Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 17. mars 2016
11. tbl. 34. árgangur
Loftslagssamningur í Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður hefur fyrst sveitarfélaga á Íslandi hafið þátttöku í loftslagsverkefni Landverndar „Tækifærin liggja í loftinu“. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar skrifuðu í gær/síðustu viku undir yfirlýsingu um samdrátt sveitarfélagsins í útlosun mengunarefna sem valda loftslagsbreytingum í þremur geirum: Samgöngum, úrgangi og orkunotkun. „Með yfirlýsingunni ábyrgjumst við að vinna ötullega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi okkar og hvetja jafnframt fyrirtæki og íbúa til hins sama“, segir Björn Ingi Jónsson. Fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð eru loftslagsbreytingar mjög áþreifanlegar; jöklar hopa, landris veldur vandamálum við innsiglinguna á Höfn, og súrnun sjávar er líkleg til að hafa
neikvæð áhrif á lífríki sjávar í framtíðinni, en sjávarútvegur er stór atvinnuvegur á svæðinu. Á síðustu tveimur og hálfu ári hafa sveitarfélagið og Landvernd unnið í sameiningu að því að mæla útlosun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sveitarfélagsins sem einingar og setja sveitarfélaginu markmið og vinna aðgerðaáætlun um samdrátt í útlosun. „Verkefnið á sér fyrirmynd hjá dönsku náttúr uverndarsamtökunum, en um 75% sveitarfélaga í Danmörku taka þátt í verkefni þeirra. Við stefnum því auðvitað á að fá fleiri sveitarfélög inn í verkefnið og hefur Fljótsdalshérað þegar hafið undirbúningsvinnu“, segir Rannveig Magnúsdóttir verkefnisstjóri hjá Landvernd. Með verkefninu vill Landvernd aðstoða sveitarfélög við að draga úr loftslagstengdri mengun og verða leiðandi þátttakendur í heimahéraði í að takast á við loftslagsbreytingar, sem eru
Björn Ingi Bæjarstjóri og Guðmundur Ingi framkvæmdarstjóri Landverndar
ein stærsta áskorun nútímans. „Sýn okkar er sú að Ísland verði kolefnishlutlaust eftir 15-20 ár og við teljum að sveitarfélögin gegni þar lykilhlutverki með því að ná til nærsamfélagsins. Með því að draga úr losun eins og hægt er og nota svo endurheimt votlendis, jarðvegs- og gróðurs með landgræðslu og skógrækt, til að dekka það sem upp á vantar, vonum við að þetta geti orðið
að veruleika á Íslandi“, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Á næstu tveimur árum stefnir Sveitarfélagið Hornafjörður að a.m.k. 3% samdrætti á ári í útlosun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum, orkunotkun og úrgangi. Stefnt er að frekari samdrætti eftir endurskoðun aðgerðaáætlunar árið 2018.
Doktor Eydís Salome Eiríksdóttir
Eydís Salome Eiríksdóttir varði doktorsritgerð sína í byrjun mánaðarins. Hún er uppalin í Nesjum, dóttir Vilborgar Gunnlaugsdóttur og Eiríks Sigurðssonar. Ritstjóri hafði samband við hana af þessu tilefni;
Gaillardet frá París og dr. Suzanne Anderson frá Boulder, Colorado. Doktorsritgerðin ber titilinn “Weathering and riverine fluxes in pristine and controlled river catchments in Iceland” (Veðrun og efnaframburður óraskaðra og miðlaðra vatnsfalla á Íslandi). Hún fjallar um náttúrulegar breytingar á vatnasviðum vegna veðurfarsbreytinga og breytingar á vatnsföllunum vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Menntun og störf Ég er jarðfræðingur að mennt og hef lagt áherslu á jarðefnafræði. Starfssvið mitt hefur verið hjá Jarðvísindastofnun Háskólans frá 1998 þar til nú. Mitt aðalstarf hefur verið vöktun á efnasamsetningu ferskvatns, ám og vötnum, á Íslandi með það fyrir augum að skilja náttúruleg ferli á vatnasviðum og hugsanleg manngerð áhrif á þau. Í starfinu hefur falist mikil útivinna vegna sýnasöfnunar, en einnig innivinna á borð við vinnu á rannsóknarstofum við efnagreiningar og úrvinnslu, skýrslu- og greinaskrif. Mest hef ég unnið við rannsóknir á
Eydís Salome Eiríksdóttir
vatnsföllum á Héraði í tengslum við virkjun Jökulsár á Dal. Doktorsvörnin Eftir margra ára starf við Jarðvísindastofnun ákvað ég að nota niðurstöður úr vinnu minni á Jarðvísindastofnun í doktorsritgerð. Doktorsvörnin fór fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þann 4. mars. Andmælendur voru dr. Jerome
Ritgerðin um breytingar á árframburði Kárahnjúkavirkjun hafði áhrif á vatnasvið Jökulsár á Dal og Lagarfljót þar sem vatni úr Hálslóni, ættað frá vatnasviði Jökulsár á Dal, var miðlað yfir á vatnasvið Lagarfljóts. Rannsóknin beindist að því að skilja breytingarnar á hvort vatnasvið fyrir sig og svo heildarbreytingar vatnsfallanna á efnaframburði til sjávar. Eftir
stíflun Jökulsár á Dal ber hún ekki nafn með rentu, því hún er orðin að dragá stærstan hluta ársins. Jökulvatn rennur aðeins um farveginn þegar Hálslón fer á yfirfall síðsumars eða að hausti. Rennsli Jökulsár á Dal hefur minnkað mikið eftir virkjun sem og framburður aurs og uppleystra efna. Hins vegar hefur rennsli og efnaframburður aukist í Lagarfljóti, sérstaklega framburður svifaurs þrátt fyrir að megnið af aurnum setjist til í Hálslóni. Rannsóknin miðaði ekki síst að því að magngreina þær breytingar á árframburði þessara vatnsfalla í kjölfar virkjunarinnar. Nú tekur við vinna hjá Veiðimálastofnun þegar ég lýk mínu starfi á Jarðvísindastofnun Háskólans. Eydísi Salome er óskað til hamingju með þennan ánægjulega áfanga.
Næsta Eystrahorn kemur út miðvikud. 23. mars. Efni og auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánud. 21. mars.