Page 1

Verkstjórinn 61 á 61. árgangur, desember d b 2011 Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi, Furuvellir 13, 600 Akureyri


Sími

Netfang

Forseti Kristján Örn Jónsson

864-4140

kristjano@vssi.is

Varaforseti Steindór Gunnarsson

898-9760

steindorg@simnet.is

Verkstjórafélögin

Félagsgjald

Formaður

Sími

Netfang

Gjaldkeri

Sími

Netfang

Brú félag stjórnenda ϵϯϭ Skipholti 50d, 105 Rvk Pósth: 5286, 125 Rvk 562-7070 Fax: 562-7050

4.350 kr.

Skúli Sigurðsson

898-4713

skuli@odr.is

Jóhann Baldursson

898-0054

Johannb@krokur.net

Þór félag stjórnenda

3.300 kr.

Einar Sveinn Ólafsson

897-0303

einar@odr.is

Ægir Björgvinsson

897-4353

aegirb@simnet.is

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar

2.500 kr.

Steindór Gunnarsson

898-9760

steindorg@simnet.is

Reynir Kristjánsson

664-5672

reynir@hafnarfjordur.is

Verkstjórafélag Suðurnesja

2.500 kr.

Úlfar Hermannsson

897-9535

ulfarh@internet.is

Ingvar Jón Óskarsson

660-8139

ijo@simnet.is

Jaðar félag stjórnenda á Akranesi

2.500 kr.

Birgir Elínbergsson

864-5166

biggise@simnet.is

Kristján Sveinsson

660-8139

kristjans@n1.is

Verkstjórafélag Borgarness

2.000 kr.

Einar Óskarsson

617-5351

einaro@limtrevirnet.is

Jón Heiðarsson

617-5320

jonh@limetrevirnet.is

Verkstjórafélag Snæfellsness

2.300 kr.

Þorbergur Bæringsson

894-1951

baeringsson@simnet.is

Andrés Kristjánsson

864-8852

vfst@simnet.is

Verkstjórafélag Vestfjarða

2.500 kr.

Sveinn Guðjónsson

863-3871

skg@frosti.is

Guðmundur Ásgeirsson

893-3609

gummi@simnet.is

Verkstjórafélag Norðurlands Vestra

2.000 kr.

Hörður Þórarinsson

848-4180

hordurtho@visir.is

Ragnar Árnason

862-6142

ragnar.a@simnet.is ra@vegag.is

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis

3.050 kr.

Eggert Jónsson

892-6600

eggert51@torg.is van@van.is

Gunnar B. Eggertsson

899-1012

ggest@nett.is

2.500 kr.

Benedikt Jóhannsson

864-4963

benni@eskja.is

Elís Hlynur Grétarsson

863-1022

osnes@simnet.is

Verkstjórafélag Vestmannaeyja

1.800 kr.

Borgþór E. Pálsson

823-6333

brottugotu8@simnet.is

Gunnar Geir Gústafsson

892-2281

ggg@isfelag.is

Vörður félag stjórnenda Suðurlandi

0,7% af öllum greiddum launum

Jón Ó. Vilhjálmsson

660-2211

jono@islandia.is jono@sorpa.is

Sveinn Þórðarson

894-1104

sth@vegag.is

Jóna Dóra

480-5007

stjornandi@stjornarndi.is

ϵϯϯ

ϵϯϰ ϵϯϮ

Hafnargata 15, 230 Kef. 421-2877 Fax: 421-1810

ϵϯϳ ϵϯϴ ϵϯϵ ϵϰϭ

ϵϰϮ

ϵϯϲ

462-5446 Fax: 462-5403 Verkstjórafélag Austurlands

ϵϰϰ

474-1123 Fax: 474-1124

ϵϰϲ

ϵϰϳ

Austurvegur 56, 600 Selfoss 480-5000 Fax 480-5001

Verkstjórasamband Íslands

Heimilisfang

Sími/Fax

Netföng starfsmanna

Kennitala

Banki

Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogur

553-5040 Fax: 568-2140

vssi@vssi.is

680269-7699

0101-26-11511

Kristján Örn Jónsson

kristjano@vssi.is

Helga Jakobs

helga@vssi.is

Jóhanna M. Guðjónsdóttir

jmg@vssi.is


Óskum félögum okkar og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári

Verkstjórar Ef skipt er um vinnustað, tilkynnið það verkstjórafélagi ykkar. Fylgist með því að vinnuveitandi greiði samningsbundin gjöld í sjúkra- og orlofssjóði. Réttindi til bóta úr sjúkrasjóði eru háð greiðslum frá vinnuveitanda. Kynnið ykkur réttindi til bóta úr sjúkrasjóði, að loknum samningsbundnum greiðslum frá vinnuveitanda. Íbúð sjúkrasjóðs að Lautasmára 5, Kópavogi er til leigu fyrir verkstjóra af landsbyggðinni í veikindatilvikum.

Leitið upplýsinga Sími 553 5040


Þór félag stjórnenda Pósthólf 4233

Stofnað 2. nóvember 1935

Allar upplýsingar um félagið gefur Einar Sveinn Ólafsson Skipalóni 26, 220 Hafnarfirði Sími: 897-0303 Netfang: einar@odr.is

VERKSTJÓRAFÉLAG AKUREYRAR OG NÁGRENNIS FURUVÖLLUM 13 Á 2. HÆÐ • SÍMI 462 5446 • FAX 462 5403 • 600 AKUREYRI • KT. 540775-1179 HEIMASÍÐA: www.van.is • NETFANG: van@van.is


Brú, félag stjórnenda

Skipholt 50d · Pósthólf 5286 ·125 Reykjavík Sími: 562 7070 · Myndriti: 562 7050 Kt. 680269-6619 · Stofnað 3. mars 1919 Netfang: bfs@bfs.is · veffang: www.bfs.is

SKRIFSTOFA félagsins er opin virka daga frá kl. 9-14

Skrifstofa Austurvegi 56 800 Selfossi Sími: 480 5000 Fax: 480 5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is


Nafnabreytingar félaga Ljósm.: Gestur Hansson.

Nafnabreytingar á rótgrónum og gömlum gildum, hvers vegna? Á Sambandsþingi VSSÍ á Hallomstað í júni byrjun 2009 var meðal annars rætt um að nú væri kominn tími til að verkstjórafélögin myndu skoða það alvarlega að breyta nöfnum félaganna úr heiti Verkstjórafélög í stjórnendafélög. Verkstjórafélag Reykjavíkur tók þessari áskorun sem endaði með samþykki aðalfundar í mars 2011 að breyta nafni Verkstjórafélags Reykjavíkur til tæplega 93 ára í Brú félag stjórnenda. Hvers vegna var stjórn Brúar, félags stjórnenda að leggja til þessa breytingu? Ein af ástæðunum að okkar mati er og var að undanfarin ár hafa allnokkrir stjórnendur, sem ekki voru með t.d. mannaforráð, fengið höfnun á að ganga í okkar samtök aðeins vegna þess að nafn félagsins var verkstjórafélag en ekki stjórnendafélag. Að sjálfsögðu eru þessar breytingar tilfinningaríkar sérstaklega hjá eldri félagsmönnum, en nútímaþróuninni verður ekki snúið til baka og okkar félags6 - VERKSTJÓRINN

skapur verður alltaf að vera tilbúinn til að skoða starfsemi samtakana með gagnrýnum augum og vera tilbúinn til að breyta um ef meirihluti félagsmanna finnst breytinga þörf. Brú félag stjórnenda í Reykjavík er nú að hefja vinnu í að gerbreyta logoi félagsins en það er einn þátturinn í að breyta um sjónarhorn og hverfa algjörlega frá gamla tímanum. Eftir að logoið verður tilbúið þá þarfa að auglýsa þessa breytingu í öllum fjölmiðlum, kaupa fána, borðfána, prenda nýtt pappírsefni með logoi félagsins, peysur með logoi sem félagsmenn geta keypt svo að eitthvað sé nefnt. Það er von okkar að þessi nafnabreyting komi til með að styrkja félagaöflun allra þeirra aðildarfélaga VSSÍ, sem nú hafa framkvæmt nafnabreytingar og þeirra sem eiga það eftir. Lifið heil. Skúli Sigurðsson. Formaður Brúar félags stjórnenda í Reykjavík.


Verkstjórinn 61. árgangur Efnisyfirlit 34. þing VSSÍ .............................

Bls. 8

Skýrsla forseta til 34. þings VSSÍ 2011 .................................. 12 Nefndaálit 34. þings VSSÍ ........................... 18 Ályktun 34. þings VSSÍ ............. 21 Skýrslur félaga .......................... 22 Reglugerð menntunarsjóðs ....... 32 Reglugerð Sjúkrasjóðs verkstjóra ................................... 34 VIRK .......................................... 38 Mennt er máttur ....................... 39 Skýrsla formanns sjúkrasjóðsstjórnar ...................................... 40 Gjöf Sjúkrasjóðs verkstjóra ...... 41 Skýrsla Menntunarsjóðs ........... 42 Upphaf töku og skipting lífeyris ........................................ 43 Flutningafræði .......................... 44 Verkstjórafélag Suðurnesja félag stjórnenda á Suðurnesjum ........ 45 Íslensk bláskel ehf. Stykkish. ... 46 Virkjun ....................................... 48 Brúarsmíði ................................. 50 Vatnsendi ................................... 57 Ektafiskur ehf. Hauganesi ........ 58 Ljóð ............................................. 63 Heim að Hólum ......................... 64 Hraðfrystihús Flateyrar hf. ...... 66 Makaferð .................................... 69 Stiklur ........................................ 72 Bátavefur ÁBÁ. .......................... 75 MINNING .................................. 76 Heimilisföng verkstjórafélaganna og formanna þeirra ... 78 Orlofsheimili verkstjórafélaganna ................................... 79 Kápa: Kría. „Svo flýgur hver fugl sem hann er fjaðraður“. Ljósm.: Jón Guðmann Jakobsson.

Desember 2011

Frá ritstjóra Á þessum stað í blaðinu hefur lengst af verið fjallað um áhugaleysi verkstjóra við að koma hugðarefnum sínum á framfæri til ritstjórnar. Þessi skrif hafa lítinn árangur borðið og eru fyrir löngu orðin hálf vandræðaleg. Því var brugðið á það ráð fyrir tveimur árum að fjalla um ástandið í landinu eftir hrun eins og það kemur ritstjóra fyrir sjónir. Hugleiðingar um landsmálin geta þó verið varasamar því lög samtakanna kveða svo á að þau skuli ekki taka afstöðu til pólitískra mála. Hvenær mál teljast pólitísk og hvenær ekki fer svo alfarið eftir hugarfari lesandans, sem útilokað er fyrir skrásetjara að ráð í fyrirfram. Það getur þó tæpast flokkast undir flokkspólitík þó að fjallað sé um misrétti þegna landsins því að ekki þarf að opna nema annað augað til hálfs svo að það blasi ekki við hvert sem litið er. Raunveruleikasögur af Íslenskum fjárglæframönnum hafa prýtt síður dagblaða mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Sögur sem eru svo lygilegar að frásagnir Vellygna Bjarna og Münchhausens baróns verða hjómið eitt í þeim samanburði. Því verður ekki á móti mælt að í landinu búa nú tvær þjóðir og er það einni of mikið í ekki stærra samfélagi. Klofin þjóð kemst ekki langt og því ekkert annað í boði en sameining þessara brota. Þá og ekki fyrr er von til þess að þjóðin nái vopnum sínum og geti sigli til betri tíðar. Eftir tilkomu alheimsnetsins hefur ritstjóri oft velt því fyrir sér hvort Verkstjórinn hafi runnið sitt skeið þar sem heimasíða sambandsins og aðildarfélaga þess upplýsa nú verkstjóra um flest það sem þá kann að varða. Hvað svo sem framtíðin kann að bera í skauti sér er þetta varðar þá er það enn trúa ritstjóra að verkstjórar vilji sitt blað og engar refjar. Sem fyrr er það von ritstjóra að blaðið bæði gleðji og fræði lesendur. ÁBÁ

VERKSTJÓRINN, málgagn verkstjórastéttarinnar, ársrit, kom fyrst út 1943. Útgefandi: Verkstjórasamband Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Ábyrgðarmaður: Árni Björn Árnason. Upplag 4000 eintök.

VERKSTJÓRINN - 7


34. þing VSSÍ

Þrítugasta og fjórða þing Verkstjórasambands Ís lands var haldið á Sauðárkróki dagana 2. til 4. júní 2011 og setti forseti sambandsins, Kristján Örn Jónsson, þingið í fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki fimmtudaginn 2. júní kl. 17.00. Þingforsetar voru kosn ir Gísli Halldórsson og Ingólfur Hjaltason en ritarar Guðbjörn Sigurþórsson,

Gjaldkeri skoðar reikningana. 8 - VERKSTJÓRINN

Jón Heiðarsson, Stefán Hafsteinsson og Atli Viðar Kristinsson. Tilnefnt var í kjörnefnd, sem Þorbergur Bæringsson fór fyrir. Að setningu lokinni fór Björn Björnsson, fyrrverandi skólastjóri á Sauð ár króki og Hofsósi yfir mannlíf og staðhætti í Skagafirði. Fyrsti fundur þing Björn Björnsson. halds hófst svo daginn eftir kl. 9.00 með grein argerð kjörnefndar en að kjörgögnum samþykktum flutti forseti VSSÍ skýrslu sína til þingsins en hún fjallaði um gang mála á milli þinga. Skýrsla forseta var viðamikil og tók á öllum þeim málum sem verkstjóra varða. Skýrslan er birt hér í blaðinu þannig að hver og einn geti kynnt sér hana. Jón Ólafur Vilhjálmsson, gjaldkeri VSSÍ, lagði fram yfirfarna og undirritaða reikninga sambandsins og skírði þá fyrir þingheimi.


Reynir Kristjánsson, formaður stjórnar Sjúkrasjóðs lagði fram yfirfarna og undirritaða reikninga sjóðsins tveggja síðustu ára og flutti skýrslu um gengi sjóðsins á milli þinga. Hér að neðan verður hlaupið á helstu kennitölum reikninganna en hægt er fyrir hvern og einn félagsJóhanna á leið til starfa. mann að skoða þá og yfirfara þar sem þeir liggja frammi í höfuðstöðvum sambandsins. Niðurstöðutölur reikninga 2010. Tekjur: Félagssjóður. 20.317.844,- kr. Menntunarsjóður. 11.466.892,- kr. Sjúkrasjóður. 104.215.235,- kr. Gjöld: Félagssjóður. Menntunarsjóður. Sjúkrasjóður.

18.091.172,- kr. 2.856.936,- kr. 98.512.277,- kr.

Eigið fé: Félagssjóður. 46.542.993,- kr. Menntunarsjóður. 35.001.696,- kr. Sjúkrasjóður. 1.159.823.465,- kr. Umræður um skýrslu forseta og reikninga voru líflegar og tóku nokkuð margir til máls. Ræður urðu fjórtán talsins en ræðumenn eitthvað færri því að sumum þeirra dugði ekki ein ferð í pontu. Ekki er nokkur leið að færa hér til bókar það sem mönnum lá á hjarta og að stikla þar á stóru er varasamt því sú hætta blasir við að einhverjum gæti verið gerð upp orð, sem hann hefur aldrei látið sér um munn fara. Sá kostur er því valinn að láta skýrslurnar tala sínu máli og benda jafnframt á nefndarálitin þar sem í stórum dráttum er þjappað saman skoðunum manna á hlutunum. Þegar hér var komið sögu fundarins var komið að drögum að nefndarálitum, sem formenn nefnda lögðu fram en nefndarformenn fastanefnda sambandsins starfa á milli þinga svo sem kunnugt er. Stiklað verður á stóru hvað drögin varðar þar sem nefndarálitin fullsköpuð eru birt í heild á öðrum stað í Verkstjóranum. Fyrstur til að stíga á stokk var Skúli Sigurðsson formaður Atvinnu- og launamálanefndar. Skýrsla

Forsetar VSSÍ.

Skúla var mikil að vöxtum og þar farið yfir málin frá a til ö. Í framhaldi skýrslunnar eru settar fram helstu kröfur VSSÍ, sem hér að neðan eru birtar í styttum búningi. Flýtisstarfslokasamningar Þessi gerð samninga hefur ekki hlotið náð fyrir augum atvinnurekanda en haldið verður áfram á sömu braut. Sérkröfur stjórnenda. Vegna síaukinnar samkeppni eru sérkröfur stjórnenda aukin menntun, sem er beggja hagur. Unnið verður að stöðugri eftirmenntun stjórnenda. Fastlaunasamningar. Vaxandi kröfur frá vinnuveitendum eru að stjórnendur séu á fastlaunasamningum. Leggja þar mikla áherslu á endurskoðun slíkra samninga þar sem reynslan sýnir að þeir geta bæði verið góðir og slæmir.

Helga Jakobsdóttir að störfum. VERKSTJÓRINN - 9


Tryggingarpakki. Hafnað er skerðingu á frítíma og örorku slysatryggingu og þess krafist að engin munur verði á starfsog frítímatryggingu. Sjúkrasjóður. Krafist er að endurheimt verði skerðing á greiðslum ríkis og borgar sem knúin var fram í síðustu kjarasamningum. Það er að þessir aðilar greiði 1% af launum félagsmanna til sjóðsins en ekki 0,75%. Krafist er að farið sé að lögum og vísað til laga nr. 19 gr. 7, gr. 9 og gr. 10 frá 1 maí 1979 og uppfært árið 2000 um 1% framlag. Launaskrið. Stjórnendum hefur verið vandi á höndum við að fylgjast með launaskriði þar sem engir launatextar eru í almennum kjarasamningum VSSÍ. Bent er á launakönnun Capascent meðal stjórnenda en hana er að finna á heimasíðu VSSÍ. Verðbólaga. Verðbólaga skerðir kaupmátt stjórnenda, sem annarra, en fyrirvarar í samningum segja til um hvenær hún fer yfir rauða strikið.

10 - VERKSTJÓRINN

Lífeyrissjóðir: Forgangsverkefni er að leiðrétta muninn á lífeyri þeirra sem vinna á frjálsum markaði og opinberra starfsmanna. Það er og krafa að stjórnendur Sameinaða lífeyrissjóðsins upplýsi eigendur sjóðsins betur en gert er í dag. Skattgreiðslur. Krafist er að 50% greiðslna úr lífeyrisjóði og séreignasparnaði beri 10% fjármagnstekjuskatt en ekki 42% eins og nú er.


Úlfar Hermannsson, formaður Allsherjarnefndar reifaði mál, sem undir nefndina heyra, og lagði fram gögn fyrir væntanlega vinnu Allsherjarnefndar. Jóhann Baldursson, formaður Menntunarsjóðs fór yfir störf nefndarinnar og lagði fram drög að nefndaráliti Fræðslunefndar. Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður Fjárhagsnefndar lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Þorbergur Bæringsson, formaður Kjörbréfanefndar lagði fram lista yfir þá sem í kjöri yrðu til setu í stjórn VSSÍ næsta kjörtímabil stjórnar. Sveinn Þormóðsson, formaður Nöfn stjórnarmanna VSSÍ 2011 – 2013. Talið frá vinstri: Sveinn Guðjónsson, Framtíðarnefndar ræddi störf nefnd- Úlfar Hermannsson, Borgþór Eydal Pálsson, Benedikt Jóhannsson, Steindór arinnar og lagði fram drög að væntGunnarsson, Kristján Örn Jónsson, Eggert H. Jónsson, Skúli Sigurðsson, Þorbergur Bæringsson, Jóhann Baldursson og Skúli Björnsson. anlegu nefndaráliti Fræðslunefndar. Að lokinni framsögu nefndarformanna fóru fram líflega umræður um þau málefni, Varastjórnarmenn: Jóhann Baldursson, Brú, félag stjórnenda, sem nefndarformenn höfðu bryddað upp á í ræðum Úlfar Hermannsson, Verkstjórafélag Suðurnesja. sínum. Þá þingfulltrúar höfðu talað nægju sína um málin var skipað í nefndir, sem hófu þegar nefndarAð kosningu stjórnar lokinni var ályktun þingsins störf og sátu fram á kvöld við þá vinnu. Laugardaginn 4. júní var þingstörfum fram haldið borin undið þingheim og hún samþykkt. Næst síðasti með framlagningu nefndarálita, sem birt eru í heild dagskrárliður var „Önnur mál“ en á þeim vettvangi lögðu rúmlega tuttugu einstaklingar á sig ferðalag í sinni hér í blaðinu. Miklar umræður urðu um nefndarálitin sem sjá má pontu. Síðasti dagskrárliður var slit 34. þings VSSÍ og af því að tæplega sextíu ræður voru haldnar þar sem annaðist forseti sambandsins þann gjörning með menn skiptust á skoðunum Næsti liður þingsins var kosning stjórnar fyrir þeirri ósk að allir mættu heilir heim komast. Að loknum þingslitum var þingfulltrúum og næsta kjörtímabil. 2011 til 2013, og hlutu neðanmökum boðið í skemmtiferð að Hólum í Hjaltadal og skráðir einstaklingar kosningu. Forseti sambandsins var kjörinn Kristján Örn er frá þeirri ferð sagt á öðrum stað hér í blaðinu. Um kvöldið, að lokinni Hólaför, var endahnykkJónsson úr Brú, félagi stjórnenda. Varaforseti sambandsins var kjörinn Steindór ur 34. þingsins tekinn með veglegri matarveislu, skemmtiatriðum og dansi. Gunnarsson úr Verkstjórafélag Hafnafjarðar. Að loknum morgunverði daginn eftir hélt hver til Aðalstjórnarmenn: síns heima. Benedikt Jóhannsson, Verkstjórafélag ÁBÁ. Austurlands. Borgþór Eydal Pálsson, Verkstjórafélag Vestmannaeyja. Eggert Jónsson, Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis. Skúli Björnsson, Verkstjórafélag Austurlands. Skúli Sigurðsson, Brú, félag stjórnenda. Sveinn Guðjónsson, Verkstjórafélag Vestfjarða. Þorbergur Bæringsson, Verkstjórafélag Snæfellsness. VERKSTJÓRINN - 11


Grettislaug.

Skýrsla forseta til 34. þings VSSÍ 2011 Inngangur:

Skýrsla þessi spannar tímabilið frá 33. landsfundi VSSÍ sem haldið var á Grand hótel Reykjavík 8. maí 2010 og til dagsins í dag. Það getur ekki farið svo að ekki verði minnst á atriði sem ég hef nefnt í eldri skýrslum vegna þess að mér finnst vanta á umræðu og ákvarðanir í þeim málum. Frá landsfundi hefur stjórnin komið 6 sinnum saman og tekið fyrir þau mál sem lágu fyrir hverju sinni. Auk þeirra má nefna endurupptöku nefndarálita, að samræma úthlutun orlofshúsa, launakönnunina, þingið og nefndirnar, að samræma úthlutunarreglur menntunarsjóðanna og réttindi atvinnulausra svo eitthvað sé nefnt. Ég geri nánari grein fyrir þessum liðum síðar í skýrslu minni.

33. Landsfundur VSSÍ: Landsfundurinn var haldinn á Grand hótel Reykjavík þann 8. maí 2010. Því miður komu ekki öll félög með fullskipað lið á fundinn. Landsfundurinn er okkur ekki síður mikilvægur en þingið, landsfundurinn er kjörinn vettvangur til að taka með gest til að kynn12 - VERKSTJÓRINN

ast starfi samtakanna. Að venju voru skýrslur forseta og félaganna lesnar, litlar umræður urðu um skýrslurnar. Það er miður því ævinlega er lagt út frá einhverju málefni sem snertir okkur annaðhvort félags- eða réttindalega. Gestur fundarins var Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Ræddi hann um vilja SA til þess að halda hjólum atvinnulífsins gangandi, hvað þarf til og þá steina sem lagðir eru í götu fyrirtækja sem heftir vöxt þeirra. Var góður rómur gerður að erindi hans.

Launa- og kjaramál: Þegar þetta er skrifað er búið að ganga frá samningum við SA, eru félögin að kynna samningana. Samningarnir eru samhljóða þeim sem gerðir hafa verið á almennamarkaðnum. Það er ekkert fast í hendi vegna fyrirvara í þeim samningum. Þegar samningarnir voru undirritaðir var talað um að við


útgáfu heildarkjarasamningsins verði orðið „verkstjóri“ tekinn út og „stjórnandi“ sett í staðinn. Nokkur óánægja hefur verið hjá verkstjórum Vegagerðarinnar með laun þeirra sem stýra vöktum yfir veturinn, þar hefur ekkert samræmi verið og þeir verið á mismunandi launum. Ég hef átt nokkra fundi með starfsmönnum og stjórnendum Vegagerðarinnar vegna þess máls, verður það hluti af komandi samningum ef ekki tekst að ganga frá því áður. Framundan er svo að ljúka samningum við aðra. Launakönnun var gerð þrjú ár í röð og gaf góða vísbendingu um laun okkar manna. Það hefur verið mjög gott að hafa hana til viðmiðunar þegar spurt er um laun stjórnenda, hefur hún verið notuð jafnt af vinnuveitendum sem félagsmönnum við ákvörðun launa. Ákveðið var að sleppa úr einu ári vegna kostnaðar en geri ráð fyrir að við verðum með í næstu könnun.

Atvinnumál: Við á skrifstofu förum ekki varhluta af ástandinu á vinnumarkaði. Mikið er leitað til okkar með allskonar vandamál, mest er það vinnutengdur vandi. Aðstoð vegna uppsagna og gjaldþrota fyrirtækja er að aukast og verður trúlega enn um sinn. Atvinnulausum verkstjórum hefur heldur fækkað. Í dag eru þeir 70 en voru 87 þegar mest var á liðnu ári. Kemur það bæði til af því að atvinnuástand hefur heldur lagast og eins hitt að nokkrir hafa dottið af atvinnuleysisskrá vegna aldurs. Enn er atvinnuleysið mest hér á suðvestur horninu. Atvinnulausum félagsmönnum hefur verið tryggð réttindi í sjóði sambandsins með því að greiða mánaðarlega 1% af bótum eða fimmtánhundruð króna gjald í sjúkrasjóð.

Sjúkrasjóður: Tekin var ákvörðun hjá stjórn sjúkrasjóðs að afhenda gjöfina til heilbrigðismála á meðan á þinginu stendur. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki varð fyrir valinu, óskuðu þeir eftir að fá nýjan skiptibekk sem mun kosta nálægt 770 þúsund krónum, sá gamli mun hafa verið orðin ansi slitin og lúin. Orði var við þessari ósk og varbekkurinn formlega afhentur meðan á þinginu stóð. Reglugerð sjúkrasjóðs hefur verið tekin til endurskoðunar og gerðar nokkrar tillögur að breytingum verða þær lagðar fyrir þingið. Við erum að reka okkur á greinar í reglugerð hans sem einu sinni voru mjög til bóta en eru það ekki lengur. Með tilkomu Starfsendurhæfingarsjóðs fyrir um tveimur árum síðan er þessi langi tími sem við erum að greiða sjúkradagpeninga

til óþurftar. Það tefur fyrir að skjólstæðingar okkar fái greiðslur úr þeim sjóði, þar sem þeir verða að klára réttinn hjá okkur áður. Greiðslur starfsendurhæfingarsjóðs eru í flestum tilfellum hærri en þær greiðslur sem eru síðustu 6 mánuðina hjá okkur. Þau félög sem hafa verið að greiða dagpeninga í hvað lengstan tíma hafa nú þegar breytt og stytt þann tíma. Við höfum verið í góðu sambandi við Öldu Ásgeirsdóttur starfsmann sjóðsins og komið þeim félagsmönnum sem þess þurfa í hennar umsjá og eftirlit. Þeir eru ófáir skjólstæðingar okkar og annarra stéttarfélaga sem hún hefur með starfi sínu komið út á vinnumarkaðinn á ný.

Um lífeyrismál: Svo virðist sem skipting lífeyris milli hjóna sé ekki nógu mikið haldið á lofti. Á þeim fundum þar sem ég hef komið inn á þessi mál er alltaf einhver sem ekki vissi um þennan möguleika. Að skipta lífeyri getur skipt sköpum fyrir þann eftirlifandi, þegar um eldra fólk er að ræða eru það oftast konur sem hafa verið heima með börnin og eiga sára lítinn rétt til lífeyris úr lífeyrissjóði. Það er mjög eðlilegt að hjón skipti réttindum sem þau vinna sér inn meðan á sambúð stendur eins og öðrum sameiginlegum tekjum. Ársfundur sjóðsins var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 19. maí síðastliðinn. Hér á eftir vitna ég í samantekt Sameinaða lífeyrissjóðsins um afkomu hans árið 2010. Tilvitnun hefst, „Góður viðsnúningur varð í rekstri sjóðsins á árinu 2010. Ávöxtun sjóðsins var mun betri en næstu tvö ár á undan og þær aðgerðir sem gripið var til með lækkun réttinda á árinu 2010 skiluðu sér að fullu í bættri tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins. Hins vegar var enn nokkur fækkun virkra sjóðfélaga sem endurspeglar þrengingar í þeim greinum sem hluti sjóðfélaga starfar við, ekki síst í byggingariðnaðinum. Eignir sjóðsins námu 105,4 milljörðum króna í árslok og hækkuðu um 6,2 milljarða króna milli ára. Nafnávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins var 4,6% á árinu, sem jafngildir 2,0% raunávöxtun. Áfallnar skuldbindingar umfram eignir voru 11,1 milljarðar króna í árlok 2010 en heildarskuldbindingar umfram eignir 10,3 milljarðar. Tryggingafræðileg staða sjóðsins var -5,9%, sem er betri staða en árið áður og innan þeirri heimilda sem lög leyfa án þess að grípa þurfi til réttindabreytinga. Í ljósi jákvæðrar þróunar í rekstri sjóðsins á síðasta ári og aukinnar raunávöxtunar eru ekki tilefni til endurskoðunar á lífeyrisréttindum á næsta ársfundi að mati stjórnar sjóðsins. Hlutur örorkulífeyris hefur lækkað örlítið á síðustu VERKSTJÓRINN - 13


árum, sem kemur nokkuð á óvart á tímum samdráttar í atvinnulífinu. Á þessu eru eflaust nokkrar skýringar, sem ýmist tengjast breytingum á atvinnuháttum eða uppbyggingu bótakerfisins. Þá eru einnig möguleg áhrif af starfsemi VIRK, starfsendurhæfingar, en sem kunnugt er býður VIRK upp á þjónustu fyrir fólk sem vegna veikinda eða slysa hverfur a.m.k. tímabundið af vinnumarkaði. Árangur þessarar þjónustu lofar mjög góðu, en Sameinaði lífeyrisssjóðurinn er annar tveggja lífeyrisssjóða sem hefur hafið samstarf við VIRK og býðst örorkulífeyrisþegum sjóðsins nú einnig aðgangur að þjónustunni. Séreignardeild Alls voru eignir séreignardeildar 4.825 millj. króna í árslok 2010 og hækkuðu um 362 milljónir króna frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur úr deildinni voru enn miklar vegna áhrifa laga um tímabundna heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Greiðslurnar lækkuðu engu að síður frá fyrra ári og námu 437 milljónir króna samanborið við 755 millj. króna árið 2009. Rétthafar í séreignardeild voru 9.053 og fækkaði um 183 frá fyrra ári. Séreignarsparnaður 2010 Ávöxtun séreignarsparnaðar sjóðsins var ágæt á síðasta ári og var raunávöxtun séreignarleiðanna á bilinu 5,5% - 8,9%“ tilvitnun líkur. Að lokum skal minnt á heimasíðu Sameinaða lífeyrissjóðsins, www.lifeyrir.is, þar er að finna frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins. Sjóðfélagar og rétthafar séreignar geta einnig skoðað eigin stöðu hjá sjóðnum á sjóðfélagavefnum. Hvet ég félagsmenn til að fara inn á vefinn og kinna sér stöðu sína í sjóðnum.

Menntunarmál: Menntunarsjóður VSSÍ og SA hóf úthlutanir um áramótin 2009 og 2010. Á fyrsta starfsári hans voru afgreiddar 61 námsumsókn til 19 fyrirtækja og einstaklinga. Heildar upphæð þessara námsstyrkja voru rúmlega 2,8 miljónir á árinu 2010. Það sem af er þessu ári er búið að greiða 62 umsóknir til 11 fyrirtækja og einstaklinga samtals að upphæð 4 miljónir króna. Vekur það ánægju hvað fyrirtækin hafa tekið við sér og nýta sér sjóðinn. Mesta ásóknin hefur verið í Leiðtogaþjálfunar námskeiðin hjá Dale Carnegie. Þessi námskeið voru sett saman í samvinnu við VSSÍ, 38 aðilar hafa sótt þau það sem af er þessu ári. Eftir fyrsta starfsárið var ákveðið að auka greiðslur námsstyrkja úr 180 þúsund að hámarki á þriggja ára tímabili í 270 þúsund fyrir dýrara nám, þ.e. nám í endurmenntunardeildum háskólanna, þessi greiðsla 14 - VERKSTJÓRINN

er innt af hendi í einu eða tvennu lagi eftir atvikum. Áfram verður hámarksgreiðsla fyrir hvert einstakt nám 90 þúsund krónu, þó aldrei hærra en 80% af kostnaði. Það ánægjulega er að vinnuveitendur eru að sækja í auknu mæli í sjóðinn til menntunar stjórnenda sinna. Ég hef haldið því mjög að vinnuveitendum að nýta sér sjóðinn, þess má geta að u.þ.b. 2/3 þeirra styrkja sem greiddir hafa verið úr sjóðnum eru til fyrirtækja. Þau hafa í flestum ef ekki öllum tilfellum greitt það sem á vantaði af námskostnaði hvers mans. Að hafa gefið háskólunum og Dale Carnedie möguleika á að auglýsa í Verkstjóranum var stór góð hugmynd, háskólarnir hafa ekki fylgt auglýsingunni eftir. Aftur á móti er samvinnan við Dale Carnegie virkilega að sanna sig. Ég hef orðið var við mikla ánægju hjá nemendum og eigendum fyrirtækja með það sem þar er verið að gera. Ætlun námskeiðshalda er að fara með þetta námskeið út á land nú í haust og vetur. Stjórn sjóðsins tók ákvörðun um að standa að gerð stjórnendanáms. Þetta er unnið í samvinnu SA,VSSÍ og NMI. (þ.e. verkstjórafræðslunni) eigendur verkefnisins eru sömu aðilar. Vinnan við þetta nám er kostuð af Menntunarsjóði SA og VSSÍ. Staða verkefnisins er komin það á veg að búið er að seta upp hverjar kröfurnar til námsins eru. Þarfagreining sem nýtt var við þessa vinnu var kostuð af VSSÍ en framkvæmd af starfsmanni Iðunnar fræðsluseturs á sínum tíma. Hún var gerð bæði hjá félagsmönnum og vinnuveitendum og ætti því að gefa góða mynd af þeirri menntun sem talin er skorta. Eldri menntunarsjóðurinn stendur einnig vel og hefur alla burði til að hækka námsstyrkina bæði þá starfstengdu og eins frístundanámið. Stjórn sjóðsins hefur farið yfir stöðu hans og ákveðið að leggja til breytingar á námsstyrkjum, lögð verður tillaga þess efnis á þinginu. Greiddir námstyrkir til fag-eða tómstundanáms á liðnu ári voru um 2,9 miljónir króna.

Félagsmál: Eins og ég nefndi í skýrslunni til Landsfundar unnu þingnefndirnar vel og lögðu margar áhugaverðar tillögur fyrir þingið og fyrir stjórn VSSÍ. Ég veit að sami kraftur verður í nefndum þessa þings. Það eruð þið ágætu þingfulltrúar sem eigið að taka ákvörðun um það hver afdrif álitanna verða með málefnalegri umræðu. Það sem hefur vantað er meiri og málefnalegri umræða um álitin og ákvarðanir ykkar þingfulltrúanna um meðferð þeirra. Þegar lagt er fram nefndarálit sem einhverjum finnst vart koma til greina, þá er það málefnaleg umræða sem þarf til að komast að niðurstöðu. Við skulum hafa það í huga


að nefndirnar eru að leggja metnað sinn í álitin og okkur ber að virða þau. Sem dæmi nefni ég það þegar nafnabreyting félaga úr Verkstjóra- í Stjórnendafélag kom fyrst fram, þá vantaði málefna- og faglega umræðu. Nú eru stjórnir og félagsmenn margra félaga að átta sig á hvað þessi breyting hefur að segja fyrir félögin, verkstjórum fækkar en stjórnendur á öllum sviðum fjölgar. Nú þegar hafa fjögur félög stigið þetta skref og fleiri á leiðinni. Ég tel að við séum á réttri leið með þessum breytingum, í framhaldinu þarf að fara í kynningarátak. Beini ég því til nefnda að taka þá umræðu og leggja til hvernig staðið verði að kynningu og markaðssókn. Stjórnin tók fyrir og samþykkti að beina því til félaga að samræma úthlutunartíma orlofshúsa, skildi úthlutun innan félags vera lokið um miðjan maí eftir það yrðu lausar vikur til úthlutunar til félagsmanna annarra félaga. Þessu hefur verið vel tekið og flest ef ekki öll félög samþykkt að sama leigugjald gildi fyrir félagsmenn annarra stjórnendafélaga. Eins og áður hefur komið fram höfum við tryggt atvinnulausum réttindi í sjóði VSSÍ með greiðslu til sjúkrasjóðs og sambandið gefið eftir aðildarfélagsgjaldið á móti til félags viðkomandi manns. Þetta hefur kostað sambandið tæplega fimmhundruð þúsund krónur, er það rétt að sambandið verði fyrir tekjutapi vegna réttinda í sjúkrasjóði. Ég spyr, er þetta rétta leiðin? Væri það kannski eðlilegra að þeir sem vildu greiddu sjálfir af sér til sjúkrasjóðs og tryggðu með því réttindi sín. Þá væri það undir hverjum og einum komið hvað hann vildi gera. Reglugerðin gerir ráð fyrir að atvinnulausir haldi réttindum í eitt ár en svo ekki meir. Innheimta félagsgjalda hefur gengið nokkuð vel en kostað meiri yfirlegu og eftirfylgni en áður. Í mars var sent út greiðslu yfirlit til þeirra félagsmanna félaga sem fært hafa innheimtu til VSSÍ. Það sýndi sig að ef um afbrigðilega greiðslu var að ræða þá var haft samband við okkur og hlutunum komið í lag. Þegar Framtíðarnefndin var sett á laggirnar á sínum tíma var það ásetningur minn að þar væru nýir menn með nýjar og ferskar hugmyndir. Það þóttu ekki öllum gáfulegt sem frá þeirri nefnd kom, en það sem einum finnst vitlaust finnst öðrum bara gott. Það eru einmitt nýjar og ferskar hugmyndir sem þurftu að komast að og fá málefnalega umræðu. Það er ekki bara hjá okkur sem nýjar raddir eiga erfitt uppdráttar nú hefur ungt fólk innan verkalýðshreyfingarinnar stofnað „ASÍ ung“ til að koma sínum röddum að. Það er varla það sem við þurfum „VSSÍ ung“ til þess að nýjar raddir fái hljómgrunn. Ungt fólk verður að finna að þeirra raddir fái hljómgrunn innan okkar raða.

Kynningarmál: Ritstjóri Verkstjórans Árni Björn lagði ofurkapp á að koma honum út fyrir jól og tókst það. Verkstjórinn er glæsilegur að vanda, hann fer víða og vekur athygli á samtökunum. Ég vil enn einu sinni þakka ritstjóra fyrir þrautseigjuna við öflun efnis og greinahöfundum fyrir skrifin. Enn og aftur skora ég á ykkur formennina og aðra þá sem hér eruð að sjá til þess að send verði að minnstakosti ein grein frá hverju félagi um áhugavert efni t.d. sögu fyrirtækis eða annað fróðlegt af hverju félagssvæði. Ég er þess full viss að betri auglýsingu getum við ekki fengið, það er alltaf fróðlegt að lesa um uppgang og gengi fyrirtækja og hvaða þýðingu þau hafa fyrir viðkomandi byggðarlag. Hvað blaðið Verkstjórann varðar, verður að spyrja sig er útgáfa hans í þessu formi kominn á leiðarenda? Er komið að breytingum á útgáfunni? Það verður að segjast eins og er að efnisöflun hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig, ef ekki væri fyrir eljusemi og metnað ritstjórans væri hann ekki svipur hjá sjón. Er þá ekki komin tími til þess að taka ákvörðun um framhald á útgáfu hans og þá í hvaða mynd? Eins og áður komu þátttakendur Verkstjórafræðslunnar til okkar og kynntu sér starfssemina. Þessar heimsóknir hafa í flestum tilfellum skilað okkur nýjum félaga eða félögum. Það er sjúkrasjóðurinn og menntunarsjóðirnir sem eru hvað öflugastir til laða að nýja félaga. Ef félögin ætla að fara í átak til kynningar er ég tilbúinn til að koma og vera til aðstoðar. Ég hef sett mér að mæta á aðalfundi félaganna eftir kostum, þar sem ég hef ekki getað mætt hefur Steindór varaforseti mætt í staðinn. Ég ásamt þrem stjórnarmönnum úr Verkstjórafélagi Austurlands áttum góðan fund með þrem fulltrúum VERKSTJÓRINN - 15


Alcoa Fjarðaáls. Þar kynntum við samtökin, hvað við gerðum fyrir okkar félagsmenn og fyrir hvað og hvar við stöndum gagnvart vinnuveitendum. Vonast ég til að þetta verði byrjunin að góðu sambandi við álverið.

Niðurlagsorð: Ég hef stiklað á stóru um starfsemi stjórnar frá landsfundi til dagsins í dag. Farið yfir það helsta sem við hefur verið að glíma. Hvað varðar félögin þá veldur það áhyggjum hver aldursdreifingin er innan þeirra. Fjölgun yngri félaga er eitt helsta verkefni okkar í dag. Hvers vegna náum við ekki til yngra fólks? Hvað þarf til, eru verkstjórafélögin stöðnuð og fráhrindandi? Hvaða breytingar þarf að gera til að ná til stjórnenda og láta þá finna hvar félagsaðild þeirra er best borgið. Ég verð var við það hjá vinnuveitendum að þeir eru mjög meðvitaðir um þá breytingu sem orðin er á stjórnendum fyrirtækja. Verkstjórum fækkar en stjórnendur koma í staðinn. Því er ég ekki í vafa um að það ferli sem byrjað er hjá nokkrum verkstjórafélögunum að skipta yfir í Stjórnendafélag sé spor í rétta átt, en því þarf að fylgja eftir með kynningar átaki. Það er ykkar sem hér eruð að leggja til hvernig

16 - VERKSTJÓRINN

staðið verður að því. Þau eru orðin mörg þingin sem ég hef setið og mikil breyting orði til batnaðar á þeim tíma. Má þar nefna störf nefnda og álitin sem frá þeim koma. Þau verða sífellt markvissari en enn vantar á umræðu um þau hjá ykkur ágætu þingfulltrúr. Það eruð þið sem ákvarðið hvert framhald þeirra verður. Með því setið þið líka þrýsting á stjórn VSSÍ að framfylgja þeim. Það er vont þegar koma fram góðar en róttækar tillögur ef þær fá ekki næga umfjöllun. Það þarf sterk bein og mikla þolinmæði til að standast það álag sem flutningsmaður getur orðið fyrir. Reynsla mín er að það getur tekið tvö til þrjú þing eftir atvikum að fá góðar en róttækar tillögur samþykktar, en betra er seint en aldrei. Að lokum vil ég þakka stjórnarmönnum VSSÍ þó sérstaklega Jóni Ólafi Vilhjálmssyni sem ekki gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa og þeim Helgu Jakobs skrifstofustjóra og Jóhönnu Guðjónsdóttur skrifstofustúlku fyrir árangursríkt, ánægjulegt og frábært samstarf á liðnu starfsári. Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ


ϵϮ͕ϵй

ϴϱ͕ϰй ϵϭ͕ϴй

ϴϵ͕Ϭй

ϳϴ͕ϴй

ϵϱ͕ϱй

ϴϮ͕ϲй ϵϬ͕Ϯй ϵ͕ϴй

Ϯϴй

ϯϮй

ϴϲ͕ϯй

ϯϬй

ϭϯ͕ϳй

ϭϳ͕ϰй

ϳ͕ϰй

ϵϰ͕ϱй

ϵϰ͕Ϯй ϭϰ͕ϲй ϴ͕Ϯй

ϱ͕ϴй

ϭϭ͕Ϭй

ϭϬϬ͕Ϭй Ϯϭ͕Ϯй

ϱ͕ϱй

ϳ͕ϭй ϰ͕ϱй

Ϭ͕Ϭй

ϯϮй Ϯϲй Ϯϲй

Ϯϱй Ϯϭй ϮϮй



Ϯϭй Ϯϭй

ϮϬй

ϭϴй ϭϴй

ϭϲй ϭϱй

ϭϱй ϭϱй ϭϱй ϭϱй ϭϮй ϵй

ϭϯй ϭϰй ϭϬй ϭϬй

VERKSTJÓRINN - 17


Nefndaálit 34. þings VSSÍ Drangey. Ljósm.: ÁBÁ.

Fjárhagsnefnd. Gjaldkeri hefur lagt fram áætlun, sem gerir ráð fyrir að hagnaður af rekstri án fjármagnsliða verði enginn heldur verði taprekstur upp á tæp 60 þúsund en félagssjóður hefur verið rekinn í kringum núllið í nokkur undanfarin ár. Fyrir tveim árum var ákveðið að allur kostnaður við lögfræðiaðstoð væri greiddur af VSSÍ en hafði áður verið skipt á milli aðildarfélags og VSSÍ þá eftir því hvar sá félagi var félagsmaður. Kostnaður við lögfræðiaðstoð er mjög breytilegur og er það framkvæmdastjóri VSSÍ, sem metur það með lögmanni, hvað skal ganga langt með einstök mál í samstarfi við þann aðila, sem er að sækja rétt sinn. Það er mjög misjafnt hvernig árar í þessum málum en reynt er að fara ekki í mál með annað en það sem er nokkuð ljóst að vinnist en samt kemur kostnaður, því málsvarnarlaun eru ákveðin í dómnum og er hann sjaldan sú upphæð sem varið er í hvert mál heldur talsvert lægri. Aðildargjöld eru ákveðin sem % af ákveðnum launataxta VSSÍ við ríkið. Fjárhagsnefnd telur ekki rétt að breyta þeirri reglu en telur eðlilegt að þeir sem látast á árinu verði því félagi til frádráttar á aðildargjöldum en nú er það þannig að þeir sem eru félagar 1. janúar ár hvert mynda þann stofn, sem aðildargjöld eru reiknuð útfrá. 18 - VERKSTJÓRINN

Fjárhagsnefnd áréttar að aðildargjöld eru óbreytt á milli áramóta þó taxtar breytist á miðju ári. Fjárhagsnefnd leggur til að þóknanir fyrir stjórnar og nefndarstörf VSSÍ verði með óbreyttu viðmiði. Fjárhagsnefnd leggur til að áfram verði tekin 3,2 % af aðildargjöldum VSSÍ til að setja í þingsjóð. Fjárhagsnefnd telur ekki Jón Ólafur Vilhjálmsson. þörf á hærri en 2,5% af aðildargjöldum renni í menntunarsjóð VSSÍ til að standa undir styrkjum til tómstundnáms. Fjárhagsnefnd leggur til að aðildargjöld verði óbreytt þó svo að prósentutala lækki til menntunarsjóðs VSSÍ og mismunur notaður til að styrkja félagssjóð til kaupa á launakröfum félagsmanna hjá gjaldþrota fyrirtækjum . Fjárhagsnefnd lýsir yfir ánægju með stöðu og afkomu sjúkrasjóðs. Jón Ólafur Vilhjálmsson, nefndarformaður. Kristján Sveinsson. Jón H. Jónasson. Birkir Pétursson. Ingvar J. Óskarsson.


Launa og atvinnumálanefnd. Markmið launa- og atvinnumálanefndar VSSÍ. Leggur til að launajafnræði verði milli kynja. Leggur til að lámarks orlofs dagafjöldi verði 28 dagar (en ekki 25 eins og er í dag) og eftir 10 ár verð dagarnir 31. Leggur til að fundin verði leið til að samninganefnd VSSÍ fá aðgang að frumgerð kjarasamninga svo að við getum komið okkar sérkröfum að. Að allir nýir starfsmenn Skúli Sigurðsson. skulu sækja viðurkennt námskeið í skyndihjálp eigi síðar en 3 mánuðum eftir að hann hóf störf. Almennt skal miða við að starfsmenn sæki viðurkennd námskeið í skyndihjálp í dagvinnu annað hvert ár. Leggjum til að launakönnun verði gerð annað hvert ár eða að minnsta ári fyrir lok kjarasamninga, til upplýsinga fyrir starfandi stjórnendur og til stuðnings þeim, sem eru að hefja ný störf og eru að gera fastlaunasamning. Leggur til að samninganefnd VSSÍ komi manni að í forsendunefnd kjarasamninga. Skúli Sigurðsson, nefndaformaður. Benedikt Jóhannsson. Pálína K. Árnadóttir. Eggert Jónsson.

Allsherjarnefnd. Nokkrar spurningar hafa komið fram í gegnum tíðina og ætlaðar til að auka vöxt og viðgang verkstjórafélaganna. Fjórar spurningar verða lagðar fram hér í allsherjarnefnd og verður leitast við að svara þeim. 1. Hvernig skal virkja félögin til upplýsingaöflunar á vinnumarkaði, sem nýtast til markaðssetningar félaganna? 2. Hvað þarf til að efla verkstjórasamtökin? 3. Hvernig náum við í nýja félagsmenn? 4. Hvernig er hægt að ná verkstjórafélögunum upp Úlfar Hermannsson. úr gömlu hjólförunum?

Spurning 1. Hvernig skal virkja félögin til upplýsingaöflunar á vinnumarkaði, sem nýtast til markaðssetningar félaganna? Trúnaðarmenn ekki lausn. Sannfæra vinnuveitendur (framkvæmdastjóra-skrifstofustjóra-mannauðsstjóra) um kosti þess að stjórnendur séu ekki í sama félagi og undirmenn. Það sé hagur beggja. Spurning 2. Hvað þarf til að efla verkstjórasamtökin? Að viðsemjendur mælist til að þeirra félög beiti sér fyrir að stjórnendur séu í stjórnendafélagi. Spurning 3. Hvernig náum við í nýja félagsmenn? Maður á mann aðferðin eða aðferðin í næstu grein á undan. Snúðu þér við og þar er eitthvað sem segir „stjórnendafélag“ t.d. auglýsing á strætisvagni sem keyrir framhjá , eða spjald í glugga. Félögin noti öll tækifæri til að minna á sig. Spurning 4. Hvernig er hægt að ná verkstjórafélögunum upp úr gömlu hjólförunum? Fjölga ungu fólki í félögunum. Úlfar Hermannsson, nefndarformaður. Ólafur Hermannsson. Þórhalla Þórhallsdóttir. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Magnús Óskarsson. Steindór Gunnarsson. Gunnar Guðnason.

Fræðslunefnd. Nefndin leggur til 2,5 prósent af aðildargjöldum VSSÍ renni í menntunarsjóðinn til að standa straum af tómstundastyrkjum. Nefndin leggur til að sambandið útbúi kynningarefni um starfsemi menntunarsjóðs VSSÍ og sambandsins fyrir félagsmenn og fyrirtæki. Aðildarfélögin geti kallað VSSÍ til aðstoðar við kynningar. Að hvetja aðildarfélögin til að nýta sér þetta efni til kynningar á félaginu og VSSÍ Jóhann Baldursson. í sókn á nýjum félögum. VERKSTJÓRINN - 19


Mikilvægt er að fyrirtæki og félagar fá réttar upplýsingar um starfssemi VSSÍ og aðildarfélaga þar sem fram kemur mikilvægi menntunar og að fyrirtæki geti sótt um styrk til endurmenntunar starfsmanna sinna. Félagsmenn þurfa að vera vel upplýstir um kosti þess að vera í stjórnendafélögum/verkstjórafélögum t .d. þegar og ef að hagsmunaárekstrar verða. Aldrei er of oft brýnt fyrir stjórnendum að menntun er tryggasta leið til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Jóhann Baldursson, nefndarformaður. Vilhelmína Ólafsdóttir. Einar Óskarsson. Ægir Björgvinsson. Guðni Hannesson. Viðar Þór Ástvaldsson. Sveinn Egilsson. Ólafur Róbert Ólafsson.

Laganefnd. III. Kafli: Þinghald og fleira. 8. grein. Þing VSSÍ skal halda annað hvert ár á tímabilinu apríl-júní. Þing skulu haldin í landsfjórðungunum til skiptis og til þeirra boða með mánaðar fyrirvara. Sambandsþing hefur æðsta vald í öllum málum VSSÍ og er lögmætt ef löglega er til þess boðað og 3/4 þingfulltrúa eru mættir. Í þingboði skal getið þeirra mála er stjórn VSSÍ hyggst leggja fyrir þing og þeirra mála er aðildarfélög óska eftir að lögð verði fyrir þing. Í byrjun sambandsþings skal kjósa tvo þingforseta, er skipta með sér að stjórna þingfundum. Þá skal kjósa þrjá þingritara. Heimilt er að nota hljóðritunartæki. Sambandsstjórnarmenn eru ekki kjörgengir til þessara starfa. Skýrsla forseta yfir kjörtímabil sambandsstjórnar skal lögð fram á þinginu ásamt endurskoðuðum reikningum sjóða VSSÍ yfir sama tímabil. Hver fulltrúi skal fá eitt eintak af skýrslu og reikningum. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála en 2/3 hluta atkvæða allra þingfulltrúa þarf til að lögbinda VSSÍ við annað samband eða sambönd eða slíta slíku sambandi. Skriflega atkvæðagreiðslu skal viðhafa í öllum málum sé þess óskað. Laga og reglugerðarbreytingar geta aðeins öðlast gildi á sambandsþingi. Við bætist: Heimilt er að skrá fundargerðir í tölvu. Sé það gert skal bóka í gerðarbók númer fundar, hvar og hvenær fundurinn er haldinn og að fundargerðin sé færð í 20 - VERKSTJÓRINN

tölvu. Þá skal færa í gerðarbók fundarslit og greina blaðsíðutal fundargerða. Ritarar og þingforsetar skulu rita nöfn sín við slit fundar í gerðarbók. Í lok fundar skal tölvugerð fundargerð prentuð út og hún undirrituð af riturum og þingforsetum. Einnig skulu ritarar setja upphafsstafi sína undir hverja blaðsíðu fundargerða sem Borgþór Eydal Pálsson. blað síðusettar skulu í áframhaldandi töluröð. Undirritaðar tölvuskráðar fundargerðir skulu reglu lega bundnar inn í bók til varanlegrar varðveislu. Til að tryggja þá varðveislu sem best skulu fundargerðirnar prentaðar á sýrufrían pappír. Breyting á 15. grein. Fyrsta setning hljóði svo: 15. grein. Í umboði stjórnar VSSÍ sjá forseti, varaforseti og gjaldkeri VSSÍ ásamt formanni Sjúkrasjóðs um vörslu á eignum og fjármunum VSSÍ. Greinagerð. Það sem breytist er að tvö orð falla niður. Það eru: Stjórnin sér. Í staðinn kemur hverjir sjá um vörslu á eignum og fjármunum í umboði stjórnar VSSÍ. Þetta er gert vegna þess að svona hefur þetta verið unnið í mörg ár. En annað í 15. greininni verður óbreytt. Reglur er varðar aðstoð við félagamenn. Þegar fyrirtæki fara í gjaldþrot og eða hætta starfsemi án formlegra uppsagna. Laganefndin leggur til að þessu verði vísað til stjórnar VSSÍ. Við teljum að fjárhagsáhættan sé óljós. Borgþór Eydal Pálsson, nefndarformaður. Reynir Kristjánsson. Yngvinn Gunnlaugsson. Atli Viðar Kristinsson. Skúli Björnsson. Sigurbjörg Hjaltadóttir.


Framtíðarnefnd. 1. Nýtt nafn á sambandið með undirtitli „Samband stjórnenda á Íslandi“, þar sem nú stefnir í að flest félög innan sambandsins breyti nafni sínu á næstu árum. 2. Styðja við sameiningarhugmyndir félaga innan sambandsins, athuga með fósturfélagaformið þannig að stærri félög tækju smærri félög í fóstur og myndu gefa út sameiginleg fréttabréf ofl. 3. S t y r k j a e n n f r e m u r heima síðu félaganna Sveinn Þórðarson. undir einu veffangi t.d. stjornandi.is 4. Stjórn sjúkrasjóðs er heimilt að veita allt að 35% af rekstrarhagnaði næst liðins árs til heilsueflingar félagsmanna. 5. Merkt smávara og merktur fatnaður. Pennar, húfur, endurskinsvesti til útivistar ofl. 6. Markviss dreifing Verkstjórans á fyrirtæki og opinbera staði, dreifður sem allra víðast. Ná sambandi við sem allra flesta félaga í gegnum tp. 7. Punktakerfi endurmenntunar og að í samningum sé stjórnendum heimilt/skylt að sækja endurmenntun 5-10 daga á ári á launum. 8. Þing VSSÍ leggur til við aðildarfélög að samræma innheimtu á félagsgjöldum þeirra, sem eru á atvinnuleysisbótum til að halda tengingunni við félagsmenn. 9. Sameiginlegur orlofshúsavefur, framhald á því sem verið er að byrja á í sumar í orlofsmálum. 10. Á hverju þingi sé kosið um að lágmarki þriðjung stjórnarmanna og reynt sé að fá hæfilega endurnýjun innan stjórnar. Forseti sambandsins sé kosinn til að lágmarki 4 ára og ætlast sé til að hann verði starfsmaður sambandsins á meðan hann gegni embætti. 11. Stefnt skal að því að stjórn VSSÍ sé skipuð virkum stjórnendum þ.e. þeim sem eru á vinnumarkaði og eins skal stefnt að því að allir þingfulltrúar komi úr röðum virkra stjórnenda. 12. Það mætti hugsa sér að þeir stjórnendur sem ekki eru lengur greiðandi félagar hefðu þingfulltrúa á þingum, sem væru tilnefndir frá félögunum, t.d. 1 úr hverjum landshluta. Suðurland-Suðurnes 1, Stór Reykjavíkursvæðið 1, Vesturland-Vestfirðir

1, Norðurland 1 og Austurland 1. Samtals gerir þetta 5 þingfulltrúa.

Athugasemd: Ofanskráðar tillögur voru lagðar fyrir 34. þing VSSÍ og að umfjöllun lokinni var þeim skotið til framtíðarnefndar til endanlegs frágangs. Mál þróuðust á þann veg að framtíðarnefndin skilaði ekki af sér undirrituðu nefndaráliti þar sem þingið samþykkti að gefa nefndinni tíma til skoðunar á málum fram að Landsfundi en þar skuli hún leggja fram undirritað nefndarálit. Starfstími framtíðarnefndar var með öðrum orðum framlengdur fram að næsta Landsfundi. Samkvæmt þinggögnum sitja neðanskráðir einstaklingar í framtíðarnefnd. Sveinn Þórðarson, nefndarformaður. Sveinn Guðjónsson. Einar Sveinn Ólafsson. Elís Grétarsson. Magnús Guðnason.

Ályktun 34. þings VSSÍ Ályktun 1: Landsþing VSSÍ haldið á Sauðárkróki daganna 2.-4. júní 2011 skorar á ríkisstjórn Íslands að rjúfa víxltengingar bóta milli lífeyrissjóða, sjúkrasjóða og TR eða annarra bóta eða styrkja sem bótaþegi á rétt á. Ályktun 2: Landsþing VSSÍ haldið á Sauðárkróki daganna 2.-4. júní 2011 skorar á ríkisstjórn Íslands að láta gera stjórnsýslúttekt á Tryggingarstofnun, hvort víxlskerðingar bóta standist lög og reglugerðir. Ályktun 3: Landsþing VSSÍ haldið á Sauðárkróki daganna 2.-4. júní 2011 skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir jöfnun lífeyrisréttinda á milli almennra sjóða og sjóða ríkisstarfsmanna.

VERKSTJÓRINN - 21


Skýrslur félaga

Sauðárkrókur. Ljósm.: ÁBÁ.

Svo sem hefð er fyrir verða skýrslur félaga til VSSÍ birtar hér í blaðinu styttar og endursagðar. Nú er það svo að samkvæmt lögum sambandsins þá eiga aðildarfélögin að skila inn skýrslum til landsfunda og þinga. Sá meinbugur er og hefur verið á þessum skýrslum að nokkur félög skilja jafnan aðalfundarskýrslum til þinga VSSÍ og Landsfunda. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar virðast skýrsluhöfundar alls ekki ná því að þarna er um tvo óskylda skýrsluþega að ræða og að ekki er sama Jón og séra Jón. Þó að það sé alls ekki í verkahring ritstjóra Verkstjórans að hlutast til um skýrslugerðir innan sambandsins þá hljóta menn að sjá að aðalfundarskýrsla stjórna félaganna til félagsmanna sinna á ekki erindi inn á síður blaðsins sem skýrsla aðildarfélags til VSSÍ. Meðal annars af þessum sökum neyðist ritstjóri til að stytta og endursegja þessar skýrslur. Fari eitthvað úrskeiðis við þessa meðhöndlun tekur ritstjóri það á sínar herðar en bendir á að allar eru skýrslurnar finnanlegar í sinni upprunalegu mynd á skrifstofu sambandsins. ÁBÁ. 22 - VERKSTJÓRINN

Verkstjórafélag Norðurlands vestra

Verkstjórafélag Norðurlands vestra Aðalfundur félagsins var haldin á Blönduósi 6. maí 2011 og bauð félagið til kvöldverðar að fundi loknum. Starfsemi félagsins hefur verið með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Atvinnuástand er nokkuð gott en tveir félagsmenn voru án atvinnu um síðustu áramót á félagssvæðinu, sem nær frá Hrútarfjarðarbotni austur að Fjallaskaga. Rekstur félagsins gengur vel og voru félagar 81 um áramót að meðtöldum öldruðum og öryrkjum. Rekstur orlofshús félagsins í V- Húnavatnssýslu gekk mjög vel á liðnu sumri og hafa aldrei verið leigðar jafn margar vikur og 2010.


Félagið greiddi hverjum og einum félagsmanni orlofsstyrk að upphæð kr. 10.000 og nýttu allir félagsmenn það. Stjórn félagsins: Hörður Þórarinsson formaður. Víglundur R. Pétursson varaformaður. Stefán Hafsteinsson ritari. Ragnar Árnason gjaldkeri.

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis Aðalfundur Verkstjórafélag Akureyri og nágrennis var haldinn 19. apríl 2011 og sat forseti VSSÍ Kristján Örn Jónsson fundinn. Starfsemin félagsins gekk sinn vanagang á síðasta ári. Haldnir voru 7 stjórnarfundir og einn félagsfundur á árinu. Á félagsfundinum var samþykkt að selja húseign félagsins að Skipagötu 12 Akureyri. Tilboð voru búin að ganga á milli aðila um tíma og hljóðaði fyrsta tilboð kaupanda upp á 8,4 milljónir króna en lokatilboð var 12 milljónir krónur, sem stjórn félagsins samþykkti. Afhending eignarinnar fór fram um áramótin 20102011 og er félagið nú í leiguhúsnæði að Furuvöllum 13 á 2 hæð Akureyri á meðan leitað er að húsnæði til kaups. Auk þessa er unnið að orlofshúsamálum. Frá síðasta aðalfundi hafa tveir félagar látist en þeir eru Ingibjörn Steingrímsson og Jóhann B. Malmquist. Stjórn félagsins leggur áherslu á að hver og einn félagsmaður hvetji aðra stjórnendur, sem ekki eru í félaginu, til inngöngu þar sem fleiri félagsmenn vantar í félagið. Rekstur félagsins hefur gengið vel á árinu og er öllum þakkað sem að því hafa stuðlað. Stjórn félagsins: Eggert H. Jónsson, formaður. Sveinn Egilsson, varaformaður. Þórhalla Þórhallsdóttir, ritari. Gunnar B. Gestsson, gjaldkeri. Sigurður E. Tryggvason, stjórnarmaður.

Verkstjórafélag Austurlands

Verkstjórafélag Austurlands Aðalfundur félagsins fyrir árið 2009 var haldinn 15. maí 2010 á Hallormsstað og voru mættir 15 félagar. Gestur fundarins átti að vera Kristján Jónsson forseti VSSÍ en hann gat ekki mætt þar sem flug féll niður vegna eldgoss. Breyting varð á stjórn þar sem Magnús Guðnason kom nýr inn fyrir Grétar Arnþórsson. Eftir aðalfundinn var boðið upp á léttar veitingar. Aðalfundur fyrir árið 2010 var haldinn á Hallormsstað 30.apríl 2011 og sóttu hann 30 félagsmenn og áttu þar góðan fund. Á síðasta starfsári voru haldnir 4 stjórnarfundir í Verkstjórafélagi Austurlands. Kristján Örn Jónsson var gestur fundarins og þar sem hann var komin austur var tækifærið notað og óskað eftir fundi með Alcoa. Áttu menn þar góða stund saman og kom þar greinilega fram að heitið „félag stjórnenda“ virkar betur heldur en heitið „verkstjórafélag“. Makar félagsmann mæta ávallt á fundarstað og var þeim boðið í skógarferð. Þar var kynnt fyrir þeim hvernig fyrirtækið Holt og Heiðar ehf. vinnur birkisafa úr birkitrjánum. Um kvöldið áttu 58 félagar og makar ánægjulega kvöldstund yfir kvöldverði. Rekstur á íbúðunum félagsins í Reykjavík og Akureyri hefur gengið mjög vel og má segja að þær séu í leigu allt árið. Á síðasta sumri leigi félagið sumarhús í grennd við Kiðaberg í Grímsnesi. Dvalargestir voru mjög ánægðir með dvölina á þessum stað hefur því verið ákveðið að leigja sama hús aftur í sumar. Innan stjórnar félagsins hefur verið töluverð umræða um nafnabreytingu á félaginu og einnig var þetta mál rætt á aðalfundinum. Undirtektir á aðalfundinum voru góðar og var ákveðið að efna til fundar með haustinu og fara þá í umrædda breytingu. Fyrirhugað er að finna nokkrar tillögur að nafni og VERKSTJÓRINN - 23


síðan velji félagsmenn nafn í gegn um heimsíðuna okkar með kosningu. Umræðan um nafnið „stjórnendafélag“ hefur gert það að verkum að fundarmenn hafa farið til síns heima og rætt við líklega aðila. Nú þegar hafa nokkrir hringt til að spyrjast fyrir um mögulega félagsaðild. Félagið hefur á hverju vori gefið áritaða bók til nemenda, sem skarað hafa fram úr í námi við þrjá framhaldsskóla á félagssvæðinu, og mun því haldið áfram. Sigurbjörg Hjaltadóttir gekk úr stjórn og inn kom Elís Hlynur Grétarsson. Stjórn félagsins: Benedikt Jóhannsson, formaður. Heimir Ásgeirsson, varaformaður. Skúli Björnsson, ritari. Elís Hlynur Grétarsson, gjaldkeri. Magnús Guðnason, meðstjórnandi.

Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi

Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi Aðalfundur Varðar, félags stjórnenda á Suðurlandi var haldinn 24. mars 2011 á Selfossi. Félagsstarfið hefur gengið vel en fækkað hefur um tvo greiðendur í félagið frá síðasta ári. Samt sem áður er stjórn félagsins nokkuð ánægð þar sem samdráttur í samfélaginu hefur verið gríðarlegur. Atvinnuleysi hefur verið frekar lítið hjá félagsmönnum en um áramót voru 6 atvinnulausir. Fjárhagur félagsins er góður og var hagnaður bæði á félagssjóði og orlofssjóði. Tvö fréttabréf voru send til félagsmanna ásamt dagbók. Einnig voru send kynningarbréf til fyrirtækja og á það bent hverjir ættu helst samleið með því. Þar var meðal annars minnt á að þeir sem væru í stjórnendafélagi hefðu sömu hagsmuna að gæta. Félagið á íbúð á Akureyri sem var leigð út 12 vikur í sumarleigu en yfir veturinn er hún í fastri leigu. Tekjurnar af vetrarleigunni eru notaðar í niðurgreiðslu á hótelum yfir sama tíma. Þá á félagið nýlegan sumarbústað í Brekkuskógi, 24 - VERKSTJÓRINN

sem var fullnýttur allar vikur yfir sumarið og allar helgar í vetur enda stutt í hann að fara. Þá hefur félagið selt útilegukortið með þeim afslætti sem félagið nýtur og einnig veiðikortið með sama hætti. Félagið rekur skrifstofu á Selfossi sem er opin frá kl. 8:10 til 12:00 virka daga og er starfsmaður félagsins einnig starfsmaður hjá Félagi iðn- og tæknigreina. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel. Starfsmaður félagsins er Jónína Haldóra Jónsdóttir en hún þekkir félagsmálin mjög vel. Þá hefur verið mjög gott samstarf á milli hennar og skrifstofu VSSÍ og er þakkað sérstaklega fyrir það. Heimasíða félagsins er góð en þar sjá félagar hvaða vikur/helgar eru lausar í orlofsíbúðum okkar og geta sótt um vikur/helgar á síðunni. Það er mikilvægt að félög geti stutt við félaga sína, sem lenda í atvinnuleysi og eða öðrum hremmingum er verða í starfsemi fyrirtækja. Það er brýnt að VSSÍ hafi skýrar reglur og peninga til hjálpar þeim er lenda í að starfa hjá fyrirtækjum sem verða gjaldþrota og hafi möguleika á að kaupa kröfur að einhverju leyti á meðan beðið er eftir greiðslu frá Ábyrgðarsjóði launa. Nú er öll lögfræðiaðstoð greidd og er stjórnað af VSSÍ og því liggur beinast við að VSSÍ hafi þetta hlutverk. Stjórn félagsins skipa: Jón Ó Vilhjálmsson, formaður. Torfi Áskelsson, varaformaður. Sveinn Þórðarson, gjaldkeri. Birkir Pétursson, ritari.

Verkstjórafélag Vestmannaeyja

Verkstjórafélag Vestmannaeyja Aðalfundur Verkstjórafélags Vestmannaeyja var haldinn 29. apríl 2011 og mættu 20 félagar á fundinn. Á aðalfundinn mætti Steindór Gunnarsson, varaforseti Verkstjórasambandsins og fræddi hann fundarmenn um Menntunarsjóð sambandsins. Steinþóri var þökkuð fræðslan og koman á fundinn.


Auk óformlegra funda stjórnar voru bókaðir fundir hennar þrír á síðastliðnu ári. Innheimta félagsgjalda og orlofsgjalda fer fram á vegum Verk stjóra sambandsins. Félagar í Verkstjórafélags Vestmannaeyja voru um síðustu áramót 97 talsins, 92 karlar og 5 konur. Gjaldskyldir eru 81 félagsmaður en 16 gjaldfríir. Árið áður voru félagsmenn 86 talsins og hefur því fjölgað í félaginu um 11 manns. Orlofshús félagsins, Hvíld, var í leigu 106 daga á árinu eða 13 vikuleigur og 5 helgarleigur, sem er 28 dögum minna en árið áður. Á aðalfundinum var ákveðið að stækka sumarhúsið um ca. 40 fermetra og bætast þá við tvö svefnherbergi og svefnloft. Úthlutun sumarhúsa á að vera lokið fyrir 15. maí og láta þá aðildarfélögin Verkstjórasambandið vita af lausum vikum hjá sér. Þessi háttur er hafður á til að lausar vikur séu finnanlegar á einum stað en hvert félag leigir sitt hús eftir sem áður. Eitt er það mál sem oft hefur verið rætt á fundum og þingum sambandsins en það er að breyta nöfnum verkstjórafélaganna og Verkstjórasambandsins. Það er skoðun Verkstjórafélags Vestmannaeyja að ekki sé þörf á að breyta nafni félagsins enda hafi það dugað vel hingað til. Nafnið hefur ekki verið neinn þröskuldur á aðild að félaginu. Skilningur er þó fyrir hendi að þau félög sem starfa á stóru svæði þurfi að breyta nöfnum sínum. Stjórn félagsins skipa: Borgþór Eydal Pálsson, formaður. Gunnar Geir Gústafsson, gjaldkeri. Einar Bjarnason, ritari. Alexander Matthíasson, meðstjórnandi. Víkingur Smárason, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Suðurnesja. Félag stjórnenda á Suðurnesjum.

Verkstjórafélag Suðurnesja. Félag stjórnenda á Suðurnesjum. Aðalfundur félagsins var haldinn 8. mars 2011 í Reykjanesbæ.

Um áramótin 2010 – 2011 voru félagar í Verkstjórafélagi Suðurnesja, félagi stjórnenda á Suðurnesjum, 226 talsins og þar af voru 180 greiðandi félagar. Skipting á milli kynja var þannig að konur voru 48 en karlar 178. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í atvinnumálum á félagssvæðinu var aukning í félaginu um 24 talsins á síðasta ári. Þessi aukning virðist halda áfram því 6 nýir félagar komu inn á fyrstu tveim mánuðum þessa árs. Atvinnuleysi hefur verið talsvert mikið hér á svæði Verkstjórafélags Suðurnesja því að allt síðasta ár hafa 10 til 11 félagsmenn verið atvinnulausir í hverjum mánuði. Í félagi stjórnenda, þar sem atvinnuleysi meðal félagsmanna er nær óþekkt fyrirbæri í venjulegu árferði, verður þetta að teljast nokkuð mikið. En því miður er þetta eitthvað, sem lítið er hægt gera við. Vonandi fer að rætast úr atvinnumálum þjóðarinnar því það er allra hagur. Atvinna er sá hjartsláttur sem lætur hvert samfélag blómstra. Hugmyndir um ný atvinnutækifæri hafa verið lögð fram, en því miður hafa þau ekki haft það brautargengi, sem þarf til að komast til framkvæmda. Hvað til þarf svo að hjól atvinnulífsins fari að snúast er eitthvað sem illt er að segja til um. Eitt er þó víst að Suðurnesin bjóða upp á mörg atvinnutækifæri og aðstaða til atvinnusköpunar blasir víða við. Stjórn félagsins trúir því að tækifærið verði gripið þegar aðstæður gefa færi á. Nokkur breyting hefur orðið á rekstri félagsins. Skrifstofa sambandsins hefur sinnt meira af störfum félagsins en áður svo sem að sjá um alla innheimtu félagsgjalda og halda utan um félagaskrá. Félagaskráin er nú tengd Sjúkrasjóði verkstjóra og Þjóðskrá þannig að ef félagsmaður tilkynnir um breytt heimilisfang kemur tilkynning um það sjálfkrafa inn til sambandsins. Mestur hluti stjórnarstarfa hefur, eins og oft áður, snúist um orlofshúsin. Ágætis leiga var á orlofseignum félagsins á liðnu orlofstímabili. Flestar leiguvikur voru í Skógarhlíð í Húsafelli. Þar voru leigðar út 11 vikur af 16 en bæði á Akureyri og á Egilsstöðum voru leigðar út 10 vikur. Heildarleiga á orlofstímanum var því um 65%. Þokkaleg nýting en hefur þó verið betri. Leigur utan orlofstíma voru samtals 30 talsins og voru 20 þeirra á Akureyri. Leigutakar voru 17 félagsmenn og 13 utanfélags. Sem fyrr er það stefna stjórnar að hafa orlofshúsin það vel búin að gestir njóti þeirra að fullu.

VERKSTJÓRINN - 25


Stjórn félagsins skipa: Úlfar Hermannsson, formaður. Valur Ármann Gunnarsson, varaformaður. Ingvar Jón Óskarsson, gjaldkeri. Birna Sigbjörnsdóttir, ritari. Ólafur P. Hermannsson, meðstjórnandi. Svanbjörg K. Magnúsdóttir, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Hafnafjarðar

Verkstjórafélag Hafnafjarðar Aðalfundur Verkstjórafélags Hafnafjarðar fyrir árið 2010 var haldinn 16 apríl 2011. Um síðustu áramót var fjöldi félaga í Verkstjórafélagi Hafnafjarðar 178 talsins og þar af eru 139 gjaldskildir, 39 aldraðir og af þeim öldruðu eru þrír þeirra heiðursfélagar. Fjárhagsleg staða félagsins er mjög góð. Störf stjórnar hafa verið með hefðbundnum hætti síðasta starfsár. Haldnir voru 13 stjórnarfundir auk ýmissa aukafunda þar sem leyst voru mál líðandi stundar. Stjórnarfundir eru haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl 17:30 í húsnæði félagsins að Hellisgötu 16. Þrír félagar úr VFH mættu á Landsþing, sem haldið var á Grandhóteli 8. maí 2010 en það voru þeir Reynir Kristjánsson, Gunnar Guðnason og Bergsveinn S Bergsveinsson. Félagsmenn hafa veri hvattir til að kynna sér samþykktir fundarins á vefslóðinni www.vssi.is og í Verkstjóranum. Einnig geta menn séð á nefndri vefslóð menntunarmöguleika og styrki þeim tengdum. Heimasíða félagsins er hýst á slóð sambandsins og þar má sjá tilkynningar frá stjórn félagsins og framtíðarsýn. Stjórn félagsins hefur hvatt félagsmenn til að kynna félagið fyrir öðrum stjórnendum, sem ekki eru í stjórnunarfélagi. Það er nauðsynlegt fyrir starf félagsins og samtökin í heild að félagafjölgun verði í þeirra röðum. Það eitt eflir félögin og samtökin. Í mars 2011 var fundur með Verkstjórafélaginnu 26 - VERKSTJÓRINN

Þór um sameinigu Þórs og VFH en sú sameinigartillaga var felld í stjórn VFH. Haldið var uppá 70 ára afmæli félagsins 4. desember 2010 í Frímúrahúsinu. Við það tækifæri voru tveir félagar gerðir að heiðursfélögum í Verkstjórafélagi Hafnafjarðar. Það voru Reynir Kristjánsson og Guðbjartur Þormóðsson en þeir og eiginkonur þeirra hafa unnið frábær störf fyrir VFH í mörg ár og vonandi nýtur félagið starfskrafta þeirra í mörg ár til viðbótar. Um síðustu jól sendi félagið öllum félagsmönnum jólakort og vasabók félagsins. Félagið á tvö mikið stækkuð sumarhús, sem eru Reynisstaðir í Úthlíð í Biskupstungum og Dalakofinn í Reykjadal við Flúði. Rekstur sumarhúsanna hefur gengið vel og er mjög góð nýting á báðum bústöðunum af félagsmönnum og ber að þakka þeim sérstaklega, sem hafa komið að rekstri og viðhaldi þeirra. Stjórn félagsins skipa: Steindór Gunnarsson, formaður. Gunnar Guðnason, ritari. Reynir Kristjánsson, gjaldkeri. Guðbjartur Þormóðsson, meðstjórnandi. Ásmundur Jónsson, meðstjórnandi. Bergsveinn Bergsveinsson, meðstjórnandi. Kjartan Salómonsson, meðstjórnandi.

Þór, félag stjórnenda

Þór, félag stjórnenda Aðalfundur Þórs var haldinn fimmtudaginn 8. apríl 2010 í sal V.S. Framtaks að Vesturhrauni 1, Garðabæ. Árið 2010 var 75. starfsár félagsins og að því tilefni var félögum og mökum þeirra boðið til afmælisveislu þar sem boðið var upp á mat, drykk, skemmtun og dans. Afmælishátíð var haldinn 30. október 2010 í Versölum við Hallveigarstíg. Steindór Gunnarsson, varaforseti Verkstjórasambandsins færði félaginu gjöf í nafni VSSÍ, sem var


málverkið „Litbrigði fjallanna“ eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Rekstur félagsins gekk vel á árinu. Félagar eru 90 talsins þar af eru 27 aldraðir og öryrkjar. Árgjöld greiða 60% félagsmanna og hefur það hlutfall verið nánast óbreitt frá árinu 2005. Fimm menn gengu í félagið á árinu en þrír fóru úr því. Innheimta iðgjalda var góð og er fjárhagur félagsins í góðu jafnvægi. Atvinnuástand meðal félagmanna hefur verið gott. Sjö stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu og voru varamenn boðaðir á alla fundi. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að breyta nafni félagsins í „Þór, félag stjórnenda“ og yrði það fyrsta skref í að sækja fram til að fjölga félögum. Efnt var til samkeppni um nýtt merki fyrir félagið og var auglýst eftir tillögum. Þær tilögur sem bárust voru allar í anda gamla merkisins. Stjórnin var sammála um að nýtt merki yrði að vera hlutlausara og höfða til kvenna. Í framtíðinni má gera ráð fyrir að konur verði um helmingur stjórnenda á vinnumarkaðnum. Í dag eru þær mjög fáar í verkstjórafélögum landsins en til að fjölga í félaginu þá verður að leita á ný mið og höfða jafnt til beggja kynja. Félagið er enn merkislaust og enn hefur ekki tekist að sópa að nýjum félögum og býður það verkefni nýrrar stjórnar Margir kostir hafa verið skoðaðir til endurmenntunar félagsmanna. Þann 3.maí 2011 var kynningarfundur fyrir vottunarferli fyrir verkefnastjóra hjá verkefnastjórnunarfélaginu. Vottunin veitir mönnum alþjóðaskírteini svokallað IMPA. Vottunarferlið er styrkhæft úr Menntunarsjóði. Formaður hefur verið í viðræðum við Endurmenntun Háskóla Íslands um námsframboð fyrir stjórnendur. Þessi námskeið mun verða kynnt félögum í tölvupósti og auglýst í fjölmiðlum. Námskeið þessi verða öll styrkhæf úr starfsmennasjóði. Máltækið segir að mennt sé máttur og er það orð að sönnu. Í dag verða allir að kunna á tölvur, vera ritfærir á íslensu og erlendar tungur. Ekki er auglýst eftir starfsmanni öðruvísi en að gerð sé krafa um hina og þessa tölvukunnáttu. Minna er lagt upp úr tungumálakunnáttu, faglegri færni eða verkþekkingu. Orlofshús félagsins í Svartagili voru ágætlega nýtt á síðasta ári. Félag sumarbústaðaeigenda í Svartagili réðist í endurbætur á vatnsbólinu og var vonast til að

þær framkvæmdir myndu bæta úr vatnsleysinu og að óhreinindi vatnsins heyrðu sögunni til. Stjórn félagsins er ekki alveg sátt við hvernig til tókst og er nú leita tilboð í að bora eftir vatni á landi félagsins til að tryggja hreint og nægjanlega mikið vatn. Skipt var um ísskápa og örbylgjuofna í báðum húsunum í fyrravor. Þá er einnig búið að skipta um læsingar á öllum útidyrahurðum þannig að ekki er hægt að læsa þeim nema með lykli eða snerli að innan verðu. Lyklahús hafa verið sett í hitainntaksskápinn utan á húsunum. Eftir að greiðsla leigugjalds hefur verið staðfest fær viðkomandi leigjandi uppgefið aðgangsnúmer til að komast að lyklinum, sem gengur að aðaldyrum. Einn félagi, Þórður Haraldsson, lést 5. maí 2011 en hann var lærður skipa- og húsasmiður og kom meðal annars að smíði víkingaskipsins „Íslendings“. Allt vinnuumhverfi hefur verið mjög skrítið. Mörg fyrirtæki eru enn í spennitreyju bankanna. Traust vantar algerlega í samfélagið og almenningur upplifir sundurlyndi á stjórnarheimilinu. Kominn er tími til að horfa fram á við því fortíðin er að baki og framtíðin bíður. Hvað getur félagið gert? Aukið þekkingu stjórnenda og færni, sem stuðlað getur að tryggari atvinnu í framtíðinni. Þór, félag stjórnenda getur og vill vera í fararbroddi. Framtíðarsýn félagsins byggir á því að vilja starfrækja öflugt, traust og opið stjórnendafélag fyrir alla stjórnendur. Félagið á að vera lifandi, nútímalegt og höfða til beggja kynja. Félagið verður að tryggja að það verði endurnýjun með yngri félögum þannig að sjúkra- og lífeyrissjóðir verði greiðsluhæfir til framtíðar. Félagið getur vaxið með því að skapa sér sérstöðu sem stjórnendafélag og hana hefur Þór félag stjórnenda. Stjórn félagsins skipa: Einar Sveinn Ólafsson, formaður. Jón Oliversson, varaformaður. Ægir Björgvinsson, gjaldkeri. Hilmar Kristinsson, ritari. Pétur Ágústsson, meðstjórnandi.

VERKSTJÓRINN - 27


Brú, félag stjórnenda

Brú, félag stjórnenda Aðalfundur félagsins var haldinn mánudaginn 21. mars 2011 í fundarsal VFR að Skipholti 50d og var hann sá 91. í röðinni.. Á félagaskrá um síðustu áramót voru 660 þar af 476 skattskyldir. Á síðasta ári voru 21 nýir félagsmenn skráðir í félagið. Talsverð fækkun var á milli ára, þar sem fækkað hefur um þrjá. Sex félagar létust á milli aðalfunda. Fjárhagsstaða félagsins er góð og var tekjuafgangur ársins 2010 kr. 6,5 milljónir og er það tvöföldun frá árinu 2009 og var handbært fé í félagssjóði kr. 26,4 milljónir um síðustu áramót. Skuldir félagssjóðs voru á sama tíma kr. 9,3 milljónir. Handbært fé í Styrktar- og minningarsjóði og vinnudeilusjóði var kr. 13,6 milljónir um síðustu áramót. Fastafjármunir félagsins voru um síðustu áramót ca. kr. 150 milljónir. Gefin voru út 3 tölublöð af 11. árgangi Stjórnandans og eitt hefur verið gefið út sem af er þessu ári. Veg og vanda af útgáfu blaðsins hafa undanfarin ár hvílt á herðum Eyglóar Guðmundsdóttir, skrifstofustjóra og ritnefnd sem skipuð er af Aðalsteini Dalmann Októssyni, Atla Viðari Kristinssyni, Jörgen Berndsen, Tómasi Waage og Jóhanni Baldurssyni. Heimasíða VFR er í stöðugum endurbótum og uppfærslum og þar er ávallt að finna nýjar upplýsingar er varða fundi, uppákomur og launa- og réttindamál ásamt mörgu fleiru. Slóðin er http://www.bfs.is. Gríðarlegar hamfarir hafa orðið í atvinnumálum þjóðarinnar. Byggingariðnaðurinn nær horfinn, verslun og þjónusta berjast í bökkum, litlar sem engar nýjar stórframkvæmdir, lítill sem enginn stuðningur við launþega eða atvinnulífið og atvinnulausir er enn ca. 15.000 manns. 28 - VERKSTJÓRINN

Þetta er mesta atvinnuleysi í sögu Íslenska lýðveldisins og hefur varað í tæp þrjú ár. Horfurnar eru ekki góðar á þessari stundu en vonandi fer þessum hamförum að ljúka. Umræður hafa verið um nafnabreytingu á Verkstjórafélagi Reykjavíkur. Fram kom tillaga í trúnaðarráði 1. desember 2010 um að setja bústaðina í Vaðnesi í söluferli og jafnframt að keyptur yrði sumarbústaður í Skorradal, í Grímsnesi eða Öndverðarnesi. Engin námskeið voru haldin árið 2010 en íþróttastyrk það ár fengu 124 félagar. Í dag getur félagsmaður fengið 12.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili. Heildarupphæð sem greidd var á árinu 2010 var kr. 1.373.115,- en árið 2009 var upphæðin kr. 1.126.655,-. Alls nýttu 16 félagsmenn sér styrk til heyrnartækja- eða gleraugnakaupa, samtals að upphæð kr. 309.940,Fræðslustyrk frá Verkstjórafélagi Reykjavíkur fengu 6 félagsmenn árið 2010 að upphæð kr. 140.000,-. Heildar styrkir samkvæmt reikningum til námskeiða, íþrótta og tómstunda og til gleraugna- og heyrnartækjakaupa var kr. 1.823.055,- og er þetta svolítil hækkun frá árinu 2009. Útfararstyrkir voru greiddir vegna níu aðila alls kr. 1.018.368,Jólatrésskemmtun var haldin 27. desember 2010 að Hótel Loftleiðum og mættu alls 335 á ballið, þar af voru börnin 171 talsins. Jólasveinarnir Skyrgámur og Kjötkrókur ásamt hljómlistamanninum Guðmundi Jónssyni skemmtu börnum og fullorðnum. Jólatrésskemmtunin hefur verið vinsælasta samkoma félagsins í mörg ár. Fjármál orlofssjóðs er í góðu lagi og er handbært fé kr. 14,2 milljónir fyrir árið 2010 en var kr. 10,3 milljónir árið 2009. Eignir orlofssjóðs eru um kr.79,1 milljónir árið 2010 en voru kr. 73,8 milljónir árið 2009. Sumarhúsin í Skorradal og í Vaðnesi hafa notið mikilla vinsælda og var leigutíminn um 80 % af heildar leigutímanum. Umgengni hefur verið ágæt í öllum sumarhúsum. Fyrir rúmum tveimur árum síðan var stjórn, orlofsnefnd og trúnaðarráð sammála um að byggja nýtt sumarhús í Skorradal á lóð Verkstjórafélagsins, en sökum hruns efnahagslífsins var ákveðið að fresta framkvæmdum. En nú finnst stjórn og orlofsnefnd vera lag til að leggja út í byggingarframkvæmdir og leggja þannig lóð á vogarskálina við að skapa nokkrum einstaklingum vinnu við byggingu hússins.


Í byggingar- og sölunefnd eru, Jóhann Baldursson, Jón Hersteinn Jónasson og Guðni Hannesson, formaður Orlofsnefndar. Á Landsfundur VSSÍ að Grand Hótel Reykjavík 8.maí 2010 mættu fjórir fulltrúar frá félaginu en það voru, Skúli Sigurðsson, Guðni Hannesson, Jóhann Baldursson og Eygló Guðmundsdóttir. Gestur Landsfundar var Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA. Stjórn VFR verður nú sem aldrei fyrr, að horfast í augu við sparnaðar og ráðdeildasemi, þar sem greiðandi félagsmönnum hefur fækkað. Nú er gríðarlega stór breyting framundan en þar á ég við nafnabreytingu á Verkstjórafélagi Reykjavík ur. Fyrir tveim árum síðan kom tillaga fram á Sam bandþingi VSSÍ í Hallormsstað þess efnis að öll aðildarfélögin skyldu athuga það á meðal félagsmanna sinna hvort þeir væru tilbúnir til að skoða nafnabreytingu á verkstjórafélögunum. Skemmst er frá að segja að menn tóku mjög misjafnleg í þessa hugmynd. Á undanförnum árum hefur áhersla á orðið „verkstjóri“ breyst griðalega. Eins og flestir vita þá er stór hópur í annarskonar stjórnunarstörfum en beinni hefðbundinni verkstjórn. Borið hefur á mikilli óánægju á meðal atvinnurekanda með orðið „verkstjóri“. Verkstjórafélögin hafa verið að missa félagsmenn og ekki fengið nýskráðan félagsmann hjá atvinnurekandendum vegna þess að hann er ekki verkstjóri heldur stjórnandi. Með nafnabreytingu á félaginu er það betur í stakk búið að sækja til stærri stjórnendahópa hér á höfuðborgarsvæðinu að minnsta kosti. Nú þegar hafa nokkur verkstjórafélög skipt út heitinu verkstjórafélag í sjálfstæð nöfn. Umræðan um nafnbreytingu snýst um það hvort verkstjórafélög ætla að fylgja samtíðinni. Þeir sem eru í eldlínunni í launa- og samningagerð fyrir stjórnendafélögin (verkstjórafélögin) verða ítrekað varir við það að orðið „verkstjóri“ er til trafala og í mörgum tilfellum höfnum á að nýr félagmaður bætist í hóp verkstjórnenda. Trúnaðarráð og stjórn VFR lagði fyrir aðalfund tillögu um að nafni Verkstjórafélags Reykjavíkur yrði breytt í „Brú – félag stjórnenda“, skammstafað BFS og var tillagan samþykkt. Þetta var mikið tilfinningamál en ekki var komist hjá að horfast í augu við raunveruleikan, sem er að verkstjórafélögin hafa verið að gjalda fyrir þetta gamla góða nafn.

Stjórn félagsins skipa: Skúli Sigurðsson, formaður Pálina K. Árnadóttir, ritari Jóhann Baldursson , gjaldkeri Guðni Hannesson, varaformaður Jón Hersteinn Jónasson, meðstjórnandi Atli Viðar Kristinsson, varamaður Sigurður Harðarson,varamaður

Jaðar, félag stjórnenda á Akranesi

Jaðar, félag stjórnenda á Akranesi Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 8. mars 2011. Störf stjórnar hafa verið með hefðbundnum hætti starfsárið 2010. Tíu stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu auk þess sem stjórnarmenn hafa komið saman til að afgreiða aðkallandi mál. Á aðalfundinum var samþykkt eftir nokkrar umræðu að breyta nafni félagsins úr Verkstjórafélagi Akraness í „Jaðar félag stjórnenda á Akranesi“. Kristján Örn Jónsson, forseti og framkvæmdastjóri VSSÍ mætti á fundinn og flutti erindi um störf VSSÍ. Stjórn félagsins vill þakka honum og starfsfólki sambandsins fyrir mjög gott og ánægjulegt samstarf. Í lok ársins voru 82 félagar í félaginu og skiptast þannig að karlmenn voru 74 konur 8. Töluverð ásókn er nú í að komast í félagið og verður unnið í því að fjölga félögum á þessu og næsta ári. Árið 2010 átti félagið tvö fellihýsi og bifreið (húsbíl) sem leigð voru félagsmönnum. Mjög vel gekk að leigja út bifreið og annað hjólhýsið og fengu allir er um sóttu afnot af þessum farartækjum. Bifreiðin var mjög vel notuð og allir er hana fengu voru mjög ánægðir. Hjólhýsin, sem voru leigð út, skiluðu litlum tekjum til félagsins. Þar sem hjólhýsin eru komin til ára sinna ákvað stjórnin að selja þau og sjá til með endurnýjun. Salan á þeim gekk vel og skilaði félaginu hagnaði. Í lok ársins kom upp sú hugmynd hjá stjórn félagsins að huga að kaupum á sumarbústað. Ákveðið var að skoða hvað væri í boði og var haft samband við fastVERKSTJÓRINN - 29


eignasölur jafnframt því að hafa samband við aðila, sem voru í söluhugleiðingum. Stjórnin hafði augastað á sumarhúsi í landi Kambhóls í Svínadal. Þessi kostur var kynntur fyrir félagsmönnum, sem tóku mjög vel í að skoða húsið nánar. Eftir félagsfund þann 22. janúar 2011 var ákveðið að gera tilboð í Sumarhús að Norðurási 9 Kambhólslandi 301 Akranesi og var tilboði félagsins tekið. Einnig var samþykkt á þessum félagsfundi að selja bifreið félagsins og er nú unnið að þeirri sölu. Húsið sem keypt var er í alla staði mjög glæsilegt og afar vel innréttað. Það er 84,2 fermetrar að stærð, 5 herbergja með 45,2 fm. svefnlofti. Húsið er með 73,7 fermetra verönd og heitum potti, byggt 2007 og stendur á 3.800 fermetra leigulóð. Akstur frá Akranesi að húsinu tekur um 25 mínútur og um það bil 50 mínútur frá Reykjavík. Útleiga á húsinu hefst um mánaðarmótin maí – júní 2011 og hafa félagsmenn verið að vinna við að undirbúa húsið fyrir gesti. Vikuleiga til félagsmanna var ákveðið á aðalfundi kr. 25.000.- . Sérstök nefnd starfar með stjórn félagsins við eftirlit með húsinu og úthlutun á því. Nefndin er skipuð tveimur konum og einum karli. Stjórn félagsins skipa: Birgir Elínbergsson, formaður. Einar Bjargmundsson, varaformaður. Kristján Sveinsson, gjaldkeri. Jóhannes Hreggviðsson, ritari. Magnús Óskarsson, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis

Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis Aðalfundur Verkstjórafélags Borgarness var haldinn 3. maí í Hyrnunni Borgarnesi. Félagafjöldinn er samkvæmt nýjasta lista 83 félagar og þar af eru 10 komnir á eftirlaunaaldur. Það er verulega hátt hlutfall og í raun alveg nauðsynlegt fyrir félagið að blása til sóknar í félagafjölgun. Starfsemin var með venjulegu sniði síðastliðið ár utan þess að verið var að undirbúa þing VSSÍ, sem Borgfirðingar halda í samstarfi við Verkstjórafélag 30 - VERKSTJÓRINN

Norðurlands vestra og verður þingið haldið á Sauðárkróki. Mestur hluti starfsins lendir óhjákvæmilega á norðanmönnum en Borgfirðingar munu reyna að láta ekki sitt eftir liggja. Enn eitt árið liðið og hér erum við enn að basla við að berja í brestina og laga það sem laga þarf og bæta það sem við getum bætt eða teljum okkur geta bætt. Aðstæður á vinnumarkaði hafa lítið batnað frá fyrra ári og það sem batnað hefur er nánast vegna landflótta og aðgerða einstaklinga sjálfra því lítið hefur farið fyrir forystu þjóðarinnar í úrbótaátt. Aðstæður hafa kannski ekki mikið breyst fyrir félagsmenn en þó eru innan raða félagsins einstaklingar, sem lent hafa í hremmingum vegna ástandsins. Reynt er að gera þeim eins auðvelt fyrir og hægt er innan ramma starfsreglna VSSÍ en ekki verður við allt ráðið. Nokkuð hefur borið á því að menn hafi hætt að greiða til félagsins og lenda þeir þá utangarðs. Reynt er að brýna fyrir félagsmönnum að fylgjast með greiðslum af sér til félagsins svo ekki komi til réttindamissis. Eftir samþykkt á nýafstöðnum aðalfundi félagsins virðist komin ásættanleg lausn á orlofssjóðsmálin. Nýtt fyrirkomulag byggir á almennri niðurgreiðslu á orlofskostnaði til félagsmanna gegn framvísun nótu og þarf aðeins að sækja um fyrir mánaðarmótin maíjúní og koma svo með nótu þegar hún liggur fyrir. Þetta fyrirkomulag kemur í stað niðurgreiddrar útleigu á ferðavögnum, sem félagið hefur átt og rekið. Endanleg útfærsla þessarar nýju leiðar mun efalaust þurfa að þróast á næstu árum en einhversstaðar verður að byrja og sníða síðan agnúana af eftir því sem þeir koma upp. Í framhaldi þessa munu ferðavagnarnir seldir og andvirðið renna í orlofssjóðinn. Búið var að selja fellihýsið, sem félagið átti, en greinilegt var að þeir þoldi illa það mikla álag sem fylgir svona félagsnotkun. Von stjórnar er að komandi sumar muni fara léttum höndum um alla og að skilyrði til búsetu á landinu fari að batna því núverandi ástand hefur hrakið býsna marga af landi brott í atvinnuleit. Ástandið sem nú blasir við er ójafnvægi á vinnumarkaði og lítið traust til stjórnvalda. Því miður er þetta ástand einnig grunnur fyrir svarta atvinnu, sem til lengdar er skaðleg fyrir allt samfélagið. Stjórn félagsins skipa: Einar Óskarsson, formaður. Valdimar Guðmundsson, varaformaður. Jón Heiðarsson, gjaldkeri. Björn Hermannsson, ritari. Gísli V Halldórsson, meðstjórnandi.


Verkstjórafélag Snæfellsness

Verkstjórafélag Snæfellsness Síðasti aðalfundur Verkstjórafélags Snæfellsness, var haldin 10. nóvember 2010 í Stykkishólmi og mættu 20 félagsmenn á fundinn. Þar sem aðalfundir félagsins eru jafnan haldnir á haustin hefur aðalfundur 2011 fyrir árið 2010 ekki enn verið haldinn. Félagar í dag eru 160 en félagssvæðið nær frá Gilsfjarðarbotni og út Snæfellsnes. Með stjórn starfar orlofshúsanefnd, sem sér um eigur félagsins, sem eru tvær íbúðir í Reykjavík og sumarhús í Svartagili í Borgarfirði. Tvö dreifibréf voru send út á starfsárinu með fréttum og upplýsingum. Í þeim voru kynntir möguleikar félagsmanna varðandi leigu á sumarhúsum hjá öðrum félögum, sem ekki fullnýta sín hús. Íbúðir félagsins í Reykjavík hafa verið vel nýttar, en í stað þess að hafa leiguskipti á annarri íbúðinni eins og við höfum gert undanfarin sumur, var sú ákvörðun tekin að leigja aðra íbúðina í þrjá mánuði án þess að taka íbúð til endurleigu á móti. Eins og undanfarin ár bauð félagið upp á niðurgreidda leigu á tjaldvögnum og var leigan greidd niður um kr. 15.000.- og geta félagsmenn tekið vagna á leigu þar sem þeim hentar. Sumarhúsið í Svartagili hefur ekki verið nógu vel nýtt en miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu. Það er von stjórnar að betri nýting verði á húsinu í náinni framtíð. Hafi félagsmenn áhuga á að sækja námskeið þá greiðir félagið námskeiðsgjaldið niður um kr. 20.000.Einnig greiðir félagið kr. 10.000.- íþróttastyrk til félagsmanna, sem menn geta notað til líkamsræktar og til sundiðkunar. Heimasíða Verkstjórafélags Snæfellsness er vistuð á heimasíðu VSSÍ er þar má sjá nánari upplýsingar um félagið, ásamt myndum úr húsi félagsins í Svartagili. Eignir félagsins eru tvær íbúðir í Ásholti í Reykjavík

og sumarhús í Svartagili og sést á þessu að stjórnin nýtir vel þá fjármuni, sem félagar greiða í orlofssjóð. Stjórn félagsins hefur ætíð kappkostað að gera eins vel við félagsmenn og kostur er og þar með sýnt að auk margra annarra góðra kosta sé það þess virði að vera í Verkstjórafélagi. Stjórn félagsins: Þorbergur Bæringsson, formaður. Unnur María Rafnsdóttir, ritari. Andrés Kristjánsson, gjaldkeri.

Verkstjórafélag Vestfjarða

Verkstjórafélag Vestfjarða Aðalfundur Verkstjórafélag Vestfjarða fyrir árið 2010 hefur ekki verði haldinn en aðalfundir félagsins eru haldnir á haustin. Félagar 31. desember 2010 voru 68 talsins og skiptist þannig að konur eru 5, karlar 63 og aldraðir 10. Skattskyldir einstaklingar eru 58 talsins. Starfsemi félagsins hefur verið með hefðbundnum hætti. Tveir stjórnarfundir hafa verið haldnir á starfsárinu. Félagið á íbúð í Gullsmára 5 í Kópavogi og hefur leiga á henni gengið þokkalega. Fjárhagur félagsins er í lagi. Stjórn félagsins skipa. Sveinn Kristján Guðjónsson, formaður. Smári Garðarsson, varaformaður. Ásdís Hannesdóttir, ritari. Guðmundur Ásgeirsson, gjaldkeri. Guðmundur Stefán Gíslason, meðstjórnandi.

VERKSTJÓRINN - 31


Reglugerð menntunarsjóðs Málmey og Þórðarhöfði. Ljósm.: ÁBÁ.

1. grein. Heiti sjóðsins. 1.1. Sjóðurinn heitir Menntunarsjóður VSSÍ og er innan vébanda VSSÍ. Heimili hans og varnarþing er í Kópavogi. 2. grein. Markmið sjóðsins. 2.1. Að styrkja félagsmenn innan aðildarfélaga VSSÍ til að sækja námskeið er geri þá hæfari til stjórnunarstarfa. 3. grein. Tekjur sjóðsins. 3.1. Hlutfall af aðildargjöldum VSSÍ sem ákveðið er á þingum þess hverju sinni. 3.2. Aðrar tekjur sem samið kann að vera um. 3.3. Vaxtatekjur. Styrkveitingar. 4. grein. Skilyrði til styrkveitinga. 4.1. Að félagsmenn (eða fyrirtæki/aðildarfélag fyrir hans hönd) eigi rétt á styrk enda hefur verið greitt til sjóðsins í hans nafni samfellt síðustu 6 mánuði þegar sótt er um. Til þess að fá fullan styrk úr menntunarsjóði skal miðað við að lágmarkstekjuviðmið sé 15% hærra en atvinnuleysisbætur á hverjum tíma. Sé greitt af lægri upphæð skerðist styrkur hlutfallslega. 4.2. Félagsmaður getur ekki fullnýtt rétt sinn hjá SA sjóðnum og Menntunarsjóði VSSÍ samtímis. (Þ.e. taka hámarksgreiðslur úr báðum sjóðum). 4.3. Að um styrkinn sé sótt, á þar til gerðum eyðublöðum, til stjórnar sjóðsins. 5. grein. Aðildarfélögin - Einstaklingarnir 5.1. Sjóðurinn greiðir að hámarki 80% af kostnaði hvers námskeiðs. Hámarksstyrkur sem hver einstaklingur getur fengið fyrir starfstengt nám er kr. 90.000,- á ári. Þegar sótt er um námsstyrk í lengra/ dýrara nám og námskostnaður fer yfir 3x90=270 þús32 - VERKSTJÓRINN

und kr., sem er hámarksstyrkur sem hægt er að fá á þremur árum, þá getur sjóðsfélagi fengið greiddan styrkinn í tveimur hlutum enda hafi umsækjandi staðist námið. Sjóðsstjórn getur gert undanþágu frá þessari reglu. 5.2. Styrkur vegna tómstundanáms kr. 45.000,fyrir félagsmann en aldrei hærra en 80% af reikningsupphæð á 12. mánaða tímabili. Samanlagður tómstunda og starfstengdur styrkur getur ekki farið yfir kr. 90.000,- á 12. mánaða tímabili. 5.3. Félagsmaður sem missir vinnu, heldur rétti sínum að því gefnu að hann sé áfram félagsmaður aðildarfélags VSSÍ. Að þeim tíma liðnum fellur áunninn réttur hans niður. 5.4. Eftir námslok þarf að skila frumriti reiknings á skrifstofu VSSÍ innan þriggja mánaða frá lokum náms ásamt staðfestingu um að námi sé lokið á fullnægjandi hátt. 6. grein. Greiðsluskylda. 6.1. Greiðsluskylda sjóðsins miðast við stöðu hans hverju sinni að mati sjóðsstjórnar á greiðslugetu hans. 6.2. Einstaklingur er nýtur styrks úr sjóðnum , skal leggja fram gögn sem staðfesta greiðsluskyldu sjóðsins. 7. grein. Reksturskostnaður. 7.1. Allan kostnað vegna reksturs sjóðsins greiðir hann sjálfur. 8. grein. Gildistaka. (stofnár 1999) 8.1. Reglugerð þessi gildir frá 2. júní 2007. 8.2. Reglugerð þessi gildir frá 5. júní 2009. 8.3. Reglugerð þessi gildir frá 8. maí 2010. 8.4. Reglugerð þessi gildir frá 4. júní 2011.


Gísla Halldórssyni færður blómavöndur og honum þökkuð störf þingforseta þessa þings og undangenginna þinga. Þrjár blómarósir horfa á kappann með glampa í augum.

VERKSTJÓRINN - 33


Ljósm.: Gestur Hansson.

Reglugerð Sjúkrasjóðs verkstjóra 1. Grein: Heiti og heimili Sjóðurinn heitir Sjúkrasjóður verkstjóra. Heimili hans og varnarþing er í Kópavogi. 2. Grein: Markmið Markmið sjóðsins er að greiða bætur til verkstjóra í veikinda- og slysatilfellum, svo og útfararkostnaðar, dánarbóta, sjúkraþjálfunar, endurhæfingar styrkja og annarra atriða, sem sett eru samkvæmt skilyrðum reglugerðar. Sjóðurinn getur varið fé til að stuðla að bættu heilsufari með framlögum til verkefna ásviði heilbrigðis- og öryggismála. 3. Grein: Tekjur sjóðsins eru: 3.1. Samningsbundið gjald frá vinnuveitendum. 3.2. Aðrar tekjur. 4. Grein: Bótagreiðslur. 4.1. Hefjast er samningsbundinni greiðslu frá vinnuveitanda lýkur,samkvæmt samningum. 4.2. Sama gildir fyrir þá, sem tímabundið vinna ekki sem verkstjórar, en er þó greitt fyrir í sjúkrasjóðinn og er félagsmaður í verkstjórafélagi. 4.3. Greiðslur bóta, sem um getur í reglugerð þessari, greiðast samkvæmt 6., 7., 8., 9., 10. g 13. 4.4. Þeir félagsmenn sem verða atvinnulausir (staðfest 34 - VERKSTJÓRINN

af vinnumálastofnun) eiga rétt á bótum úr sjóðnum gegn greiðslu sem er í dag 1.500 kr. á mánuði meðan á atvinnuleysi stendur. Greiðsla til sjóðsins skal þó aldrei nema lægri upphæð en sem nemur 1% af atvinnuleysisbótum. Lægri upphæð skerðir bætur og styrki hlutfallslega. 4.5. Til þess að félagsmaður haldi fullum bótarétti eftir starfslok þurfa greiðslur að hafa borist sjóðnum reglulega síðustu 10 ár fyrir starfslok. Bætur/styrkir skerðast hlutfallslega fyrir hvert ár sem vantar á 10 ár. (dæmi: eftir 9 ár verða bætur/styrkir 90% ) 5. Grein: Um greiðslur úr sjóðnum 5.1. Félagsgjöld, dragast frá dagpeningagreiðslum sjúkrabóta til 67 ára aldurs. 5.2. Réttindi í sjóðnum eru bundin greiðslu til hans. Hafi engar greiðslur borist síðustu 6 mánuði á félagsmaðurinn ekki rétt á bótum úr sjóðnum. 5.3. Til þess að starfandi félagsmaður fái fullar bætur og styrki úr sjúkrasjóði skal miða við lágmarkstekjuviðmið sem er kr. 272.226-. (Fylgi launabreytingum Samtaka atvinnulífsins) Sé greitt af lægri upphæð skal miðað við prósentu af lágmarkstekjuviðmiði. Einnig að greitt hafi verið af viðkomandi samfellt í 12 mánuði. Ef ekki, skerðast bætur og styrkir hlutfallslega.


5.4. Félagsmaður sem hafði full réttindi í sjóðnum og hafi greitt í 10 ár, en hefur misst þau og er byrjaður að greiða aftur í sjóðinn. Enda hafi hann greitt í annan sjúkrasjóð. 5.4.1. Hefur ekki greitt í sjóðinn í eitt ár, verður þá að greiða í eitt ár og fær þá full réttindi. Öðlast strax réttindi sbr. 6.2. 5.4.2. Hefur ekki greitt í sjóðinn í tvö ár, verður þá að greiða í tvö ár og fær þá full réttindi. Öðlast strax réttindi sbr. 6.2. 5.4.3. Hefur ekki greitt í sjóðinn í þrjú ár, verður að greiða í þrjú ár og fær þá full réttindi. Öðlast strax réttindi sbr. 6.2. 5.4.4. Hefur ekki greitt í sjóðinn í fjögur ár, verður að greiða í fjögur ár og fær þá full réttindi. Öðlast strax réttindi sbr. 6.2. 6. Grein: Vinnuslys eða atvinnusjúkdómar 6.1. Ef um vinnuslys eða atvinnusjúkdóm er að ræða. Greiðist samkvæmt ákvæðum greina eftir því sem við á að loknum lög og samningsbundnum greiðslum vinnuveitanda. Skilyrði fyrir greiðslu dagpeninga er að sjúkradagpeningavottorð fylgi umsókn. 6.2. Starfstími Bætur: Á fyrsta ári Í allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna. + 7 mánuði dagpeninga. Eftir 3 ár Í allt að 5 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna. + 9 mánuði dagpeninga. Eftir 5 ár Í allt að 6 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna. + 12 mánuði dagpeninga. 6.3 Við örorku getur bótaþegi notið bótaréttar í allt að 5 mánuði eftirdagsetningu örorkumats vegna vinnuslyss. 6.4. Við 67 ára aldur dragast greiðslur Tryggingarstofnunar frá dagpeningagreiðslum. 6.4.1. Dagpeningar greiðast aldrei lengur en 6 mánuði eftir að lög- og samningsbundnar greiðslur falla niður við starfslok 67 ára og eldri. 6.4.2. Dagpeningagreiðslur falla niður við 70 ára aldur. 6.5. Framvísa þarf launaseðlum frá vinnuveitanda samfellt 6 mánuði aftur í tímann frá fyrsta slysadegi, vegna meðaltals útreikninga dagpeninga. 6.6. Meðan vinnuveitandi greiðir lög og samningsbundin dagvinnulaun vegna slyss, greiðist töpuð yfirvinna allt að 5 mánuðir samkvæmt réttindaávinnslu, meðaltal yfirvinnu á 6 mánaða tímabili fyrir veikindi, hámark 132.300.- kr. á mán. 6.6.1. Dagpeningagreiðslur samkvæmt réttindaá-

vinnslu. 80.0% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða fyrir slys. Til loka réttindatímabils: 6.6.2. Heimilt er samkvæmt mati sjóðsstjórnar að greiða hluta dagpeningagreiðslu greinar 6.6.1. um tiltekinn tíma ef verkstjóri getur ekki stundað fulla vinnu vegna afleiðinga vinnuslyss. 6.7. Bótagreiðslur taka breytingum samkvæmt viðmiðun launabreytinga eftir ákvörðun sjúkrasjóðsstjórnar. (Fylgi launabreytingum Samtökum atvinnulífsins). 7. Grein: Veikindi 7.1. Ef um önnur slys og aðra sjúkdóma en atvinnusjúkdóma, er að ræða. Greiðist samkvæmt ákvæðum greina eftir því sem við á að loknum lög- og samningsbundnum greiðslum vinnuveitenda. Skilyrði fyrir greiðslu dagpeninga er að sjúkradagpeningavottorð fylgi umsókn. 7.2. Starfstími Bætur. Á fyrsta ári í allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna + 7 mánuði dagpeninga. Eftir 3 ár Í allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna + 9 mánuði dagpeninga. Eftir 5 ár Í allt að 3 mánuði meðaltal hámark yfirvinnulauna + 12 mánuði dagpeninga. 7.2.1. Áunninn réttur fjárhæðar til sjúkrabóta frá öðrum sjúkrasjóði, skerðist ekki við inngöngu í verkstjórafélag. Þó að því marki sem reglugerð þessi segir til um. Sjúkradagpeningavottorð og upplýsingar um áunnin réttindi fylgi umsókn. 7.3. Við örorku getur bótaþegi notið bótaréttar í allt að 5 mánuði eftir dagsetningu örorkumats vegna veikinda. 7.4. Við 67 ára aldur dragast greiðslur Tryggingarstofnunar frá dagpeningagreiðslum. 7.4.1 Dagpeningar greiðast aldrei lengur en 6 mánuði eftir að samningsbundnar greiðslur falla niður við starfslok vegna veikinda 67 ára og eldri. 7.4.2. Bótagreiðslur taka breytingum samkvæmt viðmiðun launabreytinga eftir ákvörðun sjúkrasjóðsstjórnar. (Fylgi launabreytingum Samtaka atvinnulífsins). 7.4.3. Dagpeningagreiðslur falla niður við 70 ára aldur. Félagsmaður sem hefur verið félagsmaður í 20 ár og vinnur fram yfir 70 ára aldur og atvinnuveitandi greiðir áfram af til sjúkrasjóðs, getur sótt um endurgreiðslu á því framlagi sem greitt er eftir 70 ára aldur VERKSTJÓRINN - 35


hans eftir að hann lætur endanlega af störum, allt að 80% hluta þess framlags sem greitt var. 7.5. Framvísa þarf launaseðlum frá vinnuveitanda samfellt 6 mánuði aftur í tímann frá fyrsta veikindadegi vegna útreikninga dagpeninga. 7.6. Meðan vinnuveitandi greiðir samningsbundin dagvinnulaun vegna veikinda greiðist töpuð yfirvinna allt að 2 mánuðir, reiknað af meðaltali yfirvinnu á 6 mánaða tímabili fyrir veikindi, hámark 132,300,-kr. á mán. 7.6.1. Dagpeningagreiðslur samkvæmt réttindaávinnslu. 80.0% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða fyrir veikindi. 7.6.2. Heimilt er samkvæmt mati sjóðsstjórnar að greiða hluta dagpeningagreiðslu greinar 7.6.1. um tiltekinn tíma ef verkstjóri getur ekki stundað fulla vinnu vegna afleiðinga veikinda. 7.7. Ýmsar sérstakar greiðslur reiknast ekki til bóta, svo sem bifreiðastyrkir og annað að mati stjórnar sjúkrasjóðs. 8. Grein: Sjúkraþjálfun, endurhæfingar og styrkir 8.1. Sjúkraþjálfun, 25 skipti greidd að fullu á móti Tryggingastofnun, 60% af hlut félagsmanns umfram það á hverju 12 mánaða tímabili. Sjúkranudd hjá viðurkenndum aðila, meðferð hjá kírópraktor greidd sama krónutala og með sama hætti og vegna sjúkraþjálfunar. Aðeins ef tilvísun frá lækni fylgi umsóknum. 8.1.1. Heimsókn til sálfræðings/félagsráðgjafa greitt sem nemur tvöföldu gjaldi vegna sjúkraþjálfunar í hvert sinn, að hámarki 10 skipti á hverju 12 mánaða tímabili. 8.2. Greitt skoðunargjald hjá leitarstöðvum krabbameinsfélaga, Hjartaverndar, Heyrna- og Talmeinastöðvar. 8.3. Á fjögurra ára fresti allt að 40.000-kr. styrkur vegna, gleraugnakaupa og 2x 40.000-kr. vegna heyrnatækja. 8.3.1. Styrkur til leyseraugnaðgerðar sem losa menn við gleraugu, allt að 100.000.- kr. einu sinni. Reikningur fylgi umsókn. 8.4. Endurhæfingar greiddar samkvæmt mati stjórnar sjúkrasjóðs. Reikningar fylgi umsókn. 8.4.1. Vegna endurhæfingar verkstjóra í starfi, í allt að 28 dag á hverju 12 mánaða tímabili á heilsuhæli innanlands viðurkenndu af Tryggingastofnun. Tilvísun frá lækni og reikningur fylgi umsókn. Miðað skal við flokk 2 í N.L.F.Í. (Gullströnd). 8.4.2. Ferðastyrkur vegna veikinda starfandi verk36 - VERKSTJÓRINN

stjóra, allt að 20.000.- kr. á ári. Tilvísun frá lækni og reikningur fylgi umsókn. 8.5. Verkstjóri móðir, eða faðir sem er í hjúskap eða sambúð með móður nýfædds barns síns, á rétt á fæðingarorlofsgreiðslu, hvenær sem er á fyrstu 8 vikum eftir fæðingu eða heimkomu barns af fæðingardeild, í 10 vinnudaga samfellt 8.000 kr. á dag. Þetta gildir einnig ef um frumættleiðingu eða töku barns yngra en fimm ára í varanlegt fóstur er að ræða. Fæðingarvottorð, vottorð um heimkomu barns og/eða vottorð um ættleiðingu, ásamt staðfestingu vinnuveitenda um að launað starf sé lagt niður, samsvarandi þeim tíma sem greiðsla tekur til, fylgi umsókn. 8.5.2. Styrkur vegna glasafrjóvgunar eða ættleiðingar allt að 150.000 kr. samkvæmt framlögðum reikningum. 8.6. Styrkur til aðhlynningar veiku barni 13 ára og yngra eða maka, eftir að greiðslu samkvæmt samningi við vinnuveitenda lýkur, allt að 90 vinnudagar á hverju 12 mánaða tímabili. Styrkur miðast við grein 7.6.1. Læknisvottorð og staðfesting vinnuveitanda um að launagreiðsla hafi fallið niður fylgi umsókn. 8.7. Styrkur til verkstjóra í starfi vegna mjög alvarlegra eða langvarandi veikinda og/ eða andláts maka eða barna innan 20 ára aldurs. Styrkur allt að 282.000,- kr. á hverju 12 mánaða tímabili. Þar af vegna andláts barns allt að 109.000,kr., vegna andláts maka allt að kr. 300.000. Við sérstakar aðstæður er sjóðsstjórn heimilt að greiða viðbótarbætur. Stjórn sjúkrasjóðs metur styrkveitingu samkvæmt vottorðum og framlögðum reikningum. 8.8. Sjúkrasjóður tekur þátt í kostnaði sjóðsfélaga, maka eða barna innan 20 ára aldurs, vegna sjúkrahúsdvalar og læknisaðgerða erlendis sem Tryggingastofnun greiðir ekki. Stjórn sjúkrasjóðs metur styrkveitingu vegna vinnutaps og kostnaðar. Læknisvottorð, reikningar og staðfesting vinnuveitanda um að launagreiðsla hafi fallið niður fylgi umsókn. 8.9. Bótagreiðslur taka breytingum samkvæmt viðmiðun launabreytinga eftir ákvörðun sjúkrasjóðsstjórnar. (Fylgi launabreytingum Samtaka atvinnulífsins). 8.10. Nýr félagsmaður sem flytur ekki með sér réttindi úr öðrum sjóðum skal fá greiðslu samkv. gr. 7. Á fyrsta ári 20% af styrkjum yfir 100.000,-. Á öðru ári 40%. Á þriðja ári 60%. Á fjórða ári 80%. Eftir fimm ár 100%.


9. Grein: Bótagreiðslur við fráfall: 9.1. Við fráfall verkstjóra sem var í starfi greiðist útfararstyrkur kr. 430.000Maka og eða börnum innan 20 ára aldurs skulu greiðast dánarbætur 271.000.- kr. Til hvers barns innan 20 ára aldurs sem hinn látni hafði á framfæri skulu greiddar dánarbætur 109.000,kr. Bætur þessar breytast með almennum launahækkunum. 9.2. Við sérstakar aðstæður er sjóðsstjórn heimilt að greiða maka viðbótargreiðslur. 9.3. Sjúkrasjóður tekur aðeins þátt í útfararkostnaði verkstjóra hafi hann við fráfall verið fullgildur meðlimur verkstjórasamtakanna. 10. Grein: Aldraðir og öryrkjar á félagaskrá eftir starfslok: 10.1. Greiddur vistkostnaður félagsmanns í allt að 28 dag á hverju 24 mánaða tímabili vegna endurhæfingar á heilsuhæli innanlands viðurkenndu af Tryggingastofnun. Tilvísun frá lækni fylgi umsókn. Miðað skal við flokk 2 í N.L.F.Í (Gullströnd). 10.2. Sjúkraþjálfun, 25 skipti greidd að fullu á móti Tryggingarstofnun, 60% af hlut félagsmanns umfram það á hverju 12 mánaða tímabili. Sjúkranudd hjá viðurkenndum aðila, meðferð hjá kírópraktor greidd sama krónutala og með sama hætti og vegna sjúkraþjálfunar. Aðeins ef tilvísun frá lækni fylgi umsókn. 10.2.1. Heimsókn til sálfræðings/félagsráðgjafa greitt sem nemur tvöföldu gjaldi vegna sjúkraþjálfunar í hvert sinn, að hámarki 10 skipti. 10.3. Endurhæfingar samkvæmt mati stjórnar sjúkrasjóðs. 10.4. Við fráfall, greiddur styrkur til lögerfingja upphæð kr. 300.000. 10.5. Félagsmaður sem hættir störfum eftir 63 ára aldur og fyrir 67 ára aldur og hefur greitt í sjúkrasjóðinn í 20 ár, heldur réttindum sínum. Enda fari hann ekki í launað starf. 11. Grein: Sönnun og réttur til bóta, félagsaðild og önnur atriði . 11.1 Dagpeningavottorð er tilgreini upphafsdag veikinda eða vinnuslyss, framhaldsdagpeningavottorð eftir mati stjórnar hverju sinni. 11.2. Félagsaðild skal koma fram á umsókn. 11.3. Rétt til bóta/styrkja hafa þeir sem starfa hjá vinnuveitendum sem greiða samningsbundin gjöld til sjúkrasjóðs. 11.4. Ef sérsamningur verkstjóra er hagstæðari við vinnuveitendur en hinn almenni samningur segir

Jón Ósmann, ferjumaður. Ljósm. ÁBÁ.

til um, skal sjúkrasjóður að þeim greiðslum loknum hefja greiðslur. 11.5. Litið skal á að um framhaldsumsókn sé að ræða, ef sótt er aftur um dagpeninga greiðslu vegna veikinda/slyss innan 24 mánaða frá fyrri greiðslum. Stjórn sjúkrasjóðs metur að öðru leiti meðferð umsókna. 11.5.1. Sá sem fullnýtt hefur rétt sinn til dagpeningagreiðslna, ávinnur sér rétt til fullra bóta á 24 mánuðum. Styttri tími greiðist hlutfallslega. 11.5.2 Stjórn sjóðsins metur að öðru leiti meðferð umsókna. 11.6. Réttur til dagpeningagreiðslna og styrkja fyrnist á 6 mánuðum. 11.7. Dagpeningagreiðslur og styrkir greiðast mánaðarlega eftir á. 12. Grein: Greiðsluskyldur, innheimta 12.1. Þegar farsóttir geysa getur stjórn sjúkrasjóðs leyst sjóðinn frá greiðsluskyldum sínum um stundarsakir, þó ekki lengur en 6 mánuði. Stjórn sjúkrasjóðs getur einnig lækkað bætur, ef afkomu sjóðsins virðist VERKSTJÓRINN - 37


hætta búin. Slíkt skal þó aðeins gera með samþykki stjórnar Verkstjórasambands Íslands. 12.2 Sjúkrasjóður og verkstjórafélög skulu samkvæmt samningum við vinnuveitendur innheimta gjöld til sjúkrasjóðs. 13. Grein: Verkstjóri í óskylt starf 13.1. Stjórnandi, sem hættir eftir 10 ára félagsaðild og fer í óskylt starf. Getur að loknum greiðslum frá vinnuveitenda í veikindum, sótt um styrk úr sjúkrasjóði á fyrsta ári eftir að hann hætti störfum upphæð sem nemur allt að atvinnuleysisbótum á mánuði. Læknisvottorð ásamt upplýsingum um greiðslur fylgi umsókn. 14. Grein: Umsókn um bætur: 14.1. Allar umsóknir um bætur skulu undirritaðar af minnst tveim stjórnarmönnum sjúkrasjóðs. Umsóknir ásamt tilskyldum vottorðum og launaseðlum skal senda sjúkrasjóði Verkstjórasambandi Íslands. Sjúkrasjóður greiðir fyrir umbeðin vottorð. 14.2. Stjórn sjúkrasjóðs kemur saman mánaðarlega og afgreiðir þær umsóknir sem fyrir liggja hverju sinni. Umsókn skal hafa borist skrifstofu VSSÍ fyrir

VIRK Lögfesting iðgjalds í VIRK starfshæfingarsjóð. Alþingi samþykkti á vordögum lög um greiðsluskyldu í VIRK Starfsendurhæfingarsjóð. Með lögunum er öllum launagreiðendum gert skylt frá og með 1. september 2011 að inna af hendi iðgjald, 0,13% af heildarlaunum, sem rennur í VIRK Starfsendurhæfingarsjóð. Fram til þessa hefur einungis verið kveðið á um greiðsluskyldu í kjarasamningum en nú nær greiðsluskylda einnig til þeirra sem ekki eiga aðild að kjarasamningum. ATH: Einyrkjar þurfa líka að greiða 0,13% af launum sínum til sjóðsins. Skila skal iðgjaldinu til þess lífeyrissjóðs, sem hann greiðir lífeyrisgjald til. Flestir greiðendur í VSSÍ greiða til Sameinaða lífeyrissjóðsins. Frekari upplýsingar má finna á vef Starfsendurhæfingarsjóðs m.a. undir fréttir: www.virk.is.

38 - VERKSTJÓRINN

20. þess mánaðar sem hún hlýtur afgreiðslu. Bætur og styrkir eru greiddir út síðasta virkan dag hvers mánaðar. 15. Grein: Rekstrarkostnaður: 15.1. Allan kostnað vegna rekstrar sjóðsins greiði hann sjálfur. Laun stjórnar skal ákveða á þingi Verkstjórasambands Íslands. 16. Grein: Stjórn sjóðsins Stjórn sjóðsins skal skipuð 3 mönnum og 2 til vara, sem kosnir eru til tveggja ára í senn. 16.1. Kosning fer fram á þingi Verkstjórasambands Íslands. 16.2. Endurskoðendur Verkstjórasambands Íslands endurskoða reikninga sjóðsins. 16.3. Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum. 17. Grein: Varðveisla eigna 17.1. Stjórn Verkstjórasambands Íslands og sjúkrasjóðs varðveita eignir sjóðsins. 17.2. Heimilt er með samþykki stjórnar Verkstjórasambands Íslands að ávaxta fé sjóðsins með kaupum á verðbréfum, tryggðum með öruggu fasteignaveði, ríkisskuldabréfum eða á annan arðvænlegan hátt. 17.3. Ávallt skal þess gætt, að ráðstöfun á fé sjóðsins brjóti eigi í bága við tilgang hans og verkefni. 18. Grein: Um breytingar á reglugerð Reglugerð þessari má aðeins breyta á þingi Verkstjórasambands Íslands. 19. Grein: Höfuðstóll: 19.1 Eignir sjóðsins skulu aldrei vera lægri en fjórfalt fasteignaverðmæti húseigna sjóðsins. Þá upphæð má sjúkrasjóðsstjórnin ekki skerða nema með samþykki stjórnar Verkstjórasambands Íslands. 20. Grein: Daglegur rekstur, húsnæði 20.1 Almenn stjórnun afgreiðsla og bókhald skal vera á skrifstofu Verkstjórasambands Íslands. 21. Grein: Gildistaka: Reglugerð þessi gildir frá 1. júní 2011. Upphafleg reglugerð samþykkt 1. mars 1974 af stjórn VSSÍ, en endanlega samþykkt á þingi VSSÍ 6. júlí 1975. Gildistímar breytinga á reglugerð. 01.01 1980, 26.06 1983, 01.07 1985, 01.07 1987, 01.07 1989, 01.07 1991, 01.07.1993, 01.07 1995, 01.06 1997, 01.06 1999, 01.06 2001,01.06.2003, 01.06.2005. 02.06. 2007. 06.06.2009. 01.06.2010. 04.06.2011.


Mennt er máttur Nú er lag að auka færni sína

Gamla brúin yfir Víðidalsá. Ljósm.: ÁBÁ.

Nú er stafsmenntasjóður SA og VSSÍ orðin nokkuð öflugur og er hann farinn að veita alvöru styrki til stjórnenda, sem leggja fyrir sig frekari menntun, sem styrkir þá sem stjórnendur. Það er aldrei of brýnt fyrir okkur stjórnendum að fylgjast með og auka færni okkar. Það er á tímum sem þessum sem við eigum að sækja fram með því að auka færni okkar. Aukin menntun á öllum sviðum er og verður besta trygging okkar fyrir starfi því þeir hæfustu verða alltaf settir fram fyrir aðra því að það er samkeppni um vinnuna. Það eru margar menntastofnanir sem bjóða menntun, sem hæfa okkur stjórnendum á mismunandi stjórnendastigum. Dale Carnegie hafa setti upp stutt og markviss námskeið, sem taka á mörgum þáttum, sem við stjórnendur erum að fást við í daglegu amstri. Mikilvægt er að víkka sjóndeildarhringinn og heyra hvað aðrir, sem á námskeiðunum eru, hafa að segja um lausnir vandamála. Allir hafa lent í keimlíkum verkefnum og menn geta lært hver af öðrum hvort sem lausnin var góð eða slæm. Við erum ekki að finna upp hjólið heldur miðla af reynslu og þekkingu annarra og koma þannig reynslu okkar og annarra til skila. Það hefur verið mikil aðsókn að þessum námskeiðum og er mikil ánægja með þau og það sem þau hafa að bjóða. Þessi námskeið eru greidd af stórum hluta af starfsmenntasjóði okkar.

Þá eru háskólarnir með mjög gott nám í verkefnastjórnun og hafa nokkrir farið þá leið og hvet ég alla sem hafa möguleika á því að slá til og fara í þannig nám. Þá geta atvinnurekendur sótt um styrk í sjóðinn til að halda námskeið fyrir stjórnendur sína. Þar er oft mjög sérhæf nám að ræða, sem hentar sérstaklega þeirri grein sem þeir eru í og koma þá erlendir sérfæðingar oftar en ekki til að leiðbeina þeim við stjórnun á þeim búnaði eða verkefni, sem þeir eru að fást við. Ég vil hvetja atvinnurekendur til að nýta þennan sjóð fyrirtæki sínu til framdrátta með því að hvetja stjórnendur sína til að sækja sér þá fræðslu, sem þá skortir helst, hvort sem er hérlendis eða erlendis. Það er ekki tilgangur með sjóðnum að safna honum upp heldur að nýta hann atvinnulífinu til framdráttar og gera það samkeppnishæfara en ella. Stjórnendur leitið ykkur upplýsinga um sjóðinn. Tökum höndum saman um að auka færni okkar og fyrirtækjanna okkar með aukinni færni í stjórnun á öllum sviðum. Jón Ó. Vilhjálmsson. Formaður Varðar félags stjórnenda á Suðurlandi. VERKSTJÓRINN - 39


Skýrsla formanns sjúkrasjóðsstjórnar Skagafjörður. Ljósm.: ÁBÁ.

Á síðast þingi var stjórn Sjúkra sjóðs veitt heimild til þess að kaupa hlut í því húsnæði sem liggur næst okkur í Hlíðasmáranum og var gengið frá kaupum á 178 m2 en fyrir áttum við 125 m 2 er þá eign okkar orðinn alls 303 m2 Þetta er heldur stærri hlutur en við ætluðum að kaupa en það var álit okkar að það væri hagkvæmara að kaupa restina af því húsnæði sem bauðst því við það lækkaði verð á fermetra umtalsvert en kaupverð var 40 milljónir. Ljóst var að gera þurfti breytingar á húsnæðinu og laga það að þörfum Sambandsins. Sá hluti sem tekinn var til notkunar fyrir Sambandið er 21 m2. Nokkrar breytingar voru gerðar á húsnæðinu, setja

þurfti upp veggi og taka aðra niður, síðan var allt málað. Heildarkostaður við breytingar á húsnæðinu var um 6.000.000.- kr. Strax var farið að huga að því að koma því húsnæði í leigu sem ekki átti að nota fyrir starfsemina og er það húsnæði nú komið í leigu og eru leigutekjur um 200 þúsund kr. á mánuði. Reynir Kristjánsson, Með þessum kaupum er talið að húsnæðisþörf sambandsins hafi verið mætt og hafi sambandinu verið tryggt framtíðarhúsnæði til næstu ára. Leigutekjur af Hlíðarsmára voru árið 2010 2.491.820,- kr. Leigutekjur af Lautar smára, íbúð sjúkrasjóðs, voru árið 2010 440.588,- kr. Þess ber að geta að hluti Hlíðasmára fór ekki í leigu fyrr en á miðju ári 2010. Rekstur sjúkrasjóðs árið 2010. Iðgjaldatekjur sjúkrasjóðs á árinu voru 101.272.827,- kr. á móti 95.629.043,- kr. á s.l. ári sem er hækkun um 6%. Bótagreiðslur voru 70.173.199,kr. á. móti 76.695.042,- kr. á síðasta ári sem er lækkun um 9%.

40 - VERKSTJÓRINN


Aðilar sem nutu bóta voru alls 1699. Bætur skiptist þannig: Sjúkrabætur 191 aðilar samtals 41.409.691,- kr. Dánarbætur 34 aðilar samtals 10.161.800,- kr. Sjúkraþjálfun 356 aðilar samtals 8.919.657 , kr. Styrkir 854 aðilar samtals 9.682.051,- kr.

Ég tel stöðu sjóðsins mjög góða sem sést vel í því að endingartíminn er að aukast. Að lokum þakka ég stjórnarmönnum og starfsfólki VSSÍ fyrir mjög gott samstarf og samvinnu. Reynir Kristjánsson, Stjórnarformaður Sjúkrasjóðs

Sjúkrabætur eru langstærsti kostnaðarliðurinn eða um 59% af heildar bótagreiðslum. Endingartími sjóðsins hefur aukist og er nú 16,53 ár en var 13,74 ár í síðustu reikningum. Fögnum við því. Íbúð sjúkrasjóðs var leigð í 126 daga til 49 aðila. Nú á þessu þingi mun stjórn sjúkrasjóðs leggja fram tillögur að reglugerðarbreytingum sjóðsins og verða þær kynntar síðar. Farið hefur verið yfir reglugerðina lið fyrir lið og borið saman við aðra sjóði og liðum og upphæðum breytt.

Gjöf Sjúkrasjóðs verkstjóra Allt frá því að Sjúkrasjóði verkstjóra óx fiskur um hrygg hefur það verið venja að styrkja heilbrigðisstarfsemi þar sem þing eru haldinn. Út af þessari hefð var ekki brugðið á 34. þingi sambandsins, sem haldið var 2. - 4. júní 2011 á Sauðárkróki, en þar samþykktu þingfulltrúar að styrkja Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks um kr. 700.000,- til tækjakaupa fyrir stofnunina. Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu gjafarinnar en þar má líta stjórn sjúkrasjóðsins, forseta VSSÍ og formann Verkstjórafélags Norðurlands vestra ásamt fulltrúum Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 41


Skýrsla Menntunarsjóðs

Sauðárkrókur. Ljósm.: ÁBÁ.

Frá síðasta Landsfundi hafa verið haldnir tveir formlegir stjórnarfundir og að auki nokkrir óformleg ir. Eins og ákveðið var á síðasta Landsfundi var styrkur til menntunar og tómstunda hækkaður smá vegis og ákveðið að bíða og sjá hvaða stefnu SAmenntunarsjóður tæki og samræma VSSÍ sjóðinn samkvæmt því. Þessu er stjórn sjóðsins búin að vinna að og eru drög þar að lútandi til umfjöllunar á þessu þingi, sem og breytingar á reglugerð sjóðsins. Á árinu 2010 voru veittir 104 styrkir alls, eins og sundurliðun hér að neðan sýnir. Tómstundanámskeið. Framhaldsskólanámskeið. Háskólanám. Sjálfsstyrking. Tungumál. Starfsnám. Tölvunám. Tölvuviðgerðir. Vinnuvélaréttindi. Meirapróf. Alls:

42 - VERKSTJÓRINN

30. 10. 9. 1. 12. 26. 11. 1. 3. 1.

Kr. 672.680,Kr. 273.424,Kr. 323.400,Kr. 8.000,Kr. 290.496,Kr. 855.256,Kr. 218.920,Kr. 45.000,Kr. 104.760,Kr. 65.000,-

104.

Kr. 2.856.936,-

Betur má ef duga skal og höfum við í stjórn menntunarsjóðs lagt fram tillögu, sem farið verður yfir í nefndarstörfum þingsins og hún útfærð þar. Tillagan fjallar um verulega hækkun á styrkjum og að hægt verði að fá uppsafnaðan þriggja ára styrk greiddan út í einu lagi. Annað mál, sem fjalla þarf Jóhann Baldursson. um í nefndarstörfum þingsins er hvernig við fáum stjórnendur til að endurmennta sig og bæta við þekkingu og verða þannig hæfari stjórnendur. Það þýðir ekki lengur að kvarta og kveina yfir því hve illa sé farið með stjórnendur og þeim ýtt til hliðar fyrir betur menntuðu fólki á sama tíma og búið er að byggja upp sterkan sjóð svo við getum bætt okkur með meiri menntun og námskeiðum og gert okkur þannig samkeppnishæfari. Annað sem gæti hlotist af áhugaleysi og hirðuleysi við að nota sér ekki möguleika á styrkjum er að atvinnurekendur hætti að greiða í menntunarsjóðinn okkar, það yrði óskaplegt eftir alla þá baráttu sem háð hefur verið til að fá atvinnurekendur til að greiða í menntunarsjóðinn.


Nei! nú finnum við leið og köllum eftir hugarfarsbreytingu hjá okkur og okkar félögum svo ástandið batni. Eftir nefndarstörf menntunarsjóðsins verður farið yfir samþykktir og tillögur er varða upphæðir og útfærslur styrkja og breytinga á reglugerð sjóðsins. Við í stjórn sjóðsins viljum þakka starfsfólki skrifstofu VSSÍ, Kristjáni Erni Jónssyni, Helgu Jakobs og Jóhönnu M. Guðjónsdóttur fyrir gott samstarf og undirritaður vill þakka stjórn menntunarsjóðsins þeim Jóni Ó. Vilhjálmssyni, Guðna Hannessyni og Birgi Elínbergssyni fyrir gott samstarf. Jóhann Baldursson, formaður fræðslunefndar.

Upphaf töku og skipting lífeyris Hvenær skal hafin taka lífeyris? Þetta er sú spurning sem vaknar hjá þeim sem eru farnir að nálgast eftirlaunaaldur. Það er ekki til eitt rétt svar við þeirri spurningu. Að hefja töku lífeyris er ákvörðun sem hver tekur fyrir sig og verður að skoðast vel þar sem aðstæður hvers og eins eru mismunandi. Algengast er að hefja lífeyristöku við 67 ára aldur, þá er bótarétturinn 100% og eykst eftir því sem unnið er lengur. Ef unnið er til sjötugs verður hann í 126% en aftur á móti skerðist hann í 85% ef taka hefst við 65 ára aldur. Það verður að hafa í huga að skerðingin helst þó unnið sé til sjötugs. Séreignasparnaðurinn er svo nýttur með lífeyrinum, athugið að úttekin séreign hefur ekki áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun. Oft hefur verið rætt um skiptingu lífeyrisréttinda á milli hjóna og verður sá möguleiki sennilega aldrei of mikið kynntur félagsmönnum þar sem alltaf eru ein-

hverjir sem ekki hafa heyrt um hann. Aðeins er hægt að skipta lífeyri sem hjón eða sambúðafólk hefur safnað meðan á sambúð stendur. Að skipta lífeyrisrétti er mikið réttlætismál þar sem oftar en ekki er annar aðilinn launahærri og jafnvel eina fyrirvinna heimilis. Ef fyrirvinnan fellur frá fær eftirlifandi maki fullan makalífeyri einungis í þrjú ár og a.m.k. 50% í 2 ár, makalífeyrir helst þó lífeyri sé skipt. Með skiptingu er maka tryggður hluti uppsafnaðs lífeyris til æviloka. Þeir sem hafa skipt lífeyri geta hætt að vinna eins og hvorum aðila fyrir sig hentar. Annar getur tekið ákvörðun um að hætta 65 ára og fær þá 85% af uppsöfnuðum rétti hinn vinnur til sjötugs og fær þá 26% álag á sinn rétt. Það ættu allir sem eru farnir að hugsa um töku lífeyris að skoða sín mál í tíma. Kristján Örn Jónsson. VERKSTJÓRINN - 43


Flutningafræði Brúin yfir Víðidalsá. Ljósm.: ÁBÁ.

Ég skráði mig í nám í Flutningafræði (Logistics) í opna Háskólanum í Reykjavík eftir að mér var bent á það nám. Ég sá að það myndi henta mér í mínu starfi. Námið er nokkuð yfirgripsmikið þar sem farið var í flutningastjórnun, markaðsfræði, rekstrarstjórnum, þjónustu og vörustjórnum og endað á lokaverkefni. Ég var svo heppin að geta tekið raundæmi frá Gámaþjónustunni. Í Flutningastjórnuninni var farið yfir sjó- og landflutninga, ýmsa tækni í flutningum, inn- og útflutning ásamt tollskýrslugerð. Farið yfir sögu flutninga til og frá Íslandi og hvað þeir breyttu miklu fyrir Ísland hér fyrr á tíð og gera enn. Markaðsfræðin, þar var farið í grunnþætti markaðsfræðinnar. Kannaðar þarfir markaðarins, hvernig á að koma fyrirtæki eða þjónustu á framfæri. Við unnum ýmis verkefni t.d gerðum við verkefni sem snéri að því að koma fyrirtæki í ferðaþjónustu á markað, með allri þeirri kynningu og aðgengi fyrir viðskiptavini, sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þarf að hafa. Var það mjög lærdómsríkt að greina markaðinn og uppfylla þarfir hans. Í rekstrarstjórnunni var tekið á framleiðslu á vöru og þjónustu, hvaða verðmæti eru sett inn í reksturinn og svo hvað skilur reksturinn eftir sig mikil verðmæti. Gerð voru spálíkön, farið yfir verkefnastjórnun og gæðaeftirlit, ásamt almennri stjórnun og eftirfylgni. Þjónustustjórnun, þar er farið í alla þjónustu hvernig hún er veitt og hvernig hægt er að veita hana t.d ódýrari, eins og sjálfsafgreiðsla og netsala sem er alltaf aðgengileg. Í Vörustjórnunni var farið almennt yfir vörustjórnun, flæði vöru, hvar myndast flöskuhálsar í framleiðslu, hvort sem það er á færibandi eða hvar sem er 44 - VERKSTJÓRINN

í framleiðslu á vöru eða þjónustu. Farið var yfir flæði vöru í vöruhúsum, farið yfir eftirspurn og hvernig framleiðendur bregðast við aukinni eftirspurn og hvernig koma má í veg fyrir of mikið birgðahald. Í lokaverkefninu var gott að taka raundæmi úr einhverju fyrirtæki, þar sem eftir er að finna lausn á ýmsum málum, það getur nýst bæði nemendum og fyrirtækjum í framtíðinni. Ég var það heppinn, að fá verkefni sem Gámaþjónustan hf. stóð frammi fyrir og skoðaði það ofan í kjölinn og komið með úrlausn, sem fyrirtækið getur nýtt sér. Eins og sést á þessari upptalningu þá er komið inn á margt í þessu námi og hentar það mörgum starfsgreinum, ekki bara í beinum flutningum á landi, heldur líka t.d heildsölum, smásölum og inn- og útflutningsaðilum. Þetta nám hefur nýst mér mjög vel í minni vinnu. Ég fékk betri sýn á starfið og starfsemi fyrirtækisins. Ég tel að mín vinnubrögð séu betri eftir þetta nám, enda með aðra sýn á starfið nú en áður. Þetta nám opnar mér ýmsa möguleika í starfi. Það er ómetanlegt að kynnast öllum þeim sem voru í þessu námi með mér og tel reyndar að þar fari mjög góður hópur sérfræðinga í flutningageiranum. Þetta nám eru tvær annir og skiptist í sex námskeið eins og komið hefur fram. Það er töluverður kostnaður við það og ekki auðvelt að fjármagna slíkt nám. Ég hafði heyrt að VSSÍ væri með menntunarsjóð, sem væri hægt að sækja um styrk úr. Ég sótti um styrk og fékk styrk upp á helming kostnaðar á náminu sem hjálpaði mér mikið í að fjármagna námið ásamt því að Gámaþjónustan hf aðstoðaði mig í þessu námi. Hannes Örn Ólafsson


Ljósm.: Gestur Hansson.

Verkstjórafélag Suðurnesja félag stjórnenda á Suðurnesjum

Á aðalfundi Verkstjórafélags Suðurnesja, félags stjórnenda á Suðurnesjum þann 13. mars 2010 var minnst 60 ára afmælis félagsins en það var stofnað 12. janúar 1950. Á fundinum færði forseti VSSÍ, Kristján Örn Jónsson, félaginu málverk að gjöf en formaður Verksstjórafélags Reykjavíkur, félagi stjórnenda færði félaginu blómvönd. Báðum þessum gjöfum var fylgt úr hlaði með árnaðaróskum. Formaður Verkstjórafélag Suðurnesja, félag stjórnenda á Suðurnesjum þakkaði góðar gjafir og hlýhug í garð félagsins.

Kristján Örn færir félaginu málverk.

Eftirmáli: Ritstjóra Verkstjórans varð það á við útgáfu síðasta Verkstjóra að glopra niður afmælisfrétt félagsins, sem koma átti í blaðinu. Eina vitræna skíringin á þessari gleymsku er sú að fréttin barst blaðinu mörgum mánuðum fyrir útgáfu þess. Þar sem slíkar óumbeðnar sendingar heyrir til algjörra undatekninga þá var ritstjóri einfaldlega búinn að gleyma afmælishófi félagsins þegar blaðið var gefið út. Á gleymskunni biðst ritstjóri afsökunar en óskar félaginu til hamingju með áfangann þó að seint sé. Skúli Sigurðsson færir félaginu blómavönd.

ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 45


Íslensk bláskel ehf. Stykkishólmi Mikið af þangi festist á línurnar sem Íslensk bláskel gerir verðmæti úr.

Matarkistan Breiðafjörður er mikil og Reynsluleysi kostar tíma og fjölskrúðug auðlind sem Íslensk bláspeninga kel ehf. í Stykkishólmi nýtir sér. Starfsemin hefur vaxið jafnt og Fersk holdmikil bláskel, saltaður hægt. Það var vorið 2007 sem Íslensk þari til Frakklands og sjór á flöskum bláskel ehf. var stofnuð Strax var farið eru afurðir sem fyrirtækið er farið að í að sækja um þau leyfi sem þarf til að selja. hefja svona rekstur og leita að svæðum Íslensk bláskel ehf. í Stykkishólmi þar sem talið var vænlegt að hafa línhefur verið í þeirri einkennilegu aðurnar í sjó. Ákveðið var að vera með stöðu að vera eina fyrirtækið á Íslandi svokallaðar single drop línur en þá er sem hefur leyfi til að selja ferska bláburðarlínan um 200 metrar á lengd og skel hér á landi, eftir að Norðurskel í svo eru hengdir 440 stk. af 5 m. söfnHrísey fór í þrot. urum á burðarlínuna. Mikil vinna og Ræktun á bláskel (kræklingi) gengútgjöld eru við að græja svona línubúnað með sökkum og flotum. ur vel og vöxtur skeljanna er góður. Ætlun fyrirtækisins er að bjóða upp Símon segir að fyrsta árið voru Símon Sturluson frumherji á ferska bláskel allan ársins hring. settar út 15 línur og áttu þeir því um hjá Íslenskri bláskel ehf. Íslensk bláskel ehf. hefur stundað 33.000 metra af bláskeljasöfnurum og Þorbergur Bæringsson, ræktun á bláskel síðustu fjögur árin. í sjó það árið. Skemmst er frá því að formaður Verkstjórafélags Fyrirtækið hefur farið með varkárni segja að megnið af þessum línum fóru Snæfellsness. í uppbyggingu og þess gætt að skuldí hund og kött, aðallega vegna reynslusetja ekki fyrirtækið því um er að ræða frumkvöðla- leysis þeirra í bláskeljarækt. En með mikilli vinnu starf sem fylgir mikil áhætta. tókst að bjarga nokkrum tonnum af ræktanlegri skel Símon Sturluson er eigandi fyrirtækisins ásamt af línum sem sett var í netsokka til framhaldsræktAlex Páli Ólafssyni og Þorsteini Kúld Björnssyni. unar. Þar með fór boltinn að rúlla. Símon segir að 46 - VERKSTJÓRINN


þolinmæði og bjartsýni sé drifkrafturinn, því að það er svo auðvelt að missa vonina þegar illa gengur. Símon heldur áfram að fræða okkur: „Haustið 2009 áttum við orðið skel í söluhæfri stærð og ákváðum að reyna fyrir okkur á innanlandsmarkaði með hana. Keypt var skegghreinsivél frá Ítalíu og hafist var handa við að fá vinnsluleyfi og var það í höfn í janúar 2010. Það gekk afar brösulega að fá veitinghúsin til að taka þessa vöru og setja hana á matseðlana og minnist ég sérstaklega veitingahúsanna á suðurströndinni, kokkarnir þar höfðu aldrei prófað að elda bláskel. Við vorum að senda og dreifa nokkrum tugum kílóa á viku það vorið en svo þegar sumarið kom með útlenda ferðamenn jókst salan verulega. Salan hjá okkur hefur margfaldast og með stöðugu framboði og góðri vöru hefur tekist að koma bláskel inná flesta þá veitingastaði sem hafa einhvern metnað í sjávarfangi og eins er bláskelin seld í smásölu á höfuðborgarsvæðinu.“ Íslensk bláskel þykir holdmikil og bragðgóð og leggja þeir félagar metnað í að viðskiptavinir fái gæða vöru á réttum tíma og telja þeir að íslensk bláskel sé komin til að vera valkostur í sjávarfangi á Íslandi um ókomna framtíð. Þara er hægt að matreiða á fjölbreyttan hátt og hann þykir góður og hollur En það er fleira sem þeir vilja nýta úr auðlind Breiðafjarðar. Samhliða bláskeljaræktuninni eru þeir byrjaðir að verka sjávargróður ( þang og þara) og þar eru mikil tækifæri. „Það kom okkur á óvart hvað mikið af beltisþara festist á línurnar og hvað hann vex hratt við þessi skilyrði. Þessa afurð viljum við nýta í stað þess að henda henni í hafið aftur. Þarna eru um verðmæti að ræða sem rétt er að nýta. Gæðin er eru mikil og

Girnilegur matur.

Alex Páll Ólafsson vitja um línurnar.

alltaf hægt að ganga að honum og tína af línunum. Við höfum komið okkur í sambönd við innlenda aðila og eru þeir farnir að kaupa af okkur þarann þurrkaðan. Við vinnum að vöruþróun með þarann. Eitt af því sem við erum að byrja á er að salta þararblöðin og selja þau þannig til útlanda“ segir Símon Sturluson Það er eins og með bláskelina að Íslendingar eru ekki vanir að borða þara. Það þarf að kenna Íslendingum að meta þessa hollustu úr hafinu. „Ég kalla þarann og annan sjávargróður sjávargrænmeti. Hvað er þetta annað? Þarinn er góður matur. Ég hef smakkað hann eldaðan á ýmsan hátt. Hann er hitaeiningasnauður og afar ríkur af steinefnum og trefjaefnum sem draga í sig kólesteról og þungmálma. Við flytjum inn afurðir úr sjávargróðri fyrir 30 milljónir á síðasta ári. Það er óþarfi að flytja þessa vöru inn þegar hægt er að framleiða hana hér á landi. Nú er komið að okkur að læra að borða hana.“ segir Símon. Íslensk bláskel ehf. hefur hafið sölu á söltuðum beltisþara til Frakklands og einnig að safna sölvum og þurrka. Þararæktun hentar prýðilega samhliða bláskeljarræktun. Hægt er að samnýta báta, húsnæði, mannskap og sölu- og dreifingakerfi. Að lokum sagði Símon frá því að ýmsilegt væri hægt að selja sem áður hefur ekki verið talin söluvara. Ein er afurðin sem Íslensk bláskel er byrjuð að senda frá sér. Það er sjór á flöskum. Veitingamennirnir á Sjávarkjallaranum vilja fá hreinan A-vottaðan sjó héðan til að elda bláskelina frá okkur uppúr og það er lítið vandamál að uppfylla þær óskir. Það verður fróðlegt að fylgjast með vexti Íslenskrar bláskeljar ehf. og eitt er víst að áhuginn og dugnaður hefur fleytt þeim Símoni og Alex Páli yfir erfiðasta hjallann. Gunnlaugur Auðunn Árnason. VERKSTJÓRINN - 47


Virkjun Ljósm.: Gestur Hansson.

Hrun varð á fjármálamarkaði í október 2008. Mörg fyrirtæki fóru í fjársvelti og urðu undir í samkeppninni við öflugri fyrirtæki. Margt fólk missti vinnu, prósentutölur atvinnulausra fóru fljótlega í 10% eða jafnvel meira og Varnarliðið farið fyrir stuttu en þar höfðu farið nokkur hundruð störf, örfá voru þó eftir. Suðurnesin urðu fremur illa fyrir barðinu á atvinnuleysinu enda svæðið um nokkurn tíma verið láglaunasvæði og með hvað hæstar tölur atvinnulausra. Sveitarstjórnarmenn svæðisins funduðu, ákveðnir

Ýmis útskurðarverk.

Þarna er Óli að búa til hálsmen úr leðurreimum. 48 - VERKSTJÓRINN

í að finna lausn á málinu. Margir aðilar komu að og varð úr að koma á samkomu- og/ eða fundarstað þar sem atvinnulausir gætu hitst, tekið í spil, tafl, fengið kaffi, lesið blöðin eða bara hreinlega spjallað samann. Kadeco lagði til nýgegnumtekið húsnæði að Flugvallabraut 740 á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, húsnæði upp á 1700m². Kadeco, Þróunarfélag Suðurnesja, er annars nafn á fyrirtæki í eigu ríkisins.


Hlutverk Kadeco er að annast eignir þær sem Varnarliðið skildi eftir sig og urðu þá eign Íslenska ríkisins. Aðalmaður í að koma, fyrirbærinu, Virkjun á fæturna var Ásmundur Friðriksson núverandi bæjarstjóri í Garði. Sveitarstjórnir, félagasamtök og Vinnumálaskrifstofa Suðurnesja lögðu til fé til starfseminnar. Virkjun var opnuð 15. janúar 2009 og var Páll R. Pálsson fyrsti starfsmaður þar. Fljótlega var farið að halda þar námskeið á vegum Símenntunar á Suðurnesjum í íslensku, stærðfræði, norðurlandamálum o.fl. og voru ráðnir kennarar til að sjá um námskeiðin en frír aðgangur var fyrir atvinnulausa. Mæltist þetta nokkuð vel fyrir og var talsvert sótt. Breyting varð á starfseminni og Símenntun hætti að koma að námskeiðunum og ráðinn var fastur framkvæmdastjóri, Gunnar Halldór Gunnarsson. Félag eldri borgara á Suðurnesjum fékk þarna aðgang að nokkuð stórum sal og festu þeir kaup á billjardborðum til viðbótar nokkrum er fyrir voru og er nú spilað billjard alla daga nema miðvikudaga. Gunnar hefur komið á ýmsum breytingum svo sem föstu námskeiðakerfi og jafnframt skorið niður talsverðan kostnað enda ekki um auðugan garð að gresja í fjárstuðningi. Hann hefur fengið talsvert marga sjálfboðaliða til að leiðbeina á námskeiðunum og eru að meðaltali um fimm námskeið á dag. Hann sagði að í þessu starfi væri oft um það að ræða að gera hlutina upp á vonina enda hefði það sýnt sig að þeir sem gæfu af sér fengju alltaf til baka. Þarna gæti fólk komð í útskurð, skrautskrift, ljósmyndun, gítarkennslu og kvikmyndun svo eitthvað sé talið. Þessi námskeið væru öll án gjalds, einnig kæmu saman hópur kvenna á fimmtudagsmorgnum og prjónuðu og væri þar mikið fjör og oftast nokkuð fjölmennt. Ýmislegt annað er gert, og leiðbeint við, fólki til afþreyingar svo sem fluguhnýtingar, önnur handavinna og farið í göngur. Gunnar segir að jafnaði komi um 100 manns í Virkjun daglega. Þarna væru allir velkomnir bara ef þeir hefðu tíma milli 8 á morgnana til 4 á daginn og alveg burtséð frá því hvort fólk væri atvinnulaust, eldri borgarar, örykjar eða fólk í fullri vinnu að leita sér að kaffisopa spjalli eða afþreyingu. Hann sagðist stundum kalla þetta virkni-miðstöð enda til þess stofnað að virkja fólk. Stundum sagðist hann, til gamans, kynna sjálfan sig sem Virkjunarstjóra. Hann sagði að tveir launaðir starfsmenn væru við Virkjun í dag, hann sjálfur og móttökustjórinn Sigríður Eysteinsdóttir. Ekki gafst ráðrúm til frekara spjalls þar sem Gunnar var rokinn út til að fara með nokkra aðila í gönguferð.

Gunnar að skoða útskurð hjá Inga Sigurðs.

Gunnar á skrifstofunni.

Þarna er Sigga móttökustjóri á kafi í tölvunni.

Þetta athvarf mætti vera öðrum til fyrirmyndar. Þarna hefur tekist að skapa mjög jákvæðan anda og góða stemingu fyrir þá sem þurfa og vilja leita á svona stað eftir félagsskap, dægrastyttingu og þekkingu. Úlfar Hermannsson VERKSTJÓRINN - 49


Brúarsmíði

Hófaskarð. Ljósm.: ÁBÁ.

Brýr á þjóðvegum landsins fara trauðla framhjá vegfarendum, sem yfir vatnsföll þurfa að aka. Oftar en ekki má sjá þar vinnuskúra og einhverja karla að bjástra við þessi mannvirki. Fæstir vita sennilega á hvers vegum mennirnir eru og enn síður á hvern hátt þeir, eða öllu heldur forverar þeirra, tengjast Verkstjórasambandi Íslands. Sagan greinir svo frá að vorið 1938 hafi stjórnendur Vegagerðar ríkisins kallað alla verkstjóra sína á landinu til skarfs og ráðagerða í Reykjavík. Í höfuðborginni staddir stungu þessir menn saman

Vinnuskúrinn við Sauðaneslón. 50 - VERKSTJÓRINN

nefjum og komust að þeirri niðurstöðu að nú væri lag að stofna samtök, sem ynnu að hagsmunamálum þeirra. Niðurstaðan varð Verkstjórasamband Íslands og voru samtökin stofnuð 10. apríl 1938 af 44 verkstjórum. Af þessum fjölda voru 23 frá Reykjavík en 21 af landsbyggðinni. Guðmundur Sigurðsson, Yfirlýst markmið sambrúarsmiður. bandsins var að ná til allra verkstjóra á landinu og sameina þá undir einn hatt. Í upphafi var Verkstjórasamband Íslands félag einstaklinga en eftir að Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis gekk sem heild inn í sambandið 1941 var ísinn brotinn og samband stéttarfélaga tók á sig mynd. Hugmyndum um samband verkstjórafélaga vildu stjórnendur Verkstjórafélags Reykjavíkur, sem stofnað var 3. mars 1919, ekki kyngja og á þeim bæ vildi menn ekkert af sambandinu vita. Það væru hin verstu öfugmæli að segja að friðarpípan hafi gengið á milli verkstjóra á þessum


árum en að góðra manna ráðum fór þó svo að Verkstjórafélag Reykjavíkur gekk heilt og óskipt inn í Verkstjórasamband Íslands árið 1944. Fljótt varð mönnum ljóst að erfitt yrði að halda utan um þessa stétt manna án málssvara og því var Verkstjóranum ýtt út vör árið 1943. Útgáfustarf sambandsins hefur ekki alltaf gengið hnökralaust en söguleg staðreynd er samt sem áður sú að Verkstjórinn er enn við líði nær 70 árum eftir að fyrsta eintak hans leit dagsins ljós. Því er þetta rifjað upp hér að arftakar stofnenda sambandsins er enn að störfum hjá Vegagerðar ríkisins. Segja má að ritstjóri hafi fengið vitrun um að skrifa um þessa menn er margra metra há flóðbylgja ruddist undan Mýrdalsjökli 9. júlí 2011, sópaði 128 metra langri brú yfir Múlakvísl í burtu og rauf þar með hinn margrómaða hringveg landsins. Ekki var nú á sveitir suðurlands bætandi eftir öskufall tveggja gosa en náttúruöflin spyrja hvorki kóng né prest hvað þeim kann að finnast um flóð, eldgos, jarðskjálfta eða aðrar náttúruhamfarir. Við brotthvarf brúarinnar komst ferðamannaiðnaðurinn í uppnám og svo var að heyra og sjá í fjölmiðlum að skapadægur hans væri í sjónmáli ef margar vikur tæki að bæta skaðann. Svo illa fór þó ekki fyrir þessari atvinnugrein að sinni og í raun fór betur en á horfði í fyrstu. Í sjónvörpum landsmanna birtust verkstjórar Vegagerðar ríkisins, Guðmundur Sigurðsson, Hvammstanga og Sveinn Þórðarson, Vík í Mýrdal og tjáðu þeir landslýð að nú yrði tekið á honum stóra sínum og að brú skyldi þeir byggja með hraði sem aldrei fyrr og forða þannig hruni ferðamannaiðnaðarins. Liggja skal á milli hluta hvort upplifun skrásetjara af brúarbyggingunni er nákvæmlega rétt en eftir á að hyggja má búast við að fleiri hafi komið þarna að verki en þessir tveir menn. Ný brú var nefnilega byggð yfir þetta vatnsfall á 96 klukkustundum og umferð á hana hleypt 16. júlí 1911. Til að forvitnast frekar um verksvið verkstjóra hjá Vegagerð ríkisins, sem að brúarsmíði starfa, þá hafði ritstjóri Verkstjórans samband við Guðmund Sigurðsson, brúarsmið og falaðist eftir að eiga með honum smá rabbstund. Var það auðsótt mál enda þekkir Guðmundur Kaffiaðstaðan.

Bjástrað við brúna yfir Sauðaneslón.

vel innviði Verkstjórasambandsins og erfiðleika ritstjóra við efnisöflun í Verkstjórann því að formaður Verkstjórafélags Norðurlands vestra var hann árabilin 1991 til 1996. Sammælst var um að ritstjóri renndi við á Hvammstanga ef hann ætti leið frá Akureyri suður yfir heiðar. Ekki gengu þessar hugmyndir eftir því að þegar leiðir ritstjóra lágu til vestur höfðu leiðir Guðmundur legið til austurs þar sem hann var að berjast í viðhaldi brúar austur á Langanesi. Sem gömul og reynd skytta var ritstjóra ljóst að nú yrði að taka í gikkinn svo að bráðina bæri ekki undan því að slíkt flakk er á þessum brúarkörlum að ekki er gefið hvenær næst er gerlegt að ná þeim í sigti. Þrátt fyrir að færið væri nokkuð langt þá hleypti ritstjóri rauðu Carismunni sinni á sprett og setti stefnuna á Langanes. Hvað er líka 580 km. akstur austur á Langanes og til síns heima aftur á móti því að þurfa ef til vill að nálgast manninn sunnan jökla eftir næstu vatnsspýju undan þeim. Kílómeter eftir kílómeter rann malbikið undir bílinn með dormandi ritstjórann við stýrið. Út Svalbarðsströnd, yfir Víkurskarð, gegnum Ljósavatnsskarð og niður Köldukinn og þaðan þvert yfir Skjálfandafljótið. Á brúnni yfir fljótið hrökk ritstjóri upp af dormi sínu. Einbreiður örmjór fjandi með steypuskemmdum í dekki. Slysagildra sem ekki á heima á svona fjölfarinni leið. Þarna hefði Guðmundur auðvitað átt að vera en ekki einhversstaðar langt úti á Langanesi. Sennilega verður þessi brú þó ekki endurgerð en ný smíðuð neðar yfir fljótið við Húsabakka nái hugmyndir um nýtt vegastæði fram að ganga. Gamla brúin hélt og bíllinn renndi niður dalinn, norður Aðaldalshraun, gegnum Húsavík, yfir Tjörnesið og þveraði sveitir Öxarfjarðar. VERKSTJÓRINN - 51


Gamla brúin við Glompu. Ljósm.: ÁBÁ.

Nýja brúin við Glompu. Ljósm.: ÁBÁ.

Er fjórir kílómetrar lifðu til Kópaskers var haldið upp á Melrakkasléttu en á henni miðri sýnir vegvísir 19 kílómetra til Raufarhafnar en þangað er ferðinni ekki heitið að sinni. Malbikið var því ekið áfram til austurs, gegnum Hófaskarð, niður í Þistilfjörð, gegnum Þórshöfn og til norðurs út á Langanes. Við óhrjálega brú á Sauðaneslóni er leiðarenda náð. Við brúarsporðinn stóð vinnuskúr, rafstöð á hjólum, mokstursvél og nokkrir karlar að bjástra við brúarstöplana. Ritstjóri króar Guðmund af í kaffistofu, sem vinnuskúrinn hefur upp á að bjóða, og þar var sest að spjalli yfir kaffibolla. Fljótt var ritstjóra ljóst að vatnsföll eru Guðmundi engin nýjung því sumar hvert frá fyrsta ári var honum plantað niður á árbakkanum og þar hefur hann verið nær óslitið síðan. Ástæður þessa má rekja til afi hans, Guðmundur Gíslason, brúarsmiðs og ömmu hans, sem fylgdi karli 52 - VERKSTJÓRINN

sínum að ánum og var oftar en ekki matráðskona hjá brúarvinnuflokknum, sem hann stýrði. Jafnframt matargerðinni var það hlutskipti ömmu Guðmundar að gæta guttans sumarlangt frá fyrsta ári. Guðmundur Gíslason, brúarsmiður var enginn nýgræðingur í brúarbyggingum er honum var falið að stjórna byggingu þessara mannvirkja árið 1943 því vinnu við brúargerðir hóf hann við Hvítá þegar brúin við Ferjukot var byggð árið 1928. Guðmundur lét af verkstjórn aldurs vegna árið 1978 en það ár tók dóttursonur hans, Guðmundur Sigurðsson, við starfinu en í brúarvinnuflokki afa síns var hann þá búinn að starfa frá fjórtán ára aldri eða frá árinu 1969 að telja. Ætla hefði mátt að það lægi nokkuð beint við að Guðmundur færi á samning hjá afa sínum til að nema trésmíði en sú varð ekki raunin. Þeir voru sammála um það nafnarnir að betri kostur væri fyrir strákinn að leita á önnur mið og auka þannig við þekkingu sína og færni. Guðmundur lærði því iðn sína hjá Trésmiðjunni Fróða, Blönduósi og var meistari hans þar Einar Evensen. Námi sínu lauk hann vorið 1975 og var síðan flokksstjóri hjá afa sínum þar til hann tók við verkstjórn af honum 1978 sem áður segir. Að undanskyldum þeim tíma sem Guðmundur stundaði trésmíðanám hjá Fróða hefur hann verið starfsmaður Vegagerðar ríkisins. Með góðum vilja má telja árin hans hjá Vegagerðinni allt frá því fyrsta, sem almættið gaf honum. Ritstjóri lét ógert að inna Guðmund eftir afrekum hans fyrsta áratug ævinnar af þeirri einföldu ástæðu að hann áleit að þau ár kunni guttinn að hafa verið afa sínum meira til ógagns en gagns við brúarsmíðar hans. Starfi brúarvinnuflokks Guðmundar er í stórum dráttum þannig háttað að á vetrum er vinnustaðurinn trésmíðaverkstæði Vegagerðarinnar á Hvammstanga

Brúin yfir Djúpadalsá. Ljósm.: ÁBÁ.


Brúin yfir Húseyjarkvísl við Varmahlíð. Ljósm.: ÁBÁ.

en á sumrin er unnið að nýbyggingu brúa eða viðgerðum þeirra vítt og breitt um landið. Flokkurinn er með öðrum orðum staðsettur á Hvammstanga og þaðan er hann gerður út á mörkina. Í dag eru níu menn fastráðnir í brúarvinnuflokknum en áður fyrr voru þeir fimm og lausamönnum þá gjarnan bætt við yfir sumartímann. Hér áður fyrr var miðað við að yfirgefa verkstæðið eftir páska eða í byrjum maí og halda á vit vatnsfalla, sem brúa þurfti eða til viðgerða á áður byggðum brúm. Við árnar var síðan dvalið fram í lok nóvember ár hvert. Flest er breytingum undirorpið í heimi hér og svo er með brúarvinnu sem aðrar framkvæmdir. Með batnandi veðurfari er komin meiri samfella í þessa vinnu við árnar og er vetrartíminn nú mikið notaður til framkvæmda við brúarsmíði. Fyrir kemur að brúarvinnuflokkurinn er með fleiri en eitt verk í vinnslu á sama tíma og stýrir þá Sigurður Hallur, bróðir Guðmundar og aðstoðarverkstjóri hans, þeim flokki sem ekki er í umsjá Guðmundar. Aðspurður telur Guðmundur sig hafa starfað við nýbygginu og algera endurbyggingu rúmlega nítíu brúa. Viðgerðir og endurbætur gamalla brúa hleypur á einhverjum hundruðum og til marks um fjöldann má nefna að árið 2010 voru viðgerðir framkvæmdar á 35 brúm. Til að finna nákvæma tölu, yfir allar brýr sem

Guðmundur hefur unnið við, dugar vart minna en að yfirfara reikningshald Vegagerðarinnar svo sem eins og einn mannsaldur aftur í tímann. Þó að hresst hafi verið upp á 35 brýr árið 2010 þá eru þess dæmi að viðgerð einnar brúar hafi staðið yfir í 12 ár. Vafalítið hafa flestir ef ekki allir ekið yfir þessa brú meðan á viðgerð hennar stóð án þess að hafa tekið eftir brúarvinuflokknum, sem þar var að störfum en hér er um hina 520 metra löngu Borgarfjarðarbrúar að ræða. Vinna við burðarvirki brúarinnar hófst árið 1998 og henni lauk ekki fyrr en árið 2010. Þar sem verkið var bæði vandasamt og hættulegt skal því lýst nokkru nánar. Tólf steypustöplar halda brúargólfinu uppi og var steypan farin að gefa sig og í þá komið mitti á þriggja metra kafla við sjávarmál eða öllu heldur þar sem þeir koma sjaldnast úr sjó. Álitið var að skemmdirnar mætti rekja til óæskilegs samspils súrefnis og seltu. Viðgerðin fólst í að hreinsa ónýta steypu utan af stöplunum og steypa utan á þá nýja kápu. Til þess að geta unnið verkið var smíðuð stór stálkápa, sem spennt var utan um stöplana. Kápan var í fjórum 10 tonna einingum og til að koma þessari 40 tonna ferlíki fyrir var hver eining hengd á brautir neðan í brúargólfinu við þann stöpul sem gera átti við hverju sinni. VERKSTJÓRINN - 53


Brúin yfir Vatnsdalsá sem einnig er kölluð Hrausakvísl á þessum stað. Ljósm.: ÁBÁ.

Einingunum var síðan slakað niður og inn að stöplunum og þær boltaðar þar saman. Vinnurými á milli stálkápu og stöpuls var um 80 til 100 sm. Öfugmæli væri að segja að næðisamt hafi verið á þessum vinnustað. Dynur bílaumferðar leiddi niður í gegnum brúargólfið, hávaði frá dælu, sem puðaði við að halda vinnurýminu þurru og organdi hávaði sjávar, sem buldi utan á stálkápunni. Við suma þætti verksins var björgunarsveitin í Borgarnesi kvödd til aðstoðar og voru þeir þá gjarnan á björgunarbáti sínum. Allir sem um Borgarfjarðarbrú fara taka eftir boðaföllum sjávar þegar hann ryðst undir brúna á aðfalli og útfalli. Færri gera sér þó sennilega grein fyrir hraða sjávar þegar hann þrengir sig undir brúna. Níu mílur urðu þeir að keyra björgunarbátinn sveitar-

Brúin yfir Melrakkadalsá við Sólbakka. Ljósm.: ÁBÁ. 54 - VERKSTJÓRINN

menn í Borgarnesi til að halda honum á sama stað við stálkápuna. Með öðrum orðum þá er straumhraðinn þarna undir brúnni 9 mílur. Þessum vinnustað þurftu menn að sýna fulla virðingu og orðið aðgát var þar lykilorð. Ekki hefði þurft um að binda hefði maður dottið í strauminn og undir hælinn lagt að ná þeim manni aftur lifandi á þurrt jafnvel þó að björgunarbátur væri til staðar. Það væri að æra óstöðugan að telja upp, þó að ekki væri nema nýsmíði brúa, sem Guðmundur hefur stjórnað en smá sýnishorn má berja augum á þjóðvegi eitt á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ritstjóri gerði sér það eitt sinn til dundurs að telja einbreiðu brýrnar á milli þessara staða og birti talninguna í Verkstjóranum árið 1996. Þær einbreiðu reyndust tólf talsins á nefndu ári. Enga slík brú er nú að finna á þessari leið og á Guðmundur drjúgan þátt í afnámi þeirra. Má þar nefna brúna yfir ána í Öxnadal við Gloppu, Djúpadalsá í Skagafirði, Húseyjarkvísl við Varmahlíð, Giljá við Stóru Giljá, Vatnsdalsá við bæinn Hnausa en þar gengur áin gjarnan undir nafninu Hnausakvísl, Gljúfurá á sýslumörkum Húnavatnssýslna, Melrakkadalsá við Sólbakka, Víðidalsá, Svertings staðaá á Hrútafjarðarhálsi, Hrútafjarðará norðan nýja Staðarskálans, Selá sunnan sama skála, Ormsá við símstöðina í Hrútafirði, ræsi á Miklagili norðan í Holtavörðuheiði, brú á Norðurá í heiðarsporði að sunnan, Búrfellsá, sem rennur í Norðurá ofan Fornahvamms og Litluá við Hvamm í Norðurárdal. Rétt er að geta þess að nokkrar einbreiðar brýr hafa


verið aflagðar á þjóðveginum á milli Reykjavíkur og Akureyrar vegna breytinga á vegastæðum. Þar sem yfir ár hefur þurft að fara hafa undantekningarlaust verið byggðar tvíbreiðar brýr. Fá tilbrigði náttúrunnar er tilkomumeira en fallegar ár, sem á lognfylltum sólskinsdögum liðast um græna dali. Þó að brúarvinnuflokkar fái vissulega svona daga þá eru þeir í minnihluta þess tíma, sem dvalið er við árnar. Ritstjóri hafi spurnir af vinnu Guðmundur og bróður hans Sigurðar Halls, sem þeir framkvæmdu fyrir nokkrum árum, þá þeir byggðu stórt ræsi í Þverá, sem rennur úr Garðsárdal í Eyjafjarðarsveit. Veður voru válynd þegar þessi vinna stóð yfir, áin í klakaböndum og frostið 10°C til 12°C. Ísskarir voru á báðum bökkum og krapi í ánni. Fyrir hvern meðal Jón hefði öll vinna við ræsagerð þótt útilokuð. Standa varð í vöðlum út í helkaldri ánni við að koma fyrir þeim búnaði, sem til ræsagerðar þurfti. Ekki var að sjá að þeim bræðrum þætti mikið til koma og höguðu þeir vinnu sinni á þann hátt að á meðan annar vann úti í ánni stóð hinn fyrir framan olíukynntan Master hitablásara, sem þíddi af honum klakann og hitaði á honum kroppinn fyrir næstu törn í ánni. Við þessar aðstæður puðuðu þeir bræður frá morgni til kvölds og var ekki að sjá að þeim væri til muna brugðið. Það er trúa ritstjóra að menn verði að vera nokkuð vel af Guði gerðir til að líkaminn þoli slíka meðferð. Sem þekkt er dregst æðakerfi manna saman við kulda en þenst út við hita með tilheyrandi þrýstingsbreytingum. Þrýstingsbreytingum sem geta valdið skaða en ætla má af ofansögðu að blóðpípulögn þessara karla sé óvenju teygjanleg. Ritstjóra er kunnugt um að verktakar hafa í gegnum árin litið hýru auga til brúarbygginga og sjá ofsjónum yfir því að ríkið skuli standi í þessu brúarvafstri. Sannleikur mun aftur á móti sá að tilvist brúarvinnuflokka ríkisins byggist á fyrirvaralausum við-

Brúin yfir Norðurá sunnan á Holtavörðuheiði. Ljósm.: ÁBÁ.

Gamla brúin yfir Víðidalsá. Ljósm.: ÁBÁ.

Nýja brúin yfir Víðidalsá. Ljósm.: ÁBÁ.

brögðum þeirra ef óhöpp og tjón skella snögglega yfir þessi mannvirki. Ávalt viðbúnir. Það hefur nefnilega sýnt sig oftar en einu sinni að ekki er ónýtt að eiga tiltæka menn með reynslu og þekkingu á þessu sviði þegar náttúran fer hamförum. Þetta kom berlega í ljós er brúna yfir Gígju tók af 1996 þá Gjálp gaus og Grímsvötn hlupu fram með slíkum ofsa að enginn núlifandi maður hafði séð annað eins. Þá var brúarvinnuflokkurinn frá Hvammstanga undir stjórn Guðmundur Sigurðsson kvaddur til, brúarvinnuflokkur frá Vík í Mýrdal, sem Jón Valmundsson stjórnandi og brúarvinnuflokkur frá Reykjavík, sem Haukur Karlsson fór fyrir. Þessir þrír brúarvinnuflokkar reistu á skömmum tíma nýja bráðabirgða brú á Gígju og gerðu við miklar skemmdir, sem urðu á Skeiðarárbrú í hlaupinu. Vorið 1994 gerði mikið vatnsveður í Húnavatnssýslu, sem meðal annars hafði þær afleiðingar að vatnsVERKSTJÓRINN - 55


Brúin yfir Hrútafjarðará við Staðarskála. Ljósm.: ÁBÁ.

elgurinn gróf undan ræsi við Stóru Giljá og þjóðvegur eitt pompaði niður í ána. Það mun hafa verið um miðnætti, sem yfirborð vegar hvarf í ána og var brúarvinnuflokkurinn á Hvammstanga strax til kvaddur. Hægt var að ganga að efni, sem Vegagerðin átti á lager í Reykjavík, og var því með hraði hent upp á bíla, sem brunuðu með það norður. Klukkan átta að morgni var efnið komið á árbakkann og vinna hófst við tengingu þjóðvegar eitt. Bráðabirgða brú var smellt yfir ána ofan vegar og umferð á hana hleypt klukkan ellefu um kvöldið eða 23 klukkustundum eftir að tjónið átti sér stað. Svo stutt er síðan að brúin yfir Múlakvísl tók af að öllum ætti að vera í fersku minni sú atburðarrás öll. Fram hefur komið hér að ofan að það tók brúarflokkana frá Hvammstanga og Vík í Mýrdal 96 klukku stundir að byggja bráðabirgðar brú á fljótið. Brúin var byggð á þurru og ánni síðan veitt undir hana í verklok. Verktilhögun var í grófum dráttum sú að Hvammstangamenn sáu um burðarvirki brúarinnar. Vökvaknúinni niðurrekstrarvél sá um að reka 13 metra langa burðarbita 10 metra niður í sandinn. Víkurmenn sá um að smíða brúardekkið og var sú vinna framkvæmd til hliðar við brúna og dekkið híft í einingum upp á burðarvirkið. Vart þarf að taka fram að allar svona framkvæmdir eru hannaðar af verkfræðingum og tæknimönnum áður en að sjálfri framkvæmdinni kemur. Ekki eru allar brúarframkvæmdir bundnar umferðarþunga og til marks um það má til gamans geta þess að á haustdögum vann Guðmundur við endurgerð brúar, sem byggða var árið 1899 yfir Öndólfsstaðaá í Þverárhlíð Borgarfirði. Þessi 112 ára gamla brú er 56 - VERKSTJÓRINN

ekki lengur í vegasambandi en haldið við af minjadeild Vegagerðarinnar. Hlutverk brúarinnar verður einfaldlega það eitt að vera gönguleið yfir ána að kirkjunni í Norðtungu. Ritstjóri gat ekki stillt sig um að inna Guðmund eftir því hvort hann ætti ekki syni sem tækju við brúarsmíðinni af honum. Slíkt mun ekki í augsýn þó að syni eigi hann tvo og eina dóttur með konu sinni Sóleyju Ólafsdóttur. Eldri sonur þeirra hjóna, Guðmundur Valur, er verkfræðingur og vinnur hjá Verkfræðistofunni Eflu Reykjavík. Þó að starfvettvangur Guðmundar Vals sé ekki á árbakkanum þá hefur hann tekið þátt í hönnun margra göngubrúa og mislægra gatnamóta í Reykjavík svo og brúnni yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi. Yngri sonurinn, Sigurður Þór, lærði smíðar hjá föður sínum en venti sínu kvæði í kross, lærði búfræði og í framhaldi af búfræðinni fór hann í framhaldsnám í búvísindum. Sigurður Þór býr nú búi sínu að Holti í Þistilfirði og er að auki ráðunautur hjá Búgarði á Akureyri. Dóttirin, Sigríður Ása, hefur aðeins komið að vinnu við brúarsmíði með námi sínu en hún er búfræðingur og stundar nú nám í búvísindum. Aðspurður segir Guðmundur að heilt yfir hafi öll verk gengið ótrúlega vel, sem hann hafi haft umsjón með. Hann hafi átt því láni að fagna að verkstýra frábærum starfsmönnum og yfirmenn hans hafi upp til hópa verið úrvalsmenn. „Verkstjórinn“ óskar Guðmundi þess að þar verði engin breyting á. ÁBÁ.

Gamla brúin yfir Þverá í Eyjafirði og ræsið neðan hennar sem byggt var í hörku frosti. Ljósm.: ÁBÁ.


Sveinn Egilsson, varaformaður VAN. Eggert H. Jónsson, formaður VAN. Gunnar B. Gestsson, gjaldkeri VAN.

Vatnsendi Stjórn Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis hefur í nokkur ár haft það á stefnuskrá sinni að byggja nýtt orlofshús á Vatnsenda þar sem gamla húsið var ekki talið standast kröfur tímans. Í september síðastliðnum var tekin skóflustunga að nýju 90 fermetra húsi og samningar undirritaðir við byggingaraðila í Ólafsfirði um að reisa húsið í vetur þannig að það standi fullbúið til útleigu á landareign félagsins í byrjun júní 2012.

Gamla húsið á Vatnsenda, sem var fyrsta orlofshúsið á landinu í eigu verkstjóra, er nú laust frá grunni sínum og bíður brottfarar en flytja á það af staðnum í heilu lagi. Hvar frá húsinu verður síðan gengið er enn ekki vitað en sá aðili sem sér um flutning þess af staðnum eignast það um leið og komið er út fyrir landamerki Vatnsenda. ÁBÁ.

VERKSTJÓRINN - 57


Ektafiskur ehf. Hauganesi

Hauganes. Ljósm.: ÁBÁ.

Á Hauganesi við Eyjafjörð er starfrækt fyrirtæki sem sérhæft hefur sig í framleiðslu á saltfiski. Þessum gamla góða, sem saltaður var í stæður og þurfti ekki að þola nútíma sprautumeðferð. Raunveruleg gæðaframleiðsla, sem byggir á verkunaraðferðum föður þess og afa sem nú rekur nefnt fyrirtæki. Í dag eru starfsmenn átta til tíu talsins, sem ekki er lítið hlutfall þeirra sem staðinn byggja. Vöruflokkar, sem fyrirtækið sendir á markað, eru um 30 talsins. Áður en að umfjöllun um Ektafisk ehf. kemur er

Höfuðstöðvar og aðgerðarhús Ektafisks ehf. Hauganesi. Ljósm.: ÁBÁ. 58 - VERKSTJÓRINN

ekki úr vegi að líta á upp úr hvaða jarðvegi fyrirtækið er sprottið. Til að svo megi vera þarf í raun að renna yfir svið um miðbik síðustu aldar. Þá var saltfiskurinn unninn að mestum hluta úr fiski, sem aflað var í Eyjafirðinum af opnum trillum og af litlum þilfarsbátum, sem sótt gátu Elvar Jóhannesson, út úr firðinum til fanga. framkæmdastjóri. Vinnulag við öflun afla og frágang hans er nú að mestu eða að öllu leyti aflagt. Með breyttum útgerðarháttum og vélvæðingu hefur allt sem áður var runnið sitt skeið. Venjulegur róður báta hófst með því að krækja agni á öngla og hringa línuna ofan í bala. Bölunum var síðan komið um borð í báta og úr þeim rann línan í sjóinn þegar bátarnir voru komnir á miðin. Eftir að línan hafði legið í sjó var hún dregin um borð með handafli eða spilum, með þeim fiskum sem á henni voru, og hún hringuð ofan í balana. Í land komin var línan stokkuð og fólst sú vinna í að greiða línuna upp úr bölunum, snúa öngultauma ofan af línunni, laga öngla, endurnýja öngultauma og hengja línuna í stokkum upp til þerris.


Öllu jafnan var gert að afla bátanna á þeim bryggjustertum, sem teygðu sig fram úr fjöruborðinu eða þegar best lét í aðgerðarhúsum, sem hvorki héldu vatni né vindum. Aðgerðin á fiskinum var fólgin í að skilja hausinn frá bolnum, fjarlægja innyfli og skera í burtu dálkinn aftur undir gotrauf. Eftir þessa aðgerð var fiskurinn saltaður í stæður og þar var hann geymdur í einhverjar vikur. Umsalta þurfti fiskinn einu sinni og fólst sú vinna í að rífa hann upp úr stæðunni og strá salti í hann að nýju. Næsta skref í vinnsluferlinu var að þvo fiskinn vel, skrúbba hann með stífum burstum og breiða á þurrkgrindur eða í fjörur til sólþurrkunar. Að kvöldi hvers dags var fiskurinn tekinn saman og honum raðað hverjum ofan á annan í ferhyrndar stæður, sem kölluðust stakkar. Það fór síðan eftir veðri hve oft þurfti að breiða fiskinn þar til hann var orðinn nægjanleg þurr. Til útflutnings var þurrfiskinum raðað í 50 kílóa pakkningar, strigi saumaður utan um vöruna og henni komið um borð í flutningaskip. Á þessum góðu gömlu dögum Íslandssögunnar var lífið saltfiskur. Þó að lífið snúist ekki alfarið um saltfisk í dag þá eru enn til menn sem helgað hafa saltfiskinum lífshlaup sitt. Einn þessara manna er Elvar Reykjalín Jóhannesson, sem á og rekur fyrirtækið Ektafisk ehf. á Hauganesi ásamt Guðlaugu konu sinni og þremur dætrum, Evu, Ellý og Lísbet. Nú eru barnabörn þeirra hjóna farin að taka til hendinn í saltfiskinum, fimmta kynslóðin. Þar sem ritstjóra fýsti að kynnast þessum rekstri nánar þá renndi hann út á Hauganes og náði tali af Elvari. Það kom fljótt í ljós að Elvar hefur lifað saltfisktímana tvenna því að hann náði í skottið á veiðum og verkunaraðferðum fyrri tíma. Sjómannsferil sinn hóf hann 12 ára gamall á trillu með manni úr þorpinu, sem gekk undir nafninu Sveini í Steinnesi og þar var hann í þrjú sumur. Sveini gerði aðeins út á sumrin eins og nokkrir aðrir einstaklingar úr plássinu þar með taldir kennarar við barnaskóla staðarins. Hver trillukarl hafði sitt NL númer, sem stimplað var á fiskipakkana, þannig að auðvelt var að rekja vöruna til framleiðanda. Svona vildu menn hafa það. Ekkert samkrull. Standa og falla með eigin gerðum. Sumar þessara útgerða voru smáar í sniðum og afrakstur sumarsins ef til vill ekki nema 3 til 5 tonn af saltfiski en á Árskógsströnd einni voru framleiðendur 10 til 15 talsins.

Elvar minnist þess að stundum hafi verið erfitt að rífa sig frá fótboltanum og öðrum leikjum þegar Sveini í Steinnesi ákvað að róa. Kom þá fyrir að tár vættu hvarma Hnakkastykki. og að snúa þurfti baki í karlinn svo að hann yrði einskis var. Standa varð sína plikt hvað sem tautaði og raulaði. Annað þekktist ekki og eftirgjöf við sjálfan sig var út úr Beinagarður. myndinni. Upp úr trillu Sveina í Steinnesi steig Elvar 15 ára gamall og fór um borð í 12 tonna bát, sem faðir hans eignaðist 1953 og átti til ársins 1974. Báturinn hét Sævaldur EA-35 og var smíðaður árið 1941 í Skipasmíðastöð KEA fyrir aðila í Flatey en þar hét hann Sævaldur TH-60. Frá Hauganesi var bátnum haldið til veiða yfir vetrarmánuðina og minnist Elvar kulda og vosbúðar í

Elvar Jóhannesson í aðgerð. Ljósm.: ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 59


Níels Jónsson EA106 á landleið með svanga farþega. Ektafiskur ehf. slær á hungurverkina.

vetrarróðrunum. Allt fraus sem frosið gat og til að sjá út um brúargluggana var úðað á þá spritti að innan því annars lagðist ísinn yfir glerið. Báturinn var á netaveiðum og voru netin lögð á 150 til 200 faðma dýpi og ætlaði allt sundur að ganga við drátt þeirra. Til marks um dýpið þá tók það 20 til 30 mínútur að ná drekanum inn fyrir lunninguna. Í brælum voru menn oft illa loppnir á drættinum. Lítið betra tók við þá í land var komið og í aðgerð

staðið. Pikka varð allan afla úr lest bátsins upp á dekk og þaðan upp á bryggju þar sem fiskurinn var hausaður og slægður. Því næst var aflanum ekið í hjólbörum upp í aðgerðarskúr hvers veggir voru úr einfaldri timburklæðningu og þakið úr blikkplötum. Engin einangrun á veggjum né þaki. Í þessum kumbaldi var fiskurinn flattur og saltaður. Svo biturt gat frostið orðið í skúrnum að frostskán myndaðist á pæklinum, sem þar var jafnan til staðar. Aðeins eitt orð nær yfir þetta vinnulag. Vinnulag sem allar útgerðir við fjörðinn ástunduðu. Þrældómur. Nýr þilfarsbátur kom til sögunnar árið 1974 og var það Víðir Trausti EA-517, smíðaður á Seyðisfirði 1971 og af stáli gerður. Trausti sf. Hauganesi var skráður eigandi bátsins en að félaginu stóðu bræðurnir Jóhannes Reykjalín og Sigurður Traustason, synir Jóhannesar þeir Elvar og Ragnar og synir Sigurðar þeir Hilmir og Jón G. Báturinn var í eigu Trausta sf. til ársins 2000. Í framhaldi að þessum bátakaupum var byggt vegleg fiskverkunar hús, sem breytti allri vinnu við verkun aflans í landi til betri vegar. Seinna var fiskverkunarhúsið við hliðina keypt og hafði fyrirtækið þá yfir að ráða um 500 til 600 fermetra gólffleti. Ektafiskur ehf á nú annað húsið og Ragnar bróðir Elvars hitt.

Áður frystihús KEA á Hauganesi. Ný eldhús Ektafisks ehf. Ljósm.: ÁBÁ. 60 - VERKSTJÓRINN


Á vegamótum. Ljósm.: ÁBÁ.

Upphafið að Ektafiski ehf. má rekja allt til unglingsára Elvars Reykjalíns, sem þá þegar var farinn að velta því fyrir sér hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að ná meira verðmæti úr aflanum. Honum blöskraði að sjá menn henda saltfiskpökkunum á vörubílspalla og labba þar ofan á hverju laginu af öðru við að hlaða bílana. Horfandi á þessar aðfarir ákvað hann hætta ekki fyrr en honum tækist að koma saltfiskinum í neytendavænni pakkningar og ná á þann hátt meira verðmæti úr aflanum. Fyrsta skrefið var tekið um borð í Víði Trausta árið 1991 þegar Elvar fór að nota frítíma sinn um borð til að flaka fiska þá aðrir sváfu. Flökin setti hann í sjófyllt kör, sem kona hans ásamt Önnu konu Jóns G., meðeiganda hans, söltuðu þá í land var komið. Verkun flakanna var framkvæmd í 10 fermetra afdrepi í fiskhúsi Trausta sf. og þar fæddist Ektafiskur sem deild innan Trausta sf. Úr þessu afdrepi var fiskurinn borinn í bökkum út í frystigám og þar beið hann þess að fara á markað. Árið 1996 opnaði fyrirtækið tvær litlar saltfiskverslanir á Spáni í samstarfi við þarlenda aðila.

Önnur verslunin var staðsett í Madrid og hin í Barselóna en þessi markaðssókn gekk ekki upp og tapaði fyrirtækið þarna allmiklum peningum. Á því herrans ári 2000 keypti Elvar Ektafisk út úr Trausta sf. en fram til þess tíma hafði Ektafiskur verið rekið sem deild innan þess fyrirtækis eins og fram hefur komið. Árið 2006 keypti Ektafisk ehf. lítið hús við hliðina á fiskhúsunum, sem áður hafði verið frystihús KEA á Hauganesi. Húsið var innréttaði alveg upp á nýtt og því breytti í fullkomið eldhús, sem stenst allar þær kröfur, sem til slíkra vinnustaða eru gerðir. Þessi framkvæmd var gerð með það að leiðarljósi að vinna saltfiskinn enn meira en áður hafði verið gert þannig að hann gæti farið beint á disk neytandans án viðkomu í pottum þeirra. Árin 2007 og 2008 störfuðu þarna tveir til þrír menn en við hrunið í október 2008 breyttist neyslumunstur þjóðarinnar og allir hlutir fór meira og minna á skjön. Eldhúsdæmið gekk því ekki upp að öllu leyti en í dag er eldhúsið nýtt til matargerðar fyrir gestahópa, sem að garði bera. Maturinn er þá gjarnar framreiddur við langborð í fiskhúsinu og kallast þangað kominn „Veitingar í vinnslusal“. Oft er þarna um 15 til 30 manna hópa að ræða, sem gæða sér á frambornum veitingum. Fyrir kemur að saltfiskur er skorinn í öðrum enda hússins en veitingum gerð skil í hinum enda þess. Kunna gestir vel að meta þessa tilhögun. Ektafiskur ehf. þjónustar þarna fleiri en sína eigin gesti því að á Hauganesi er starfrækt útgerðarfyrirtæki, sem gerir út bátinn Níels Jónsson EA-106. Auk hefðbundinna veiða er báturinn notaður til hvalaskoðunar og stangveiða. Sennilega eru það eins-

Sýnishorn og vöruflokkun. Ljósm.: ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 61


dæmi að hægt sé að gera venjulegan fiskibát út til mannflutninga en bátnum er svo vel við haldið og snyrtimennska eiganda slík og að farþegunum býður ekki í grun að hann sé notaður til annarra hluta en skemmtisiglinga. Mjög góð samvinna er á milli þessara tveggja fyrirtækja og njóta gestir, sem sækja Hauganes heim, góðs af. Eins og fram hefur komið eru vöruflokkar Ektafisks ehf. um þrjátíu talsins og má fræðast nánar um þá á heimasíðu fyrirtækisins www.ektafiskur.is Það segir sig sjálft að ef hægt er að ná 30 vöruflokkum úr einum fiski þá er hann nýttur til hin ýtrasta. Sem dæmi um nýtinguna þá eru beingarðar útvatnaðir, settir í marningsvél þannig að holdið losnar frá beinum og úr þessu hráefni búnar til 10 gramma saltfiskpartíbollur. Úr saltfiskkurl, sem til fellur þegar fiskurinn er snyrtur, eru matbúnir margskonar saltfiskréttir. Saltfiskfiðrildi er heitið á kviðuggum og holdinu í kringum þá. Nýjasta afurðin er Heilsu fiskbollur en þar er búið að fjarlægja öll ofnæmisvaldandi efni. Eftir sölu Víðis Trausta Saltfiskfiðrildi. EA-517 hefur fiskur til framleiðslunnar verið aðkeyptur. Hann er að mestu leiti stór línufiskur en einnig sjófryst flök af golþorski úr togaraafla og koma flökin þá frosin á brettum. Flökin eru látin þiðna, þau söltuð og látin liggja í salti í nokkra mánuði áður en þau eru útvötnuð, frá þeim gengið í tilheyrandi pakkningum og þau send þannig á markað. Afköst fyrirtækisins undanfarin ár hefur verið 300 til 500 tonn afurða. Síðustu árin hafa verið fyrirtækinu erfið. Skuldir tóku stökkbreytingu við hrunið 2008 og lánsupphæðir hækkuðu um helming svo sem hjá öðrum lánþegum. Þessum hremmingum lauk í raun ekki fyrr en á þessu ári er fyrirtækið náði viðunandi samkomulagi við lánastofnanir. Með samkomulagi við nefndar stofnanir komst Ektafiskur ehf. fyrir vind og brotsjóir á bæði borð koðnuðu niður. Í dag segist Elvar ná góðum nætursvefni en því væri ekki að neita að frá hruni til þessa tíma hafi andvökunætur verið margar. Ekki fer á milli mála að 62 - VERKSTJÓRINN

Elvar Reykjalín heldur á flaki af stórþorski úr afla togara. Ljósm.: ÁBÁ.

ábyrgð rekstraraðila í litlu sjávarplássi er mikil því við blasir að fjöldi heimila á Hauganesi á mikið undir rekstri þessa fyrirtækis. Það hefur sýnt sig að Elvar leggur allt í sölurnar til að halda uppi vinnu í þorpinu sínu enda segist hann hvergi annar staðar vilja vera. Hann hefur á orði að ef til vill sé hann bara greindarskertur að eiga sér þann draum að vinna við saltfiskverkun og að geta veitt fólki í þorpinu sínu atvinnu. Þó sumum kunni að finnast það sýna litla greind að vinna í fiski alla ævi þá lætur Elvar sér fátt um finnast og segist ekki geta hugsað sér annað því að vinnan sé svo skemmtileg. Hann segist hlakka til á hverjum morgni að komast í vinnuna og fara að sýsla með fisk og hitta starfsfólkið, sem flest á tíu ár að baki hjá fyrirtækinu. Í dag er ekki annað að sjá en að blússandi gangur sé á fyrirtækinu og er ósk „Verkstjórans“ sú að svo verði áfram um ókomin ár. ÁBÁ.

Hér áður fyrr myndaðist of mikill skyldleiki í samfélögum einangraðra byggðarlaga. Góður maður orðaði það svo að þar væri hvert barn undan öðrum hverjum manni.


Það á land sem þráir

Ljósm.: Gestur Hansson.

Feykir snjá um heiðar há heldur grimmur að líta á Yglir brún Um jörð og tún alhvít raunar verður hún Sendir fjúk og sýnist þá sem mjúkur dúkur jörðu á Hrökklast hnúkar undir feld Hnykklast lúkur að ég held Bruna þá um heiðar há brynvarðir að líta á Drynja skörð og titrar jörð undan langri bílahjörð Hugsar hver á undan fer Hér er það sem fjörið er Eftir sér á annað far Ætlað þér, já veistu hvar

Löngum hér ég land mitt sá Ljúf var þrá, en hafði þá hugsun smá að hirða það og hlífa þessum þjáða stað Þig ég bið að gefi grið ættjörð vorri, gæfu og frið Víst er satt með hvítan hatt ægifagurt slétt og bratt Ósk mín fræði unga menn er þræða hérna fjöllin senn Yfir slæðu bæði og fönn sendi gæfu hún er sönn Heim ég vona heill þú náir Hingað sóttu áður fáir Þessi þjóð sem fræi sáir Það á land sem þráir. Þorbjörg S. Gísladóttir

Unnir það þá þessum stað Þeirra er að vita það Víst er þá Að ekki má áfram æða til og frá VERKSTJÓRINN - 63


Heim að Hólum

Gvendarbrunnur og Hólar í Hjaltadal. Ljósm.: ÁBÁ.

Að 34. þingi VSSÍ loknu var þingfulltrúum, mökum og starfsliði þingsins boðið til skoðunarferðar að Hólum í Hjaltadal. Ekið var á tveimur rútum, án viðkomu, frá þingstað og heim að hinu forna biskupssetri að Hólum. Í mynni Hjaltadals er farið yfir Hjaltadalsá og ekið meðfram henni þar sem hún liðast um dalinn. Heim að Hólum komin var hópnum skipt upp í fjórar einingar, sem hverri fyrir sig var leiðbeint um staðinn af heimamönnum, sem gáfu fólki innsýn í söguna. Í stuttri grein verður saga Hóla ekki rakin út í hörgul en stiklað skal á helstu kennileitum. Allir þekkja og vita að Hólar í Hjaltadal hafa í gegnum aldirnar verið einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins og svo er að mörgu leyti enn. Upphafið má rekja til þess er Norðlendingar risu upp og kröfðust mótvægis við biskupsstólinn á Skálholti og var þeirri kröfu mætt með biskupstóli að Hólum. Hólar voru gerðir að biskupssetri 1106 og gaf séra Illugi Bjarnarson jörðina til þessa brúks. Fyrstur til að gegna biskupsdómi á Hólum var 64 - VERKSTJÓRINN

Jón Ögmundsson (1052 – 1121) en hann sat Breiðabólsstað þegar hann var tekinn til biskups. Jón gekk á fund páfa í Róm og var vígður til starfans árið 1106. Jón var umsvifamikill embættismaður og kom því meðal annars til leiðar að tekin voru upp íslensku daganöfnin eins og þau eru í dag. Skóla rak Jón á Hólum og kvaddi til kennslunnar erlenda menntamenn. Biskupsetur var á Hólum frá 1106 til 1798 eða í sjö aldir samfellt og sátu alls 26 biskupar staðinn þar af 23 fyrir siðaskiptin og 13 eftir þau. Seinasti Hólabiskup var Sigurður Stefánsson (1789 – 1798) en að honum látnum var stóllinn lagður niður árið 1801 og eignir seldar. Haft er fyrir satt að á fyrri hluta 16. aldar hafi


Nýibær. Ljósm.: ÁBÁ.

Hólastóll átt fjórða hluta allra jarða í Norðlendingafjórðungi eða 352 jarðir alls. Árið 1881 keypti Skagafjarðarsýsla Hóla og 1882 var stofnaður þar búnaðarskóli, sem enn er rekinn en nú undir nafninu Hólaskóli og býður hann upp á námsbrautir í hrossarækt, ferðamálum og fiskeldi. Núverandi dómkirkja var reist árið 1763 og undir átta legsteinum í gólfi hennar hvíla biskupar og ættmenn þeirra. Kirkjan er elsta steinkirkja landsins og sjöunda Hólakirkjan, sem reist hefur verið og jafnframt sú minnsta. Byggingarefni kirkjunnar er rauður sandsteinn og blágrýti, sem sótt var í Hólabyrðu en svo heitir fjallið norðan Hólastaðar. Snertispöl frá kirkjunni er tuttugu og sjö metra hár klukkuturn. Turninn er minnisvarði um Jón Arason, biskups, sem hálshöggvin var í Skálholti 7. nóvember árið 1550, ásamt sonum sínum tveim, vegna andstöðu við Lúterskan sið. Klukkuturninn var vígður árið 1950 á 400 ára dánarafmæli Jóns en undir gólfi hans hvíla bein þessa merka manns, sem flutti inn fyrstu prentsmiðju landsins árið 1530. Á flötinni neðan við dómkirkjuna stóð Auðunarstofa en hana reisti biskupinn Auðun hinn rauði Þorbergsson, biskup (1313 – 1322). Húsið var reist úr norskum timburstokkum og var hið stæðilegasta. Það var um aldir stærsta timburhús landsins að undanskyldum kirkjunum á Hólum og í Skálholti. Niðurrif þessa merkilega húss hófst 1810 og voru viðir þess seldir. Séra Bolli Gústafsson, vígslubiskup á Hólum (1991 – 2002) beitti sér fyrir byggingu á nýrri Auðunarstofu og er hún nýtt til fræðistarfa og fundarhalda. Húsið stendur á flötinni á milli kirkju og fjalls og er stokkhús í líkingu við hina upprunalegu Auðunarstofu. Nánast beint niður af Auðunarstofu er Gvendarbrunnur, sem er uppsprettulind helguð af Guðmundi Arasyni, biskupi hinum góða. Engin drykkjarföng eru

við brunninn og gat undirritaður því ekki fengið sér sopa af hinu helga vatni þó að þyrstur væri. Árið 1860 reisti séra Benedikt Vigfússon myndarlegt hús ofan við gamla biskupssetrið og nefnist það Nýibær. Búið var í bænum allt fram til ársins 1945 en frá árinu 1956 hefur bærinn verið í vörslu Þjóðminjasafnsins Íslands og hefur safnið staðið fyrir allmiklum viðgerðum á húsakosti síðustu áratugina. Nýibær er gott dæmi um byggingarmáta 19. aldar. Á þessum bæjum sneru burstir húsanna fram á hlaðið en bakhúsin lágu þvert á bæjargöng. Ekki er hægt að yfirgefa Hóla án þess að minnast á hesta en þar er rekinn einn stærsti reiðskóli landsins. Í húsi neðan Nýabæjar er safn, sem er tileinkað Íslenska hestinum. Utan á húsinu er þessi vísa Hjörleifs Kristinssonar á Gilsbakka. Dags er glæta þrotin þá, þokan vætir kinnar. Skjóna fætur skripla á, skuggum næturinnar. Safnið geymir reiðtygi, klakka og í raun allt, sem hefur með hestinn að gera. Staður þessi geymir mikla sögu, sem Hólamenn eru enn að bæta við. Áður en Hólar voru kvaddir voru veitingar fram bornar og gerði hópurinn þeim góð skil. Á leiðinni frá Hólum til Sauðárkróks læðist að mér vísa eftir Sigurður Óskarsson í Krossanesi, sem skráð var á safnvegginn um Íslenska hestinn. Fljót er nóttin dag að deyfa. Dimman færist yfir geym. Undir Blesa skröltir skeifa. Skyldi hún ekki tolla heim. Allt það sem undir rútunum skrölti tolldi heim til Sauðárkróks þar sem hver um annan þveran ruddist út úr farartækjunum til að hafa sig til fyrir veislu kvöldsins, sem var endahnykkur 34. þings VSSÍ. ÁBÁ.

Auðunarstofa. Ljósm.: ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 65


Hraðfrystihús Flateyrar hf. 1938-1943 Þegar heimskreppunnar tók að gæta á Íslandi árið 1930 komu áhrifin í fyrstu aðallega fram í verðfalli og sölutregðu útflutningsafurðanna. Féllu útflutningstekjur Íslendinga úr 80 milljónum árið 1928 í 48 milljónir 1931 og héldust á því bili allt til ársins 1937. Saltfiskur var langmikilvægasta útflutningsvara Íslendinga allt fram yfir 1930 en aðalmarkaðurinn fyrir hann voru löndin í Suður-Evrópu, einkum Spánn. Heimskreppan olli mikilli sölutregðu og verðfalli á þessum markaði og þegar borgarastyrjöld braust út á Spáni 1936, lokaðist sá markaður með öllu. Þjóðargjaldþrot hefði væntanlega blasað við Íslendingum ef ekki hefði annars vegar komið til stóraukin ísfiskssala til Bretlands og hins vegar mikil áhersla á eflingu síldarútvegs og síldarvinnslu.

Aflaleysi í kjölfar kreppu Kreppan fór ekki hjá garði á Flateyri og máttu útgerðarmenn þar horfa upp á hrun á mörkuðum og lágt fiskverð. Reyndar var talsverð gróska í útgerðinni í 66 - VERKSTJÓRINN

byrjun fjórða áratugarins þegar vélbátum fjölgaði og ársafli jókst ár frá ári. Nokkuð var um að fiskur væri seldur ferskur í ísfisktogara og árið 1933 stofnuðu útgerðarmenn á staðnum hlutafélagið Önund, sem byggði nýtt íshús svo frysta mætti fisk til útflutnings í stað þess að salta hann. Starfsemi síldarverksmiðjunnar á Sólbakka gekk líka ágætlega og veitti mörgum atvinnu yfir sumartímann. Undir miðjan áratuginn fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina þegar hvert aflaleysisárið tók við af öðru og afleiðingar heimskreppunnar skullu á af fullum þunga.

Tapaði öllu á útflutningi á ísuðum fiski Það var dag einn á þessum árum, að Súðin lagðist að bryggju á Flateyri og í land steig aðkomumaður frá Reykjavík sem vildi kaupa fisk og staðgreiða hann, sem þótti þá í hæsta máta óvenjulegt. Þarna var kominn Jón Jónsson byggingameistari í Reykjavík en Vestfirðingur að uppruna, fæddur í Krókshúsum á


Rauðasandi árið 1896. Fiskinn ísaði hann í trékassa og flutti til Englands með leiguskipi. Tregur afli á þessum árum varð hins vegar til þess að Jóni gekk misvel að fylla skipið og endaði tilraunin með því að hann missti allar sínar eigur. Ekki áttu Flateyringar von á að hafa meira af honum að segja þannig að óneitanlega urðu þeir undrandi þegar hann flutti með fjölskyldu sína til þorpsins til að setjast þar að árið 1933.

Jón „á öllum fjörðum“ Með komu Jóns hófust miklar framkvæmdir á Flateyri. Kom hann sér upp trésmíðaverkstæði og byggði íbúðarhús yfir sjálfan sig og aðra auk þess sem hann byggði bæði samkomuhús og kirkju. Var til hans leitað víðar af Vestfjörðum með byggingar á margvíslegum mannvirkjum. Íbúðarhús, samkomuhús, kirkjur, frystihús og fiskimjölsverksmiðjur byggði hann á Patreksfirði, Bíldudal, Súgandafirði og Bolungarvík og virtist geta verið alls staðar á svo að segja sama tíma. Var hann þess vegna af gárungunum kallaður Jón „á öllum fjörðunum“.

Hraðfrystihús Flateyrar hf. stofnað árið 1938 Það var hins vegar frystihúsarekstur sem varð stærsti þátturinn í starfi Jóns þegar fram liðu stundir. Þrátt fyrir að rekstur hlutafélagsins Önundar hefði gengið ágætlega í fyrstu, fór svo að Sparisjóður Önundarfjarða eignaðist frystihús félagsins á uppboði í desember 1937. Næsta vor barst sparisjóðnum bréf frá þeim Ásgeiri Guðnasyni, kaupmanni og útgerðarmanni á Flateyri, og Jóni Jónssyni, byggingameistara, þar sem óskað var eftir því að sparisjóðurinn seldi nýstofnuðu hlutafélagi á Flateyri, Hraðfrystihúsi Flateyrar

Úr vinnslusal Hraðfrystihús Flateyrar hf.

Endanlegur frágangur vörunnar til útflutnings.

hf., frystihúsið. Varð það úr og hóf Hraðfrystihús Flateyrar hf. starfsemi í júlí sama ár. Jón og Ásgeir munu hafa verið frumkvöðlarnir að stofnun félagsins en hluthafar voru fjölmargir.

15. smál. af filetteruðum karfa Sett var upp vélfrysting í húsinu auk frystiklefa og vinnslusala þar sem einkum var unninn skarkoli sem var flakaður og frystur fyrir Bretlandsmarkað. Í blaðinu Vesturlandi segir svo frá hinu nýstofnaða hraðfrystihúsi: „Hraðfrystihúsið á Flateyri starfar nú með krafti. Hefir það fyrir skömmu fengið hið nýja frystitæki Ben. Gröndals verkfræðings og lætur prýðis vel af notkun þess, eins og aðrir sem reynt hafa. Nýlega tók húsið til frystingar 15 smál. af filetteruðum karfa fyrir ríkisverksmiðjurnar. Verða gerðar tilraunir með sölu hans í Þýzkalandi og líklega víðar. Hraðfrystihúsið hefir og keypt talsvert af stórlúðu frá togurum þeim, sem stunda karfaveiðar og leggja aflann á land á Flateyri.“ (Vesturland, 9. júlí 1938, 106). Ægir, mánaðarrit Fiskifélags Íslands, flutti einnig fréttir af hinu nýja hraðfrystihúsi Flateyringa og sagði þar hafa verið tekna upp nýja veiðiaðferð sem ekki hefði verið stunduð á Vestfjörðum í mörg ár, þ.e. kolaveiði í lagnet: „Danir stunduðu þessar veiðar á Önundarfirði i 20 ár samfleytt, á árunum 1884-1904, og fluttu aflann út hálfsmánaðarlega. Nú eru Íslendingar að taka upp þessar veiðar aftur. Á Önundarfirði hefir maður einn stundað þessar veiðar í sumar og aflað fyrir rúmar 3000 kr. Sér til hjálpar hefir hann aðeins haft tvær dætur sínar og er önnur 10 ára, en hin 11 ára. Smálúðuveiðar hafa VERKSTJÓRINN - 67


klefar og tvö salerni. Fyrirkomulag allt á lauginni er hið haganlegasta. Áætlað er, að laugin hafi kostað hraðfrystihúsið um 20 þús. kr. Talið er, að Jón Jónsson framkvæmdarstjóri hafi átt hugmyndina að því að nota kælivatnið á þann hátt, sem að framan er lýst, og jafnframt að koma lauginni upp.“ (Ægir 1. júlí 1942, 171). Var sundlaugin í notkun næstu tvo áratugi en að þeim tíma liðnum var kerið orðið ónýtt.

Eigendaskipti árið 1943

Tækjasalur.

verið talsverðar á lóð nú haust og síðari hluta sumars. Smálúðan fer öll í frystihúsið.“ (Ægir, 1. sept. 1938, 202).

Atvinna fyrir 25–50 manns árið um kring Mjög góður markaður var fyrir hraðfryst rauðsprettuflök í Englandi á þessum árum og seldust þau á mun hærra verði en þorskur og ýsa. Reksturinn gekk því vel og árið 1940 voru húsakynni stækkuð og vélaaflið aukið. Var þá hægt að frysta 12 tonn af flökum á sólarhring sem samsvaraði því að vinna úr 36 tonnum fiskjar. Tók frystihúsið við öllum afla Flateyringa auk þess sem vélbáturinn Glaður lagði þar upp. Höfðu 25–50 manns atvinnu við frystihúsið árið um kring eftir þessar breytingar.

Hraðfrystihús Flateyrar hf. hafði frá upphafi ómetanlega þýðingu fyrir byggðarlagið og á erfiðum tímum hleypti það nýju lífi í atvinnulífið þar. Hlutir í félaginu söfnuðust smám saman á fárra hendur og árið 1943 seldu aðaleigendurnir sína hluti og sneru sér að atvinnurekstri í öðrum landshluta. Kaupandi var hlutafélagið Ísfell en aðalforystumaður þess var Ragnar Jakobsson, kunnur dugnaðar- og athafnamaður norðan úr Ísafjarðardjúpi. Í áranna rás hafa húseignirnar síðan gengið kaupum og sölum og verið endurnýjaðar og stækkaðar eftir þörfum. Um Jón Jónsson byggingameistara er það að segja, að eftir 10 ára dvöl á Flateyri flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Árið 1945 reisti hann fiskimjölsverksmiðju í InnriNjarðvík og var eigandi og forstjóri hennar til 1963 er hann lét af störfum. Jón var hvatamaður að stofnun Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna árið 1942 og einn af áhrifamönnum þar um árabil. Þá má nefna að þegar Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var reist skipaði Alþingi hann í byggingarnefnd og stjórn verksmiðjunnar. Jón lést 3. janúar 1969. Heimildir:

Kælivatnið notað í sundlaug Þegar frystihúsið var stækkað, þá var jafnframt steypt ker við norðurenda hússins til ístöku á vetrum. Á sumrin var kælivatn frystivélanna látið renna í kerið og það notað sem sundlaug. Í júlí 1942 var sundlaugin formlega afhent íþróttafélaginu Gretti og hreppsnefnd Flateyrarhrepps til afnota og var henni þá lýst þannig: „Laugin er steinsteypt, 7x17 m, en dýptin er frá 90 cm upp í 2 m. Kælivatni frá frystihúsinu er hleypt í laugina, og er vatnið í henni yfir 20° heitt. Auðvelt er að skipta um vatn, því að laugin er ekki nema 6 stundir að fyllast. Við báða enda laugarinnar eru pallar, og er í öðrum þeirra skýli, sem í er forstofa, búningsklefar fyrir karla og konur, tveir steypibaðs68 - VERKSTJÓRINN

Gjörðabók Sparisjóðs Önundarfjarðar 1916–1954, 21. des. 1937 og 21. mars 1938. Hjalti Einarsson: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í 50 ár. Frystihúsin, 1. bindi. Rv. 1996. Alþýðublaðið, 25. ágúst 1938, 4. Vesturland, 12. ágúst 1939, 128 og 1. maí 1942, 67. Ægir. Mánaðarrit Fiskifélags Íslands, 1. sept. 1938, 202 og 1. júlí 1942, 171. Tíminn, 1. okt. 1938, 185 og 25. ágúst 1966, 7. Morgunblaðið, 3. júní 1961, 11; 12. jan. 1969, 18; 25. nóv. 1986, 51 og 24. nóv. 1995, 36. Vestfjarðarrit II. Firðir og fólk 1900–1999. VesturÍsafjarðarsýsla. Útg. Úgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða. Rv. 1999 Guðfinna M. Hreiðarsdóttir


Makaferð

Vesturfarasetrið. Frændgarður. Ljósm.: ÁBÁ.

Venjum samkvæmt var mökum þingfulltrúa boðið í skoðunarferð um hérað á meðan á þinghaldi stóð. Í þetta sinni var farið frá Sauðárkróki á Hofsós og Vesturfarasetrið skoðað. Með í ferð var undirritaður, makalaus maður, og var hann á mála hjá mökunum, sem þingið sátu til að hafa eftirlit með mökunum, sem ferðina fóru. Leiðsögumaður var Björn Björnsson, fyrrverandi skólastjóri á Sauðárkróki og Hofsósi, sem fræddi makaferðalangana um allt sem fyrir augu bar og sagði skemmtisögur. Klukkan 13.30 mætti fyrir framan Hótel Mælifell rúta af allra lengstu gerð og gengu makar þar um borð. Rútan var þeim eiginleikum búin að hún stýrði bæði á fram- og afturhjólum þannig að þegar framendinn fór til vinstri fór afturendinn til hægri. Ekið var sem leið liggur niður á Borgarsand neðan kauptúns en sandurinn sá skiptist í tvo hluta þar sem Hegranesið gengur þvert í gegnum hann miðjan. Borgarsandur er með öðrum orðum beggja vegna Hegraness. Um það bið fjórum kílómetrum vestan Sauðárkróks var farið yfir brú á vesturósi Héraðsvatna en hún var byggð árið 1995.

Héraðsvötnin eru mikið vatnsfall, mynduð af Austari Jökulsá og Vestari Jökulsá, sem báðar eiga upptök sín í Hofsjökli. Þessum ám til viðbótar leggja nokkrar dragár Héraðsvötnum til fóður svo sem Norðurá, Djúpadalsá og Þverá að austan en Húseyjarkvísl að vestan. Hér áður fyrr voru Héraðsvötn mikill farartálmi og ill yfirferðar. Framsýnir menn leituðu lausna við að komast bakka þeirra á milli og var einn þeirra Einar Baldvin Guðmundsson, Hraunum Fljótum (1841 1910) sem smíðaði fyrstu dragferjuna yfir vesturósinn. Einar ólst upp á Hraunum Fljótum og tók við jörðinni 1866 og bjó þar rausnarbúi til ársins 1893. Auk búskapar lagði Einar fyrir sig trésmíðar, járnsmíðar, skipasmíðar og var einstakur umbótamaður til sjós og lands. Hann sigldi til Noregs árið 1878 til að kynna sér veiðiaðferðir Norðmanna, fiskverkun, bátasmíði og verklegar nýjungar er að gagni mættu koma hér á landi. Vegna yfirburðar í verklegri þekkingu var mikið til Einars leitað og stóð hann meðal annars fyrir brúarVERKSTJÓRINN - 69


Hertrukkur í Stóra-Gerði. Ljósm.: ÁBÁ.

byggingum í Skagafirði og víðar svo sem byggingu brúar yfir Hvítá í Borgarfirði við Barnafossa. Dragferjuna yfir vesturósinn smíðaði Einar árið 1892. Þessi framkvæmd var mikil samgöngubót fyrir þá sem yfir fljótið þurftu að fara en um 100 metrar eru þarna á milli bakka. Burðargeta ferjunnar var 4 hestar með klyfjum. Dragferjumaður var ráðinn Jón Magnússon frá Utanverðunesi á Hegranesi (1862 -1914). Eftir að Jón hóf ferjustarfið við ósinn bætti hann Ósmann við nafn sitt og gekk upp frá því undir nafninu Jón Ósmann. Ferjustarfinu gegndi Jón í tæp 40 ár og var löngu þjóðþekktur maður áður en lífi hans lauk með drukknun í ósnum. Jón var rúmlega tveggja metra maður og bolmikill. Hann var heljarmenni að burðum og mun mála sannast að enginn hafi vitað afl hans allt né hverju hann gat áorkað ef átaka var þörf. Jón Ósmann reisti sér ferjukofa á austurbakk óssins, sem hann kallaði Furðustrandir en yfir kofadyrum var fjöl með nafni skipsins Emanúel. Veiðimaður var Jón af guðs náð og nutu margir góðs af, sem um ósinn fóru, enda gjafmildi hans annáluð. Stytta af Jóni Ósmann stendur nú austan óss þar sem hann skyggndist eftir ferðalöngum áður fyrr. Einn af frumkvöðlum að gerð styttunnar var Stefáns Guðmundssonar, fv. alþingismaður en Jón Ósmann var afabróðir hans. Ný og stærri ferja var sett á ósinn 1909 og var burðargeta hennar 12 til 16 hestar með klyfjum. Brú var byggð yfir vesturósinn árið 1925 og var hún vígð 1926. Þessi brú var aflögð þegar brúin, sem nú er á ósnum, var tekin í notkun árið 1995. Frá vesturósnum var ekið upp á Hegranesið en á því austanverðu er ekið um Tröllaskarð niður á 70 - VERKSTJÓRINN

Borgarsand eystri. Í skarðinu er allmikið klettabelti og er haft fyrir satt að þar sé stærsta álfabyggð á landi hér. Ekki skal því mótmælt en vakin athygli á að nokkrir staðir á landinu hýsa stærstu álfabyggðir landsins. Þó að lítið mál sé að ganga að manntölum á Íslandi þá munu álfatöl hvergi aðgengileg og því þrautin þyngri að sanna álfafjöldi í hverri einstakri áfabyggð á landi hér. Hvort álfarnir í klettum Hegraness eru fleiri eða færri þá tókst þeim að stoppa allar vegaframkvæmdir við bústaði sína þá þar var lagður vegur á áttunda tug síðustu aldar. Þegar Vegagerð ríkisins hugðist hefja sprengingar í skarðinu sögðu álfarnir hingað og ekki lengra. Stórvirkar vinnuvélar steindrápu á sér þegar beita átti þeim á klettana og ógjörningur reyndist að gangsetja þær. Komnar á verkstæði fannst ekkert að vélunum og allar ruku þær í gang um leið og ýtt var á ræsihnappinn. Svo alvarlegt reyndist málið að til voru kallaðir menn sem lengra sjá og heyra en aðrir dauðlegir menn. Eftir mikil fundarhöld á milli Vegagerðar ríkisins, með aðstoð nefndra manna, og álheima var það að samkomulagi að ekki yrði hreyft við klettabeltinu en vegurinn í þess stað færður til. Á móti þessari tilfærslu vegarins lofuðu álfarnir því að engin slys skyldu henda vegfarendur í Tröllaskarði og það loforð hafa þeir efnt hingað til. Þegar Borgarsandur eystri var að baki renndi rútan yfir brú á austurósi Héraðsvatna en það vatnsfall var fyrst brúað árið 1895 en dragferja var á það kominn tveimur árum fyrr eða 1893. Í hlíðinni upp af ósnum eru Biskupsgötur, sem draga nafn sitt af Jóni Arasyni, biskupi sem eftir þeim var fluttur höfuðlaus ásamt sonum sínum frá Skálholti. Þegar komið var með lík þeirra feðga fyrir

Lagt á ráðin. Björn Björnsson og Hörður Þórarinsson.


fjallsöxlina og heim til Hóla sást byrjaði kirkjuklukkan Líkaböng að hringja og hringdi þar til hún sprakk. Fyrir mynni Hjaltadals er bærinn Viðvík þar sem bjó Þorsteinn öngull Þórðarson, banamaður Grettis Ásmundarsonar hins sterka. Þorsteinn var óeirðamaður mikill og keyptu Skagfirðingar hann til að vinna á Gretti. Hvorki gekk né rak fyrr en fjölkunnug fóstra hans lagði bölvun á rótarhnyðju, sem hún lét reka út í Drangey. Við að höggva hnyðjuna til eldiviðar hljóp öxin í fót Grettis og kom sýking í sárið. Var Grettir nær dauða en lífi þegar Þorbjörn vann á honum. Þorbjörn tók höfuð Grettis heim með sér og ætlaði með til Alþingis en hætti við enda mæltist víg Grettis illa fyrir og þótti hið versta níðingsverk. Þorbjörn var dæmdur til að yfirgefa landið og endaði ævi sína suður í Miklagarði þar sem Þorsteinn drómundur, hálfbróður Grettis gerði hann höfðinu styttri. Ekið er fyrir mynni Hjaltadals og yfir ána Kolku við býlið Sleitustaði. Sleitubjarnarstaðir hét staðurinn til forna og er nafnið dregið af landnámsmanninum Sleitu Birni Hróarssyni. Sleitustaðamenn ráku á árum áður töluverða rútuútgerð og höfðu meðal annars yfir að ráða fyrsta sérleyfinu á Siglufjarðarleið. Kolka kemur úr Kolbeinsdal en dalurinn er kenndur við landnámsmanninn Kolbein Sigmundsson. Áin var virkjuð árið 1985 og er virkjunin í eigu einstaklinga. Framleiðslan er seld ríkinu og rafmagnið keyrt inn á dreifikerfi RARIK. Niður við ströndina er Kolkuós, sem til forna nefndist Kolbeinsárós. Ósinn er sameiginlegt útfall ánna Kolku og Hjaltadalsár. Á landnámsöld var Kolbeinsárós aðalverslunarhöfn Skagfirðinga. Um ósinn fóru vörur biskupsstólsins á Hólum og er jafnvel álitið að biskupssetrinu hafi verið valinn staður á Hólum vegna nálægðar við þessa náttúrugerðu höfn en 16 km. eru á milli þessara staða. Fyrir landi er Elínarhólmi, sem áður fyrr var tengdur landi með rifi, og innan þessa náttúrugerða varnargarðs var höfnin, vel varin fyrir norðan áttum. Til Hofsóss komin stansar rútan við sundUmhverfisverðlaun. Ljósm.: ÁBÁ. laug staðarins, sem stend-

Sundlaugin á Hofsósi. Ljósm.: ÁBÁ.

ur á sjávarbakkanum með útsýni til hafs. Glæsilegt mannvirki. Burðarvirki laugarinnar eru steinsteypt en útveggir á langhliðum úr glereiningum. Þak laugarinnar er grasi gróið og fellur inn í landslagið. Sjálf sundlaugin er 25 metra löng og án sýnilegs kants, sem að Drangey snýr. Yfirborð laugarinnar rennur því saman við hafflötinn þannig að laugargestir hafa það á tilfinningunni að þeir séu að synda út í eyna. Laugin var hönnuð af Sigríður Steinþórsdóttir, arkitekt og byggð 2008 – 2009 og er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frumkvæðið að þessari framkvæmd áttu Lilja Pálmadóttir á Hofi og Steinunn Jónsdóttir í Bæ og gáfu þær stöllur sveitarfélaginu laugin, sem var vígð 27. mars 2010. Frá sundlauginni var haldið í Vesturfarasetrið þar sem Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður setursins, tók á móti hópnum og fór yfir sögu vesturfaranna. Hægt væri að skrifa langt mál um þessa heimsókn. Það verður þó ekki gert en bent á grein um Vesturfarasetrið, sem birtist í 59 árgangi Verkstjórans 2009. Greinin gefur góða mynd af uppbyggingu Vesturfarasetursins og orsökum þess landflótta, sem yfir frónbúann gekk á seinnihluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Blaðið má nálgast á heimasíðu Verkstjórasambands Íslands www.vssi.is Makahópinn kvaddi Vesturfarasetrið yfir veitingum í Nýja Konungsverslunarhúsinu, sem tilheyrir setrinu og stendur sunnan Hofsár. Söngkonan Anna Sigríður Helgadóttir fór með gamanmál og söng nokkur lög fyrir hópinn við góðar undirtektir hlustenda. Á bakaleiðinni var komið við í Samgönguminjasafni Skagafjarðar að Stóra-Gerði en forstöðumaður þess er Gunnar Þórðarson. Ekki er að efa að margir í hópnum höfðu gaman af að rifja upp þá tíma þegar bílarnir, sem þarna voru til sýnis, réðu ríkjum á þjóðvegum landsins. Frá safninu var ekið rakleitt til baka á Sauðárkrók og þessi skemmtilegi dagur liðinn í aldanna skaut. ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 71


Stiklur Skagfirskur regnbogi. Ljósm.: ÁBÁ.

Skagafjörður geymir mikla sögu. Sögu sem fest hefur verið í letur í gegnum árhundruðin og verður ekki rakin að neinu gagni hér í Verkstjóranum. Vegna 34. þings VSSÍ er þó við hæfi að líta um öxl og rifja upp það litla sem ritstjóri veit um sögusviðið og það sem augu hans hafa fangað á ferðum sínum um héraðið. Þingdagana og í framhaldi þeirra gerði hann sér það til dundurs að rifja upp söguna og taka nokkrar myndir af minnisvörðum í héraði. Það segir sig sjálft að í stuttu yfirliti verður þessi upprifjun ekki einu sinni brotabrot af sögunni en kveikir ef til vill áhuga manna á að kynnast henni betur. Þeim sem áhuga hafa á frekari skoðun skal bent á samantekt nemenda Varmahlíðarskóla yfir minnisvarða í Skagafirði. Nemendur fundu í héraði 30 minnisvarða og um fleiri er vitað. Á Örlygsstöðum, í landi Víðivalla í Blönduhlíð, var fjölmennasta orrusta Íslands háð 21. ágúst 1238. Í Örlygsstaðabardaga áttust annars vegar við Sturlungar, undir forystu feðgana Sighvatar frá Grund í Eyjafirði og Sturlu sonar hans, og hins vegar þeir Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi Arnórsson. Liðsmunur var allmikill, því Gissur og Kolbeinn höfðu yfir að ráða allt að 1700 manns en þeir feðgar trúlega nálægt 1300. Skemmst er frá að segja að í bardaganum féll Sighvatur og synir hans Sturla og Markús. Þórður krókur og Kolbeinn Sighvatssynir náðu í kirkju á Miklabæ og töldu sig hólpna þangað komna en svo reyndist ekki því þeir voru úr Guðshúsinu leiddir og höggnir. Tumi Sighvatsson yngri komst einn bræðranna undan en hann flúði bardagann yfir Miðsitjuskarð til Eyjafjarðar ásamt hópi manna. Fimmtíu og sex menn féllu í bardaganum, sem tæpast getur talist mikið þegar 3000 manns berast á banaspjótum. 72 - VERKSTJÓRINN

Ástæður lítils mannfalls má vafalaust rekja til þess að flótti brast á lið Sturlunga við fall Sighvats og sona hans þá bardaginn var nýhafinn. Minnisvarði er á Örlygsstöðum um bardagann. Fimmtán árum eftir Örlygsstaðabardaga var mikið illvirki unnið með Flugumýrarbrennu en Flugumýri í Blönduhlíð stendur við rætur Glóðafeykis. Forsaga þeirra atburða var að einn helsti fjandmaður Sturlunga, Haukdælingurinn Gissur Þorvaldsson, vildi á sáttastól setjast með Sturlungum, fluttist norður í Skagafjörð vorið 1253 og settist að á Flugumýri. Hluti sáttagerðar var að gifta elsta son sinn inn í ættir Sturlunga. Ekki líkaði öllum Sturlungum sáttargerð þessi og var Eyjólfur ofsi Þorsteinsson, tengdasonur Sturlu Sighvatssonar, einn þeirra. Safnaði hann á fimmta tug vel vopnaðra manna í Eyjafirði og fór að Gissuri seint að kveldi 21. október 1253. Er hvorki gekk né rak með vopnaskaki lagði Eyjólfur ofsi eld að bænum. Brunnu þar inn 25 manns þar á meðal kona Gissurar og synir hans allir en Gissur komst undan með því að fela sig í sýrukeri. Í túni neðan við bæinn Bólu er minnisvarði um Hjálmar Jónsson og þar eru skráð fleyg orð hans: „Flest ég tætti tals í þætti“. Allir sem ylhýra málinu unna þekkja manninn, sem lengst af hefur gengið undir nafninu Bólu Hjálmar. Fæddur var hann að Hallandi á Sval barðsströnd við Eyjafjörð 1796 en alin upp til átta ára ald-

Harpa Bólu Hjálmars. Ljósm.: ÁBÁ.


„Heimspekingur hér kom einn í húsgangsklæðum. Með gleraugu hann gekk á skíðum, gæfuleysið féll að síðum.“ Víðsýnt er frá Bólu og þarfnast þessi sýn Bólu Hjálmars ekki skíringa. „Aumt er að sjá í einni lest áhaldsgögnin slitin flest, dapra konu og drukkinn prest, drembinn þræl og meiddan hest.“ Á Víðivöllum í Akrahreppi, Skagafirði er minnisvarði um Víðivallabræður, sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf á 19. öld. Minnisvarðinn stendur rétt við þjóðveginn í landi Víðivalla í Blönduhlíð.

Minnisvarði Bólu Hjálmars. Ljósm.: ÁBÁ.

urs hjá Sigríði Jónsdóttur á Dálkstöðum Svalbarðsströnd, sem tók reifabarnið í fóstur áður en hreppsstóri sveitarinnar komst í málið. Sex ára gamall orðaði Hjálmar svo um flutning sinn frá móður sinni. „Lét mig hanga Hallands-Manga herða drangann viður sinn, fold réð banga flegðan langa fram á strangan húsganginn.“ Að uppvaxtarárum liðnum bjó hann ásamt konu sinni Guðnýju Ólafsdóttur á Bakka í Öxnadal, á Nýabæ í Austurdal Skagafirði í fimm ár og þá á Bólu í Bólstaðahlíð Skagafirði í tíu ár. Við Bólu var Hjálmar síðan kenndur en fyrir búsetu hans þar nefndist bærinn Bólstaðageri. Sauðaþjófnaður var borinn á Hjálmar en af öllum þjófnaðarásökunum var hann sýknaður ári eftir áburðinn. Eftir þessa uppákomu hröktust hjónin af jörðinni og má segja að eftir það hafi Hjálmar verið í húsmennsku þar til ævi hans lauk í beitarhúsum skammt frá Víðimýri 1875. Hjálmar var oddhagur maður og eru enn til útskornir munir eftir hann. Þekktastur er Bólu Hjálmar þó af kveðskap sínum og þar stóðust fáir ef þá nokkur honum snúning. Um heimsókn Sölva Helgasonar, þess er reiknaði tvíbura í konu, annað hvítt en hitt svart orti hann

Elstur þeirra bræðra, sem minnst er á þessum stað, var Pétur Pétursson 1808 – 1891. Að námi loknu gerðist Pétur prestur á Helgafelli, þá á Staðarstað og prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi. Pétur var skipaður forstöðumaður Prestaskólans 1847 og því má segja að hann hafi verið fyrstur manna til að stjórna Íslenskum skóla á háskólastigi. Jafnframt stjórnarstörfum sínum við skólann þá samdi Pétur margar guðsorðabækur. Pétur var skipaður biskup Íslands 1866 og gegndi því embætti í 23 ár eða til ársins 1889. Hann sat á

Minnisvarði Víðivallabræðra. Ljósm.: ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 73


alþingi 1849 – 1887 sem konungkjörinn alþingismaður. Næst elstur nefndra bræðra var Brynjólfur Pétursson 1810 -1851. Brynjólfur var lögfræðingur og embættismaður. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn var Brynjólfur einn Fjölnismanna ásamt þeim Jónasi Hallgrímssyni, Konráð Gíslasyni og Tómasi Sæmundssyni. Brynjólfur starfaði í danska fjármálaráðuneytinu, var skrifstofustjóri íslensku stjórnarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn og fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana. Hann dó í Danmörku, ókvæntur og barnlaus, rúmlega fertugur að aldri. Yngstur þeirra bræðra, sem hér eru nefndir til sögunnar, var Jón Pétursson 1812 -1896. Jón lauk lögfræði prófi frá Kaupmanna hafnarháskóla árið 1841. Hann gegndi sýslumannsstöðu í Eyjafjarðarsýslu, Strandasýslu, Borgarfjarðarsýslu og í Mýra- og Hnappadalssýslum. Dómari í landsyfirdómi varð hann árið 1850 en háyfirdómari (dómstjóri) frá árinu 1877 og gegndi hann því embætti til ársins 1889. Jón var konungkjörinn alþingismaður 1859 til 1887.

Lámynd af Stephani G. Ljósm.: ÁBÁ.

Þar sem Vatnskarðsvegur hallar til austurs og Skagafjörðurinn allur og eyjar fjarðarins blasa við er Arnarstapi en þar stendur minnisvarði um Stephan G. Stephansson, skáld. Minnisvarðann skrýðir lámynd af skáldinu eftir Ríkharð Jónsson myndhöggvara. Stephan G. fæddist á Kirkjubóli í Skagafirði 1853, flutti til Vesturheims um tvítugt og lést þar 74 ára gamall árið 1927. Er sveinninn var vatni ausinn fékk hann nafnið Stefán Guðmundur Guðmundsson en breytti því til Kanada kominn í Stephan G. Stephansson. Á miðju Langholti Vestan Héraðsvatna og norðan Varmahlíðar stendur Byggðasafn Skagfirðinga og heitir þar Glaumbær. Frá því að sögur hófust hefur Glaumbær verið byggður og þar bjó á 11. öld Snorri Þorfinnsson, sem talinn er fyrsti Evrópubúinn, sem fæddur er í Ameríku (Vínlandi) Snorri var sonur Þorfinns karlefnis og konu hans Þuríðar Þorbjarnadóttur, sem suður gekk til Rómar. Haft er fyrir satt að af lokinni göngu hafi Þuríður gerst einsetukona í Glaumbæ. Minnisvarði um þessa merku konu hefur verið reistur á Glaumbæ. Minnisvarða um Snorra Þorfinnsson er að finna við Vesturfarasetrið á Hofsósi.

Minnisvarði um Stephan G. Stephansson. Ljósm.: ÁBÁ. 74 - VERKSTJÓRINN

ÁBÁ


Bátavefur ÁBÁ. www.aba.is

Ljósm.: ÁBÁ.

Vera má að neðanskráður sé, með því sem hér verður sagt, að misnota aðstöðu sína sem ritstjóri Verkstjórans. Hann vill þó ekki meina að svo sé og rökstyður það með því að á nefndum vef, www.aba.is, má finna greinar, sem birst hafa í Verkstjóranum af fyrirtækjum í sjávarútvegi, landfyrirtækjum og af einstaklingum. Nú er það svo að síðust 5 árganga af Verkstjóranum má finna á vef Verkstjórasambands Íslands www.vssi. is en eldri árganga ekki. Greinar úr þessum eldri árgöngum getur lesandi nú nálgast á nefndum vef og rifjað upp liðna tíð standi hugur hans til þess. Auðvelt á að vera að finna nefnt efni á vefnum og er bent á neðstu línu efnisyfirlits þar sem stendur „Greinar um fyrirtæki og fl.“. Sé á línuna smellt fellur niður listi og á honum er efnið flokkað.

Læknir nokkur aðvaraði Færeyskan skipsstjóra við offitu og tilkynnti honum að ef hann tæki sig ekki á í mataræði og grennti sig þá myndi hann deyja fyrir aldur fram. Skipsstjórinn svaraði doktornum með þessum orðum. „Ég vil frekar lifa saddur í sextíu ár en svangur í áttatíu“.

Árni Björn Árnason

VERKSTJÓRINN - 75


MINNING Brú, félag stjórnenda. Haukur Karlsson Marbakkabraut 9, 200 Kópavogi. Fæddur 19. júlí 1936 - Dáinn 2. des. 2010. Bjarni Ragnarsson Bræðratungu 24, 200 Kópavogi. Fæddur 27. nóv. 1950 – Dáinn 25. nóv. 2010. Guðmundur Sigurjónsson Glósölum 7, 201 Kópavogi. Fæddur 10. des. 1928 – Dáinn 18. janúar 2011. Kristófer S Jóhannesson Stóragerði 36, 108 Reykjavík. Fæddur 16. apríl 1930 – Dáinn 7. apríl 2011. Ástþór Sveinn Markússon Aðallandi 3, 108 Reykjavík. Fæddur 18. des. 1923 – Dáinn 14. júlí 2011. 76 - VERKSTJÓRINN

Ágúst Valur Guðmundsson Sóleyjarrima 3, 112 Reykjavík. Fæddur 26. júní 1926 – Dáinn 17. júní 2011. Jón Guðlaugur Antoníusson Barðavogi 5, 104 Reykjavík. Fæddur 7. júlí 1930 – Dáinn 6. sept. 2011. Þorsteinn Steingrímsson Eyjabakka 14, 109 Reykjavík. Fæddur 25. mars 1933 – Dáinn 5. okt. 2011. Árni Magnússon Suðurmýri 16 170 Seltjarnarnes Fæddur 25. des. 1937 – Dáinn 17. nóv. 2011.

Þór, félag stjórnenda. Þórður Haraldsson Fjallalind 84, 201 Kópavogi. Fæddur 19. júlí 1951 – Dáinn 5. maí 2011.


Verkstjórafélag Hafnafjarðar. Haukur Már Sigurðsson Krosseyrarvegi 1, 220 Hafnarfirði. Fæddur 29. júní 1968 – Dáinn 12. janúar 2011.

Lárus Árnason Ási, 545 Skagaströnd. Fæddur 18. ágúst 1922 – Dáinn 21. maí. 2011.

Verkstjórafélag Suðurnesja.

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis.

Vilberg K. Þorgeirsson Smáratúni 24, 230 Reykjanesbæ. Fæddur 17. júní 1944 – Dáinn 18. janúar 2011.

Jóhann B. Malmquist Skógarhlíð 29, 601 Akureyri. Fæddur 30. apríl 1924 – Dáinn 10. mars 2011.

Bjarni Jónsson Aðalgötu 1, 230 Reykjanesbæ. Fæddur 7. júlí 1922 – Dáinn 20. janúar 2011.

Verkstjórafélag Austurlands.

Þórður Árnason Selsvöllum 8, 240 Grindavík. Fæddur 30. maí 1951 – Dáinn 7. ágúst 2011.

Verkstjórafélag Borgarness. Kristófer Þorgeirsson Borgarholtsbraut 65, 310 Borgarnesi. Fæddur 4. febrúar 1929 – Dáinn 9. okt. 2010.

Sigurður Sigurðsson Hamrahlíð 30, 690 Vopnafirði. Fæddur 12. nóv. 1928 – Dáinn 20. nóv. 2010 Guðni Þórarinn Valdimarsson Hamrahlíð 21, 690 Vopnafirði. Fæddur 7. sept. 1932 – Dáinn 22. nóv. 2010 Hreggviður Muninn Jónsson Seljabraut 42, 109 Reykjavík. Fæddur 21. febrúar 1941 – Dáinn 8. janúar 2011.

Verkstjórafélag Snæfellsness. Ívar Árnason Smiðjustíg 6, 350 Grundarfirði. Fæddur 24. sept. 1940 – Dáinn 20. júlí 2011.

Verkstjórafélag Vestfjarða. Viggó Nordquist Hraunvangi 3, 220 Hafnarfirði. Fæddur 22. sept. 1921 – Dáinn 10. júlí 2011.

Verkstjórafélag Norðurlands vestra. Alfreð Jónsson Fornósi 9, 550 Sauðárkróki. Fæddur 20. október 1924- Dáinn 24. mars 2011. Hilmar Ágústsson Hólavegi 19, 580 Siglufirði. Fæddur 7. júní 1928 – Dáinn 23. maí 2011.

Kristinn Brynjólfur Helgason Heiðmörk 19, 755 Stöðvarfirði. Fæddur 27. sept. 1920 – Dáinn 30. janúar 2011. Jón Ægir Steingrímsson Vogalandi 1, 765 Djúpavogi. Fæddur 19. nóv. 1969 - Dáinn 12. okt. 2011.

Vörður, félag stjórnenda Suðurlandi. Þórir Sveinbjörnsson Lyngási 3, 851 Hellu. Fæddur 16. mars 1936 – Dáinn 29. janúar 2011. Stefán Gunnar Jónsson Birkivöllum 11, 800 Selfossi. Fæddur 5. nóv. 1934 – Dáinn 3. maí 2011.

VERKSTJÓRINN - 77


Heimilisföng verkstjórafélaganna og formanna þeirra Brú, félag stjórnenda. Skipholti 50 d. 105 Reykjavík. Sími: 562-7070. Fax: 562-7050 Netfang: bfs@bfs.is Veffang: www.bfs.is Formaður: Skúli Sigurðsson Maríubaugi 101. 113 Reykjavík. Sími: 587-6141. GSM: 898- 4713. V.Sími: 550-9960. Netfang: skuli@odr.is Þór, félag stjórnenda. Pósthólf 290, 222 Hafnarfirði. Netfang: vefthor@simnet.is Formaður: Einar Sveinn Ólafsson, Skipalóni 26, 220 Hafnarfirði. Sími, GSM: 897-0303. Netfang: einar@odr.is Jaðar, félag stjórnenda á Akranesi. Skarðsbraut 4. 300 Akranesi. Sími: 864-5166. Formaður: Birgir Elínbergsson Skarðsbraut 4. 300 Akranesi. Sími: GSM: 864-5166. Netfang: biggise@simnet.is Verkstjórafélag Borgarness. Tungulæk. 311 Borgarnesi. Sími: 437-1191. Formaður: Einar Óskarsson Tungulæk. 311 Borgarnesi. Sími: 437-1191. GSM: 617-5351. V.Sími: 437-1000. Netfang: einaro@bmvalla.is Verkstjórafélag Snæfellsness . Silfurgötu 36. 340 Stykkishólmi. Sími: 438-1328. Formaður: Þorbergur Bæringsson, Silfurgötu 36. 340 Stykkishólmi. V.Sími: 438-1400. GSM: 894-1951. Netfang: baeringsson@simnet.is Verkstjórafélag Vestfjarða. Heiðarbraut 7. 410 Hnífsdal. Sími: 863-3871. Formaður: Sveinn K. Guðjónsson, Heiðarbraut 7. 410 Hnífsdal. Sími: 456-3831. GSM: 863-3871. V.Sími: 450-4616. Netfang: skg@frosti.is Verkstjórafélag Norðurlands vestra. Brennihlíð 9. 550 Sauðárkróki. Sími: 453-5042 Formaður: Hörður Þórarinsson, Brennihlíð 9. 550 Sauðárkróki. Sími: 453-5042. GSM: 848-4180. V.Sími: 453-5042. Netfang: hordurtho@simnet.is

78 - VERKSTJÓRINN

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis. Furuvöllum 13 á 2. hæð. 600 Akureyri. Sími: 462-5446. Fax: 462-5403. Netfang: van@van.is Íbúð félagsins Ofanleiti 21. Sími: 568-7039 Formaður: Eggert H. Jónsson, Skarðshlíð 31F. 603 Akureyri. Sími: 462-2498. GSM: 892-2498 Netfang: eggert51@torg.is Verkstjórafélag Austurlands . Austurvegur 20. 730 Reyðarfirði.           Sími: 864-4921. Netfang: asbok@mi.is Íbúð félagsins Sóltúni 28, Reykjavík. Sími: 562-0161. Formaður: Benedikt Jóhannsson, Ystadal 3. 735 Eskifirði.           Sími: 476-1463. GSM: 864-4963. V.Sími: 470-6000. Netfang: benni@eskja.is Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi. Austurvegur 56. 800 Selfossi. Sími: 480-5000. Fax: 480-5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is Formaður: Jón Ólafur Vilhjálmsson, Miðengi 23. 800 Selfossi. Sími: 482-1694. GSM. 660-2211. V.Sími: 520-2211. Netfang: jonov@islandia.is og jono@sorpa.is Verkstjórafélag Vestmannaeyja. Bröttugötu 8. 900 Vestmannaeyjum. Sími: 481-1248 Formaður: Borgþór E. Pálsson, Bröttugötu 8. 900 Vestm.eyjum. Sími: 481-1248. GSM. 823-6333. V.Sími: 488-3556. Netfang: brottugotu8@simnet.is Verkstjórafélag Suðurnesja. Hafnargötu 15. 230 Keflavík. Sími: 421-2877. GSM. 897-9535. Fax. 421-1810 Netfang: vfs@internet.is Formaður: Úlfar Hermannsson, Ránarvöllum 4. 230 Keflavík. Sími: 421-3965. GSM. 897-9535. Netfang: ulfarh@internet.is Verkstjórafélag Hafnarfjaðar. Hellisgötu 16. 220 Hafnarfirði Sími 555-4237. Póthóf: 185. Formaður: Steindór Gunnarsson. Spóaási 3. 221 Hafnarfirði. Sími. 555-4237. GSM.898-9760. Netfang: steindorg@simnet.is Verkstjórasamband Íslands. Hlíðasmára 8. 201 Kópaavogi. Sími: 553-5040 og 553-0220. Fax: 568-2140 Veffang: www.vssi.is Netfang: vssi@vssi.is Íbúð Sjúkrasjóðs verkstjóra Lautasmára 5, Kópavogi. Sími: 553-5093. Framkvæmdastjóri: Kristján Örn Jónsson. Forseti: Kristján Örn Jónsson.


Orlofsheimili verkstjórafélaganna Brú, félag stjórnenda. Eitt orlofshús í Skorradal. Eitt hús. Áshvammar í Grímsnesi. Uppl. Brú, félag stjórnenda Reykjavík. Sími: 562-7070. bfs@bfs.is

V.f. Austurlands. Tvær orlofsíbúðir, Sóltúni 28, Reykjavík. Ein orlofsíbúð, Hjallalundi 18, Akureyri. Uppl. Sigurbjörg Hjaltadóttir Sími: 474-1123. asbok@mi.is

Þór, félag stjórnenda. Tvö orlofshús í Svartagili, Borgarfirði Uppl. Ægir Björgvinsson. Sími: 897-4353. vefthor@simnet.is

V.f. Akureyrar og nágrennis. Tvö orlofshús á Ólafsfirði. Ein orlofsíbúð, Ofanleiti 21, Reykjavík. Uppl. Skrifstofa V.f. Akureyrar og nágr. Sími: 462-5446. van@van.is

V.f. Hafnafjarðar. Eitt orlofshús í Úthlíð, Biskupstungum. Eitt orlofshús á Flúðum, Gnúpverjahreppi. Uppl. Reynir Kristjánsson. Sími: 664-5672. reynir@hafnafjordur.is

V.f. Norðurlands vestra. Eitt orlofshús Vesturhópi, V-Húnavatnssýslu. Uppl. Ragnar Árnason. Sími: 862-6142. ragnar.a@simnet.is

V.f. Suðurnesja. Eitt orlofshús á Húsafelli, Borgarfirði. Ein orlofsíbúð Furulundi 13b, Akureyri. Uppl. Róbert Ólafsson. Sími: 897-3891. rolafss@internet.is

V.f. Vestfjarða. Ein orlofsíbúð, Gullsmára 5, Kópavogi. Uppl. Guðmundur Ásgeirsson. Sími: 893-3609. gsa@samskip.is

Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi. Eitt orlofshús í Brekkuskógi, Brekkuheiði 15 Bláskógarbyggð. Ein orlofsíbúð, Lönguhlíð 2, Akureyri. Uppl. Jóna Dóra Jónsdóttir. Sími: 480-5000. stjornandi@stjornandi.is

V.f. Snæfellsness. Eitt orlofshús í Svartagili, Borgarfirði. Ein orlofsíbúð, Ásholti 2, Reykjavík. Ein orlofsíbúð, Ásholti 42, Reykjavík. Uppl. Kristín Högnadóttir. Sími: 892-0674. vfst@simnet.is

V.f. Vestmannaeyja. Eitt orlofshús á Flúðum, Gnúpverjahreppi. Uppl. Guðni Georgsson. Sími: 897-7531. gudnig@simnet.is

Jaðar, félag stjórnenda Akranesi. Orlofshús Kambhólslandi, Svínadal. Uppl. Baldvin Bjarki Baldvinsson. Sími: 869-0205. baldvinbb@internet.is

V.f. Borgarness. Niðurgreiðsla á orlofskostnaði. Upplýsingar gefur Einar Óskarsson. Sími: 617-5351. einar@bmvalla.is

Verkstjórasamband Íslands. Ein Sjúkraíbúð, Lautasmára 5, Kópavogi. Uppl. skrifstofa VSSÍ. Sími: 553-5040. vssi@vssi.is VERKSTJÓRINN - 79


Verkstjórinn  

Verkstjórinn 2011 - 61. árgangur

Verkstjórinn  

Verkstjórinn 2011 - 61. árgangur

Advertisement