Eystrahorn 9. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. mars 2016

9. tbl. 34. árgangur

Viðurkenningar og styrkir Fimmtudaginn 25. febrúar var mikið um dýrðir í Sveitarfélaginu Hornafirði en þá fór fram afhending styrkja og viðurkenninga sveitarfélagsins við húsfylli í Nýheimum. Sú nýbreytni var höfð á að Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins voru einnig veittar á þessari samkomu. Alls voru 22 styrkir veittir á viðburðinum, en voru það styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir út atvinnu- og rannsóknarsjóði. Athöfnin var hátíðleg og hófst með ljúfum tónum hjá þeim Þorkeli Ragnari Grétarssyni og Marteini Eiríkssyni, sem einnig léku nokkur lög á milli atriða á viðburðinum.

Menningarverðlaun 2015 Kristín G. Gestsdóttir formaður menningarmálanefndar setti viðburðinn og kom fram í máli hennar að Menningarverðlaun AusturSkaftafellsýslu hafa verið veitt frá árinu 1994. Í reglum um Menningarverðlaun segir að „Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.“ Alls voru níu aðilar tilnefndir til Menningarverðlauna þetta árið og voru það þau Soffía Auður Birgisdóttir og Bjarni F. Einarsson sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Soffía hlaut verðlaunin fyrir útgáfu á bók sinni „Ég skapa - Þess vegna er ég“. Bókin er um skrif Þórbergs Þórðarsonar, eins þekktasta manns sýslunnar, en Soffía hefur lagt margra ára vinnu í verkið. Bjarni hlaut verðlaunin fyrir fróðlega og glæsilega bók sína „Landnám og Landnámsfólk; saga af bæ og blóti“. Í brennidepli er landnámsbýlið Hólmur í Nesjum sem rannsakað var árin 1997–2011, en þar voru rannsakaðar minjar um bæ og blótstað. Sögusviðið nær langt út fyrir landsteinana, allt frá Nýfundnalandi í vestri að Búlgaríu í austri, frá Afríku í suðri og Svalbarða í norðri“

• •

Styrkir 2016 Ljóst er að mikil gróska er í athafnalífi í sveitarfélaginu, en alls bárust atvinnumálanefnd 12 metnaðarfullar umsóknir í atvinnu- og rannsóknarsjóð. Meginhlutverk sjóðsins er að efla byggð og atvinnu í Sveitarfélaginu Hornafirði og er honum ætlað að veita styrki til verkefna sem lúta að atvinnuþróun, rannsóknum og nýsköpun í Sveitarfélaginu Hornafirði. Af þeim 12 umsóknum sem bárust voru 5 þeirra í A hluta sjóðsins og 7 umsóknir bárust í B hluta hans. Var heildarupphæð umsókna 13.1 milljón króna. Að þessu sinni voru kr. 3.1 milljón til úthlutunar, þar af var 1.2 milljón fyrir verkefni í A hluta og 1.9 milljón í B hluta. Var niðurstaða atvinnumálanefndar að styrkjunum yrði veitt á eftirfarandi hátt: •

A-hluti Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir hlaut 1.2 milljóna styrk fyrir verkefnið „Fullvinnsla og vöruþróun í kjötvinnslunni Miðskeri“.

B-hluti Bryndís Magnúsdóttir hlaut 500 þúsund króna styrk í verkefnið „Markaðs- og söluaðgerðir vegna komu Ullarvinnslunnar Kembu á Höfn“. Tjörvi Óskarsson hlaut 500 þúsund króna styrk í verkefnið „Margmiðlunarstofa“. Fanney Björg Sveinsdóttir hlaut 500 þúsund króna styrk í verkefnið „Aukin tækifæri í ferðamennsku á vetrar- og jaðartíma í Hornafirði“. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Hornafirði hlaut 400 þúsund króna styrk í verkefnið „Vetrar- og jöklaferðaþjónusta í Ríki Vatnajökuls“.

Umhverfisviðurkenning 2015 Sveitarfélagið Hornafjörður veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga fyrir snyrtilega lóð eða götu og til fyrirtækja, þ.m.t. lögbýli í sveitum, fyrir snyrtilega umgengni og útlit. Tilgangur umhverfisviðurkenninga er að vekja íbúa til umhugsunar um gildi náttúru og umhverfis fyrir samfélag og atvinnulíf í Sveitarfélaginu Hornafirði og hvetja þá til að sýna því tilhlýðilega virðingu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi Halldóra Stefánsdóttir og Gísli Gunnarsson Hafnarbraut 35 Höfn, hlutu viðurkenningu fyrir

fallegustu lóðina, í umsögn segir: „ Lóðin er snyrtilega römmuð inn af runna og trjágróðri, garðurinn er fjölbreyttur og gróðri smekklega raðað saman“. Gamlabúð og umhverfi hennar hlaut viðurkenningu fyrir best heppnuðu lóðina. Í umsögn segir: Lóð og umhverfi Gömlubúðar er grasi vaxin og snotrar vegghleðslur og frágangur á stígum og öðrum mannvirkjum kringum Gömlubúð fellur vel inn í umhverfi sitt og ber vönduðu handbragði gott vitni. Svínafell í Öræfum hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegasta lögbýlið, í umsögn segir: ,,Bæirnir mynda fallega heildarmynd með snyrtilegu og fallegu umhverfi. Svínafellsbæirnir standa tignarlegir undir rótum Svínafells og Öræfajökuls. Ábúendur á Svínafelli sýna þessu volduga umhverfi virðingu og natni með snyrtimennsku í hvívetna“. Ábúendur á Svínafelli eru, Þorlákur Magnússon Svínafelli 3, Inga Ragnheiður Magnúsdóttir og Benedikt Steinþórsson Svínafelli 3, Hafdís Sigrún Roysdóttir og Jóhann Þorsteinsson, Svínafelli 1, Ármann Karl Guðmundsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir, Svínafelli 2 og Pálína Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Svínafelli 1. Sveitarfélagið Hornafjörður óskar hlutaðeigandi hjartanlega til hamingju!

öllum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 9. tbl. 2016 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu