Mikilvægt er að fyrirtæki og félagar fá réttar upplýsingar um starfssemi VSSÍ og aðildarfélaga þar sem fram kemur mikilvægi menntunar og að fyrirtæki geti sótt um styrk til endurmenntunar starfsmanna sinna. Félagsmenn þurfa að vera vel upplýstir um kosti þess að vera í stjórnendafélögum/verkstjórafélögum t .d. þegar og ef að hagsmunaárekstrar verða. Aldrei er of oft brýnt fyrir stjórnendum að menntun er tryggasta leið til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Jóhann Baldursson, nefndarformaður. Vilhelmína Ólafsdóttir. Einar Óskarsson. Ægir Björgvinsson. Guðni Hannesson. Viðar Þór Ástvaldsson. Sveinn Egilsson. Ólafur Róbert Ólafsson.
Laganefnd. III. Kafli: Þinghald og fleira. 8. grein. Þing VSSÍ skal halda annað hvert ár á tímabilinu apríl-júní. Þing skulu haldin í landsfjórðungunum til skiptis og til þeirra boða með mánaðar fyrirvara. Sambandsþing hefur æðsta vald í öllum málum VSSÍ og er lögmætt ef löglega er til þess boðað og 3/4 þingfulltrúa eru mættir. Í þingboði skal getið þeirra mála er stjórn VSSÍ hyggst leggja fyrir þing og þeirra mála er aðildarfélög óska eftir að lögð verði fyrir þing. Í byrjun sambandsþings skal kjósa tvo þingforseta, er skipta með sér að stjórna þingfundum. Þá skal kjósa þrjá þingritara. Heimilt er að nota hljóðritunartæki. Sambandsstjórnarmenn eru ekki kjörgengir til þessara starfa. Skýrsla forseta yfir kjörtímabil sambandsstjórnar skal lögð fram á þinginu ásamt endurskoðuðum reikningum sjóða VSSÍ yfir sama tímabil. Hver fulltrúi skal fá eitt eintak af skýrslu og reikningum. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála en 2/3 hluta atkvæða allra þingfulltrúa þarf til að lögbinda VSSÍ við annað samband eða sambönd eða slíta slíku sambandi. Skriflega atkvæðagreiðslu skal viðhafa í öllum málum sé þess óskað. Laga og reglugerðarbreytingar geta aðeins öðlast gildi á sambandsþingi. Við bætist: Heimilt er að skrá fundargerðir í tölvu. Sé það gert skal bóka í gerðarbók númer fundar, hvar og hvenær fundurinn er haldinn og að fundargerðin sé færð í 20 - VERKSTJÓRINN
tölvu. Þá skal færa í gerðarbók fundarslit og greina blaðsíðutal fundargerða. Ritarar og þingforsetar skulu rita nöfn sín við slit fundar í gerðarbók. Í lok fundar skal tölvugerð fundargerð prentuð út og hún undirrituð af riturum og þingforsetum. Einnig skulu ritarar setja upphafsstafi sína undir hverja blaðsíðu fundargerða sem Borgþór Eydal Pálsson. blað síðusettar skulu í áframhaldandi töluröð. Undirritaðar tölvuskráðar fundargerðir skulu reglu lega bundnar inn í bók til varanlegrar varðveislu. Til að tryggja þá varðveislu sem best skulu fundargerðirnar prentaðar á sýrufrían pappír. Breyting á 15. grein. Fyrsta setning hljóði svo: 15. grein. Í umboði stjórnar VSSÍ sjá forseti, varaforseti og gjaldkeri VSSÍ ásamt formanni Sjúkrasjóðs um vörslu á eignum og fjármunum VSSÍ. Greinagerð. Það sem breytist er að tvö orð falla niður. Það eru: Stjórnin sér. Í staðinn kemur hverjir sjá um vörslu á eignum og fjármunum í umboði stjórnar VSSÍ. Þetta er gert vegna þess að svona hefur þetta verið unnið í mörg ár. En annað í 15. greininni verður óbreytt. Reglur er varðar aðstoð við félagamenn. Þegar fyrirtæki fara í gjaldþrot og eða hætta starfsemi án formlegra uppsagna. Laganefndin leggur til að þessu verði vísað til stjórnar VSSÍ. Við teljum að fjárhagsáhættan sé óljós. Borgþór Eydal Pálsson, nefndarformaður. Reynir Kristjánsson. Yngvinn Gunnlaugsson. Atli Viðar Kristinsson. Skúli Björnsson. Sigurbjörg Hjaltadóttir.