Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Miðvikudaginn 23. mars 2016
12. tbl. 34. árgangur
Efnilegt ungt íþróttafólk Hvatningarverðlaun Hvatningarverðlaun hlutu Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, Birkir Freyr Elvarsson og Gísli Þórarinn Hallsson Bjarney er ung og bráðefnileg hestakona sem átti frábært keppnisár í fyrra og var tilnefnd sem gæðingaknapi ársins. Hún var t.d. í 1. sæti í A flokki á félagsmóti Hestamannafélagsins Hornfirðings en toppnum náði hún þegar hún vann A úrslit í A flokki á fjórðungsmóti Austurland sl. sumar. Bjarney er í námi í hestafræðum við Háskólann á Hólum.
Ingibjörg Valgeirsdóttir
Á 83. ársþingi USÚ, sem haldið var á Hótel Höfn 17. mars 2016 var íþróttamanni USÚ árið 2015 veitt viðurkenning. Þar að auki fengu þrjú ungmenni sem þótt hafa staðið sig vel á árinu viðurkenningu.
Íþróttamaður USÚ árið 2015 er Ingibjörg Valgeirsdóttir. Ingibjörg er fædd árið 1998. Hún var markmaður meistaraflokks Sindra í knattspyrnu á síðasta ári og spilaði alla 12
leiki þeirra í deild og 1 í bikarkeppninni. Hún var valin í U17 landslið Íslands og spilaði 5 landsleiki. Þegar því verkefni lauk fór hún beint í U19 landsliðið og spilaði með þeim 3 leiki í haust. Ingibjörg er mikil keppnismanneskja sem gæti náð langt í hvaða íþróttagrein sem er. Hún talin eitt mesta markmannsefni í dag. Ingibjörg skipti yfir í úrvalsdeildarlið KR núna um áramótin og verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni.
Birkir er ungur og efnilegur blakmaður af Mýrunum. Hann var valinn í æfingahóp hjá U17 landsliðinu í blaki nú í haust og æfði með þeim í Reykjavík. Hann var svo valinn í lokahópinn hjá U17 landsliðinu sem fór til Englands og spilaði þar sína fyrstu landsleiki og stóð sig vel. Gísli var síðastliðið sumar valinn í U-16 landsliðið sem keppti í 2. deild Evrópumótsins í körfubolta. Hann spilaði 9 leiki og skoraði í þeim 46 stig og stóð hann sig með prýði. Gísli gerði samning við úrvaldsdeildarlið Hattar á Egilsstöðum og spilar með þeim núna. Gísli spilaði einnig 6 leiki í marki Mána í sumar og þótti standa sig vel.
Ástin, drekinn og dauðinn í Hafnarkirkju Á síðustu þremur árum hefur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur kvatt eiginmann sinn, tengdamóður, föður og litla dótturdóttur. Bók hennar, Ástin, drekinn og dauðinn, sem kom út í fyrra, hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir að fjalla um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn en um leið jarðbundinn hátt. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómi sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Hún veitir þar í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En bókin er ekki síður óður til kærleikans,
hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu. Miðvikudagskvöldið 30. mars kl. 20:00 mun Vilborg flytja erindi í Hafnarkirkju um hvernig dauðinn breytir tilveru þeirra sem eftir lifa og hvernig þetta ferðalag hefur kennt henni að það eru einmitt þrautirnar í lífinu sem gera það að ævintýri. Erindið er hluti af dagskrá í tilefni 40 ára vígsluafmælis Bjarnneskirkju og 50 ára vígsluafmælis Hafnarkirkju. Allir velkomnir á erindi Vilborgar miðvikudaginn 31. mars í Hafnarkirkju.
Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur.
Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is