__MAIN_TEXT__

Page 1

64. árgangur / 2. tbl. / Desember 2014

Rannveig Jónsdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri Ferro Zink í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Akureyri.

Ferro Zink á Akureyri:

Rótgróið norðlenskt fjölskyldufyrirtæki

„Ég man fyrst eftir mér með pabba hér í smiðjunni þegar ég var lítil og svo vann ég hér við að skúra þegar ég var unglingur. Þetta var því minn fyrsti vinnustaður. Þá var ekki þessi rafvæðing í rekstrinum eins og er í dag og ég hafði t.d. það hlutverk sem unglingur að labba með reikninga í fyrirtækin hér í kring á Eyrinni og rukka. Þá voru menn með seðlana í skúffum og allir tilbúnir að gera upp. Þetta var dálítið öðruvísi en er í dag þegar samskiptin eru mest í gegnum tölvuna og maður er varla lengur málkunnugur fólki í bankanum,“ segir Rannveig Jónsdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri Ferro Zink á Akureyri.

Bls. 24

Heimsóknir í fyrirtæki Forystumenn VSSÍ hafa á liðnum mánuðum heimsótt tugi vinnustaða um land allt og kynnt starfsemi aðildarfélaganna og þjónustu starfsmenntasjóðs sambandsins.

Bls. 8

Rigningasumarið mikla Sumarið 2014 var mikið rigningasumar og í Kvæðahorninu birtum við Votveðurskvæði eftir Guðjón Jóhannesson sem hefst á þessa leið:

Gleðileg jól!

Ástandið er orðið ljótt svo ósköp hreint ég tali, ég sá við húsið sel í nótt og sautján grindarhvali.

Bls. 20

Verkstjórasamband Íslands óskar félagsmönnum verkstjóra og stjórnendafélaganna gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2015.


LEIÐARINN Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ skrifar

Þingið 2015: Skref til framtíðar

U

ppskera stefnumótunarvinnu fyrir VSSÍ sem hófst á þinginu á Akureyri 2013 og unnið hefur verið að síðan verður kynnt á þinginu sem haldið verður dagana 28.-30. maí 2015 á Selfossi. Mikið hefur verið lagt upp úr samstöðu og samvinnu við stjórnir félaganna við þá vinnu. Eitt af því sem tafið hefur fyrir framgangi mála er hvað langan tíma hefur tekið að fá endanlega samþykktir þar sem þær hefur þurft að leggja fyrir þing. Til þess að bregðast við þessu er nú lagt til að stjórn VSSÍ verði skipuð einum manni úr stjórn hvers aðildarfélags sem kosin verður á aðalfundi félagsins ásamt varamanni hans. Fara þessar kosningar fram í fyrsta skipti á aðalfundum félaganna sem haldnir verða í byrjun næsta árs. Unnið er að breytingum á lögum VSSÍ svo þetta geti gengið eftir. Með þessu yrði fjölgað í stjórn VSSÍ úr níu aðalmönnum og tveim til vara í þrettán aðalmenn. Fulltrúi hvers félags hefði svo sama atkvæðavægi innan stjórnar og félagið hefur á þingi, þannig eykst vægi samþykkta stjórnar. Ef þetta gengur eftir koma öll aðildarfélögin að samþykktum og vinnu stjórnar, þannig væri ekki þörf á samþykktum þinga. Á þingum verða þá aðeins kosnir forseti og varaforseti. Lagt er til að Landsfundurinn verði lagður niður en þing haldin annað hvert ár eins og verið hefur en með breyttu sniði. Fyrir liggur samþykkt um að taka upp Frímann orlofshúsakerfið, verði á annað borð tekið upp sameiginlegt úthlutunarkerfi. Unnið er að því að klára þá vinnu svo taka megi það í notkun fyrir úthlutun í vor. Samþykkt er að taka þátt í að styrkja líkamsræk félagsmanna. Enn á eftir að útfæra hvernig það verður gert og hvernig það verður fjármagnað.

64. árgangur / 2. tbl. / Desember 2014

Nokkur aðildarfélög hafa nú þegar breytt úr verkstjórafélagi yfir í stjórnendafélag og fleiri eru á leiðinni í þá breytingu. Því teljum við að komið sé að Verkstjórasambandinu að fylgja félögunum og mun breyting á nafni þess vera til umræðu og ákvörðunar á þessu þingi. Þarna eru miklar breytingar í vændum og ef þetta gengur allt eins og vænst er verður allt stjórnkerfi VSSÍ léttara og skilvirkara. Það er ljóst að það verða miklar mannabreytingar í stjórn Verkstjórasambandsins eftir þing. Með því að koma öllum félögunum að ákvarðanatöku stjórnar mun skap­ ast meiri samstaða og skilningur á því sem þarf til að ná árangri. Það verður gaman fyrir þá stjórn sem tekur við keflinu eftir þingið að takast á við verkefnin sem í framtíðinni felast. Eins og áður hefur komið fram munu verða tímamót hjá mér persónulega því þetta þing verða það síðasta sem ég sit þar sem ég mun ekki, eftir 14 ára setu á forsetastóli, gefa kost á mér til áfamhaldandi stjórnarsetu.

Verkstjórinn - 64. árgangur, 2. tbl. Desember 2014

Rannveig Jónsdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri Ferro Zink í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Akureyri.

Ferro Zink á Akureyri:

Rótgróið norðlenskt fjölskyldufyrirtæki

„Ég man fyrst eftir mér með pabba hér í smiðjunni þegar ég var lítil og svo vann ég hér við að skúra þegar ég var unglingur. Þetta var því minn fyrsti vinnustaður. Þá var ekki þessi rafvæðing í rekstrinum eins og er í dag og ég hafði t.d. það hlutverk sem unglingur að labba með reikninga í fyrirtækin hér í kring á Eyrinni og rukka. Þá voru menn með seðlana í skúffum og allir tilbúnir að gera upp. Þetta var dálítið öðruvísi en er í dag þegar samskiptin eru mest í gegnum tölvuna og maður er varla lengur málkunnugur fólki í bankanum,“ segir Rannveig Jónsdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri Ferro Zink á Akureyri.

Bls. 24

Heimsóknir í fyrirtæki Forystumenn VSSÍ hafa á liðnum mánuðum heimsótt tugi vinnustaða um land allt og kynnt starfsemi aðildarfélaganna og þjónustu starfsmenntasjóðs sambandsins.

Bls. 8

Rigningasumarið mikla Sumarið 2014 var mikið rigningasumar og í Kvæðahorninu birtum við Votveðurskvæði eftir Guðjón Jóhannesson sem hefst á þessa leið:

Gleðileg jól!

Ástandið er orðið ljótt svo ósköp hreint ég tali, ég sá við húsið sel í nótt og sautján grindarhvali.

U

Verkstjórasamband Íslands

Ritstjóri:

Kristján Örn Jónsson (ábm).

Verkstjórasamband Íslands óskar félagsmönnum verkstjóra og stjórnendafélaganna gleðilegra jóla

HV

ERFISME

141

Textagerð:

Guðjón Guðmundsson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Valþór Hlöðversson o.fl.

Auglýsingar:

Ingibjörg Ágústsdóttir, inga@athygli.is

Prentun: Litróf Dreift til félagsmanna í Verkstjórasambandi Íslands og á fjölda vinnustaða um land allt.

R

912

Prentsmiðja

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Bls. 20

og farsældar á árinu 2015.

2

Útgefandi:

M

KI

ISSN 2298-3201


Horfðu björtum augum fram á veginn Sameinaði lífeyrissjóðurinn leggur áherslu á gagnsæi og öfluga upplýsingagjöf sem tryggir þér auðvelda og skýra yfirsýn yfir öll þín lífeyrismál.

Vefurinn okkar, lifeyrir.is, er aðgengilegur og notendavænn bæði fyrir sjóðfélaga og launagreiðendur.

ENNEMM / SIA • NM63366

Á lifeyrir.is • sérðu stöðu lífeyrisréttinda og séreignar • finnur þú ítarlegar upplýsingar um rekstur sjóðsins • geturðu kynnt þér fjárfestingarstefnu og eignir sjóðsins • geta launagreiðendur skilað iðgjaldaskilagreinum á einfaldan og öruggan hátt og myndað kröfu í netbanka sínum

Kynntu þér málin á lifeyrir.is eða fáðu upplýsingar hjá starfsfólki í síma 510 5000. Sundagörðum 2 / 104 Reykjavík / 510 5000 / lifeyrir.is


Þór Vilhjálmsson, mannaflastjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, fer fyrir flokki verkstjóra og flokkstjóra hjá fyrirtækinu.

Þ

ór Vilhjálmsson er fæddur og uppalinn í Vestmanneyjum og hefur búið þar alla tíð. Hann er mannaflastjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og sér meðal annars um mannaráðningar, fer fyrir flokki flokkstjóra og sér um skipulagningu og samhæfingu á vöktum ásamt fleiri verkefnum. Það má því segja að Þór sé um leið verkstjóri yfir verkstjórunum sem eru þrír og flokkstjórunum, sem eru fimm talsins. Flokkstjórarnir eru ígildi verkstjóra og stjórna ákveðnum þáttum í vinnslunni og eru með mannaforráð.

Byrjaði til sjós á fimmtánda ári Þór var á fimmtánda ári þegar hann byrjaði til sjós á Lagarfossi þar sem Sveinn Valdimarsson var skipstjóri. Í framhaldinu stundaði hann eigin útgerð og gerði út 50 tonna bát sem hét Burstafell VE. „Þá var talsvert um minni báta hérna. Þetta var áður en togaraútgerðin tók allt yfir. Það hefur mikið breyst á þessum tíma þegar hérna var mikið um hefðbundna verstöðvarbáta, 60-80 tonna bátar. Nú eru í rauninni mest togarar og sjálfstæðum útgerðum hefur fækkað mikið,“ segir Þór.

Miklar væntingar til menntunarsjóðs Þór byrjaði að vinna hjá Vinnslustöðinni 1979 og hefur

4

starfað þar óslitið síðan. Hann gekk strax í Verkstjórafélag Vestmannaeyja og er ánægður með félagið. „Það eru miklar væntingar til menntunarsjóðsins og ég held að hann eigi eftir að laða að nýja félaga. Á annað hundrað manns eru í félaginu hérna í Vestmannaeyjum en á staðnum búa alls um 4.200 manns. Hér eru nánast allir verkstjórar og flokkstjórar í félaginu,“ segir Þór.

Mikil skipulagning Hjá Vinnslustöðinni er unnið á vöktum nánast 8 mánuði á hverju ári. Makrílveiðarnar hafa miklu breytt hvað þetta varðar. Að jafnaði starfa á bilinu 160-170 manns í fiskvinnslu en yfir sumarið bætist verulega í hópinn og starfsmannafjöldinn fer hátt í 300 manns. „Á sumrin eru vaktirnar þannig að mannskapurinn vinnur í sex daga og á þriggja daga frí. Við erum með þrjá vaktahópa og það er töluverð skipulagning í kringum þetta,“ segir Þór. Samhliða vinnslu á uppsjávarfiski getur farið fram vinnsla á bolfisk og humri. Sú vinnsla er alltaf gegnumgangandi og uppsjávarvinnslan bætist svo við. Það er því mikil skipulagning í kringum vinnsluna. Þór segir að í kringum 50-60 útlendingar starfi við vinnsluna. Hann segir að stærsti munurinn sé tjáningin. Stærsti


HEIMSÓKNIN

Þór Vilhjálmsson, mannaflastjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum:

Síðasta höfn fyrir meginland Evrópu hluti útlendinganna eru Pólverjar og margir þeirra geti ekki tjáð sig á öðru tungumáli en pólsku. „Við höfum mætt þessu með þeim hætti að hafa pólskan flokkstjóra sem er enskumælandi og sér um samskiptin að miklu leyti. Upp til hópa eru erlendir starfsmenn okkar mjög duglegt og vandað fólk.“

Mun meira unnið í landi Makrílvinnslunni lauk seinni hluta ágúst og hófst þá vinnsla á norsk-íslenskri síld. Þeirri vinnslu lauk í kringum 10. október og hófst þá vinnsla á síld úr íslenska síldarstofninum sem teygist eitthvað fram í desember. Það verða Sighvatur VE og Kap VE sem sækja síldina fyrir Vinnslustöðina. Nú er verið að smíða ferskfisktogara fyrir fyrirtækið í Kína sem verður gríðarlega afkastamikill. Jóni Vídalín VE verður lagt þegar nýja skipið kemur 2016.

„Þetta er mjög jákvæð þróun á margan hátt. Afurðirnar eru yfirleitt seldar fyrir fram og það er því lítið að safnast fyrir í geymslum. Nú eru afurðirnar sendar með skipum til kaupenda á fimmtudögum og föstudögum. Markaðurinn vill fiskinn ferskan. Það varð algjör bylting þegar menn náðu tökum á því að flytja ferskar afurðir á erlenda markaði með skipum. Við erum mjög illa settir hér í Vestmannaeyjum gagnvart flugi en við getum komið afurðunum á markað núna með gámum með Eimskip og Samskip. Þetta er þeirra síðasta höfn áður en siglt er til meginlands Evrópu.“ Þór segir að miklar brotalamir séu á samgöngum milli lands og Eyja. Þetta hái starfsemi sjávarútvegsfyrirtækjanna í Eyjum. Nú séu miklar væntingar um nýjan Herjólf sem verður mun grunnristari og hentar betur til siglinga til Landeyjahafnar.

Sú þróun hefur átt sér stað undanfarin ár að fjölmörgum frystitogurum hefur verið breytt í ferskfisktogara. Þór segir að þessi breyting hafi óneitanlega aukið mikið álagið á landvinnslunni. Verið sé að fullvinna mun meira magn í landi en hefur verið.

5


Einar Már Jóhannesson, formaður Verkstjórafélags Suðurnesja:

Mikil uppbygging og skortur á iðnaðarmönnum

M

ikil uppbygging á sér stað um þessar mundir víða á Suðurnesjum og atvinnustigið hefur styrkst til muna. Þetta segir Einar Már Jóhannesson, formaður Verkstjórafélags Suðurnesja sem jafnframt er verkefnastjóri hjá ÍAV Þjónustu, dótturfyrirtæki ÍAV, sem staðið hefur að viðhalds- og endurbótaverkefnum og annarri uppbyggingu á Suðurnesjum. Einar Már er formaður félags sem telur um 300 manns vítt og breitt um Suðurnesin. Margir félagsmanna starfa við fiskvinnslufyrirtækin á svæðinu en félögum sem tengjast flugrekstrarstarf­ seminni á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað umtalsvert. Má þar nefna stjórnendur hjá fyrirtækjum eins og IGS og Airport Associates. Einar Már hefur verið formaður síðan í byrjun þessa árs. Hann segir að í starfinu sé lögð áhersla á kynningu á sjúkra- og fræðslu­ sjóði Verkstjórasambands Íslands. Félagsmenn séu almennt vel upplýstir um þessa hluti og þá ekki síst fyrir tilverknað tímarits Verkstjórasambands Íslands, þar sem jafnan sé umfjöllun af slíku tagi.

Hagur fyrirtækja og starfsmanna „Við höfum kynnt þessa sjóði fyrir vinnuveitendum. Jafnt fyrirtæki og félagsmenn geta sótt um styrki í starfsmenntunarsjóðinn. Haldið er úti sérstökum verkstjóranámskeiðum sem efla starfshæfni félagsmanna. Við höfum, ásamt Verkstjórasambandinu, farið í stærri fyrirtæki og kynnt þessa sjóði. Einnig hefur komið til tals að kynna þessa leið í gegnum Samtök vinnuveitenda hérna á Suðurnesjunum. Menn þurfa að vera meðvitaðir um gildi menntunar. Það er hagur fyrirtækjanna að starfsmenn séu vel menntaðir.“ Fasteignir á gamla varnarliðssvæðinu er í eigu ýmissa fyrirtækja, eins og Klasa, Kadeco og opinberra aðila eins Landhelgisgæslunnar og Isavia. Stór þáttur í starfi ÍAV Þjónustu hefur verið að breyta raftengingum í húsnæði á svæðinu og taka upp evrópska staðla í stað bandarískra. Farið hefur verið inn í fjölmörg hús til að gera þessar breytingar og hefur verkið staðið yfir í nokkur ár. Á svæðinu er talsvert af húsnæði sem er ekki í notkun þar sem enn á eftir að breyta raftengingum. Um síðustu mánaðamót var slökkt á 110 volta, 60 riða riðbreyti þannig að nú er eingöngu 220 volta spenna og 50 rið á gamla varnasvæðinu. Nokkur hús eru því rafmagnslaus en þau eru ekki í notkun. Samfara þessu hefur þurft að breyta innréttingum í húsunum vegna þess að heimilistæki ætluð evrópskum markaði koma í stað bandarískra. Bandarísku heimilistækjunum er öllum fargað.

Bjart yfir í atvinnumálum Einar Már segir að mjög vel hafi gengið að koma af stað starfsemi í iðnaðarhúsnæði á Ásbrú. „Það er að færast

Einar Már Jóhannesson, formaður Verkstjórafélags Suðurnesja, segir bjart yfir atvinnumálum á Suðurnesjum.

6


ÍAV Þjónusta byggði tvö stór hús fyrir gagnaver Advania.

mikið líf í umhverfið hér og hin og þessi fyrirtæki að hefja starfsemi. Það er verið að byggja á svæði fyrir gagnaver Verne Holding. Þeir eru að stækka við sig.“ Einnig var ÍAV Þjónusta að byggja tvö stór hús fyrir gagnaver Advania og fleiri eru á teikniborðinu. Þessi hús eru á gamla Patterson flugvellinum. „Við höfum líka verið að innrétta húsnæði fyrir líftæknifyrirtækið Algalíf,“ segir Einar Már. Þar er um að ræða 1.500 fermetra örþörungaverksmiðju sem ráðget er að stækka um 2.00 fermetra og verður fullbúin til notkunar á næsta ári.

ÍAV og ÍAV Þjónusta starfa síðan saman að mjög stórum verkefnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hafnar eru framkvæmdir við stækkun suðurbyggingar flugstöðvarinnar og endurbygging á brottfararsalnum er að hefjast. Einnig eiga fyrirtækin samvinnu um byggingu húsnæðis fyrir kísilverksmiðju í Helguvík. „Atvinnustigið á Suðurnesjum er á uppleið. Það eru margar framkvæmdir í gangi á sama tíma sem leiðir til þess að það er skortur á iðnaðarmönnum. En það er bjart yfir öllu hérna á Suðurnesjunum,“ segir Einar Már.

Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjarta­ stuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Verð frá kr. 199.600 m. vsk.

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Ferno sjúkrabörur – þegar á reynir WHELEN LED ljós og ljósabogar Stadpacks töskur Spelkur og hálskragar í úrvali

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is


Vel á fjórði tugur fyrirtækja heimsóttur:

Kynning á starfsemi VSSÍ og aðildarfélaga um allt land

K

ristján Örn Jónsson, framkvæmdastjóri VSSÍ og Skúli Sigurðsson, kynningarstjóri sambandsins, hafa undanfarna þrjá mánuði haldið fundi í fyrirtækjum víða um land. Á fundunum hefur starfsmenntasjóður VSSÍ og aðildarfélögin 13 verið kynnt. „Það er fyrst til að nefna að við höfum hafist handa við að kynna starfsmenntasjóð VSSÍ ásamt nýju fjarkennsluformi sem fyrirtækjum í nágrannabyggðalögunum stendur til boða. Við höfum nú þegar heimsótt vel á fjórða tug fyrirtækja,“ segir Skúli.

8

Í byrjun október voru vel á annan tug fyrirtækja heimsótt á Austurlandi. Lagt var af stað frá Höfn í Hornafirði og ekið sem leið lá til Vopnafjarðar með viðkomu í mörgum fyrirtækjum á Austfjörðum. Ásamt Skúla kynningarfulltrúa voru með í för Benedikt Jóhannsson, formaður Stjórnendafélags Austurlands og Sigurbjörg Hjaltadóttir, starfsmaður á skrifstofu.

Góðar móttökur „Við heimsóttum fyrirtæki á þessu svæði. Þarna hittum við að máli meðal annars fjármálastjóra og starfsmannastjóra fyrirtækja auk fleiri,“ segir Skúli.


Þá var haldið til Stykkishólm 24. október síðastliðinn. Þar heimsóttu framkvæmdastjóri VSSÍ og kynningarfulltrúi, ásamt Unni Maríu Rafnsdóttur, stjórnarmanni í Félagi stjórnenda við Breiðafjörð, sex fyrirtæki. „Við fengum góðar móttökur þar eins og í öðrum fyrirtækjum sem við heimsóttum. Í öllum heimsóknunum sköpuðust talsverðar umræður um ýmis málefni sem tengjast aðildarfélögunum. Rætt var um hvað þau hefðu sínum félagsmönnum að bjóða, úthlutun sumarhúsa og íbúða, kjaramál og einnig var rætt um sjúkrasjóð sambandsins og fjarkennsluverkefni, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Skúli. Einnig var farið í fyrirtæki í Reykjanesbæ þar sem mannauðsstjórar nokkurra fyrirtækja tóku á móti framkvæmdastjóra VSSÍ og kynningarfulltrúa. Með þeim í för var Valur Á. Gunnarsson, stjórnarmaður í Verkstjórafélagi Suðurnesja. Fram kom í þessum heimsóknum að fyrirtæki á svæðinu vilja fylgjast grannt með áformum um fjarkennslu á vegum sambandsins sem nú eru í vinnslu.

Nafnabreytingar Í fyrirtækjaheimsóknunum eru einkum tvö atriði höfð að leiðarljósi, þ.e.a.s. kynning á aðildarfélögunum og þeim breytingum sem hafa átt sér stað t.a.m. á nöfnum þeirra.

„Aðildarfélögin hafa svarað kalli tímans og dregið úr notkun orðsins „verkstjóri“. Við höfum orðið vör við það í heimsóknunum að margir vilja forðast notkun á orðinu „verkstjóri“ og taka þess í stað upp notkun á orðinu „stjórnandi“. Skúli segir að forráðamönnum fyrirtækja sé bent á að sækja um styrki úr starfsmenntasjóði VSSÍ. Þetta eigi við þegar fyrirtæki vilji senda starfsmann eða starfsmenn á ýmiss konar námskeið. Fyrirtækin geta sótt um styrk fyrir sína starfsmenn sem eru í einhverju af aðildarfélögum VSSÍ, eða að hámarki 80% af námskeiðskostnaði. Styrkur til fyrirtækis skerðir ekki rétt félagsmanns til styrkja. Einstaklingur getur að hámarki fengið 130.000 kr. á ári í styrk en fyrirtæki getur farið yfir það hámark. Ef um dýrara nám er að ræða, eins og hjá endurmenntunardeildum háskólanna, getur styrkupphæð orðið allt að 390.000 kr. „Að lokum er rétt að geta þess að í fyrirtækjaheimsóknunum hafa verið settar fram ýmsar spurningar sem snúa að aðgengi að orlofseignum félaganna og íþrótta- og tómstundastyrkjum. Eins áður sagði þá var fjallað um nafnabreytingar aðildarfélagana. Eins var spurt um nafnabreytingu á Verkstjórasambandi Íslands. Við verðum mikið varir við hvað samtökin okkar eru lítið þekkt í samfélaginu en nú vonum við að breyting verði þar á,“ segir Skúli Sigurðsson, kynningarfulltrúi VSSÍ.

9


Godthaab í Nöf hefur vaxið og stækkað Godthaab í Nöf hefur sérhæft sig í bolfiskvinnslu og er vinnslan svipuð að umfangi og hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni.

10


HEIMSÓKNIN

G

odthaab í Nöf hefur vaxið úr því að vera lítið fiskvinnslufyrirtæki í það að verða einn stærsti vinnuveitandinn í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og höfðu fjórir af fimm stofnendum verið yfirmenn í Ísfélagi Vestmannaeyja. Stofnunin kom þannig til að eftir að stórbrunann í Ísfélaginu í desember 2000 var ekki ljóst hvað yrði um bolfiskvinnslu hjá Ísfélaginu. Í þessu óvissuástandi var nýja fyrirtækið stofnað. Fimmti stofnandinn var Sigurjón Óskarsson sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur VE. Sigurjón átti saltgeymslu við Garðaveg 14 og húsið var varla nema fokhelt. Þar risu höfuðstöðvar Godthaab í Nöf eftir gagngerar endurbætur og eru þar enn. Einar Bjarnason, fjármálastjóri og einn eigenda fyrirtækisins segir að fyrirtækið hafi verið smátt í sniðum í upphafi.

Einar Bjarnason, fjármálastjóri og einn eigenda Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum.

Ein uppgerð flökunarvél „Við stofnuðum fyrirtækið 15. október 2001 og fórum af stað með vinnsluna 1. febrúar 2002. Við vorum 15 starfsmenn í byrjun, áttum eina uppgerða Baader flökunarvél, flæðilínu, tvo frystiskápa og tvo frystigáma. Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú starfa hér um 100 manns.“ Godthaab í Nöf hefur sérhæft sig í bolfiskvinnslu og er vinnslan svipuð að umfangi og hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni. Síðustu árin hefur fyrirtækið einnig unnið makríl en umfangið er þó ekkert í líkingu við stóru stöðvarnar. Fyrirtækið hefur fryst á bilinu 1.000 til 1.200 tonn af makríl á ári. Afurðirnar eru mestmegnis seldar til landa í Austur-Evrópu eins og Lettlands, Litháens, Póllands og Rússlands. Einnig er talsverður markaður fyrir makríl í Nígeríu.

Talsverð óvissa Talsvert hefur bæst í starfsmannahópinn yfir sumartímann meðan á makrílvertíðinni stendur. Stór hluti er skólafólk sem þiggur þessa vinnu með þökkum. Makríllinn er viðkvæmur fiskur og þess vegna er unnið á tveimur tólf tíma vöktum alla daga. Einar segir að engar stækkunarhugmyndir séu í gangi. Godthaab í Nöf sé komið í þá stærð sem hentar rekstrinum og rekstrarumhverfinu. Þórunn Sveinsdóttir VE, Bergey VE og Vestmannaey VE hafa lagt upp hjá Godthaab í Nöf en nú er óvissa með tvö síðarnefndu skipin, sem voru seld Síldarvinnslunni á sínum tíma. Kaupsamningurinn var ógildur fyrir héraðsdómi að kröfu Vestmannaeyjabæjar sem telur sig eiga forkaupsrétt á skipunum. Þessi óvissa setur því sitt mark á framtíðarplönin hjá fyrirtækinu. „En við höfum líka keypt hráefni af öðrum bátum og á Fiskmarkaðnum.“ Godthaab í Nöf hefur mest unnið ufsa en vinnsla á þorski hefur aukist hin seinni ár. Dregið hefur úr vinnslu á ýsu.

Fyrirtækið vinnur úr um 4.000 tonnum af hráefni á ári sem fer mest í flök. Þá er talsvert magn af þorskflökum flutt ferskt með skipum til Englands. Godthaab í Nöf á einnig 25% hlut í Löngu ehf. í Vestmannaeyjum sem sérhæfir sig í skreiðarvinnslu. Aðrir eigendur eru Vinnslustöðin, Víkingur Smárason og Huginn. Godthaab í Nöf selur síðan Löngu ehf. hráefni til fiskþurrkunar og eru talsverð samlegðaráhrif af því. „Við eigum einnig annað fyrirtæki hér í Eyjum, Leo Fresh Fish, sem sérhæfir sig í markaðs- og sölumálum. Þar starfa tveir og svo erum við einnig með starfsmann í Frakklandi sem sér um alla sölu þar í landi.“

Stærstur hluti í Verkstjórafélaginu Einar er í Verkstjórafélagi Vestmannaeyja eins og stærstur hluti stjórnenda fyrirtækisins, þ.e.a.s. átta manns. Hann hefur reyndar setið í stjórn Verkstjórafélagsins í um 23 ár. „Við hvetjum menn til að vera í okkar félagi. Stærsti kosturinn við aðild er aðgengi að sjúkrasjóði Verkstjórasambandsins sem er mjög öflugur. Einnig telur líka að félagsgjöld hafa verið mjög lág. Þá er menntunarsjóðurinn að koma mjög sterkur inn og gefur félagsmönnum kost á endurmenntun og viðbótarmenntun. Áhugi félagsmanna mætti þó vera meiri að kynna sér þá kosti sem eru í boði hvað það varðar. Stjórnendur fyrirtækisins vilja gjarnan að starfsmenn sæki sér menntun á breiðu sviði og það er kjörið að nýta sér þennan sjóð í þeim tilgangi. Mér finnst að allir yfirmenn og stjórnendur almennt eigi erindi inn í okkar félag.“

11


Guðrún Jónsdóttir, fjármálastjóri Héðins.

Stöðug þörf fyrir endurmenntun V erkstjórasamband Íslands hefur hrundið af stað átaki sem miðar að því að kynna stjórnendum fyrirtækja tækifæri sem felast í menntunarsjóðum sambandsins. Eitt þeirra fyrirtækja sem fulltrúar sambandsins hafa heimsótt er hin rótgróna vélsmiðja Héðinn í Gjáhellu í Hafnarfirði.

Afslættir VSSÍ Félagsmenn aðildarfélaga VSSÍ njóta margvíslegra afslátta hjá ýmsum fyrirtækjum. Munið að spyrja alltaf um VSSÍ afsláttinn áður en kaup eru gerð – það fæst ekkert öðruvísi! Kennitala VSSÍ er 680269-7699.

www.vssi.is 12

Héðinn hf. er eitt stærsta fyrirtæki landsins í málmiðnaði og véltækni, með um 120 starfsmenn. Það var stofnað fyrir 94 árum og var lengst af til húsa við Seljaveg í Reykjavík. Starfsemin skiptist í tæknideild, véladeild, plötuverkstæði, renniverkstæði og Rolls-Royce Marine þjónustu. Ennfremur annast Héðinn sölu og uppsetningu bílskúrs- og iðnaðarhurða. Guðrún Jónsdóttir, fjármálastjóri Héðins, kveðst ánægð með það framtak VSSÍ að kynna þá kosti sem eru í boði á sviði endurmenntunar. „Ég fékk kynningu á endurmenntunarsjóðnum og hvert aðgengi launagreiðanda er að sjóðnum. Einu sinni var það svo að sæktum við í sjóði af þessu tagi vorum við um leið að takmarka rétt starfsmanna okkar til að nýta þá. Það er ekki lengur og nú skerðist réttur starfsmanns ekki þó atvinnuveitandi sæki í sjóðinn,“ segir Guðrún. Hún segir að jafnframt hafi komið fram að verið sé að laga verkstjórnarnám að nútímanum og lengja það. „Verkstjórar eru í eðli sínu ávallt mjög uppteknir og hafa lítinn tíma aflögu. En þarna er verið að bjóða meira upp á kvöldnám og lengra nám. Þannig þurfa menn jafnvel að fórna hluta af frítíma sínum að einhverju leyti til að endurmennta sig. Reyndin er samt sú að þeir sem sækja í


námið geta einnig sinnt því á dagvinnutíma. Um er að ræða fjarnám og nokkuð auðvelt að stýra því hvenær það fer fram,“ segir Guðrún. Verkstjórar hjá Héðni hafa með reglubundnum hætti sótt verkstjóranámskeiðin sem hafa verið haldin af VSSÍ.

Breytingar á stjórnendahlutverkinu „Þau verkefni hjá okkur sem eru hönnuð í teikniforritum verða stöðugt stærri þáttur í starfseminni. Tækin verða stöðugt fullkomnari og með meiri „greind“. Það á jafnt við um leysiskurðarvélar, fræsara, rennibekki og fleira. En mannshöndin þarf ávallt að vera nærri og stýra þessum tækjum. Þarna er því stöðug þörf fyrir endurmenntun og þjálfun starfsmanna,“ segir Guðrún.

Guðrún segir að miklar breytingar hafi orðið á stjórnendahlutverkinu í gegnum árin. Stöðugt meira tillit er tekið til skuldbindinga starfsmanna gagnvart fjölskyldu og einkalífi og þetta hefur mun meira vægi innan starfsvettvangsins en áður. Atvinnurekendur taki einnig mun meira tillit til þessara þátta en áður var. „Við erum komin á þennan stað í dag. Það er ekki svo ýkja langt síðan vinnudagurinn hjá Héðni var frá kl. 07.30 á morgnana til 22:00 á kvöldin. Þetta þótti bara eðlilegt á þessum árum þegar ein fyrirvinna var á heimilinu. Nú eru verkefnin nánast öll þau sömu – að koma börnunum í skóla og í íþróttir og aðrar tómstundir ásamt því að sinna heimilinu. En nú er í flestum tilfellum tvær fyrirvinnur og vinnutíminn er styttri en áður,“ segir Guðrún.

MIKIÐ ÚRVAL AF DÆLUM Borholudælur

Austurdælur 12 - 24v

Austurdælur 12 - 24v

Dælur með snigilhjóli

Brunndælur

Sanddælur

Ráðgjöf - Sala - Þjónusta

Hjallahraun 2 - 220 Hfj. - s. 562 3833 - www.asafl.is - asafl@asafl.is 13


Ammóník tankurinn fyrir frystigeymsluna er engin smásmíði.

G

unnar Geir Gústafsson er verkstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, fjölskyldumaður og faðir fjögurra drengja, gjaldkeri í Verkstjórafélagi Vestmannaeyja og áhugasamur kylfingur. Hann er Vestmannaeyingur í húð og hár og hefur mest verið fimm vikur í einu fjarri eyjunni grænu og þá í sumarfríum. Makríllinn hefur breytt miklu fyrir Gunnar eins og þorra Eyjamanna. Áður en hann lét á sér kræla var unnið frá klukkan sjö á morgnana til klukkan þrjú síðdegis og frí allar helgar. Yfir hávertíðina var auðvitað unnið myrkrana milli. „Þetta var fyrirmyndar vinnudagur fyrir golfara. Núna erum við á vöktum allan sólarhringinn allt sumarið að gera verðmæti úr makrílnum,“ segir Gunnar. Gunnar náði langt í golfíþróttinni og varð meðal annars Vestmannaeyjameistari. Hann vasast í mörgu og er nú í stjórn Golfklúbbs Vestmannaeyja.

14

Tæknin tekið stórstígum framförum

hvergi nærri. Nú þurfa menn ekki að stinga inn í skápa, slá úr pönnum eða pakka eins og var áður. Það er meira að segja sjálfvirk brettun á kössunum. Brettin fara síðan á brautum alla leið inní frystiklefa. Í dag felst vinna starfsmanna aðallega í eftirliti,“ segir Gunnar.

Hann hefur starfað hjá Ísfélaginu síðan 1999 og frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Það sem hefur breyst er að nú er kominn makríll og svo hefur vinnuaðstaðan og tæknin tekið stórstígum framförum. Mesta tæknibyltingin hefur orðið í uppsjávarvinnslunni. Það er í raun orðið sjálfvirkt ferli alveg frá því fiskur kemur inn í hús, fer inn á vélar, í pökkun og frystingu. Þetta fer allt orðið fram á einu færibandi og mannshöndin kemur

Makrílvertíðin er farin að teygja meira úr sér en áður og nær núna alveg frá miðjum júní og fram á haust. Svo tekur við síldarvertíð og stendur langt fram í nóvember. Rúmlega 70 manns starfa við uppsjávarvinnsluna hjá Ísfélaginu á vöktum, alveg frá flokkun til frágangs á tilbúinni vöru. Á ársgrundvelli starfa um 50 manns hjá Ísfélaginu við bolfiskvinnsluna.


HEIMSÓKNIN

Gunnar Geir Gústafsson, verkstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja:

Vinnutíminn var góður upp á golfið! Ný 5.000 tonn frystigeymsla Fyrir dyrum standa breytingar í uppsjávarvinnslunni hjá Ísfélaginu sem er að byggja nýja 5.000 tonna frystigeymslu sem kemur til viðbótar við 2.000 tonna frystigeymslu. Lítið frystigeymslupláss hefur háð starfseminni. Þegar full vinnsla er í gangi á loðnuvertíð tekur það eina viku að fylla geymsluna. Það þarf því stanslaust að setja í gáma og skipa út. Nýja frystigeymslan verður því kærkomin búbót inn í reksturinn. Búið er að taka grunninn og framkvæmdir við uppsteypu eru að hefjast. Ráðgert er að taka húsið í notkun í sumarbyrjun 2015. Þá er verið að setja upp tvo nýja frystiskápa í nýrri viðbyggingu, fjölgar frystiskápum úr þremur í fimm og eykst frystigetan til muna. Fjórir verkstjórar eru hjá Ísfélaginu og er Gunnar verkstjóri á gólfi á vöktum. Þegar bolfiskvinnsla er í gangi felst starf hans í tímaskráningum, útreikningum á bónusgreiðslum til starfsmanna, útskipunum og birgðahaldi. Í uppsjávarvinnslunni er unnið allan sólarhringinn á vöktum og eru þá tveir verkstjórar á hvorri vakt. Stærstu dagarnir í bolfiskvinnslunni eru á fimmtudögum og föstudögum þegar fiskurinn er sendur ferskur út í gámum með Eimskip og Samskipum. Það ræðst hins vegar einungis af framboði á plássi í flutningaskipum hvenær uppsjávarafurðirnar fara úr landi.

Um 100 manns í Verkstjórafélagi Vestmannaeyja Gunnar hefur verið í Verkstjórafélagi Vestmannaeyja síðustu 11 ár. Hann er gjaldkeri félagsins og heldur jafnframt utan um sögu þess og félagaskrá. Um 100 félagar eru í Verkstjórafélaginu. „Við eigum sumarbústað á Flúðum og starfsemin snýst mikið í kringum hann. Við höldum honum við og höfum stækkað hann og breytt. Bústaðurinn er mjög vel nýttur af félagsmönnum. Svo fer hann í almenna útleigu eftir sumarleyfistímabilið til annarra aðildarfélaga innan Verkstjórasambandsins.“ Gunnar segir að Verkstjórasambandið sé að vinna þarft verk með sínum menntunarsjóðum. Á hverju ári fjölgi umsóknum til sjóðsins en þó sé það þannig að félagsmenn mættu vera duglegri að kynna sér hvað sé í boði. „Það er að sjálfsögðu hagur fyrirtækjanna ef starfsmenn hafa tök á því að sækja sér endurmenntun. Verkstjórasambandið er virkt í því að styrkja þá sem það vilja gera. Hér í Vestmannaeyjum eru fyrirtæki sem hafa nýtt sér þetta vel .“ Gunnar vill einnig minna félaga á að kíkja inná heimasíðu sambandsins vssi.is og kynna sér það sem er í boði fyrir félagsmenn, til dæmis sjúkrasjóðinn. Þar sé hægt að sækja um ýmsa styrki sem eflaust komi mörgum vel.

15


Árný Elíasdóttir skrifar

Verkstjórinn – mikilvægur millistjórnandi

V

erkstjórar eru afar mikilvægir millistjórnendur í fyrirtækjum. Hæfni þeirra í starfi skiptir verulegu máli fyrir árangur fyrirtækjanna og ánægju starfsmannanna. Starf verkstjórans hefur breyst töluvert á undanförnum árum m.a. með auknum kröfum til stjórnenda, breytingum á tækni og aukinni alþjóðlegri samkeppni.

Hlutverk og hæfni verkstjórans Við hjá Attentus höfum talsvert unnið með verkstjórum í þeim fyrirtækjum þar sem við erum „mannauðsstjórar til leigu“ (en sú þjónusta felur í sér aðgang að reynslumiklum hópi ráðgjafa sem veita stuðning og aðstoð á öllum sviðum mannauðsstjórnunar) og í öðrum verkefnum s.s. greiningu á hæfni í störfum og þörfum fyrir fræðslu og þjálfun. Þá höfum við einnig séð um námskeið fyrir verkstjóra. Við höfum kynnst mörgum áhugasömum verkstjórum sem leitast stöðugt við að bæta sig í starfi. Verkstjórinn er tengiliðir yfirstjórnar og starfsmanna. Hlutverk verkstjórans er, eins og annarra stjórnenda, áætlunargerð, skipulag, stjórnun og eftirlit. Við áætlanagerð skiptir máli að þekkja gagnlegar aðferðir við að áætla og skipuleggja og að geta nýtt sér upplýsingatækni eins og Excel og fleiri kerfi. Við alla stjórnun

Munið desemberuppbótina Samkvæmt almennum kjarasamningum á að greiða desemberuppbótina eigi síðar en 15. desember ár hvert. Desemberuppbótin er nú:  Á almennum markaði  Hjá ríkinu  Hjá Reykjavíkurborg  Hjá öðrum sveitarfélögum

73.600 kr. 73.600 kr. 79.500 kr. 93.500 kr.

Skal uppbótin vera miðuð við starfshlutfall og starfstíma hjá öllum þeim sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1. desember.

16

reynist þekking á stjórnun og góð samskiptahæfni afar vel. Verkstjórinn er sá stjórnandi sem er í mestum daglegum, nánum samskiptum við starfsmenn sína og þarf að geta skapað góða liðsheild. Að kunna að hvetja og hrósa, leiðbeina og rýna til gagns er mikilvægt svo og að geta sinnt eftirliti, tekið á erfiðri frammistöðu í starfi og þekkja vinnuréttarákvæði. Starfsmönnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á íslenskum vinnumarkaði síðustu ár. Þekking á mismunandi menningarheimum og enskukunnátta er því nauðsynleg mörgum verkstjórum.

Símenntun Verkstjórasambandið og Samtök atvinnulífsins leggja mikið upp úr menntun í atvinnulífinu. Fræðsla verkstjóra á Íslandi stendur á gömlum merg og hafa verkstjórar gegnum árin verið duglegir að sækja sér endurmenntun. Starfsmenntasjóður þessara aðila styrkir verkstjórafélög til námskeiðahalds fyrir félagsmenn sína en einnig einstaka félagsmenn og fyrirtæki innan aðildarfélaga VSSÍ til að sækja fræðslu og nám sem gerir verkstjóra enn hæfari til stjórnunar. Á tímum örra breytinga er spennandi að horfa til nýrra leiða í símenntun verkstjóra. Á síðustu árum hefur fræðsla fyrir verkstjóra orðið fjölbreyttari bæði innan fyrirtækja sem utan. Verkstjórar sækja námskeið, markþjálfun (coaching), stunda lengra nám við menntastofnanir, leita sér upplýsinga og fylgjast með í faginu m.a. með lestri tímarita og bóka. En sumir verkstjórar hafa bent á að námskeið, þeim ætluð, séu of oft sniðin að þeim sem búa á höfuðborgarvæðinu hvað varðar staðsetningu og tíma. Við því hefur verið brugðist að hluta með fjarnámi en einnig er þörf á öðrum lausnum. Rafrænt nám, eins og nú er í undirbúningi hjá Verkstjórasambandinu, mun án efa nýtast, ekki bara þeim sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins en einnig þeim sem vilja nýta tíma sinn til náms þegar þeim hentar best. Árný Elíasdóttir er mannauðsráðgjafi hjá Attentus – mannauður og ráðgjöf.


Traust geymsla ATHYGLI - Nóv. 2014

– og öruggur flutningur alla leið!

Frystigámar til sölu eða leigu Eigum á lager 10, 20 og 40 ft. frystigáma. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

www.stolpigamar.is

Hafðu samband 568 010 0

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100

17


Hér er Andrés fyrir miðri mynd með samstarfsmönnum sínum á 50 ára afmæli Loftorku í mars 2012.

Andrés Sigurðsson, rekstrarstjóri hjá Loftorku

Mun betri verkefnastaða en var fyrir ári

F

yrir dyrum stendur að stækka Bryggjuhverfið í Grafarvogi allverulega og eru fyrstu jarðvegsframkvæmdir að hefjast í næsta nágrenni við Björgun hf. Andrés Sigurðsson er rekstrarstjóri hjá Loftorku í Reykjavík sem annast framkvæmdir.

18

„Eins erum við að reisa sjóvarnagarða fyrir Kópavogsbæ og Vegagerðina vestur á Kársnesi. Þá höfum við verið töluvert í malbiksframkvæmdum fyrir Vegagerðina og Kópavogsbæ.“

Talsverður upptaktur

„Þessa dagana erum við að reisa göngubrú yfir Breiðholtsbraut nálægt Norðlingaholti. Svo erum við að fara í gang með framkvæmdir við Bryggjuhverfið í Grafarvogi þar sem á að stækka íbúabyggðina um 70%,“ segir Andrés.

Andrés er í Brú félagi stjórnenda í Reykjavík og hefur verið félagi þar um þrjátíu ára skeið. „Við erum nokkuð margir í félaginu hérna hjá Loftorku, ég myndi halda að alveg nálægt 20% starfsmanna séu í félaginu,“ segir Andrés.

Framkvæmdirnar eru nýhafnar og segir Andrés þetta mannaflafrekt verkefni. Þarna þurfi að leggja allar lagnir og verður sá framkvæmdahluti á hendi Loftorku. 1. áfanga gatna- og lagnaframkvæmda á að vera lokið um miðjan janúar. Hann gerir ráð fyrir að 15 manns verði við þetta verkefni.

Hann segist finna fyrir talsverðum upptakti í þjóðfélaginu í gegnum framkvæmdastigið. „Við erum með vel bókaða verkefnastöðu langt inn í næsta ár sem er alveg frábært. Ástandið er mun betra núna en það var á sama tíma í fyrra. Ég finn það vel að það er uppsveifla í þessum geira,“ segir Andrés.


19


KVÆÐAHORNIÐ Sesselja Pálsdòttir í Stykkishòlmi sendi okkur þennan ástaròð til sinnar heimabyggðar: Ástaróður til heimabyggðar Neðst frá Kerlingarskarði, blasir við fögur sýn. Eyjar á glitrandi Breiðafirði varða, Hòlminn minn fagra sem ljòmandi liggur þar við stjòra. Þar líður mér svo undur vel í kyrrð og rò, í kyrrð og rò. Fjallahringur vefur sig ljúft um kring, langt í fjarska, hann fögrum litum skartar. Í rigningu fagur regnboginn sig sveigir og skartar sveit og sund. Eyjarnar í hillingum ljòma, fuglasöngur á syllum þar hljòmar, þar hljòmar. Bærinn minn fagri hvert sem litið er, út til eyja og upp til fjalla. Fagnar hverjum þeim sem hér búa. Við lofum þig Guð sem skapar fegurð þá sem augað hrýfur. Yndislega bæinn minn, fjallahring og eyjaundur.

Ómar á leiðinni austur með frúna. Flýgur í norður hann meira má skoða svo fòlkið við sjònvarpið hafi úr meiru að moða Andrés Kristjánsson

Og hjá Guðjòni Jòhannessyni, bònda í Syðri Knarrartungu á Snæfellsnesi hafði rignt mikið og þá varð þetta til: Votveðurskvæði Ástandið er orðið ljòtt svo òsköp hreint ég tali, ég sá við húsið sel í nòtt og sautján grindarhvali. Miklu stærri en miðlunga merkti af þeim skuggann, sá ég þrettán silunga synda fyrir gluggann. Hyldjúp á á hlaðinu hún er enn að vaxa. Fòr í fjòs á vaðinu, fékk þar átta laxa.

Sesselja Pálsdóttir

Andrés Kristjánsson yrkir um jòlasveina, Bárðarbungu og Ómar Ragnarsson sem frestaði aðgerð á sjálfum sér hjá lækni til að geta myndað upphafið að gosinu: Kveðja að vestan Kveðja að vestan nú kætumst við öll koma nú bráðum sveinar og tröll. Uppi á fjöllunum er enginn friður túristar allir nú farið þið niður.

Um túnið òk á traktornum, trillukarl þar hitti. Hann var að fiska í heyjunum, hundrað ýsutitti. Enn má sòla á útveginn úr hans vanda greiðum. Þarna sigla þjòðveginn þrír á línuveiðum. Ýkt ég hefi aldrei fyrr, eykur það mér spennu. Sá ég út um opnar dyr, eina sòlarglennu. Guðjón Jóhannesson

Uppi á fjöllunum þò ferðafòlk standi finnst það nú vera á mjög fallegu landi. Hristist hver þúfa við jökulinn allan heppilegt er að detta ekki á skallann. Hann Ómar hætti í aðgerð að fara læknirinn sagði „þú ræður því bara“. Búinn var hnífinn að laga og brýna þá karlinn stökk upp á dömuna sína (TF-FRÚ) Svona er lífið á Íslandi núna

20


Bindi- og brettavafningsvélar Strekkifilmur, plast- og stálbönd Minnum á öfluga þjónustu Ísfells og gott úrval bindi- og brettavafningsvéla, bæði stórar og smáar. Strekkifilmur, plast- og stálbönd í allar vélar á lager. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 www.isfell.is • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

21


GREINARKORNIÐ

Mannaforráð krefjast stjórnunarhæfni V erkstjórar og aðrir millistjórnendur hafa mannaforráð í umboði atvinnurekenda. Þeir hafa sjálfsþekkingu til að leggja mat á eigin getu til að sinna starfi sínu. Þeir þekkja undirmenn sína, hæfileika þeirra og annmarka. Þeir skilja kröfur fyrirtækisins til gæða og framleiðni, innra skipulag þess og starfsumhverfi s.s. viðskiptavini, opinberar stofnanir og vinnumarkað.

Gylfi Einarsson skrifar

Þekking, leikni og hæfni Við lærum til að öðlast þekkingu og þjálfumst til að öðlast leikni. Hæfni okkar þroskast með því að auka og nýta þekkingu og leikni. Tilgangur verkstjórnarnáms er að miðla þekkingu og þjálfa leikni karla og kvenna í millistjórnendastöðum og hjálpa þeim til að auka hæfni sína til að gegna ábyrgðarstörfum. Verkstjórnarfræðslan er samstarfsvettvangur Verkstjórasambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nýsköpunarmiðstöðvar á þessu sviði. Námsframboð Verkstjórnarfræðslunnar tekur tillit til þeirra fjölmörgu þátta sem verkstjórar verða að hafa yfirsýn yfir og fást við í daglegum störfum sínum. Námið er fimm lotur og skiptist hver í allmarga áfanga:

Lota 2.2 Mannauðsstjòrnun Hér öðlast verkstjórinn þekkingu og leikni til að takast á við þau fjölmörgu og margbreytilegu viðfangsefni sem við blasa á hverjum degi og snúa að samstarfsfólki; störfum þess, skipulagi starfa og afrakstri þeirra. Hann notar skilgreindar aðferðir til að meta frammistöðu og starfsánægju, auka hæfni undirmanna og nýliða í starfi með skipulagðri starfsþróun. Hann öðlast leikni í ráðningarviðtölum og starfsmannasamtölum. Verkstjórinn öðlast þekkingu og leikni í skipulagi verkefna, teymisvinnu og stjórnun breytinga. Hann tekst á við áskoranir fjölmenningar á vinnustað og metur og kosti og annmarka fjölmenningar.

Lota 1: Ég – verkstjòrinn Verkstjórinn öðlast þekkingu á sjálfum sér, eigin metnaði og væntingum, stjórnunarstíl og siðferðilegri afstöðu til samstarfsmanna. Hann metur afstöðu sína til breytinga innan fyrirtækis og í samfélaginu, getur brugðist við álagi sem starfið og breytingar á því geta valdið. Hann kannar eigið viðmót til samstarfsmanna, metur skýrleika sinn í tjáskiptum og fyrirmælum, skilur, metur og tekur tillit til ábendinga og gagnrýni undir- og yfirmanna.

Lota 2.3 Heilsufar og atferli starfsmanna Verkstjórinn öðlast yfirsýn og leikni til að meta og takast á við áhrif og afleiðingar aðbúnaðar og starfsaðstöðu á undirmenn. Hann þekkir áhrif heilsueflingar á starfsánægju, greinir margvíslegan vanda sem starfsmenn eiga við að stríða í vinnu og utan, þekkir úrræði og ræður bót. Hann þroskar með sér metnað til að stjórna skipulagseiningu með samstarfsfólki sem leggur að mörkum til sameiginlegra hagsmuna.

Lota 2: Ég og samstarfsfòlkið Lotan skiptist í þrjár undirlotur:

Lota 3: Fyrirtækið – Skipulag Innra skipulag fyrirtækis getur verið flókið og ógagnsætt. Verkstjórinn öðlast þekkingu og leikni til að greina á milli hins formlega skipulags fyrirtækisins samkvæmt stefnu þess og hins dulda skipulags óformlegra boðleiða og tilviljanakenndrar ákvarðanatöku. Greiningin á að leiða til þess að hið formlega skipulag sé sýnilegt og virkt. Verkstjórinn útskýrir hið formlega skipulag fyrir undirmönnum og hvetur þá til að virða það. Rekstrarstjórnunarkerfi eru til þess gerð að koma auga á frábrigði í skipulagi og bæta rekstur. Hér öðlast verkstjórinn þekk-

Lota 2.1 Formleg staða verkstjòra Lotan fjallar um mannauð fyrirtækisins sem verkstjóranum er treyst fyrir. Hann þekkir lagaramma sem starfsumhverfinu er settur, rétt undirmanna og skyldur, ábyrgð sína gagnvart fyrirtæki, samstarfsfólki og opinberum fyrirmælum.

22


ingu og leikni til að nýta rekstrarstjórnunarkerfi í daglegri vinnu og skýra þau fyrir undirmönnum. Áhættumat og öryggismál ásamt skipulagi og viðhaldi starfsstöðva er ríkur þáttur í slíku starfi. Lota 4: Fyrirtækið – Rekstur Staða verkstjóra er jafnan þannig að hann tekur við markmiðum og rekstraráætlunum yfirmanna og kemur þeim til framkvæmda með undirmönnum. Hann er milliliður, boðberi og ábyrgðarmaður. Því þarf hann að þekkja grunnatriði áætlanagerðar, hugtök og verklag. Hann getur greint áætlanir og lagt mat á framkvæmanleika þeirra í ljósi aðstöðu, tíma, mannauðs og fjár. Hann hefur hæfni til að rökstyðja mat sitt og athugasemdir gagnvart yfirmönnum og undimönnum í krafti gagna og upplýsinga. Lota 5: Fyrirtækið – Umhverfi Auðsuppspretta fyrirtækisins er í umhverfi þess. Hér eru markaðir og viðskiptavinir, keppinautar og birgjar, samkeppni og samvinna. Umhverfis fyrirtækið er einnig vinnumarkaður og þangað sækir það endurnýjun og aukningu mannauðs. Hér eru einnig stofnanir af margvíslegu tagi með opinberar kröfur, þjónustu og þekkingu. Verkstjórinn þarf að hafa yfirsýn yfir þetta flókna umhverfi nútímasamfélagsins sem ræður miklu um örlög fyrirtækisins. Hér eru tækifæri sem hann hefur hæfni til að skilgreina og nýta.

Nám og kennsla Áfangar hverrar lotu eru jafnan stuttir og námsefni er miðlað í fjarkennslu með Moodle-fjarkennslukerfi. Þátttakendur í verkstjórnarnámi geta ráðið nokkru um námstíma sinn innan settra marka. Þeir hlusta á fyrirlestra, vinna skilgreind verkefni á vinnustað og skila kennara. Hvatt er til hópvinnu þátttakenda, einkum þeirra sem starfa í sömu eða skyldum greinum. Kennarar eru valdir af kostgæfni, alls um 15 talsins. Þeir hafa allir víðtæka þekkingu og reynslu í stjórnun í atvinnulífi ásamt reynslu í kennslu og ráðgjöf. Nú er unnið að lokaundirbúningi kennslutilhögunar undir verkefnisheitinu VS 2014 sem lýkur um áramótin 2014/2015. Verkstjórnarfræðslan tekur að sér rekstur verkstjórnarnáms samkvæmt samningi milli samstarfsaðilanna. Hún er til húsa hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Keldnaholti. Nánari upplýsingar um verkstjórnarnám veita Skúli Sigurðsson, kynningarfulltrúi Verkstjórasambands Íslands (skuli@vssi.is, sími 553 5040), Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri Verkstjórnarfræðslunnar (kro@nmi. is, sími 522 9000). Vefur Verkstjórnarfræðslunnar er http://nmi.is/fjarnam/verkstjornarnam. Gylfi Einarsson er verkefnisstjòri VS 2014.

Nýtt kynningarmyndband VSSÍ

V

erið er að fríska upp á heimasíðu Verkstjórasambands Íslands og verður sett inn á hana kynningarmyndband um starfsemi sambandsins. Myndbandið er einnig ætlað að nýtast á netmiðlunum og mögulega birta það í sjónvarpi, á fundum og ráðstefnum. Myndbandið er framleitt í samvinnu við skrifstofu VSSÍ. Það er markaðs- og auglýsingafyrirtækið Kaja Studios sem framleiðir kynninguna og við gerð hennar eru meðal annars notaðir svokallaðir drónar, eða flygildi, til loftmyndatöku. Halldór Pálsson, stofnandi Kaja Studios,

segir kynningar af þessu tagi færast mjög í vöxt á meðal félaga, stofnana og fyrirtækja. Hann segir að með stuttri lifandi kynningu sé hægt að koma megin markmiðum VSSÍ á framfari og þar með svara mörgum af helstu spurningum um sambandið. Kaja Studios hefur gert fjölda myndbanda með svipaðan tilgang bæði hérlendis og erlendis.

Munið Sjúkrasjóðinn Starfsmenn sambandsins vilja benda á að Sjúkrasjóður VSSÍ er farinn að greiða fyrir umfangsmikla heilsufarsskoðun í forvarnarskyni sem fer fram hjá Heilsuvernd.

Við gerð kynningarmyndbands um VSSÍ eru meðal annars notaðir svokallaðir drónar, eða flygildi, til loftmyndatöku.

Raunhæfur viðmiðunaraldur á þörf slíkrar skoðunar er 45-50 ára og svo með reglulegu millibili eftir það. Lítur sjóðurinn á heilsufarsskoðunina sem mikla og góða forvörn og fyrirbyggjandi fyrir hina ýmsu sjúkdóma.


Rannveig Jónsdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri Ferro Zink í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Akureyri. Að baki henni sér yfir verslun fyrirtækisins.

Norðlenskt fjölskyldufyrirtæki í málmiðnaði Spjallað við Rannveigu Jónsdóttur, rekstrar- og fjármálastjóra Ferro Zink hf.

R

annveig Jónsdóttir stýrir rekstri- og fjármálum í höfuðstöðvum fyrirtækisins Ferro Zink hf. á Akureyri, sem er stærsti stálsöluaðili landsins. Að baki fyrirtækinu er yfir hálfrar aldar löng saga fjölskyldufyrirtækisins Sandblásturs og málmhúðunar á Akureyri sem síðan útvíkkaði starfsemi sína með stofnun dótturfélagsins og heildsölufyrirtækisins Ferrro Zink hf. í Hafnarfirði en fyrirtækin voru sameinuð undir því nafni árið 2008. Segja má með sanni að Rannveig hafi slitið barnsskónum í fyrirtækinu því hún er sonardóttir Jóhanns Guðmundssonar, annars stofnanda Sandblásturs og málmhúðunar hf. en faðir hennar, Jón Dan Jóhannsson stýrði fyrirtækinu einnig um árabil.

Fótgangandi að rukka! „Ég man fyrst eftir mér með pabba hér í smiðjunni þegar ég var lítil og svo vann ég hér við að skúra þegar ég var unglingur. Þetta var því minn fyrsti vinnustaður. Þá var ekki þessi rafvæðing í rekstrinum eins og er í dag og ég hafði t.d. það hlutverk sem unglingur að labba með reikninga í fyrirtækin hér í kring á Eyrinni og rukka. Þá voru menn með seðlana í skúffum og allir tilbúnir að gera upp. Þetta var dálítið öðruvísi en er í dag þegar sam-

24

skiptin eru mest í gegnum tölvuna og maður er varla lengur málkunnugur fólki í bankanum,“ segir Rannveig þegar sest er niður með henni á skrifstofuhæðinni í Ferro Zink á Akureyri. Á sömu hæð eru sölumenn fyrirtækisins og í húsinu er einnig rúmgóð verslun með fjölbreytta rekstrarvöru fyrir málmiðnað, auk þess sem fyrirtækið hefur rekið sérverslun fyrir hestamenn í hluta húsnæðisins. Rannveig segir vægi verslunar í rekstrinum sífellt fara vaxandi. Á lóð fyrirtækisins er einnig hús fyrir stállagerinn norðan heiða og stóran sandblásturklefa og í öðru húsi er stærsta zinkhúðun landsins og smiðja. „Í kringum ljósastauraframleiðslu var fyrirtækið Sandblástur og málmhúðun stofnað á sínum tíma en þessu til viðbótar er fjölbreytt framleiðsla á vörum úr stáli. Þar má nefna smíði á ljósamöstrum, gámabrúm, ýmiskonar járnhliðum, ristum, þvottasnúrum, leiðiskrossum og fleiru, vörur sem hafa fylgt okkur í gegnum tíðina og tengjast innflutningi og þjónustu okkar við opinbera aðila og fleiri. Allar okkar framleiðsluvörur eru síðan zinkhúðaðar.“


Til viðbótar zinkhúðuninni er sérsvið Ferro Zink hf. innflutningur og heildsala á stáli. Þessir aðalþættir starfseminnar eru einmitt rammaðir inn í nafni fyrirtækisins því orðið ferro er latneska heitið á stáli. Ferro Zink rekur stálbirgðastöð í Hafnarfirði og þar fá viðskiptavinir allar helstu gerðir af innfluttu stáli. Viðskiptavinirnir eru fyrst og fremst stór og smá málmiðnaðarfyrirtæki, allt upp í skipasmíðastöðvar. „Það má segja að við séum þjónustuaðili á báðum endum því mikið af því sem okkar viðskiptavinir á höfuðborgarsvæðinu framleiða úr stálinu frá okkur flytjum við hingað norður í húðun og síðan aftur til baka. Í þessum flutningum er boddý á okkar vegum í föstum ferðum tvisvar í viku.“

Hús Ferro Zink á Akureyri. Hluti af verslunarrekstri fyrirtækisins norðan heiða er hestavörubúðin Fákasport.

Enn í eigu frumkvöðlanna Stórframkvæmdir vantar Kaupendur að framleiðsluvörunum eru allt frá stórum aðilum á borð við Vegagerðina og sveitarfélögin yfir í einstaklinga og heimili. „Við finnum strax fyrir öllum sveiflum sem verða í samfélaginu, hvort heldur það eru stórar opinberar framkvæmdir eða íbúðabyggingar. Þegar lifnar yfir íbúðamarkaðnum þarf handrið og ýmislegt fleira í byggingarnar sjálfar og síðan koma íbúðaeigendurnir til að kaupa sér þvottasnúrur og slíkt. Þó við finnum fyrir því að hjólin séu farin að snúast hraðar í samfélaginu en var á tímabili þá vantar fleiri stórframkvæmdir,“ segir Rannveig.

Afkomendur stofnenda Sandblásturs og málmhúðunar eru í dag eigendur að 38% í fyrirtækinu en hinn hlutann á KEA svf. og tengdur aðili. Rannveig segir þetta vera hreinræktað norðlenskt fjölskyldufyrirtæki í grunninn. „Ég bjó í 20 ár á Húsavík en kom hingað til starfa aftur árið 2006 og það var vissulega eins og að koma heim, hafandi alist hér upp á sínum tíma. Þetta er skemmtilegt umhverfi og að mínu mati tækifæri framundan. Eina áhyggjuefnið er þó hversu fátt ungt fólk fer í nám í málmiðnaði. Þetta er grein þar sem meðalaldur er að hækka og það er sameiginlegt verkefni allra, bæði stjórnvalda og iðnaðarins, að reyna að bæta úr því,“ segir Rannveig.

Auk þess að zinkhúða eigin framleiðsluvörur annast fyrirtækið zinkhúðun á alls kyns vörum fyrir fyrirtæki og einstaklinga og má segja að þar takmarki ekki annað en stærðin á húðunarkerinu.

Í dag starfa um 60 manns hjá Ferro Zink hf. á Akureyri og í Hafnarfirði. Athafnasvæðin eru í heild um 30.000 fermetrar og húsnæði þar af um 6.000 fermetrar að stærð.

Þjónustuskrifstofa Stjórnendafélags Austurlands er á Austurvegi 20, 730 Reyðarfirði

Opið virka daga kl. 9-12. Sími 864-4921 Netfang sta@sta.is - Heimasíða www.sta.is Nýir félagar velkomnir

25


Stjórnendafélögin og formenn þeirra Brú, félag stjórnenda Skipholti 50d, 105 Reykjavík Sími 562-7070 - Fax 562-7050 Netfang: bfs@bfs.is Veffang: www.bfs.is Formaður: Jóhann Baldursson, Frostafold 28, 112 Reykjavík Símar 587-7704 / 842-4605 Netfang: johannb@krokurbilastod.is Þór félag stjórnenda Pósthólf 290, 222 Hafnarfirði Netfang: vefthor@simnet.is Formaður: Ægir Björgvinsson, Sléttuhrauni 34, 220 Hafnarfirði Símar 565-1185 / 840-0949 Netfang: aegirb@simnet.is Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Sími 555-4237 Pósthólf 185 Formaður: Steindór Gunnarsson, Spóaási 3, 221 Hafnarfirði Símar 555-4237 / 898-9760 Netfang: steindorg@simnet.is Jaðar félag stjórnenda Pósthólf 50, 300 Akranesi Sími 660-3286 Formaður: Kristján Sveinsson, Vallarbraut 4, 300 Akranesi Sími 660-3286 Netfang: kristjans@n1.is Verkstjórafélag Borgarness Tungulæk, 311 Borgarnesi Sími 617-5351 Formaður: Einar Óskarsson, Tungulæk, 311 Borgarnesi Símar 437-1191 / 617-5351 Netfang: einaro@limtrevirnet.is Félag stjórnenda við Breiðarfjörð Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi Sími 438-1328 Formaður: Þorbergur Bæringsson, Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmur Símar 438-1400 / 894-1951 Netfang: baeringsson@simnet.is Verkstjórafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Sími 863-3871 Formaður: Sveinn K. Guðjónsson, Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Símar 456-3831 / 863-3871 / 450-4616 Netfang: skg@frosti.is

26

Verkstjórafélag Norðurlands vestra Skúlabraut 1, 540 Blönduósi Símar 452-4220 / 896-2280 Formaður: Gísli Garðarsson, Skúlabraut 1, 540 Blönduósi Símar 452-4220 / 896-2280 Netfang: gisli@sahun.is Berg félag stjórnenda Skipagötu 9, 600 Akureyri Sími 462-5446 Fax:462-5403 Netfang: bergfs@bergfs.is Formaður: Gunnar Backmann Gestsson, Aðalstræti 2b, 600 Akureyri Símar 462-5562 / 899-1012 Netfang: gbgestsson@gmail.com Stjórnendafélag Austurlands Austurvegur 20, 730 Reyðarfirði Símar 474-1123 / 864-4921 Netfang: sta@sta.is Formaður félagsins: Benedikt Jóhannsson, Ystadal 3, 735 Eskifirði Símar 476-1463 / 864-4963 / 470-6000 Netfang: benni@eskja.is Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi Austurvegur 56, 800 Selfossi Sími 480-5000 Fax: 480-5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is Formaður: Viðar Þór Ástvaldsson, Lóurima 14, 800 Selfoss Sími 863-1971 Netfang: vidarastv@gmail.com Verkstjórafélag Vestmannaeyja Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum Sími 481-1248 Formaður: Borgþór E. Pálsson, Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum Símar 481-1248 / 823-6333 Netfang: brottugotu8@simnet.is Verkstjórafélag Suðurnesja félag stjórnenda Hafnargötu 15, 230 Reykjanesbæ Sími 421-2877 - Fax 421-1810 Netfang: vfs@internet.is Formaður: Einar Már Jóhannesson, Stekkjagötu 85, 260 Reykjanesbæ Sími 845-1838 Netfang: vfs@internet.is Verkstjórasamband Íslands Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Símar 553-5040 / 553-0220 - Fax 568-2140 Veffang: www.vssi.is Netfang: vssi@vssi.is Forseti og framkvæmdarstjóri: Kristján Örn Jónsson


27


Verkstjórafélag Suðurnesja félag stjórnenda á Suðurnesjum Austurvegi 56, 800 Selfoss Sími 480 5000 - Fax 480 5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is www.stjornandi.is

Hafnargötu 15, 230 Keflavík Sími 421 2877 - Fax 421 1810 Formaður Einar Már Jóhannesson GSM 845 1838 - Netfang: vfs@internet.is

FÉLAG STJÓRNENDA

Þór, félag stjórnenda Pósthólf 290 - 222 Hafnarfirði vefthor@simnet.is Formaður Ægir Björgvinsson GSM 840 0949 - aegirb@simnet.is

Verkstjórafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Formaður Sveinn K. Guðjónsson GSM 863 3871

28

Berg, félag stjórnenda Skipagata 9, 600 Akureyri Sími 462 5446 Netfang: bergfs@bergfs.is

Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Formaður Steindór Gunnarsson GSM 898 9760


Vallarbraut 4 - Pósthólf 50 300 Akranes Formaður: Kristján Sveinsson GSM 660 3286 kristjans@n1.is

Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi Sími 438 1328 Formaður: Þorbergur Bæringsson GSM 894 1951 baeringsson@simnet.is

Verkstjórafélag Vestmannaeyja Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum Formaður: Borgþór E. Pálsson GSM 823 6333 brottugotu8@simnet.is

Verkstjórafélag Norðurlands vestra Skúlabraut 1, 540 Blönduósi Formaður: Gísli Garðarsson GSM 896 2280 gisli@sahun.is

Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis Tungulæk, 311 Borgarnesi Formaður: Einar Óskarsson Sími 437 1191 - GSM 696 7724 einaro@limtrevirnet.is

Verkstjórasamband Íslands Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Símar 553-5040 / 553-0220 Fax 568-2140 Netfang: vssi@vssi.is Veffang: www.vssi.is

29


KROSSGÁTAN

SUDOKU 33 55 11

66

44

77 55

66

11

77

44

55 22

77 44

66

88

33 44

#53508 #53508

55

88 33

99

77

22

Erfiðleikastig: Erfiðleikastig: erfitt erfitt

88

11 33

77

22

55 88

22 88 66

66

66

66

99

77 99

44

77 33

88

#214717 #214717

Í Sudoku er þrautin fólgin í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3 reit birtist tölurnar 1-9.

Erfiðleikastig: Erfiðleikastig: erfitt erfitt

Í hverri níu reita línu (láréttri og lóðréttri) eiga allar tölurnar einnig að birtast og má aldrei tvítaka neina þeirra.

30

88 55 77 22

33 99

77

44

33

99

88


Þægindi orkusparnaður Með RA 2000 ofnhitanema á ofninum er nýtingin á varma með besta móti.

Danfoss ofnhitanemar í fararbroddi í 7 áratugi Einn lykillinn að meira en 20 ára endingartíma RA 2000 ofnhitanemans er gasfyllingin, sem ólíkt öðrum fyllingum, býr alltaf yfir sömu stjórnunarog viðbragðsgetu. Þetta gerir RA 2000 ofnhitanemann að mun betra stjórntæki en aðrar gerðir ofnhitanema. Viðbragðstími annarra algengra gerða hitanema er allt að 70% lengri.


- snjallar lausnir NAV í áskrift

Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og margt fleira. Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni. Verð frá kr.

11.900pr. mán. án vsk

Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is www.wise.is TM

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)

545 3200

navaskrift.is

sala@wise.is

Profile for Samband stjórnendafélaga

Verkstjórinn  

Verkstjórinn 64. árgangur 2. tbl.

Verkstjórinn  

Verkstjórinn 64. árgangur 2. tbl.

Profile for erlath
Advertisement