Eystrahorn 43. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. desember 2015

43. tbl. 33. árgangur

Hvað er í gangi - eitt og annað af bæjarstjórnarmálum Nú þegar líður að jólum og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hefur verið afgreidd er gott að setjast niður og fara yfir stöðuna. Þegar unnið er að fjárhagsáætlun er verið að skoða rekstur nánar en gert er á öðrum tíma ársins og framkvæmdum forgangsraðað. Hvað reksturinn varðar þá snýst þetta jú allt um tekjur og gjöld og hvað er svo eftir til framkvæmda! Tekjurnar eru í fastmótuðum skorðum en ef óskalisti útgjalda væri skoðaður þá er svo ótalmargt sem þarf að gera fyrir svo utan það sem gaman væri að gera. Fjárhagsleg staða Sveitarfélagsins Hornafjarðar er traust og hefur verið svo um árabil. Hins vegar erum við ekki stórt sveitarfélag og er reksturinn mjög viðkvæmur fyrir sveiflum í samfélaginu s.s. kjarasamningum, aflabrögðum o.s.frv. Í bæjarstjórn höfum við öll metnað fyrir góðum rekstri sveitarfélagsins. En erum ekki alltaf sammála um forgangsröðun. Mörg eru verkefnin sem þarf að ráðast í og ljóst að þrátt fyrir góða stöðu sveitarfélagsins að það er margt sem ekki kemst að. Ég hef t.d. óskað eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað þess að heimilisfræðistofa grunnskólans verði endurbætt. Sú aðstaða er löngu úr sér gengin og var um tíma horft til þess að heimilisfræðin flyttist í Vöruhúsið, en frá því hefur verið horfið. Ef farið yrði í endurbætur á heimilisfræðistofunni er ekki ólíklegt að hagkvæmast eða allavega skynsamlegast væri að taka millibygginguna á milli Heppuskóla og íþróttahúss í heild sinni í gegn. En hún er ekki á framkvæmdalista ársins 2016. Jökulheimar og uppbygging leiguíbúða á vegum sveitarfélagsins hafa verið í umræðunni nú í haust. Bæði verkefnin brýn að mínu mati en hvorugt lögbundið skylduverkefni sveitarfélagsins. Einnig það að treysta Matarsmiðjuna í sessi, koma Miklagarði í fulla starfsemi og margt, margt fleira. Meirihluti bæjarstjórnar hefur sett stefnuna á einn leikskóla undir eitt þak árið 2017. Var það gert í kjölfar skoðanakönnunar þar sem boðið var upp á

möguleika á nýju húsnæði. Það kemur ekki á óvart að meirihluti var fyrir því að byggt yrði við, en í dag er farið að ræða þann möguleika að byggja nýjan leikskóla frá grunni en svo öllu sé nú til haga haldið þá eru 20 milljónir í framkvæmdaáætlun ársins 2016 í leikskóla. Með áðurnefndri skoðanakönnun var ákveðnum hluta íbúa sveitarfélagsins gefið tækifæri til að hafa áhrif á framkvæmdaáætlun sveitarfélagins, alla vega til 2017! Því lagði ég það til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sl. fimmtudag hvort ekki væri rétt að bjóða uppá almennar íbúakosningar um forgangsröðun framkvæmda sveitarfélagsins. Verður vonandi tekin afstaða til þess fyrir fjárhagsáætlunarvinnu næsta haust. Fjölmörg verkefni eru framundan, lögbundin skylduverkefni og önnur sem geta auðgað atvinnulíf, mannlíf og lífsgæði íbúa og því rétt að ekki aðeins fámennur hópur komi sínum sjónarmiðum að heldur allir þeir íbúar sem vilja leggja sína skoðun til málanna. Varðandi tekjuöflun sveitarfélagsins þá hækkar álagningarprósenta fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði um 0,03% um áramót og verður heimild til álagningar þá fullnýtt í þeim flokki. Undirrituð átti frumkvæði að þeirri hækkun og

naut stuðnings formanns bæjarráðs til að koma því máli fyrir bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti síðan hækkunina og ákvað að umrædd hækkun tæp 1,4 milljón króna myndi renna til Atvinnu- og rannsóknarsjóðs næstu þrjú árin. Að mínu mati er það góð lausn sem styður við frumkvöðla og nýsköpun í atvinnulífi. Hér hef ég stiklað á stóru um hin ýmsu verkefni sem við erum að fást við í bæjarstjórn. Um sumt er sátt og annað ekki en þegar á heildina er litið upplifi ég góðan anda og samstöðu innan bæjarstjórnar. Ég vil hvetja íbúa til að vera virka í samfélagsumræðunni og vil benda á að allar fundargerðir eru aðgengilegar á stjórnsýsluvef sveitarfélagsins. Það er alltaf gaman að eiga samræður við íbúa um málefni samfélagsins okkar og fá fram ykkar áherslur og væntingar. Að lokum vil ég fyrir hönd aðal- og varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, óska öllum íbúum og gestum Sveitarfélagsins Hornafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! Ásgerður K. Gylfadóttir oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hornafjarðar

Gunnlaugur Róbertsson ráðinn skipulagsstjóri Fyrr í sumar auglýsti Sveitarfélagið Hornafjörður eftir umsóknum í starf skipulagsstjóra. Eftir ráðningaferlið var það niðurstaða bæjarráðs að Gunnlaugur Róbertsson yrði fyrir valinu. Gunnlaugur er fæddur árið 1977 og er giftur Laufeyju Sveinsdóttur, saman eiga þau tvö börn og eru búsett á Höfn. Gunnlaugur hefur MSc. próf í verkfræði frá DTU (Tækniháskóla Danmerkur) auk þess hefur hann sótt námskeið í stjórnun. Gunnlaugur hefur búið í Danmörku síðustu ár og starfað hjá ráðgjafafyrirtækjum svo sem Sweco og Rambøll. Gunnlaugur hefur öðlast umfangsmikla reynslu í hönnun og áætlunargerð á vega-, lestarog fótgöngubrúm. Gunnlaugur

hefur mikla reynslu í stjórnun þverfaglegra, flókinna verkefna. Á ferli sínum hefur Gunnlaugur metið burðarþol fjölmargra mannvirkja og út frá niðurstöðum veitt ráðgjöf

varðandi styrkingu/niðurrif, aðallega á brúarmannvirkjum og göngum. Gunnlaugur hefur tekið þátt í og stýrt ýmsum útboðsverkum á háhraða lestarverkefnum sem og hraðbrautaog þjóðvegaverkum. Gunnlaugur hefur gegnt lykilhlutverki við ýmis alverktakaverkefni. Skipulagsstjóri hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi skipulagssviðs. Hann er ábyrgur fyrir daglegum rekstri sviðsins þ.m.t. starfsmannamálum og fjármálum. Áætlunargerð og stefnumótun í samstarfi við skipulagsnefnd. Undirbúning og eftirfylgni mála sem varða skipulagsnefnd og situr fundi skipulagsnefndar með málfrelsi og tillögurétt. Samskipti við innri og ytri

stofnanir. Hlutverk skipulagsfulltrúa er að hafa umsjón með skipulagsgerð, hafa eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefin leyfi og annast að öðru leyti þau verkefni sem honum eru falin af sveitarstjórn. Það er í höndum skipulagsfulltrúa í umboði sveitarstjórnar að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar við gerð skipulagsáætlana varðandi útlit bygginga og form og aðgengi fyrir alla. Skipulagsfulltrúi skal sjá um að öll gögn sem ákvarðanir skipulagsnefndar eru byggðar á, séu tryggilega varðveitt. Ber ábyrgð á skipulags- og tæknimálum ásamt framkvæmdum í sveitarfélaginu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 43. tbl. 2015 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu