Eystrahorn 15. tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 15. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 27. apríl 2017

www.eystrahorn.is

Leikskólarnir Krakkakot og Lönguhólar sameinaðir undir stjórn Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra

Í byrjun þessa mánaðar tók sameinaður leikskóli á Höfn til starfa. Í leikskólanum stunda um 105 börn nám og starfsmenn eru 35 talsins. Leikskólastjóri hins sameinaða leikskóla er Maríanna Jónsdóttir leikskólakennari. Til hamingju með starfið, Maríanna!

Hvers vegna sóttist þú eftir þessu starfi og hvernig leggst það í þig? Starfið leggst vel í mig. Það er gaman að fá tækifæri til að móta nýjan leikskóla með gott fólk sér við hlið. Mannauðurinn er dýrmætur og ég hlakka til að kynnast börnum, foreldrum og starfsfólki betur. Ég er búin að vera svolítið mikið í skrifstofuvinnu og á hlaupum, en það mun breytast. Ég sótti um til að komast í krefjandi starf þar sem menntun mín og áhugi nýtist, til að taka þátt og hafa áhrif og til að auka þekkingu mína og reynslu. Mér fannst ég hafa eitthvað til málanna leggja. Hver er Maríanna Jónsdóttir? Ég fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 7. ágúst 1979. Ég er miðjubarn, dóttir Gunnhildar Elísabetar Ingimarsdóttur og Jóns Malmquist Einarssonar. Ég ólst upp í sveit á bóndabænum Jaðri í Suðursveit. Suðursveitin er minn uppáhaldsstaður. Ég á kærasta, Karl Jóhann Guðmundsson og son Jón Þormar Karlsson og svo er ég stjúpmóðir Evu Rutar og Jóhanns Más. Við búum inni í Nesjum í Hæðagarði 5, og erum á fullu að taka húsið í gegn. Ég tók leikskólakennaranámið frá Háskólanum á Akureyri og er búin að vinna á Lönguhólum síðan 1999. Ég tók landvarðarréttindi og fyrsta stig í klassískum söng og er búin að ljúka öllum námskeiðunum fyrir mastersgráðu í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands en á ritgerðina eftir. Ég hef mjög gaman af tónlist, menningu og ferðalögum og hef verið í stjórn í Ferðafélaginu. Ég hef tekið þátt í nokkrum leiksýningum og sungið með Hornfirska skemmtifélaginu, er í samkór Hornafjarðar og hef sungið með kvennakór Hornafjarðar. Allt mjög skemmtilegt. Ég hef farið í eina heimsreisu með bakpokann og með vinkonu minni sem var virkilega gefandi og lærdómsríkt. Ég myndi segja að ég sé náttúrubarn, get legið einhvers staðar í grasi og hlustað á fuglana og fylgst með þeim.

Hvernig leikskólastarf hugnast þér? Afslappað, skemmtilegt og lýðræðislegt! Mér hugnast að hafa leikinn í forgangi í öllu starfi, að hver og einn fái að njóta sín eins og hann er. Mér líður vel í fjölbreytileika og þannig starfsmannahóp vil ég hafa. Það er það besta fyrir börnin því þau eru líka jafn misjöfn og starfsfólkið. Ég vil að börn og starfsfólk fái að læra með því að gera og að þeim líði vel í skólanum sínum. Ég vil hafa allskonar efnivið, bæði leikföng sem börn þekkja að heiman og eins opinn efnivið sem er ögrandi fyrir börnin og krefst þess að þau hugsi meira skapandi. Ég vil geta nýtt allskonar efnivið sem er til í náttúrunni og einnig endurvinnanlegan efnivið og gefa hlutum nýtt líf með því að hanna eitthvað úr þeim. Ég vil hafa börnin og starfsfólkið sem mest inni í öllum hlutum, lýðræði, en ekki þó glundroða eða óvissu. Hver og einn verður að þekkja sitt hlutverk og vita hvað sé ætlast til af honum og að hann viti sín mörk. Svo vil ég eiga gott samstarf við foreldra og að þeir séu duglegir að fylgjast með og leggi eitthvað til málanna því hvert foreldri kemur alltaf með einhverja þekkingu inn í starfið. Ég vil að það sé mikið talað við börnin um allt, að þau fái að hafa áhrif og að það sé hlustað á þau. Ég vil að börn læri á náttúruna þ.e. gróður, dýralíf, veðráttu o.fl. bæði með því að leika sér frjálst og svo líka með kennslu. Ég vil hafa mikinn

metnað í leikskólastarfi. Listsköpun, tónlist, myndlist og allskonar svona „artí fartí“ er í uppáhaldi hjá mér, að hleypa fram af sér beislinu og koma með tilbreytingu inn í hversdagsleikann. Gera hluti ævintýralega, vaða í læki, upplifa og prófa sem mest, gera tilraunir. Ég vil að það sé til fjármagn til að hafa hluti í lagi í leikskóla því ef einhvers staðar á að vera fallegt þá er það í leikskóla. Svo væri virkilega gaman að vera með myrkvaherbergi og allskonar vísindi. Svo margt hægt að segja og tíminn breytir mér og öðrum og leikskólastarf er alltaf í þróun og þannig verður það að vera að vera með lifandi námskrá.

við gerum okkar besta í að upplýsa foreldra en miklu skiptir að foreldrar séu í góðu sambandi við leikskólann sérstaklega deildina sem barnið þeirra er á. Ásamt því að taka á móti nýju starfsfólki og þjálfa þau í starfið, sem er mjög mikilvægt.

Hvernig gengur að

Eitthvað að lokum?

sameina leikskólana?

Ég hef lært mikið af því að vinna í leikskóla bæði af starfsfólki, foreldrum og börnum og mér finnst ég eiga margt í mörgum. Ég föndraði á hurðina hjá mér á skrifstofunni setningu sem mér finnst eiga vel við: „Ekki láta það sem þú ræður ekki við, trufla það sem þú ræður við“. Ég vil koma því á framfæri að mér þykir alltaf vænt um þegar fólk hugsar til leikskólans og færir okkur eitthvað sem það hefur ekki þörf fyrir t.d í hlutverkaleikinn. Einnig væri gott ef einhver veit um gott fólk sem er til í að vinna á góðum stað eins og hjá okkur í leikskólanum að benda þeim á að hafa samband eða sækja um á netfangið mariannaj@ hornafjordur.is

Við erum að móta starfið í sameinuðum leikskóla og hlutirnir skýrast með degi hverjum. Ég er búin að taka viðtöl við starfsfólkið og fá frá þeim óskir um hvaða aldur þau myndu vilja vinna með og annað slíkt og fá ráðleggingar frá þeim. Deildirnar munu bera sömu nöfn og fyrir eru á Krakkakoti og Lönguhólum en það verður skipt á deildir eftir árgöngum. Það er búið að ganga frá því hverjir verða deildarstjórar og hverjir munu starfa á hverri deild. Svo er búið að sameina foreldraráðin. Starfsfólkið er á fullu í því að vinna að starfsmannahandbók, foreldrahandbók, dagskipulagi og leið til árangurs, svo eitthvað sé nefnt. Það er nóg framundan og


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 15. tbl 2017 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu