Eystrahorn 5. tbl. 34. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 4. febrúar 2016
Það er alltaf áhugvert að fylgjast með fuglalífinu og þeir félagar Brynjúlfur og Björn hjá Fuglaathugunarstöðinni eru duglegir sjá okkur reglulega fyrir upplýsingum á fésbókarsíðu sinni. Garðfuglahelgin er ný afstaðin og þar mátti sjá alla algengustu fuglana og auk þess gráþresti, svartþresti, söngþröst, hettusöngvara og tugi bjargdúfa. Sömuleiðis sáust hér í bænum fálkar, förufálki og sparrhaukur sem er mikill vargur í smáfuglunum og Björn sá dvergsnípu og keldusvín við Kvísker um daginn. Fuglaáhugafólk hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna tafa á holræsaframkvæmda út í Óslandi og við Ferjuklettana þar sem óðum styttist í varptímann og þetta svæði er aðalvarpland kríunnar hér. Á mánudaginn rakst ritstjóri á þennan gæfa fálka á myndinni að gæða sér á máv við bræðslubryggjuna úti í Óslandi og náði Óðinn á hótelinu þessari mynd.
Ernir bætir við áætlunarferðirnar
Frá og með fimmtudeginum 4. febrúar mun Flugfélagið Ernir bæta við áætlun sína, síðdegisferð á fimmtudögum kl. 17:30. Þar með eru tvær ferðir á dag; mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Auk þess hefur félagið nú þegar auglýst hátt í 40 aukaferðir valda þriðjudaga, laugardaga og sunnudaga í sumar milli Hafnar og Reykjavíkur. „Þetta mun vonandi koma sér vel fyrir Hornfirðinga sem og aðra sem þurfa að sækja þá heim.“ Segir á fésbókarsíðu félagsins.
Fiskirí og vinnsla Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um janúarmánuð; „Janúar hefur verið frekar rólegur í heildina séð. Kropp hefur verið hjá netabátum síðustu tvær vikur og fínasti afli hefur verið á línuna þessa fáu túra sem Vigur hefur komist út sökum veðurs. Úthlutun á loðnukvóta fyrir þessa vertíð eru vonbrigðin ein, lítið fannst í janúarleiðangri Hafró en stefnt er að því að fara í annan leiðangur sem allra fyrst og binda menn vonir um að meiri loðna finnist heldur en í fyrri leiðangri. Ef ekki verður bætt við kvótann eru um 8.200 tonn sem koma í hlut okkar skipa þessa vertíð á móti um 30.000 tonnum á síðustu vertíð. Loðnuvertíðin hefur gríðarlega mikið að segja fyrir okkar byggðarlag svo mikið liggur undir að meiri loðna finnist í komandi leiðangri Hafró.“ Einar Jóhann á Fiskmarkaðnum segir að janúar hafi verið þokkalegur þrátt fyrir rysjótt tíðarfar og betri en í fyrra.
Aflabrögð í maí Neðangreindar upplýsingarnar eru landanir á Hornafirði og landanir Hornfjarðarbáta í öðrum höfnum og sömuleiðis um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51.......................... net............. 17............130.. þorskur Sigurður Ólafsson SF 44.......... net............... 1................5.. þorskur Skinney SF 20........................... net............... 1.............9,5.. þorskur Þórir SF 77................................ net............... 2...........12,3.. þorskur Sigurður Ólafsson SF 44.......... botnv.......... 4...........42,8.. blandaður afli Skinney SF 20........................... botnv.......... 3...........70,1.. blandaður afli Þórir SF 77................................ botnv.......... 4...........82,8.. blandaður afli Steinunn SF 10.......................... botnv.......... 7.........447,0.. blandaður afli Benni SU 65.............................. lína.............. 2...........28,3.. þorskur Beta VE 36................................ lína.............. 5...........45,3.. þorskur Vigur SF 80............................... lína.............. 8...........71,9.. þorskur Siggi Bessa SF 97..................... lína.............. 6...........54,7.. þorskur Heimild: www.fiskistofa.is