Verkstjórinn

Page 5

HEIMSÓKNIN

Þór Vilhjálmsson, mannaflastjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum:

Síðasta höfn fyrir meginland Evrópu hluti útlendinganna eru Pólverjar og margir þeirra geti ekki tjáð sig á öðru tungumáli en pólsku. „Við höfum mætt þessu með þeim hætti að hafa pólskan flokkstjóra sem er enskumælandi og sér um samskiptin að miklu leyti. Upp til hópa eru erlendir starfsmenn okkar mjög duglegt og vandað fólk.“

Mun meira unnið í landi Makrílvinnslunni lauk seinni hluta ágúst og hófst þá vinnsla á norsk-íslenskri síld. Þeirri vinnslu lauk í kringum 10. október og hófst þá vinnsla á síld úr íslenska síldarstofninum sem teygist eitthvað fram í desember. Það verða Sighvatur VE og Kap VE sem sækja síldina fyrir Vinnslustöðina. Nú er verið að smíða ferskfisktogara fyrir fyrirtækið í Kína sem verður gríðarlega afkastamikill. Jóni Vídalín VE verður lagt þegar nýja skipið kemur 2016.

„Þetta er mjög jákvæð þróun á margan hátt. Afurðirnar eru yfirleitt seldar fyrir fram og það er því lítið að safnast fyrir í geymslum. Nú eru afurðirnar sendar með skipum til kaupenda á fimmtudögum og föstudögum. Markaðurinn vill fiskinn ferskan. Það varð algjör bylting þegar menn náðu tökum á því að flytja ferskar afurðir á erlenda markaði með skipum. Við erum mjög illa settir hér í Vestmannaeyjum gagnvart flugi en við getum komið afurðunum á markað núna með gámum með Eimskip og Samskip. Þetta er þeirra síðasta höfn áður en siglt er til meginlands Evrópu.“ Þór segir að miklar brotalamir séu á samgöngum milli lands og Eyja. Þetta hái starfsemi sjávarútvegsfyrirtækjanna í Eyjum. Nú séu miklar væntingar um nýjan Herjólf sem verður mun grunnristari og hentar betur til siglinga til Landeyjahafnar.

Sú þróun hefur átt sér stað undanfarin ár að fjölmörgum frystitogurum hefur verið breytt í ferskfisktogara. Þór segir að þessi breyting hafi óneitanlega aukið mikið álagið á landvinnslunni. Verið sé að fullvinna mun meira magn í landi en hefur verið.

5


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.