Verkstjórinn

Page 19

Eins og ég nefndi fyrr í skýrslunni hafa nefndirnar unnið vel og lagt til margvíslegar breytingar á fyrirkomulagi og í rekstri VSSÍ bæði á síðasta þingi og landsfundi. Flestum ef ekki öllum þessum tillögum hefur þegar verið hrundið í framkvæmd. Má þar nefna aðskilnað menntunarsjóðs frá reikningum VSSÍ, kjarakönnun og úrvinnslu hennar, ný kjarakönnun er nú í gangi má búast við niðurstöðu úr henni fljótlega. Ekki var full eining innan stjórnar um þessa framkvæmd þar sem hún er nokkuð dýr, þó var talið rétt að fara í þessa könnun núna en í framhaldinu athuga hvort hægt sé að fara aðra og ódýrari leið með sama árangri. Einnig kom til greina að fara í launakönnun annað hvert ár en ekki á hverju ári. Menntunarmál verkstjóra hafa verið ofarlega á framkvæmdalista stjórnar og verið mér mikið hjartans mál. Ég tel að sá árangur sem náðst hefur með samningnum við SA og samstarfinu við þau samtök mun það styrkja okkur í framtíðinni. En til þess verðum við að halda rétt á spilunum og kynna námskeiðin vel fyrir félagsmönnum okkar, eins hvernig þau geti aukið verðgildi þeirra sem þau sækja og þeir því orðið eftirsóttir starfsmenn framsýnna fyrirtækja. Með kerfi þar sem hvert námskeið gæfi ákveðinn punktafjölda mismunandi eftir námskeiðum væri hægt að safna eftirsóttum verðmætum í þekkingu. Þarna er hugsanlega komin sú leið sem okkur hefur vantað til að fá í framtíðinni löggildingu á verkstjóra heitinu en til þess hefur vantað rétta námið. Tilgangur sjóðsins er skýr, eingöngu verður úthlutað samkvæmt skipulagsskrá hans. Nú nýlega heyrðust raddir frá félögum sem voru með starfsmenn á skrifstofu og sáu um innheimtur gjalda innan síns félags að þeir ættu að greiða lægra gjald til sambandsins en önnur félög. Ekki veit ég hvernig þeir hafa hugsað þetta í framkvæmd, því það hefur ekki sparað neina vinnu nema síður sé, því endurskrá hefur þurft allt inn í okkar bókhald þar sem ekki hefur verið hægt að samkeyra færslurnar. Ég verð alltaf sannfærðari um að innheimta gjalda er best fyrirkomið á skrifstofu VSSÍ þá fæst best yfirsýn yfir innheimturnar. Aftur á móti ættu félögin að beita starfskröftum sínum meira innávið og styrkja sig á félagslega sviðinu. Á síðasta þingi kastaði ég fram tillögu um að breyta nafni samtakanna úr verkstjórasambandi í samband stjórnendafélaga, verkstjóranafnið var talið hamlandi þar sem ekki eru allir verkstjóra/stjórnendur með mannaforráð, þetta hefur verið rætt innan stjórnar og sitt sýndist hverjum. Talið var að fyrst verði félögin að breyta sínu nafni. Nú hefur fyrsta félagið þ.e. verkstjórafélag Suðurlands tekið skrefið til fulls og breytt nafni félagsins, félagið heitir nú „Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi“. Hvort það er nafnbreytingunni að þakka

eða krafti þeirra í kynningum hefur nokkur fjölgun orðið í félaginu. Námskeiðahald sem til stóð að fara í eins og t.d. námskeið vegna starfsloka og framhald á fagtengdum námskeiðum hafa legið niðri bæði vegna kostnaðar og ekki síður vegna tímaskorts hjá stjórnarmönnum.

Kynningarmál: Eins og undanfarin ár kom Verkstjórinn út í byrjun árs glæsilegur að vanda, hann er okkar fasti punktur í kynningu samtakanna. Ég vil þakka greinahöfundum fyrir skrifin, og ritstjóra fyrir þrautseigjuna við öflun efnis til blaðsins. Enn og aftur skora ég á ykkur formennina og aðra þá sem hér eruð að sjá til þess að send verði að minnstakosti ein grein um áhugavert efni t.d. sögu fyrirtækis eða annað fróðlegt af hverju félagssvæði. Ég er þess full viss að betri auglýsingu getum við ekki fengið. Reynsla okkar við kynningu á samtökunum er að maður á mann hefur og mun alltaf reynast best. Sem dæmi er kynningin hjá verkstjórnarfræðslunni hún hefur skilað 34 félögum eftir 18 námskeiðsheimsóknir á fimm ára tímabili, 197 nemendur hafa komið og kynnast starfseminni sambandsins og þegið um leið léttar veitingar. Við verðum að komast á sama hátt inn á Meistaraskólann og kynna okkur þar. Það verður að reyna með öllum ráðum að auka kynningu á Verkstjórafélögunum og Sambandinu. Aukin kynning verður ekki nema til komi starfsmaður sem bæði vinnur innan og utan skrifstofu.

Niðurlagsorð: Ég hef stiklað á stóru um starfsemi stjórnar milli þinga, og þau mál sem hún hafði við að glíma. Eins og kom fram hér að framan liggja fyrir þinginu nokkur mál sem brýnt er að leysa. Þar er úrlausn mála sjúkrasjóðs brýnust, þar verður að leita sanngjarnra leiða sem allir geta vel við unað. Taka verður á mannahaldi á skrifstofu, hvað viljum við fá með nýjum manni á skrifstofu. Á að breyta til og gera þá kröfu að nýr framkvæmdastjóri verði sýnilegri og félögunum til aðstoðar við kynningarstarf o.fl. það að ná til nýrra félaga er verkefni sem við höfum nú þegar lagt mikla fjármuni í sem verður að halda áfram. Eins verðum við að leggja vinnu í þær ályktanir sem við ætlum að senda frá okkur í þinglok. Reynslan sýnir að þingin eru alltaf að verða skilvirkari, sem aftur gerir meiri kröfur til okkar stjórnarmanna. Starf stjórnar hefur gengið vel og hún tekið að mínu mati skynsamlega á öllum málun. Að lokum vil ég þakka stjórnarmönnum VSSÍ og þeim Helgu Jakobs skrifstofustjóra og Jóhönnu Guðjónsdóttur skrifstofustúlku fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf á liðnu starfsári. Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ VERKSTJÓRINN - 19


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.