Eystrahorn 312010

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 2. september 2010

31. tbl. 28. árgangur

Eystrahorn

Sveinbjörg með silfur Keppendurnir frá USÚ stóðu sig mjög vel á Norðurlandameistaramótinu sem fram fór á Akureyri Sveinbjörg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í silfur í langstökki með stökk upp á 5.76m. Hún var ein af fáum íslensku keppendanna sem komust á pall. Sveinbjörg sannaði að hún er með betri langstökkvurum Norðurlanda í sínum flokki, en hún á samt eitt ár eftir í þessum flokki. Einar Ásgeir varð 6. í 1500m, hann átti við ramman reip að draga þar sem keppendur voru 3 árum eldri en hann og í heimsklassa. Þrír þeirra tóku til að mynda þátt í heimsmeistaramóti unglinga í sumar. Einar var alveg við sitt besta og er hann mjög efnilegur og á framtíðina fyrir sér. Sveinbjörg heldur til Svíþjóðar ásamt þjálfara sínum og keppir á sænska meistaramótinu í 7 þraut um næstu helgi. Það verður hennar síðasta mót sumarsins.

Bandamaður náttúrukraftanna Sögusýningin „Bandamaður náttúrukraftanna“ um Svavar Guðnason listmálara opnar laugardaginn 4. september í „Kaupfélagshúsinu“ eða öðru nafni Kaupmannshúsi Ottós Tuliniusar. Sýningin er unnin af Huldu Rós Sigurðardóttur menningarog listfræðingi en hún hefur undanfarið unnið að meistaraverkefni sínu um listamanninn. Á sýningunni gefur að líta æviágrip, heimildakvikmynd, kvikmyndaverk og fræðslu um líf og list Svavars úr ýmsum áttum. Hluti af sýningunni fjallar um uppruna Svavars sem tengist sögu Hafnar. Með sýningunni er leitað eftir því að kynna Svavar

fyrir Hornfirðingum á litríkan, lifandi og skemmtilegan hátt. Hulda Rós er samhliða sýningunni að skrifa lokaritgerð um Svavar í meistaranámi sínu í hagnýtri menningarmiðlun. Í verkefninu fjallar hún meðal annars um það hvernig nýta má menningararf

til miðlunar og uppbyggingar á Hornafirði. Fjallað er um uppruna Svavars og þá staðreynd að hann talaði um náttúru Hornafjarðar með sérstaka áherslu á Vatnajökul í viðtölum allan sinn feril. Hann var listamaður „úr ríki Vatnajökuls“ ekki síst vegna þess að einstök náttúrutilfinning hans birtist endurtekið í málverkinu, í viðtölum og allri umræðu um listamanninn. Það er rétt eins og að í huganum hafi Svavar tekið með sér náttúrufegurðina á æskuslóðunum hvert sem hann fór. Þó svo að ekki sé öllum gefið að sjá náttúru Svavars í málverkum hans, liggja fjölmörg tækifæri í því að vinna úr þessum hugmyndum sem hafa

mikinn samhljóm við núverandi ferðaþjónustuuppbyggingu á svæðinu. Á sýningunni í „Kaupfélagshúsinu“ má sjá þessa hugsjón birtast í umfjöllun um listamanninn. Sýningin opnar laugardaginn 4. september kl. 13:00 og í tilefni hennar verða léttar veitingar í boði. Allir eru velkomnir á opnunina sem stendur fram eftir degi. Sýningin verður síðan opin laugardaga og sunnudaga í september frá 13:00-16:00. Einnig er hægt að hafa samband í síma 8668675 og kíkja á sýninguna eftir samkomulagi. Hulda Rós býður Hornfirðinga velkomna á sýninguna vonast til að sjá sem flesta.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 2. september 2010

Eystrahorn

Kartöflur í regnbogans litum Kartöflubændur eru búnir að taka upp mest af uppskeru þessa árs. Blaðamaður og ljósmyndari rákust á Akurnesmenn þar sem þeir voru að ljúka við upptöku í sínum görðum. Ragnar bóndi sagði að vel hafði gengið að taka upp í haust og uppskeran væri góð þó ekki væri um metár að ræða. Það vakti athygli blaðamanns hvað fjölbreyttar tegundir voru í kössunum. Ásamt algengustu tegundum mátti sjá bláar (fjólubláar) og líka óvenju stórar kartöflur. Þetta er svona til heimabrúks og tilraunir sem við erum að gera sagði Sveinn Ragnarsson sem gerði einmitt tilraunir með kartöflurækt í námi sínu á Hvanneyri. Á myndunum má sjá Ragnar með stórar kartöflur sem nefnast rivera og á upptökuvélinni er Sveinn með samstarfsfólki taka upp bláu kartöflurnar. Það var greinilegt að Akurnesmönnum þótti skemmtilegt að segja frá því að þeir ræktuðu líka bláar kartöflur. Almennt láta kartöflubændur vel af uppskeru og að veðrið hafi verið hagstætt til að taka upp í haust.

Línudanshópurinn Máni

Núna þegar haustar að ætlar Línudanshópurinn Máni að koma saman aftur til að dansa og hafa gaman af. Síðasta haust og vetur þá vorum við í kringum 15

– 20 manns sem komum saman inni í Mánagarði til að dansa, og í vor vorum við sex sem brunuðum til Reykjavíkur til að taka þátt í Íslandsmeistarakeppni

Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@hornafjordur.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

í línudönsum og þar lönduðum við silfurog tveimur bronsverðlaunum. Þykir mér þetta mjög góður árangur í ekki stærra samfélagi. Við erum áhugafólk um dans og erum ekki með lærða danskennara eins og flestir eru með fyrir sunnan. Eins höfum við haft danskennslu fyrir börnin og hefur mætingin hjá þeim verið mjög góð. Ég hef oft verið spurð að því hvenær við förum að dansa aftur og hvort að við ætlum ekki að hafa dans fyrir krakkana áfram eins og verið hefur. Við ætlum að byrja þriðjudaginn 7. september klukkan 17 með danskennslu fyrir krakkana og verða allar æfingar inni í Mánagarði. Svo stefnum við að því að byrja með

kennslu fyrir byrjendur og lengra komna í endaðan september og byrjun október. Og verða þær æfingar á fimmtudögum frá klukkan 21-22 inni í Mánagarði. Í desember komum við til með að hafa svo smá sýningu og lofa fólki að sjá afraksturinn bæði hjá krökkum og fullorðnum. Allir eru velkomnir á dansæfingu til okkar bæði ungir sem aldnir. Allar frekari upplýsingar er hægt að fá á birnako@simnet.is Með kveðju um gott samstarf. Fyrir hönd Línudanshópsins Mána Birna Kristín Ómarsdóttir.

Útsölulok

föstudaginn 3. september Opið virka daga kl. 10 - 18 Verið velkomin

Verslun Dóru


Eystrahorn

Fimmtudagur 2. september 2010

3

Skilaboðin skýr

Við í Sporthöllinni höfum lagt metnað okkar í að reyna gera líkamsræktarstöðina að fullkominni stöð þar sem fjölbreytni ræður ríkjum og erum endalaust að bjóða uppá nýjungar. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur sem er okkur mikils virði, það er okkur hvatning að vinna í umhverfi þar sem fólk hugsar um sjálft sig og byggir upp líkama og sál. Nýleg vísindi færa okkur þau ánægjulegu tíðindi að auk þeirra ótal kosta sem fylgja því að stunda hreyfingu er nú staðfest að við getum aukið hamingju okkar

og lífsgleði með hverskonar reglubundinni hreyfingu. Við vitum flest að heilbrigðir lífshættir og reglubundin hreyfing stuðlar að betra lífi og aukinni vellíðan. Það eru ýmsir þættir sem koma í veg fyrir að fólk byrjar að stunda reglubundna hreyfingu, að hún sé tímafrek, of dýr, fólk sé orðið of gamalt svo eitthvað sé nefnt. Hér á Hornafirði er margt í boði fyrir alla, því eru skilaboðin frá okkur skýr: finnið ykkur hreyfingu sem ykkur þykir skemmtileg og gefið ykkur tíma fyrir heilsuna. Það er alltaf gott að fá viðbrögð og gagnrýni um jákvæða þætti og hvað mætti betur fara hjá okkur, ánægðir viðskiptavinir eru okkar markmið. Mig langar að benda ykkur að skoða nýju heimasíðuna okkar www.sporthollin.is með von um góð viðbrögð og ánægju. Fyrir hönd Sporthallarinnar Kolbrún Björnsdóttir

Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur á haustönn 2010 er til 15. október -

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2010-2011 er til 15. október nk. Móttaka umsókna hefst í september nk! Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

Næstu námskeið Þekkingarnetsins Námstækni............................................................... 6. og 7. september kl. 17:00 - 19:00 Myndlist II* ...............................................................13.,15. og 20. sept. kl. 19:00 - 21:30 Íslenska kynningarfundur.............................................................15. september kl. 20:00 Enska*.......................................................................... dagskóli 15. sept. kl. 8:00 - 10:00 Hraðlestrarnám*................................................... 18. og 19. september kl. 12:00 - 16:00 Facebook*............................................................ 27. og 28. september kl. 17:00 - 19:00 Lesum saman*................................................................ 29. september kl. 17:00 - 20:00 Hreinsunarhelgi með Mörtu Ernstsdóttur....................15. -17. okt. Skráningu lýkur 1. okt. *Skráningu lýkur 10. september

Allar nánari upplýsingar eru að finna á www.tna.is Munið að flest stéttarfélög veita styrki til námskeiða. Skráningargjald er kr. 2.000,- fyrir öll námskeið. nina@tna.is, 470-3840


4

Fimmtudagur 2. september 2010

Nýr körfuboltavöllur

Eystrahorn

ÚTBOÐ

BRÆÐSLUBRYGGJA ENDURBYGGING 2010 -2011

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í endurbætur á Bræðslubryggju

Nýr útikörfuboltavöllur á miðsvæðinu var vígður miðvikudaginn 25. ágúst. Um er að ræða körfuboltavöll sem er sömu stærðar og þvervellir í íþróttahúsinu. Völlurinn er samsettur úr plastflísum sem lagðar eru niður á malbik. Það voru stjórnarmenn í kör fuknattleiksdeildinni, körfuboltaiðkendur og aðstandendur þeirra sem lögðu völlinn af einskærri snilld. Ungmennafélagsandinn skein úr hverju andliti þessa stund sem völlurinn var lagður niður. Völlurinn hefur mikið verið notaður og er frábær viðbót við önnur íþróttamannvirki hér á Höfn. Vígsluleikurinn var á milli stjórnar körfuboltadeildarinnar

og bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórnin mætti með bæjarstjórann og yfirmann framkæmdasviðs og fóru þeir mikinn á vellinum. Dómarar voru þeir Skúli og Óskar og báru þeir full mikla virðingu fyrir bæjarráðsmönnum að mati fulltrúa körfuknattleiksdeildar. Framan af leiddi körfuboltadeildin leikinn en tókst þó ekki að hrist bæjarstjórnina af sér enda útsmognir og gamalreyndir refir á ferð sem mörðu sigur í lokin með tveggja stiga mun 11-9. Þeir sem nota völlinn eru hvattir til að ganga vel um hann. Bannað er að hjóla á vellinum og gæta verður þess að vera ekki með tyggjó inni á vellinum.

Tónskólinn í endurbættu húsnæði aðgengi að efri hæðinni. Þessar framkvæmdir eru hluti af stærri breytingum sem verða á húsnæðinu en farið verður í næsta áfanga að ári.Þá verður lyfta sett upp, salurinn lagfærður og málaður, efri hæðinni lítillega breytt og opnuð leið á milli hæða í suðurenda hússins. Ánægja starfsfólksins með nýju starfsaðtöðuna Starfsfólk skólans er leynir sér ekki mjög ánægt með þessar Miklar framkvæmdir hafa verið í breytingar og verður aðstaða húsnæði tónskólans í sumar. Búið til kennslu mun betri í vetur en er að opna leið úr aðal anddyri Sindrabæjar yfir í stigaganginn hingað til. Gláma Kím sá um að upp á loft. Litli salurinn okkar, teikna og hanna breytingarnar en sem alltaf var kallaður kaffistofa Hans Christiansen hefur haft veg Sindrabæjar, hefur verið breytt í 3 og vanda að smíðunum og viljum kennslustofur sér hannaðar fyrir við þakka honum fyrir vel unnin tónlistarkennslu, auk stofunnar störf og góða samvinnu. Engar sem búin var til fyrir ári, úr breytingar verð á kennarahópi “eldhúsinu”. Einnig eru komnar skólans í vetur frá því í fyrra en varanlegar hurðir milli anddyris þeir eru 11 talsins. Rúmlega 100 og sal Sindrabæjar, svo að neðri nemendur munu stunda nám við hæðin hefur nú góðan biðsal fyrir skólann í vetur, auk forskólans nemendur, 4 kennslustofur og sem hefur aðal aðsetur í tónleikasal, auk þess að hafa beint Hafnarskóla.

Rífa skal alla dekkklæðningu af gömlu Bræðslubryggjunni ásamt kanttrjám, einnig á að rífa allt burðavirki á þeim hluta bryggjunnar sem löndunarhúsið stóð á. Eftir að búið er að rífa burðarvirkið skal jafna undir, steypa landvegg og fylla að honum með grjóti. Reka skal fjóra staura og koma fyrir nýju burðarvirki í stað þess sem rifið var. Koma skal fyrir nýrri dekkklæðningu á alla bryggjuna ásamt nýju kanttré. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. mars 2011 Útboðsgögn má nálgast á vef sveitarfélagsins á slóðinni http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/utbod frá og með þriðjudeginum 31. ágúst. Kjósi bjóðendur að sækja útprentuð útboðsgögn þá verða þau seld hjá Sveitarfélaginu Hornafirði Hafnarbraut 27 á Höfn frá og með þriðjudeginum 31. ágúst. Verð útboðsgagna er 4.000 kr. Skila skal tilboðum á sama stað kl. 14:00 fimmtudaginn 16. september 2010 og verða þau opnuð þar kl. 14:05 þann sama dag. Tækni- og umhverfissvið Hornafjarðar

OPIÐ HÚS Opið hús verður hjá Rauða krossinum að Víkurbraut 2 laugardaginn 4. september frá kl. 13 -15.

Skólavörur á betra verði !


Eystrahorn

Fimmtudagur 2. september 2010

5

Atvinna

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir að ráða í neðangreind störf þjónustustöðvar. Um er að ræða tvær fullar stöður. Verkamaður við sorpmóttöku Þarf að hafa réttindi sem vigtarmaður. Starfar aðallega við móttöku og flokkun sorps á sorpmóttökustöð undir verkstjórn. Sinni einnig öðrum almennum störfum svo sem útkeyrslu á pökkum, umhirðu opinna svæða og önnur þau störf sem næsti yfirmaður óskar eftir. Tækjamaður II Starfar við stjórnun stærri tækja/þungavinnuvéla, t.d. gröfu, jarðýtu, snjóruðningstækja og veghefla. Gerð er krafa um réttindi á stærri vinnuvélar. Starfsmaðurinn tekur einnig að sér umsjón með opnum svæðum þ.m.t íþrótta- og leiksvæðum. Starfsmaðurinn þarf einnig að vera liðtækur viðgerðarmaður og sinna öðrum störfum sem næsti yfirmaður óskar eftir. Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2010. Umsóknum skal skilað á skrifsstofu Ráðhússins fyrir kl 15:30. Laun samkv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar gefur Birgir Árnason í síma 478-1473 og 895-1473. Einnig má senda umsóknir á netfangið birgir@hornafjordur.is. Nálgast má umsóknareyðublöð á skrifstofu sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/.

Tækni- og umhverfissvið

STYRKIR

TIL ENDURGLERJUNAR HÚSNÆÐIS Átaksverkefni 2010 Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkustofnun/Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess.

Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. Upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs www.orkusetur.is

Umsóknarfrestur er til 1. október 2010


Það eru allir kjarasamningar okkar lausir í haust! AFL Starfsgreinafélag hefur unnið að undirbúningi kjarasamninga haustsins síðustu vikur og á næstu vikum verður leitað til almennra félagsmanna með ýmsum hætti. • • • • • •

Vinnustaðaheimsóknir og vinnustaðafundir Fundað verður með trúnaðarráði félagsins Haldnir verða almennir fundir og deildafundir Gerðar verða skoðanakannanir innan deilda félagsins varðandi kröfugerð Samninganefnd ALCOA starfsmanna hefur starfað frá því í apríl sl. Félagið mun standa fyrir þremur stærri atburðum til að efla samstöðu félagsmanna og samráð: o Starfsdagur grunnskólastarfsmanna sem eru félagsmenn í AFLi o Kjaramálaráðstefna AFLs o Vinnudagur starfsmanna fiskimjölsverksmiðja

Meðal þess sem félagsmenn AFLs þurfa að taka afstöðu til er kröfugerð vegna samninga og samstarf við önnur verkalýðsfélög.

Fyrsti stóri viðburður AFLs Starfsgreinafélags í aðdraganda kjarasamninganna verður

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 10. september 2010 Dagskrá 10:15 10:30 10:35 12:15 13:00 13:30 13:50 14:10 15:00 15:30 16:15 17:00 17:55 18:00

Kaffi Setning Frístundaþátttaka grunnskólabarna Vanda Sigurgeirsdóttir Hádegisverður Blóðvöllur hagsmunaátaka Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLs Úr kjarasamningi – matar- og kaffitímar Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Undirbúningur kjarasamninga Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Vinnuhópar Kaffihlé Vinnuhópar Niðurstöður vinnuhópa Leikræn tjáning Stefán Benedikt Vilhelmsson Slit Kvöldverður

Vinsamlega skráið ykkur á næstu skrifstofu félagsins eða með tölvupósti á asa@asa.is.


Tölvur fyrir alla, unga sem aldna ! www.martolvan.is, martolvan@martolvan.is, simi: 4781300, Litlubrú 1, 780 Höfn


50% afsláttur

KJÚKLINGABRINGUR

42%

SPERGILKÁL

afsláttur

185

1.589

698

KR/KG

kr/kg. - áður 369

kr/kg - áður 1.798

RAUÐSPRETTUFLÖK

ÁÐUR 1.198 KR/KG

ALLT Í ÁVAXTAÞEYTINGA

25%

20% HINDBER Lausfryst 340 g

499 EFTIRMIÐDAGSEÐA KVÖLDKAFFINU

MEÐ

JARÐARBER Lausfryst 454 g

BLÁBER Lausfryst 340 g

KR/PK. ÁÐUR 498

KR/PK. ÁÐUR 398

KR/PK. ÁÐUR 398

299

WERTHER’S ORGINAL MENTOS MINT 150 g 5 X 125 G

198

KR/PK

229

KR/PK. ÁÐUR 389

UMHVERFISVÆNN ELDHÚSPAPPÍR

8 STK

30% 489 afsláttur

GILDIR 2. - 5. SEPTEMBER

afsláttur

BERRY MEDLEY Lausfryst 453 g

398

KR/PK. ÁÐUR 598

25%

afsláttur

afsláttur

kr/pk. - áður 698

299

HÁMARK PRÓTEINDRYKKUR

159

KR/STK. ÁÐUR 199

29% afsláttur

CIF OXY-WIPES 60 STK

249

kr/pk. - áður 349

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.