24. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 16. júní 2016

24. tbl. 34. árgangur

Plastpokalaus Hornafjörður - endurvinnsla saman, þá óskum við eftir þinni aðstoð við verkefnið. Hægt er að skila af sér efni til okkar í Nýheimum (beint til mín, eða til húsvarðanna) og svo er hægt að finna okkur á Facebook: „Plastpokalaus Hornafjörður“. Eitt af áhersluatriðum í Sóknaráætlun Suðurlands er að vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og er þetta verkefni liður í því.

Söfnum gömlu bolum og efnum: vikuna 15.-21. júní Saumum saman poka: þriðjudaginn 21. júní

Sett hefur verið á laggirnar skemmtilegt samfélagsverk-efni sem gengur út á að minnka plastpokanotkun í sveitarfélaginu. Eftir umræðu við íbúa hef ég tekið eftir að flest eigum við fullt af taupokum heima, en gleymum að taka þá með í búðina (ég er þá ekki ein sem kannast við það!). Markmiðið með verkefninu er að endurvinna gamla boli og gamalt efni og sauma úr þeim fullt

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir Atvinnuráðgjafi og verkefnastjóri Þekkingarsetrið Nýheimar Höfn

af taupokum. Pokunum er svo komið fyrir í flestum og vonandi öllum verslunum í Hornafirði þannig að íbúar svæðisins geti fengið að láni og þá skilað í körfuna næst þegar að „það man það“ eða eftir því er kallað. Nú köllum við eftir sjálfboðaliðum – hvort sem þú vilt gefa gamla T-boli, efni eða vinnu og koma og sauma með okkur og hafa gaman

Humarhátíð á næsta leiti Humarhátíð hefst fimmtudaginn 23. júní með þjóðakvöldi Kvennakórs Hornafjarðar í Mánagarði. Föstudaginn 24. júní verður humarsúpa í heimahúsum og er upplagt fyrir bæjarbúa og gesti að ganga um bæinn og bragða á humarsúpu hjá íbúum sem bjóða gestum og gangandi upp á súpu. Í íþróttahúsinu verða tónleikarnir „Af fingrum fram“ með þeim Páli Óskari, Jóni Ólafssyni og Róberti bassaleikara. Tónleikarnir eru fyrir alla fjölskylduna og er frítt inn. Laugardagurinn hefst með skrúðgöngu með karnivalívafi sem endar á íþróttasvæðinu með skemmtun. Kúadellulottóið verður á sínum stað, Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna, heimsmet í humarlokugerð, kassabílarallí og söngvakeppni. Söngvaborg býður börnum upp á aðstoð með lagaval og

æfingar fyrir söngvakeppnina, óvæntur gestur mætir með þeim Siggu Beinteins, Maríu og Páli Óskari. 4x4 klúbburinn verður með sýningu. Sindri mun keppa í knattspyrnu og humarsúpa verður í boði knattspyrnudeildar meðan á leik stendur og birgðir endast. Hoppukastalarnir verða á sínum stað. Ungmennaráð Hornafjarðar stendur fyrir fyrstu skuggakosningum sem haldnar hafa verið á Íslandi fyrir ungmenni fædd á tímabilinu 1998-2003. Í kjölfar kosninganna verður haldin kosningavaka í Nýheimum þar sem Emmsjé Gauti skemmtir gestum. Páll Óskar verður svo með stórdansleik í íþróttahúsinu á laugardagskvöldið.

framkomu og búa keppendur undir frjálsíþróttamótið sem hefst strax eftir að hann er búinn að hita upp. Alla helgina verður Hulda Laxdal með jóga í Hornhúsinu. Nánari tímasetningar á viðburði og verð þar sem við á verður birt síðar.

Á sunnudeginum kemur íþróttaálfurinn í heimsókn og mun hann kenna humarhátíðargestum að hreyfing og hollt mataræði er gullsígildi. Íþróttaálfurinn mun skemmta gestum með sinni fjörlegu

Athugið að þetta er næst síðasta tölublað fyrir sumarfrí.

Næsta blað kemur út 23. júní og fyrsta blað eftir sumarfrí fer í dreifingu 18. ágúst.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.