Eystrahorn 1. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 8. janúar 2015

1. tbl. 33. árgangur

Áramótakveðja bæjarstjóra Ágætu Austur- Skaftfellingar.

eru settir fjármunir í frekari forvinnu svo hægt verði að gera áætlanir um verkið í heild hverjir eru verkþættirnir og hver er heildarkostnaðurinn við verkið. Þá er mikilvægt að gera rekstraráætlun fyrir húsið og þá starfsemi sem þar verður. Hugmyndir eru um frekari uppbyggingu á Hafnarvík - Heppu svæðinu og hafa nokkrir einstaklingar sýnt steypta húsinu við endann á Miklagarði áhuga.

Við hver áramót horfum við til baka, leggjum dóm á það sem liðið er og hugleiðum hvað framtíðin ber með sér. Þetta gerum við hvert og eitt og setjum okkur síðan markmið sem við ætlum að ná á nýju ári. Með þrautseigju og þolinmæði náum við síðan markmiðum okkar. Flest okkar hafa notið gæfu á nýliðnu ári og eigum margar góðar minningar en sorg og þrengingar hafa einnig verið upplifun sumra og ekki sjálfgefið að hátíðirnar séu tími gleði og væntinga hjá öllum og þeim vil ég votta samúð og óska að nýtt ár beri betri tíma í skauti sér. Þegar horft er til baka á árið 2014 má segja að það hafi verið gott ár fyrir Austur- Skaftfellinga. Mikil gróska er í sveitarfélaginu og greinilegt að íbúar hafa mikinn áhuga á því samfélagi sem þeir búa í. Á árinu 2014 fóru fram sveitarstjórnarkosningar og mikið af nýjum einstaklingum buðu fram krafta sína til að taka þátt í að leiða sveitarfélagið til næstu ára. Það er mjög jákvætt þegar stór og fjölbreyttur hópur einstaklinga bjóða sig fram til þeirra verka sem vinna þarf á sviði sveitarstjórnar og nauðsynlegt er að einhver endurnýjun eigi sér stað við sveitarstjórnarkosningar. Það ýtir undir nýja og ferska sýn á þau verkefni sem þarf að vinna. Þátttaka ungs fólks í sveitarstjórnarmálum er mikilvæg og því nauðsynlegt að hlúa að og styðja þá einstaklinga sem áhuga hafa á að koma skoðunum sínum á framfæri. Uppgangur er í atvinnumálum í sveitarfélaginu og lítið atvinnuleysi. Því ber að þakka að hér er öflugur sjávarútvegur ásamt mikilli aukningu í komu ferðamanna á svæðið. Haldið var málþing á haustmánuðum um grynnslin og innsiglinguna um Hornafjarðarós. Á því málþingi kom fram að enn er mikið óunnið til að hægt sé að hefja framkvæmdir sem bæta myndu dýpið á grynnslunum og innsiglingunni og þar með öryggi sjófarenda. Nauðsynlegt er að tryggja fjármuni til þessara rannsókna svo sjávarútvegur hér á Hornafirði hafi það svigrúm sem hann þarf til að vaxa og dafna. Mikil fjölgun ferðamanna til Íslands hefur haft áhrif í sveitarfélaginu okkar. Hér er að byggjast upp atvinnugrein sem hefur mikla möguleika til að skapa fleiri störf. Mikilvægt er að áherslan verði á að skapa heilsársstörf þótt sumarstörf skipti einnig miklu máli. Afar mikilvægt er að þessi uppbygging fari fram í sátt við íbúa sýslunnar því stór hluti af upplifun ferðamanna er viðhorf heimamanna til þeirra. Þá er hægt að spyrja sig, komum við fram sem áhugavert glaðlegt fólk sem leitast við að aðstoða náungann eða áhugalaust og neikvætt sem gefur ekkert af sér ?. Væntingum ferðamanna verður líka að mæta ef við ætlum að byggja þessa atvinnugrein upp þannig að hún nýtist samfélaginu til frambúðar. Stefnt er að ráðningu atvinnu- og ferðamálafulltrúa til sveitarfélagsins og verður það eitt af hans hlutverkum að tryggja að sveitarfélagið verði ákjósanlegur staður fyrir fyrirtæki en liður

í því er endurskoðun á atvinnustefnu og gerð ferðamálastefnu fyrir sveitarfélagið. Mikið og öflugt nýsköpunar og frumkvöðlastarf ýtir undir fjölbreytt atvinnulíf. Vöruhúsið var keypt á árinu 2014 og er ætlað hlutverk sem miðstöð skapandi greina. Undanfarin misseri hefur verið í gangi stefnumótunarvinna fyrir Vöruhúsið og þá starfsemi sem þar er innanhúss. Uppbygging á FabLab er á lokastigi og í desember fékkst loforð frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um að koma inn með fjármagn en þá verður hægt verður að kaupa þann búnað sem uppá vantar til að hér verði fullgild FabLab smiðja. Það skapar mikla möguleika fyrir frumkvöðla að geta útfært og prófað hugsmíði sína í FabLab smiðju hér á staðnum. Þessu til viðbótar er fatahönnuður, ljósmyndaaðstaða, nokkrar hljómsveitir, listmálarar, FAS og félagsmiðstöðin Þrykkjan er með aðstöðu í húsinu. Nýsköpun og frumkvöðlastarf fer að sjálfsögðu fram vítt og breitt í sveitarfélaginu annars staðar en í Vöruhúsinu. Safna og menningarstarf er hverju samfélagi mikilvægt. Undanfarið ár hefur verið mikið starf í gangi hjá Hornafjarðarsöfnum. Unnið er að framtíðarlausn geymslumála safnanna með það að markmiði að fækka þeim stöðum þar sem munir eru geymdir. Mikil áhersla hefur verið á miðlun og fræðslu um menningararf Hornafjarðar. Sýning í tengslum við 150 ára afmæli Gömlubúðar er dæmi um slíkt. Þeir fjölmörgu viðburðir sem Hornafjarðarsöfn, Vöruhúsið og aðrir aðilar hafa staðið fyrir á árinu auka mjög á þau lífsgæði sem íbúar sveitarfélagsins búa við. Mikligarður hefur þjónað miklu hlutverki í menningar og atvinnusögulegu samhengi í gegnum tíðina. Það er því mikilvægt að varðveita hann og finna honum hlutverk sem passar. Á árinu var hafist handa við lagfæringar utanhúss eftir að forsætisráðuneytið veitti styrk til verksins. Þessar lagfæringar sýna strax hversu mikilvægt er að halda áfram með frekari lagfæringar. Í fjárhagsáætlun ársins 2015

Gleðilegt nýtt ár !

Umhverfið og náttúran í Austur- Skaftafellssýslu er ein sú allra fegursta á landinu og í henni felast mörg tækifæri. Nálægðin við Vatnajökulsþjóðgarð, stærsta þjóðgarð í Evrópu, skapar einnig mörg tækifæri. Allt þetta setur ákveðnar skyldur á herðar íbúa sveitarfélagsins. Okkur ber að umgangast umhverfið og náttúruna af virðingu og hafa það sem eitt af meginmarkmiðum okkar að skila hlutunum í betra ástandi til komandi kynslóða. Sem liður í því er sveitarfélagið þátttakandi í loftslagsverkefni með Landvernd um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið Hornafjörður er fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt í þessu verkefni á Íslandi. Þessu tengt er verið að skoða sorpmál, endurvinnslu, bifreiðakost og lífrænan úrgang svo eitthvað sé nefnt. Fráveitumál tengjast einnig inn í verndun umhverfis og náttúru og var mikið unnið í að finna varanlega lausn á þeim málum á árinu 2014 og verður svo áfram næstu tvo til þrjú árin. Heilbrigðis- og öldrunarmál eru mikilvæg hagsmunamál. Nú 1. október sameinaðist Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, HSSA við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU. Í gildi er þjónustusamningur um heilbrigðisþjónustu sem gildir út árið 2016 og verður því lítil breyting á högum mála á meðan. Forgangsmál er að koma byggingu nýs hjúkrunarrýmis á dagskrá framkvæmdarsjóðs aldraðra. Til þess þarf m.a að klára deiliskipulag við heilbrigðisstofnunina svo hægt verði að hefja framkvæmdir um leið og fjármagn fengist frá hinu opinbera. Undanfarin ár hafa sveitarfélög greitt 15% af byggingakostnaði nýs hjúkrunarheimilis. Núverandi aðbúnaður á heilbrigðisstofnuninni uppfyllir engan vegin þær lágmarkskröfur um aðbúnað sem Velferðarráðuneytið hefur gefið út. Hér hefur verið farið yfir nokkur af þeim verkefnum sem eru á hendi bæjarstjóra og sveitastjórnar ekki er um tæmandi lista að ræða enda yrði það of langt mál að telja upp. En af þessu má sjá að verkefnin eru mörg og fjölbreytt og að mörgu þarf að hyggja. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur marga möguleika og hér er gott að búa en góðir staðir byggjast fyrst og fremst á góðu fólki og í því felst okkar helsta tækifæri. Ég óska íbúum sveitarfélagsins gleðilegs nýs árs og um leið þakka ég samfylgdina og samvinnuna á árinu sem er að líða.

Með kærri kveðju, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 1. tbl. 2015 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu