því mikilvægt að íbúar vandi sig við flokkun í endurvinnslutunnuna. Gler, nálar, sprautur, óhreinar umbúðir, fatnaður og almennt heimilissorp á ekki heima í endurvinnslu. Við það að setja slík efni í endurvinnslu veldur það ekki aðeins skemmdum á öllu endurvinnsluferlinu heldur er einnig mögulegt að starfsmenn sveitarfélagsins skaðist við að meðhöndla og flokka þetta frá öðrum endurvinnsluefnum.

Almennt sorp sem fer í endurvinnslutunnuna skemmir út frá sér í annað efni sem í tunnunni er því þarf að henda efni sem annars er endurvinnanlegt. Óskemmtilegt er að handfjatla og taka almenna sorpið sem er farið að úldna frá endurvinnanlega efninu. Ákveðið hefur verið að græna tunnan verður ekki losuð ef almennt sorp er í henni eftir 1. febrúar. Gler á að skila með glerflöskum eða í glerkar í gámaportinu. Fatnaður og skór eiga ekki að fara í endurvinnslutunnuna heldur er sérgámur sem skila skal öllum endurvinnanlegum vefnaði í.

Gjaldskrá Ný gjaldskrá fyrir sorphirðu/sorpeyðingu var samþykkt á síðasta ári, þar kemur fram að ef

Hirðingjarnir og Kiwanisklúbburinn Ós gefa sjónvarp Skömmu fyrir jól bárust af því fréttir að sjónvarpið á dvalardeild Mjallhvítar væri orðið úrelt og einungis fáar stöðvar sæjust. Góðgerðafélagið Hirðingjarnir og Kiwanisklúbburinn Ós ákváðu að bregðast við og gáfu saman nýjustu tegund af Sony Bravia sjónvarpi en í því er m.a. hægt að tengjast vefnum og flakka þaðan um netið. Það var Stefán í Martölvunni sem sá um að setja tækið upp. Íbúar eru mjög ánægðir með að sjá fleiri stöðvar og að gæðin séu mun betri en í gamla sjónvarpinu. Þá þykir þeim ekki verra að losna við eina fjarstýringuna. Á myndinni eru Matthildur, Stefán og Sigga Lár við nýja tækið.

húsráðendur vilji fjölga ílátum þá skulu þeir greiða aukagjald fyrir hvert ílát. Ef íbúar sveitarfélagsins vilja breyta ílátum sínum þá geta þeir haft samband við ráðhús sveitarfélagsins í síma 470 8000.

Breytingar framundan í Gámaporti Breyting verður á móttöku endurvinnsluefna, öll móttaka mun fara fram í gámaporti við Gáruna þar mun starfsmaður taka á móti þeim sem ætla að losa sig við endurvinnsluefni. Opnunartími verður þriðjudaga og fimmtudaga frá 13-17 og laugardaga frá 11-15.

Græna tunnan verður ekki losuð ef almennt sorp er í henni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.