Eystrahorn 30. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. september 2015

30. tbl. 33. árgangur

Viltu gerast lestrarvinur? Eins og lesendum Eystrahorns er ef til vill kunnugt þá hefur Grunnskóli Hornafjarðar verið í góðu samstarfi við nokkra einstaklinga í sveitarfélaginu sem koma reglulega í skólann til að hlusta á nemendur lesa. Þessir einstaklingar ganga undir nafninu lestrarvinir og þykir nemendum mikið til koma að fá að lesa fyrir þá. Það er líka skemmst frá því að segja að lestrarvinirnir eiga drjúgan þátt í því að árangur nemenda í lestri jókst svo um munaði í fyrra. Með tilliti til þess óskar skólinn nú aftur eftir lestrarvinum og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Eygló eða Þórgunni. Lestrarvinirnir hafa engar skuldbindingar um mætingu. Í skólanum er sett upp tímaáætlun fyrir lesstundir og lestrarvinirnir koma og láta lesa þegar þeim hentar. Þeir koma þannig inn í venjulegan skóladag og eru hrein viðbót við hann, þannig að ef fólk af einhverjum ástæðum kemur ekki breytir það engu fyrir dagskrá skólastarfsins. Lestur er ekki eðlislægur, meðfæddur eiginleiki, heldur lærð aðgerð og að því leyti gjörólíkur því að læra að tala. Lestur og ritun eru hugvit mannsins og menning

læsis hefur aðeins fylgt hluta mannkynsins, til lengri tíma litið. Flest börn læra að lesa án sérstakrar fyrirhafnar og sum að því er virðist nánast áreynslulaust. Fyrir önnur verður lestrarnámið fyrirhafnarmeira. Starfsfólk skóla sér í flestum tilfellum um að leggja grunn að lestrarnámi barna og mikið er lagt

Svavar - með augum heimamanna

Sýningin“ Svavar - með augum heimamanna“ verður opnuð þriðjudaginn 15. september kl. 17:00 í Listasafni Svavars Guðnasonar. Níu einstaklingar úr Sveitarfélaginu Hornafirði völdu myndir á sýninguna. Léttar veitingar. Allir velkomnir.

upp úr því að heimilin séu þátttakendur í að æfa það sem nemendur læra í skólanum. Hvort sem lestur gengur auðveldlega hjá nemendum eða erfiðlega þá er æfingin lykilatriði í lestrarnáminu og er það þessi æfingaþáttur sem við viljum efla með þátttöku sjálfboðaliða.

Verum ástfangin af lífinu!

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur verður með opinn ókeypis fyrirlestur fyrir íbúa Hornafjarðar í stofu 202 í FAS, Nýheimum fimmtudaginn 17. september frá 17:00 - 18:00. Þorgrímur fjallar um mikilvægi þess að bera sig eftir draumum sínum, sigrast á óttanum og stíga út fyrir þægindahringinn. Hann fjallar um mikilvægi þess að halda góðu jafnvægi milli einkalífs, atvinnu og tómstunda – til þess að þroskast fallega og lifa björtu lífi. Við erum öll einstök og eigum að njóta þess.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.