Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 12. apríl 2018

13. tbl. 36. árgangur

Tækjabúnaður á HSU Hornafirði endurnýjaður

Nýr búnaður var tekinn í notkun á dögunum á heilbrigðisstofnuninni. Í nóvember á síðasta ári fór stofnunin af stað með söfnun fyrir tveimur nýjum síritum og hjartastuðtæki. Söfnunin gekk framar vonum og var gengið frá pöntun á tækjunum í janúar. Skinney Þinganes gaf einn sírita að verðmæti 1.095.695 kr., einn einstaklingur gaf 1.000.000 kr. í söfnunina og fleiri lögðu verkefninu lið með peningagjöfum. Gjafa- og minningasjóður Skjólgarðs tók þátt í verkefninu og styrkti kaupin eða sem samsvarar kaupum á einum sírita. Búnaðurinn er nú

kominn í notkun og hefur sannað gildi sitt nú þegar. Annar síritinn og hjartastuðtækið eru staðsett á heilsugæslunni og hinn síritinn er notaður á sjúkrasviði Skjólgarðs en reglulega eru lagðir þar inn veikir einstaklingar sem þarf að fylgjast náið með. Það er ómetanlegt að finna fyrir stuðningi íbúa og fyrirtækja í samfélaginu þegar kemur að endurnýjun tækja en fjárframlög til stofnunarinnar duga ekki til endurnýjunar á stærri tækjum. Við viljum færa öllum þeim sem styrktu kaup þessara tækja kærar þakkir fyrir stuðninginn!

Fréttir frá Sunddeild Sindra

Helgina 15.-19. febrúar héldum við í Sunddeild Sindra í Kópavog og þar tóku iðkendur og þjálfarar Breiðabliks á móti okkur og æft var saman í 3 daga. Fyrstu helgina í mars héldu 9 iðkendur á Hennýjarmót á Eskifirði en alls voru 80 iðkendur skráðir á mótið frá 5 félögum. Allir iðkendur Sindra 10 ára og eldri unnu til verðlauna í sínum aldursflokkum en yngri iðkendur hljóta viðurkenningu fyrir þátttöku. Sunnudaginn 18. mars héldum við okkar árlega páskaeggjamót í blíðskapaveðri. Þau tímamót áttu sér stað á þessu móti að notast við Splash skráningarkerfið. Splash skráningarforritið gerir okkur kleift að sendir úrslit á Sundsamband Íslands og með réttri dómgæslu fá tímana skráða. Þar eru tímar iðkenda síðan vistaðir inní grunn sem er aðgengilegur á netinu ásamt tímum sundmanna um allan heim slóðin er www. swimrankings.net. Þetta eru sannkölluð tímamót þar sem tímar fyrri iðkenda deildarinnar eru hvergi til og hafa í gegnum tíðina verið jafnvel vistaðir í exel- skjölum inni í einkatölvum og engum aðgengilegir því miður. Sundsambandið gerir t.d. kröfu um að fá tíma frá Unglingalandsmótunum á þessu skráningarformi eigi þeir að vistast inní þennan grunn. Svona mót er að sjálfsögðu ekki hægt að standa fyrir nema með aðkomu

foreldra og annarra sjálfboðaliða og viljum við þakka þeim kærlega fyrir þeirra innlegg. Einnig voru við svo lánsöm að fá 2 foreldra til að taka dómaranámskeið á Eskifirði í tengslum við Hennýjarmótið og er þeirra aðkoma ómetanleg. Sunddeildina vantar stjórnarmann og langar mig að biðla til einhvers velunnara að bjóða sig fram í stjórn, 1 stjórnarmann vantar til að uppfylla reglur um stjórnarskipan deildarinnar, stjórnarmaður þarf ekki að vera foreldri iðkanda þó svo að hefð hafi skapast fyrir

því innan Sindra. Eins vantar okkur þjálfara í deildina í haust þegar Viktoría hverfur til annarra starfa. Áhugasamir mega senda línu á sunddeildsindra@gmail.com eða hringja í undirritaða 8673757 eða Erlu Berglindi 8476634. Að lokum langar okkur að þakka fyrir þær frábæru móttökur sem við fáum frá ykkur þegar við erum á ferðinni með dósasafnanirnar okkar. F.h. Sunddeildar Sindra Gunnhildur Imsland


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 12. apríl 2018

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA 1966 2016

Sunnudaginn 15. apríl kl. 11 - sunnudagaskóli.

Biblíusaga sögð, sungið, brúðuleikrit og allir fá mynd til að lita. Djús og kex eftir stundina. Allir velkomnir Prestarnir

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA FÖSTUDAGUR 13. APRÍL. SAMVERUSTUND KL. 17:00 Þórgunnur Þórsdóttir starfsmaður við Svavarssafn talar um og sýnir myndir frá yfirlitssýningu safnsins á verkum Bjarna Henrikssonar (Bassa), og kynnir komandi sýningar.

Þakkir

Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Önnu Egilsdóttur

Sumarafleysingar ISS óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingu Laust er starf í sumarafleysingar frá 25.06.27.07.2018 Vinnutími er eftir kl. 17:00 alla virka daga, viðkomandi þarf að tala íslensku og eða ensku og hafa hreint sakarvottorð. Áhugasamir sendi fyrirspurnir á netfangið audurj@iss.is eða hringi í Auði Jacobsen gsm 696-4928 Félagsvist Félag Harmonikuunnenda verður með félagsvist í Ekrusalnum næstu 3 sunnudagskvöld. 15.,22. og 29. apríl kl. 20. Allir velkomnir að koma og spila. Síðustu spilakvöldin fyrir sumarfrí. Aðgangseyrir 1000 kr. (enginn posi)

Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Viðskiptavinir athugið Rakarastofan verður lokuð frá 12. apríl til og með 19. apríl Kveðja Baldvin Ársfundur Nýheima þekkingarseturs verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 18. apríl kl. 16:30.

Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum Nýheima þekkingarseturs a) Skýrsla stjórnar b) Ársreikningur Nýheima þekkingarseturs c) Tilnefningar í stjórn 2. Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir kynnir verkefni SASS 3. Önnur mál Allir íbúar eru velkomnir og hvattir til að mæta

Eystrahorn Fiskhól 5 • Sími: 848-3933

Ari Guðni Hannesson Egill Vignisson, Bryndís Ósk Bragadóttir Hjalti Þór Vignisson, Guðrún Ingólfsdóttir Ólafur Páll Vignisson, Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir Guðjón Bjarni Óskarsson, Íris Björk Óttarsdóttir barnabörn

Vildaráskrift Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Stjórn Nýheima þekkingarseturs

Úrval af góðum rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum Erum alltaf að fá eitthvað nýtt í gjafavöru! sjón er sögu ríkari Verið velkomin

Húsgagnaval Símar: Opið:

478-2535 / 898-3664 virka daga kl. 13:00 - 18:00


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 12. apríl 2018

Syngjandi konur um alla sýslu

www.eystrahorn.is

Hagyrðingamót

að Hótel Smyrlabjörgum laugardaginn 21. apríl n.k. Borðhald hefst kl. 19.00 og hagyrðingar stíga á stokk kl. 21.00. Hagyrðingar eru : Heiða Guðný og Fanney Ásgeirsdætur, Kristín Jónsdóttir og Snorri Aðalsteinsson. Stjórnandi: Þórður Júlíusson. Það stendur mikið til hjá Kvennakór Hornafjarðar þetta vorið þar sem kórinn heldur sína 20. vortónleika þann 5.maí n.k. á Hafinu. Þema tónleikanna verður í anda kórsins þar sem eingöngu verður sungið um konur. Nokkur lög eru af hornfirsku bergi brotin og má þar m.a. nefna lag eftir Ingunni Bjarnadóttur frá Hólmi og svo ætlar kórinn einnig að frumflytja lag sem samið var í tilefni afmælisins en það heitir Syngjandi kona og er eftir stjórnanda kórsins, Heiðar Sigurðsson en textann gerði Hrefna Rún Kristinsdóttir, dóttir Snæfríðar Hlínar Svavarsdóttur sem syngur með kórnum. En þar sem við eigum nú afmæli þá fannst okkur ekki nóg að vera bara með tónleika á Hafinu og því kom upp sú hugmynd að gaman væri að syngja í öllum félagsheimilum í sýslunni á einum og sama deginum og ákveðið var að framkvæma þetta laugardaginn 14.apríl n.k. Ekki verður um venjulega tónleika að ræða heldur ætlar kórinn og syngja nokkur lög í hverju félagsheimili og hugmyndin er sú að húsin verði opin þeim sem vilja koma og hlusta. Áætlaðar tímasetningar eru þessar: kl. 11:00 Fundarhúsið í Lóni kl. 13:15 Sindrabær (komum fram strax að loknum tónleikum lúðrasveitarinnar) kl. 14:00 Mánagarður kl. 15:00 Holt kl. 17:00 Hrollaugsstaðir kl. 20:00 Hofgarður Vonumst eftir að sem flestir sjái sér fært að koma og njóta með okkur. Frítt inn fyrir alla.

Slysavarnardeildin Framtíðin verður með kaffisölu sumardaginn fyrsta þann 19. apríl á milli kl 14:00 - 17:00 Kaffið kostar 2.000 kr. fyrir 12 ára og eldri. 500 kr. fyrir 6-12 ára Athugið að ekki er tekið við kortum. Sumarkveðja Slysavarnarkonur

Fyrir dansi spila harmonikuhljómsveit Hildar Petru og Vigdísar Jónsdóttur. Miðverð á skemmtun og dansleik er kr. 3.000.-. Ekki tekið við kortum. Félag Harmonikuunnenda Hornafirði.

Vortónleikar í Hafnarkirkju

Fimmtudaginn 19. apríl nk. mun Karlakórinn Jökull halda sína 45. vortónleika í Hafnakirkju kl. 16:00 Á efnisskrá kórsins verður blanda af hefðbundnum karlakórslögum, dægurlögum og lögum úr söngleikjum. Einsöngvari verður Viðar Gunnarsson óperusöngvari. Stjórnandi: Jóhann Morávek Undirleikari: Guðlaug Hestnes Aðgangseyrir 2500 kr. Athugið ekki verður hægt að taka við greiðslukortum

Kútmagakvöld Hið árlega og vinsæla kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ laugardaginn 14. apríl nk. Góður matur og ýmsar uppákomur. Húsið verður opnað kl. 19:00

Veislustjóri : Guðni Ágústsson „ORGINALINN“ Miðaverð: 6000 kr. miðar seldir við innganginn Allir karlmenn velkomnir Lionsklúbbur Hornafjarðar


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 12. apríl 2018

Eystrahorn

Sumar-Humar tónleikar 2018

Sögustundin á Bókasafninu Laugardaginn 14. apríl n.k. verður Sögustund á Bókasafninu frá kl. 13.30 – 14.00. Lesefnið verður í þetta skiptið á íslensku og króatísku. Við reynum að miða efnið við börn á aldrinum 3-6 ára. Í þetta sinn verður sögustundin í samstarfi við gestalesara. Góðir sófar og allrahanda lesefni fyrir mömmur, pabba, ömmur og afa, á meðan á lestrinum stendur. Verið velkomin á bókasafnið. Ef þú hefur áhuga á því að gerast gestalesari vinsamlegast hafðu samband við bókasafn í síma 470-8050 Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinenda í 100% starf vinnutíminn er frá kl. 8.00 til 16.00. Helstu verkefni og ábyrgð: Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinanda þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg uppeldismenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Leikskólinn Sjónarhóll er sex deilda leikskóli sem staðsettur er á Höfn í Hornafirði. Leikskólinn verður opnaður í nýju húsnæði í ágúst 2018. Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum. Laun eru greidd samkvæmt samningum  launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl næstkomandi. Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra á netfangið mariannaj@hornafjordur.is.

Hinir árlegu hádegistónleikar Lúðrasveitar Hornafjarðar og Tónskólans verða haldnir í Sindrabæ laugardaginn 14. apríl kl. 12:00. Boðið verður upp á humarsúpu á tónleikunum. Aðgangseyrir kr. 2.000Frítt fyrir 12 ára og yngri

ATVINNA Okkur vantar fólk í hlutastörf og/eða fullt starf, um er að ræða: - Umbúnað og þrif á herbergjum - Aðstoð í eldhúsi - Þjón á veitingastað

Nánari upplýsingar í síma 894-5566 Eða á netfangið: info@glacierworld.is

Raunfærnimat Fyrir fjallamennskunám FAS Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi býður uppá raunfærnimat í fjallamennsku í samvinnu við Framhaldsskólann í AusturSkaftafellssýslu, upplýsingar um fjallamennskunám má sjá á fas.is Raunfærnimat gefur einstaklingum með 3 ára starfsreynslu tækifæri á að fá reynslu og þekkingu metna til eininga. Matið er fyrir 23 ára og eldri. Einfalt ferli sem er þér að kostnaðarlausu. Tími: u.þ.b. 8 klst. á vorönn 2018 Staður: Nýheimar, Höfn Verkefnisstjórar: Sólveig R. Kristinsdóttir og Sædís Ösp Valdemarsdóttir Nánari upplýsingar og skráning hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 hjá Sædísi í síma 842 4655

Kynntu þér málið!


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 12. apríl 2018

Listi 3.framboðsins 2018

3.framboðið býður fram eftirfarandi lista í Sveitarfélaginu Hornafirði, fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. Listinn er eftirfarandi: 1. Sæmundur Helgason, grunnskólakennari og formaður bæjarráðs 2. Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður 3. Hjálmar Jens Sigurðsson, sjúkraþjálfari 4. Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi og leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli 5. Sigurður Einar Sigurðsson, vélstjóri og starfsmaður á Skjólgarði 6. Samir Mesetovic, fótboltaþjálfari hjá Sindra 7. Hlíf Gylfadóttir, framhaldsskólakennari 8. Þórey Bjarnadóttir, bóndi 9. Barði Barðason, viðskiptafræðingur 10. Þórgunnur Þórsdóttir, safnvörður á Svavarssafni 11. Elínborg Rabanes, starfsmaður í Lyfju 12. Ragnar Logi Björnsson, vélstjóri 13. Eiríkur Sigurðsson, fyrrverandi mjólkurbússtjóri 14. Guðrún Ingimundardóttir, starfsmaður við HSU Hornafirði

Á myndinni eru frá vinstri talið: Hjálmar Jens Sigurðsson, Barði Barðason, Þórgunnur Þórsdóttir, Elínborg Rabanes, Þórey Bjarnadóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Hlíf Gylfadóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sæmundur Helgason og Sigurður Einar Sigurðsson. Á myndina vantar: Eirík Sigurðsson, Guðrúnu Ingimundardóttur, Ragnar Loga Björnsson og Samir Mesetovic.

AÐALFUNDUR Ríkis Vatnajökuls ehf. 2018 Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls ehf. 2018 verður haldinn á Hala í Suðursveit fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 14:00-17:00. Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og lögum um einkahlutafélög nr.138/1994. f.h. stjórnar Ríkis Vatnajökuls ehf. Olga M Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri

Malbikun 2018

Malbikun Akureyrar verður að malbika á tímabilinu 14. til 28. maí á Höfn. Verð á einföldum bílaplönum 0-250 m² er 6.500 kr. með vsk. Ef um stærri verk er að ræða vinsamlegast leitið upplýsinga til: Jón Smári Sigursteinsson Verkefnastjóri Malbikun Akureyrar Sími 854-2211 Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

www.eystrahorn.is

Framboðslisti Sjálfstæðisfélags AusturSkaftafellssýslu 2018

Framboðslisti Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftafellssýslu fyrir kosningarnar 26. maí 2018 var samþykktur á fundi félagsins 10. apríl 2018 1. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri, Hrísbraut 3, Höfn. 2. Guðbjörg Lára Sigurðardóttir eigandi Urtu í „Gömlu sundlauginni“, Smárabraut 2, Höfn 3. Páll Róbert Matthíasson útibússjóri Olís, Hafnarbraut 41, Höfn 4. Bryndís Björk Hólmarsdóttir sjálfstætt starfandi í sjávarútvegi, Norðurbraut 9, Höfn 5. Stefanía Sigurjónsdóttir þroskaþjálfanemi og sjálfstætt starfandi, Bogaslóð 6, Höfn 6. Jón Áki Bjarnason framkvæmdastjóri Ajtel, Hafnarbraut 15, Höfn 7. Jón Malmquist Einarsson bóndi, Jaðri, Suðursveit 8. Lovísa Rósa Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Rósaberg, Háhól, Nesjum 9. Jón Guðni Sigurðsson nemi, Austurbraut 16, Höfn 10. Jörgína E. Jónsdóttir afgreiðslukona, Víkurbraut 30, Höfn 11. Sigurður Ólafsson skipstjóri Álaleiru 2, Höfn 12. Sædís Ösp Valdemarsdóttir verkefnastjóri, Hæðargarði 7, Nesjum 13. Björk Pálsdóttir viðurkenndur bókari, Tjarnarbrú 3, Höfn 14. Einar Karlsson fyrrverandi sláturhússtjóri, Hlíðartúni 20, Höfn www.facebook.com/xdaskaft/


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Öruggari á Michelin dekkjum Michelin CrossClimate+ • Sumardekk fyrir norðlægar slóðir • Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra • Halda eiginleikum sínum vel • Gott grip við flest allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin á markaðnum

Michelin Primacy 4 • Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra • Frábært grip og góð vatnslosun • Einstakir aksturseiginleikar

Michelin Pilot Sport 4 • Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu • Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika • Frábært grip og góð vatnslosun • Endingarbestu dekkin á markaðnum í sínum flokki

Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1940

Alltaf til staðar

Eystrahorn 13.tbl 2018  
Eystrahorn 13.tbl 2018  
Advertisement