Page 1

64. árgangur / 1. tbl. / Júní 2014

Ég fer í fríið! Skrifstofa Verkstjórasambands Íslands sendir öllum félagsmönnum sumarkveðjur með óskum um að þeir hafi það sem allra best í sumarleyfinu.

Þurfum að ná til fleiri stjórnenda

Skúli Sigurðsson, fyrrverandi formaður Brúar – félags stjórnenda, hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi Verkstjórasambands Íslands. Meginhlutverk hans verður að hjálpa aðildarfélögunum að afla nýrra félaga. „Úti á vinnumarkaðnum eru um 30.000 stjórnendur. Okkar félagsmenn eru um 2.200 talsins þannig að við eigum eftir stóran, óplægðan akur. Við gerum okkur grein fyrir því að við náum ekki öllum stjórnendum til okkar en með öflugu og breyttu stjórnskipulagi sambandsins getum við gert okkur góðar vonir um talsverða fjölgun innan okkar raða. Við vonumst til þess að geta lagt af stað í þessa vegferð af fullum krafti nú á haustmánuðum,“ segir Skúli.

Bls. 18

Síminn hringir stöðugt

Vaskir menn á Vesturlandi

Það er nóg að gera hjá þeim stöllum Helgu Jakobs og Jóhönnu Margréti Guðjóns­ dóttur sem starfa á skrifstofu Verkstjórasambandsins.

Þrír stjórnarmanna Verkstjóra­ félags Borgaraness starfa hjá Límtré Vírneti þar í bæ. Við tókum hús á formanninum, Einari Óskarssyni.

Bls. 12

Bls. 20


GREINARKORNIÐ Skúli Sigurðsson, kynningarfulltrúi VSSÍ:

Verkstjórnarfræðsla í fjarnámi

V

erkstjórn krefst þekkingar á starfsemi og skipulagi fyrirtækja, skilnings á þörfum rekstrarins fyrir þjálfað og agað starfsfólk og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Verkstjórinn er fagmaður í stjórnun og hann þarf að viðhalda og þroska fagmennsku sína.

Námið Símenntun verkstjóra er eitt af meginstefnumálum Verkstjórasambandsins. Verkstjórnarfræðslan hefur um árabil verið uppistaðan í því starfi. Undanferin misseri hefur námsframboð Verkstjórnarfræðslunnar verið endurskoðað. Námið mun skiptast í fimm lotur: (1) Viðhorf verkstjórans til eigin starfs og stöðu, (2) Afstaða verkstjórans og verklag gagnvart undirmönnum, (3) Skipulag fyrirtækisins og innviðir þess, (4) Rekstur fyrirtækisins í ljósi markmiða þess, ferla og afkomu og (5) Umhverfið sem fyrirtækið starfar í. Hver lota skiptist í áfanga sem innihalda fyrirlestra á vef, ritað ágrip meginatriða, verkefni og ítarefni.

Fjarnám og fjarkennsla Verkstjórasambandið hefur frá upphafi verkefnisins lagt áherslu á fjarkennslu og fjarnám. Slíkt kennslufyrirkomulag hefur verulega kosti, ekki síst fyrir starfandi fólk. Í fjarnámi hefur nemandinn nokkurn sveigjanleika um námstíma sinn en er ekki bundinn af mætingum á tilteknum stað og tíma. Fyrirlestrar, verkefni og ítarefni er sett á aðgangsstýrðan vef. Nemandi hefur tengsl við kennara í gegnum vefinn og vinnur verkefni með öðrum nemendum á sama hátt.

64. árgangur / 1. tbl. / Júní 2014

Samstarfsverkefni Verkefni um endurskoðun verkstjóranámsins er samstarf Verkstjórasambandsins, Samtaka atvinnulífsins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (áður Iðntæknistofnun). Samstarfsaðilarnir skipa verkefnisstjórn sem ræður verkefnisstjóra og sérfræðinga til að hanna námsefni, skipuleggja og undirbúa miðlun þess. Kennsla fyrstu lotunnar mun hefjast árið 2015 og munu tvær lotur verða kenndar á hverri önn. Samstarfsaðilarnir munu kynna inntak námsins og skipulag þess ítarlega síðla árs 2014. Lögð er áhersla á að námið verði metið til eininga í opnbera skólakefinu.

Verkstjórinn - 64. árgangur, 1. tbl. Júní 2014

Ég fer í fríið! Skrifstofa Verkstjórasambands Íslands sendir öllum félagsmönnum sumarkveðjur með óskum um að þeir hafi það sem allra best í sumarleyfinu.

Þurfum að ná til fleiri stjórnenda

Skúli Sigurðsson, fyrrverandi formaður Brúar – félags stjórnenda, hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi Verkstjórasambands Íslands. Meginhlutverk hans verður að hjálpa aðildarfélögunum að afla nýrra félaga. „Úti á vinnumarkaðnum eru um 30.000 stjórnendur. Okkar félagsmenn eru um 2.200 talsins þannig að við eigum eftir stóran, óplægðan akur. Við gerum okkur grein fyrir því að við náum ekki öllum stjórnendum til okkar en með öflugu og breyttu stjórnskipulagi sambandsins getum við gert okkur góðar vonir um talsverða fjölgun innan okkar raða. Við vonumst til þess að geta lagt af stað í þessa vegferð af fullum krafti nú á haustmánuðum,“ segir Skúli.

Bls. 18

2

Síminn hringir stöðugt

Vaskir menn á Vesturlandi

Það er nóg að gera hjá þeim stöllum Helgu Jakobs og Jóhönnu Margréti Guðjóns­ dóttur sem starfa á skrifstofu Verkstjórasambandsins.

Þrír stjórnarmanna Verkstjóra­ félags Borgaraness starfa hjá Límtré Vírneti þar í bæ. Við tókum hús á formanninum, Einari Óskarssyni.

Bls. 12

Bls. 20

U

Útgefandi:

Verkstjórasamband Íslands

Ritstjóri:

Kristján Örn Jónsson (ábm).

Textagerð:

Guðjón Guðmundsson, Gunnlaugur Árnason, Valþór Hlöðversson o.fl.

Auglýsingar:

Ingibjörg Ágústsdóttir, inga@athygli.is

Dreift til félagsmanna í Verkstjórasambandi Íslands og á fjölda vinnustaða um land allt.

HV

ERFISME

141

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Prentun: Litróf

M

R

KI

ISSN 2298-3201

912

Prentsmiðja


Horfðu björtum augum fram á veginn Sameinaði lífeyrissjóðurinn leggur áherslu á gagnsæi og öfluga upplýsingagjöf sem tryggir þér auðvelda og skýra yfirsýn yfir öll þín lífeyrismál.

Vefurinn okkar, lifeyrir.is, er aðgengilegur og notendavænn bæði fyrir sjóðfélaga og launagreiðendur.

ENNEMM / SIA • NM63366

Á lifeyrir.is • sérðu stöðu lífeyrisréttinda og séreignar • finnur þú ítarlegar upplýsingar um rekstur sjóðsins • geturðu kynnt þér fjárfestingarstefnu og eignir sjóðsins • geta launagreiðendur skilað iðgjaldaskilagreinum á einfaldan og öruggan hátt og myndað kröfu í netbanka sínum

Kynntu þér málin á lifeyrir.is eða fáðu upplýsingar hjá starfsfólki í síma 510 5000. Sundagörðum 2 / 104 Reykjavík / 510 5000 / lifeyrir.is


Viðar Þór Ástvaldsson, nýr formaður Varðar – félags stjórnenda á Suðurlandi:

Kostirnir fleiri en ókostirnir við sameiginlegt úthlutun­ arkerfi á sumarhúsum

Þ

að var föngulegur hópur manna úr aðildarfélögum Verkstjórasambands Íslands sem var samankominn á Grand hótel í Reykjavík 10. maí sl. á landsfundi sambandsins. Sumir höfðu ferðast um langan veg en aðrir þurftu styttri leið að fara. Þeirra á meðal var Viðar Þór Ástvaldsson. Viðar Þór tók við sem formaður Varðar– félags stjórnenda á Suðurlandi á aðalfundi 26. mars síðastliðinn. Hann tók við af Jóni Ólafi Vilhjálmssyni sem hafði verið formaður félagsins í 32 ár. „Við erum með aðsetur á Selfossi og erum með einn starfsmann í hlutastarfi sem þjónustar okkar félagsmenn. Félagsmenn eru 242, þar af 211 skattskyldir þannig að þetta fremur stórt félag,“ segir Viðar Þór. Hann segir starfið felast í kynningu á réttindum félaga hvað varðar menntunarsjóð og sjúkrasjóð, svo dæmi séu tekin. Starfsmaðurinn sinnir almennri þjónustu við félagsmenn, eins og úthlutun á sumarhúsum og öðrum tilfallandi verkefnum. Vörður á sumarhús í Brekkuskógi í Biskupstungum og íbúð á Akureyri. „Íbúðin á Akureyri hefur verið í fastri útleigu yfir vetrartímann. Það hefur ekki reynst grundvöllur fyrir því að setja hana í úthlutun yfir veturinn. Á móti kemur að við greiðum niður hótelgistingu fyrir okkar félagsmenn með leigutekjunum,“ segir Viðar Þór.

Viðar Þór Ástvaldsson var kjörinn nýr formaður Varðar – félags stjórnenda á Suðurlandi á aðalfundi 26. mars sl.

4


Hann sagði að stór mál hefðu verið á dagskrá landsfundsins. Rætt hefði verið um að auka samstarf milli aðildarfélaganna, taka upp eitt, sameiginlegt úthlutunarkerfi fyrir sumarbústaði og nútímavæða sambandið.

Mjög hlynntur nýju úthlutunarkerfi „Ég er mjög hlynntur sameiginlegu úthlutunarkerfi og lít á það sem hagsmunamál fyrir alla. Það eru tilfinningar sem tengjast sumarbústöðunum – menn hafa unnið við uppbyggingu þeirra í sjálboðaliðavinnu. Þess vegna er eðlilegt að menn séu hikandi þegar kemur að umgegni og umhirðu. En kostirnir eru miklu fleiri en ókostirnir. Breytingin myndi leiða til þess að aðgangur yrði að bústöðum annarra félaga en hvert félag fyrir sig ræður úthlutuninni. Við gætum t.d. haft opið fyrir úthlutun í eina eða tvær vikur. Ef eitthvað er laust að þeim tíma

liðnum getum við sett það inn í kerfið. Þá gæti, svo dæmi sé tekið, Austfirðingur gist í okkar bústað og félagsmaður frá okkur gist á Austfjörðum. Við höfum áfram fullt forræði yfir okkar húsi og höldum því við sjálfir. Við erum sjálfir með um 100% nýtingu á okkar sumarbústað þannig að við þurfum í raun ekki á öðrum að halda til að halda uppi nýtingunni. En við verðum að líta á þetta jákvæðum augum og þá möguleika til að geta gist annars staðar,“ segir Viðar Þór. Hann segir að einnig komi til greina að breyta fyrirkomulagi varðandi íbúðina á Akureyri og láta hana inn í sameiginlega kerfið. „Austfirðingar sækja t.d. læknisþjónustu í talsverðum mæli til Akureyrar. Oft vantar þá gistingu þar í einhverja daga og þetta myndum við skoða með opnum huga.“

MIKIÐ ÚRVAL AF DÆLUM Borholudælur

Austurdælur 12 - 24v

Austurdælur 12 - 24v

Dælur með snigilhjóli

Brunndælur

Sanddælur

Ráðgjöf - Sala - Þjónusta

Hjallahraun 2 - 220 Hfj. - s. 562 3833 - www.asafl.is - asafl@asafl.is 5


Markaðurinn

er allur að lifna við Óli Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Loftorku í Borgarnesi, segir bjart framundan í starfseminni.

6


HEIMSÓKNIN Meiri kröfur gerðar til framleiðslu einingahúsa en í hefðbundnum byggingariðnaði, segir Óli Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Loftorku í Borgarnesi

L

oftorka Borgarnesi er alhliða framleiðslu- og verktakafyrirtæki á sviði mannvirkjagerðar og sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum hlutum úr steinsteypu í mannvirki og steinrör í holræsi. Loftorka er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði framleiðslu húseininga úr steinsteypu, stofnað árið 1962 í Borgarnesi. Kjarnastarfsemin var í upphafi jarðvinna en síðar færðist hún út í röraframleiðslu og framleiðslu á steyptum einingum.

Lifnar yfir markaðnum Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri heldur um stjórnartauma fyrirtækisins, en hann var meðal annars bæjarstjóri í Borgarnesi á árunum 1987 til 1999. Óli Jón segir mikið hafa lifnað yfir markaðnum undanfarnar vikur. „Það er orðið mun auðveldara með alla skipulagningu þegar verkefnin eru orðin þetta mörg. Reksturinn verður allur auðveldari þegar hægt er að skipuleggja hann fram í tímann,“ segir Óli Jón.

með CE-merkingum, pöntunarnúmerum og nafni viðskiptavinar. Starfsemin er gríðarlega skipulögð og fagmennskan blasir við hvarvetna.

Markaðssvæðið er allt landið Markaðssvæði Loftorku er allt landið en Óli Jón segir að vegna þyngdar vörunnar séu vissir fjarlægðarþröskuldar sem ekki verði farið yfir. Langstærsti hluti framleiðslunnar fer inn á höfuðborgarsvæðið. Í því samhengi er mikilvægi Borgarfjarðarbrúarinnar gífurlegt og segir Óli Jón að Loftorka væri allt annað fyrirtæki ef brúarinnar nyti ekki við. „En þrátt fyrir fjarlægðarþröskulda erum við þó engu að síður að ljúka við þjónustuhluta hótelbyggingar í Mývatnssveit, svo dæmi sé tekið.“ Framleiðsla á steypurörum er hins vegar ekki nema um fjórðungur af því sem hún var fyrir hrun. Óli Jón segir að hægst hafi verulega á opinberum framkvæmdum og þær hafi enn ekki náð sama flugi og var.

Meiri kröfur eru gerðar til einingarhúsa en almenns byggingaiðnaðar. Óli Jón segir skýringuna sennilega þá að unnt sé að viðhafa eftirlit með einingarverksmiðjum en óhægt sé um vik að fylgjast með verkferlum og gæðum í hefðbundnum byggingariðnaði út um allt land. Hann segir að eftirlitið hamli ekki starfseminni en geri framleiðsluna vissulega kostnaðarsamari. Hins vegar mætti vera virkt eftirlit víðar þannig að verið sé að bera saman sömu hlutina hvað gæði varðar.

Loftorka er um þessar mundir að framleiða forsteyptar einingar fyrir nýtt fangelsi sem rís á Hólmsheiði en stór hluti fangelsins er gerður úr slíkum einingum. Einnig framleiðir það einingar fyrir nýtt hótel sem er verið að byggja á Hverfisgötu 103 í Reykjavík. Þegar blaðamann bar að garði var nýlega lagður af stað flutningabíll af stærstu gerð með 25 metra langa flotbryggju sem Loftorka framleiddi fyrir Dalvíkurbæ. Þannig mætti áfram telja.

Loftorka framleiðir steypu, rör, brunna, sökkla, veggeiningar, filegran loftaplötur, holplötur, kúluplötur, bita, súlur, svalagólf, stiga, sorptunnuskýli og margt fleira. Á geymslulóð fyrirtækisins í Borgarnesi má sjá stórar forsteyptar einingar í mannvirki og heilu stæðurnar af steinrörum af ýmsum stærðum. Rörin eru pantanir frá því fyrir hrun og þögul vitni um það þegar hægðist á öllum verkframkvæmdum út um allt land í kjölfar hrunsins.

75 manns starfa hjá Loftorku, mestmegnis heimamenn, en talsverður hópur erlendra manna hefur starfað hjá fyrirtækinu til fjölda ára. Fyrirtækið flytur mestan hlut aðfanganna inn, svo sem sement og stál. Óli Jón segir að hráefnishlutinn sé stór liður í rekstrarkostnaðinum en stærsti liðurinn sé hins vegar laun. Gríðarleg hækkun hafi orðið á öllum aðföngum í kjölfar hruns en að auki séu talsverðar sveiflur á stálverði á heimsmarkaði.

Þegar gengið er um gríðarstóran framleiðsluskála Loftorku má sjá fjölda manns vera að undirbúa mót og leggja járn í þau. Þarna eru múrarar að störfum að fínpússa veggi eininganna. Forsteyptar einingar eru víða en þar má einnig sjá aðrar framleiðsluvörur, eins og tröppur í hús, stórar undirstöður fyrir stög og margt fleira. Snyrtilegt er um að litast og á húsaeiningum má sjá miða

Óli Jón segir bjart framundan og mikill viðsnúningur hafi orðið á starfseminni. Einnig hafi bæst við allnokkur útflutningur til Færeyja og jafnvel útlit fyrir útflutning til Noregs. Þar er um að ræða húseiningar, kúluplötur og holplötur. Útflutningnum fylgi gríðarlega hár flutningskostnaður sem gerir útflutning á þessari vöru óarðbærari en ella.

Mest heimamenn

7


Sigurbjörg Hjaltadóttir á sæti í stjórn Verkstjórasambands Íslands.

Fólk hér eystra skreppur ekki í sumarhús í Grímsnesið yfir helgi

S

igurbjörg Hjaltadóttir sat í stjórn Stjórnendafélags Austurlands til ársins 2011. Hún hefur verið í félaginu í aldarfjórðung. Byrjaði fyrst í bókhaldi og var fljótlega valin í stjórn. Hún situr nú í stjórn Verkstjórasambandsins. „Félagsmenn í Stjórnendafélagi Austurlands eru tæplega 400 talsins. Við erum því annað stærsta félagið á landinu. Svæði okkar nær frá Bakkafirði til Hornafjarðar og félagsmenn koma úr hinum ýmsu greinum, eins og t.d. fiskvinnslu, ýmis konar þjónustufyrirtækjum, álverinu á Reyðarfirði og svo mætti lengi telja. Einnig eru margir sjálfstætt starfandi í félaginu,“ segir Sigurbjörg. Stjórnendafélagið heldur úti skrifstofu og þjónustar sína félagsmenn eftir bestu getu. Sigurbjörg segir að stærstum hluta snúist þjónustan um orlofsíbúðirnar og sjúkra­ sjóðinn. Komi upp mál sem hún geti ekki leyst úr á skrifstofunni fyrir austan vísar hún félagsmönnum til sambandsins í Reykjavík. Eitt af stóru málunum á landsfundinum á Grand hótel í byrjun maímánaðar voru einmitt orlofshúsamálin og hugmyndir um sameiginlegt úthlutunarkerfi. Sigurbjörg segir að hún vilji skoða þessi mál mun betur og sjá þá kosti sem í boði eru. Stjórnendafélag Austurlands á tvær orlofsíbúðir í Reykjavík og eina á Akureyri. „Vissulega spyrja félagsmenn hvort ekki sé hægt að fara inn á netið og bóka orlofshús þar. Þeir vilja nýta sér kosti netsins til slíkra hluta. En svo virðist það ekki fara hátt í

8

umræðunni að það er munur á orlofsíbúðum eða sumarhúsum. Þetta eru tveir ólíkir heimar, allavega fyrir okkur sem komum utan af landi og þurfum að sækja læknisþjónustu suður og norður. Það koma upp neyðartilvik sem við þurfum að geta brugðist strax við. Bókunarkerfi fyrir orlofshús er af hinu góða þar sem menn bóka gjarna helgi eða viku í einu. Leigan hjá okkur er mjög misnunandi allt frá einum degi upp í 10 daga. Við þjónum okkar félagsmönnum gagnvart Reykjavík og Akureyri og þetta tengist oft veikindum og kallar á persónulega afgreiðslu.“ Hún segir þetta tvo ólíka markhópa. „Félagsmenn okkar eru, held ég, oft á ferðinni í tengslum við læknisferðir til Reykjavíkur og tengja það gjarnan við helgi til að ná stoppi. Til Akureyrar fara menn í helgarferðir og einnig í lækniserindum í miðri viku. Sumarhúsin, sem Aust­firð­ ingum stæðu til boða með sameiginlegu úthlutunarkerfi, eru flest á Suðvesturlandi, þ.e. í Borgarfirði og Grímsnesi. „Það láta fáir austur á fjörðum sér detta í hug að skreppa suður í orlofshús yfir helgina. Þetta er átta klukkustunda akstur og ekki eins einfalt í framkvæmd og ætla mætti. Við búum við allt annan veruleika og erum of langt í burtu frá þessum orlofshúsum,“ segir Sigurbjörg. Tæplega 80% nýting hefur verið á íbúðum félagsins og Sigurbjörg segir að í sjálfu sér þurfi félagið ekki á bókunarvél að halda til að bæta nýtinguna.


Hífi- og festingabúnaður Minnum á öfluga þjónustu Ísfells og gott úrval af vottuðum hífi- og festingabúnaði. Hér fyrir ofan má sjá lítið brot af þeim vörum sem Ísfell býður s.s. höfuðhlekki, keðjur, króka, stroffur, talíur, púllara, sjófestingabúnað, strekkiborða og lása. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allan hífi- og festingabúnað ásamt leiðbeiningum um notkun og töflur sem sýna ýmsar samsetningar hífibúnaðar og leyfilegt vinnuálag búnaðar (LVÁ). Ísfell annast skoðun og eftirlit með hífi- og festingabúnaði. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 www.isfell.is • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

9


Borgþór E. Pálsson, formaður Verkstjórafélags Vestmannaeyja.

Höfum alltaf notið velvildar atvinnurekenda

V

ið verðum ekki með í þessu. Við sjáum enga ástæðu til þess að greiða öðrum peninga fyrir það sem við gerum sjálfir. Orlofshúsið okkar skapar samheldni hjá stórum hópi félagsmanna okkar. Við teljum að fari aðrir að skipta sér af okkar húsi þá geti áhugi félagsmanna minnkað,“ segir Borgþór E. Pálsson, formaður Verkstjórafélags Vestmannaeyja, um orlofshúsamálin sem rædd voru á landsfundi Verkstjórasambands Íslands á Grand hótel 10. maí sl. 112 félagar eru í Verkstjórafélagi Vestmannaeyja. Borgþór segir fjölda félaga óvenju háan miðað við

Munið Sjúkrasjóðinn Starfsmenn sambandsins vilja benda á að Sjúkrasjóður VSSÍ er farinn að greiða fyrir umfangsmikla heilsufarsskoðun í forvarnarskyni sem fer fram hjá Heilsuvernd. Raunhæfur viðmiðunaraldur á þörf slíkrar skoðunar er 45-50 ára og svo með reglulegu millibili eftir það. Lítur sjóðurinn á heilsufarsskoðunina sem mikla og góða forvörn og fyrirbyggjandi fyrir hina ýmsu sjúkdóma.

10

íbúafjölda. 38 íbúar eru á bak við hvern félaga í Verkstjórafélagi Vestmannaeyja. Ekkert annað félag á landinu geti státað af slíku. Það þyrftu t.a.m. að vera um eitt þúsund félagar í Reykjavíkurfélaginu til að jafna þetta. Félagið á eitt sumarhús á Flúðum og segir Borgþór nýtinguna mjög góða. „Við höfum alltaf notið góðs af velvild atvinnurekenda í okkar garð. Atvinnurekendur beina mönnum gjarnan í Verkstjórafélagið þegar þeir ráða nýja menn. Þeir vilja hafa menn í þessu félagi og eitt sem styður þessa afstöðu þeirra er það að við höfum aldrei farið í verkfall. Þetta þýðir að komi til vinnustöðvunar geta félagar í Verkstjórafélaginu gætt hagsmuna atvinnurekenda meðan á henni stendur, t.d. hvað varðar gæslu á tækjum eða öðrum búnaði.“ Borgþór segir að atvinnurekendur sjái sér einnig hag í því að geta menntað og þjálfað sína starfsmenn með styrk frá menntunarsjóði Verkstjórasambandsins. „Ég held að þetta sé stærsta atriðið hvað varðar velvild atvinnurekenda í garð Verkstjórafélagsins.“ Borgþór bendir á að það sé hagsmunamál launþegans að atvinnurekandi sæki um styrk frá menntunarsjóði til símenntunar fyrir starfsmanninn. Munurinn felist í því að sæki atvinnurekandinn um styrkinn þarf starfsmaðurinn ekki að greiða skatt af styrknum. Þarna liggi líka miklir hagsmunir. Borgþór segir að stórkostleg tækifæri séu framundan hvað varðar nýtingu á menntunarsjóðnum. Félagsmönnum standi til boða að fara á námskeið og auka við þekkingu sína á margvíslegum sviðum.


ATHYGLI EHF.

Gámurinn er þarfaþing!

Gistigámar  Geymslugámar  Salernishús » Til sölu og/eða leigu » Margir möguleikar í stærðum og útfærslum » Hagkvæm og ódýr lausn » Stuttur afhendingartími

www.stolpigamar.is

Hafðu samband!

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100

11


Helga Jakobs og Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir hafa í mörgu að snúast á skrifstofu Verkstjórasambands Íslands.

Þ

að er í nógu að snúast hjá Helgu Jakobs og Jóhönnu Margréti Guðjónsdóttur hjá Verkstjórasambandi Íslands í Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Síminn stoppar ekki allan daginn. Það eru félagar sem spyrja út í sín orlofsréttindi, launaréttindi, réttindi í uppsögnum, fæðingarorlof og menntunarréttindi svo fátt eitt sé nefnt. Helga er skrifstofustjóri sambandsins og hóf þar störf árið 2000 en Jóhanna bættist í hópinn 2003. Saman eru þær því með um 25 ára starfsreynslu og öllum hnútum kunnugar í rekstri og starfsemi sambandsins. Eins og í öllum stéttarfélögum berast ágreiningsmál af ýmsum toga inn á borð Verkstjórasambandsins. Fyrir kemur að brotið er á réttindum félagsmanna og hefur þá stundum komið til kasta lögfræðinga sambandsins, Láru V. Júlíusdóttur, sem er sérfræðingur í vinnurétti svo og Loga Egilssonar. Þær stöllur segja að álagið sé tiltölulega jafnt allt árið. Skilagreinar frá aðildarfélögunum berast jafnt og þétt. Þó koma álagstoppar á haustin og svo aftur í þegar félagsmenn sækja um styrki í menntasjóðinn til þess að komast á námskeið eða í endurmenntun. Einnig er öllu jafna meiri aðsókn í sjúkrasjóðinn og sjúkraíbúð sambandsins yfir vetrartímann en sumarið.

allar að afgreiða. Umsóknirnar fara fyrir stjórn sjúkrasjóðsins sem hittist alltaf á síðasta degi hvers mánaðar,“ segir Helga. Umsóknirnar eru frá aðildarfélögum hvaðanæva á landinu. Greitt er út úr sjóðnum einu sinni í mánuði. „Síðan er all nokkur hópur út um allt land á sjúkradagpeningum og hefur fjölgað í þeim hópi. Núna eru nálægt 20 manns á sjúkradagpeningum og þeir geta átt rétt á þeim greiðslum í allt að eitt ár. Fyrir tveimur til þremur árum voru það ekki nema um sjö manns sem voru á sjúkradagpeningum,“ segir Jóhanna. Helga segir að sjúkrasjóður VSSÍ sé líklega einn besti sjóður sinnar tegundar á landinu. Í öðrum stéttarfélögum gefst félagsmönnum yfirleitt ekki kostur á sjúkradagpeningum til lengri tíma en sex mánaða. Þannig geta félagsmenn sem eru frá vinnu vegna veikinda eða slysa verið á launum hjá vinnuveitanda í allt að fjóra mánuði og í framhaldi af því í eitt ár á sjúkradagpeningum frá stéttarfélaginu. Fyrir fullgilda félagsmenn er miðað við 80% af meðaltalslaunum síðustu tólf mánaða ef greitt er af ákveðnu lágmarki. Margir eru þó einungis á sjúkradagpeningum hluta úr árinu.

Góð þjónusta hjá VIRK Á annað hundrað umsóknir „Umsóknum í sjúkrasjóð fjölgar stöðugt. Það berast á annað hundrað umsóknir í hverjum mánuði og þær þarf

12

Allir launþegar greiða 0,13% af launum í starfsendurhæfingarsjóð. Þeir sem hafa verið á sjúkradagpeningum í eitt ár hjá VSSÍ geta í framhaldinu sótt um endur-


Alltaf vakandi yfir hagsmunum félagsmanna Rabbað við Helgu Jakobs og Jóhönnu Margréti Guðjónsdóttur sem starfa hjá Verkstjórasambandi Íslands hæfingarlífeyri hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Hlutverk VIRK er að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa. Hjá sjóðnum starfar fjöldi sálfræðinga, sjúkraþjálfara og ráðgjafa á ýmsum sviðum. Allt er gert til að leiða fólk áfram til betri heilsu og virkari þáttöku í þjóðfélaginu. Helga og Jóhanna benda félagsmönnum á þessar leiðir og eru flestir mjög ánægðir með þjónustu VIRK.

Rafrænar skilagreinar Árin 2011 og 2012 hófust rafræn skil á skilagreinum sem hafa einfaldað starf Helgu og Jóhönnu og dregið úr tvíverknaði. Núna eru um 70% allra skilagreina skráðar rafrænt en steft er að því að hlutfallið verði yfir 90%. Vinnudagur Helgu og Jóhönnu hefst jafnan á því að lesa

Þjónustuskrifstofa Stjórnendafélags Austurlands er á Austurvegi 20, 730 Reyðarfirði

inn rafrænar skilagreinar fyrir daginn og stemma þær af miðað við greiðslur. Einnig þarf að fylgjast með því að skilagreinar samsvarandi greiðslunni berist og þær þurfa líka að ýta á eftir launagreiðendum, verði misbrestur á þessu. Á skrifstofu VSSÍ er einnig haldið utan um skráningu á iðgjöldum fyrir tíu af þrettán aðildarfélögum sambandsins. Þar er einnig haldið utan um félagatalið. „Það þarf að telja á hverju einasta ári hve margir eru í hverju félagi, hve margir hafi bæst í félagatalið og hverjir hætta. Við höldum lista yfir fækkun eða fjölgun í hverju félagi fyrir sig. Í nóvember og desember er í nógu að snúast hjá mér í kringum félagatalið. Rétt félagatal skiptir einnig máli þegar kemur að atkvæðavæði á þingum sambandsins,“ segir Jóhanna.

Opið virka daga kl. 9-12 í sumar. Sími 864-4921 Netfang sta@sta.is - Heimasíða www.sta.is Nýir félagar velkomnir

13


Stjórnendafélögin og formenn þeirra Brú, félag stjórnenda Skipholti 50d, 105 Reykjavík Sími 562-7070 - Fax 562-7050 Netfang: bfs@bfs.is Veffang: www.bfs.is Formaður: Jóhann Baldursson, Frostafold 28, 112 Reykjavík Símar 587-7704 / 842-4605 Netfang: johannb@krokurbilastod.is Þór félag stjórnenda Pósthólf 290, 222 Hafnarfirði Netfang: vefthor@simnet.is Formaður: Ægir Björgvinsson, Sléttuhrauni 34, 220 Hafnarfirði Símar 565-1185 / 840-0949 Netfang: aegirb@simnet.is Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Sími 555-4237 Pósthólf 185 Formaður: Steindór Gunnarsson, Spóaási 3, 221 Hafnarfirði Símar 555-4237 / 898-9760 Netfang: steindorg@simnet.is Jaðar félag stjórnenda Pósthólf 50, 300 Akranesi Sími 660-3286 Formaður: Kristján Sveinsson, Vallarbraut 4, 300 Akranesi Sími 660-3286 Netfang: kristjans@n1.is Verkstjórafélag Borgarness Tungulæk, 311 Borgarnesi Sími 617-5351 Formaður: Einar Óskarsson, Tungulæk, 311 Borgarnesi Símar 437-1191 / 617-5351 Netfang: einaro@limtrevirnet.is Félag stjórnenda við Breiðarfjörð Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi Sími 438-1328 Formaður: Þorbergur Bæringsson, Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmur Símar 438-1400 / 894-1951 Netfang: baeringsson@simnet.is Verkstjórafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Sími 863-3871 Formaður: Sveinn K. Guðjónsson, Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Símar 456-3831 / 863-3871 / 450-4616 Netfang: skg@frosti.is

14

Verkstjórafélag Norðurlands vestra Skúlabraut 1, 540 Blönduósi Símar 452-4220 / 896-2280 Formaður: Gísli Garðarsson, Skúlabraut 1, 540 Blönduósi Símar 452-4220 / 896-2280 Netfang: gisli@sahun.is Berg félag stjórnenda Skipagötu 9, 600 Akureyri Sími 462-5446 Fax:462-5403 Netfang: bergfs@bergfs.is Formaður: Gunnar Backmann Gestsson, Aðalstræti 2b, 600 Akureyri Símar 462-5562 / 899-1012 Netfang: gbgestsson@gmail.com Stjórnendafélag Austurlands Austurvegur 20, 730 Reyðarfirði Símar 474-1123 / 864-4921 Netfang: sta@sta.is Formaður félagsins: Benedikt Jóhannsson, Ystadal 3, 735 Eskifirði Símar 476-1463 / 864-4963 / 470-6000 Netfang: benni@eskja.is Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi Austurvegur 56, 800 Selfossi Sími 480-5000 Fax: 480-5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is Formaður: Viðar Þór Ástvaldsson, Áströð 1, 851 Hellu Sími 848-2409 Netfang: formadur@stjornandi.is Verkstjórafélag Vestmannaeyja Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum Sími 481-1248 Formaður: Borgþór E. Pálsson, Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum Símar 481-1248 / 823-6333 Netfang: brottugotu8@simnet.is Verkstjórafélag Suðurnesja félag stjórnenda Hafnargötu 15, 230 Reykjanesbæ Sími 421-2877 - Fax 421-1810 Netfang: vfs@internet.is Formaður: Einar Már Jóhannesson, Stekkjagötu 85, 260 Reykjanesbæ Sími 845-1838 Netfang: vfs@internet.is Verkstjórasamband Íslands Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Símar 553-5040 / 553-0220 - Fax 568-2140 Veffang: www.vssi.is Netfang: vssi@vssi.is Forseti og framkvæmdarstjóri: Kristján Örn Jónsson


15


Ígulker, grásleppa, Þórishólmi ehf. í Stykkishólmi sér tækifærin og nýtir sér þau Texti og myndir: Gunnlaugur Árnason

Stafsmenn Þórishólma pakka lifandi ígulkerum til útflutnings. Talið frá vinstri: Nikolaj Motyka, Ólafur Örn Ásmundsson, Hafsteinn Kristinsson, Michal Kowalski og Gunnar Jensen.

A

tvinna er undirstaða byggðar. Því er ánægjulegt þegar ný fyrirtæki eru stofnuð og ná að byggja upp traustar undirstöður. Eitt þeirra fyrirtækja er Þórishólmi ehf. í Stykkishólmi þar sem starfsemin hefur vaxið hægt og sígandi. Þórishólmi hefur nýtt sér fjölbreytta auðlind Breiðafjarðar og stundar veiðar á m.a. grásleppu, ígulkerum, beitukóngi, sæbjúgum og síld.

Á sjó frá unga aldri Þórishólmi gerir út bátana Önnu SH og Fjólu SH og rekur vinnslu í 600 fermetra húsi. Eigandi og framkvæmdarstjóri félagsins er Gunnar Jensen en hann hefur stundað sjóinn frá Hólminum á stærri bátnum nánast frá 16 ára aldri fyrir utan smá tíma er fjöldskyldan flutti norður í Víðdal að kynna sér búskap. Hann hefur lengst af verið skipstjóri og stundað veiðar og notaði til þess ýmis veiðar færi. Síðast var Gunnar stýrimaður á Gullhólma SH. Árið 1996 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og keypti sér bát til veiða á beitukóng í gildrur fyrir íshákarl í Stykkishólmi. Ekki gekk sá veiðiskapur vel og varð hann að hætta með skuldahalann á eftir sér og seldi bátinn. Næsta tilraun var gerð nokkrum árum síðar og þá fór hann að veiða sæbjúgu og þar á eftir ígulker. Það fór á sama veg. Ígulkeravinnslan hætti rekstri og veiðar lögðust af.

16

Lifandi ígulker til Evrópu Þrátt fyrir þessar mótbærur hélt Gunnar áfram. Hann vissi að mikil auðlind var í sjónum í kringum Stykkishólm sem hægt væri að skapa úr verðmæti, spurningin var aðeins hvaða leiðir væru til þess. Hann fór því að leita fyrir sér. Haustið 2006 nær hann samningi við Iceland Seafood um að veiða og selja heil ígulker á Evrópumarkað. Þessi viðskipti, sem fóru hægt af stað, hafa gengið vel allt til þessa. Ígulkerunum er pakkað lifandi í kassa og send með flugi til kaupenda. Hann veiðir og vinnur eftir pöntun fyrir hvern dag. Báturinn fer til veiða að morgni, pökkun tekur við þegar í land er komið og afurðin komin í flug nokkrum klukkutímum síðar. Aðstæður til ígulkeraveiða geta verið erfiðar og það má ekkert út af bera vegna strauma. Um borð í ígulkerabátnum eru þrír sjómenn og gengur það miklu betur en þegar Gunnar var einn á sjó.

Grásleppa, makríll og síld Ígulker veiðast frá september til apríl. Veiðar ganga vel meðan þær eru takmarkaðar og hægt að fara varlega með veiðisvæðin. Fyrir nokkrum árum fór Gunnar að taka grásleppu til vinnslu og hefur hann bæði saltað hrogn fyrir sjálfan sig og í verktöku fyrir aðra. Fyrir


HEIMSÓKNIN

makríll og síld Fjóla SH 7 stundar ígulkeraveiðar með plógi.

tveimur árum hóf vinnslan frystingu á búk grásleppunnar og hefur skapast verðmætur markaður fyrir þá afurð. Í fyrra bættist makríllinn við vinnslu hjá Þórishólma. Hann smíðaði útbúnað í annan bát sinn og frysti aflann og seldi. Í sumar bættist hinn báturinn við til makrílveiða og gengu veiðarnar vel og sama má segja um frystinguna. Þórishólmi tók á móti 150 tonnum af makríl sl. sumar og seldust allar afurðirnar.

Með tilkomu veiða smábáta á síld, sem gengur inn í Breiðafjörðinn, skapast ný tækifæri fyrir starfsemi Þórishólma ehf. Báðir bátar fyrirtækisins hafa stundað síldveiðar í haust og vinnslan tekur við afla frá þeim og öðrum báti til viðbótar. Síldin er bæði flökuð og heilfryst .

Bjartsýni og dugnaður Þórishólmi hóf vinnslu í leiguhúsnæði. Áhugi var fyrir því að stækka húsnæðið til að geta aukið vinnsluna. Árið 2012 keypti fyrirtækið 600 fermetra húsnæði og var því í samræmi við þann rekstur sem Þórishólmi er með. Hjá Þórsishólma ehf. vinna að jafnaði 6-8 manns og á annasömum tímum í allt að 15 manns.

Ígulker. Vinsæll réttur á borðum sælkera í Frakklandi.

Gunnar Jensen er ánægður með hvernig rekstur félagins hefur þróast. Félagið hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og fyrir það má þakka. Hann veit það af eigin reynslu að í sjávarútvegi er ekki hægt að sjá langt fram í tímann. Þar er ekki á vísan að róa og svo hefur það lengi verið. Bjartsýni og dugnaður er það afl sem þarf til að láta hjólin snúast og það veit Gunnar.

17


Skúli Sigurðsson, kynningarfulltrúi Verkstjórasambands Íslands.

Meginmarkmiðið er að fjölga félögum Rætt við Skúla Sigurðsson, nýráðinn kynningarfulltrúa VSSÍ

S

kúli Sigurðsson, fyrrverandi formaður Brúar – félags stjórnenda, hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi Verkstjórasambands Íslands. Meginhlutverk kynningarfulltrúans er að hjálpa aðildarfélögunum að afla nýrra félaga. „Ég hef líka að stórum hluta unnið að innsetningu nýrrar stefnumótunar sem felst í því að breyta stjórnaruppbyggingu Verkstjórasambandsins. Þessi vinna byggir að langmestu leyti á greiningarvinnu Capacent. Það er heilmikið starf framundan og mikið er lagt upp úr því að aðildarfélögin verði með tengiliði við kynningarfulltrúann. Hann aðstoðar tengiliðina á hinum ýmsu stöðum og fer með þeim í fyrirtæki til að kynna fyrir starfsmönnum og atvinnurekendum félögin. Allt miðar þetta að því að afla nýrra félaga,“ segir Skúli.

Margir fundir Á þessu ári hefur Skúli farið á aðalfundi ellefu félaga í

18

Verkstjórasambandinu ásamt Kristjáni Erni Jónssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. „Þar höfum við kynnt ákveðnar tillögur að breyttu stjórnskipulagi sem síðan voru teknar upp á landsfundi sambandsins. Nú er unnið að því að móta þessar tillögur sem að ýmsu leyti eru mjög framsæknar og miða að því að setja sambandið á nýjan stall og nútímavæða það. Markmiðið er að form sambandsins verði ekki ósvipað og annarra stórra sambanda, eins og Kennarasambands Íslands, Rafiðnasambands Íslands og Eflingar svo dæmi séu tekin. Tilgangurinn er sá að lítil félög innan sambandsins verði öflugri með aðstoð stærri eininga um allt land. Það verður meginhlutverk kynningarfulltrúans að vinna að þessu ferli,“ segir Skúli.

30.000 stjórnendur Skúli var formaður Brúar félags stjórnenda í 13 ár og sat á sama tíma í stjórn VSSÍ. Hann þekkir því starfsemi sambandsins gjörla. „Úti á vinnumarkaðnum eru um 30.000 stjórnendur. Okkar félagsmenn eru um 2.200 talsins


þannig að við eigum eftir stóran, óplægðan akur. Við gerum okkur grein fyrir því að við náum ekki öllum stjórnendum til okkar en með öflugu og breyttu stjórnskipulagi sambandsins getum við gert okkur góðar vonir um talsverða fjölgun innan okkar raða. Við vonumst til þess að geta lagt af stað í þessa vegferð af fullum krafti nú á haustmánuðum,“ segir Skúli.

Mikilvægt að upplýsa

KVÆÐAHORNIÐ Af læknisskoðun í boði VSSÍ Þessar vísur voru ortar í tilefni þess að Bjargey var að fara í heilsufarsskoðun og hafði heyrt að læknirinn héldi því að mönnum að þeir ættu að hætta að fá sér kollu og kollu. Hafði hugsað sér að skjóta þessari vísu að honum ef hann nefndi það við sig:

Hann segir að lykilþættirnir í því að ná til nýrra félaga sé að kynna þeim það grundvallaratriði að stjórnandi með mannaforráð eigi ekki að vera í sama stéttarfélagi og undirmenn. Einnig skipti miklu máli að upplýsa væntanlega félaga um menntunar- og sjúkrasjóð sambandsins sem sé einn öflugasti sjúkrasjóður landsins. „Við bendum einnig á það að félagsmenn, sem eru að ljúka sinni starfsævi, halda öllum sínum réttindum að undanskildum sjúkradagpeningum. Einnig erum við stoltir af menntunarsjóðskerfinu okkar og bendum gjarnan á það sem einn af þeim kostum sem fyrirtækjum sem og félagsmömmum sem hjá þeim starfa stendur til boða. Einnig teljum við okkur veita félagsmönnum mjög góða þjónustu hér á skrifstofu sambandsins.“

Læknirinn er alveg lost og lætur okkur finna. Engan hér við eigum kost en að drekka minna. Verkstjórarnir – vinur minn við höldum okkur rökum. Hefur þú ekki herra minn heyrt um bjór og slökun? Bjargey Pétursdóttir

Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjarta­ stuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Verð frá kr. 199.600 m. vsk.

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Ferno sjúkrabörur – þegar á reynir WHELEN LED ljós og ljósabogar Stadpacks töskur Spelkur og hálskragar í úrvali

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is

19


Vill eitt sameiginlegt félag um allt land Rætt við Einar Óskarsson, sölustjóra hjá Límtré Vírnet í Borgarnesi og formann Verkstjórafélags Borgarnes

E

inar Óskarsson, sölustjóri hjá Límtré Vírnet í Borgarnesi, er formaður Verkstjórafélags Borgarness. Þetta er fremur fámennt félag innan vébanda Verkstjórasambands Íslands, en það hefur farið sínar leiðir að mörgu leyti undir stjórn Einars. Við settumst niður að spjalli með Einari og þá kom í ljós að hann er þeirrar skoðunar að affarasælast væri að sameina minnstu félögin innan samtakanna til að ná fram stærri félagseiningum.

Þrír aðalstjórnarmenn í Verkstjórafélagi Borgarness starfa hjá Límtré Vírnet og gantast Einar með það að auðvelt sé því að setja á stjórnarfundi með litlum fyrirvara. Gjaldkeri félagsins, Jón Heiðarsson, er verkstjóri í járnsmiðju fyrirtækisins og Jakob Guðmundsson framleiðslustjóri er ritari félagsins. Varaformaður félagsins, Valdimar Guðmundsson, starfar hins vegar hjá Borgarverki í Borgarnesi.

Seldu allar eignir og veita styrki Einar gekk í félagið 1984 en hefur verið formaður þess síðastliðin tólf ár. Hann segir að gott væri að endurnýja í forystu félagsins en lítill áhugi hefur verið meðal félagsmanna að taka að sér hlutverk í framvarðarsveitinni. Í félaginu eru 71 manns. „Formennskan snýst ekki um einstaklinga heldur það að fá víðari sýn á málin. Þegar það eru alltaf sömu mennirnir við stjórnvölinn breytist kannski fátt. Það þarf stundum nýja vendi,“ segir Einar.

„Hjá okkur er í sjálfu sér ekki mikil starfsemi. Við eigum engar eignir lengur. Orlofssjóðurinn okkar átti og rak tjaldvagna- og fellihýsileigu til félagsmanna. En í ljós kom að þeir sem nýttu sér þessa þjónustu voru ávallt sömu aðilarnir. Við sáum því að einungis sáralítill hluti félagsmanna naut góðs af orlofssjóðnum. Stjórnin fékk því heimild til þess að selja allan búnaðinn og tækin og stækka orlofssjóðinn með andvirði sölunnar. Nú geta

Skrafað um landsins gagn og nauðsynjar. F.v. Jón Heiðarsson, gjaldkeri Verkstjórafélags Borgarness, Skúli Sigurðsson, varaforseti Verkstjórasambands Íslands, Einar Óskarsson, formaður Verkstjórafélags Borgarness og Jakob Guðmundsson, ritari félagsins.

20


félaga, sem eiga sumarhús, skoði þessi mál með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi. „Margir eiga orðið sumarhús eða hafa aðgang að sumarhúsum fjölskyldu sinnar og þar fyrir utan hafa fjölmargir lítinn sem engan áhuga á því að vera í sama sumarhúsinu sumar eftir sumar. Þess vegna er sú vinna sem nú er unnið að í tengslum við sameiginlega úthlutun á sumarhúsum af hin góða. Ég er alveg viss um að það komi til með að auka nýtinguna en eftir sem áður verður rekstrarkostnaðurinn á ábyrgð hvers félags fyrir sig,“ segir Einar. Einar Óskarsson, sölustjóri hjá Límtré Vírnet.

félagsmenn fengið endurgreiðslu að hluta á flugfargjöldum, hótelgistingu eða nánast hverju sem hægt er að tengja orlofstökunni. Endurgreiðslan núna er um 40.000 kr. að hámarki. Nú nýta mun fleiri sér orlofssjóðinn, eða allt að 60% félagsmanna, en áður höfðu um 15% félagsmanna nýtt sér leigu á tjaldvögnum og fellihýsum. Þetta fyrirkomulag er því að nýtast félagsmönnum mun betur en fyrra fyrirkomulagið,“ segir Einar. Einar hefur borið það undir aðra á þingum Verkstjórasambandsins hvort þeir viti hve margir félagsmenn séu að nýta sér sumarhúsaútleigu hinna ýmsu félaga. Ennþá hefur hann engin svör fengið við því. „Ég held að allir viti það en menn vilja ekki horfast í augu við þetta. Kostnaður við sumarhúsin er óhemju mikill því það er liðin tíð að menn sinni viðhaldi á þessum húsum í sjálfboðavinnu. Öll vinna er aðkeypt og félögin eru leggja út háar upphæðir í rekstur húsa sem nýtast ótrúlega fáum. Margir benda á að nýting á sumarhúsunum sé alveg frábær en þá eru einungis um að ræða 20 vikur á álagstíma, að vor- og sumarlagi. Hinar 32 vikurnar er nýtingin afar slök,“ segir Einar. Einar kveðst hiklaust mæla með því stjórnir annarra

Hugsanlegt er að þau félög sem ekki eiga sumarhús geti engu að síður verið þátttakendur í hinni sameiginlegu úthlutun á sumarhúsum, komist hún á. Það yrði þá hugsanlega gert með þeim hætti að þau greiddu tiltekið gjald svo félagar innan þeirra raða hefðu aðgang að sumarhúsum annarra félaga.

Hagsmunir atvinnurekenda og félagsmanna Einar segir að Verkstjórafélag Borgarnes hefði mátt vera duglegra við að benda félagsmönnum á kosti menntunarsjóðs Verkstjórafélags Íslands. Hann fór þess sérstaklega á leit við Kristján Örn Jónsson, forseta VSSÍ og Skúla Sigurðsson varaforseta, að fara yfir þau mál með yfirmönnum fyrirtækja í Borgarnesi. Þessi vinna hefði leitt í ljós að stjórnendur voru alls ekki nægilega vel upplýstir um þá möguleika sem væru í boði. Yfirmönnum stendur til boða að bæta mjög þekkingu sinna starfsmanna með því að nýta sér menntunarsjóðinn. Þetta sé tvöfaldur hagnaður því atvinnurekandinn fái betri starfsmenn og starfsmenn njóti betri þekkingar og kunnáttu og geti átt von á auknum framgangi innan síns fyrirtækis. Einar er þeirrar skoðunar að mynda ætti eitt sameinað félag stjórnenda um allt land í stað þess að halda úti 13 misjafnlega stórum félögum. „Það væri skilvirkast. Og við stefnum að einhverju leyti í þessa átt með þeirri stefnumótunarvinnu sem nú er í gangi.“

Hvað er sumarfríið langt? Verkstjóri hefur rétt á 25 dögum í orlofi við ráðningu nema að samið sé um annað. Eftir 5 ára verkstjórastörf hjá sama vinnuveitanda er orlofsréttur 28 dagar á ári og 30 dagar eftir 10 ára starf. Starfsmaður sem öðlast hefur slíkan rétt hjá fyrri vinnuveitanda fær hann að nýju eftir 3 ára starf hjá nýjum vinnuveitanda. Verkstjóri sem áður hefur starfað í sama

fyrirtæki heldur óskertum rétti til viðbótarorlofs sem hann hafði þegar hann tók við verkstjórastarfinu. Verkstjórar fá greidd orlofslaun af yfirvinnu sem hér segir: 10,64% af öllum útborguðum launum njóti þeir 25 daga orlofsréttar, 12,07% njóti þeir 28 daga orlofsréttar og 13,04% njóti þeir 30 daga orlofsréttar.

21


Erfitt að fá iðnmenntað fólk til starfa - segir Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Límtré Vírnet í Borgarnesi

22


HEIMSÓKNIN

A

lls starfa um 80 manns hjá Límtré Vírnet, þar af um 50 manns í Borgarnesi. Fyrirtækið er því einn af helstu burðarásum atvinnulífsins í Borgarnesi. Við tókum hús á Stefáni Loga Haraldssyni framkvæmdastjóra í miðjum önnum á skrifstofu hans á Borgarbraut 74 þar sem aðalskrifstofa fyrirtækisins er. Síminn hringdi nánast látlaust meðan við stöldruðum þar við og segir Stefán að svo virðist sem það sé að lifna yfir framkvæmdum í landinu um þessar mundir. „Við Íslendingar erum alltaf samir við okkur og förum úr nánast fullkomnu verkefnaleysi yfir í gríðarlega tímapressu. Menn vilja helst byggja heilu húsin á tíu dögum, ef það væri hægt,“ segir Stefán Logi. Fyrirtækið hefur ekki verið beinn þátttakandi í þeirri miklu uppbyggingu hótelrýmis um allt land sem nú gengur yfir. En hluti af framleiðsluvörum fyrirtækisins eru polyurethane- og steinullareiningar. Til skoðunar hefur verið undanfarið að fjárfesta í nýrri steinullarlínu sem kæmi í stað þeirra yleininga sem nú eru framleiddar í Reykholti, en þessi vara myndi henta vel, m.a. sem lausn fyrir frístundahús, einbýlishús og gistihús.

Mjög fjölbreytileg starfsemi Stefán Logi segir að starfsemi Límtré Vírnets sé æði fjölbreytileg og þess vegna sækist fyrirtækið eftir því að hafa iðnmenntaða starfsmenn til að sinna margvíslegri

Límtré Vírnet er stærsta fyrirtækið á Íslandi á sviði völsunar á klæðningarefnum og eini framleiðandi límtrés, yleininga og nagla ásamt því að flytja inn úrval af byggingarvörum, tengdum þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni. Fyrirtækið er með gott dreifingarkerfi innan byggingariðnaðarins og selur vörur jafnt til endursöluaðila sem verktaka og einstaklinga. Höfuðstöðvarnar eru í Borgarnesi, þar sem framleitt er valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli. Þar eru einnig framleiddir Vírnets naglar sem og ýmsar aðrar vörur úr stáli og áli. Í Borgarnesi er einnig rekin blikksmiðja, járnsmiðja og rafmagnsverkstæði.

iðnsmíði og þjónustustarfsemi. Mikill skortur sé á iðnmenntuðu starfsfólki á svæðinu og reyndar á landinu öllu. „Síðastliðin ár hefur nýliðun í iðngreinum verið sorglega lítil. Það er til dæmis mjög erfitt að fá blikksmiði til starfa og lítið um að menn séu að mennta sig í þeirri grein. Á síðastliðnum tíu árum skilst mér að einungis hafi um 80 manns útskrifast sem blikksmiðir í landinu, sem er allt of lág tala fyrir þessa iðngrein. Við getum því ekki í öllum tilvikum haft faglærða menn í öllum störfum sem til þyrfti og höfum því í sumum tilfellum leyst það með handlögnu fólki sem þjálfað er upp í störfin,“ segir Stefán Logi. Hann segir að á sama tíma sem von sé á að uppgangur verði í framkvæmdum hér innanlands, sé íslenskt atvinnulíf búið að missa frá sér iðnmenntað fólk í „vertíðarvinnu“ til Noregs. „Það virðist fullkomið gullgrafaraæði í gangi í Noregi. Tveir fyrrverandi rafvirkjar Límtré Vírnet og einn fyrrverandi vélvirki vinna nú í Noregi og þeir hafa greint okkur frá því að þarna er að finna mikið af fyrirtækjum með hátt hlutfall af Íslendingum í vinnu. Þarna taka menn vertíðir. Ég myndi gjarnan vilja mæta þessu með því að greiða mínu starfsfólki eitthvað hærri laun, til að mæta þessari samkeppni. En hvernig fer ég að því? Þá

Aðalsöludeild fyrirtækisins er í Borgarnesi, en söludeild fyrir loftræstivörur í Vesturvör 29 í Kópavogi, innkaupadeild, fjármálastjóri og byggingadeild. Byggingadeildin í Kópavogi er hönnunar- og söludeild sem veitir faglega ráðgjöf og selur lausnir fyrir byggjendur límtrés- og stálgrindahúsa. Í raun er byggingadeildin verkfræðistofa, en þar fer fram útreikningur fyrir burðarþol límtréshúsa ásamt flestri annarri hönnun húsa sem fyrirtækið framleiðir. Á Flúðum er starfrækt eina íslenska límtrésverksmiðjan. Í Reykholti í Bláskógabyggð eru framleiddar Yleiningar, sem eru samlokueiningar með polyurethan eða steinull sem einangrun.

23


þyrfti að stórauka tekjur fyrirtækisins og hækka verðlag til samræmis. Og hver er tilbúinn að greiða mun hærra verð fyrir byggingavörur en nú er hér á Íslandi?“

Menntunarsjóðurinn jákvætt innlegg Stefán Logi segir að hvað þetta varðar geti menntunarsjóður Verkstjórasambands Íslands komið að góðum notum til þjálfunar og menntunar starfsfólks. „Það má kannski segja að við höfum verið óduglegir við að nýta okkur sjóði stéttarfélaganna á þessu sviði. Nýlega heimsóttu okkur hingað Kristján Örn Jónsson og Skúli Sigurðsson frá Verkstjórasambandi Íslands og kynntu okkur þá möguleika sem við höfum í þessum efnum. Það er mjög jákvæð þróun að stéttarfélögin séu farin að kynna sig betur og fyrir hvað þau standa í þessum efnum. Áður fjármagnaði fyrirtækið sig að öllu leyti sjálft hvað varðar endurmenntun starfsmanna. Við höfum gert átak á þessu sviði á undanförnum misserum. Við höfum alltaf haft áhuga á því að sinna okkar starfsfólki vel og nú erum við að gefa út nýja starfsmannahandbók sem birtist mönnum innan tíðar. Í framhaldinu ætlum við að gefa út fræðslu- og endurmenntunaráætlanir og greiningar á þörfinni á þessum sviðum. Við höfum einnig litið til þess sem kallast raunfærnimat. Með matinu gefst þeim starfsmönnum, sem hafa kannski langa reynslu að baki en hafa ekki lokið námi, tækifæri til að rétta sinn hag,“ segir Stefán Logi.

Stuðningur stéttarfélaganna getur skipt sköpum Allnokkur hópur starfsmanna Límtré Vírnets er í Verk-

stjórafélagi Borgarness. Nokkrir þeirra hafa jafnvel sótt sér nám erlendis og aðrir náð sér í ýmis réttindi. Símenntunarmiðstöðvar hafa boðið upp á ákveðin tækifæri en oft þurfa starfsmenn að beita sig átaki til að rífa sig upp og nýta sér þessa möguleika. „En þá getur einmitt skipt sköpum sá stuðningur sem við sjáum að er til staðar af hálfu stéttarfélaganna. Núna sækir einn okkar verkstjóra námskeið hjá Dale Carnegie, sem er einn vinkillinn í viðbót og þar kemur menntunarsjóður VSSÍ til stuðnings. Það getur verið mikill styrkur fyrir stjórnanda að sækja sér öðruvísi menntun en bara þá er lítur að hans fagi. Þetta er um leið hvatning fyrir aðra í svipaðri stöðu. Þetta getur verið talsverð vinna en margir eru tilbúnir að leggja hana á sig, sjái þeir fram á að atvinnurekendur og stéttarfélög geri þeim það kleift,“ segir Stefán Logi. Hann segir að allt frá árinu 2010 hafi verið unnið markvisst að framgangi ýmissa mála sem snúa að starfsmönnum fyrirtækisins, eins og t.d. öryggismálum. Árið 2011 var gerð öryggishandbók fyrir starfsmenn og í framhaldi hafa verið gerðar úttektir á vinnustaðnum og unnið í ákveðnum ferlum sem koma inn á öryggismál. Haldin hafa verið skyndihjálparnámskeið, forvarnarnámskeið í samvinnu við tryggingafélag fyrirtækisins og vinnueftirlitið svo og brunavarnanámskeið. Einnig keypti Límtré Vírnet fjögur hjartastuðtæki, eitt fyrir hvern vinnustað. „Velferð starfsmanna er eitthvað sem skiptir miklu máli og við höfum viljað vekja menn til vitundar um það að

Þú átt rétt á ... » Launavernd í allt að 12 mánuði í veikindum » Styrk vegna veikinda maka eða barna » Greiðslu kostnaðar vegna sjúkranudds og sjúkraþjálfunar » Starfstengdum menntunarstyrk allt að 130.000 kr. » Styrk til tómstundanáms, allt að 45.000 kr. » Hámarksstyrk í einstöku námi allt að 390.000 kr. » Styrk til kaupa á gleraugum og vegna laseraðgerða

24

» Styrk til kaupa á heyrnartækjum » Styrk vegna fæðingar barns, 80.000 kr. » Þriggja mánaða launum við andlát félaga sem greiðist til fjölskyldu » Útfararstyrk sem greiðist til erfingja við andlát félaga » Lögfræðiaðstoð vegna kjaratengdra mála Gildir um fullgilda og starfandi félaga í aðildarfélögum VSSÍ.


Fyrirtækið flytur inn mikið magn af áli og stáli til völsunar í húsaklæðningar.

velferð starfsmanna er samstarfsverkefni vinnuveitanda og starfsmanna en snýr fyrst og fremst að starfsmanninum.“ Einnig hefur verið unnið að gæðahandbók fyrir Límtré Vírnet og stefnt er að því að fyrirtækið fái ISO-vottun

fyrir alla verkferla og CE-vottun fyrir framleiðsluvörur fyrirtækisins á næstu misserum. „Lykilatriði er að starfsmenn séu tilbúnir að stíga það skref sem þarf til að innleiða svona kerfi og þá kemur þessi endurmenntun og aukna vitund starfsmanna til skjalanna,“ segir Stefán Logi.

25


Brynjólfur Einarsson, fiskeldismaður og kafari.

F

iskeldi Austfjarða keypti árið 2012 fiskeldi HB Granda í Berufirði. Þar var nokkuð þorskeldi sem lagt var af eftir söluna. Brynjólfur Einarsson er fiskeldismaður og kafari hjá fyrirtækinu sem hefur vaxið og dafnað á undanförnum tveimur árum og er aðallega í eldi regnbogasilungs í kvíum. Allt stefnir í að þar verði innan tíðar orðið risaeldi, gangi öll áform eftir. Þrír af fimm starfsmönnum Fiskeldis Austfjarða eru í Stjórnunarfélagi Austurlands.

minni þegar honum er slátrað en laxinn,“ segir Brynjólfur. Norðmenn eru fyrr að ná regnbogasilungnum í sláturstærð og segir Brynjólfur það einkum helgast af hlýrri sjó. „Allt miðast þetta við daggráður. Vöxturinn margfaldast eftir því sem sjórinn er heitari, allt þar til hann nær 12 gráðum. En síðan getur dregið úr vextinum, fari sjávarhitinn yfir 20 gráður og Norðmenn hafa verið að lenda í því.“

Á hælum Norðmanna Brynjólfur er 39 ára gamall og sex barna faðir. Hann býr nú á Djúpavogi en er fæddur og uppalinn í Reykjavík og starfaði þar við pípulagnir. Undanfarin tíu ár hefur hann verið viðriðinn fiskeldið. Hann kveðst sjálflærður í greininni en sótti nám í köfun í Skotlandi árið 2005 og nám í fiskeldi í Noregi árið 2009. „Ég hef eingöngu unnið við fiskeldi hér fyrir austan að undanskildu einu ári sem ég starfaði við eldi á Bergensvæðinu,“ segir Brynjólfur. Hann segir Norðmenn mjög framarlega í fiskeldi en Íslendingar séu alveg á hælunum á þeim. „Við erum aðallega með regnbogasilung en einnig eina kví með laxi. Hér erum við með regnbogasilung í einum fimmtán kvíum. Laxinn er núna kominn í sláturstærð og regnbogasilungur í einni kví einnig. Laxinn hefur verið í kví síðan haustið 2012. Við erum að reyna að ná regnbogasilungnum í sláturstærð á um 18 mánuðum. Þá er hann um tvö og hálft til þrjú kíló. Hann er því töluvert

26

Aðstæður góðar í Berufirði Brynjólfur segir að aðstæður til fiskeldis í Berufirði séu góðar og minna um sýkingar í eldisfiskinum. Á þessari sláturtíð verður slátrað um 700 tonnum af regnbogasilungi. Það magn dugar fram yfir áramót og inn á næsta ár en Fiskeldi Austfjarða selur allar sínar afurðir á erlenda markaði. Norskt sölufyrirtæki annast söluna á afurðunum. Regnbogasilungurinn er hausaður og heilfrystur. Brynjólfur segir að einungis verði slátrað um 80 tonnum af laxi enda er kjarnastarfsemin eldi á regnbogasilungi. Laxinn verður seldur ferskur á innanlandsmarkað. Fimm manns vinna hjá Fiskeldi Austfjarða en þeir voru tveir í upphafi. Til stendur að ráða fleiri til fyrirtækisins í framtíðinni. Brynjólfur segir að fyrirtækið stefni á að verða með 8.000 tonna framleiðslu á ári. Vonir standa til að það markmið náist árið 2017.


HEIMSÓKNIN

Um 700 tonnum af regnbogasilungi slátrað í Berufirði Rætt við Brynjólf Einarsson, fiskeldismann og kafara hjá Fiskeldi Austfjarða

Kílóverð á regnbogasilungi er um 800 kr. Að baki liggja miklar fjárfestingar og fóðurkostnaður er hár. Fyrirtækið flytur inn fóður frá færeysku fyrirtæki. Brynjólfur er annar tveggja starfsmanna fyrirtækisins sem hefur lært köfun. Hlutverk þeirra er m.a. að kafa niður að kvíunum og hafa eftirlit með nótinni. Fyrirtækið þarf reglulega að skila skýrslum um ástand kvíanna til Fiskistofu.

Eru í Stjórnendafélaginu Þrír af fimm starfsmönnum Fiskeldis Austfjarða eru í Stjórnunarfélagi Austurlands. „Það sem heillaði mig aðallega við félagið er lítil yfirbygging. Hjá mörgum verkalýðsfélögum eru margir á launum við að gera ekki neitt og yfirstjórnendurnir, sem eiga að vera að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna, sýna margir ekki gott fordæmi og eru mjög yfirborgaðir miðað við vinnuframlag, svo dæmi séu tekin. Ég er sáttur við umgjörðina í kringum Verkstjórasambandið og svo er ég ekki síður ánægður með sterka stöðu sjúkra- og menntasjóðsins. Þetta er mjög gott félag í alla staði,“ segir Brynjólfur.

Aðstæður til fiskeldis í Berufirði eru góðar og minna um sýkingar í eldisfiskinum en víða annars staðar.

27


Verkstjórafélag Suðurnesja félag stjórnenda á Suðurnesjum Austurvegi 56, 800 Selfoss Sími 480 5000 - Fax 480 5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is

Hafnargötu 15, 230 Keflavík Sími 421 2877 - Fax 421 1810 Formaður Einar Már Jóhannesson GSM 845 1838 - Netfang: vfs@internet.is

FÉLAG STJÓRNENDA

Þór, félag stjórnenda Pósthólf 290 - 222 Hafnarfirði vefthor@simnet.is Formaður Ægir Björgvinsson GSM 840 0949 - aegirb@simnet.is

Verkstjórafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Formaður Sveinn K. Guðjónsson GSM 863 3871

28

Berg, félag stjórnenda Skipagata 9, 600 Akureyri Sími 462 5446 Netfang: bergfs@bergfs.is

Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Formaður Steindór Gunnarsson GSM 898 9760


Vallarbraut 4 - Pósthólf 50 300 Akranes Formaður: Kristján Sveinsson GSM 660 3286 kristjans@n1.is

Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi Sími 438 1328 Formaður: Þorbergur Bæringsson GSM 894 1951 baeringsson@simnet.is

Verkstjórafélag Vestmannaeyja Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum Formaður: Borgþór E. Pálsson GSM 823 6333 brottugotu8@simnet.is

Verkstjórafélag Norðurlands vestra Skúlabraut 1, 540 Blönduósi Formaður: Gísli Garðarsson GSM 896 2280 gisli@sahun.is

Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis Tungulæk, 311 Borgarnesi Formaður: Einar Óskarsson Sími 437 1191 - GSM 617 5351 einaro@limtrevirnet.is

Verkstjórasamband Íslands Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Símar 553-5040 / 553-0220 Fax 568-2140 Netfang: vssi@vssi.is Veffang: www.vssi.is

29


KROSSGÁTAN

SUDOKU

Í Sudoku er þrautin fólgin í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3 reit birtist tölurnar 1-9. Í hverri níu reita línu (láréttri og lóðréttri) eiga allar tölurnar einnig að birtast og má aldrei tvítaka neina þeirra.

30


MAKING MODERN LIVING

Lykillinn að þægindum CF2+ þráðlausar gólfhitastýringar frá Danfoss Danfoss er ekki bara orðið alþekkt samheiti yfir hitastjórnbúnað. Í meira en 75 ár höfum við framleitt allt frá smæstu íhlutum upp í heil hitaveitukerfi. Öll þessi ár höfum við haft það að leiðarljósi að viðskipti þín við okkur séu hagkvæm. Það er leiðarljós okkar núna, og mun verða í framtíðinni.

Áratuga reynsla okkar hefur skipað okkur í fremstu röð þegar litið er til nýsköpunar. Vöruþróun okkar stjórnast af þörfum viðskiptavinanna. Þess vegna erum við í fararbroddi þegar litið er til íhluta, sérfræðiþekkingar og heildarlausna fyrir hitastjórnbúnað og kerfi.

Við stefnum stöðugt að því að bjóða vörur og lausnir sem færa notendum háþróaða notenda og umhverfisvæna tækni, lágmarks viðhald, hámarks þjónustu og hámarks hagkvæmni.

CF2+ þráðlausa gólfhitastýringin er gott dæmi um það, smekkleg hönnun, áreiðanleg tækni, einföld í uppsetningu og notkun. Færir þér nákvæma hitastýringu í hvert herbergi og hámarkar þar með þægindin.

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


- snjallar lausnir NAV í áskrift

Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og margt fleira. Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni. Verð frá kr.

11.900pr. mán. án vsk

Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is www.wise.is TM

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)

545 3200

navaskrift.is

sala@wise.is

Verkstjórinn 64. árgangur  
Verkstjórinn 64. árgangur  
Advertisement