__MAIN_TEXT__

Page 1

Verkstjórinn 59. árgangur, desember 2009 Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi, Skipagata 14, 600 Akureyri


Úr gömlum blöðum

Snæfell. Ljósm. ÁBÁ.

Á engan ætti að vera hallað þó að staðhæft sé að Jóhann Hjörleifsson, fyrsti forseti Verkstjórasambandsins, hafi verið einn helsti hvatamaður að útgáfu Verkstjórans. Jóhann fylgdi fyrsta tölublaðinu úr hlaði, sem ritstjóri þess, og skrifaði fjölmargar greinar í blaðið á næstu árum. Í fyrsta árgangi blaðsins árið 1943 er grein eftir Jóhann, sem kippir núlifandi lesendum aftur um heila sex áratugi og fimm árum betur. ÁBÁ.

„Til athugunar“. „Verkstjórar! Gætið þess, eftir því sem ykkur er frekast unnt, að hafa verkamenn ykkar ánægða. Verkstjóri með óánægða menn getur vart látið nokkurt verk ganga vel. Því meiri vinnugleði – því meiri afköst. Það er staðreynd. Komið jafnan fram við þá með lipurð og hlýleika, samfara fullri einurð og festu. Gætið öryggis þeirra! Ekki aðeins á vinnustaðnum, að því er snertir slysahættu, heldur og einnig við flutning þeirra að og frá vinnu, þegar svo hagar til, að flytja þarf þá lengri eða skemmri leið til vinnunnar. 2 - VERKSTJÓRINN

Þar sem verkamen dvelja utan heimila sinna, er skylda verkstjórans að gæta að aðbúnaði þeirra, rúmfatnaði og klæðnaði, sérstaklega þó unglinganna. Það þarf að gæta þess, að unglingarnir hirði sig og föt sín og hafi nægjanlegan svefn. Þeim hættir oft við að gleyma því á kvöldin, að þeir þurfa að vakna snemma á morgnana. Umfram allt athugið, að þeir séu ekki látnir vinna verk, sem þeim er um megn. Veljið þeim störf við þeirra hæfi og aukið þau svo eftir því sem þeir þroskast og venjast erfiðinu. En venjið þá á að halda vel áfram þann tíma, sem þeir eiga að vinna. Umgengni manna, bæði utanhúss og innan, vill oft verða ábótavant. Gangið því ríkt eftir um alla reglusemi. Hver hlutur á sínum stað. Látið ekki kasta bréfum og rusli þar, sem verkamenn hafast við, og þrífið vel tjaldstaði og viðlegustaði, er þér farið. Sóðaleg umgengni, þótt ekki sé nema um tjaldstað, ber vott um ómenningu. Að síðustu: Hafið jafnan gert ykkur þess fulla grein, hvernig þið ætlið að láta vinna verkið, áður en byrjað er á því. Segið skírt og ákveðið fyrir verkum. Allt hik og hringl á verkstjóranum veikir traust verkamannsins á honum“. Jóh. Hj.


Óh`jb[‚aŽ\jbd``Vgd\[_Žah`naYjbÄZ^ggV [Vgh¨aYVg{c_j{g^

KZg`hi_‹gVg :[h`^eiZgjbk^ccjhiVÂ! i^a`ncc^ÂÄVÂkZg`hi_‹gV[‚aV\^n``Vg# ;na\^hibZÂÄk† VÂk^ccjkZ^iVcY^\gZ^Â^hVbc^c\hWjcY^c\_ŽaY †h_`gV"d\dgad[hh_‹Â^# G‚ii^cY^i^aW‹iVgh_`gVh_‹Â^ Zgj]{Â\gZ^Âhajb[g{k^ccjkZ^iVcYV# @ncc^Ân``jgg‚ii^cY^i^aW‹iVgh_`gVh_‹Â^! VÂad`cjbhVbc^c\hWjcYcjb\gZ^Âhajb [g{k^ccjkZ^iVcYV# ÏWÂh_`gVh_‹ÂhVÂAVjiVhb{gV*!@‹eVkd\^ Zgi^aaZ^\j[ng^gkZg`hi_‹gVV[aVcYhWn\\Â^cc^†kZ^`^cYVi^ak^`jb#

AZ^i^ÂjeeaÅh^c\V H†b^**(*%)%


Verkstjórafélagið Þór Pósthólf 4233

Félag iðnlærðra verkstjóra í málm- og skipasmíði Stofnað 2. nóvember 1935

Allar upplýsingar um félagið gefur

Rúrik Lyngberg Birgisson Næfurási 15, 110 Reykjavík Sími 567 3467

VERKSTJÓRAFÉLAG AKUREYRAR OG NÁGRENNIS SKIPAGÖTU 14 • SÍMI 462 5446 • FAX 462 5403 • 602 AKUREYRI • KT. 540775-1179 HEIMASÍÐA: www.van.is • NETFANG: van@van.is


Skrifstofa Austurvegi 56 800 Selfossi SĂ­mi: 480 5000 Fax: 480 5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is


Nýr framkvæmdarstjóri

Frá austfjörðum. Ljósm. ÁBÁ

Kristján Örn Jónsson, forseti Verkstjórasambands Íslands, var ráðinn sem framkvæmdastjóri sambandsins frá 7. september 2009 að telja. Algjör óþarfi ætti að vera að kynna Kristján Örn fyrir verkstjórastéttinni svo lengi sem hann hefur unnið að málefnum verkstjóra. Hann gerðist félagi í verkstjórafélagi Reykjavíkur í apríl 1981 og var þá þegar kosinn í trúnaðarráð félagsins. Í trúnaðarráði félagsins sat hann til ársins 1989 og síðan aftur frá 2001 til þessa dags. Hann sat sem varamaður í stjórn Verkstjórafélags Reykjavíkur frá 1990 til 1995 en formaður félagsins var hann kosinn árið 1995 og gegndi því starfi til ársins 2001. Auk þessa sem hér hefur verið tíundað þá hefur Kristján Örn setið í hinum ýmsu nefndum félagsins svo sem í baknefnd, sem hefur með samningamál að gera. Hann hafði umsjón með sölu á húsnæði félagsins að 6 - VERKSTJÓRINN

Skipholti 3 og kaupum á nýju húsnæði fyrir félagið að Skipholti 50d Reykjavík. Kristján Örn var gerður að heiðursfélaga Verkstjórafélags Reykjavíkur 23. mars 2009. Öll þing Verkstjórasambands Íslands og landsfundi samtakanna hefur Kristján Örn setið frá árinu 1985 að landsfundinum 1986 undanskyldum Inn í stjórn Verkstjórasambands Íslands var Kristján Örn kosinn árið 1987, varaforseti Verkstjórasambandsins árið 1997 og síðan forseti samtakanna árið 2001. Sem sjá má þá hefur Kristján helgað sig réttindamálum verkstjóra í langan tíma og staðið dyggan vörð um allt það sem að hagsmunum þeirra lýtur. Sá er þessar línur ritar óskar Kristjáni Erni farsældar í starfi framkvæmdastjóra og er ekki í nokkrum vafa um að stjórn VSSÍ hafi ráðið vel með þessari ráðningu. ÁBÁ.


Verkstjórinn 59. árgangur

Desember 2009

Efnisyfirlit

Frá ritstjórn

Bls. Nýr framkvæmdastjóri ............... 6

Blaðið er með fyrra fallinu í ár en ástæðan er ekki sú að uppsafnað efni hafi hlaðist upp á borði ritstjóra. Því fer víðsfjarri þar sem pennaleti verkstjóra er enn söm við sig. Þrátt fyrir allt þá vonar ritstjórn að blaðið fræði bæði lesendur sína og gleðji. Liðið ár hefur verið flestum þungt í skauti og sér ekki fyrir endann á viðvarandi ástandi. Berlega hefur komið í ljós að í landinu búa tvö þjóðarbrot. Heiðarlegt vinnandi fólk og glæfrasækið sjálftökulið. Samruni þessara þjóðarbrota er ekki í augsýn á meðan sjálftökuliðið er enn við sama heygarðshornið. Kröfur þessa hóps í bankahræin benda ekki til bata. Fjárglæfrar, græðgi, klíkuskapur og óheiðarleiki ríður röftum sem aldrei fyrr. Öll spillingarflóran blasir við hvert sem litið er. Venjulegu heiðarlegu vinnandi fólki er Hrunadansinn í kringum gullkálfinn framandi og atburðarrás undangenginna ára því gjörsamlega óskiljanleg. Hvað er til ráða? Taka þessa angurgapa, sem komið hafa þjóðinni fram á hengiflugið og færa þá úr vegi heiðarlegs fólks eða fá þá með góðu eða illu til að sýna landi sínu og almennum borgurum þá virðingu sem vera ber. Náist að sameina þjóðarbrotin á landinu undir merki heiðarleika og bræðralags er von um betri tíð. Sameinuð fáum við miklu áorkað en sundruð engu. Sundurlyndið býður engu öðru heim en að glutrað verði endanlega niður arfleið þjóðarinnar. Þeir sem landið erfa eiga annað og betra skilið. Vissulega hefur þjóðin beðið varanlegan álitshnekki og það mun taka hana mörg ár að öðlast nýja ímynd. Ekki dugar þó að horfa í gaupnir sér. Fyrirtæki verður að rífa upp úr öskustónni og virkja allar vinnandi hendur til framkvæmda. Framkvæmda, sem leiða mun þjóðina til efnahagslegs sjálfstæðis á ný og koma henni aftur á stall siðmenntaðra þjóða. Ritstjóri

33. þing VSSÍ Hallormsstað ........

8

Nefndarálit ...................................

12

Skýrsla forseta til 33. þings VSSÍ 2009 .....................

16

Reglugerð sjúkrasjóðs verkstjóra

20

– Skrifstofuhald VSSÍ .................

24

Menntunarsjóður verkstjóra – Reglugerð ..................................

25

Starfsendurhæfingarsjóður ........

26

Starfsmenntasjóður SA og VSSÍ – Reglugerð um styrki .................

27

Skýrslur félaga til 33. þings VSSÍ 28 Verkstjórafélag Reykjavíkur ....... 90 ára ...........................................

38

Félag stjórnenda á Suðurlandi ....

39

3X Technology ..............................

40

Íslenski fáninn ............................

43

Leiðréttingar ...............................

44

Afhending gjafar sjúkrasjóðs til Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað ................................

45

Steinasafn Petru Stöðvarfirði .....

46

Óvissuferð ....................................

48

Starfsemi Verkstjórasambandsins 49 Flugeldhúsið hjá IGS ..................

50

Varúð. Úttekinn séreignasparnaður í atvinnuleysi

52

Makaferð ......................................

53

Vesturfarasetrið Hofsósi .............

56

Minning .......................................

62

Heimilisföng verkstjórafélaganna og formanna þeirra .....

64

Orlofsheimili verkstjórafélaganna 65 Stormur ....................................... Kápumynd: Fáskrúðsfjörður. Ljósmynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir.

66

VERKSTJÓRINN, málgagn verkstjórastéttarinnar, ársrit, kom fyrst út 1943. Útgefandi: Verkstjórasamband Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Upplag 4000 eintök. Ábyrgðarmaður: Árni Björn Árnason. Ritnefnd: Eggert H. Jónsson, Sveinn Egilsson, Gunnar B. Gestsson, Þórhalla Þórhallsdóttir, Sigurður Tryggvason og Árni Björn Árnason. VERKSTJÓRINN - 7


33. þing VSSÍ Hallormsstað

Frá austfjörðum. Ljósm. ÁBÁ.

Að kvöldi dags kl. 20.30 þann 4. júní 2009 var 33. þing Verkstjórasambands Íslands sett af forseta samtakanna að Hallormsstað. Bauð hann alla þingfulltrúa og maka velkomna og sagði að þingið væri vinnustaður þar sem ætlast væri til að hver og einn legði sitt af mörkum. Að setningu lokinni voru starfsmenn þingsins kosnir. Þingforsetar: Gísli Halldórsson og Ingólfur Hjaltason. Ritarar: Atli Viðar Kristinsson, Kristján Guðmundson og Gunnar Geir Gústafsson. Gísli Halldórsson, þingforseti frestaði því næst þingfundi til kl. 8,55 næsta dag en hafði áður vakið athygli þingfulltrúa á að mörg erfið mál biðu umfjöllunar þingsins. Þeirra á meðal væru atvinnuleysi og uppsagnir, sem hann sagðist hafa reynt á eigin skinni. Þingfundi var fram haldið samkvæmt dagskrá 5. júní kl. 8,55 með greinargerð kjörbréfanefndar, sem Þorbergur Bæringsson hafði orð fyrir. Úrskurður nefndarinnar var sá að til þings væru mættir 41 þingfulltrúar með lögleg kjörbréf. Næst á dagskrá var skýrsla forseta, sem birt er orðrétt í blaðinu á öðrum stað. Að skýrslu forseta lokinni flutti Reynir Kristjánsson skýrslu Sjúkrasjóðs verkstjóra og fór yfir reikninga sjóðsins. Fram kom í máli Reynis að sjúkrasjóðurinn fór ekki varhluta af fjármála8 - VERKSTJÓRINN

hruninu síðastliðið haust og hafi halli sjóðsins á síðasta ári numið 221.3 milljónum. Sjóðstjórnin hafi þó getað losað sig að hluta út úr fjármálastofnunum, rétt fyrir bankahrunið, með sölu á bréfum fyrir kr. 132.204.695,- . Einnig kom fram í máli Reynis að sjóðsstjórnin hafi unnið við að yfirfara reglugerð sjóðsins, sem lögð yrði fyrir þingið. Ekki verður hér farið yfir breytingar, sem sjóðsstjórnin lagði til en á það bent að reglugerð sjóðsins er birt á öðrum stað í blaðinu eins og hún var samþykkt á þinginu.

Hluti þings.


Reynir upplýsti að sjóðstjórnin hafi undirritað starfssamning við Starfsendurhæfingarsjóð og Sameinaða lífeyrissjóðinn um auknar aðgerðir og endurhæfingu sjóðsfélaga og væri nú verið að stíga næstu skrefin. Iðgjaldatekjur sjóðsins 2008 voru kr. 86.950.235,- en sjúkrabætur, dánarbætur, sjúkraþjálfun og styrkir voru kr. 83.961.749,Hrein eign Sjúkrasjóðs verkstjóra í árslok 2008 losaði milljarð. Líftími sjóðsins hefur lækkað á milli ára um tæp sex ár. Íbúð sjúkrasjóðs var leigð út í 174 daga til 45 aðila. Jón Ólafur Vilhjálmsson fór yfir endurskoðaða reikninga Verkstjórasambandsins fyrir liðin tvö ár og skýrði þá. Sú breyting var gerð á reikningsskilum áranna 2007 og 2008 að seinna árið var menntunarsjóður skilinn frá félagssjóði. Orðið var gefið laust um ofangreind mál og tóku margir til máls og litu margar hugmyndir dagsins ljós í þeim umræðum. Ekki verður umræðna getið hér frá orði

Steindór og Kristján Örn.

til orðs en þeirra má sjá stað í nefndarálitum og öðrum niðurstöðum þingsins. Inn í ofangreinda dagskrá var skotið fróðlegu erindi Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Starfsendurhæfingarsjóðs, sem stofnaður var árið 2008. Í erindi Vigdísar kom fram að um 14.000 til 15.000 manns væru á örorkubótum á Íslandi og að greiðslur Tryggingarstofnunar til þessa hóps væri um einn milljarður. ( Kr. 1.000.000.000,- ) Benti Vigdís réttilega á að þarna væri verk að vinna, sem fælist í því að koma fólki aftur til starfa sjálfu sér og þjóðfélaginu til hagsbóta. Að erindinu loknu svaraði Vigdís fyrirspurnum. Eftir að þingmenn höfðu tekið sé matarhlé var skipað í starfsnefndir og nefndarformenn, sem starfa á milli þinga, fluttu frumdrög að nefndarálitum þeirra málaflokka, sem fyrir þinginu lágu. Lifandi umræður urðu um nefndarálitin og að þeim loknum var álitunum vísað til nefnda.

Nefndir störfuðu síðan óslitið fram á kvöld eða þar til Skúli Björnsson, skógarvörður dró þá sem höfðu þrótt og getu til í skógargöngu. Litlar sögur fóru af þessu flandri þingfulltrúa um skóginn en sýnilegt var þeim er heima sátu að öllu brattari voru þingmenn við upphaf göngunnar en í lok hennar. Verðlaunaafhending. Laugardagurinn 6. júní hófst með morgunverði en síðan var þingi fram haldið. Fram kom í tillöguformi, frá Skúla Sigurðssyni, ályktun sem stjórnarmenn Verkstjórasambands Íslands og Sjúkrasjóðs verkstjóra stóðu að og samþykktu 4. júní 2008. Efnislega hljóðaði tillagan um að þess yrði farið á leit við Kristján Örn Jónsson, forseta sambandsins að hann gæfi kost á sér sem framkvæmdastjóri VSSÍ. Tillagan var borin upp og samþykkt. Tekin voru fyrir álit og tillögur nefnda. Að loknum umræðum um nefndarálitin voru þau borin upp og samþykkt. Nefndarálitin eru birt í hér að aftan eins og þingheimur samþykkti þau. Benda má á nefndarálit Fjárhagsnefndar þar sem efnislega voru samþykkt eftirfarandi atriði. a) Sjúkrasjóður verkstjóra færir Fjórðungshúsinu Austurlands á Norðfirði Kr. 700.000,- að gjöf. b) Að tekin verði 3,2% af aðildargjöldum til VSSÍ og stofnaður sjóður til styrktar þeim verkstjórafélögum sem halda sambandsþing. c) Að Sjúkrasjóður verkstjóra auki við húseign sína í

Jóhanna að störfum.

Vigdís Jónsdóttir. VERKSTJÓRINN - 9


Stjórn VSSÍ 2009. Ljósm. ÁBÁ.

Hlíðarsmára 8, Kópavogi með kaupum á 198,2 fermetrum á sömu hæð. Undir liðnum önnur mál voru samþykktar eftirfarandi tillögur, sem að hluta höfðu áður komið fyrir þingið og þá ræddar. Vegna kostnaðar Verkstjórafélags Vestfjarða af 32. þingi VSSÍ, sem haldið var á Ísafirði árið 2007, var á þinginu lögð fram tillaga, sem sambandsstjórn hafði afgreitt fyrir sitt leyti 1. febrúar 2008. Borgþór Eydal Pálsson fylgdi tillögunni úr hlaði. Tillagan hljóðar svo: „Verkstjórasambandi Íslands er heimilt að taka þátt í

Þingritarar. 10 - VERKSTJÓRINN

kostnaði verkstjórafélaga, sem halda þing Verkstjórasambandsins. Verkstjórasamband Íslands styrkir viðkomandi félag um 30% af útlögðum kostnaði þess, en þó ekki hærri upphæð en 350.000,- kr. Upphæðin framreiknast með neysluvísitölu sem er 281,8.“ Þessari tillögu til viðbótar var eftirfarandi tillaga lögð fyrir þingið og hún samþykkt. „33. sambandsþing VSSÍ, haldið á Hallormsstað 4 – 6. júní, samþykkir að veita Verkstjórafélagi Vestfjarðar auka styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna kostnaðar þeirra við 32. þing.“ Neðanskráðar ályktanir voru samþykktar á þinginu: Landsþing VSSÍ haldið að Hallormsstað dagana 4. – 6. júní 2009. „Skorar á Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins að fella úr gildi ákvæði sem kveður á læknisskoðun vegna skiptingar lífeyrisréttinda á milli hjóna. Það er sjálfsagður réttur sjóðfélaga að ráðstafa eigin fjármunum til maka.“ „Skorar á Tryggingarstofnun ríkisins að bæta inn í Útskýringum á tekjutengingu í upptalningu á lið þrjú um Tekjutryggingu og heimilisuppbót, sem kveða á um undanþágu frá skattskyldu „styrkir úr sjúkrasjóði stéttarfélags“.“ „Skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir réttlát-


ari skattlagningu séreignasparnaðar og greiðslum frá lífeyrissjóðum en stór hluti uppsafnaðra tekna þessara sjóða eru fjármagnstekjur og eiga lögum samkvæmt að bera 10% skatt.“ „Skorar á ríkisstjórn Íslands að rjúfa víxltengingu bóta á milli lífeyrissjóða, sjúkrasjóða og TR eða annarra bóta eða styrkja sem bótaþegi á rétt á.“ Síðasta mál á dagskrá var kosning stjórnar og annarra embættismanna VSSÍ. Í Kjörnefnd voru Þorbergur Bæringsson, formaður, Sigurbjörg Hjaltadóttir og Ágúst Oddur Einarsson og voru tillögur nefndarinnar bornar undir þingið. Skemmst er frá að segja að engin mótframboð litu dagsins ljós og hlutu þessir kosningu. Stjórn Verkstjórasambands Íslands: Kristján Örn Jónsson, forseti. Steindór Gunnarsson, varaforseti. Jón Ó. Vilhjálmsson. Úlfar Hermannsson. Borgþór E. Pálsson. Þorbergur Bæringsson. Skúli Sigurðsson. Skúli Björnsson. Eggert Jónsson. Varamenn: Sveinn Guðjónsson og Benidikt Jóhannsson. Skoðunarmenn reikninga. Sigurður Harðarson. Haukur Júlíusson. Varamenn: Magnús Þorsteinsson og Gunnar Geir Gústafsson. Stjórn Sjúkrasjóðs verkstjóra: Reynir Kristjánsson. Yngvinn Gunnlaugsson. Skúli Sigurðsson. Varamenn: Bergsveinn Bergsveinsson og Valur Ármann Gunnarsson.

Þingforsetar. Gísli Halldórsson og Ingólfur Hjaltason.

Setning 33. þings VSSÍ.

Fulltrúar í Sameinaða lífeyrissjóðnum: Kristján Örn Jónsson. Skúli Sigurðsson. Jón Ó. Vilhjálmsson. Úlfar Hermannsson. Steindór Gunnarsson. Ágúst Oddur Kjartansson. Varamenn: Bergsveinn Bergsveinsson, Jóhann Baldursson og Jón Hersteinn Jónsson. Stjórn Menntunarsjóðs verkstjóra: Jóhann Baldursson. Guðni Hannesson. Jón Ó Vilhjálmsson. Varamenn: Birgir Elínbergsson, Þorbergur Bæringsson og Einar Óskarsson. Starfsmenntasjóður VSSÍ og SA. Jón Ó Vilhjálmsson, Kristján Örn Jónsson og Jóhann Baldursson. Eftir þingslit var efnt til kvöldverðar í þingsal. Dýrindis krásir, allar framleiddar á héraði, voru bornar fram fyrir þingfulltrúa, maka þeirra og gesti. Hófið hófst með fordrykk en síðan var sest til borðs og krásunum gerð góð skil. Verkstjórafélag Austurlands bauð upp á veislustjórn og gamanmál, sem Berglind Agnarsdóttir annaðist með svo miklum myndarbrag að brosið er ekki farið af öllum þingfulltrúum enn þá. Einnig lagði Verkstjórafélag Austurlands til hljómsveitina „Nefndin“ og lék hún fyrir dansi eftir borðhald af svo miklum krafti að margur mátti þakka sínu sæla að hrökkva ekki úr augnakörlunum. ÁBÁ.

VERKSTJÓRINN - 11


Nefndarálit

Dyrfjöll. Ljósm. ÁBÁ.

Hér að neðan fara nefndarálit 33. þings Verkstjórasambands Íslands eins og gengið var frá þeim á þinginu.

Allsherjarnefnd Eins og komið hefur fram áður þá eru Allsherjarnefnd engin mál óviðkomandi og tekur jafnan fyrir þau mál sem hinar nefndirnar taka ekki. Það hefur verið ærið umhugsunar-og umræðuefni margra, til nokkurra ára, hver eða hverjir ákveða lífsaðstæður fólks, upphæðir örorkubóta og annarra greiðslna þ.e. allra bóta sem hinn almenni maður fær frá lífeyrissjóðum eða Tryggingastofnun. En hver ákveður hvort ég má fá tekjur þó ég sé á bótum, að sjálfsögðu ef skammtímaheilsa leyfir, og hver ákveður hvort ég megi hafa tekjur þó að ég sé kominn á aldur, samkv. skilgreiningu lífeyrissjóðanna og Tryggingarstofnunar? Þessar og margar fleiri spurningar skjóta oft upp kollinum og munu tvær þessara spurninga verða settar hér fyrir neðan til umræðu fyrir Allsherjarnefnd á þessu þingi. Hver ákveður tekjutengingu launa og annarra greiðslna? Um nokkurra ára tímabil hefur það viðgengist að 12 - VERKSTJÓRINN

bótaþegar, t.d. öryrkjar og eftirlaunafólk, hafa ekki mátt vera með launatekjur yfir ákveðnar X krónur. Hafi þetta gerst t.d. á bótum frá TR hafa viðkomandi einstaklingar orðið að endurgreiða það sem umfram er og orðið að sætta sig við vitleysuna frá TR og var ekki spurt hvort þeir hafi fjárráð í endurgreiðsluna eður ei. Núna hafa þessar reglur verið rýmkaðar nokkuð þannig að bótaþeginn má vera með allt að eitthundrað þúsund kr. á mánuði, aukalega, og er þá miðað við ársgrundvöll. Betur má ef duga skal og er erfitt að sjá hvers mál það er að fólk megi ekki hafa þær tekjur sem það vill, eða getur. Hér er ekki verið að tala um að einstaklingurinn eigi að hafa ágóða af bótum, vegna veikinda sinna eða slyss, heldur að hann hafi möguleika á að standa jafnfætis því sem var áður en veikindin eða slys bar að. Það er einnig mjög erfitt að koma auga á rökin fyrir því að sá sem fær greiðslur úr lífeyrissjóði fái t.d. skertan ellilífeyri frá TR af því að lífeyrisjóðsgreiðslan er of há. Viðkomandi einstaklingur hefur lagt inn í Úlfar Hermannsson. sinn lífeyrissjóð og því unnið fyrir


þessu. Hann hefur líka greitt sína skatta og þar með unnið fyrir ellilaununum. Þessu þarf að breyta. Það er einnig afskaplega sérkennilegt að öryrkinn, ellilífeyrisþeginn, fái ekki (sumarfrí) orlofsuppbót og desemberuppbót eins og aðrir launþegar í landinu. Hver ákveður að eftirlifandi maki fái ekki helming eftirlauna eftir fráfall? Við upphaf lífeyrissjóða á Íslandi var eitt af stefnumarkandi ákvörðunum sjóðanna og þeirra er hugmyndirnar áttu, að eftirlifandi maki fengi greiðslur úr sjóðnum eftir fráfall hins aðilans. Hugmyndin hefur sjálfsagt verið talsvert þröng og gengið út frá því að eiginkonan væri í mörgum tilfellum heimavinnandi. Gulrótin í þessari markaðssetningu var nokkuð góð og seldist vel því flestir voru tilbúnir að greiða í lífeyrissjóð, ef rétt væri, að eiginkonan (makinn) fengi helmings eftirlaun eftir karlinn (makann) sem væri þá farinn yfir móðuna miklu. Allnokkur ár eru frá þessu og hafa greiðslureglur og hugmyndafræði sjóðanna breyst mikið frá því þetta var. Núna fá makar kannski greitt í eitt til tvö ár, sumir sjóðir greiða aðeins lengur. Um einhvern tíma hafa lífeyrissjóðir gefið hjónum kost á skiptingu sinna sjóða og varð fólk að hafa gengið frá skiptingunni sjö árum fyrir eftirlaunaúttekt. Þessu var breytt fyrir þrem árum og tímabilið stytt þannig að nú þarf að ganga frá skiptingunni áður en báðir aðilar verða 65 ára. Þessi aldur var settur inn eftir að eftirlaunaaldur var færður úr 67 árum í 65 ár. Gott mál það, en til að fá skiptingu eftirlauna þarf læknisskoðun. Ef minnsti vafi leikur á heilsubresti annars hvors aðila fæst ekki heimild. Þessu þarf að breyta því það er ekki sjálfgefið, eða eðlilegt, að allir sjúkdómar stytti aldur fólks. Eitt atriði er varðandi styrki úr sjúkrasjóðum. Ef einstaklingur er með fulla tekjutryggingu breytir styrkur úr sjúkrasjóði það miklu að bætur næsta árs á eftir lækka og hafa heyrst raddir að jafnvel sé betra að nota ekki sjúkrasjóðinn. Þetta var ekki hugmyndin með stofnun sjúkrasjóða, þeir voru til að hjálpa og lyfta fólki upp en ekki draga það niður. Með rannsókn hefur formaður nefndarinnar komist í gögn frá TR. Greiðslutegundir lífeyristrygginga-janúar 2009. Þar í 3ju grein, Tekjutrygging og heimilisuppbót, stendur: „Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á útreikning nema bætur almannatrygginga, félagsleg aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, og úttekt séreignalífeyrissparnaðar.“ Við þessa setningu hefði mátt bæta „og styrkir úr sjúkrasjóðum.“ Þarna er verulega verðugt verkefni til að berjast fyrir. Það er ekki sjálfsagður hlutur að eldri félagar lífeyrissjóðanna fái skammtaða smápeninga til lífsviðurværis

einmitt á þeim tíma þegar njóta skal lífsins. Mottó dagsins er: „Lífeyrisþegi á ekki að vera bláfátækur þurfalingur“. Hann hefur greitt í sinn sjóð og þar með unnið fyrir eftirlaununum. Þessar spurningar og margar fleiri ganga á milli manna þessa dagana og hafa verið í umferð um alllangan tíma. Allir vita þó að efnahagskreppa varð á haustmánuðum og tekur sjálfsagt talsverðan tíma að vinna úr henni. Eins er það með bætur og aðrar greiðslur, það tekur tíma að koma þessum málum til betri vegar en ekki má gefa upp vonina. Góðir hlutir gerast hægt og ef hamrað er á þessum málum tekst það að lokum. Úlfar Hermannsson, nefndarformaður. Sveinn Guðjónsson. Benedikt Jóhannsson. Rúrik Birgisson.

Launa og atvinnumálanefnd Helstu kröfur VSSÍ eru: Flýtistarfslokasamningar: Frá síðasta sambandþingi þá hefur krafan um flýtistarfslokasamninga ekki hlotið hljómgrunn hjá atvinnurekendum en við höldum áfram þessari baráttu í næstu kjaraviðræðum. Endurmenntun: Fyrirtækin búa við síaukna samkeppni, bæði innan lands og utan. Til þess að fyrirtækin nái árangri þurfa starfsmennirnir að hafa þekkingu. Við verðum ekki samkeppnishæfir í störfum okkar nema að við séum stöðugt í endurmenntun. Það er bæði hagur starfsmanns og fyrirtækis að hafa hæfa starfsmenn. Fastlaunasamningar: Eru fastlaunasamningar lausnin eða afturför? Nú eru uppi vaxandi kröfur frá vinnuveitendum að setja stjórnendur sína á fastlaunasamninga. Þeir geta verið ágætir, þó að þar sé sannanlega margt að varast. T.d. þarf að leggja mikla áherslu á endurskoðunarákvæði og einhverja þröskulda sem hindra óhóflegt vinnuálag. Starfsmaður sem er með fastlaunasamning á rétt á öllum samningsbundnum hækkunum sem verð á kjarasamningum á samningstímabilinu. Launaskrið: Þar sem engir launataxtar eru í almennum kjarasamningum. Þá hafa félagsmönnum verið vandi á höndVERKSTJÓRINN - 13


um þegar þeir ráða sig til starfa eða við það að fylgjast með stöðu sinni í launamálum í samanburði við aðra. Framkvæmd var launakönnun hjá Capascent hausið 2007. Önnur launakönnun er í gangi frá febrúar 2009 en niðurstaðan úr þeirri könnun liggur ekki fyrir. Fyrri launakönnun geta félagsmenn fundið á heimasíðu Skúli Sigurðsson. VSSÍ. Verðbólga, áhrif á samninga. Verbólgan skerðir kaupmátt okkar eins og við þekkjum öll. Í kjarasamningum síðustu ára hafa verið fyrirvarar um verðbólguviðmið, sem metin skulu af ákveðinni nefnd SA og ASÍ. Þessi nefnd ákvað í febrúar s.l. að fresta öllum umsömdum launabreytingu til 1. júní 2009. En allar aðrar greinar kjarasamninga halda svo sem hækkun orlofs- og desemberuppbóta. Launanefnd telur mjög brýnt að gengið verði frá kjarasamningum sem allra fyrst. Séreignasparnaður: Við viljum að framlög frá atvinnurekendum í séreignasjóði verði hækkuð úr 2% í 3% og að réttlætingu verði gætt í skattlagningu. Tryggingarpakki: Við höfnum skerðingu á frítíma- og örorkuslysatryggingu og krefjumst að við endurskoðunar tryggingarkafla samnings verði þess gætt að enginn munur verði á starfsog frítímatryggingu. Sjúkrasjóður: Við viljum í næstu samningagerð endurheimta þá skerðingu á greiðslu til sjúkrasjóðs, sem ríki og borg knúðu fram í síðustu kjarasamningum þ.e við viljum fá 1% af launum í stað 0.75% sem er í dag. Við krefjumst þess að farið verði eftir landslögum með vísan til laga nr. 19. Gr. 7; gr. 9 og gr. 10. frá 1.maí 1979 og uppfært árið 2000 um 1% framlag. Því þegar allt kemur til alls þá er sjúkrasjóður VSSÍ eitt mesta hjálpartæki þeirra, sem lent hafa í langvarandi veikindum og eða slysum. Lífeyrissjóðir: Lífeyrisréttur þeirra sem vinna á frjálsa markaðinum er enn langt á eftir þeim réttindum, sem opinberir starfsmenn hafa. Það er forgangsverkefni í náinni framtíð að leiðrétta þennan mun. Það er krafa verkstjóra að stjórnendur lífeyrissjóða sjái til þess að eigendur sjóðanna 14 - VERKSTJÓRINN

verði betur upplýstir t.d hvar þeir geti fengið aðstoð við rétt sinn um alla útgreiðslu möguleika þegar kemur að töku lífeyris. Það er krafa stjórnenda að réttlætingu verði gætt í skattlagningu. Samræmdir kjarasamningar: Það hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni hversu samræmdir kjarasamningar eru orðnir. Ríkið og Reykjavíkurborg virðast alveg vera búin að samræma sína samninga og Samtök atvinnulífsins vinna að því hörðum höndum að hafa alla samninga nær samhljóða. Einnig virðist sem svo að þeir aðilar, sem fyrst ganga frá sínum samningu, séu í raun að semja fyrir alla hina. Þeir sem á eftir koma geta varla hnikað til orði. Skúli Sigurðsson, nefndarformaður. Heimir Ásgeirsson. Eggert Jónsson. Pálína K. Árnadóttir.

Laga og skipulagsnefnd Laga og skipulagsnefnd lagði fram viðamiklar lagfæringar á reglugerð Sjúkrasjóðs verkstjóra. Allar miðuðu breytingarnar að því að skerpa reglurnar þannig að enginn á að þurfa að velkjast í vafa um við hvað er átt. Engin þeirra breytinga sem nefndin lagði til kemur til með að skerða réttReynir indi sjóðsfélaga. Til að gera langt Kristjánsson. mál stutt og flókið mál einfalt þá verður reglugerðin birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Neðanskráðir menn stóðu að reglugerðarbreytingunni. Borgþór Eydal Pálsson, nefndarformaður. Reynir Kristjánsson. Magnús S. Magnússon. Steindór Gunnarsson. Gunnar Guðnason. Sigurður Harðarson. Yngvinn Gunnlaugsson.

Fræðslunefnd Tillagan er eftirfarandi. Úthlutun/styrkur vegna tómstundarnámskeiða verði óbreyttur 20.000,- kr. en aldrei hærri en 80% af reikningsupphæð.


Úthlutun/styrkur vegna vinnutengdra námskeiða allt að 100.000,kr. verði 35.000,- kr. en þó aldrei hærra en 80% af reikningsupphæð undir 35.000,- kr. Úthlutun/styrkur vegna vinnutengdra námskeiða hærri en 100.000,kr. verði 45.000,- kr. Jóhann Stefnt skal að því að skipta menntBaldursson. unarsjóði verkstjóra í tvo sjóði. a) Tómstundasjóð. b) Sjóð vegna vinnutengdra námskeiða/sjóða. Aðal tekjuöflun tómstundasjóðs verði 5% af árgjöldum aðildarfélaga, sem fram að þessu hafa fallið til Menntunarsjóðsins og önnur framlög í sjóð b) Nefndin leggur til að stjórn fræðslunefndar VSSÍ endurskoði úthlutunarreglur fyrir sjóðinn þegar þær liggja fyrir hjá Starfsmenntunarsjóði SA og VSSÍ og/eða gera nýjar reglur. Jóhann Baldursson, nefndarformaður. Guðni Hannesson. Birkir Pétursson. Gunnar B. Gestsson. Ægir Björnsson. Róbert Ólafsson.

Fjárhagsnefnd Tillögur Fjárhagsnefndar. Fjárhagsnefnd leggur til að Fjórðungshúsi Austurlands verði færður styrkur að upphæð kr. 700.000,- til tækjakaupa. Samkvæmt tillögu stjórnar sjúkrasjóðs. Tillaga stjórnar Sjúkrasjóðs VSSÍ um kaup á húsnæði. Fjárhagsnefnd tekur undir tillögu sjúkrasjóðs og styður hana heils hugar og leggur til að þingið samþykki kaupin á tveimur hlutum í húsnæði FRM – 206 – 2305 og FRM – 851 samtals 192,8 fm. Kaupverðið er fjörtíu milljónir 00/100. Tillaga vegna kostnaðar aðildarfélaganna við að halda sambandsþing. Fjárhagsnefnd leggur til við 33. sambandsþing VSSÍ að tillögu Skúla Sigurðssonar þess efnis að tekið verði 3,2 % af aðildargjaldi og sú upphæð verði lögð í sérstakan sjóð sem notaður verði til að styrkja verkstjórafélög sem halda sambandsþing.

Jón Ólafur Vilhjálmsson.

Gjöld aðildarfélaga til VSSÍ. Fjárhagsnefnd leggur til að aðildargjöld til VSSÍ haldi sömu viðmiðun og verið hefur en áréttar að lögfræðikostnaður réttindamála félaga í VSSÍ verði alfarið greiddur af VSSÍ. Komi upp ágreiningur um málsmeðferð skal vísa því til stjórnar VSSÍ til úrskurðar. Gjöld til sjúkrasjóðs VSSÍ. Fjárhagsnefnd leggur til að lágmarkstekjuviðmið verði 15% hærra en atvinnuleysisbætur eru á hverjum tíma. Jón Ó. Vilhjálmsson, nefndarformaður. Jón Hersteinn Jónasson. Kristján Sveinsson. Ingvar Jón Óskarsson. Ragnar Árnason.

Framtíðarnefnd 1. Breyta nafni Sambandsins í Samband stjórnendafélaga á Íslandi Samkeppni um nafn. 2. Á að vera alfarið að frumkvæði félaganna hvort menn vilja sameina félögin og að sambandið styðji við það 3. Heimasíða upplýsingaveitna fyrir sambandið verður að vinna strax Sveinn Þórðarson. sameiginleg, eitt veffang fyrir öll félögin stjórnandi.is 4. Stjórn sjúkrasjóðs er heimilt að veita allt að 35% af rekstrarhagnaði næst liðins árs til heilsueflingar félagsmanna 5. Merkt smávara og merktur fatnaður, Verkstjórinn; Markvissari dreifing á fyrirtæki og opinbera staði, dreifður sem allra víðast. Útsendingarlisti. Athuga upplag. 6. Punktakerfi endurmenntunar, og að í samningum sé stjórnendum heimilt að sækja endurmenntun X daga á ári á launum. 7. Þing VSSÍ samþykkir að leggja til við aðildarfélög að samræma innheimtu á félagsgjöldum þeirra, sem eru á atvinnuleysisbótum; halda tengingunni við félagsmenn. Sveinn Þórðarson, nefndarformaður. Skúli Björnsson. Birgir Elínbergsson. Sveinn Egilsson. Sveinn Eðvaldsson. Einar Óskarsson. Hörður Þórarinsson.

VERKSTJÓRINN - 15


Skýrsla forseta til 33. þings VSSÍ 2009

Mið-Rjúkandi í Jökuldal. Ljósm. ÁBÁ.

Inngangur: Skýrsla þessi spannar tímabilið frá 32. Landsfundi VSSÍ sem haldið var á Grandhótel Reykjavík þann 17. maí 2008 og til dagsins í dag. Frá landsfundi hefur stjórnin komið 5 sinnum saman og tekið fyrir þau mál sem lágu fyrir hverju sinni, einum fundi var sleppt þar sem engin brýn mál lágu fyrir þeim fundi. Á fundunum var farið yfir ástandið í atvinnumálum verkstjóra og hvernig bregðast ætti við atvinnuleysi í stéttinni. Málefni sjúkrasjóðs hafa verið mikið til umfjöllunar hjá stjórn VSSÍ þar sem útgreiðslur úr sjóðnum hafa stór aukist, eins var með kjarakönnun á launum verkstjóra, menntunarsjóðum, tillögum og 16 - VERKSTJÓRINN

ályktunum til þings svo eitthvað sé nefnt. Ég kem svo betur inn á þessi mál seinna í skýrslunni. Einnig var farin önnur yfirferð á ályktunum síðasta þings, en úrvinnslu þeirra er lokið. Ekki verður hjá því komist að sumt sem sagt er í skýrslu þessari hafi komið fram áður þar sem hún tekur yfir tímabilið milli þinga.

32. Landsfundur VSSÍ: Landsfundur VSSÍ var haldin að Grand Hótel Reykjavík þann 17. maí 2008. Landsfundurinn var með hefðbundnu sniði. Eins og áður fluttu formenn nefnda hugrenningar sínar, þær hafa nú verið betur mótaðar til vinnslu í þingnefndum. Þessi vinna formanna hefur


aukið vinnuhraða í nefndunum og skilað betri og vandaðri nefndarálitum. Gestur fundarins var Jón B. Stefánsson skólameistari Fjöltækniskólans. Flutti hann mjög áhugavert erindi sem fjallaði um „Símenntun stjórnenda og gildi símenntunar“. Við umræðu að erindinu loknu kom fram hvað menntun eru okkur mikils virði. Á landsfundinum var endurvakin tillaga um ráðningu fjórða manns á skrifstofu, var henni vísað til stjórnar til skoðunar. Verður hún til umræðu og úrlausnar hér á þinginu þó á annan hátt verði en gert er ráð fyrir í tillögunni. Í lok landsfundar var Hauki Júlíussyni gjaldkera Verkstjórafélagsins Þórs færð blómakarfa og honum þökkuð áratuga vel unnin störf í þágu verkstjórastéttarinnar. Í tilefni 70 ára afmælis VSSÍ var landsfundargestum boðið til fagnaðar um kvöldið. Þar voru þeir Jón Ólafur Vilhjálmsson gjaldkeri VSSÍ, Reynir Kristjánsson formaður sjúkrasjóðs og Snorri Guðmundsson fyrrum varaforseti heiðraðir og sæmdir gullmerki samtakanna. Allir hafa þeir unnið langt og óeigingjarnt starf í þágu VSSÍ.

Launa og kjaramál: Á þinginu árið 2007 voru línurnar lagðar í kröfugerð fyrir samninga sem gerðir voru árið 2008. Þá var reiknað með að gerðir yrðu samningar til þriggja til fjögurra ára en þriggja ára samningar urðu raunin. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu eru allir samningar runnir út eða að renna út þar sem forsendur launaliða þeirra standast ekki, mun því ný samningalota hefjast fljótlega um launaliðinn. Flestir launamenn hafa orðið að taka á sig „tímabundna“ launalækkun, óvíst er hve lengi hún mun vara. Heildarkjarasamningarnir munu standa en þar eru nokkur atriði sem auka og skýra launaréttindi okkar manna t.d. eins og segir í samningnum við SA að verkstjórar skuli aldrei hafa lægri laun en 15% hærri en undirmenn, en 20% sé um að ræða mann með 5 ára verkstjórnarreynslu. Þessi liður mun hafa hjálpað mörgum til að fá leiðréttingu launa sinna. Verkstjórar hjá Ísal voru að gera nýjan kjarasamning sem tók gildi þann 1. janúar 2009 með gildistíma til 28. febrúar 2011 verður það að teljast til tíðinda á þessum víðsjárverðu tímum að gerður sé heilstæður kjarasamningur. Vil ég nota tækifærið og hrósa báðum samningsaðilum fyrir framtakið.

Atvinnumál: Verkstjórar eins og aðrir hafa ekki farið varhluta af ástandinu á vinnumarkaðnum. Fljótlega í haust tóku að berast fyrirspurnir til skrifstofu VSSÍ um réttindi manna

við uppsögn, komu þær bæði frá félagsmönnum og einnig frá vinnuveitendum en ekki var mikið um uppsagnir. Það breyttist er líða tók á árið 2008 og í byrjun árs 2009 en nú hefur heldur hægt á þeim. Erfitt var að gera sér grein fyrir fjölda þeirra verkstjóra sem eru atvinnulausir þar sem skráningar voru ekki marktækar. Hvort það eru tungumálaerfiðleikar sem skapa vandann skal ósagt látið, mikill fjöldi útlendinga er skráður sem verkstjórar hjá vinnumálastofnun. Búið er að yfirfara skráningarnar og á þessari stundu eru 87 atvinnulausir verkstjórar. Mestur fjöldi atvinnulausra verkstjóra er í Reykjavík, Suðurnesjum, Suðurlandi og á Austfjörðum. Mikil umræða var í stjórn VSSÍ um þennan vanda, hvernig hægt væri að tryggja félagsleg réttindi manna þ.m.t. sjúkrasjóðsréttindin meðan á atvinnuleysi stendur. Ákveðið var að láta greiða félagsgjald af atvinnuleysisbótum. Við athugun kom í ljós að sum félögin eru að taka við greiðslum frá mönnum sem ekki eru félagsmenn í verkstjórafélagi. Þetta athæfi getur komið illa niður á þeim félögum sem þetta ástunda sæki viðkomandi greiðandi þau réttindi sem hann telur sig eiga með greiðslu félagsgjalda. Ekki þarf að taka það fram að þetta er ólöglegt og verður að hætta strax.

Sjúkrasjóður: Í upphafs orðum mínum um sjúkrasjóð vil ég vitna í skýrslu mína frá landsfundinum 2008 en þar segir svo. „Á síðasta þingi var reglugerð sjúkrasjóðs tekin til endurskoðunar og ýmsir liðir hennar gerðir skýrari ásamt því að enn var aukið á réttindi félagsmanna, tóku þær breytingar gildi frá og með 1 júlí 2007. Ekki er að sjá mikla aukningu bótagreiðslna frá júlí og til áramóta. Á síðasta ári námu bótagreiðslur til félagsmanna 78% af inngreiðslum. Um áramót varð breyting á heildargreiðslum því fyrstu þrjá mánuði þessa árs eru bótagreiðslur 23% umfram inngreiðslur til sjóðsins. Þetta mun að öllum líkindum lagast þegar nýir kjarasamningar hafa verið gerðir við alla okkar viðsemjendur, sýnileg breyting til batnaðar var í mars en þá höfðu samningarnir við SA tekið gildi.“ Tilvitnun líkur. Þarna höfum við verið full bjartsýnir því heildar greiðslur á árinu 2008 námu 98% af innkomu sjóðsins. Það er umhugsunarefni hvað gerðist þarna um áramótin 2007 og 2008, það hefur verið skoðað og skýringa leitað en engin augljós skýring fannst. Þegar svona er komið verður að bregðast við því svo hátt hlutfall útgreiðslu mun stytta líftíma sjóðsins og gengur ekki til lengdar. Mikil umræða hefur verið í stjórn VSSÍ um þessa breytingu, lagt var til við stjórn sjúkrasjóðs að fara vel yfir þessi mál. Stjórn sjóðsins var full meðvituð um vandann VERKSTJÓRINN - 17


og vann að lausn hans, það mun verða lögð fram tillaga þess efnis hér á þinginu. Hluti vandans er að nokkuð er um að félagsmenn eru að greiða til sjóðsins af sérkennilega lágum launum en eru að fá bætur í engu samræmi við það, við þessu verður að bregðast með setningu lágmarkslauna sem greitt er af til sjóðsins. Sjálfum finnst mér eðlilegt að skoða meðallaun verkstjóra og nota til viðmiðunar við inngreiðslu til hans, sem dæmi er talið að meðal mánaðarlaun verkstjóra sem vinna eftir samningum SA séu 360 þúsund. Ég geri greinarmun á greiðslum til sjóðsins af vinnandi verkstjóra og atvinnulausum, á þessu verður að taka af sanngirni. Nú verðum við að standa vörð um hagsmuni sjúkrasjóðs, ekki er nóg að auka útgreiðslur heldur verður að tryggja tekjur hans líka. Reynir Kristjánsson formaður sjóðsstjórnar mun fara betur yfir stöðu hans og áform hér á eftir. Eins og ég gat um í landsfundarskýrslunni var Sameinaði lífeyrissjóðurinn ásamt sjúkrasjóðum nokkurra stéttafélaga að setja á laggirnar starfsendurhæfingarsjóð. Nú hefur sjóðurinn orðið að veruleika og mun starfsmaður hans Valdís Jónsdóttir kynna hann hér á eftir. Um er að ræða nokkuð viðamikið verkefni sem á eftir að hjálpa skjólstæðingum sjóðanna við að komast til heilsu og starfa á ný.

Um lífeyrismál: Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins var haldinn 27. maí síðastliðinn. Þar kom fram að lífeyrisgreiðslur tryggingadeildar sjóðsins námu alls 2.604 millj. kr. sem er 17,2% hækkun á milli ára. Heildarfjöldi lífeyrisþega var 4.610. Á árinu greiddu 12.213 sjóðsfélagar til tryggingadeildar á móti 12.077 árið áður sem er 1.1% fjölgun á milli ára. Iðgjöld deildarinnar námu alls 5.520 millj. kr. sem er 12% aukning frá árinu áður. Nafnávöxtun sjóðsins á árinu var neikvæð um 9,8% og raunávöxtun neikvæð um 22.5%. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 90.474 millj. kr. í lok árs og lækkaði um 6.098 millj. kr. Frá árinu 2007 eða um 6,3%. Samþ. að lækka bætur til sjóðsfélaga um 10%, einnig var samþ. að lækka laun stjórnarmanna um 5% en áður höfðu þau verið lækkuð um 10% þannig að heildarlækkun er 15%. Eins voru samskipta-og siðareglur Sameinaða lífeyrissjóðsins kynntar. En þrálátur orðrómur var um að siðgæði innan stjórnar hafi verið áfátt. Í úttekt sem gerð var á vinnu stjórnar kom ekkert óeðlilegt fram. Þeim sem vilja kynna sér betur rekstur sjóðsins er bent á netfang hans „lifeyrir.is“ þar eru allar upplýsingar að finna. 18 - VERKSTJÓRINN

Menntunarmál: Langþráðu marki var náð með samningi um Starfsmenntasjóð við Samtök atvinnulífsins. Nú hafa starfsreglur fyrir sjóðinn verið samdar og verða kynntar hér á þinginu. Mikil vinna var hjá nefndinni sem skipuð var tveim mönnum frá SA þeim Ingólfi Sverrissyni og Braga Bergsveinssyni og frá VSSÍ þeim Jóni Ólafi Vilhjálmssyni og Kristínu Sæunnar-&Sigurðardóttur en ég undirritaður tók sæti hennar á lokasprettinum, ég vil þakka þeim fyrir góða vinnu við undirbúning sjóðsins. Sjóðurinn heitir Starfsmenntasjóður SA og VSSÍ, verður hann kynntur sérstaklega bæði styrkhæfni og námsframboð hér á þinginu. Í stuttu máli er inntak námsframboðs það, að taka mið af hæfniskröfum millistjórnenda á hverjum tíma. Í meginatriðum er gerð krafa um ferns konar hæfni: 1. Samskiptahæfni 2. Stjórnun og rekstur 3. Að mæta þekkingarþörf undirmanna 4. Fagþekkingu Í umræðunni komu upp hugmyndir að hafa nokkurs konar punktakerfi sem safnað væri með sókn á þessi námskeið. Þannig getur viðkomandi aukið verðgildi sitt á vinnumarkaði. Úr þessum sjóði verður eingöngu úthlutað til verkstjóra þeirra fyrirtækja sem eru innan SA og greiða til hans. Þessi sjóður hefur sér stjórn og kennitölu og ársreikningur hans óháður reikningum VSSÍ. Námsstyrkir úr eldri sjóðum verða eftir sem áður til úthlutunar en reglugerðir þeirra munu taka einhverjum breytingum í meðförum þingsins, skipulags og fræðslunefnd hefur unnið að tillögum þess efnis.

Félagsmál: Eins og ykkur er kunnugt hefur Kristín Sæunnar-& Sigurðardóttir látið af störfum eftir 9 ára starf sem framkvæmdastjóri VSSÍ. Kristín vann að mörgu leiti vel fyrir samtökin og sérlega vel fyrir þá einstaklinga sem leituðu aðstoðar. Nýlega kom upp trúnaðarbrestur sem ekki var hægt að líða, var það einróma álit stjórnar að hún yrði að láta þá og þegar af störfum. Ég vil þakka henni fyrir samstarfið sem gekk að mörgu leyti vel þó ekki hafi það verið hnökralaust. Frá því að Kristín slasaðist og varð frá vinnu sem var seinni part janúar síðastliðin hafa skrifstofustúlkurnar okkar þær Helga og Jóhanna orðið að bjarga sér að mestu einar. Það var áreiðanlega ekki alltaf auðvelt því nú kom það berlega í ljós hvað upplýsingastreymi innan skrifstofu hafði verið lítið. Ég vil enn og aftur þakka ykkur Helga og Jóhanna fyrir hversu frábærlega þið hafið staðið ykkur og ekki síst fyrir ykkar þátt við undirbúning þingsins.


Eins og ég nefndi fyrr í skýrslunni hafa nefndirnar unnið vel og lagt til margvíslegar breytingar á fyrirkomulagi og í rekstri VSSÍ bæði á síðasta þingi og landsfundi. Flestum ef ekki öllum þessum tillögum hefur þegar verið hrundið í framkvæmd. Má þar nefna aðskilnað menntunarsjóðs frá reikningum VSSÍ, kjarakönnun og úrvinnslu hennar, ný kjarakönnun er nú í gangi má búast við niðurstöðu úr henni fljótlega. Ekki var full eining innan stjórnar um þessa framkvæmd þar sem hún er nokkuð dýr, þó var talið rétt að fara í þessa könnun núna en í framhaldinu athuga hvort hægt sé að fara aðra og ódýrari leið með sama árangri. Einnig kom til greina að fara í launakönnun annað hvert ár en ekki á hverju ári. Menntunarmál verkstjóra hafa verið ofarlega á framkvæmdalista stjórnar og verið mér mikið hjartans mál. Ég tel að sá árangur sem náðst hefur með samningnum við SA og samstarfinu við þau samtök mun það styrkja okkur í framtíðinni. En til þess verðum við að halda rétt á spilunum og kynna námskeiðin vel fyrir félagsmönnum okkar, eins hvernig þau geti aukið verðgildi þeirra sem þau sækja og þeir því orðið eftirsóttir starfsmenn framsýnna fyrirtækja. Með kerfi þar sem hvert námskeið gæfi ákveðinn punktafjölda mismunandi eftir námskeiðum væri hægt að safna eftirsóttum verðmætum í þekkingu. Þarna er hugsanlega komin sú leið sem okkur hefur vantað til að fá í framtíðinni löggildingu á verkstjóra heitinu en til þess hefur vantað rétta námið. Tilgangur sjóðsins er skýr, eingöngu verður úthlutað samkvæmt skipulagsskrá hans. Nú nýlega heyrðust raddir frá félögum sem voru með starfsmenn á skrifstofu og sáu um innheimtur gjalda innan síns félags að þeir ættu að greiða lægra gjald til sambandsins en önnur félög. Ekki veit ég hvernig þeir hafa hugsað þetta í framkvæmd, því það hefur ekki sparað neina vinnu nema síður sé, því endurskrá hefur þurft allt inn í okkar bókhald þar sem ekki hefur verið hægt að samkeyra færslurnar. Ég verð alltaf sannfærðari um að innheimta gjalda er best fyrirkomið á skrifstofu VSSÍ þá fæst best yfirsýn yfir innheimturnar. Aftur á móti ættu félögin að beita starfskröftum sínum meira innávið og styrkja sig á félagslega sviðinu. Á síðasta þingi kastaði ég fram tillögu um að breyta nafni samtakanna úr verkstjórasambandi í samband stjórnendafélaga, verkstjóranafnið var talið hamlandi þar sem ekki eru allir verkstjóra/stjórnendur með mannaforráð, þetta hefur verið rætt innan stjórnar og sitt sýndist hverjum. Talið var að fyrst verði félögin að breyta sínu nafni. Nú hefur fyrsta félagið þ.e. verkstjórafélag Suðurlands tekið skrefið til fulls og breytt nafni félagsins, félagið heitir nú „Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi“. Hvort það er nafnbreytingunni að þakka

eða krafti þeirra í kynningum hefur nokkur fjölgun orðið í félaginu. Námskeiðahald sem til stóð að fara í eins og t.d. námskeið vegna starfsloka og framhald á fagtengdum námskeiðum hafa legið niðri bæði vegna kostnaðar og ekki síður vegna tímaskorts hjá stjórnarmönnum.

Kynningarmál: Eins og undanfarin ár kom Verkstjórinn út í byrjun árs glæsilegur að vanda, hann er okkar fasti punktur í kynningu samtakanna. Ég vil þakka greinahöfundum fyrir skrifin, og ritstjóra fyrir þrautseigjuna við öflun efnis til blaðsins. Enn og aftur skora ég á ykkur formennina og aðra þá sem hér eruð að sjá til þess að send verði að minnstakosti ein grein um áhugavert efni t.d. sögu fyrirtækis eða annað fróðlegt af hverju félagssvæði. Ég er þess full viss að betri auglýsingu getum við ekki fengið. Reynsla okkar við kynningu á samtökunum er að maður á mann hefur og mun alltaf reynast best. Sem dæmi er kynningin hjá verkstjórnarfræðslunni hún hefur skilað 34 félögum eftir 18 námskeiðsheimsóknir á fimm ára tímabili, 197 nemendur hafa komið og kynnast starfseminni sambandsins og þegið um leið léttar veitingar. Við verðum að komast á sama hátt inn á Meistaraskólann og kynna okkur þar. Það verður að reyna með öllum ráðum að auka kynningu á Verkstjórafélögunum og Sambandinu. Aukin kynning verður ekki nema til komi starfsmaður sem bæði vinnur innan og utan skrifstofu.

Niðurlagsorð: Ég hef stiklað á stóru um starfsemi stjórnar milli þinga, og þau mál sem hún hafði við að glíma. Eins og kom fram hér að framan liggja fyrir þinginu nokkur mál sem brýnt er að leysa. Þar er úrlausn mála sjúkrasjóðs brýnust, þar verður að leita sanngjarnra leiða sem allir geta vel við unað. Taka verður á mannahaldi á skrifstofu, hvað viljum við fá með nýjum manni á skrifstofu. Á að breyta til og gera þá kröfu að nýr framkvæmdastjóri verði sýnilegri og félögunum til aðstoðar við kynningarstarf o.fl. það að ná til nýrra félaga er verkefni sem við höfum nú þegar lagt mikla fjármuni í sem verður að halda áfram. Eins verðum við að leggja vinnu í þær ályktanir sem við ætlum að senda frá okkur í þinglok. Reynslan sýnir að þingin eru alltaf að verða skilvirkari, sem aftur gerir meiri kröfur til okkar stjórnarmanna. Starf stjórnar hefur gengið vel og hún tekið að mínu mati skynsamlega á öllum málun. Að lokum vil ég þakka stjórnarmönnum VSSÍ og þeim Helgu Jakobs skrifstofustjóra og Jóhönnu Guðjónsdóttur skrifstofustúlku fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf á liðnu starfsári. Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ VERKSTJÓRINN - 19


Reglugerð sjúkrasjóðs verkstjóra

Frá austfjörðum. Ljósm. ÁBÁ.

1. grein Heiti og heimili Sjóðurinn heitir Sjúkrasjóður verkstjóra Heimili hans og varnarþing er í Kópavogi. 2. grein Markmið Markmið sjóðsins er að greiða bætur til verkstjóra í veikinda- og slysatilfellum, svo og útfararkostnaðar, dánarbóta, sjúkraþjálfunar, endurhæfingar styrkja og annarra atriða, sem sett eru samkvæmt skilyrðum reglugerðar. Sjóðurinn getur varið fé til að stuðla að bættu heilsufari með framlögum til verkefna ásviði heilbrigðis- og öryggismála. 3. grein Tekjur sjóðsins eru. 3.1. Samningsbundið gjald frá vinnuveitendum. 3.2. Aðrar tekjur. 4. grein Bótagreiðslur. 4.1. Hefjast er samningsbundinni greiðslu frá vinnuveitanda lýkur, samkvæmt samningum. 4.2. Sama gildir fyrir þá, sem tímabundið vinna ekki sem verkstjórar, en er þó greitt fyrir í sjúkrasjóðinn og er félagsmaður í verkstjórafélagi. 4.3. Greiðslur bóta, sem um getur í reglugerð þessari, greiðast samkvæmt 6., 7., 8., 9., 10. og 13. 20 - VERKSTJÓRINN

4.4. Þeir verkstjórar sem verða atvinnulausir (staðfest af vinnumálastofnun) eiga rétt á bótum úr sjóðnum allt að 12 mán. Hefji félagsmaður störf að nýju að 12 mán. liðnum heldur hann fullum réttindum. 5. grein Um greiðslur úr sjóðnum. 5.1. Félagsgjöld, dragast frá dagpeningagreiðslum sjúkrabóta til 67 ára aldurs. 5.2. Réttindi í sjóðnum eru bundin greiðslu til hans. Hafi engar greiðslur borist síðustu 6 mánuði á félagsmaðurinn ekki rétt á bótum úr sjóðnum. 5.3. Til þess að fá fullar bætur og styrki úr sjúkrasjóði skal miðað við að lágmarkstekjuviðmið sé 15% hærri en atvinnuleysisbætur á hverjum tíma. Sé greitt af lægri upphæð skal miðað við prósentu af atvinnuleysisbótum. Einnig að greitt hafi verið af viðkomandi samfellt í 12 mánuði hafi það ekki verið gert skerðast bætur prósentulega þannig að vanti 6 greiðslur fái viðkomandi 50% af fullri greiðslu, þetta á við um allar bætur og styrki. 5.4. Félagsmaður sem hafði full réttindi í sjóðnum og hafi greitt í 10 ár, en hefur misst þau og er byrjaður að greiða aftur í sjóðinn. Enda hafi hann greitt í annan sjúkrasjóð.


5.4.1.

5.4.2.

5.4.3.

5.4.4.

Hefur ekki greitt í sjóðinn í eitt ár, verður þá að greiða í eitt ár og fær þá full réttindi. Öðlast strax réttindi sbr. 6.2. Hefur ekki greitt í sjóðinn í tvö ár, verður þá að greiða í tvö ár og fær þá full réttindi. Öðlast strax réttindi sbr. 6.2. Hefur ekki greitt í sjóðinn í þrjú ár, verður að greiða í þrjú ár og fær þá full réttindi. Öðlast strax réttindi sbr. 6.2. Hefur ekki greitt í sjóðinn í fjögur ár, verður að greiða í fjögur ár og fær þá full réttindi. Öðlast strax réttindi sbr. 6.2.

6. grein Vinnuslys eða atvinnusjúkdómar. 6.1. Ef um vinnuslys eða atvinnusjúkdóm er að ræða. Greiðist samkvæmt ákvæðum greina eftir því sem við á að loknum lög og samningsbundum greiðslum vinnuveitanda. 6.2 Starfstími. Verkstjóri Bætur Á fyrsta ári Í allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna. + 7 mánuði dagpeninga. Eftir 1 ár Í allt að 4 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna. + 8 mánuði dagpeninga. Eftir 3 ár Í allt að 5 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna. + 10 mánuði dagpeninga. Eftir 5 ár Í allt að 6 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna. + 13 mánuði dagpeninga. 6.3 Við örorku getur bótaþegi notið bótaréttar í allt að 5 mánuði eftirdagsetningu örorkumats vegna vinnuslyss. 6.4 Við 67 ára aldur dragast greiðslur. Tryggingarstofnunar frá dagpeningagreiðslum. 6.4.1. Dagpeningar greiðast aldrei lengur en 6 mánuði eftir að lög- og samningsbundnar greiðslur falla niður við starfslok 67 ára og eldri. 6.4.2. Dagpeningagreiðslur falla niður við 70 ára aldur. 6.4. Framvísa þarf launaseðlum frá vinnuveitanda samfellt 6 mánuði aftur í tímann frá fyrsta slysadegi, vegna meðaltals útreikninga dagpeninga. 6.4. Meðan vinnuveitandi greiðir lög og samningsbundin dagvinnulaun vegna slyss, greiðist töpuð yfirvinna allt að 5 mánuðir samkvæmt réttindaávinnslu, meðaltal yfirvinnu á 6 mánaða tímabili fyrir veikindi, hámark 129.000.- kr. á mán. 6.6.1. Dagpeningagreiðslur samkvæmt réttindaávinnslu.

Fyrstu 9 mánuði: 80.0% af hámarki 348.000.- kr. meðaltalslauna í 9 mánuði fyrir slys 278.000.- kr. á mánuði. Af launum á bilinu 348.000.- til 633.000.- á mánuði eru reiknuð 25% sem bætist við. Til loka hámarks réttindatímabils: 60.0% af hámarki 348.000.- kr. sömu meðaltalslauna 208.800.- kr. á mánuði. Af launum á bilinu 348.000.- til 633.000.- á mánuði eru reiknuð 15% sem bætist við. 6.6.2. Heimilt er samkvæmt mati sjóðsstjórnar að fresta hluta dagpeningagreiðslu greinar um tiltekinn tíma ef verkstjóri getur ekki stundað fulla vinnu vegna afleiðinga vinnuslyss. 6.7. Bótagreiðslur taka breytingum samkvæmt viðmiðun launabreytinga eftir ákvörðun sjúkrasjóðsstjórnar. (Fylgi launabreytingum Samtökum atvinnulífsins). 7. grein Veikindi 7.1. Ef um önnur slys og aðra sjúkdóma en atvinnusjúkdóma, er að ræða. Greiðist samkvæmt ákvæðum greina eftir því sem við á að loknum lög- og samningsbundnum greiðslum vinnuveitenda. 7.2. Starfstími Bætur. Á fyrsta ári Í allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna + 7 mánuði dagpeninga. Eftir 1 ár Í allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna + 8 mánuði dagpeninga. Eftir 3 ár Í allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna + 12 mánuði dagpeninga. Eftir 5 ár Í allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna + 16 mánuði dagpeninga. 7.2.1. Áunninn réttur fjárhæðar til sjúkrabóta frá öðrum sjúkrasjóði, skerðist ekki við inngöngu í verkstjórafélag. Þó að því marki sem reglugerð þessi segir til um. Læknisvottorð og upplýsingar um áunnin réttindi fylgi umsókn. 7.3. Við örorku getur bótaþegi notið bótaréttar í allt að 5 mánuði eftir dagsetningu örorkumats vegna veikinda. 7.4. Við 67 ára aldur dragast greiðslur Tryggingarstofnunar frá dagpeningagreiðslum. 7.4.1 Dagpeningar greiðast aldrei lengur en 6 mánuði eftir að samningsbundnar greiðslur falla niður við starfslok vegna veikinda 67 ára og eldri. 7.4.2. Bótagreiðslur taka breytingum samkvæmt viðVERKSTJÓRINN - 21


miðun launabreytinga eftir ákvörðun sjúkrasjóðsstjórnar. (Fylgi launabreytingum Samtaka atvinnulífsins). 7.4.3. Dagpeningagreiðslur falla niður við 70 ára aldur. Félagsmaður sem hefur verið félagsmaður í 20 ár og vinnur fram yfir 70 ára aldur og atvinnuveitandi greiðir áfram af til sjúkrasjóðs, getur sótt um endurgreiðslu á því framlagi sem greitt er eftir 70 ára aldur hans eftir að hann lætur endanlega af störum, allt að 80% hluta þess framlags sem greitt var. 7.5. Framvísa þarf launaseðlum frá vinnuveitanda samfellt 6 mánuði aftur í tímann frá fyrsta veikindadegi vegna útreikninga dagpeninga. 7.6. Meðan vinnuveitandi greiðir samningsbundin dagvinnulaun vegna veikinda greiðist töpuð yfirvinna allt að 2 mánuðir, reiknað af meðaltali yfirvinnu á 6 mánaða tímabili fyrir veikindi, hámark 129.000 kr. á mán. 7.6.1. Dagpeningagreiðslur samkvæmt réttindaávinnslu. Fyrstu 9 mánuði: 80.0% af hámarki 348.000.- kr. meðaltalslauna í 6 mánuði fyrir veikindi 278.400.- kr. Af launum á bilinu 348.000.- til 633.000.- á mánuði eru reiknuð 25% sem bætist við. Til loka hámarks réttindatímabils: 60.0% af hámarki 348.000.- kr. sömu meðaltalslauna 208.800.- kr. á mánuði. Af launum á bilinu 348.000.- til 633.000.- á mánuði eru reiknuð 15% sem bætist við. 7.6.2. Heimilt er samkvæmt mati sjóðsstjórnar að greiða hluta dagpeningagreiðslu greinar 7.6.1. um tiltekinn tíma ef verkstjóri getur ekki stundað fulla vinnu vegna afleiðinga veikinda. 7.7. Ýmsar sérstakar greiðslur reiknast ekki til bóta, svo sem bifreiðastyrkir og annað að mati stjórnar sjúkrasjóðs. 8. grein Sjúkraþjálfun, endurhæfingar og styrkir. 8.1. Sjúkraþjálfun greidd á móti Tryggingastofnun sjúkranudd meðferð hjá kiropraktor greidd sama krónutala og vegna sjúkraþjálfunar Tilvísun frá lækni fylgi umsóknum. 8.2. Greitt skoðunargjald hjá leitarstöðvum krabbameinsfélaga, Hjartaverndar, Heyrna- og Talmeinastöðvar. 8.3. Á fjögurra ára fresti allt að 20.000.- kr. styrkur vegna: Gleraugnakaupa og heyrnatækja. 8.3.1. Styrkur til leyseraugnaðgerðar sem losa menn við gleraugu, allt að 100.000.- kr. einu sinni. Reikningur fylgi umsókn. 22 - VERKSTJÓRINN

8.4.. Endurhæfingar greiddar samkvæmt mati stjórnar sjúkrasjóðs. Reikningar fylgi umsókn. 8.4.1. Vegna endurhæfingar verkstjóra í starfi, á viðurkenndu heilsuhæli innanlands, Tilvísun frá lækni og reikningur fylgi umsókn. Miðað skal við flokk 2 í N.L.F.Í. sem er í dag 4.980,- pr. sólarhring. 8.4.2. Ferðastyrkur vegna veikinda starfandi verkstjóra, allt að 20.000.- kr. á ári. Tilvísun frá lækni og reikningur fylgi umsókn. 8.5. Verkstjóri móðir, eða faðir sem er í hjúskap eða sambúð með móður nýfædds barns síns, á rétt á fæðingarorlofsgreiðslu, hvenær sem er á fyrstu 8 vikum eftir fæðingu eða heimkomu barns af fæðingardeild, í 10 vinnudaga samfellt 8.000 kr. á dag. Þetta gildir einnig ef um frumættleiðingu eða töku barns yngra en fimm ára í varanlegt fóstur er að ræða. Fæðingarvottorð, vottorð um heimkomu barns og/eða vottorð um ættleiðingu, ásamt staðfestingu vinnuveitenda um að launað starf sé lagt niður, samsvarandi þeim tíma sem greiðsla tekur til, fylgi umsókn. 8.5.2 Styrkur vegna glasafrjóvgunar eða ættleiðingar allt að 150.000 kr. samkvæmt framlögðum reikningum. 8.6. Styrkur til aðhlynningar veiku barni 13 ára og yngra eða maka, eftir að greiðslu samkvæmt samningi við vinnuveitenda lýkur, allt að 90 vinnudagar á hverju 12 mánaða tímabili. Styrkur miðast við grein. 7.6.1 Læknisvottorð og staðfesting vinnuveitanda um að launagreiðsla hafi fallið niður fylgi umsókn. 8.7. Styrkur til verkstjóra í starfi vegna mjög alvarlegra eða langvarandi veikinda og/ eða andláts maka eða barna innan 20 ára aldurs. Styrkur allt að 275.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili. Þar af vegna andláts barns allt að 105.000 kr., vegna andláts maka allt að 233.000 kr. Við sérstakar aðstæður er sjóðsstjórn heimilt að greiða viðbótarbætur. Stjórn sjúkrasjóðs metur styrkveitingu samkvæmt vottorðum og framlögðum reikningum. 8.8. Sjúkrasjóður tekur þátt í kostnaði sjóðsfélaga, maka eða barna innan 20 ára aldurs, vegna sjúkrahúsdvalar og læknisaðgerða erlendis sem Tryggingastofnun greiðir ekki Stjórn sjúkrasjóðs metur styrkveitingu vegna vinnutaps og kostnaðar. Læknisvottorð, reikningar og staðfesting vinnuveitanda um að launagreiðsla hafi fallið niður fylgi umsókn. 8.9. Bótagreiðslur taka breytingum samkvæmt viðmiðun launabreytinga eftir ákvörðun sjúkrasjóðs-


stjórnar. (Fylgi launabreytingum Samtaka atvinnulífsins). 8.10. Nýr félagsmaður sem flytur ekki með sér réttindi úr öðrum sjóðum skal fá greiðslu samkv. gr. 7. Á fyrsta ári 20% af styrkjum yfir 100.000,-. Á öðru ári 40%. Á þriðja ári 60%. Á fjórða ári 80%. Eftir fimm ár 100%. 9. grein Bótagreiðslur við fráfall. 9.1. Við fráfall verkstjóra sem var í starfi greiðist útfararstyrkur 264.000.- kr. Maka og eða börnum innan 20 ára aldurs skulu greiðast dánarbætur 264.000.- kr. Til hvers barns innan 20 ára aldurs sem hinn látni hafði á framfæri skulu greiddar dánarbætur 106.000.- kr. Bætur þessar breytast með almennum launahækkunum. 9.2. Við sérstakar aðstæður er sjóðsstjórn heimilt að greiða maka viðbótargreiðslur. 9.3. Sjúkrasjóður tekur aðeins þátt í útfararkostnaði verkstjóra hafi hann við fráfall verið fullgildur meðlimur verkstjórasamtakanna. 10. grein Aldraðir og öryrkjar á félagaskrá eftir starfslok 10.1. Greiddur vistkostnaður vegna endurhæfingar á viðurkenndu heilsuhæli innanlands. Tilvísun frá lækni fylgi umsókn. Miðað skal við flokk 2 í N.L.F.Í. sem er í dag 4.980,- pr. sólarhring. 10.2. Sjúkraþjálfun greidd á móti Tryggingarstofnun. Sjúkranudd, meðferð hjá kiropraktor greidd sama krónutala og vegna sjúkraþjálfunar. Tilvísun frá lækni fylgi umsókn. 10.3. Endurhæfingar samkvæmt mati stjórnar sjúkrasjóðs. 10.4. Við fráfall, greiddur styrkur til lögerfingja upphæð 233.000.- kr. 10.5. Félagsmaður sem hættir störfum eftir 63 ára aldur og fyrir 67 ára aldur og hefur greitt í sjúkrasjóðinn í 20 ár, heldur réttindum sínum. Enda fari hann ekki í launað starf. 10.6. Félagsmaður sem þvingaður hefur verið til félagaskipta og greitt hefur til annars félags í allt að þremur síðustu starfsárum fyrir starfslok vegna aldurs, getur sótt um styrk frá sjúkrasjóði enda hafi hann greitt í hann í a.m.k. 25 ár Styrkur þessi nemur mismun þess sem hann fær úr sjúkrasjóði nýja félagsins og þess sem hann hefði fengið úr sjúkrasjóði verkstjóra. Sækja má um þennan styrk í allt að 5 ár eftir starfslok.

11. grein Sönnun og réttur til bóta, félagsaðild og önnur atriði. 11.1. Læknisvottorð er tilgreini upphafsdag veikinda eða vinnuslyss, framhaldslæknisvottorð eftir mati stjórnar hverju sinni. 11.2. Félagsaðild skal koma fram á umsókn, undirritaðri frá verkstjórafélagi. 11.3. Rétt til bóta/styrkja hafa þeir sem starfa hjá vinnuveitendum sem greiða samningsbundin gjöld til sjúkrasjóðs. 11.4. Ef sérsamningur verkstjóra er hagstæðari við vinnuveitendur en hinn almenni samningur segir til um, skal sjúkrasjóður að þeim greiðslum loknum hefja greiðslur. 11.5. Litið skal á að um framhaldsumsókn sé að ræða, ef sótt er aftur um dagpeninga greiðslu vegna veikinda/ slyss innan 24 mánaða frá fyrri greiðslum. Stjórn sjúkrasjóðs metur að öðru leiti meðferð umsókna. 11.5.1. Sá sem fullnýtt hefur rétt sinn til dagpeningagreiðslna, ávinnur sér rétt til 3 daga dagpeningagreiðslu fyrir hvern mánuð á fyrstu 6 mánuðum eftir að greiðsla hefst á ný frá vinnuveitenda. 11.5.2 Stjórn sjóðsins metur að öðru leiti meðferð umsókna. 11.6. Réttur til dagpeningagreiðslna og styrkja fyrnist á 18 mánuðum. 11.7. Dagpeningagreiðslur og styrkir greiðast mánaðarlega eftir á. 12. grein Greiðsluskyldur, innheimta. 12.1. Þegar farsóttir geysa getur stjórn sjúkrasjóðs leyst sjóðinn frá greiðsluskyldum sínum um stundarsakir, þó ekki lengur en 6 mánuði. Stjórn sjúkrasjóðs getur einnig lækkað bætur, ef afkomu sjóðsins virðist hætta búin. Slíkt skal þó aðeins gera með samþykki stjórnar Verkstjórasambands Íslands. 12.2 Sjúkrasjóður og verkstjórafélög skulu samkvæmt samningum við vinnuveitendur innheimta gjöld til sjúkrasjóðs. 13. grein Verkstjóri í óskylt starf. 13.1. Verkstjóri, sem hættir störfum eftir 10 ára starf og fer í óskylt starf. Getur að loknum greiðslum frá vinnuveitenda í veikindum, sótt um styrk úr sjúkrasjóði á fyrsta ári eftir að hann hætti störfum upphæð sem nemur allt að atvinnuleysisbótum á mán. Læknisvottorð ásamt upplýsingum um greiðslur fylgi umsókn. 13.2. Verkstjóra sem sagt hefur verið upp eftir 5 ára starf er atvinnulaus og verður veikur getur sótt um styrk úr sjúkrasjóði á fyrsta ári eftir uppsögn, greiðsla sama upphæð og atvinnuleysisbætur. Læknisvottorð fylgi umsókn. VERKSTJÓRINN - 23


14. grein Umsókn um bætur. Allar umsóknir um bætur skulu undirritaðar af formanni, stjórnarmanni eða starfsmanni verkstjórafélags Umsóknir ásamt tilskyldum vottorðum og launaseðlum skal senda sjúkrasjóði Verkstjórasambandi Íslands. Sjúkrasjóður greiðir fyrir umbeðin vottorð. 15. grein Rekstrarkostnaður 15.1. Allan kostnað vegna rekstrar sjóðsins greiði hann sjálfur. Laun stjórnar skal ákveða á þingi Verkstjórasambands Íslands. 16. grein Stjórn sjóðsins. Stjórn sjóðsins skal skipuð 3 mönnum og 2 til vara, sem kosnir eru til tveggja ára í senn. 16.1. Kosning fer fram á þingi Verkstjórasambands Íslands. 16.2. Endurskoðendur Verkstjórasambands Íslands endurskoða reikninga sjóðsins. 16.3. Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum. 17. grein Varðveisla eigna. 17.1. Stjórn Verkstjórasambands Íslands og sjúkrasjóðs varðveita eignir sjóðsins. 17.2. Heimilt er með samþykki stjórnar Verkstjórasambands Íslands að ávaxta fé sjóðsins með kaupum á verðbréfum, tryggðum með öruggu fasteigna-

veði, ríkisskuldabréfum eða á annan arðvænlegan hátt. 17.3. Ávallt skal þess gætt, að ráðstöfun á fé sjóðsins brjóti eigi í bága við tilgang hans og verkefni. 18. grein Um breytingar á reglugerð. Reglugerð þessari má aðeins breyta á þingi Verkstjórasambands Íslands. 19. grein Höfuðstóll 19.1 Eignir sjóðsins skulu aldrei vera lægri en fjórfalt fasteignaverðmæti húseigna sjóðsins. Þá upphæð má sjúkrasjóðsstjórnin ekki skerða nema með samþykki stjórnar Verkstjórasambands Íslands. 20. grein Daglegur rekstur, húsnæði. 20.1 Almenn stjórnun afgreiðsla og bókhald skal vera á skrifstofu Verkstjórasambands Íslands. 21. grein Gildistaka Reglugerð þessi gildir frá 6. júní 2009. Upphafleg reglugerð samþykkt 1. mars 1974 af stjórn VSSÍ, en endanlega samþykkt á þingi VSSÍ 6. júlí 1975. Gildistímar breytinga á reglugerð. 01.01 1980, 26.06 1983, 01.07 1985, 01.07 1987, 01.07 1989, 01.07 1991, 01.07.1993, 01.07 1995, 01.06 1997, 01.06 1999, 01.06 2001,01.06.2003, 01.06.2005. 02.06. 2007. 06.06.2009.

Skrifstofuhald VSSÍ Breytingar urðu á skrifstofuhaldi verkstjórasambands Íslands á árinu 2009. Framkvæmdastjóri sambandsins Kristín Sæunnar & Sigurðardóttir lét af störfum 24. apríl 2009 og við starfi hennar tók Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ frá 7. september 2009 að telja. Kristín kom til starfa hjá Verkstjórasambandinu 1. mars árið 2000 og var því búinn að gegna framkvæmdastjórastöðunni í rúm níu ár. Seinasta ár hefur verið Kristínu erfitt því að hún lenti í því óhappi að lærleggsbrjóta sig við fall 22. janúar 2009 og hefur átt í þeim meiðslum síðan. Þrátt fyrir meiðslin var Kristín í daglegu sambandi við skrifstofuna fram til þess tíma er hún lét af störfum. Henni eru á þessum tímamótum þökkuð vel unnin störf fyrir verkstjóra um leið og þess er beðið að hún nái fullri hreyfigetu og heilsu á ný. ÁBÁ 24 - VERKSTJÓRINN

Jóhanna, Kristján Örn og Helga.


Menntunarsjóður verkstjóra Reglugerð Blámi Fáskrúðsfjarðar. Ljósmynd: Jóhanna Kristín Hauksdótti

Tilgangur sjóðsins er að styrkja verkstjórafélög innan Verkstjórasambands Íslands til námskeiðahalds fyrir félaga sína. Umsókn einstaklings skal fylgja frumrit greidds reiknings fyrir námskeiðið og skal reikningurinn stílaður á einstaklinginn. Umsókn félags skal fylgja frumrit greidds reiknings ásamt þátttökulista þeirra er sóttu námskeiðið. Umsóknin skal undirrituð af formanni og/eða stjórnarmanni viðkomandi félags. Reglugerð sjóðsins 1. grein. Heiti sjóðsins. Sjóðurinn heitir Menntunarsjóður verkstjóra og er innan vébanda VSSÍ. Heimili hans og varnarþing er Kópavogi. 2. grein. Markmið sjóðsins. 2.1. Að styrkja verkstjórafélög innan VSSÍ til námsskeiðshalds fyrir félagsmenn. 2.2. Að styrkja einstaklinga innan verkstjórafélaganna til að sækja námskeið er geri þá hæfari til stjórnunarstarfa. 3. grein. Tekjur sjóðsins. 3.1. Hlutfall af aðildargjöldum VSSÍ, sem ákveðið er á þingum þess hverju sinni. 3.2. Aðrar tekjur, sem samið kann að vera um. 3.3. Vaxtatekjur. Styrkveitingar. 4. grein. Skilyrði til styrkveitinga. 4.1. Að um styrkinn sé sótt, á þar til gerðum eyðublöðum, til stjórnar sjóðsins. 4.2. Að styrkur til aðildarfélaga VSSÍ sé notaður til námskeiða á vegum viðkomandi félags.

4.3. Að styrkur til einstaklinga sé notaður til að gera einstaklinginn hæfari til stjórnunarstarfa. 5. grein. Aðildarfélögin - Einstaklingarnir 5.1. Hvert aðildarfélag VSSÍ á rétt til tveggja styrkveitinga á 12. mánaða tímabili. 5.2. Styrkur miðast við 70% námskeiðskostnaðar en takmarkast þó við kr. 5.000.- fyrir hvern þátttakanda námskeiðsins. 5.3. Hver einstaklingur innan VSSÍ á rétt til styrkveitingar vegna vinnutengdra námskeiða allt að kr. 100.000,- verði 35.000,- á starfstengt námskeið eða skóla en aldrei hærra en 80% af reikningsupphæð, Úthlutun/styrkur vegna vinnutengdra námskeiða hærri en 100.000,- verði 45.000,-, en kr. 20.000.- á tómstundanámskeið en aldrei hærra en 80% af reikningsupphæð á 12. mánaða tímabili. 6. grein. Greiðsluskylda. 6.1. Greiðsluskylda sjóðsins miðast við stöðu hans hverju sinni að mati sjóðsstjórnar á greiðslugetu hans. 6.2. Aðildarfélag er nýtur styrks úr sjóðnum, skal leggja fram gögn sem staðfesta greiðsluskyldu sjóðsins. 6.3. Einstaklingur er nýtur styrks úr sjóðnum, skal leggja fram gögn er staðfestir greiðsluskyldu sjóðsins. 7. grein. Reksturskostnaður. 7.1. Allan kostnað vegna reksturs sjóðsins greiðir hann sjálfur. 8. grein. Gildistaka. 8.1. Reglugerð þessi gildir frá 2.júní 2007 8.2. Reglugerð þessi gildir frá 5. júní 2009 VERKSTJÓRINN - 25


Starfsendurhæfingarsjóður Fáskrúðdsfjörður. Ljósmynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir.

Verkstjórasamband Íslands hefur í samstarfi við Virk, starfsendurhæfingarsjóð ráðið til starfa ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Ráðgjafi félagsins er Sigrún Sigurðardóttir. Hún er með skrifstofu að Borgartúni 36, 6. hæð. Vinnutími er mánudaga, fimmtudaga og annan hvorn miðvikudag. Hlutverk ráðgjafa er að bjóða félagsmönnum upp á þjónustu ef starfshæfni þeirra er skert eða henni er ógnað vegna veikinda eða heilsubrests. Rauði þráðurinn er að efla virkni einstaklingsins, auka vinnugetu og varðveita vinnusamband hans til að koma í veg fyrir að hann detti út af vinnumarkaðnum. Þegar einstaklingur sækir um í sjúkrasjóð er honum boðið að koma í viðtal til ráðgjafa. Ráðgjafarferlið fer síðan eftir þörfum og væntingum hvers og eins. En markmiðið er að efla færni og vinnugetu til að draga úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Lykilatriði í því sambandi er aukin virkni einstaklingsins, efling endurhæfingar og annarra úrræða. Ráðgjafinn er sérhæfður í að aðstoða einstaklinga við að efla færni sína og vinnugetu og hefur til þess aðgang að fjölbreyttum hópi sérfræðinga og fjölbreyttri þjónustu. Um getur verið að ræða aðgang að ýmsum úrræðum og stuðningsaðilum sem geta veitt einstaklingnum viðeigandi meðferð sem miðar að því að efla vinnugetu, og varðveita vinnusamband hans. Ráðgjafarferlið tekur mið af aðstæðum hvers og eins, en hér eru nokkur dæmi um þá þjónustu sem ráðgjafinn veitir: 26 - VERKSTJÓRINN

a) Ráðgjöf og hvatning sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins b) Mat á starfshæfni sem tekur mið af bæði heilsufarslegum og félagslegum þáttum c) Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklingsbundinnar áætlunar um aukna virkni, heilsueflingu og endurhæfingu d) Aðstoð og leiðbeiningar til að tryggja að viðkomandi einstaklingur fái það sem honum ber innan kerfisins e) Aðstoð frá sérfræðingum eftir mat á stöðu einstaklings hverju sinni. Hér getur t.d. verið um að ræða aðstoð lækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, félagsráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa o.s.frv. f) Aðstoð í formi stuðnings til náms sem hefur það að markmiði að auka vinnugetu g) Aðstoð í formi skipulagðrar starfsendurhæfingar þar sem einstaklingurinn, atvinnurekandinn og mismunandi fagaðilar vinna saman við að finna leiðir til aukinnar vinnugetu h) Virkni einstaklingsins sjálfs er lykilatriði í þessu sambandi, að hann sé sjálfur virkur í að auka vinnufærni sína og viðhalda vinnusambandinu. Ráðgjafinn er síðan sá aðili sem hvetur einstaklinginn til virkni og veitir stuðning og upplýsingar. Veikindaréttur fólks er mismunandi langur og því getur fólk hafa verið frá vinnu vegna veikinda í langan tíma áður en það fær aðstoð frá sjúkrasjóði. Það er því mikilvægt að hafa í huga að þegar félagsmaður á orðið erfitt með að sinna starfi sínu vegna heilsubrests þá getur hann sett sig í samband við ráðgjafa. Skilyrði fyrir aðstoð er ekki að viðkomandi njóti aðstoðar sjúkrasjóðs. Félagsmenn geta óskað eftir viðtali við ráðjafa þótt þeir njóti enn launagreiðslna frá atvinnurekanda. Sigrún Sigurðardóttir, ráðgjafi


Starfsmenntasjóður SA og VSSÍ

Reglugerð um styrki

Fáskrúðsfjörður. Speglun. Ljósmynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir.

Gildir frá 01. janúar 2010 til 31. desember 2010. Stjórnin ákveður styrk til viðurkenndra námskeiða að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum. 1. Starfandi einstaklingur (eða fyrirtæki fyrir hans hönd) sem greitt hefur verið af til sjóðsins í 6 mánuði eða lengur, á rétt á styrk. 2. Umsækjandi skal kynna sér fyrirfram hvort fyrirhugað nám sé styrkhæft. Umsókn berist sjóðnum og staðfesting fengin á styrkhæfni áður en nám hefst. Eftir námslok þarf að skila frumriti reiknings á skrifstofu VSSÍ innan þriggja mánaða frá lokum náms ásamt staðfestingu um að námi sé lokið á fullnægjandi hátt.

3. Sjóðurinn greiðir að hámarki 80% af kostnaði hvers námskeiðs. Hámarksstyrkir sem hver einstaklingur getur fengið er þó kr. 90.000- á árinu. Yfir þriggja ára tímabil geta styrkir orðið að hámarki kr. 180.000.-. Sjóðstjórn getur gert undanþágu frá þessari reglu. 4. Félagsmaður sem missir vinnu, heldur rétti sínum í allt að 12 mánuði, að því gefnu að hann sé áfram félagsmaður aðildarfélags VSSÍ. Að þeim tíma liðnum fellur réttur hans niður. Starfsmaður, sem lætur af störfum vegna aldurs, heldur ekki áunnum réttindum sínum.

VERKSTJÓRINN - 27


Skýrslur félaga til 33. þings VSSÍ Fáskrúðdsfjörður. Ljósmynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir.

Venjum samkvæmt lögðu aðildarfélög VSSÍ skýrslur sínar, um starfsemi félaga sinna, fyrir 33. þing VSSÍ. Skýrslurnar birtast hér að neðan en venjum samkvæmt hefur ritstjóri stytt þær ögn og í örfáum tilfellum endurraðað til hagræðis fyrir lesendur. Hafi ritstjóra einhvers staðar orðið fótaskortur í þessari iðju sinni þá biðst hann velvirðingar á því en bendir á að skrifstofa VSSÍ varðveitir skýrslurnar eins og þær voru lagðar fram á þinginu. ÁBÁ.

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis

Á árinu voru haldnir sex stjórnarfundir þar sem ýmis málefni voru rædd. Á stjórnarfundi sem haldinn var 29. maí var mikill 28 - VERKSTJÓRINN

hugur í mönnum að fylgja eftir samþykkt síðasta aðalfundar um Vatnsenda og drífa í framkvæmdum. Sumarfrí stjórnarmanna hægðu hins vegar á því. Á stjórnarfundi sem haldinn var 8. október var annað hljóð í stjórnarmönnum og þóttust þeir góðir að hafa ekki byrjað á neinum framkvæmdum. Var þá samþykkt að halda að sér höndum í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Formaður félagsins sótti þrjá húsfundi þar sem fjallað var um viðhald og endurbætur. Samkomulag er harla lítið um fyrirhugaðar framkvæmdir en samþykkt var að gera upp stigagang og lyftu. Hlutur félagsins í því verki er áætlaður um 400 þúsund krónur. Einnig sat formaður fund um framkvæmdir á þriðju hæðinni. Eftir að stjórnarmenn fengu kynningu á framkvæmdunum var ákveðið að klára fyrst framkvæmdir við stigagang áður en farið yrði í önnur verk. Stjórnin var sammála um aðstaða VAN væri ásættanleg og að ekki væri þörf á breytingum að sinni og að beðið verði með allar meiriháttar framkvæmdir á meðan aðstæður í þjóðfélaginu eru eins og raun ber vitni. Um áramót voru 240 manns í félaginu, þar af voru tveir þeirra atvinnulausir. Stjórn félagsins skipa: Eggert H. Jónsson, formaður. Sveinn Egilsson, varaformaður. Þórhalla Þórhallsdóttir, ritari. Gunnar B. Gestsson, gjaldkeri. Sigurður Tryggvason, meðstjórnandi.


Neðanmáls frá formanni eftir aðalfund, sem haldinn var 17. apríl 2009. „Mættir voru 9 manns, þar af fimm sem höfðu skyldum að gegna. Gestir voru því fjórir. Formaður fór að íhuga mætinguna og velti því fyrir sér hvort að hann væri svo leiðinlegur að enginn nennti að mæta. Hann gladdist þó þegar að kosningum kom því hann var endurkjörinn og sá þá að ástæðan gæti verið önnur. Fundurinn fór vel fram, engin kröfuspjöld og engin frammíköll þannig að hann var keyrður áfram af festu. Þegar reikningar voru bornir fram til samþykktar var útséð að hagnaður ársins nam 2.6 milljónum. Þá fór formaður að anda rólegar og sá fram á að hann sigldi lygnan sjó og kæmist á þing í Hallormsstað. Þó kom fram athugasemd á fundinum að ef áfram héldi sem horfði með stjórn félagsins að þá yrðu aðalfundir sennilegast haldnir á elliheimilinu. Formaður er hins vegar búinn að sjá fyrir því, hann á eiginkonu sem er 7 ½ ári yngri en hann og muni hann þá reyna að gera hana að formanni.“

Verkstjórafélag Akraness

Aðalfundur Verkstjórafélags Akraness, fyrir árið 2008, var haldinn þriðjudaginn 13. maí 2009 í matsal HB Granda Akranesi. Á fundinn voru mættir 32 félagar. Birgir Elínbergsson, formaður flutti skýrslu stjórnar. Reikningar félagsins voru kynntir og útskýrðir og fyrirspurnum svarað. Reikningar voru bornir upp og samþykktir. Gestur fundarins var Kristín Sæunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri VSSÍ. Kristín fór yfir reglugerð sjúkrasjóðs og svaraði spurningum fundarmanna. Auk þess fór Kristín yfir reglur um stjórnarkjör hjá öðrum félögum innan sambandsins, og hvatti hún til þess að félagið tæki það upp að kjósa helming stjórnar hvert ár og þá til tveggja ára í senn. Þetta var samþykkt og stjórnin kosin samkvæmt því. Haldnir voru 7 stjórnarfundir á árinu þar sem farið

var yfir ýmiss félagsmál, almennar upplýsingar til félagsmanna svo og varðandi útleigu á bifreið og fellihýsum. Á aðalfundinum var samþykkt að kaupa húsbíl af Ford gerð og var hann leigður út til félagsmanna síðast liðið sumar. Einnig voru leigð út tvö fellihýsi, sem eru í eigu félagsins. Mjög góð nýting var á húsbílnum og fellihýsunum og mikil ánægja félagsmanna með þessi tæki félagsins. Leigugjald fyrir vikuleigu á bílnum var kr. 25.000,- og kr. 10.000,- fyrir fellihýsin. Í lok ársins 2008 voru 84 félagar í félaginu og hafði fjölgað frá árinu áður og er stjórninni mikið kappsmál að fjölga félögum enn frekar. Mjög gott samstarf var við starfsfólk á skrifstofu sambandsins að Hlíðarsmára 8 Kópavogi, sem stjórnin vill þakka fyrir. Stjórn félagsins skipa: Birgir Elínbergsson, formaður. Jóhannes R. Hreggviðsson, ritari. Kristján Sveinsson, gjaldkeri. Einar Bjargmundsson, varaformaður. Guðjón Guðmundsson, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Austurlands

Haldnir voru 5 stjórnarfundir og voru það þessi hefðbundnu stjórnarstörf en það hefur óneitanlega farið drjúgur tími í að undirbúa landsþing, sem haldið verður á Hallormstað í júní byrjun. Aðalfundur félagsins var haldin 3. maí 2008 á kaffistofu Barra á Egilstöðum og var mæting frekar léleg. Gestur fundarins var forseti VSSÍ og flutti hann fróðlegt erindi. Eftir fundinn var boðið upp á léttar veitingar, sem mæltist vel fyrir. Stjórn félagsins var endurkjörin. Fulltrúar félagsins mættu á landsfund VSSÍ, sem haldinn er það ár sem ekki er þing. Vel gengur að leigja út íbúðir félagsins og má segja að þær séu í leigu allt árið. Ögn hefur þó borið á því að menn hafa pantað og ekki látið vita í tíma ef þeir þurfa ekki að nota íbúðina. Spurningin er hvort ekki eigi að VERKSTJÓRINN - 29


taka upp forfallagjald ef íbúðin leigist ekki aftur. Ákveðið var í stjórn félagsins að leigja ekki sumarbústað í ár og er það gert vegna þess að félagið er að borga niður skuldir. Það hefur verið ákveðið í stjórn félagsins að íbúðin, sem er á Akureyri, verður bara leigð út sem orlofsíbúð mánuðina júní, júlí og águst og það viku í senn. Kreppan hefur aðeins komið við félagið því að nokkrir meðlimir þess misstu vinnuna en vonandi bara tímabundið. Einnig hafa fjármagnsgjöld hækkað mikið. Félagar eru 346 talsins, þar af eru 265 karlar og 49 konur. Gjaldskyldir eru 314 félagsmenn 22 eru 70 ára eða eldri og 10 eru óvinnufærir sökum veikinda. Félagið verður 50 ára í sumar og verður haldið upp á það á einhvern hátt. Áfram verða veittar viðurkenningar til nemenda Framhaldsskólanna á félagasvæðinu. Fyrir félagsmönnum er brýnt að ýta við þeim einstaklingum, sem eiga heima í félaginu, að ganga í það. Stjórn félagsins skipa: Benedikt Jóhannsson Eskifirði, formaður. Heimir Ásgeirsson Norðfirði, varaformaður. Skúli Björnsson Hallormsstað, ritari. Sigurbjörg Hjaltadóttir Reyðarfirði, gjaldkeri. Grétar Arnþórsson Fáskrúðsfirði , meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis

Aðalfundur Verkstjórafélags Borgarness var haldinn 5. maí 2009. Félagið hefur gengið í gengum frekar dapurt tímabil með lítilli döngun og lítilli virkni. Því miður hefur framkvæmdasemin ekki dugað til meira en að halda í horfinu frá degi til dags og er það ekki til að stæra sig af. Nú er vilji til að snúa þessari þróun við og blása til sóknar. Á nýafstöðnum aðalfundi voru kynntar hugmyndir að breytingum og þróun innan félagsins og væri gott að fá að vita af ef félagar innan VSSÍ hafa ráð eða leiðir til stuðnings. Félagið hefur kannski ekki mikla starfsemi innan sinna vébanda en getur þó aukið við þann þáttinn, sem lýtur að þjónustu við félagsmenn. Fjárhagurinn er all30 - VERKSTJÓRINN

góður og ef ekki verður frekara hrun í fjármálakerfum landsins má ætla að hægt verði að bæta nokkuð við þá félagaþjónustu, sem til þessa hefur verið starfrækt og lítt breyst í alllangan tíma. Vagnarnir sem verið hafa hald félagsins í orlofsþjónustu hafa skapað mörgum félögum ágætar stundir en þeir eru ekki fyrir alla og ýmsir eiga erfitt með að nýta sér slík tæki. Vonandi á eftir að móta nýjar áherslur í félagsstarfinu til hagsbóta fyrir alla. Félagið hefur annars staðist allvel breytingar og umbyltingar í samfélaginu og ekki tapað félögum eða átt við erfiðleika að etja í samskiptum við atvinnulífið svo teljandi sé. Þó koma upp slík mál og alls ekki útséð um að þeim málum eigi ekki eftir að fjölga. Ef ekki fer að róast og birta til í efnahagsmálum þjóðarinnar fer varla hjá því að einhver vandamál komi inná borð félagsins líkt og hjá öðrum. Árekstrar við vinnuveitendur geta orðið býsna erfiðir og langdregnir og er vonandi að slíks sé ekki von nema í sem minnstum mæli. Félagafjöldi hefur potast uppávið og í dag eru samtals 86 skráðir ef saman eru taldir bæði virkir félagar og þeir sem sestir eru í helgan stein. Áberandi er samt hve konur eru í miklum minnihluta og er aðeins um einn tugur í þessum hópi. Samt er ein kona í stjórninni og er því dyggur fulltrúi síns kyns af ekki stærri hópi. Það er reyndar samt þannig að ekki hefur verið barist um stjórnarstörf í félaginu og því ef til vill kominn tími á endurnýjun og sérstaklega ef frammistaðan er ekki betri en raun ber vitni. Það er þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega eins og segir í gamalli vísu og lofa betrun í framtíðinni. Raunar er alls óvíst um framtíð verandi stjórnar ef fram fara breytingar á félagsuppbyggingunni á Vesturlandi. Ef upp koma einhverjar þær hugmyndir, sem falla í góðan jarðveg meðal félagsmanna og áhugi verður meðal annarra félaga í landshlutanum gætu félagsmenn séð fram á gjörbreytt landslag í starfsemi verkstjórafélaganna á Vesturlandi. Félagsmenn ættu að huga vel að þessum málum og ef talið verður fýsilegt að huga nánar að sameiningum eða samvinnu milli félaganna þá verður væntanlega kallað á aðstoð nokkurra félagsmanna fyrir utan stjórn til að vinna í þeim málum svo allt fari vel og verði ekki fárra aðila ákvörðun. Þarna er í mörg horn að líta og jafngott að gera það vel sem á að standa lengi. Persónuleg skoðun formanns er að stærri einingar séu betri til að takast á við vandamál og hafi í raun mun meiri getu til að þjónusta félagsmenn sín vel. Stærðin skiptir ekki alltaf máli en í þessu tilfelli telur formaður hana samt gera það. Á aðalfundi félagsins voru lagðar fram nokkrar tillögur, sem hafa verið ræddar áður en ekki lagðar formlega fram.


TillĂśgur stjĂłrnar fĂŠlagsins voru eftirfarandi: „StjĂłrn VerkstjĂłrafĂŠlags Borgarness og nĂĄgrennis ber fram Þå tillĂśgu til aĂ°alfundar 5. maĂ­ 2009 aĂ° stjĂłrnin fĂĄi umboĂ° til aĂ° leita eftir samkomulagi um sameiningu verkstjĂłrafĂŠlaganna ĂĄ Vesturlandi frĂĄ HvalfirĂ°i og allt vestur ĂĄ VestfirĂ°i eftir atvikum og vilja annarra fĂŠlaga. StjĂłrnin leggi fram mĂłtaĂ°ar tillĂśgur ĂĄ sĂŠrboĂ°uĂ°um fĂŠlagsfundi, sem kallaĂ°ur yrĂ°i saman ĂĄ komandi vetri. StjĂłrnin myndi ef Ăžurfa Ăžykir kalla til verksins fĂŠlaga utan stjĂłrnar, sem gefa kost ĂĄ sĂŠr til verksins.“ „StjĂłrn VerkstjĂłrafĂŠlags Borgarness og nĂĄgrennis ber fram Þå tillĂśgu til aĂ°alfundar 5. maĂ­ 2009 aĂ° settur verĂ°i saman starfshĂłpur um framtĂ­Ă° orlofssjóðs fĂŠlagsins sem skila muni tillĂśgum til nĂŚsta fundar um tilhĂśgun starfseminnar. HĂłpurinn muni skila mĂłtuĂ°um hugmyndum um framtĂ­Ă°arfyrirkomulag meĂ° fyrirvara um breytingar ĂĄ starfsumhverfi vegna mĂśgulegra sameininga og aĂ°lĂśgunar aĂ° Üðrum fĂŠlĂśgum.“ TillĂśgur Ăžessar voru bĂĄĂ°ar voru samĂžykktar ĂĄ fundinum og mun stjĂłrnin og stefna aĂ° sĂŠrstĂśkum fĂŠlagsfundi Ă­ haust eĂ°a vetur Ăžar sem Ăžessi mĂĄl verĂ°a rĂŚdd frekar. LjĂłst er aĂ° breytingar verĂ°a ekki gerĂ°ar Ă­ einu vetfangi og ĂĄkvarĂ°anir verĂ°a ekki teknar nema aĂ° vel athuguĂ°u mĂĄli. Gestur ĂĄ aĂ°alfundinum var KristjĂĄn Ă–rn JĂłnsson, forseti VSSĂ? og studdi hann frekar en latti tilraunir til sameiningar og taldi einsĂ˝nt aĂ° stĂŚrri hĂłpar gĂŚtu ĂĄorkaĂ° meiru og haft mun meiri mĂśguleika saman en smĂĄar einingar. Ă aĂ°alfundi varĂ° sĂş breyting ĂĄ stjĂłrn aĂ° ritari var kosinn Jakob GuĂ°mundsson Ă­ staĂ° BjĂśrns Hermannssonar. StjĂłrn fĂŠlagsins skipa: Einar Ă“skarsson, formaĂ°ur. Valdimar GuĂ°mundsson, varaformaĂ°ur. Jakob GuĂ°mundsson, ritari. RagnheiĂ°ur ĂžorgeirsdĂłttir, gjaldkeri. GĂ­sli V. HalldĂłrsson, meĂ°stjĂłrnandi.VerkstjĂłrafĂŠlag HafnafjarĂ°ar

StÜrf stjórnar VerkstjórafÊlags Hafnarfjarðar hafa verið með hefðbundnum hÌtti síðasta starfsår. Haldnir voru 12 stjórnarfundir auk ýmissa aukafunda Þar sem leyst voru mål líðandi stundar. Stjórnarfundir eru haldnir fyrsta fimmtudag hvers månaðar kl 17:30 í húsnÌði fÊlagsins að HellisgÜtu 16. Aðalfundur fÊlagsins var haldinn 12 apríl 2008 í Gaflinum og mÌttu 22 fÊlagar. Stungið var upp å à smundi Jónssyni sem fundarstjóra og var Það samÞykkt. Gestir fundarins voru Kristjån Örn Jónsson, forseti VSS� og Kristín Sigurðardóttir, framkvÌmdarstjóri VSS�. Þau rÌddu ýmis målefni Verkstjórasamtakanna. à 32. Landsfund VSS�, sem haldið var 17. maí 2008 å Grandhótel, mÌttu Þrír fÊlagar úr VFH. Þeir Steindór Gunnarsson, formaður , Reynir Kristjånsson, gjaldkeri og Gunnar Guðnason, ritari. Þetta var mjÜg góður landsfundur og eru fÊlagsmenn hvattir til að kynna sÊr ålyktanir fundarins å vefslóðinni vssi.is og einnig í blaðinu „Verkstjórinn�, sem kom út í desember síðastliðinn og allir fÊlagsmenn hafa fengið sendan í pósti. FÊlagsmenn geta skoðað samninga og rÊttindi sín og ýmsa afslÌtti å slóðinni vssi.is og eru menn hvattir til Þess. Skorað er å fÊlagsmenn að kynna fÊlagið fyrir Üðrum stjórnendum, sem Þeir vita að eru ekki í stjórnunarfÊlagi. Það er nauðsynlegt fyrir starf fÊlagsins og samtÜkin í heild að fÊlagafjÜlgun verði í Þeirra rÜðum. Það eitt eflir fÊlÜgin og samtÜkin. Um síðustu jól sendi fÊlagið Üllum fÊlagsmÜnnum jólakort og vasabók fÊlagsins. FÊlagið å tvÜ sumarhús, sem eru Reynisstaðir í Úthlíð í Biskupstungum og Dalakofinn í Reykjadal við Flúði. Rekstur sumarhúsanna hefur gengið vel og er mjÜg góð nýting å båðum bústÜðunum af fÊlagsmÜnnum og ber að Þakka Þeim sÊrstaklega, sem hafa komið að rekstri og viðhaldi bústaðanna. FjÜldi fÊlaga VFH um VERKSTJÓRINN - 31


síðustu áramót var 166, þar af 129 gjaldskyldir 37 aldraðir félagar og þar af 2 heiðursfélagar. Fjárhagsleg staða félagsins er mjög góð. Stjórn félagsins skipa: Steindór Gunnarsson, formaður. Gunnar Guðmundsson, ritari. Reynir Kristjánsson, gjaldkeri. Bergsveinn S. Bergsveinsson, stjórnarmaður. Guðbjartur Þormóðsson, stjórnarmaður. Ásmundur Jónsson, stjórnarmaður. Ragnar Jónsson, stjórnarmaður.

Verkstjórafélag Reykjavíkur

Aðalfundur Verkstjórafélags Reykjavíkur var haldinn 23. mars 2009 í fundarsal VFR að Skipholti 50d. Um síðustu áramót voru félagsmenn 677 talsins þar af 506 skattskyldir. Á síðasta ári gengur 37 nýir einstaklingar í félagið. Félagatalan hefur þó lækkað á milli ára, þar sem fækkað hefur um 12 og eru þar með taldir 11 látnir félagar. Fjárhagsstaða félagsins er góð og var tekjuafgangur síðast liðins árs 4,7 milljónir, sem er hækkun um 34% frá árinu 2007. Handbært fé í félagssjóði var 24,9 milljónir um síðustu áramót. Handbært fé í Styrktar- og minningarsjóði og vinnudeilusjóði, sem eru á sérstökum reikningi, var 11,9 milljónir um síðustu áramót. Skuldir félagssjóðs 2008 eru 17,6 milljónir. Eignir VFR hafa aukist úr 117,2 milljónum 2007 í 145,8 milljónir 2008, sem 24% hækkun á milli ára. Eignir samanstanda af húsnæði VFR í Skipholti 50d, fjórum orlofshúsum, Styrktar- og minningarsjóði, Vinnudeilusjóði og handbæru fé. Gefin voru út 3 tbl. af 9. árgangi Stjórnandans og eitt sem af er þessu ári. Blaðið er opið öllum sem vilja skrifa um málefni, sem tengjast verkstjórum og stjórnun almennt enda sé velsæmis gætt. Það er bráðnauðsynlegt 32 - VERKSTJÓRINN

að fleiri félagsmenn sýni blaðinu áhuga því ekki hafa félagsmenn sýnt áhuga á að skrifa í það. Ritnefndina skipa; Aðalsteinn Dalmann Októsson, Atli Viðar Kristinsson, Jörgen Berndsen, Tómas Waage og Jóhann Baldursson. Veg og vandi af útgáfu Stjórnandans hefur hvílt á herðum ritnefndar og Eyglóar Guðmundsdóttur skrifstofustjóra. Heimasíða VFR er í reglulega uppfærð og er hún upplýsingamiðill nútímans, sem menn eru hvattir til fylgjast með. Samningar voru undirritaðir hjá SA 29. febrúar 2008. Kjarasamningur við SA tók gildi 1. febrúar 2008 og gildir til 1. janúar 2010. SA hefur samþykkt að stofna Endurmentunarsjóð og var skrifað undir það samkomulag 1. júli 2008. Tekjur í Endurmentunarsjóðinn verða 0,3% af brúttólaunum launþega og gæti heildarinnkoma numið 12-15 milljónum á ári. Stjórn Endurmentunarsjóðs er skipuð tveimur mönnum frá VSSÍ og tveimur frá SA og mun stjórnin úthluta úr sjóðnum. Vænta má úthlutnar eftir mitt ár 2009. Samningar við SA voru endurskoðaðir af endurskoðunarnefnd, sem skipuð er af SA og ASÍ. Niðurstaða þessa vinnuhóps var að launahækkun sem átti að koma til framkvæmda 1. mars 2009 var frestað um óákveðinn tíma. Undir þetta samkomlag var skrifðað 27. febrúar 2009. Allir aðrir liðir samningsins halda þ.e orlofsuppbót hækkar o.svo fr. Skrifað var undir samning við OR og SA í apríl og er gildistími hans frá 1. maí 2008 til og með 31. desember 2010. Skrifað var undir skammtímasamninga við Ríkið & fjármálaráðherra 29.maí 2008. og gildir hann til 31. mars 2009. Samningar við Reykjavíkurborg voru undirritaðir 30. nóvvember 2008 og er gildistími hans frá 1. nóvember 2008 til 31. ágúst 2009 Samningar við launanefnd sveitarfélaga var undirritaðir 3. desember 2008 og er gildistíminn frá 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009. Endurskoðaður kjarasamningur við Faxaflóahafnir var undirritaður 26. febrúar 2009 og gildir til loka júní. Þessi endurskoðun kemur í kjölfar endurskoðunar á samningum SA við ASÍ. Það má segja að allir samningar séu í uppnámi þar sem menn vita ekki hver framtíðin verður á vinnumörkuðum á Íslandi. Trúnaðarráð var kallað saman tvisvar sinnum á liðnu starfsári. Í hið fyrra sinni 13. febrúar 2008 og mættu 18 af þeim 26 sem trúnaðarráð skipa. Að meðtalinni stjórn félagsins sátu fundinn 25 manns. Að þessu sinni var það „Þorragleði“ sem boðað var til, en það er orðin hefð hjá Verkstjórafélagi Reykjavíkur að


hafa „Þorragleði“ með trúnaðarráði annað hvert ár og hefur það mælst mjög vel fyrir. Seinni fundurinn var haldinn 17. mars 2008 og var fundarmönnum kynntur samningur milli Samtaka Atvinnulífsins og Verkstjórasambands Íslands. Lítil þátttaka var í þeim fundi, aðeins 8 manns mættu, þrátt fyrir að fundurinn væri auglýstur bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Þann 5. nóvember 2008 var svo „Opið hús“, þar sem Kristján Örn Sigurðsson frá Sameinaða lífeyrissjóðnum kom og fór yfir málefni varðandi lífeyrissjóðinn. Þetta mæltist vel fyrir og mættu 44 félagsmenn á fundinn. Engin námskeið voru haldinn árið 2008. Á árinu 2008 fengu 109 félagar íþróttastyrk og er það fjölgun um 23. Í dag getur félagsmaður fengið 12.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili. Heildarupphæð sem greidd var á árinu 2008 nam kr. 1.212.373.- en var árið 2007 kr. 703.650,-. Alls nýttu 4 félagsmenn sér styrk til heyrnartækjakaupa samtals að upphæð kr. 120.000,Til gleraugnakaupa nýttu 17 félagsmenn sér styrkinn eða samtals kr. 313.544,Á árinu 2008 fengu 12 félagsmenn fræðslustyrk frá Verkstjórafélagi Reykjavíkur að upphæð kr. 356.750,- og er hér um að ræða fjölgun um þrjá frá fyrra ári. Heildarstyrkir samkvæmt reikningum til námskeiða, íþrótta og tómstunda og til gleraugna- og heyrnartækjakaupa var kr. 1.645.917,- og er þetta svolítil hækkun frá árinu á undan. Jólatrésskemmtun var haldin 27.desember 2008 að Hótel Loftleiðum. Aðgangur var ókeypis fyrir félagsmenn og gesti þeirra en skemmtunin hefur verið vinsælasta samkoma félagsins. Fjármál orlofssjóðs eru mjög góð. Handbært fé er kr. 4,5 milljónir í lok reiknisárs 2008 en var kr. 3,8 milljónir árið 2007. Eignir orlofssjóðs eru kr.75,3 milljónir árið 2008 en voru kr. 60,5 milljónir árið 2007. Stjórn og trúnaðarráð ákváðu að selja Einsfold II á síðasta ári. Ákveðið var að bjóða uppá greiðslumiða í gistingu á Edduhótelin á landinu sumarið 2009 og gildir hver miði fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt. Hugmyndin er að hver félagsmaður kaupi 5 miða á 3.600,- kr. pr.nótt samtals 18.000 og skerðist þá punktastaða félagsmanns eins og um úthlutun á sumarbústað væri að ræða. Farnar hafa verið nokkrar vinnuferðir í Skorradal og í Vaðnesið. Á síðast ári voru keypt tvö lítil hús (5m²) og verða húsin notuð sem geymsluhús í Skorradal. Búið er að steypa undirstöður geymsluhússins við Einisfold I og skipta um parketið á svefnherbergisgólfi í orlofshúsinu en það skemmdist vegna vatnsleka úr sturtuherbergi.

Landsfundur VSSÍ var haldinn 17. maí 2008 að Grand Hótel Reykjavík. Í tilefni 70 ára afmælis VSSÍ þann 10. apríl 2008 var í lok landsfundar boðið til afmælishófs um kvöldið. Frá VFR mæta 10 fulltrúar á 33. sambandsþing VSSÍ, sem haldið verður á Hallormsstað 4. til 7. júní 2009. Sjö manna stjórn er sjálfkjörin en til viðbótar voru kosnir 3 þingfulltrúar og 3 til vara. Frá síðasta aðalfundi hefur margt gerst á Íslandi. Má þar nefna bankahrun með miklu atvinnuleysi, mikilli eignaupptöku á heimilum, fyrirtæki hafa hætt starfsemi og atvinnulífið er allt meira og minna lamað. Það er að bera í bakkafullan lækinn að fara að tíunda atburðarásina frá því bankahrunið varð í lok september. Stjórn VFR verður að horfast í augu við að framundan eru tímar sparnaðar og ráðdeildar. VFR gæti t.d þurft að hjálpa félagsmönnum sínum sem hafa lent í atvinnuleysi og fjárhagslegum vandræðum. Stjórnin leggur til félagsgjöld hækki ekki þetta árið en við það minnka tekjur VFR um rúmar 2. milljónir kr. Skipuð var afmælisnefnd til að sjá um undirbúning að 90. ára afmælishátíð VFR þann 3. mars síðast liðinn. Afmælishófið var haldið að Skipholti 50d laugardaginn 7. mars og stóð frá kl. 16:00 – 19:00. Um 90 félagar mættu í hófið og þáðu gestir smárétti ásamt léttum veitingum. Afmælisnefndina skipuðu þeir Jóhann Baldursson, Guðni Hannesson og Sigurður Harðarson. Stjórn félagsins skipa: Skúli Sigurðsson, formaður. Guðni Hannesson, varaformaður. Pálina K. Árnadóttir, ritari. Jóhann Baldursson, gjaldkeri. Jón Hersteinn Jónasson, meðstjórnandi. Atli Viðar Kristinsson, varamaður. Sigurður Harðarson,varamaður.

Verkstjórafélag Snæfellsness

Síðasti aðalfundur Verkstjórafélags Snæfellsness, var haldin 20. október 2008 í Stykkishólmi og mættu 20 VERKSTJÓRINN - 33


fÊlagsmenn å fundinn. FÊlagar í dag eru 160 en fÊlagið nÌr frå Gilsfjarðarbotni og út SnÌfellsnes. Með stjórn fÊlagsins starfar orlofshúsanefnd, sem sÊr um eigur fÊlagsins en ÞÌr eru tvÌr íbúðir í Reykjavík og sumarhús í Svartagili í Borgarfirði. à starfsårinu sendi fÊlagið út tvÜ dreifibrÊf með frÊttum og upplýsingum Þar sem fÊlagsmÜnnum var meðal annars kynntir mÜguleikar å að få leigð sumarhús hjå Üðrum fÊlÜgum, sem ekki fullnýta sín hús. �búðir fÊlagsins í Reykjavík hafa verið vel nýttar. FÊlagið hefur haft leiguskipti å annarri íbúðinni undanfarin sumur en nú var Ünnur íbúðin leigð í Þrjå månuði ån Þess að taka íbúð til endurleigu å móti. Eins og undanfarin år bauð fÊlagið uppå niðurgreidda leigu å tjaldvÜgnum til helminga å móti leigutaka en fÊlagið er með samning við Tjaldvagnaleigu Agnars, Stykkishólmi. Sumarhúsið í Svartagili hefur ekki verið nógu vel nýtt. Miklar endurbÌtur hafa verið gerðar å húsinu. Innifalið í leigunni er golfkort å golfvÜll, sem er í någrenninu og er Það von stjórnar að betri nýting fari að verða å húsinu. Hafi fÊlagsmenn åhuga å að sÌkja nåmskeið Þå greiðir fÊlagið niður nåmskeiðsgjaldið um kr. 20.000.à heimasíðu VSS� er heimasíða VerkstjórafÊlags SnÌfellsness vistuð og Þar må få nånari upplýsingar um fÊlagið og skoða myndir af og úr húsi fÊlagsins í Svartagili. HÊr að ofan hefur verið getið eigna fÊlagsins sem eru tvÌr íbúðir í à sholti í Reykjavík og sumarhús í Svartagili. à Þessu må sjå að stjórnin nýtir vel Þå fjårmuni sem atvinnurekendur greiða í orlofssjóð af fÊlagsmÜnnum. Stjórnin hefur Ìtíð kappkostað að gera eins vel og kostur hefur verið og Þar með sýnt fram å að Það sÊ Þess virði að vera fÊlagi í VerkstjórafÊlagi. Stjórn fÊlagsins skipa: Þorbergur BÌringsson, formaður. AndrÊs Kristjånsson, gjaldkeri. Unnur María Rafnsdóttir, ritari. Ægir H. Þórðarson, meðstjórnandi.34 - VERKSTJĂ“RINN

VerkstjĂłrafĂŠlag SuĂ°urnesja

FÊlagar í VerkstjórafÊlagi Suðurnesja voru, um síðustu åramót, 213 talsins. Karlar voru 181 og konur 32. Skattskyldir fÊlagsmenn eru 167. Aukning milli åra hefur verið aðeins minni nú en síðast liðin tvÜ år, eða aðeins sex fÊlagar. Frå síðasta aðalfundi, sem var 11.mars 2008, hefur margt gerst í samfÊlaginu. Hlutir sem við kannski såum ekki fyrir og komu okkur å óvart fyrir Það hvað Þeir voru samfÊlaginu dýrir og fólkinu erfiðir. Þarna er verið að tala um efnahagskreppuna sem brast å í byrjun október, hrun bankanna og stjórnarskiptin. Þessum efnahagsvandamålum hefur fylgt atvinnuleysi, fyrirtÌki hafa orðið gjaldÞrota fjårhags- og rekstrarlega. Sem dÌmi um atvinnuleysið Þå var fÊlagið hÊr å Suðurnesjum í fyrsta sÌti verkstjórafÊlaga, um åramót, hvað varðaði atvinnuleysi verkstjóra. à tta fÊlagar voru Þå ån vinnu og er Það mesti fjÜldi hjå verkstjórafÊlÜgum miðað við hÜfðatÜlu. � Þessum Þrengingum er fremur lítið sem fÊlagsstjórnin getur gert annað en vera til staðar og reyna að sýna skilning. Útleiga orlofshúsa fÊlagsins var rúmlega 61% å orlofstímanum. Það er nokkuð minna en vilji stjórnar stóð til. Helsta åstÌðan fyrir svo lågri tÜlu er sennilega íbúð fÊlagsins å EgilsstÜðum en aðeins fimm vikur eru leigðar å orlofstíma. Reynt hefur verið að selja íbúðina og að få Þå annað orlofshúsnÌði å vinsÌlli stað og Þå nÌr fÊlagssvÌðinu. ÞÌr tilraunir hafa ekki gengið enn sem komið er. Stjórn fÊlagsins hefur verið í sambandi við fasteignasÜlu, sem hefur verið að leita eftir rÊttri eign fyrir fÊlagið. Mikið er til af húsum, en akkilesarhÌllinn er að geta ekki selt íbúðina å EgilsstÜðum. Það er von stjórnar að sem flestir sÌki um að komast í vikufrí å Austurland nÌsta sumar eða Þar til íbúðin selst. BÌði Húsafell og Akureyri hafa staðið undir vÌntingum hvað varðar leigu å orlofstíma.


Almenn starfsemi og rekstur fÊlagsins hafa gengið mjÜg vel å síðasta åri. Fjårhagur er góður og Ünnur starfsemi hefðbundin. Um åramót hÜfðu tvÜ fyrirtÌki orðið gjaldÞrota Þar sem fÊlagsmenn voru starfandi. Hvað svo sem framtíðin kann að bera í skauti sÊr Þå verður að taka å målum hvernig svo sem allt fer. Hvergi er betra að vera en í VerkstjórafÊlagi, fÊlagi stjórnenda. Låtum Þå heyra sem ekki hafa enn hÜndlað Þann sannleika. Stjórn fÊlagsins skipa: Úlfar Hermannsson, formaður. Valur à rmann Gunnarsson, varaformaður. Birna SigbjÜrnsdóttir, ritari. Ingvar Jón Óskarsson, gjaldkeri. Halldór Guðmundsson, meðstjórnandi. SvanbjÜrg K. Magnúsdóttir, meðstjórnandi.

VerkstjĂłrafĂŠlag SuĂ°urlands

AĂ°alfundur „VarĂ°ar fĂŠlags stjĂłrnenda ĂĄ SuĂ°urlandi“ var haldinn ĂĄ Selfossi 21. aprĂ­l 2009 og var Ăśll stjĂłrn Ăžess endurkjĂśrin. LiĂ°iĂ° starfsĂĄr hefur mikiĂ° snĂşist um byggingu ĂĄ nĂ˝ju orlofshĂşsi fĂŠlagsins og sĂślu hĂşssins ĂĄ Laugarvatni. Ă kveĂ°iĂ° var ĂĄ aĂ°alfundi 2007 aĂ° byggja nĂ˝tt orlofshĂşs. Ă? framhaldi Ăžess var samiĂ° viĂ° S.G. HĂşs ĂĄ Selfossi um byggingu hĂşssins og aĂ° ĂžaĂ° yrĂ°i tekiĂ° Ă­ notkun ĂĄ sextugasta afmĂŚlisĂĄri fĂŠlagsins voriĂ° 2008 en ĂžaĂ° var stofnaĂ° Ă­ desember 1948. HĂşsinu hefur veriĂ° gefiĂ° nafn og heitir ĂžaĂ° BirkihlĂ­Ă°. OrlofshĂşsiĂ° aĂ° Laugarvatni var selt Ă­ jĂşnĂ­ 2008 og slapp fĂŠlagiĂ° ĂžvĂ­ meĂ° sĂśluna rĂŠtt fyrir kreppu. FĂŠlagiĂ° ĂĄ Ă­búð ĂĄ Akureyri sem leigĂ° er Ăşt Ă­ fastri leigu frĂĄ september til maĂ­ ĂĄr hvert og eru leigutekjur notaĂ°ar til aĂ° greiĂ°a niĂ°ur gistingu ĂĄ hĂłtelum Icelandair. Ă? tilefni afmĂŚlisins gaf fĂŠlagiĂ° LjĂłsheimum, sem er langlegudeild viĂ° SjĂşkrahĂşs SuĂ°urlands, kr. 500.000,til nota Ă­ tĂłmstundarstarfi vistmanna.

FjĂĄrhagur fĂŠlagsins er traustur Þó lĂ­tiĂ° sĂŠ Ă­ kassanum ĂĄ Ăžessu ĂĄri vegna mikilla framkvĂŚmda en ĂžaĂ° horfir til betri vegar og verĂ°ur fĂŠlagiĂ° komiĂ° ĂĄ nokkuĂ° gott rĂłl Ă­ ĂĄrslok 2009. Nokkur fjĂślgun hefur veriĂ° Ă­ fĂŠlaginu og eru fĂŠlagar nĂş 221 Ăžar af 198 virkir. FĂŠlagsgjaldiĂ° er 0,70% af launum og er meĂ° lĂŚgstu gjĂśldum stĂŠttarfĂŠlaga Ă­ landinu. FĂŠlagsgjaldiĂ° tekur miĂ° af launum manna og ef Ăžau lĂŚkka eins og nĂş er kemur ĂžaĂ° Ăžeim til góða aĂ° fĂŠlagsgjaldiĂ° fylgi Ăžar meĂ°. AĂ° sama skapi lĂŚkka tekjur fĂŠlagsins en ĂžaĂ° er ĂžaĂ° sem flestir mega bĂşa viĂ° Ă­ Ăžeim Ăžrengingum sem yfir landiĂ° gengur. FĂŠlagiĂ° rekur skrifstofu aĂ° Austurvegi 56 Selfossi en Ăžar eru FĂŠlag iĂ°n- og tĂŚknigreina, BĂĄran, VerslunarmannafĂŠlag SuĂ°urlands og VinnumĂĄlastofnun til hĂşsa. ĂžaĂ° hefur orĂ°iĂ° mikil fjĂślgun Ă­ fĂŠlaginu frĂĄ ĂžvĂ­ er viĂ° opnuĂ°um skrifstofu og rĂŠĂ°um JĂłnĂ­nu HalldĂłru JĂłnsdĂłttur Ă­ hluta starf ĂĄ skrifstofu fĂŠlagsins. Starf hennar er aĂ° sinna fĂŠlagsmĂĄlunum og fĂŚra bĂłkhald fĂŠlagssjóðs en innheimtan er hjĂĄ VSSĂ? og telur stjĂłrnin ĂžaĂ° mjĂśg farsĂŚlt fyrir fĂŠlĂśgin aĂ° hafa Ăžann hĂĄtt ĂĄ. FĂŠlagiĂ° ĂĄ og rekur menntasjóð, sem styrkir aldraĂ°a fĂŠlaga til tĂłmstunda og almenna fĂŠlaga til nĂĄms sem styrkir Þå Ă­ starfi. Til Ăžessa mĂĄlaflokks var ĂĄriĂ° 2008 variĂ° kr. 381.000,- en tekjur sjóðsins voru kr. 537.000,-. NĂş hefur fĂŠlagiĂ° endanlega gengiĂ° frĂĄ nĂ˝rri Ă­mynd og Ăştliti en ĂĄ aĂ°alfundi var samĂžykkt nĂ˝tt lĂłgĂł og er Ăžar meĂ° lokiĂ° aĂ°skilnaĂ°i ĂĄ milli gamla og nĂ˝ja heitisins. „VerkstjĂłrafĂŠlag SuĂ°urlands, fĂŠlag stjĂłrnenda“ er endanlega lagt niĂ°ur en viĂ° tekur „VĂśrĂ°ur, fĂŠlag stjĂłrnenda ĂĄ SuĂ°urlandi“. Teknir hafa veriĂ° Ă­ notkun nĂ˝ir borĂ°fĂĄnar svo og brĂŠfsefni og annaĂ° ĂžaĂ° er fylgir ĂžvĂ­ aĂ° skipta um nafn ĂĄ fĂŠlaginu. FĂŠlagiĂ° vill hvetja Ăśnnur fĂŠlĂśg til aĂ° hefja Ăžennan feril aĂ° taka upp nĂ˝ nĂśfn og nĂ˝ja Ă­mynd fyrir nĂ˝ja tĂ­ma, sem betur lĂ˝sa ĂžvĂ­ sem fĂŠlĂśgin standa fyrir. StjĂłrn fĂŠlagsins skipa: JĂłn Ă“lafur VilhjĂĄlmsson, formaĂ°ur. Torfi Ă skelsson, varaformaĂ°ur. Birkir PĂŠtursson, ritari. Sveinn ÞórĂ°arson, gjaldkeri.

 VERKSTJĂ“RINN - 35


VerkstjĂłrafĂŠlag VestfjarĂ°a

Starfsemi fÊlagsins hefur verið með hefðbundnum hÌtti. à starfsårinu voru haldnir tveir stjórnarfundi auk fjÜlda tÜlvupósta, sem gengu å milli stjórnarmanna. Skråðir fÊlagar um åramót voru 62 talsins. Karlar voru 59, konur 3 og aldraðir 8. Skattskyldir fÊlagar eru 54. Fjårhagsleg staða fÊlagsins breyttist verulega å Þessu åri frå Því að vera ågÌt í að vera óviðunnandi og er Það landsÞingið, sem haldið var å fÊlagssvÌðinu å síðasta åri sem er fÊlaginu Þungur baggi. FÊlagsgjÜld eru kr. 2000,- å månuði og hafa Þau verið eins í 10 år eða lengur. � dag eru fÊlagið að greiða kr. 803,- fyrir hvern fÊlaga til VSS�, sem eru 40% af fÊlagsgjÜldunum en årið 2008 voru greiddar kr. 657,- fyrir hvern fÊlagsmann, sem var 33% af fÊlagsgjÜldum. Bregðast verður við Þessari hÌkkun å aðildargjÜldum og vegna slÌmri fjårhagsstÜðu fÊlagsins með hÌkkun fÊlagsgjalda. Önnur råð eru ekki tiltÌk. Leiga å orlofsíbúð fÊlagsins í Gullsmåra hefur gengið vel en ef reikningar eru skoðaðir Þå sÊst að leigutekjur eru lÌgri en rekstrarkostnaður Þannig að við Því verður að bregðast. Stjórn fÊlagsins skipa: Sveinn Guðjónsson, formaður. Småri Garðarsson, varaformaður. Guðmundur à sgeirsson, gjaldkeri. à sdís Hansdóttir, ritari. GrÊtar Schmidt, meðstjórnandi.

VerkstjĂłrafĂŠlag NorĂ°urlands vestra

Aðalfundur fÊlagsins verður haldinn 22. maí að Sólvík å Hofsósi. StarfsvÌði nÌr frå Hrútafjarðarbotni að TrÜllaskaga og er stafsemi fÊlagsins er sama hÌtti og fyrri år. Fjårhagstaða fÊlagsins er góð og innheimta í góðu lagi. Leiga å orlofshúsi fÊlagsins gengur vel og fer vaxandi. Verið er að skoða fleiri mÜguleika í orlofsmålum fÊlagsmanna svo sem kaup å heilsårshús eða íbúð í Reykjavík. Atvinnuåstand til åramóta er gott å fÊlagssvÌðinu en nú eru ýmsar blikur å lofti. Nokkuð hefur verið sótt í sjúkrasjóð og menntunarsjóð VSS� af fÊlagsmÜnnum. Allmikil umrÌða var um breytingu nafni fÊlagsins å síðast aðalfundi en ekkert var åkveðið í Þeim målum. Stjórn fÊlagsins skipa: HÜrður Þórarinsson, formaður. Víglundur R. PÊtursson, varaformaður. Ragnar à rnason,, gjaldkeri. Stefån Hafsteinsson ritari.

VerkstjĂłrafĂŠlag Vestmannaeyja

 AĂ°alfundur VerkstjĂłrafĂŠlags Vestmannaeyja var haldinn 26. aprĂ­l 2009. FĂŠlagar um liĂ°in ĂĄramĂłt voru 93 talsins, 88 karlar og 5 konur. Af Ăžessum fjĂślda eru 76 gjald36 - VERKSTJĂ“RINN


skyldir og 17 gjaldfríir. FÌkkað hefur í fÊlaginu frå nÌstliðnum åramótum um 15 manns. Bókaðir stjórnarfundir voru Þrír å síðasta åri auk óformlegra funda. Innheimta fÊlagsgjalda var góð å årinu svo og orlofsgjalda. à aðalfundinum var åkveðið að hÌkka årgjaldið í kr. 21.600,- eða kr. 1.800,- å månuði. Einnig var åkveðin hÌkkun å leigugjaldi fyrir sumarhúsið Hvíld. Vikuleigan fyrir fÊlagsmenn verður kr. 22.000,- en fyrir utanfÊlagsmenn kr. 26.000,-. Helgarleiga frå fÜstudegi til og með månudegi verður fyrir fÊlagsmenn kr. 12.000,- en utanfÊlagsmenn kr. 16.000,- . Orlofshúsið Hvíld var leigt í 113 daga å årinu sem svarar til 14 vikna leigu. Helgarleigur voru fimm, sem er 35 dÜgum minna en årið åður. à årinu 2008 var unnið að stofnun starfsendurhÌfingar í Vestmannaeyjum, sem fÊkk vinnuheitið Starfsorka. Að Þessu starfi komu fulltrúar helstu hagsmunaaðila svo sem Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Viska frÌðslu og símenntunarstÜð VestmannaeyjabÌjar, Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum að viðbÌttum fulltrúum stÊttarfÊlaga og atvinnulífs í Vestmannaeyjum. AtvinnuÞróunarfÊlag Suðurlands vann nåið með starfshópnum að framgangi verkefnisins. Ljóst er að brotthvarf að vinnumarkaði getur haft mjÜg neikvÌð åhrif å líf fólks og lífsgÌði. Afar mikilvÌgt er Því að skapa mÜguleika å að geta gripið snemma inn í ferlið með starfsendurhÌfingu Þannig að viðkomandi verði ekki Üryrki fyrir lífstíð vegna skorts å úrrÌðum til endurhÌfingar. Slíkt er bÌði einstaklingnum og samfÊlaginu dýrkeypt. Til að hamla gegn Þessari Þróun er nú vaxandi åhersla lÜgð å að efla fólk og styrkja með starfsendurhÌfingu. Starfsorka var stofnuð 23. janúar 2009. VerkstjórafÊlag Vestmannaeyja er stofnaðili að Starfsorku með kr. 100.000,- stofnframlagi. Stjórn fÊlagsins skipa: BorgÞór Eydal Pålsson, formaður. Gunnar Geir Gústafsson, gjaldkeri. Einar Bjarnason, ritari. Alexander Matthíasson, meðstjórnandi. Víkingur Smårason, meðstjórnandi.VerkstjórafÊlagið Þór

Aðalfundur VerkstjórafÊlagsins Þórs var haldinn 31. apríl 2009 í fundarsal HÊðins Hafnarfirði. FÊlagsmenn voru 90 talsins um síðustu åramót. Gjaldskyldir eru 64 fÊlagsmenn hjå 41 fyrirtÌki. Tveir nýir fÊlagar gengu í fÊlagið å årinu og Þrír voru feldir af fÊlagaskrå Þar sem Þeir voru komnir í Ünnur stÜrf. Starfsårið var fÊlaginu frekar erfitt vegna veikinda formanns. Innheimta fÊlagsgjalda gekk sÌmilega, fjårhagurinn í góðu jafnvÌgi og er fÊlagið skuldlaust. Ritari og gjaldkeri såtu landsfund Verkstjórasambandsins å Grand Hótel í Reykjavík, sem haldinn var 17 maí 2009 og í framhaldi hans einnig 70 åra afmÌlisfagnað VSS� å sama stað. Þar var fyrrverandi formaður fÊlagsins, Snorri Guðmundsson, gerður að heiðursfÊlaga Verkstjórasambandsins åsamt Üðrum. Gjaldkeri samdi við skrifstofu Verkstjórasambandsins um að skrifstofan tÌki að sÊr alla innheimtu iðngjalda fyrir fÊlagið og er Það komið í góðan farveg núna. Rekstur sumarhúsa var sÌmilegur årið 2008. Sumarútleigan ågÌt en helgarleigan lakari. Það óhapp varð í október 2008 að Það fraus í lÜgnum í húsi nr.4. Þar sem leiðbeiningum var ekki fylgt. Lokað var fyrir hitan í húsinu í frostakafla og af varð vatnstjón er hiti var settur å Það aftur. Skipta Þurfti um parket og laga lagnir. FÊlagið var vel tryggt fyrir Þessu óhappi og var tjónið að fullu bÌtt eftir åramótin. Hitaveitan setti upp hemil å heita vatnið í orlofshúsin í vetur. Við Það minnkaði Það magn af heitu vatni sem fÊlagið hafði haft til afnota og varð að få viðbótar vatnsmagn. Vegna Þessa mun hitavatnsreikningurinn hÌkka nokkuð og verður að taka mið af Því við verðlagningu sumarútleigu. Stjórn fÊlagsins skipa: Rúrik Lyngberg Birgisson, formaður. Magnús Þórsson, varaformaður. Ægir BjÜrgvinsson, ritari. Haukur Júlíusson, gjaldkeri. à rni Ingólfsson, meðstjórnandi. VERKSTJÓRINN - 37


Verkstjórafélag Reykjavíkur 90 ára Frá austfjörðum. Ljósm. ÁBÁ.

„Á öndverðu ári 1919 hófust nokkrir verkstjórar í Reykjavík handa um að beita sér fyrir félagsstofnun. Hinn 12 febrúar efndu þeir til fundar í húsi K.F.U.M. og boðuðu á þann fund alla verkstjóra í Reykjavík er til náðist. Eigi hefur verið bókað hverjir fundarboðendur voru en heima hjá Bjarna Péturssyni, verkstjóra Þingholtsstræti 8 höfðu nokkrir verkstjórar komið saman í byrjun ársins og rætt um nauðsyn félagsstofnunar. Fundarefnið var tillaga um það að verkstjórar í Reykjavík mynduðu með sér félag í því skyni að efla samvinnu meðal verkstjóra og hrinda í framkvæmd málum, er orðið gætu til gagns og þrifa fyrir stéttina. Var fundurinn því eindregið fylgjandi að hugmynd þessi gæti hið fyrsta komið til framkvæmda. Kaus hann í því skyni 5 manna undirbúningsnefnd til að beita sér fyrir stofnun slíks félags og semja frumvarp að lögum þess. Að undirbúningi loknum skyldi nefndin boða til stofnfundar. Í nefndina voru kosnir: Bjarni Pétursson, Jón Jónatansson, Jóhannes Hjartarson, Jón Magnússon, Jónbjörn Gíslason.“ Svo segir í 60 ára riti Verkstjórafélags Reykjavíkur sem ritstýrt var af Adolf J. E. Petersen. Stofnfundurinn var síðan haldinn í húsi K.F.U.M. 9 mars 1919. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu formaður Bjarni Pétursson, ritari Jón Jónatansson, féhirðir 38 - VERKSTJÓRINN

Jóhannes Hjartarson, varaformaður Jónbjörn Gíslason, varaféhirðir Jón Erlendsson og vararitari Pétur Hansson. Endurskoðendur voru kosnir Ari Antonsson og Chr. Nielsen. Á þennan fund mættu 22 verkstjórar, sem allir teljast stofnfélagar Verkstjórafélags Reykjavíkur. Á fyrsta fundi V.F.R. kom fram tillaga þess efnis að félagið beitti sér fyrir því að kom á föstum matmálstímum. Einnig kom fram tillaga um að félagið kæmi sér upp sjóði til sjúkra- og slysatrygginga. Strax á fyrsta starfsári var stofnaður styrktarsjóður og var hann aðallega ætlaður til aðstoðar mökum verkstjóra við fráfall þeirra og eins ef verkstjórar ættu við erfið veikindi að stríða. Þessi styrktarsjóður er starfræktur enn þann dag í dag. Stjórn félagsins kom sér saman um ákveðna kaffi og matatíma á ákveðnum tímum og sendi þessa tillögu til vinnuveitenda og Dagsbrúnar en undirtektirnar voru afar neikvæðar. Þetta var rætt á fundi félagins 8. janúar 1920 og var þar samþykkt að strax næsta dag skyldu verkstjóra láta tillögu sína koma til framkvæmda. Er skemmst frá því að segja að á skömmum tíma tókst verkstjórum með ákveðnu og samstilltu átaki að koma á föstum matar- og kaffitímum. Árið 1920 hóf V.F.R. að beita sér fyrir byggingu skýlis


við Reykjavíkurhöfn fyrir verkamenn og aðra, sem þar störfuðu og 1923, nánar tiltekið 24. febrúar, var verkamannaskýlið tekið í notkun. Árið 1927 mun því fyrst hafa verið hreift að fá V.F.R. löggilt líkt og félög iðnaðarmanna. Það var síðan reynt með ýmsu móti t.d. með stuðningi alþingismanna o.fl. en tókst aldrei. Árið 1929 var farið að ræða við Vinnuveitendafélagið og fá það til þess að viðurkenna V.F.R. sem samningsaðila um sumarleyfi, veikindafrí o.fl.. Þessu var þunglega tekið og stóð í þrefi í 5 ár. Í mars 1935 náðist samningur, einskonar vináttusamningur, en engin voru þar ákvæði um kaup og kjör. Hinsvegar voru ákvæði um nokkur fríðindi s.s. sumarfrí, veikindadaga og uppsagnarfrest. Stjórn Verkstjórafélag Reykjavíkur tók hugsanlega stofnun verkstjórasambands fyrir á fundi 1. desember 1934. Það var þó ekki fyrr en 10. apríl 1938 að 23 menn innan V.F.R. stóðu ásamt 21 landsbyggðarverkstjóra að stofnun Verkstjórasambands Íslands. Á félagsfundi í Verkstjórafélag Reykjavíkur 4. nóvember 1944 var samþykkt að ganga sem deild inn í Verkstjórasamband Íslands upp úr næstu áramótum. Inntökubeiðni félagsins var einróma samþykkt af stjórn Verkstjórasambandsins 10. janúar 1945. Í allmörg ár sá V.F.R. um alla kjarasamninga fyrir félagsmenn en nú er samningsumboðið hjá Verkstjórasambandi Íslands en félagsmenn V.F.R. vinna þar að samningagerðinni ásamt öðrum. Árið 1922 kom fram tillaga um að gefa út blað sem málgagn félagsins en eftir langa og árangurslausa baráttu lauk þeirri tilraun 1936 nær eingöngu vegna þess að enginn fékkst til þess að ritstýra blaðinu. Árið 1939 stofnuðu eiginkonur verkstjóra með sér samtök sem þær kölluðu Kvennadeild V.F.R. og var stofnfundurinn á 20 ára afmælisdegi verstjórafélagsins. Þessar konur beittu sér í ýmsum málum til hagsbóta fyrir eiginmenn sína og V.F.R. Má þar nefna félagsfána, sem þær létu hanna og gera og gáfu verkstjórafélaginu. Þessi fáni er til enn þó nýr hafi verið saumaður. Árið 1978 var starfsemi Kvennadeildarinnar endanlega lokið en þá hafði ekki verið haldinn fundur í nokkur ár. Heimilissjóður Verkstjórafélags Reykjavíkur var stofnaður 1949 með það að markmiði að koma upp félagsheimili fyrir félagið. Árið 1956 er 3. hæðin að Skipholti 3 keypt og síðan leigð út en í júní 1663 flytur félagið í eigið húsnæði. Aðalfundur félagsins var í fyrsta sinn haldinn í húsnæðinu 19. maí 1974 og þar var starfsemi félagsins þar til flutt var í núverandi húsnæði að Skipholti 50d. Verkstjórasambandið hafði aðstöðu hjá V.F.R. þar til sambandið flutti í eigið húsnæði.

Á félagsfundi í nóvember 1935 er fyrst rætt um sumardvalarstað fyrir verkstjóra og er þessu máli hreift öðru hvoru þar til að keyptur var sumarbústaður 1973 við Skorradalsvatn. Nú eru orlofshús V.F.R. fjögur. Tvö við Skorradalsvatn í landi Indriðastaða og tvö í landi Vaðnes í Grímsnesi. Félagið átti hlut í jörðinni Borgarholt í Stokkseyrarhreppi og var þar með tvö hús en staðurinn var ekki vinsæll af félagsmönnum og var eignin seld og keypt í Vaðnesi. Árið 1950 var V.F.R. úthlutað landi í Heiðmörk og á fyrsta ár voru gróðursettar 3525 plöntur, 1952 voru gróðursetta 10000 plöntur og í lok árs 1954 er búið að gróðursetja 32925 plöntur. Verkstjórafélagið hefur alla tíð haldið jólatrésskemmtanir fyrir börn félagsmanna og hafa þær verið vel sóttar sérstaklega áður fyrr þegar minna var um afþreyingu en þá voru árshátíðir félagsins vinsælar. Margt fleira mætti skrifa um þetta félag, sem að mínu mati ber aldurinn vel og á vonandi eftir að standa af sér áróður breytingasinna. Merkið hefur dugað vel og mun gera um ókomin ár. Högni Jónsson

Félag stjórnenda á Suðurlandi Á 33. þingi VSSÍ tróð Jón Ó. Vilhjálmsson upp í ræðustól og tilkynnti þingheimi nafnabreytingu á Verkstjórafélagi Suðurlands, sem nú heitir „Vörður. Félag stjórnenda á Suðurlandi“. Í tilefni þessa afhenti Jón öllum formönnum aðildarfélaganna hinn nýja borðfána félagsins. Fram kom í máli Jóns að mikil aukning hefði orðið í félaginu að undanförnu og þakkaði það meðal annars nafnbreytingunni. Einnig gat hann þess að félagið væri nú sýnilegra með föstum starfsmanni og skrifstofu á Selfossi og að unnið hafi verið að kynningu á félaginu, sem þó væri hvergi lokið. Í lokahófi þinghalds mátti sjá þess stað að félagaaukning í „Verði. Félagi stjórnenda á Suðurlandi“ var ekki orðum aukin hjá Jóni því félagið hlaut bikar þann sem veittur er því félagi, sem mest eykur félagatölu sína á milli þinga. ÁBÁ.

VERKSTJÓRINN - 39


3X Technology Fyrirtækið 3X Technology var stofnað árið 1994 á Ísafirði, undir nafninu 3X Stál. Í upphafi byggðist fyrirtækið á hönnun og framleiðslu á búnaði úr ryðfríu stáli og þjónustu við sjávarútvegsfyrirtækin, einkum rækjuverksmiðjurnar, á Ísafirði og nágrenni. Farið var að huga að markaðssókn erlendis þegar árið 1997 og hófst útflutningur til Kanada síðla á því ári. Árið 1999 opnaði 3X söluskrifstofu í Kanada vegna mikilla verkefna í uppbyggingu rækjuiðnaðar þar. Frá árinu 2002 tengdust megin verkefni fyrirtækisins innleiðingu á heildarlausnum í móttöku og karameðhöndlun fyrir rækju og bolfisk. Árið 2006 kynnti 3X nýja gerð uppþýðingarkerfa fyrir fiskblokkir, sem eru nú í notkun víða í Evrópu. Sama ár kynnti 3X heildarlausn í vinnslu á fiskmarningi, sem skilar mun hærra afurðaverði en hefðbundnar aðferðir. Árið 2006 hlaut 3X Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir ágætan árangur, sem fyrirtækið hafði náð á skömmum tíma í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnaðinn. Árið 2007 var nafni fyrirtækisins breytt í 3X Technology, með aukinni áheyrslu á erlenda markaði, einkum Evrópu. 3X Technology býður upp á úrval af lausnum fyrir matvælaiðnað, bæði stöðluðum og sérhæfðum. Hjá 3X vinnur hópur tæknimanna, hönnuða og ráðgjafa með mikla reynslu við að innleiða og sérsníða lausnir fyrir matvælavinnslu. Hér á eftir fylgir saga af fyrsta útflutningi 3X, sem Jóhann Jónasson framkvæmdastjóri fyrirtækisins flutti við opnun vefsíðunnar bjartsýni.is í desember 2008. 40 - VERKSTJÓRINN

Sagan af 3X Technology og fyrsta útflutningnum Upphafsár (1994) nýsköpunar og tæknifyrirtækisins 3X Technology (3X) snerust um að skapa félaginu orðspor sem úrræðagóðum og sveigjanlegum vélbúnaðarframleiðanda, sem gæti uppfyllt ströngustu kröfur Íslensks sjávarútvegs. Markmiðið með stofnun litla félagsins var að skapa fáein störf í litlu sjávarplássi þar sem mikil verkþekking í vinnslu sjávarfangs væri til staðar, sem gæti nýst til að byggja upp nýjan atvinnuveg og skapa ný störf, með öðrum orðum var því sannkölluð nýsköpun. Eigendurnir voru þrír ungir menn (þessir 3X) og höfðu sammælst um að ef lítið yrði um verkefni í litla

Fyrsta húsnæðið.


fyrirtækinu myndu þeir skiptast á vinnunni og yrði þá einn heima á meðan hinir tveir ynnu fyrirliggjandi verkefni. Það reyndi víst aldrei á það því nóg var um að vera í 100 fermetra húsnæðinu, sem fékkst leigt frá gömlu skipasmíðastöð bæjarins. Skipasmíðastöðin hafði ekki lengur þörf fyrir þetta litla sérstæða húnsæði og hugðust menn þar einbeita sér að skipasmíðum og láta þessum ungu mönnum eftir vannýtta aðstöðu. Aðstaðan bauð upp á fáein gömul járnsmíðaverkfæri, sem máttu muna fífil sinn fegri. Einnig fylgdi með í leigunni gamalt skrifborð, sem enn geymdi áralanga samskiptasögu skipasmíðastöðvarinnar, sem þá fóru greiðast í gegnum faxtæki félagsins, því engin internet tenging var komin til skjalanna. Efst í nokkurra blaða stafla í skrifborðskúffunni var eitt tiltölulega nýtt skeyti til skipasmíðastöðvarinnar eða svona rétt liðlega sex mánaða gamalt. Nánar tiltekið var þetta fyrirspurn um vélbúnað frá Kanadísku ráð-

Sjúkrabíllinn.

gjafafyrirtæki, sem var að reisa rækjuverksmiðju í Quebec í Kanada. Ráðgjafafyrirtækið hafði haft spurnir af vél einni sem skipasmíðastöðin sáluga hafði eitt sinn framleitt, en einhverra hluta vegna ekki viðhaldið þróun á og því hafi vélin hætt að seljast og þar með talin einskins verð. 3X hafði nýlega tekið vélina uppá sína arma og endurhannað fyrir ný verkefni og viti menn, vélin fór að seljast á nýjan leik. Það bar vott um þó nokkra bjartsýni svo ekki sé meira sagt að horfa á hálfsárs gamalt faxskeyti, sem stílað hafði verið á annað fyrirtæki og í framhaldinu senda svartilboð í gegnum faxtækið á umbeðinni vöru til aðila hinumegin við Atlantshafið. Félagarnir urðu enn meira hissa þegar veggsíminn inni á gangi hringdi og hvell rödd mælti hraða og skýra „Kanadísku“ og lýsti áhuga á að fá vöruna keypta ef að félagarnir gætu afhent hana á einni viku yfir hafið. Enn

Fyrsta útflutningsvélin.

jókst bjartsýni meðal félaganna. Ætti þetta ekki að vera neitt mál, einungis eftir að hanna vélina í rétta stærð, smíða gripinn, pakka inn og senda af stað út í heim, rétt liðlega 8000 km. með fraktflugi (Ísland-Belgía-Kanada). Lögð var nótt við dag við smíði vélarinnar. Rúmlega viku síðar á umsömdum útskipunardegi voru góð ráð dýr því á þessum árstíma, sem var um miðjan vetur vestur á fjörðum, mátti búast við snjóstormum með ofankomu og viðeigandi ófærð. Stormur var skollinn á og hin versta ófærð innanbæjar. Svo bar við að húsnæði litla fyrirtækisins var staðsett á syðsta odda bæjarins þar sem lítil önnur starfsemi fór fram og heyrði til undantekninga ef að vegurinn niður eftir væri ruddur. Nánast ófært var orðið um morguninn og flutningsaðilinn treysti sér ekki í að sækja vöruna sökum ófærðar niður eftir. Félagarnir höfðu fyrr um haustið fjárfest í forláta þjónustubifreið sem hafði drif á öllum hjólum, enda gamall Amerískur eðalsjúkrabíll með öllum græjum. Ekki var möguleiki á að koma vélinni inn í sjúkrabílinn þar sem áður voru lagðar inn sjúkrabörurnar því vélin var helst til of stór eftir að henni hafði verið pakkað inn í myndarlegan trégrindarkassa. Ákveðið var að smíða í snatri einhverskonar stálskíði undir kassann og var hann síðan hengdur aftan í sjúkrabílinn, sem dró vélina af verksmiðjugólfinu, í gegnum fyrsta snjóhaftið framan við útkeyrsludyrnar og út úr húsinu. Síðan öslaði sá gamli undir fullum ljósum í gegnum ófærðina með þennan einkennilega farm í eftirdragi. Eftir klukkustundar bras, og um það bil 500 metra vegalengd, náðist að koma fyrsta útflutningi félagsins um borð í flutningabílinn til Reykjavíkur. Þeir stóðu opinmynntir mennirnir á flutningamiðstöðinni þegar við mættum með herlegheitin og umbúðirnar minntu meira á illa heppnaðan heimasmíðaðan sleða en einhverja VERKSTJÓRINN - 41


Starfsfólk 3x Stál.

hátæknivöru á leiðinni út í heim. Nóttin eftir var síðan nýtt í tollskýrslugerð og tilheyrandi pappírsvinnu og vélin náði á tilsettum tíma til viðskiptavinarins í Quebec í Kanada. Þessi fyrsti útflutningur frá 3X var lærdómsríkur og mun seint líða þátttakendum úr minni. Dýrmæt lexía hafði verið numin. Meðal annars að menn höfðum ekki hugmynd um hvernig standa ætti að útflutningi. Einnig hitt að fátt stendur manni í vegi þegar, trú, vilji og bjartsýni mætast. En 3X stefndi hærra. Tveimur árum síðar hófst út-

Undir hælinn lagt 7

42 - VERKSTJÓRINN

flutningur félagsins með formlegum hætti. Þá var starfsemin flutt upp í bæ, nær flutningsaðilanum og sjúkrabíllinn seldur. Haustið 2007 unnu um 50 manns hjá fyrirtækinu en eftir niðurskurð á þorskkvóta og hræringar í efnahagsumhverfinu hefur þurft að draga saman seglin og í dag starfa um 35 manns hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið starfrækir söluskrifstofu á höfuðborgarsvæðinu og er með umboðsmenn í Kanada, Bretlandi og Spáni. Fyrirtækið þróar og selur margs konar tæki og tækjalausnir fyrir matvælaiðnað og er um 30% af veltu sala á innanlandsmarkað en um 70% af veltu er sala á erlenda markaði. Helstu vörulínur eru uppþýðingakerfi, kæli- og blóðgunartankar ásamt vinnslulausnum í fiskiskip, karakerfi sem skiptast í karameðhöndlunar-, flutnings- og þvottakerfi, rækjuvinnslulausnir eins og skelblásara og íshúðunartæki og marningskerfi, sem miða að aukinni verðmætasköpun með betri nýtingu á marningi. Fyrirtækið vinnur mikið með viðskiptavinum að þróun svokallaðra heildarlausna þar sem viðskiptavinir fá fyrirtækið til að hanna og halda utan um, smíða og setja upp tækjabúnað fyrir nýja verksmiðju nú eða gagngerum endurbótum á gömlum og úreltum búnaði.


Íslenski fáninn

Málmey. Ljósm. ÁBÁ.

Á Suðurbraut 9 á Hofsósi er rekið fyrirtæki sem heitir „Íslenska fánasaumastofan“. Við eftirgrennslan kemst ég að því að framkvæmdastóri er Guðrún Þorvaldsdóttir, sem býr ásamt manni sínum, Valgeiri Þorvaldssyni, forstjóra Vesturfarasetursins, á Vatni 7 km. norðan við Hofsós. Auk stöðu framkvæmdastjóra saumastofunnar þá sér Guðrún einnig um bókhald Vesturfarasetursins á Hofsósi og saman reka hjónin „Ferðaþjónustuna á Hofsósi“, sem hefur yfir að ráða 50 gistirúmum á sjö stöðum í kauptúninu. Guðrún segir mér að „Íslenska fánasaumastofan“ sé

einkahlutafélag og hluthafar séu Guðrún Valgeir, tveir bræður hans ásamt Þorvaldsdóttir. tveimur öðrum góðum mönnum. Hlutverk Guðrúnar sem framkvæmdarstjóra er víðfeðmt þar sem hún sér einnig um sölu- og markaðsmál, bókhald og fjármál. Fánaefnið er keypt frá Ellingsen í Reykjavík og það fyrirtæki er einnig stærsti söluaðilinn og selur um 1000 fána á ári. Alls framleiðir saumastofan 3000 til 4000 fána og veifur árlega. Erlendir túristar, sem skoða saumastofuna, kaupa gjarnan fána. Þeir eru snortnir yfir því að geta keypt fánann þar sem hann er framleiddur. Innlendum ferðalöngum finnst framleiðslan merkileg og lítur gjarnan við og kaupir fána. Í upphafi var þessi framleiðsla hjá Ullarverksmiðjunni Gefjun á Akureyri og þar var fáninn saumaður. Frá Akureyri fór starfsemin til Hofsóss og rak Svanhildur Guðjónsdóttir saumastofuna fyrir kaupfélagið á staðnum í áratugi. Árið 1997 tók nefnt einkahlutafélag við rekstrinum og hefur annast hann síðan. Framleiðslan hefur hlotið lof fyrir einstök gæði og góða endingu. Þó að ekki sé til að dreifa löggildingu eða einkaleyfi VERKSTJÓRINN - 43


Suðurbraut 9, Hofsósi.

þá er „Íslenska fánasaumastofan“ eini aðilinn hérlendis sem framleiðir hinn raunverulega saumaða íslenska fána. Um fánann gilda ströng lög, sem samþykkt voru næst á eftir stjórnarskrá Íslands, og getur brot á þeim varðað allt að eins árs fangelsi. Sem alþjóð veit þá er íslenski fáninn þjóðartákn Íslands og var hann tekinn í notkun 17. júní 1944. Blái litur fánans á að tákna fjallablámann, sá rauði eldinn í iðrum jarðar og sá hvíti ísinn á fjallatoppum. Hlutföll hans eru 18 á móti 25. Það er að segja að ef breiddin er, til dæmis, 180 sm. þá er lengdin 250 sm. Nokkuð strangt eftirlit er með frágangi fánans og lítil frávik eru leyfileg við framleiðslu hans. Guðrún sýnir mér saumastofuna en á henni vinna 3 til 4 að staðaldri. Ég sé fljótt að það er ekki hrist fram úr

erminni að búa til svo sem eins og eitt stykki af Íslenska fánanum. Hef orð á því við konu, sem er að renna fánanum í gegnum saumavélina að hún leggi efnið ekki nægjanlega vel niður fyrir vélina svo að saumurinn verði beinn. Ég hefði betur haldið þverrifunni saman því konan bendir mér á að vélin sjálf sjái um þennan þátt mála. Leiði í snarheitum talið að öðrum þáttum starfseminnar en fyrirtækið saumar einnig fána norðurlandaþjóðanna og fara þeir á innanlandsmarkað, rúmföt, veifur og fleiri nytjahluti. Kaupi meira að segja sængur- og koddaver til að frumhlaup mitt við saumun fánans falli sem fyrst í gleymskunnar dá. „Íslenska fánasaumastofan“ hefur að verðleikum hlotið styrk til að leysa geymsluvandamál íslenska fánans með gerð sérstakra umbúða svo og til að markaðssetja hann í Norður-Ameríku. Mér verður hugsað til þess hvernig búreksturinn á Vatni gangi fyrir sig svo upptekin sem þau hjón, Guðrún og Valgeir, hljóta að vera við fyrirtækjarekstur á Hofsósi. Guðrún tjáir mér að búskapurinn sé það sem gefi lífinu gildi. Hún viti ekkert betra en að eltast við rollur, hesta og stússast í heyskap eftir erfiðan dag á Hofsósi. Búskapurinn gefi sér ómetanlega hvíld svo að ekki sé nú talað um þá ánægju, sem fylgir því að sjá börn og barnabörn taka til hendinni við búreksturinn. „Verkstjórinn“ óskar Íslensku fánasaumastofunni farsælli framtíð. ÁBÁ.

Leiðréttingar Sólstöður. Ljósm. ÁBÁ.

Ritstjóri var nokkuð rogginn með sig eftir útkomu síðasta Verkstjóra þar sem hann taldi sig hafa sloppið við meiri háttar villur í blaðinu. Svo reyndist þó ekki vera því á bls. 23 er birt mynd af ritara Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis þar sem hann er rangfeðraður. Eins og sjá má í skýrslum félaganna til Landsfundar þá heitir ritstjóri nefnds félags Þórhalla Þórhallsdóttir en ekki Þorsteinsdóttir og er hún beðin velvirðingar á þessum mistökum. Eins og fyrri daginn þá er engin haldbær né vitræn 44 - VERKSTJÓRINN

skíring á svona uppákomu nema ef vera skyldi að sambandið á milli heila og fingra ritstjórans sé eitthvað farið að gefa sig. Það er að segja að fingurnir rati ekki á takkaborðið samkvæmt heilaboðum eða þá að þeir geri það að fengnum röngum skilaboðum frá heila skömminni. Þar sem ritstjóra hugnast hvorug tilgátan þá hyggst hann fara að dæmi strútsins og stinga hausnum í sandinn í þeirri vona að sem fæstir sjái afglöpin. ÁBÁ.


Afhending gjafar sjúkrasjóðs til

Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað Eskifjörður. Ljósm. K.Ö.J.

Á 33. Þingi Verkstjórasambands Íslands sem haldið var á Hallormsstað 4-7 júní síðastliðin var samþykkt að sjúkrasjóður gæfi 700 þúsund krónur til endurhæfingar/ heilsueflingar á austurlandi. Var Verkstjórafélagi Austurlands falið að finna verðugan styrkþega. Krabbameinsfélag Austfjarða varð fyrir valinu, félagið stóð fyrir söfnun til kaupa á lyfjaskáp sem er sér hannaður til blöndunar á krabbameinsKritján Örn og Reynir Kr. lyfjum. Með tilkomu hans verður í flestum tilfellum hægt að sjá um blöndun lyfjanna og lyfjagjöfina á staðnum, ekki verður lengur nauðsynlegt að senda sjúklinga til Reykjavíkur í hvert sinn til lyfjameðferðar. Nokkur fjöldi fyrirtækja og einstaklinga komu að söfnuninni til kaupa á lyfjaskápnum, framlag VSSÍ var stærst einstakra gjafa til kaupanna. Skápurinn var formlega afhentur við hátíðlega athöfn Fjórðungssjúkrahúsinu þann 20 nóvember. Voru fulltrúar VSSÍ og Verkstjóra-

félags Austurlands viðstaddir afhendinguna. Sjúkrahúsinu bárust fleiri góðar gjafir, má þar nefna öfluga neyðarrafstöð og tæki til leitar og sýnatöku úr krabbameini í lunga. Fulltrúar spítalans þökkuðu gefendum góðar gjafir og hlýhug og sögðu öryggi starfsfólks og sjúklinga hafa aukist til mikilla muna með tilkomu þeirra. Kveðja, Kristján Örn Jónsson forseti VSSÍ VERKSTJÓRINN - 45


Steinasafn Petru Stöðvarfirði

Ljósm. ÁBÁ.

Enginn, sem leggur leið sína um Austfirði, ætti að láta hjá líða að skoða Steinasafn Petru, að Sunnuhlíð Stöðvarfirði. Ritstjóri átti þess kost að heimsækja safnið í sumar. Einn af 40 manna hópi, sem Verkstjórafélag Austurlands bauð í eins dags skemmtiferð um Austfirðina. Fyrst á áttræðisaldri áttar ritstjóri sig á því hvað máltækið „að falla í stafi“ merkir. Svo uppnuminn var hann af safninu að ruglingur komst á heilabúið og þar var hvergi heila brú að finna. Augun skimuðu hægri, vinstri og stóðu á stilkum yfir öllu því sem fyrir þau bar. Hughrifunum verður ekki komið á blað. Fleirum en ritstjóra hefur greinilega verið Petra. svipað farið og má 46 - VERKSTJÓRINN

benda á að safnið hlaut hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands árið 2006 fyrir metnaðarfullt safnastarf og framlag til ferðaþjónustu á Austurlandi. Tugir þúsunda heimsækja safnið ár hvert og hundruð þúsunda hafa sótt það heim undanfarna áratugi. Nokkur hundruð skoðendur koma dag hvern í steinsafn Petru yfir sumarmánuðina enda safnið einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna Ritstjóri átti þess kost að eiga orðastað við Petru, sem fullu nafni heitir Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir en hún var mætt á staðinn til að taka á móti hópnum. Eiginmaður Petru var Jón Ingimundarson og þegar þau festu kaup á Sunnuhlíð var húsið lítið en við það hefur síðan verið byggt. Lifibrauð þeirra hjóna var smá búskapur og sjónytjar. Petra hóf steinasöfnun árið 1942 og byggði hún safnið upp á heimili þeirra hjón, innan og utan dyra. Heimili sitt opnaði hún fyrir öllum, sem skoða vildu, árið 1974. Safnið hýsir urmul fágætra steina en sérstaða þess er


að hluti þess er inn á einkaheimili. Þar inni valsa gestir safnsins óáreittir um allar vistarverur. Hún ríður ekki við einteyming íslenska gestrisnin og fer Petra í fararbroddi. Engin vafi er á að steinasafnið er eitt sérstæðasta safn á landi hér og jafnvel þó víðar væri leitað enda þekkt langt út fyrir landsteinana. Það liggur í augum uppi að óhemju vinna liggur að baki því að leit steina upp um fjöll og firnindi, inn til dala og út við strendur. Eitt er síðan að finna stein í óbyggðum því framhald þess er burður hans til byggða og frágangur heima í Sunnuhlíð. Og ekki nóg með það því vor hvert þarf að lyfta hverjum einasta steini og skrúbba hann og vaska í bak og fyrir. Steinagarðinn þarf að hreinsa og snurfusa fyrir sumarið. Uppbygging safnsins hefur alfarið hvílt á herðum Petru, sem notið hefur dyggrar aðstoðar fjölskyldu og vina. Aðstoð sérfræðinga við uppbyggingu steinasafnsins var aldrei leitað enda ekki sjáanlegt að hennar hafi verið þörf. Það er blindur maður sem skynjar ekki að Petra hlýtur að vera bundin náttúrunni órjúfandi böndum og virðing hennar fyrir því sem þar má sjá er auðfundin. Á haustin er steinasafni Petru lokað með ljósakvöldi.

Hús Petru. Ljósm. ÁBÁ.

Þá er kveikt á þúsundum ljósa út um allan steinagarðinn. Ólýsanlegt segja þeir sem hafa séð. Kertaljósin flökta í logninu, sem aldrei hefur brugðist öll þau ár sem steinasafnið hefur verið opið. Hulinn verndarkraftur liggi yfir steinagarði Petru sem Gunnarshólma forðum. ÁBÁ.

Ljósm. ÁBÁ.

VERKSTJÓRINN - 47


Óvissuferð

Á Skriðuklaustri.

Eftir þingslit og fyrir lokaveislu þingsins bauð Verkstjórafélag Austurlands fulltrúum og mökum í óvissuferð. Getgátur voru uppi manna á meðal hvert ferð skyldi heitið. Þegar stefnan var tekin inn með Leginum lá nokkuð beint við hvert stefndi en ekki hversu langt yrði farið. Gerður var stans í Végarði í Fljótsdal, upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar, þar sem gestum var kynnt í máli og myndum hinar risastóru virkjunarframkvæmdir Kárahnjúkavirkjunar. Frá Végarði var ferð fram haldið undir leiðsögn upp að virkjunarhúsinu, sem byggt er inn í fjallið, og þar ekið inn í jarðgöng. Eftir að hafa valsað fram og aftur um göngin eftir öllum höfuðáttum var gerður stans við gríðar mikla járnhurð. Þar var bíllinn yfirgefinn og er hurðin opnaðist blasti við fríður hópur manna í öllum herklæðum. Það er að segja í úlpum strengdum glitborðum og með hjálma á höfði. Satt best að segja þá var svo að sjá að þarna væri mætt sveit vaskra manna til að bjarga eða fjarlægja aðkomufólk með góðu eða illu út úr fjallinu. Magnþrungið andrúmsloft var í fæðingu þegar glitmerkjamenn hófu upp raust sína. Söngur þeirra kastaðist af gangaveggjum í hlustir þeirra aðkomnu. Þarna var þá mættir félagar úr karlakórnum „Drífandi“, 48 - VERKSTJÓRINN

sem söng nokkur lög undir stjórn Drífu Sigurðardóttur, skólastjóra Tónlistaskólans í Fellabæ en hún hefur stjórnað kórnum frá stofnun hans árið 2001. Að tónleikunum loknum var litið yfir vélasal Kárahnjúkavirkjunar og er hópurinn hafði barið salinn augum var út úr fjallinu ekið að Végarði. Þar voru allir leyst út með drykk og smá gjöfum. Frá Végarði var ekið að Skriðuklaustri og hlýtt á sögu staðarin og veitingar þegnar. Skriðuklaustur á sér langa

Vélasalur Kárahnjúkavirkjunar.


og merkilega sögu sem ekki verður rakin hér að neinu gagni en þarna er ekki hægt að fara um hlað án orða. Gunnar Gunnarsson hafði nokkuð lengi átt sér þann draum, eftir að hann var orðinn þekktur skáldjöfur í Evrópu, að flytjast heim til Íslands og búa þar stórbúi. Eftir mikla leit að heppilegu jarðnæði þá festi hann kaup á Skriðuklaustri árið 1939 og bjó þar til ársins 1948, eða í níu ár. Húsið á Skriðuklaustri teiknaði Fritz Höger, þýskur arkitekt, og hófst vinna við byggingu þess vorið 1939 og stóð óslitið fram í október. Vinnuflokkurinn samanstóð af 20 til 25 manns. Talið er að heildarvinnustundir við bygginguna hafi numið 20 ársverkum. Verkið var risavaxið miðað við það sem menn áttu að venjast í sveitum landsins á þessum tíma og fór langt fram úr áætluðum kostnaði. Mikill hluti efnis í húsið var innfluttur en stríðið, sem þetta ár braust út í Evrópu, setti strik í reikninginn. Inn í húsið var flutt rétt fyrir jól 1939. Vegna þessa mikla kostnaðar þá varð aldrei úr að útihús yrðu byggð í sama stíl, sem þó var hugmyndin.

Karlakórinn Drífandi.

Að lokinni heimsókn í Skriðuklaustur stóð eftir að enginn skyldi þar hjá garði fara án þess að líta við. Komið var að Hallormsstað laust fyrir áætluð veisluhöld þannig að hraðar hendur þurfti til við hárkembingu og möskun fyrir lokahófið. ÁBÁ.

Starfsemi Verkstjórasambandsins Fljótsdalshérað. Ljósm. ÁBÁ.

Nú sem aldrei fyrr reynir á styrk Verkstjórafélaganna og Verkstjórasambandsins. Starfsemi sambandsins er fjölbreitt að vanda og í mörg horn að líta. Réttindagæsla félagsmanna er þar fyrirferðamikil, helst er það breyting á vinnufyrirkomulagi, uppsagnir og tímabundin launalækkun sem við er að etja. Samningar fóru í uppnám í vor og „stöðugleikasáttmálinn“ við það að falla. Nú er ró að færast yfir og frágangi við samninga lokið. Mikill metnaður og vinna hafa verið lögð í nýjan menntunarsjóð fyrir verkstjóra, hér er um að ræða „Starfsmenntasjóð VSSÍ og SA.“ Sjóðurinn styrkir eingöngu starfstengt nám. Úthlutanir úr honum munu hefjast um áramót en eingöngu þeir sem greitt er af til sjóðsins geta sótt um styrk úr honum. Þessi sjóður er hrein viðbót við aðra möguleika til menntunar. Úthlutunarreglur sjóðsins og skilyrði fyrir úthlutun verða komin á heimasíðu VSSÍ í byrjun desember. Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun, hefur hún fengið góða dóma félags-

manna og annarra sem sækja þangað upplýsingar. Ásókn hefur aukist mikið í styrki úr sjúkrasjóði. Í október voru greiðslur úr sjóðnum á árinu orðnar rúmar 64 miljónir sem er nánast það sama og greitt var til hans á sama tíma. Félagsmenn eru vel meðvitaðir um réttindi sín í sjúkrasjóði. Unnið er að endurnýjun afsláttarsamninga sem gerðir voru fyrir félagsmenn á síðasta ári ásamt því að leita nýrra. Vinna við það er langt komin og verður sett á heimasíðuna þegar þar að kemur, hún á og verður að vera virkur upplýsingamiðill. Ég hvet félagsmenn til að kíkja reglulega inn á heimasíðuna og sjá það nýjasta hverju sinni. Að lokum vil ég þakka félagsmönnum og starfsfólki verkstjórafélaganna fyrir ánægjulegt samstarf. Með félags kveðju, Kristján Örn Jónsson forseti/framkvæmdastjóri VSSÍ VERKSTJÓRINN - 49


Flugeldhúsið hjá IGS

Sandfell. Ljósmynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir.

Flestir, ef ekki allir, hafa einhverntíma flogið til annarra landa. Þeir sem eru vanir fluginu spyrja fljótlega „hvað er í matinn“? Oftar en ekki heyrist svo frá þessu sama fólki „þetta var nú bara nokkuð gott“ eða „ég hef nú fengið betra“. En hver sem skoðun fólks er á flugvélamat þá er ekki alveg víst að allir viti hvaðan hann kemur eða hvernig þetta fer allt fram. Til þess að komst að leyndarmálinu um flugvélamat gerði greinarskrifari sér ferð, um miðjan október, til Flugleiða eða IGS eins og fyrirtækið heitir. Vopnaður blokk, penna og myndavél ætlaði ég að komast inn bakatil í flugeldhúsið en komst þá að því að þar var girðing, ókleif. Til að komast inn á flugvallarsvæðið varð að fara um öryggishlið og vopnaleit. Ég kannaðist aðeins við annan vörðinn á vaktinni og fékk hann til að hringja í deildarstjóra í eldhúsinu. Sá féllst á að veita mér aðgang og viðtal en sagði að betra hefði verið að ég hefði hringt með nokkrum fyrirvara. Til svo að komast inn á svæðið varð ég svo að fylla út umsókn með öllum mögulegum upplýsingum um sjálfan mig og hvert erindið væri og þar á eftir að bíða eftir manni sem sendur var frá eldhúsinnu til að sækja mig. Nú var ég kominn inn og í flugeldhúsið. Þarna tók á móti mér Torfi Axelsson deildarstjóri sem sagði mér að 50 - VERKSTJÓRINN

verkstjórinn í „keiteringuni“, Sigurður Hinriksson, vissi allt sem gerðist á svæðinu. Sigurður tók mér afar ljúflega og spurði hvað ég vildi vita. Auðvitað var fyrsta spurningin „Hvað afgreiðið þið marga matarskammta á dag?“ Hann sagði að í september hefðu verið afgreiddir 800 matarskammtar á dag fyrir utan samlokur og svo annan þann söluvarning sem fer í gegnum „keiteringuna“. Hann sagði mér að starf sitt og

Svanur og aðstoðarmaður hans. Ljósm. ÚH.


þeirra frammi væri að sjá um alla afgreiðslu á mat og öðrum vörum er færu í flugvélarnar. Þar með að safna vörunum saman, setja þær í afgreiðslugáma og síðan að flytja þær að vélunum og koma öllu fyrir. Hann sagði að lagSigurður verkstjóri. Ljósm. ÚH. aðar væru þrjár tegundir matar, allt eftir því hvað flugfarþegar greiddu fyrir farmiðann. Það væri Saga class, Comfort class og Economi class en sá síðast taldi væru almenn fargjöld. Þessi breyting á skiptingu farþega hefði komið fyrir um ári síðan. Eftir nokkurt spjall fór Sigurður með greinarritara í skoðunarferð um

Stúlkur í eldhúsinu. Ljósm. ÚH.

húsið. Við skoðuðum sérvörulager en þar voru, í þar til gerðum kössum, litlar áfengisflöskur(mineaturar), litlar gosdrykkjadósir, litlar bjórdósir og ýmiskonar súkkulaði og fleira sælgæti, sem sett er í afgreiðsluvagna flugvélanna. En þaðan selja flugfreyjur félagsins varninginn til farþeganna meðan flogið er milli landa. Merkilegasti lagerinn fannst greinarritara vera Saga butique lagerinn. Þar mátti sjá allar mögulegar gerðir af ilmvötnum, skartgripum, sólgleraugum og raunar allt sem fyrirfinnst í bæklingi IGS um Saga butique. Þar virtist afgreiðsluformið líka nokkuð fastara fyrir og ekkert afgreitt nema vera sérstaklega skráð. Sigurður sýndi mér svo tvo gáma sem verið var að hlaða. Í öðrum voru tilbúnir kassar fyrir eina flugvél, matur, drykkir og ýmsar aðrar söluvörur. Þessu var raðað í annan endan á gámnum og merkt sérstaklega en við hliðina var verið að byrja að raða kössum sem fara áttu í aðra vél.

Sett í kassa. Saga Butique. Ljósm. ÚH.

Á leiðinna út af lagerunum var komið við í eldhúsinu þar sem sett var hárnet á greinarskrifara og gengið úr skugga um að hann væri tilbúinn að fara inn í eldhúsið. Þar hittum við fyrir Margréti Gunnlaugsdóttur verkstjóra yfir stúlkunum sem sjá um að raða matnum í þar til gerða bakka og gera hann tilbúinn í afgreiðslu. Margét sagði mér að mikil vinna lægi að baki hverjum bakka og þarna mætti aldrei slaka á. Ef töf yrði þá gæti það seinkað vélunum. Þarna væri maturinn aldrei gamall þannig að þær konurnar gengju frá matnum jafnóðum og væri nánast beðið eftir honun. Allt hreinlæti var eftirtektarvert. Allar konur í pökkuninni með hárnet, séstakar stórar svuntur, Latex hanska og í sérstökum skóm. Umgengni var góð, borð og veggir sérlega snyrtileg. Rétt innan við þar sem konurnar voru að vinna hitti greinarritari kokkinn á vaktinni, Svan. Hann sagði að mikið væri að gera við matseld og annan undirbúning. Svanur hafði ekki tíma fyrir viðtal svo ég kvaddi en rakst á uppvaskarann, sem raunar var alveg

Uppvaskarinn. Ljósm. ÚH. VERKSTJÓRINN - 51


á haus í pottum og pönnum og veifaði bara til greinarskrifara með þvottaburstanum. Á leiðinni út kom ég við hjá Klemens Sæmundssyni forstöðumanni flugeldhússins og frívörulagers. Hann sagði mér að núna væru 105 starfsmenn hjá eldhúsinu á vöktum. Þegar mest var í sumar voru starfsmenn 131 en í vetur færi fjöldinn niður í um 80. Fjöldi starfsmanna væri talsvert árstíðarbundinn. Hann sagði mér að 7 kvenverkstjórar væru við vinnu í eldhúsinu einu saman og 6 af þeim væru í VF Suðurnesja. Eftir spjall við Klemens var kominn tími til að yfirgefa flugeldhúsið. Torfi Axelsson deildarstjóri gerði hlé á vinnu sinni og fylgdi greinarritara af svæðinu og til öryggisvarðanna Svavars Jóhannssonar og Lan Mei sem er eins og nafnið bendir til austurlensk. Þau höfðu smá tíma til spjalls. Það vakti athygli greinarritara hve góða íslensku þessi austurlenska kona talaði. Var hún því spurð hvaðan hún væri. Hún kvaðst vera frá Suður-Kína, hefði gifst til Íslands fyrir um 10 árum síðan. Hún talar þessa fínu

Öryggisverðir. Ljósm. ÚH.

íslensku með smá hreim en ekki mjög miklum. Greinarritari þakkaði þeim öryggisvörðum fyrir alúðina og kvaddi. Úlfar Hermannsson

Varúð Þórðarhöfði. Ljósm. ÁBÁ.

Úttekinn séreignasparnaður í atvinnuleysi

Það er ekki vandalaust að taka út séreignasparnað ef viðkomandi er atvinnulaus. Þetta er sagt að gefni tilefni, félagsmaður sem verið hefur atvinnulaus um nokkurt skeið hugðist létta mánaðarlegar greiðslur og tekur út séreignasparnaðinn til niðurgreiðslu á láni. Hver króna sparnaðarins sem ekki fór í skattinn var notuð til að niðurgreiða höfuðstól á íbúðaláni. Í atvinnuleysi er úttekinn séreignasparnaður flokkaður sem tekjur og getur því valdið skerðingu bótagreiðslna. Í þessu tilfelli verða bætur skertar um 25% næstu mánuði, skerðing hefði orðið meiri, en lög um atvinnuleysisbætur leifa ekki hærri skerðingu. Þeir sem eru í vinnu, 60 ára og eldri geta tekið út sér eign sína til seinni tíma nota án vandræða en atvinnulausir ekki. Send var fyrirspurn til vinnumálastofnunar og spurt hvað miklar tekjur má hafa án þess að til skerðingar komi. 52 - VERKSTJÓRINN

A•˜ƒ”‹ˆ”ž˜‹—žŽƒ•–‘ˆ—•‡‰‹”ǣ „Það má hafa tekjur upp að frítekjumarkinu án þess að það hafi áhrif á bætur. Þó þarf að gefa þær tekjur upp til okkar. Ef fólk tekur út séreignarsparnað skv. lögum nr. 13/2009 þá skerða þær tekjur ekki atvinnuleysisbætur. Ef fólk er að taka út séreignarsparnað eins og það gat gert fyrir þessa lagabreytingu þá munu þær tekjur skerða bæturnar í þeim mánuði sem sparnaðurinn er tekinn út“. Þetta verða menn að hafa í huga ef til atvinnumissis kemur, eins er gott að skoða vef Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is og kynna sér hvað þar er í boði. Kveðja, Kristján Örn Jónsson forset/framkvæmdastjóri VSSÍ


Makaferð

Ljósm. ÁBÁ.

Á fyrsta degi þinghalds VSSÍ bauð Verkstjórafélag Austurlands mökum þingfulltrúa í skemmtiferð. Aðrir þeir sem voru viðriðnir þingið en ekki munstraðir þingmenn fengu að fljóta með. Svo að ekki yrði farið út af strikinu valdi Verkstjórafélag Austurlands þaulvanan togaraskipstjóra, Ásmund Ásmundsson, til fararstjórnar. Var þar örugglega vel ráðið því allir komu heilir heim þó að um torleiði væri farið. Ásmundur hafði sér til halds og trausts sögumann góðan, Einar Þorvarðarson, og vissi sá lengra nefi sínu. Frásagnarmáti og þekking Einars á sögu og staðháttum var með miklum ágætum og hefð jafnvel daufdumbur maður trauðla komist hjá að koma fróðari úr ferðinni. Farartækið sem flutti þetta „makalausa“ fólk bar heitið „Tanni Travel“ og stjórnandi þess Björn Stefánsson. Sýndi hann oftar en einu sinni ótrúlega lipurð við að halda farartækinu á mjóum veginum og smeygja þessu ferlíki um þröng húsasund. Frá Hallormsstað var haldið laust fyrir hádegi og ekið sem leið lá upp Skriðdalinn, upp á Breiðdalsheiði

og niður Breiðdalinn. Niður af heiðinni er vegur brattur og hlykkjóttur. Þar kom strax í ljós að bílstjóranum var vel treystandi til að koma hópnum heilum heim. Svo er frá greint í gömlum sögnum að seiðkona eða völva hafi átt heima innarlega á Breiðdalnum og hafi hún verið heygð á Breiðdalsheiði við vatn eitt sem þar er. Lagði hún svo á og mælti um að enginn ófriður frá hafi kæmist yfir heiðina á meðan leiði hennar væri óbrotið. Þetta urðu áhrínsorð því Tyrkir fóru ránshendi um Breiðdalinn en yfir heiðina komust þeir ekki. Vissara er því núlifandi mönnum á Héraði að hrófla ekki við leiði völvunnar vilji þeir stemma stigu við ófriði úr austri. Með Breiðdalinn að baki, sem rómaður er fyrir veðursæld og fegurð var komið til Breiðdalsvíkur. Kauptúnið stendur við samnefnda vík og var fyrsta húsið í víkinni reist 1833. Íbúar kauptúnsins eru rúmlega 200 talsins og lifðu til skamms tíma af sjósókn og fiskvinnslu en nú er gróskan mest í ferðaþjónustu. Frá Breiðdalsvík var ekið sem leið liggur fyrir Kambanes en nes þetta gengur í sjó fram á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar. Áður en Kambanesi er náð þarf að VERKSTJÓRINN - 53


„Fleira er matur er feitt kjöt.“

leggja að baki hinar illræmdu Kambaskriður. Í raun eru þetta þrjú framskrið, sem nefnast sunnan frá talið, Færivallaskriður, Hvalnesskriður og Kambaskriður. Bílvegur fyrir skriðurnar, eða öllu heldur í þeim sjálfum, er nú orðin nokkuð góður frá því sem áður var en fyrir tíma vegarins voru skriðurnar mjög hættulegar yfirferðar og þá sér í lagi á vetrum. Á Stöðvarfirði gerðu „makalausir“ góðan stans en þarna bjuggu útvegsbændur á öldum áður. Upphaf þéttbýlis má rekja til ársins 1896 er Carli Guðmundssyni var veitt þar verslunarleyfi. Fiskveiðar og fiskvinnsla var lengst af höfuðatvinnuvegur þeirra sem plássið byggðu og þar var þar rekin togaraútgerð og starfrækt frystihús. Nú er öldin önnur og að mestu gert út á ferðaiðnað. Gamla sóknarkirkjan hefur meira að segja verið afhelguð og henni breytt í gistihús. Sóknin á þessi nýju mið er þó ekki svo hatrömm að íbúar hafi fórnað kirkju sinni og gengið af trúnni því að ný kirkja er komin í stað þeirrar gömlu. Útsýni frá plássinu er tilkomumikið. Handan fjarðar blasir fjallið Súlurnar við. Eitt formfegursta fjall á Íslandi, klofið í tvær blágrýtissúlur er teygja sig til himins. Stuttur stans var gerður í veitingahúsinu Brekku þar

Einar Þorvarðarson, Ásmundur Ásmundsson og Björn Stefánsson. 54 - VERKSTJÓRINN

sem „makalausir“ tóku hraustlega til matar síns. Þaðan var haldið í minjagripaverslanir svo og í hið landsfræga ef ekki heimsfræga steinasafn Petru Sveinsdóttur. Hver og einn sem um Austfirði fer ætti að leggja lykkju á leið sína til skoðunar á þessu safni svo tilkomumikið og í raun ótrúlegt sem það er. Frá Stöðvarfirði var haldið fyrir Hafnarnes til Fáskrúðsfjarðar, sem dregur nafn sitt af grasigróinni klettaeyju, Skrúð, fyrir mynni fjarðar. Sagan segir að tröllkarl nokkur, Skrúðsbóndann, hafi átt þar bólfestu og hafi tekið sér að kvonfangi prestsdótturina á Hólmum við Reyðarfjörð. Fjörðurinn er grösugur og töluvert undirlendi er þar að finna. Innst í firðinum er kauptúnið Búðir þar sem búa um 700 manns. Seinni hluta 19. aldar og fram á tuttugustu var Fáskrúðsfjörður ein helsta bækistöð franskra sjómanna hér við land og skyldi engan undra því að hafnarskilyrði

„Meinlaus þykir mér maturinn, sagði konan.“

eru hin ákjósanlegustu og Andey í mynni fjarðarins gegnir því hlutverki að brjóta niður úthafsölduna. Þessara frönsku áhrif gætir á hverju götuhorni í kauptúninu því að auk íslenskra götuheita þá bera götur staðarins einnig frönsk nöfn. Atvinnulíf staðarins hefur í gegnum árin snúist um útgerð og fiskvinnslu en með tilkomu álvers Alcoa í Reyðarfirði og jarðganga á milli fjarðanna er viðbúið að breyting verði á. Enginn stans var gerður á Búðum en haldið sem leið liggur fyrir Vattanes, yfir Vattanesskriður og inn Reyðarfjarðarströnd sunnan Reyðarfjarðar, sem er lengstur austfjarða. Á fyrri hluta síðustu aldar og allt fram að henni miðri voru Færeyingar með mikil umsvif á Vattanesi. Reru þarna frá nesinu 100 til 150 manns ár hvert á skútum og minni bátum.


Norðan fjarðar skilur Hólmanesið Reyðarfjörðinn frá Eskifirði og upp af nesinu rís Hólmatindur í 985 metra hæð. Á Hólmhálsi, milli fjalls og fjöru, er leiði völvu sem verndað hefur firðina beggja vegna nessins um aldir. Við botn Reyðarfjarðar var rennt til skoðunar inn í göngin til Fáskrúðsfjarðar og þaðan lá „Matur er mannsins leiðin í kauptúnið við Reyðarmegin.“ fjörð, sem stendur norðan fjarðar. Hét þar í eina tíð Búðareyri og var verslun löggilt á eyrinni árið 1890. Eftir að bílvegur var lagður um Fagradal um 1909 jókst mjög öll verslun á staðnum en þangað sóttu bændur og búalið ofan af Héraði. Láta mun nærri að íbúar í kauptúninu séu nú um 1200 talsins. Ekið var í gegnum kauptúnið, tekinn hringur í kringum álver Alcoa og þaðan Þorbjörg íbyggin á beint í Stríðsárasafnið efst í svipinn. kauptúninu, sem opnað var árið 1995. Forsögu að safninu má rekja til hernáms Breta í síðari heimsstyrjöldinni sem voru þarna með fjölmennt lið. Víða má finna stríðsminjar frá dvöl þessara manna í firðinum. Stríðsárasafnið er í gömlum kampi af braggalaga húsum. Þarna byggðu bandamenn stórt sjúkrahús, sem aldrei var notað. Nú er álitið að bygging hússins hafi verið framkvæmd í þeim tilgangi einum að slá ryki í augu Þjóðverja þannig að þeir teldu fyrirhugaðar aðgerðir bandamanna yrðu nær Íslandi en raun varð á. Safnið er merkilegt og heldur sögunni til haga, rifjar stríðsárin upp fyrir þeim sem þau lifðu en sýnir þeim sem yngri eru inn í þann heim sem var. Heim sem þeim er sennileg ógjörningur að skynja svo tröllauknar sem breytingarnar undangengna áratugi hafa verið. Mér verður hugsað til æskuáranna þegar breska heimsveldið ruddist í líki hermanna og stríðstóla inn í friðsælt samfélag æskustöðvanna. Reisti tjöld á óslegnum túnum, byggði bragga og gróf skotgrafir. Þetta brambolt allt bylti tilveru lítils drenghnokka þannig að ekkert var eins og áður hafði verið. Eftir skoðun á Stríðsárasafninu var boðið í snittur og drykk í húsnæði björgunarsveitar staðarins, sem staðsett er neðst í kauptúninu niður við sjó.

„Illa fór nú matur minn, ég át hann“.

Þá allir höfðu nærst var upp í fararskjótann stigið, rennt yfir Fagradal upp á Hérað. Til Hallormsstaðar var komið síðla dags eftir mjög svo athyglisverða og skemmtilega ferð. ÁBÁ.

Spörfuglar Blinduð hríð með roki og hroða híma smáir enn í vari. Ekki er neitt úr neinu að moða nálykt upp úr hverju fari. Ekki er ráð að rjúki aftur rennblautt fjúkið eyrir engu. Bara að einhver æðri kraftur eygi stað sem þessir fengu. Galtómt fóarn görnin gólar goggur freðinn augun tóm. Hvergi á matarbita bólar björg er vart í þennan góm. Sjálfsagt byrtir upp um síðir er skríða kroppar upp úr skjóli. Bjartir dagar betri tíðir og bestu stráin verða að bóli. Þorbjörg Gísladóttir

VERKSTJÓRINN - 55


Vesturfarasetrið Hofsósi

Sest upp í bílinn og set á vestlæga stefnu. Ferðinni er heitið á Hofsós við austanverðan Skagafjörð. Þarna er saga vesturfaranna skráð í máli og myndum. Malbikið rennur kílómeter eftir kílómeter undir bílinn og ég leiði hugann að þessu flandri landans til vesturheims. Komið er fram í október. Sólin skín í heiði og baðar fjöll og dali. Hvers vegna í ósköpunum var fólk að flýja þetta fallega og gjöfula land? Leiði hugann til æskuáranna við nyrsta haf. Þá settist vetur oftar en ekki að seint í september. Snjórinn tók sér bólfestu og huldi landið langt fram á vor. Þeir skorningar, sem vegir kölluðust, fyllti snjóinn fyrst. Ekkert varð komist nema gangandi eða ríðandi. Hvernig skyldi þetta þá hafa verið árin 1870 til 1914 þá vesturferðirnar stóðu sem hæst? Miklu verra. Vegaslóðir ekki einu sinn farnar að marka landið. Aðeins einfaldar slóðir búpenings, þar sem best lét, sem oftar en ekki voru huldar snjó og klaka. Árferði var skelfilegt á þessu tímabili. Frost fór ekki úr jörðu heilu sumrin og grasspretta var léleg og jafnvel 56 - VERKSTJÓRINN

engin. Samnefnari áranna var frosthörkur, stormar, snjóþyngsli og hafís, sem lónaði við landið sumarlangt. Við sjóndeildarhring örlaði ekki fyrir dögun. Var við öðru að búast en að fólk reyndi að komast af á byggilegri stöðum. Til Hofsós kominn hitti ég Valgeir Þorvaldsson, forstöðumann Vesturfarasetursins, sem jafnframt er maðurinn á bak við uppbyggingu þess. Bóndi og húsasmiður og býr á Vatni 7 km. norðan Hofsóss ásamt konu sinni Guðrúni Þorvaldsdóttur. Á Vatni reka þau hjónin fjárbúskap og hrossarækt. Gistiþjónusta var einnig rekin á Vatni um árabil en sú starfsemi hefur verið flutt til Hofsóss. Hofsós er einn af elstu verslunarstöðum landsins en þar hófs höndlun á 16. öld. Byggðin stendur beggja vegna Valgeir Þorvaldsson. Hofsár, sem þarna rennur til sjávar.


Skammt norðan Hofsóss er landnámsjörðin Höfði. Þar bjó Þórður afi Snorra Þorfinnssonar, sem í heiminn var borinn á Vínlandi laust eftir árið 1000. Þorfinnur faðir Snorra hélt um nokkur ár úti siglingum til Noregs, Grænlands og Ameríku. Utanferðir frá Skagafirði voru því engin nýmæli þegar vesturferðir til Kanada hófust þó að aldir hafi liðið á milli ferða. Skoðun Vesturfaraseturs kippir skoðandanum góða öld aftur í tímann. Á myndrænan hátt lýsir Valgeir fyrir mér hvernig fólk braust undan vistarböndum með því að reisa sér og sínum bú til afdala og fjalla. Þessi búseta gekk á meðan tíðarfar var þolanlegt en þegar kuldaskeið hófs um miðja 19. öld þá fór í orðsins fyllstu merkingu að harðna á dalnum. Steininn tók þó úr með gosi Öskju 1875, sem huldi gróðurlendi austanlands og norðan ösku og lagði eitraðan eim yfir sveitir. Fólk flosnaði upp af jörðum sínum, fór á vergang og lenti á hreppnum. Það átti í raun ekki nema tveggja slæmra kosta völ. Að leysa upp heimilið og missa börn sín í fóstur til vandalausra eða þá að hreppurinn greiddi farmiða fyrir það til framandi landa og losnaði þannig við framfærsluskyldu sína í eitt skipti fyrir öll. Þeim, sem kusu nýjar lendur var af mörgum landanum legið á hálsi fyrir að flýja land. Enn eimir eftir af þessari skoðun. Valgeir kveðst hafi rekið sig á þessa fordóma. Jafnvel í dag komi það fyrir að menn sitja út í bíl á meðan aðrir í fjölskyldunni skoða setrið. Þessir einstaklingar segjast ekki hafa áhuga á að kynna sér þessi mál því að vesturfarar hafi upp til hópa verið sauðaþjófar eða eitthvað þaðan af verra. Sýningar setursins eru meðal annars settar upp með það í huga að leiðrétta ranghugmyndir um ferðir Íslendinga til Vesturheims. Á tímum vesturfaranna voru Íslendingar um 88.000 talsins og mun láta nærri að um 20.000 manns hafi farið til vesturheims. Sú skoðun er studd með góðum rökum að sennilega hefði orðið mannfellir á landinu hefði allir reynt að þreyja þorrann á hólmanum. Landið hafi á þessum tíma einfaldlega ekki getað brauðfætt 88.000 manns. Heimildir eru til fyrir því að þeir sem heima sátu horuðust niður á þessum áratugum. Það blasir ekki við hvers vegna Valgeir Þorvaldsson réðist í það stórvirki, sem svörtu húsin á Hofsósi bera vitni um. Að hluta má rekja framkvæmdagleðina til áhuga hans á sögu forfeðra sinna í móðurætt en hluti þeirra fór til vesturheims á harðindaárunum. Draumur hans var að heiðra minningu þessa fólks og annarra vesturfara með upplýsingasetri fyrir afkomendur og aðra þá sem áhuga hefðu á að kynna sér þetta tímabið í sögu lands og þjóðar.

Ljósm. ÁBÁ. Gamla kaupfélagshúsið, Frændgarður.

Hann hófst handa við endurgerð á gömlu pakkhúsi 1991, sem byggt hafði verið árið 1777 og stendur húsið sunnan Hofsár. Það er nú í varðveislu Þjóðminjasafns Íslands. Í framhaldi þessa voru nokkur hús á Hofsósi endurbyggð og eru þau í einkaeign. Næsta skref að Vesturfarasetri var að bjarga Gamla Kaupfélagshúsinu frá eyðileggingu en það stendur á malarkambinum norðan ár. Húsið var skelfilega illa farið og verkið því erfitt og í raun miklu umfangsmeira en ætlað var í upphafi. Þakið var fokið út í veður og vind, allir gluggar brotnir og til að kóróna skemmdirnar á húsinu þá var búið að kveikja í því hér og þar. Verkinu lauk þó eftir um það bil árs vinnu og var húsið tekið í notkun með sýningu árið 1996 sem Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, opnaði við hátíðlega athöfn í júlí. Eftir opnun sýningarinnar hafði frú Vigdís á orði við Valgeir hvaða öfl rækju hann áfram til þessara stórræða. Valgeir, sem ekki hafði farið af fötum í þrjá sólahringa, vegna vinnu við lokafrágang sýningarinnar segist eiginlega hafa svarað út í hött: „Ætli það sé ekki bara löngun til að sjá góða hluti gerast.“ Löngu seinna segist hann hafa áttað sig á því að

Ljósm. ÁBÁ. Konungsverslunarhúsið. VERKSTJÓRINN - 57


Hofsós, Brimnes.

sennilega væri þetta rétta svarið. „Ég veit eiginlega ekki hvað kom fyrir mig“, segir Valgeir. „Þetta bara gerðist“. Árið 2000, nánar tiltekið 22. febrúar, fékkst byggingarleyfi fyrir húsi, sem stendur á malarkambinum á milli Hofsár og Gamla Kaupfélagshússins. Þar höfðu áður staðið gömul fiskverkunarhús, sem voru rifin. Húsið bætti alla aðstöðu til sýningahalds og var það opnað af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseti með stórri sýningu í júní árið 2000. Byggingatími aðeins fjórir mánuðir. Ótrúlegt en satt. „Það var tekið á því“ er svarið sem ég fæ frá Valgeiri þegar ég undrast byggingartímann. Húsið fékk nafnið Frændgarður. Árið 2002 lauk svo byggingu á Nýja Konungsverslunarhúsinu en það stendur sunnan Hofsár. Húsið er eftirlíking af verslunarhúsi, sem þarna stóð og hýsir nú sýningu um landnám Íslendinga í Norður Dakota í Bandaríkjunum. Þó að Valgeir hafi verið driffjöðrin í uppbyggingu Vesturfarasetursins þá hafa fjölmargir aðilar lagt málinu lið en litlu hefði verið áorkað ef svo hefði ekki verið. Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson ehf. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun Vesturfara58 - VERKSTJÓRINN

setursins og daglegum rekstri þess allt fram til ársins 2006 en þá var setrinu breytt í sjálfseignastofnun. Frá árinu 1999 hefur verkefnið verið styrkt af ríkissjóði og einnig hafa atvinnufyrirtæki, bankar og einstaklingar komið þarna að málum. Samstarfsaðilar setursins eru Háskóli Íslands og á Hólum, Byggðarsafn Skagfirðinga, Landsbókasafnið,

Ljósm. ÁBÁ. Vatn.


Þjóðræknisfélag Íslendinga og Eyrarbakki Icelandic Heritage Centre. Ekki fer hjá því að atburðarrás liðins tíma leiti á hugann. Ljóst má vera að í langflestum tilfellum ráku bágindi fólks það til annarra stranda. Því skal þó ekki leyna að Kanadastjórn ákvað á sínum tíma að flytja fólk inn í óbyggð svæði Manitoba og samdi við skipafélög um flutning þess frá Evrópu. Skipafélögin réðu síðan til sín menn til að gylla landið fyrir Evrópubúum. Þessir „agentar“, sem svo voru kallaðir, lágu ekki á liði sínu og sögðu laxinn stökka á land upp og að smjör drypi þarna af hverju strái. Þessi áróður fór ekki framhjá Íslendingum og má vera að einhverjir hafa fallið fyrir honum en það var neyðin fyrst og fremst, sem hrakti fólk vestur yfir Atlandsála. Tölulega staðreyndir sanna að flestir flúðu þá staði, sem harðast urðu úti vegna Öskjugossins. Frá Vopnafjarðarsvæðinu fóru um 3000 manns, 1420 frá Skagafirði en ekki nema um 500 frá Vestfjörðum en sá landshluti slapp að mestu við öskugosið úr Öskju. Með hjálp frásagna Valgeirs ferðast hugur minn frá Hofsósi til vesturheims. Biðin eftir skipum var mörgum bæði löng og erfið. Skipin lögðust við festar undan landi og hafísinn lónaði um Skagafjörð. Um borð biðu ekki uppbúin rúm í káetum. Lestarnar voru notaðar til þessa flutnings. Þar var fólki hrúgað saman með það litla sem það átti og gat haft með sér. Þá hagstæðan vind gaf var stefnan sett á Evrópu, venjulega Bretland. Þar var skipt um farkost og gufuknúin skip flutti fólkið vestur. Vistarveran var lestin. Aðbúnaður allur var ömurlegur og ekki náðu allir ströndum Ameríku. Í Kanada var fólki úthlutað jarðnæði. Venjulega skógivöxnu. Það var fólki af íslensku bergi brotið mikið áfall, sem tæpast hafði séð tré hvað þá heilan skóg. Fæstir vissu hvernig bregðast skyldi við. Algjör fákunnátta ríkti hjá því um skógarhögg og engin verkfæri til slíkrar vinnu voru handbær. Slétturnar í Kanada líktust meira því sem menn þekktu. Þær voru gróðursælar og grasspretta góð á sumrum. Vetrin voru snjóþung og köld. Kornrækt þekktu menn ekki en tileinkuðu sér hana fljótt. Fyrstu árin voru Íslendingum ákaflega erfið en það átti eftir að rætast úr. Eitt var það sem landinn hafði þó fram yfir margan annan innflytjandann en það var leskunnátta. Hún ein og sér bjargaði miklu og gerði það að verkum að Íslendingar vestanhafs voru á margan hátt skrefinu á undan öðrum þjóðabrotum. Þrátt fyrir byrjunarerfiðleika bendir flest til að strax upp úr 1900 hafi vesturförum í heild vegnað betur en þeim sem heima sátu.

Ljósm. ÁBÁ. Drangey.

Nákvæm tala þjóðarbrotsins í Kanada er ekki til en giskað hefur verið á töluna 200.000 til 300.000. Hin síðari ár hefur margt af þessu fólki heimsótt gamla landið og leitar þá gjarnan ættingja. Láta mun nærri að um 90% þessa hóps heimsæki Vesturfarasetrið á Hofsósi. Ekki er nokkrum vafa bundið að fólksflóttinn fyrir og eftir 1900 er einn af stærstu atburðum Íslandssögunnar, sem hver og einn Íslendingur ætti að kynna sér í þaula. Í Vesturfarasetrinu má sjá hana í hnotskurn. „Verkstjórinn“ vekur athygli á að frá hringveginum í Skagafirði er aðeins 40 km. akstur út á Hofsós og þegar Siglufjarðargöngin opna og þau ekin þá er Hofsós komin í alfaraleið. Skoðun Vesturfaraseturs er lærdómsrík og holl áminning hverjum Íslendingi, sem nú telja sig lifa kreppuástand. Um leið og „Verkstjórinn“ óskar Vesturfarasetri velfarnaðar í bráð og lengd þá hvetur blaðið landann til að kynna sér þennan kafla í sögu lands og þjóðar. ÁBÁ.

Gamla pakkhúsið. VERKSTJÓRINN - 59


Haukur Júlíusson Fæddur 11. maí 1939 – Dáinn 26. júlí 2009

Haukur Júlíusson fæddist í Reykjavík 11. maí 1939 og lést á Landspítalanum 26. júlí s.l. Haukur ólst upp á Snæfellsnesi og í Reykjavík. Haukur lærði málmsteypuiðn hjá Járnsteypunni hf. en starfaði lengst af í Héðni hf. Haukur gekk í verkstjórafélagið Þór 1978 og varð gjalkeri 1983 og til síðasta dags. Þegar hann tók gjaldkerastarfið að sér hafði félagið nýlega fest kaup á sumarhúsum í landi Svartagils í Borgarfirði og allir sjóðir tómir en það tók Hauk ekki mörg ár að koma reglu á fjármálin.

Það má með sanni segja að saga verkstjórafélagsins Þórs og Hauks sé samofin Hann sá um útleigu og viðhald sumarhúsanna. Hann sat öll þing verkstjórasambandsins s.l. 20 ár. Hann sá um aðalfundi félagsins og síðast en ekki síðst sá hann um að fjármál félagsins væru í lagi. Ég vil fyrir hönd okkar, sem störfuðum með Hauki í Þór, þakka honum vel unnin störf fyrir félagið. Við kveðjum góðan dreng og góðan vin. Blessuð sé minning Hauks. Snorri Guðmundsson

Þórður Snæbjörnsson Fæddur 25. nóvember 1924 – Dáinn 12. apríl 2009

Þórður Snæbjörnsson, verkstjóri og heiðursfélagi Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis lést 12. apríl 2009. Lengst af starfað Þórður við stjórnun á viðhaldsdeild Vegagerðarinnar á Akureyri. Þórður lét félagsmál verkstjóra mjög til sín taka. Hann var gjaldkeri VAN árið 1960 og síðan samfellt í stjórn félagsins frá árinu 1964 til ársins 1972. Formaður var hann 1965 – 1966 og aftur 1970 -1972. Þórður var einn af frumkvöðlum þess að félagið eignaðist orlofsheimilið að Vatnsenda árið 1971 og eftir að setu hans í félagsstjórninni lauk þá starfaði

60 - VERKSTJÓRINN

hann tvö ár í orlofsheimilanefnd. Fulltrúi félagsins á þingum Verkstjórasambands Íslands var Þórður árin 1961 og 1965. Fyrir störf í þágu Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis var Þórður kosinn heiðursfélagi 12. maí 1991 og sæmdur heiðursmerki þess. Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis þakkar góðum liðsmanni samfylgdina og vottar aðstandendum samúð sína. Árni Björn Árnason


Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir Fædd 21. ágúst 1952 - Dáin 23. mars 2009

Það var mikið lán á sínum tíma þegar stjórn Sjúkrasjóðs Verkstjóra réð Jóhönnu til starfa. Framundan var mikið starf í skipulagningu og netvæðingu verkefna, tækni sem var lítt þekkt á þeim árum. Jóhanna var afar fylgin sér, samviskusöm og tillögugóð við lausnir tæknilegra mála, enda má segja að Sjúkrasjóður og Verkstjórasamtökin búi enn að mörgum ákvörðunum, sem teknar voru á starfsárum hennar.

Jóhanna var félagslega sinnuð, hjálpsöm með ríka réttlætiskennd, eiginleikar sem koma sér vel í félagsmálastörfum. Verkstjórasamtökin minnast starfa hennar með þakklæti og senda syni hennar, foreldrum og systkinum samúðarkveðjur. Óskar Á Mar

Yngvi Jónsson Fæddur 22. febrúar 1930 – Dáinn 28. október 2009

Yngvi Jónsson, heiðursfélagi Verkstjórasambands, er allur. Hann lést á heimili sínu aðfararnótt 28. október. Yngvi var félagi í Verkstjórafélagi Suðurnesja og gegndi trúnaðarstörfum fyrir félagið nær samfellt í 26 ár. Hann var ritari félagsins frá 1969 til 1971 og aftur 1974 til 1977. Gjaldkeri var hann frá 1980 til ársins 1995. Yngvi kom fyrst til þings Verkstjórasambands Íslands árið 1969 og það síðasta sat hann árið 1999. Alls sat Yngvi tólf þing samtakanna og jafnmarga Landsfundi eða fleiri. Í stjórn Verkstjórasambandsins sat Yngvi árin 1979 – 1985 og aftur 1991 – 1999. Verkstjórafélag Suðurnesja sæmdi Yngva heiðursnafnbót 8. mars 1995 og heiðursfélagi Verkstjórasambands Íslands var hann kjörinn 2. maí 1998 á sextugasta afmælisári þeirra samtaka. Yngvi var ekki maður margra orða og vissara var

þeim er á hlýddu að hafa eyrun opin því óljúft var honum stagl um einfalda hluti. Hann ritaði meitlaða grein í málgagn sitt Verkstjórann, 39. árgangur árið 1989, sem bar heitið „Klúbbur 9“. Greinin er enn í dag þörf lesning og áminning þeim sem gefa sig í störf fyrir Verkstjórasambandið. Aðra grein ritaði Yngvi í Verkstjórann, 42 árgangur 1992, og bar sú heitið „Upp úr hjólförunum“. Þar fór maður breytinga, sem barðist gegn hverskonar stöðnun. Það er gæfa hverra samtaka að slíkir menn veljist til forustu og mega verkstjórasamtökin vera þakklát fyrir að hafa verið svo gæfusöm að fá að njóta starfskrafta Yngva. Um leið og Yngva eru þökkuð ómetanleg störf fyrir Verkstjórasamband Íslands þá er konu hans og afkomendum sendar hugheilar samúðarkveðjur. Árni Björn Árnason, fv. forseti VSSÍ

VERKSTJÓRINN - 61


MINNING Verkstjórafélag Akraness Börkur Jónsson Esjuvöllum 4 300 Akranesi. Fæddur 16. des. 1944 – Dáinn 5. apríl 2009 Guðmundur A. Sveinsson Laugarbraut 25 300 Akranesi. Fæddur 30. sept. 1938 – Dáinn 20. júní 2009

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis Ragnar Heiðar Sigtryggsson Kjarnagötu 14 600 Akureyri. Fæddur 26. maí 1925 – Dáinn 31. mars 2009 Þórður Sæbjörnsson Stafholti 14 603 Akureyri. Fæddur 25. nóv. 1924 – Dáinn 12. apríl 2009

Verkstjórafélag Norðurlands vestra Jón Stefánsson Hólavegi 26 550 Sauðárkróki. Fæddur 28. apríl 1923 – Dáinn 15. júní 2009 Höskuldur Stefánsson Húnabraut 27 540 Blönduósi. Fæddur 12. júlí 1915 – 30. ágúst 2009 Búi Þór Birgisson Strandgötu 10 545 Skagaströnd Fæddur 23. febr. 1947 – Dáinn 18. sept. 2009

Verkstjórafélag Reykjavíkur Gylfi Magnússon Naustabryggju 23 110 Reykjavík. Fæddur 5. maí 1930 – Dáinn 14. des. 2008 Guðmundur Benediktsson Neðri-Hundadal 371 Búðardal. Fæddur 9. ágúst 1932 – Dáinn 20. des. 2008 Björn Kristófersson Furugerði 1 108 Reykjavík. Fæddur 5. jan. 1919 – Dáinn 22. des. 2008

Verkstjórafélag Austurlands Kristján E. Ragnarsson Kirkjubraut 20 780 Höfn Hornafirði. Fæddur 1. nóv. 1929 – Dáinn 16. febr. 2009 62 - VERKSTJÓRINN

Guðmundur Hjartarson Hraunvangi 7 220 Hafnarfirði. Fæddur 10. jan. 1922 – Dáinn 15. jan. 2009


Dagbjartur Jónsson Álakvísl 106 110 Reykjavík. Fæddur 16. ágúst 1924 – Dáinn 2. febr. 2009 Eggert Þór Steinþórsson Fífuseli 22 109 Reykjavík. Fæddur 4. jan. 1945- Dáinn 8. apríl 2009 Jónas Teitsson Hesthömrum 14 112 Reykjavík. Fæddur 31. des. 1954 – Dáinn 6. ágúst 2009 Guðný Þórðardóttir Hraunvangi 7 220 Hafnarfirði. Fædd 30. júní 1918 – Dáinn 25. ágúst 2009 Páll Gunnar Halldórsson Sóltúni 2 105 Reykjavík. Fæddur 17. nóv. 1925 – Dáinn 5. sept. 2009 Guðjón Eymundsson Skúlagötu 20 101 Reykjavík. Fæddur 12. febr. 1924 – Dáinn 7. sept. 2009 Jóhannes Sigvaldason Sóltúni 13 105 Reykjavík. Fæddur 20. sept. 1921 – Dáinn 10. sept. 2009 Guðlaugur Einarsson Asparfelli 8 111 Reykjavík. Fæddur 4. júní 1935 –Dáinn 9. okt. 2009.

Verkstjórafélag Suðurnesja Ástþór Valgeirsson Vörðubrún 3 230 Reykjanesbæ. Fæddur 4. maí 1931 – Dáinn 12. mars 2009 Yngvi Jónsson Miðgarði 12 230 Reykjanesbæ. Fæddur 22. febr. 1930 – Dáinn 28. okt. 2009.

Verkstjórafélagið Þór Sveinn G Scheving Flyðrugranda 4 107 Reykjavík. Fæddur 27. ágúst 1933 – Dáinn 5. júní 2009 Haukur Júlíusson Klapparhlíð 1 270 Mosfellsbæ. Fæddur 11. maí 1939 – Dáinn 26. júlí 2009

Verkstjórafélag Vestmannaeyja Ævar Sigfússon Sléttuvegi 9 103 Reykjavík Fæddur 26. ágúst 1953 – Dáinn 10. okt. 2009. Tryggvi Jónasson Hásteinsvegi 56a Vestmannaeyjum Fæddur 4. okt. 1929 - Dáinn 17. okt. 2009.

Verkstjórafélag Borgarness

Verkstjórafélag Hafnafjarðar Gunnar Matthíasson Grenimel 25 107 Reykjavík. Fæddur 28. okt. 1925 – Dáinn 30. nóv. 2008

Óli Ragnar Jóhannsson Klettstíu Norðurárdal 311 Borgarnesi Fæddur 12. sept. 1926 – Dáinn 16. okt. 2009. Vigfús Baldvinsson Hringbraut 50 107 Reykjavík Fæddur 07. febr. 1925 – Dáinn 18. nóv. 2009.

VERKSTJÓRINN - 63


Heimilisföng verkstjórafélaganna og formanna þeirra Verkstjórafélag Reykjavíkur Skipholti 50 d, 105 Reykjavík. Sími: 562 7070. Fax: 562 7050 Netfang: vfr@vfr.is Veffang: www.vfr.is Formaður: Skúli Sigurðsson, Maríubaugi 101, 113 Reykjavík. Sími: 587 6141. GSM: 898 4713. V.Sími: 550-9960. Netfang: skuli@odr.is Verkstjórafélagið Þór Pósthólf 290, 222 Hafnarfirði. Netfang: vefthor@simnet.is Formaður: Rúrik Birgisson, Suðurgötu 69, 220 Hafnarfirði. Sími: 555 4972. GSM: 660 9680. Netfang: rurik@internet.is Verkstjórafélag Akraness Skarðsbraut 4. 300 Akranesi. Sími: 864 5166. Formaður: Birgir Elínbergsson, Skarðsbraut 4, 300 Akranesi. Sími: GSM: 864 5166. Netfang: biggise@simnet.is Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis Tungulæk. 311 Borgarnesi. Sími: 437-1191. Formaður: Einar Óskarsson, Tungulæk, 311 Borgarnesi. Sími: 437 1191. GSM: 617 5351. V.sími: 437 1000. Netfang: einaro@bmvalla.is Verkstjórafélag Snæfellsness Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi. Sími: 438 1328. Formaður: Þorbergur Bæringsson, Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi V.Sími: 438 1400. GSM: 894 1951. Netfang: baeringsson@simnet.is Verkstjórafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7. 410 Hnífsdal. Sími: 863 3871. Formaður: Sveinn K. Guðjónsson, Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal. Sími: 456 3831. GSM: 863 3871. V.Sími: 450 4616. Netfang: skg@frosti.is Verkstjórafélag Norðurlands vestra Brennihlíð 9. 550 Sauðárkróki. Sími: 453-5042 Formaður: Hörður Þórarinsson, Brennihlíð 9, 550 Sauðárkróki. Sími: 453 5042. GSM: 848 4180. V.Sími: 453 5042. Netfang: hordurtho@simnet.is

64 - VERKSTJÓRINN

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis Skipagötu 14, 600 Akureyri. Sími: 462 5446. Fax: 462 5403. Netfang: van@van.is Íbúð félagsins Ofanleiti 21. Sími: 568-7039 Formaður: Eggert H. Jónsson, Skarðshlíð 31F, 603 Akureyri. Sími: 462 2498. GSM: 892 6600. Netfang: eggert51@torg.is Verkstjórafélag Austurlands Fagrahlíð 9, 735 Eskifirði. Sími: 476 1463. Íbúð félagsins Sóltúni 28. Sími: 562-0161. Formaður: Benedikt Jóhannsson, Fögruhlíð 9. 735 Eskifirði. Sími: 476 1463. GSM: 864 4963. V.Sími: 470 6000. Netfang: benni@eskja.is Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi. Austurvegur 56, 800 Selfossi. Sími: 480 5000. Fax: 480 5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is Formaður: Jón Ólafur Vilhjálmsson, Miðengi 23. 800 Selfossi. Sími: 482 1694. GSM. 660 2211. V.Sími: 520 2211. Netfang: jonov@islandia.is og jono@sorpa.is Verkstjórafélag Vestmannaeyja Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum. Sími: 481 1248 Formaður: Borgþór E. Pálsson, Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum. Sími: 481 1248. GSM. 823 6333. V. sími: 488 3556. Netfang: brottugotu8@simnet.is Verkstjórafélag Suðurnesja Hafnargötu 15, 230 Keflavík. Sími: 421 2877. GSM. 897 9535. Fax. 421 1810 Netfang: vfs@internet.is Formaður: Úlfar Hermannsson, Ránarvöllum 4, 230 Keflavík. Sími: 421 3965. GSM. 897 9535. Netfang: ulfarh@internet.is Verkstjórafélag Hafnarfjaðar Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Sími 555 4237. Póthóf: 185. Formaður: Steindór Gunnarsson, Spóaási 3, 221 Hafnarfirði. Sími. 555 4237. GSM.898 9760. V.sími 560 7800. Heima netfang: steindorg@simnet.is Vinnu netfang: sg@marinus.is

Verkstjórasamband Íslands Hlíðasmára 8, 201 Kópaavogi. Sími: 553 5040 og 553 0220. Fax: 568 2140 Veffang: www.vssi.is Netfang: vssi@vssi.is Íbúð Sjúkrasjóðs verkstjóra, Lautasmára 5, Kópavogi. Sími: 553 5093. Framkvæmdastjóri: Kristján Örn Jónsson. Forseti: Kristján Örn Jónsson.


Orlofsheimili verkstjórafélaganna V.f. Reykjavíkur. Eitt orlofshús í Skorradal. Tvö orlofshús á Vaðnesi í Grímsnesi. Upplýsingar gefur Skrifstofa Vf. Reykjavíkur. Sími: 562 7070. vfr@vfr.is

V.f. Akureyrar og nágrennis. Tvö orlofshús á Ólafsfirði. Ein orlofsíbúð, Ofanleiti 21, Reykjavík. Upplýsingar gefur Skrifstofa Vf. Akureyrar og nágr. Sími: 462 5446. van@van.is

V.f. Þór. Tvö orlofshús í Svartagili, Borgarfirði. Upplýsingar gefur Ægir Björgvinsson. Sími: 660 2120. vefthor@simnet.is

V.f. Norðurlands vestra. Eitt orlofshús, Vesturhópi, V-Húnavatnssýslu. Upplýsingar gefur Ragnar Árnason Sími: 862 6142. ragnar.a@simnet.is

V.f. Hafnarfjarðar. Eitt orlofshús í Úthlíð, Biskupstungum. Eitt orlofshús á Flúðum, Gnúpverjahreppi. Upplýsingar gefur Reynir Kristjánsson. Sími: 664 5672. reynir@hafnafjordur.is

V.f. Vestfjarða. Ein orlofsíbúð, Gullsmári 5, Kópavogi. Eitt fellihýsi. Upplýsingar gefur Guðmundur Ásgeirsson. Sími: 893 3609. gsa@samskip.is

V.f. Suðurnesja. Eitt orlofshús á Húsafelli, Borgarfirði. Ein orlofsíbúð, Furulundi 13 B, Akureyri. Ein orlofsíbúð, Útgarður 7, Egilsstöðum Fljótsdalshéraði. Upplýsingar gefur Róbert Ólafsson. Sími: 897 3891 rolafss@internet.is

V.f. Snæfellsness. Eitt orlofshús í Svartagili, Borgarfirði. Ein orlofsíbúð, Ásholti 2, Reykjavík. Ein orlofsíbúð, Ásholti 42, Reykjavík. Upplýsingar gefur Ingibjörg Gústafsdóttir. Sími: 892 0674. vfst@simnet.is

Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi. Eitt orlofshús í Brekkuskógi, Brekkuheiði 15, Bláskógabyggð. Ein orlofsíbúð, Lönguhlíð 2, Akureyri. Upplýsingar gefur Jóna Dóra Jónsdóttir. Sími: 480 5000 stjornandi@stjornandi.is

V.f. Borgarness. Eitt fellihýsi. Tveir tjaldvagnar. Upplýsingar gefur Einar Óskarsson. Sími: 617 5351 einaro@bmvalla.is

V.f. Vestmannaeyja. Eitt orlofshús á Flúðum, Gnúpverjahreppi. Upplýsingar gefur Guðni Georgsson. GSM: 897 7531. gudnig@simnet.is V.f. Austurlands. Tvær orlofsíbúðir, Sóltúni 28, Reykjavík. Ein íbúð, Hjallalundi 18, Akureyri. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Hjaltadóttir. Sími: 474 1123. asbok@mi.is

V.f. Akraness. Einn húsbíll. Tvö fellihýsi. Upplýsingar gefur Birgir Elínbergsson. Sími: 864 5166 biggise@simnet.is Verkstjórasamband Íslands. Ein sjúkraíbúð, Lautasmára 5, Kópavogi. Upplýsingar gefur Skrifstofa VSSÍ. Sími: 553 5040. vssi@vssi.is

VERKSTJÓRINN - 65


Stormur

Straumröst. Ljósm. ÁBÁ.

Þegar í harðbakkann slær við lokun á auðum síðum í blaðinu þá er annað tveggja gripið til mynda eða að ritstjóri lemur eitthvað saman, sem hann telur að geti glatt og jafnvel frætt lesendur. Frásögnin hér að neðan er tilraun til hins síðarnefnda. Nokkuð hægt er um vik hjá ritstjóra í þessum efnum þar sem hann getur tekið efni af bátavef sínum www. aba.is sem hann heldur úti. Í þeirri von að lesendur Verkstjórans hafi ekki kynnt sér skútusmíðar á nítjándu öld né hvar þessi skip voru smíðuð þá lætur ritstjóri slag standa með eftirfarandi frásögn. Í bókinni „Frá Hvanndölum til Úlfsdala“ eftir Sigurjón Sigtryggsson segir orðrétt um umsvif skipasmíða á Siglunesi á ártugnum 1850 til 1860. „Þá var smíðað hvert þilskipið af öðru. Þrjú þilskip, nokkur vetrarskip og fjöldi smærri báta. Með nokkrum rétti er hægt að segja að starfrækt hafi verið skipasmíðastöð á Siglunesi á þessum árum.“ Fyrir þessum smíðum stóðu Jón Jónsson og Baldvin Magnússon, sem ráku félagsbú á Siglunesi. Eitt þeirra skipa, sem þarna voru smíðuð, var hákarlaskiðið Stormur, 14,51 rúmlesta stórt þilskip byggt 1860. Um raun66 - VERKSTJÓRINN

verulegan yfirsmið skipsins er ekki vitað með fullri vissu en álitið er Jóhann Jónsson, Höfn Siglufirði hafi haft hönd í bagga með smíðinni. Þó að Stormur væri fyrst og fremst hákarlaskúta þá bar hann fleira að landi en hákarlalifur og má sjá þess stað í 15. -16. tölublaði Norðanfara 27. júní 1884. Þar er sagt frá björgun skipsverja af hvalfangaranum Chieftain frá Dundee á Skotlandi, sem var á hvalveiðum norður af landinu. Þessi hörmungarsaga öll hófst 26. maí 1884 þá Chieftain var statt á hafinu norður af Íslandi og fjórir bátar með fimm mönnum hver lögðu frá skipinu í hvalaleit. Um miðjan dag sló yfir mikilli þoku og villtust bátarnir hver frá öðrum og tíndu skipinu. Hvorki var matur eða vatn um borð í bátunum og þjáðust skipsverjar fljótt af vosbúð, hungri og kulda þar sem frost var nokkuð næstu dægur. Þorsta gátu þeir slökkt lítið eitt með klakastykkjum sem mynduðust á bátunum en engan vegin til hlítar. Á fimmta degi, þá einn bátanna hafði flækst fram og aftur um hafflötinn, lést einn skipverji og var líki hans þegar kastað fyrir borð. Skömmu síðar dó annar og voru þá þeir þrír sem eftir lifðu ornir svo trylltir og aðfram-


komnir af hungri að þeir lögðu sér lík hans til munns. Svo dó hinn þriðji og nokkru síðar hinn fjórði. Lifði þá hinn fimmti í nokkra dag á líkum félaga sinna eða þar til Stormur fann manninn 11. júní 1884. Aðkoma skipverja á Stormi var skelfileg þar sem maðurinn lá meðvitundarlítill og ósjálfbjarga í kjalsogi bátsins innan um beinagrindur og leifar af óétnu mannaholdi. Maðurinn var færður um borð í Storm þar sem skipverjar hjúkruðu honum sem best þeir gátu og fluttu inn á Siglufjörð. Þaðan var maðurinn fluttur inn til Akureyrar þar sem læknar á herskipinu Díana tóku á móti honum. Að tveimur dögum liðnum var maðurinn aflimaður á báðum fótum ofan kálfa þar sem drep var komið í limina. Þorgrímur Þórðarson, nýútskrifaður læknaskólakandidat frá Reykjavík aðstoðaði herlæknana við aflimunina. Maður sá er þessar þrautir þurfti að líða var 26 ára og hét James Mackintos. Hann vildi lítið ræða um þessa hrakningadaga og lá honum hver sem vill. Af hinum bátunum er það að frétta að einn náði móðurskipinu heill á húfi, annar náði landi á Raufarhöfn 2.

júní með fjóra menn alla meira og minna kalda. Sent var eftir lækni til Húsavíkur þar sem mennirnir voru komnir með skyrbjúg og jafnvel kolbrand. Þriðja bátinn bar að landi við Þistilfjörð. Á honum voru allir fimm mennirnir lifandi og í þokkalegu ásigkomulagi. Þeir komust með norsku flutningaskipi til Seyðisfjarðar og þaðan til meginlandsins með „Thyra“ 12. júní. Erfitt er fyrir núlifandi menn að gera sér í hugarlund vosbúð og annað harðræði, sem sjómenn þessa tíma máttu þola og þá hvort heldur þeir náðu aftur landi eða hlutu hina votu gröf. Af hákarlaskipinu Stormi er það aftur á móti að segja að hann var smíðaður upp og endurgerður af Bjarna Einarssyni, skipasmiði á Akureyri árið 1896. Haft var fyrir satt að skipið væri sem nýtt eftir þá endurgerð. Það dugði þó ekki til því að skipið fórst í sinni fyrstu veiðiferð eftir endurgerðina, árið 1897, og með því ellefu manna áhöfn. ÁBÁ.

Sólarlag. Ljósm. ÁBÁ.

VERKSTJÓRINN - 67


Profile for Samband stjórnendafélaga

Verkstjórinn  

Verkstjórinn 2009 - 59. árgangur

Verkstjórinn  

Verkstjórinn 2009 - 59. árgangur

Profile for erlath
Advertisement