19. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn Steinasafn Þorleifs Einarssonar í Nýheimum

Í Nýheimum hafa verið settir upp nokkrir steinar og steingervingar úr steinasafni Þorleifs Einarssonar. Hann gaf Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði safnið sitt og er það nú hýst hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Nú hafa verið valin nokkur eintök til sýningar í sýningarborði framan við bókasafnið í Nýheimum og einnig í glerskápum á eftir hæð Nýheima, rétt ofan við stigann. Fólk er hvatt til að koma og skoða þessa steina og steingervinga sér til fræðslu og ánægju. Þorleifur Einarsson var íslenskur jarðfræðingur. Hann fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931 en lést í Bergisch Gladbach í Þýskalandi 22. mars 1999. Þorleifur stundaði margþættar rannsóknir í jarðfræði og liggur eftir hann fjöldi greina og bóka um jarðfræðileg efni og umhverfisvernd á ýmsum tungumálum auk íslensku. Síðasta bókin sem hann lauk við var Myndun og mótun lands : jarðfræði sem kom út 1991. Einnig flutti hann fjölda fyrirlestra um jarðfræðileg efni á ráðstefnum og fundum hérlendis, á alþjóðaráðstefnum og við fjölmarga háskóla erlendis. Í skápunum á efri hæðinni er jafnframt að finna ýmsa hluti sem tengjast skólastarfi í FAS. Flestir tengjast þeir erlendu samstarfi í skólanum en einnig eru nokkrir verðlaunagripir.

Fótbolti

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 12. maí 2016

19. tbl. 34. árgangur

Doktorsvörn Soffíu Auðar í Nýheimum Í dag fimmtudaginn 12. maí kl. 13:00 mun Soffía Auður Birgisdóttir verja doktorsritgerð sína um Þórberg Þórðarson. „Upp kom sú hugmynd, þar sem starfstöð mín er á Höfn, að senda beint út frá vörninni yfir í fyrirlestrasal Nýheima og fannst rektor háskólans, Jóni Atla Benediktssyni, það mjög skemmtileg hugmynd og að atburðurinn myndi sýna tengsl háskólans við landsbyggðina,“ sagði Soffía Auður og á heimasíðu Háskólans kemur fram að andmælendur eru dr. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og dr. Jürg Glauser, prófessor við Háskólann í Zürich. Dr. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, varaforseti

Soffía Auður

íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands í aðalbyggingu.

Doktorsvörnin verður í beinni útsendingu í dag kl. 13:00 í Nýheimum og eru allir velkomnir að fylgjast með henni.

Strákarnir í meistaraflokki karla unnu góðan útisigur á Ægi frá Þorlákshöfn í 2. deild síðastliðinn laugardag. Leikurinn fór 0-2 og skoruðu þeir Kristinn J. Snjólfsson og Daníel Örn Baldvinsson mörk Sindra. Stelpurnar í meistaraflokki kvenna léku við firnasterkt lið Hauka í Borgunarbikarnum á sunnudaginn. Leikurinn tapaðist 1-5

en liðin höfðu spilað skömmu áður í Lengjubikarnum og voru greinileg merki þess að Sindraliðið væri að bæta sig miðað við þann leik. Ólöf María Arnarsdóttir skoraði mark Sindra í leiknum. Sindramenn léku við Fjarðabyggð á útivelli í Borgunarbikarnum sl. þriðjudag og sigruðu 1 – 0 og eru þar með komnir í 32ja liða úrslitin.

Næstkomandi laugardag kl. 16:00 taka strákarnir í meistaraflokki karla á móti Völsungi á Sindravöllum. Stuðningsmenn sem greitt hafa ársmiðann er boðið í Pakkhúsiðið kl. 11:30 sama dag þar sem kynntir verða meistaraflokksleikmenn karla og Auðunn þjálfari ræðir um keppnistímabilið.

Humarhátíð dagana 23. – 26. júní Það styttist í Humarhátíð og undirbúningurinn á fullu. Þeir sem vilja vera með uppákomu, atriði, sölubás eða eitthvað annað sem gaman væri að vera með á þessari fjölskylduhátíð þá sendið okkur póst á póstfangið:

humarhatidarnefnd@humar.is

Sendum frá okkur drög að hátíðinni fljótlega. Humarhátíðarnefndin


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.