Eystrahorn 322010

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 9. september 2010

32. tbl. 28. árgangur

Eystrahorn

Framhaldsskólinn heilsuskóli

Nemendur frá Trier í heimsókn.

Aftur í nám.

Starfsemi Framhaldsskólans hófst um sl. mánaðarmót. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum eru nú 242 nemendur skráðir í skólann. Mesti fjöldi sem verið hefur var um 360 nemendur en þá voru um 200 fjarnemendur. Nú eru um 30% í fjarnámi Starfsfólk við skólann eru 20. Ekki eru miklar breytingar á starfsliði skólans. Þrír kennarar sem voru í fullu starfi síðasta vetur eru hættir og í staðinn koma tveir

nýir í fullu starfi, tveir í hlutastarfi og einn kemur úr námsleyfi. Í skólanum Busarnir mættir . er unnið að ýmisskonar þróunar verkefnum og undirbúningi undir nýja námskrá. FAS ásamt mörgum framhaldsskólum tekur þátt

í verkefni sem heitir heilsuskóli og er undir merkjum Lýðheilsustöðvar. Styrkur fékkst til að vinna að því að tengja saman grasrótarlistnám og skólastarf. Annar styrkur fékkst til að skipuleggja verkefnavinnu nemenda út frá grenndarsamfélaginu og fimm grunnþáttum skólastarfs

sem menntamálaráðherra hefur sett stefnuna á. Unnið er að uppbyggingu á námi í fjallamennsku og grunnnámi í matvælagreinum. Mikil aðsókn er í nám sem skiplagt er fyrir þá sem hafa verið frá námi í einhvern tíma. Ekki má gleyma ferðum á Skeiðarársand og að Mývatni, sem verða í þessari og næstu viku og vonandi verður hægt að gera skil í blaðinu.

Ljósleiðarahátíð í Hofgarði Þann 3. september s.l. voru hátíðahöld í Hofgarði á vegum Fjarskiptafélags Öræfinga sem stofnað var fyrir tveimur árum með Knút Bruun í forystu ásamt syni hans Ingólfi, til að vinna að bættu aðgengi að interneti . Haldið var upp á það þennan dag að Öræfingar eru komnir með háhraðanettengingu og sjá nú allir almennilega í sjónvarpinu, hafa m.a. möguleika á að sjá Stöð 2 o.fl. stöðvar í sjónvarpi auk margra útvarpsstöðva í gegnum ljósleiðaratengingu. Hluti af Suðursveit hefur á sama hátt fengið betri tengingu með þessum hætti. Hálfdán Björnsson á Kvískerjum opnaði nettenginguna formlega. Þarna komu saman heimamenn, tæknimenn og ýmsir sem unnu að verkefninu ásamt fulltrúum bæjarstjórnar. Fyrirtækið Fjarski tók að

sér að setja upp tengibox við hvert heimili og tengingar við ljósleiðarastrenginn sem liggur í jörðu frá Hala að Skaftafelli. Fyrirtækið Vodafone þjónustar nú íbúa svæðisins í gegnum ljósleiðarann og færði Grunnskólanum í Hofgarði gjafir af þessu tilefni, það var tölva og flatskjár. Með þessari háhraðatengingu hafa skapast ný skilyrði fyrir skólastarfið í Hofgarði. Það ríkir almenn ánægja með þennan áfanga í Öræfum þrátt fyrir það sem það kostaði heimamenn. Hvert heimili eða fyrirtæki lagði til um hálfa milljón í verkefnið og auk þess lögðu margir til einhverja sjálfboðavinnu s.s. við lagningu strengsins, og með því að sjá aðkomumönnum fyrir gistingu og fæði. Það hefði þó ekki dugað til ef sveitarfélagið hefði ekki stutt verkefnið dyggilega.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 9. september 2010

Aðalfundur bútasaumsfélagsins Ræmanna

Eystrahorn

Andlát

Aðalfundur bútasaumsfélagsins Ræmanna verður haldinn í húsi Verkalýðsfélagsins að Víkurbraut 4 fimmtudaginn 16.september kl 20:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins 3. Kosning stjórnar 4. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin

Styrkir til eflingar nýsköpunar og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurlandi Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrk til uppbyggingar klasa og framgang rannsóknar og þróunar á sviði útflutnings og gjaldeyrisskapandi viðskipta. Starfsvæði Vaxtarsamnings Suðurlands markast af Hellisheiði í vestri og eystri mörkum Sveitarfélagsins Hornafjörður. Óskað er eftir umsóknum frá klösum eða/og samstarfsverkefnum sem tengjast nýsköpun með skýrri verðmætasköpun. Gerð er krafa til þess að verkefnin styðji atvinnulíf og samfélag á Suðurlandi. Í boði eru 15 milljónir. Mótframlag verkefnisins þarf að vera 50% hið minnsta. Verkefni þar sem fyrirtæki, rannsóknar – þróunar og háskólastofnanir vinna saman njóta alla jafna forgangs. Að auki verður horft til þess að verkefnin skili ábata og störfum út í samfélagið á verkefnatímanum. Í umsókninni á að koma fram lýsing á verkefninu, skýr útlistun á nýnæmi hugmyndarinnar og ætluðum ávinningi ásamt kostnaðar- fjármögnunar- og tímaáætlun. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Rafræn umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur má finna á vef Atvinnuþróunarfélags Suðurlands www.sudur.is. Umsóknafrestur er til og með 11. október 2010 Upplýsingar eru veittar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands www.sudur.is í síma 4812961, 4874822 og 4808210

Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@hornafjordur.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

Heimir Þór Gíslason fæddist á Selnesi á Breiðdalsvík 15. mars 1931. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi hinn 3. september 2010. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guðmundsdóttir f. 13.7. 1894, d. 4.7.1988 og Gísli Guðnason f. 16.9. 1903, d. 24.12. 1982. Heimir var yngstur fimm systkina: Hrafnhildur f. 23.2. 1922, d. 3.7. 2005, Margrét Helga f. 3.4. 1924, d. 28.6 2009, Haukur f. 26.9. 1925, d.2.10. 2003 og Guðbjörg f.14.1. 1927. Heimir kvæntist 29. maí 1954 Sigríði Herdísi Helgadóttur frá Krossi f. 31.10.1933, d. 4.6. 2003. Foreldrar hennar voru Jónína Kristborg Jónsdóttir f. 4.3. 1898, d. 31.12. 1965 og Helgi Sigurðsson f. 26.9. 1900, d.4.2. 1942. Börn Sigríðar og Heimis eru: 1) Helga Nína f. 26.9. 1953, börn hennar eru: a) Vilma Kristbjörg Guðmundsdóttir f. 21.5. 1975 gift Brynjari Ágústi Sigurðssyni, þau eiga tvö börn, b) Kolbeinn Örn Guðmundsson f. 22.7. 1987, c) Friðrik Heimir Sigurbjörnsson f. 15.6.1993. 2) Hrafn Margeir f. 22.10. 1954, börn hans a) Haukur Margeir f.4.1. 1976 kvæntur Ástu Júlíu Guðjónsdóttur, b) stjúpdóttir Sigurveig Ósk Gunnarsdóttir f. 20.12. 1982 eiginmaður hennar

er Skarphéðinn Rosenkjær, þau eiga tvo syni, c) Herdís Þóra f. 1.7. 1986 sambýlismaður Andri Freyr Gunnarsson, d) Benedikt Arnar f. 27.11.1990. 3) Sigurþór Albert f. 1.11. 1962 eiginkona hans er Ólöf K.Sigurðardóttir, börn þeirra eru: a) Sigríður Regína f. 30.8. 1989 og b) Ólafur Gísli f. 15.12. 1999. 4) Gísli Björn f. 21.9. 1963. Sambýliskona Heimis frá árinu 2005 var Magnea Sigurbergsdóttir f. 4.9.1937. Heimir ólst upp við venjuleg störf á sveitarbæ þar sem einnig var nytjað sjávarfang í hjáverkum. Hann tók lands- og gagnfræðapróf frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1950, kennarapróf frá Kennaraskólanum árið 1953 og stundaði framhaldsnám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1971 - 72. Ævistarf hans var að mestu kennsla en hann var skólastjóri í 18 ár. Hann starfaði einkum við skóla á austurlandi og átti lengst heima á Höfn í Hornafirði. Heimir starfaði við Farskólann í Breiðdal 1953 54, barnaskólana á Hólmavík 1954 - 55, Kópaskeri 1955 58 og Staðarborg í Breiðdal 1958 - 71, Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1972 - 73, Heppuskóla og Hafnarskóla á Hornafirði 1973 - 2000. Þá var Heimir virkur í pólitísku starfi og var meðal annars oddviti hreppsnefndar í Breiðdal 1966 - 70. Hann var fréttaritari sjónvarps á Höfn og víðar í rúm 20 ár. Útför Heimis Þórs fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 10. september kl. 15. Greftrun fer fram á Höfn síðar.

Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir, verður með stofu á heilsugæslustöðinni 20. - 23. september n.k Tímapantanir í síma 478-1400 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands


Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

17. - 18. september 2010

Lokahóf á Hótel Höfn, húsið opnar 19:30

Föstudagur 17. september Blak konur Íþróttahús kl 20:00

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Bridge Heppuskóli kl 18:00

Fótbolti konur Íþróttavöllur kl. 9:00 Búið ca 11:30 Golf Silfurnesvöllur kl. 9:00 Fótbolti karlar Íþróttavöllur kl 12:00 Babminton Íþróttahús kl. 12:00 Brennibolti Íþróttavöllur kl 12:00 Frjálsar Íþróttavöllur kl. 14:00

Forréttur Hornfirskir smáréttir

Heitreykt jöklableikja með reyktum piparosti, Humar rúlla, Makrílpaté með sætum rauðlauk, grafin villigæs með kanil-appelsínu sýrópi.

Laugardagur 18. september Blak karlar Íþróttahús kl. 9:00 Búið ca kl. 11:30

Matseðill

Aðalréttur Hornfirskt lamb

Í FORMI Hægeldaður lamba innanlærisvöðvi, Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

kartöflukaka, smjörsoðnar sykurbaunir, julienne grænmeti og rauðvínsgljái. Eftirréttur Bláberja skyrkaka að hætti Hótels Hafnar Veislu- og söngstjórn er í umsjá gleðisveitarinnar Rauðra Dregla

Dansleikur Hljómsveitin Almannaskarð sér um fjörið Ath. Selt er inn á dansleikinn eftir 23:30. 20 ára aldurtakmark


Styttist í íþróttamótið Íformi!

Nú er allt að verða klárt fyrir okkar ágæta mót Íformi og um að gera fyrir fólk að drífa í að skrá sig. Greinastjórarnir hafa sett inn lýsingu á keppnistilhögun í greinunum og birt hefur verið tímaplan fyrir hverja grein sem miðar að því að allir geti tekið þátt í sem flestu. Þar sem skaranir verða verður reynt að hliðra til þannig að allir ættu að ná minnst 2 greinum. Nánar um hverja grein í flipanum Greinar á

heimasíðu mótsins www.iformi. is. Keppnisgjald er 3.500 kr. og fyrir það má keppa í eins mörgum greinum og hver treystir sér til. Lokahófið fer svo fram á Hótel Höfn. Gleðisveitin Rauðir Dreglar sér um stuðið á skemmtuninni og hljómsveitin Almannaskarð spilar svo fram á rauða nótt! Þá verður hátíðar kvöldverður sem allur á rætur sínar að rekja til AusturSkaftafellssýslu. Matseðilinn má sjá hér á baksíðunni. Lokahófið,

Í FORMI

matur og ball kostar aðeins 8.000 kr. Þeir sem taka þátt í mótinu og lokahófi (sem allir ættu að gera) greiða aðeins 9.500 kr fyrir frábært íþróttamót, glæsilegan kvöldverð, skemmtun og hörku ball. Ef hjón eru að keppa og drífa sig svo um kvöldið til að taka á móti medalíum borga þeir aðeins 18.000 kr eða 9.000 kr á mann fyrir þetta æðislega kvöld. Ef annar makinn er í keppni og býður hinum út með sér um

kvöldið til að fagna frábærum árangri er gjaldið 17.000 kr. Nú er þetta komið í ykkar hendur og ekkert annað að gera en skrá sig, annað hvort á heimasíðu mótsins, senda póst á sindri@hfn. is eða hringja í síma 8686865 og fá aðstoð Valda við skráninguna. Einnig eru greinastjórarnir boðnir og búnir að skrá og hjálpa til við skráningu. Allir Íformi!

er styrkt af eftirtöldum aðilum:

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Kalli SF Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Eystrahorn


Eystrahorn

Fimmtudagur 9. september 2010

5

Vinnsla hefur verið stöðug í sumar

Ljósmynd: Hlynur Pálmason

Nýtt kvótaár byrjaði 1. september og mun Eystrahorn birta reglulega eða eftir því sem tilefni er aflafréttir. Blaðið leitaði upplýsinga hjá Skinney-Þinganesi um hvernig veiði og vinnsla hafi gengið í sumar og hvað sé framundan. Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri fyrirtækisins sagði m.a.: „Vinnsla hefur verið stöðug í sumar þó svo oft hafi verið meiri yfirvinna en það stjórnast aðallega af því að humarveiði hefur verið minni en undanfarnar vertíðir. Allur síldar- og makrílafli hefur farið gegnum

frystihúsið. Þar sem töluvert langt er að sækja í þær tegundir og hefur komið fyrir að vinna hefur dottið niður á milli túra. En í heildina hefur ekki dottið niður dagur vegna hráefnisskorts. Byrjað var á humri um miðjan apríl og fór vertíðin vel af stað en eftir sjómannadag dró úr veiðinni og hefur hún verið nálægt meðalveiði síðan. Núna eru humarbátarnir við veiðar í Jökuldýpinu og hefur veiði frekar verið að glæðast síðustu dagana. Við erum með þrjú skip á humarveiðum og reiknum með að vera á humri fram í nóvember.

Uppsjávarskipin eru ennþá á síld og makríl og verða það væntanlega fram í október. Auk þess erum við með einn bát á trolli og annan á snurvoð og eru þeir aðallega að reyna við ýsu og steinbít. Ljóst er að skerðing á flestum bolfisktegundum nema þorski þar sem lítilsháttar aukning varð, (og fór megnið af þeirri aukningu til strandveiðiflotans) mun gera það að verkum að komandi fiskveiðiár verður mun erfiðara fyrir alla þá sem starfa í sjávarútvegi. Auk þess var ekki gefið út aflamark í íslensku síldinni sem verður gríðarlegt

högg fyrir fyrirtækið fari svo að það verði niðurstaðan. Útgerðir og Hafró stefna á leiðangur á haustdögum til að mæla og rannsaka ástand síldarstofnsins. Það er alveg ljóst að allir sem vinna við sjávarútveg eiga eftir að finna fyrir þessari skerðingu á komandi fiskveiðarári.“ Þegar blaðið leitaði til Jóa hjá Fiskmarkaðnum lét hann vel af sér og tók sem dæmi að frá áramótum væri búið að landa svipuðum afla og á síðasta ári, en aflaverðmætið væri rúmlega 200 milljón krónum meira nú, eða tæpur milljarður.

Næstu námskeið Þekkingarnetsins Silfursmíði I og II

12 kest. - Verð: 25.000 kr. Skemmtilegt námskeið í hefðbundinni silfursmíði með sterling silfri. Silfurkveiking og öll grunnatriði silfursmíði kennd og skartgripir kláraðir á námskeiðinu. 9. okt. kl. 9-18. Seinna námskeiðið er áframhaldandi námskeið fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiðinu. Einnig verður kynning á meðhöndlun silfurleirs. 10. okt. kl. 9-18 Leiðbeinandi: Vífill Valgeirsson, blikksmiður og kennari.

Að koma fram af sjálfsöryggi

Ókeypis fyrir félagsmenn Vegna mikillar ánægju með þetta námskeið í fyrra ákváðum við að halda það aftur. Á námskeiðinu auka þátttakendur færni sína í að koma fram af öryggi fyrir framan hóp af fólki og treysta á eigið ágæti. Þeir öðlast betri skilning á eigin kvíðaviðbrögðum og læra að stjórna sviðskrekk og ótta. Farið er í framkomu og tjáningu, samspil ræðumanns og umhverfis, ótta og öryggi, að ná og halda athygli og kvíðavekjandi og sjálfstyrkjandi hugsanir. 4., 6. og 11. október kl. 19 - 22 Leiðbeinandi: Kristín Gestsdóttir

Hesthús til sölu við Stekkhól Upplýsingar í símum 482-3750, 891-6966, 849-0505.

Tipphornið Tippstofan opnar formlega núna á laugardaginn og verður opin frá 11 – 13 og nú er ekkert annað en að mæta, fá sér kaffi og ræða málin og tippa svo á enska eða Evrópuboltann. Til mikils er að vinna því t.d. um síðustu helgi var einn íslenskur tippari með yfir 20 milljónir! Góður möguleiki á vinningi um leið og stutt er við bakið á knattspyrnudeild Sindra. Áskorandaeinvígið hefst núna þar sem frá var horfið í vor þegar Venni og félagar í Húsasmiðjunni voru teknir í bakaríið af Jóni bakara og hans starfsfólki! Bakaríið ætlar að byrja á því að skora á Eystrahorn og lítur spáin svona út!

1. Arsenal -Bolton 2. Fulham -Wolves 3. Man.City -Blackburn 4. Newcastle-Blackpool 5. W.B.A. -Tottenham 6. West Ham -Chelsea 7. Wigan -Sunderland 8. Q.P.R.-Middlesbro 9. Elfsborg -Mjällby 10. Helsingborg -Gefle 11. Trelleborg -AIK 12. Atvidaberg -Malmö FF 13. Syrianska-Norrköping

Bakaríið 1 1x 1 1 2 2 2 2 12 1x 1x2 1x2 1x2

Eystrahorn 1x2 12 1x2 12 1x2 12 1 x 2 1 x 2 x


LAXAFLÖK TOSCANA EÐA MEXICO

SALTKJÖT BLANDAÐ

674

KR/KG. ÁÐUR 1.498

1.049

KR/PK VERÐ ÁÐUR 898 KR/PK.

50%

PAPRIKA

afsláttur

144

kr/kg. - áður 287 SÚKKULAÐIEÐA VANILLUÍS 1l

KAFFI 400 g

199

399

KR/PK. ÁÐUR 259

KR/PK.

UMHVERFISVÆNN ELDHÚSPAPPÍR

4 STK

558

kr/pk. - áður 698

GILDIR 9. - 12. SEPTEMBER

ÍSFLAUGAR 16 stk.

498

KR/PK. ÁÐUR 659 UPPÞVOTTALÖGUR 500 ML

299 KR/stk. áður 379 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.