Eystrahorn 14. tbl. 34. árgangur
Fimmtudagur 7. apríl 2016
www.eystrahorn.is
Eigendaskipti á Hótel Höfn
Ljósmynd: Einar Björn Einarsson
Þann 3. apríl sl. var undirritaður kaupsamningur þar sem nýir eigendur tóku við rekstri á Ósnum ehf. sem á og rekur Hótel Höfn. Fjárfestingarfélagið HSTG ehf. keypti þá allt hlutafé í félaginu en nýr eigandi er Helga S. Guðmundsdóttir. Reksturinn mun verða með svipuðu sniði og verið hefur og lögð
verður áhersla á að lágmarka breytingar á starfsmannahaldi. Náðst hefur samkomulag við Gísla Má Vilhjálmsson og Þórdísi Einarsdóttur um að vinna með nýjum eigendum að framgangi rekstrar til skemmri tíma.
Nýr framkvæmdastjóri
Heilsueflandi samfélag
Jóna Benný Kristjánsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Umf. Sindra og tók hún formlega við lyklunum af Valdemari Einarssyni sem hefur sinnt starfinu í tæp 10 ár. Þökkum við honum kærlega fyrir gott starf og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi og jafnframt bjóðum við Jónu Benný velkomna til starfa. F.h. Ungmennafélagsins Sindra Gunnhildur Lilja Gísladóttir, formaður
Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur ákveðið að gerast aðili að verkefninu „Heilsueflandi samfélag“ . Um árabil hefur Grunnskóli Hornafjarðar verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi grunnskóli og FAS verið heilsueflandi framhaldsskóli. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu. Verkefnið inniheldur helstu áhersluþætti landlæknisembættisins , miðar að því að setja heilsueflingu í forgrunn í allri þjónustu sveitarfélagsins hvort sem um ræðir t.d. fræðslu- menningar- eða skipulagsmál. Verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, m. a. í gegnum heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla, vinnustaði og starf eldri borgara og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum alla ævi.
Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is