Verkstjórinn

Page 7

Verkstjórinn 59. árgangur

Desember 2009

Efnisyfirlit

Frá ritstjórn

Bls. Nýr framkvæmdastjóri ............... 6

Blaðið er með fyrra fallinu í ár en ástæðan er ekki sú að uppsafnað efni hafi hlaðist upp á borði ritstjóra. Því fer víðsfjarri þar sem pennaleti verkstjóra er enn söm við sig. Þrátt fyrir allt þá vonar ritstjórn að blaðið fræði bæði lesendur sína og gleðji. Liðið ár hefur verið flestum þungt í skauti og sér ekki fyrir endann á viðvarandi ástandi. Berlega hefur komið í ljós að í landinu búa tvö þjóðarbrot. Heiðarlegt vinnandi fólk og glæfrasækið sjálftökulið. Samruni þessara þjóðarbrota er ekki í augsýn á meðan sjálftökuliðið er enn við sama heygarðshornið. Kröfur þessa hóps í bankahræin benda ekki til bata. Fjárglæfrar, græðgi, klíkuskapur og óheiðarleiki ríður röftum sem aldrei fyrr. Öll spillingarflóran blasir við hvert sem litið er. Venjulegu heiðarlegu vinnandi fólki er Hrunadansinn í kringum gullkálfinn framandi og atburðarrás undangenginna ára því gjörsamlega óskiljanleg. Hvað er til ráða? Taka þessa angurgapa, sem komið hafa þjóðinni fram á hengiflugið og færa þá úr vegi heiðarlegs fólks eða fá þá með góðu eða illu til að sýna landi sínu og almennum borgurum þá virðingu sem vera ber. Náist að sameina þjóðarbrotin á landinu undir merki heiðarleika og bræðralags er von um betri tíð. Sameinuð fáum við miklu áorkað en sundruð engu. Sundurlyndið býður engu öðru heim en að glutrað verði endanlega niður arfleið þjóðarinnar. Þeir sem landið erfa eiga annað og betra skilið. Vissulega hefur þjóðin beðið varanlegan álitshnekki og það mun taka hana mörg ár að öðlast nýja ímynd. Ekki dugar þó að horfa í gaupnir sér. Fyrirtæki verður að rífa upp úr öskustónni og virkja allar vinnandi hendur til framkvæmda. Framkvæmda, sem leiða mun þjóðina til efnahagslegs sjálfstæðis á ný og koma henni aftur á stall siðmenntaðra þjóða. Ritstjóri

33. þing VSSÍ Hallormsstað ........

8

Nefndarálit ...................................

12

Skýrsla forseta til 33. þings VSSÍ 2009 .....................

16

Reglugerð sjúkrasjóðs verkstjóra

20

– Skrifstofuhald VSSÍ .................

24

Menntunarsjóður verkstjóra – Reglugerð ..................................

25

Starfsendurhæfingarsjóður ........

26

Starfsmenntasjóður SA og VSSÍ – Reglugerð um styrki .................

27

Skýrslur félaga til 33. þings VSSÍ 28 Verkstjórafélag Reykjavíkur ....... 90 ára ...........................................

38

Félag stjórnenda á Suðurlandi ....

39

3X Technology ..............................

40

Íslenski fáninn ............................

43

Leiðréttingar ...............................

44

Afhending gjafar sjúkrasjóðs til Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað ................................

45

Steinasafn Petru Stöðvarfirði .....

46

Óvissuferð ....................................

48

Starfsemi Verkstjórasambandsins 49 Flugeldhúsið hjá IGS ..................

50

Varúð. Úttekinn séreignasparnaður í atvinnuleysi

52

Makaferð ......................................

53

Vesturfarasetrið Hofsósi .............

56

Minning .......................................

62

Heimilisföng verkstjórafélaganna og formanna þeirra .....

64

Orlofsheimili verkstjórafélaganna 65 Stormur ....................................... Kápumynd: Fáskrúðsfjörður. Ljósmynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir.

66

VERKSTJÓRINN, málgagn verkstjórastéttarinnar, ársrit, kom fyrst út 1943. Útgefandi: Verkstjórasamband Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Upplag 4000 eintök. Ábyrgðarmaður: Árni Björn Árnason. Ritnefnd: Eggert H. Jónsson, Sveinn Egilsson, Gunnar B. Gestsson, Þórhalla Þórhallsdóttir, Sigurður Tryggvason og Árni Björn Árnason. VERKSTJÓRINN - 7


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.