Verkstjórinn 64. árgangur

Page 18

Skúli Sigurðsson, kynningarfulltrúi Verkstjórasambands Íslands.

Meginmarkmiðið er að fjölga félögum Rætt við Skúla Sigurðsson, nýráðinn kynningarfulltrúa VSSÍ

S

kúli Sigurðsson, fyrrverandi formaður Brúar – félags stjórnenda, hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi Verkstjórasambands Íslands. Meginhlutverk kynningarfulltrúans er að hjálpa aðildarfélögunum að afla nýrra félaga. „Ég hef líka að stórum hluta unnið að innsetningu nýrrar stefnumótunar sem felst í því að breyta stjórnaruppbyggingu Verkstjórasambandsins. Þessi vinna byggir að langmestu leyti á greiningarvinnu Capacent. Það er heilmikið starf framundan og mikið er lagt upp úr því að aðildarfélögin verði með tengiliði við kynningarfulltrúann. Hann aðstoðar tengiliðina á hinum ýmsu stöðum og fer með þeim í fyrirtæki til að kynna fyrir starfsmönnum og atvinnurekendum félögin. Allt miðar þetta að því að afla nýrra félaga,“ segir Skúli.

Margir fundir Á þessu ári hefur Skúli farið á aðalfundi ellefu félaga í

18

Verkstjórasambandinu ásamt Kristjáni Erni Jónssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. „Þar höfum við kynnt ákveðnar tillögur að breyttu stjórnskipulagi sem síðan voru teknar upp á landsfundi sambandsins. Nú er unnið að því að móta þessar tillögur sem að ýmsu leyti eru mjög framsæknar og miða að því að setja sambandið á nýjan stall og nútímavæða það. Markmiðið er að form sambandsins verði ekki ósvipað og annarra stórra sambanda, eins og Kennarasambands Íslands, Rafiðnasambands Íslands og Eflingar svo dæmi séu tekin. Tilgangurinn er sá að lítil félög innan sambandsins verði öflugri með aðstoð stærri eininga um allt land. Það verður meginhlutverk kynningarfulltrúans að vinna að þessu ferli,“ segir Skúli.

30.000 stjórnendur Skúli var formaður Brúar félags stjórnenda í 13 ár og sat á sama tíma í stjórn VSSÍ. Hann þekkir því starfsemi sambandsins gjörla. „Úti á vinnumarkaðnum eru um 30.000 stjórnendur. Okkar félagsmenn eru um 2.200 talsins


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.