18. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn Miðvikudagurinn 4. maí 2016

18. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is

Hafði tengsl við Hornafjörð Eins og fram kom í Eystrahorn fyrir nokkru urðu eigendaskipti á Hótel Höfn. Til að forvitnast um nýjan eiganda, Helgu Steinunni Guðmundsdóttur, hafði ritstjóri samband við hana; Ég er Austfirðingur í húð og hár. Foreldrar mínir eru bæði fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði, þar er ég fædd en ólst síðan upp á Eskifirði, því segist ég vera Eskfirðingur. Faðir minn Guðmundur Vilhjálmsson og móðir mín Erna Jóhannsdóttir bjuggu síðan hér á Höfn í allmörg ár en hann var hér útibústjóri Landsbankans. Ég kom hér í heimsókn til þeirra með börnin mín ung og smá og fengu þau þá að fara á hestbak hjá afa og ömmu. Man ekki hvort að afi tímdi að setja undir þau uppáhalds gæðinginn Prins!

Hrifin af þessu 50 ára gömlu hóteli Ég hef um tíma verið að leita uppi spennandi verkefni í þessum geira. Ég á íbúðir í fallegu húsi í miðbæ Reykjavíkur, þær gerði ég upp með faglegri aðstoð Höllu Báru Gestsdóttur innanhúshönnuðar

og Gunnars Sverrissonar ljósmyndara. Búa þau í hluta af húsinu og leigja síðan út 3 fullbúnar íbúðir www.homeanddelicious. is. Ég hef ekkert endilega verið að einskorða mig við höfuðborgarsvæðið og þegar upp kom sá möguleiki að koma til Hafnar þá settum við allt í gang til þess að skoða þetta verkefni og hér erum við. Ég persónulega varð hrifin af þessu 50 ára Helga Steinunn ásamt samstarfsmönnunum Ólafi Steinarssyni og Vigni gamla hóteli sem hefur Þormóðssyni. þjónustað bæinn og fara í neinar stórar breytingar til þess að byrja nágrenni í öll þessi ár, verið opið allt árið og boðið með. Hér er góður og traustur rekstur og frábært upp á góða gistingu og frábæran mat. starfsfólk. Við ætlum okkur að endurnýja og bæta við búnað og förum síðan í haust í eðlilegt Ferðamennskan spennandi viðhald, mála og þess háttar. Við viljum kynnast Mér finnst mjög spennandi að taka þátt í samfélaginu og skoða hvaða möguleikar eru til ferðaþjónustunni hér á þessu einstaka svæði. þess að vaxa og dafna á þessum fallega stað. Stóra verkefnið er að fá fólk til okkar utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Við erum ekki að

Fótboltinn byrjar vel

Fótboltinn hjá Sindra byrjaði að rúlla fyrir alvöru síðastliðinn laugardag þegar strákarnir í meistaraflokki sóttu nágranna okkar í Leikni á Fáskrúðsfirði heim í Borgunarbikarnum. Skemmst er frá því að segja að Sindramenn unnu leikinn 3-1 með tveimur mörkum frá Kristni J. Snjólfssyni og einu frá Króatanum Duje Klaric sem er nú á sínu öðru tímabili með Sindra. Leiknismenn spila í 1. deild karla á komandi leiktíð en okkar menn í 2. deild. Um næstu helgi leika strákarnir fyrsta leikinn sinn í 2. deildinni en það er útileikur á móti Ægi frá Þorlákshöfn. Stelpurnar eiga hins vegar fyrsta heimaleik sumarsins og munu taka á móti Haukum í Borgunarbikarnum á Sindravöllum sunnudaginn 8. maí kl. 14:00.

Háhraða 4G samband á Höfn í Hornafirði

Símafyrirtækið Nova hefur nú sett upp 4G sendi og langdrægt 3G sem mun efla samband á Höfn í Hornafirði. Við hlökkum til að geta þjónustað viðskiptavini okkar í þessum landshluta enn betur og bjóðum alla velkomna í háhraða 4G net. Nova er annað stærsta farsímafyrirtækið á Íslandi og var fyrst íslenskra símafyrirtækja til þess að bjóða 4G/LTE þjónustu. 4G/3G þjónusta Nova nær til 95% landsmanna en sífellt er unnið að því að efla og þétta kerfið enn frekar.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.