Eystrahorn 15. tbl 2016

Page 1

Eystrahorn 15. tbl. 34. árgangur

Fimmtudagur 14. apríl 2016

www.eystrahorn.is

Skráning á verkum Bjarna Henrikssonar Skráning á verkum Bjarna Henrikssonar (Bassa) stendur nú yfir. Tilgangur verksins er að ná yfir öll verk sem Bjarni gerði svo hægt verði að setja upp yfirlitssýningu í haust. Bjarni var alþýðulistamaður og fékkst við margvíslega tækni í verkum sínum. Nú þegar hafa borist fjölmargar myndir (af myndum) og sögur um tilurð þeirra

að hringja í síma 470-8050 eða senda tölvupóst á netfangið b r y n d i s h @ h o r n a f j o r d u r. i s , einnig má taka mynd af verkinu, mæla lengd og breidd og senda á netfangið hér að ofan, ásamt eiganda og sögu verksins. Með fyrirfram þökk Starfsfólk Hornafjarðarsafna

Því vilja Hornafjarðarsöfn biðla til fólks sem á myndir eftir Bjarna

Vortónleikar Karlakórsins Jökuls á sumardaginn fyrsta Karlakórinn Jökull heldur árlega vortónleika á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl kl. 17 í Hafnarkirkju. Lögin sem flutt verða koma úr ýmsum áttum, allt frá sálmum til popplaga. Hluti þeirra útsettur af stjórnanda vorum, Jóhanni Morávek. Félagsstarfið í vetur hefur verið lengra og fjölbreyttara en oft áður. Fyrsta æfing var í lok ágúst fyrir Kötlumót. Katla er söngfélag sunnlenskra karlakóra, sem heldur kóramót fimmta hvert ár. Aðalfundur var haldinn um miðjan september þar sem undirritaður var kosin formaður. Eftir góðar æfingar var haldið af stað að morgni 16. október til Keflavíkur á Kötlumótið. Óvæntir gestir slógust í för, Gísli Einarsson og Karl Sigtryggson dagskrárgerðarmenn sjónvarpsþáttarins Landans, fylgdust með ferðalaginu og söng okkar í Njarðvíkurkirkju. Kötlumótið fór afar vel fram undir stjórn Karlakórs Keflavíkur, þar sungu um 500 manns eða 14 kórar. Það er stórkostleg upplifun að vera í svo stórum hópi og syngja. Ekki eyðilagði það neitt að við urðum

svo heimsfrægir í Landaþættinum á sunnudeginum! Jólatónleikar okkar fóru vel fram, góð þátttaka tónlistarfóks og húsfyllir að vanda, rann söfnunarféð í Samfélagssjóð Hornafjarðar. Haldin var sameiginleg árshátið með Kvennakór Hornafjarðar í febrúarlok, góð þátttaka og mikil skemmtun. Kórinn hélt einn dansleik á aðventu. Eftir langan æfingardag í Freysnesi hittum

við félaga okkar í Drengjakór Íslenska Lýðveldisins og héldum saman tónleika á nýju Fosshóteli, Jökulsárlón að Hnappavöllum. Vorferðin okkar verður að þessu sinni í 100 ára afmæli Karlakórsins Fóstbræðra. Þeir halda upp á afmælið með stóru kóramóti í Hörpu þar sem verða 14 erlendir kórar og 11 íslenskir. Hefst hátíðin fimmtudaginn 13. maí og endar með sameiginlegum kórsöng allra og hátíðardagskrá

á laugardagskvöldinu. Ég vil þakka kórfélögum mínum frábært samstarf í vetur og einnig þeim Guðlaugu Hestnes undirleikara og Jóhanni Morávek stjórnanda fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir kórinn. Snorri Snorrason Formaður Karlakórsins Jökuls

Næsta Eystrahorn kemur út miðvikudaginn 20. apríl. Efni og auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 19. apríl.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.