Eystrahorn 6. tbl. 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 11. febrúar 2016

6. tbl. 34. árgangur

Dagur tónlistarskólanna Í tilefni af Degi tónlistarskólanna verður opið hús hjá Tónskóla A-Skaft. laugardaginn 13. febrúar n.k. frá kl. 11:00 - 15:00. Gestir geta komið hvenær sem þeir vilja en tónleikar verða á sviðinu allan tímann þar sem nemendur og kennarar koma fram í einleik og samleik. Kl. 13:00 verður forskólinn þ.e. nemendur í 2. og 3. bekk með atriði auk þess sem við munum kynna þeim og foreldrum, starfsemi skólans og nokkur af þeim hljóðfærum sem við kennum á. Einnig getur fólk gengið um og skoðað aðstæður og kynnt sér breytingar sem fyrirhugaðar eru á húsnæðinu. Hægt er að sjá dagskrána á heimasíðu skólans www.hornafjordur.is/tonskoli. Kaffi verður á könnunni.

Framúrskarandi fyrirtæki

Það þykir eftirsóknarvert að fá viðurkenningu Creditinfo sem veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu á dögunum fyrir rekstrarárið 2014. Framúrskarandi fyrirtækjum hefur fjölgað verulega og eiga þessi fyrirtæki það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og eru líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta. Þau félög sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Félögin þurfa að vera skráð hlutafélög, hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára, ennfremur þurfa líkur á alvarlegum vanskilum að vera undir 0,5% og félögin þurfa sýna fram á rekstrarhagnað síðustu þriggja ára. Jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að vera 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð og eignir þurfa að vera 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð. Fyrirtækin á Hornafirði sem fengu viðurkenningu eru; • Skinney-Þinganes hf. • Sigurður Ólafsson ehf. • Erpur ehf. • AJTEL ICELAND ehf. • Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf.

Laugardaginn 13. febrúar kl. 11:00 - 15:00

Soffía Auður tilnefnd Soffía Auður Birgisdóttir hlaut í síðustu viku tilnefningu til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir bók sína Ég skapa þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar. Umsögn dómnefndar um bókina er eftirfarandi: "Metnaðarfullt og þarft verk um framlag þessa sérstæða og umdeilda höfundar til íslenskra bókmennta, skrifað á aðgengilegan og líflegan hátt." Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenning Hagþenkis 2015 verður síðar veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun mars og nema verðlaunin einni milljón króna. Bók Soffíu Auðar er fáanleg á tilboðsverði á skrifstofu hennar í Nýheimum og á bókasafninu.

Gámaport Breyttur opnunartími Opið: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 11:00 - 15:00 Flokkunarkráin er opin allan sólahringinn. Hún er staðsett við hliðið á Gámaporti.

Kjaftað um kynlíf í kvöld kl. 20:00 í Nýheimum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.