Verkstjórinn

Page 13

útgáfu heildarkjarasamningsins verði orðið „verkstjóri“ tekinn út og „stjórnandi“ sett í staðinn. Nokkur óánægja hefur verið hjá verkstjórum Vegagerðarinnar með laun þeirra sem stýra vöktum yfir veturinn, þar hefur ekkert samræmi verið og þeir verið á mismunandi launum. Ég hef átt nokkra fundi með starfsmönnum og stjórnendum Vegagerðarinnar vegna þess máls, verður það hluti af komandi samningum ef ekki tekst að ganga frá því áður. Framundan er svo að ljúka samningum við aðra. Launakönnun var gerð þrjú ár í röð og gaf góða vísbendingu um laun okkar manna. Það hefur verið mjög gott að hafa hana til viðmiðunar þegar spurt er um laun stjórnenda, hefur hún verið notuð jafnt af vinnuveitendum sem félagsmönnum við ákvörðun launa. Ákveðið var að sleppa úr einu ári vegna kostnaðar en geri ráð fyrir að við verðum með í næstu könnun.

Atvinnumál: Við á skrifstofu förum ekki varhluta af ástandinu á vinnumarkaði. Mikið er leitað til okkar með allskonar vandamál, mest er það vinnutengdur vandi. Aðstoð vegna uppsagna og gjaldþrota fyrirtækja er að aukast og verður trúlega enn um sinn. Atvinnulausum verkstjórum hefur heldur fækkað. Í dag eru þeir 70 en voru 87 þegar mest var á liðnu ári. Kemur það bæði til af því að atvinnuástand hefur heldur lagast og eins hitt að nokkrir hafa dottið af atvinnuleysisskrá vegna aldurs. Enn er atvinnuleysið mest hér á suðvestur horninu. Atvinnulausum félagsmönnum hefur verið tryggð réttindi í sjóði sambandsins með því að greiða mánaðarlega 1% af bótum eða fimmtánhundruð króna gjald í sjúkrasjóð.

Sjúkrasjóður: Tekin var ákvörðun hjá stjórn sjúkrasjóðs að afhenda gjöfina til heilbrigðismála á meðan á þinginu stendur. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki varð fyrir valinu, óskuðu þeir eftir að fá nýjan skiptibekk sem mun kosta nálægt 770 þúsund krónum, sá gamli mun hafa verið orðin ansi slitin og lúin. Orði var við þessari ósk og varbekkurinn formlega afhentur meðan á þinginu stóð. Reglugerð sjúkrasjóðs hefur verið tekin til endurskoðunar og gerðar nokkrar tillögur að breytingum verða þær lagðar fyrir þingið. Við erum að reka okkur á greinar í reglugerð hans sem einu sinni voru mjög til bóta en eru það ekki lengur. Með tilkomu Starfsendurhæfingarsjóðs fyrir um tveimur árum síðan er þessi langi tími sem við erum að greiða sjúkradagpeninga

til óþurftar. Það tefur fyrir að skjólstæðingar okkar fái greiðslur úr þeim sjóði, þar sem þeir verða að klára réttinn hjá okkur áður. Greiðslur starfsendurhæfingarsjóðs eru í flestum tilfellum hærri en þær greiðslur sem eru síðustu 6 mánuðina hjá okkur. Þau félög sem hafa verið að greiða dagpeninga í hvað lengstan tíma hafa nú þegar breytt og stytt þann tíma. Við höfum verið í góðu sambandi við Öldu Ásgeirsdóttur starfsmann sjóðsins og komið þeim félagsmönnum sem þess þurfa í hennar umsjá og eftirlit. Þeir eru ófáir skjólstæðingar okkar og annarra stéttarfélaga sem hún hefur með starfi sínu komið út á vinnumarkaðinn á ný.

Um lífeyrismál: Svo virðist sem skipting lífeyris milli hjóna sé ekki nógu mikið haldið á lofti. Á þeim fundum þar sem ég hef komið inn á þessi mál er alltaf einhver sem ekki vissi um þennan möguleika. Að skipta lífeyri getur skipt sköpum fyrir þann eftirlifandi, þegar um eldra fólk er að ræða eru það oftast konur sem hafa verið heima með börnin og eiga sára lítinn rétt til lífeyris úr lífeyrissjóði. Það er mjög eðlilegt að hjón skipti réttindum sem þau vinna sér inn meðan á sambúð stendur eins og öðrum sameiginlegum tekjum. Ársfundur sjóðsins var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 19. maí síðastliðinn. Hér á eftir vitna ég í samantekt Sameinaða lífeyrissjóðsins um afkomu hans árið 2010. Tilvitnun hefst, „Góður viðsnúningur varð í rekstri sjóðsins á árinu 2010. Ávöxtun sjóðsins var mun betri en næstu tvö ár á undan og þær aðgerðir sem gripið var til með lækkun réttinda á árinu 2010 skiluðu sér að fullu í bættri tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins. Hins vegar var enn nokkur fækkun virkra sjóðfélaga sem endurspeglar þrengingar í þeim greinum sem hluti sjóðfélaga starfar við, ekki síst í byggingariðnaðinum. Eignir sjóðsins námu 105,4 milljörðum króna í árslok og hækkuðu um 6,2 milljarða króna milli ára. Nafnávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins var 4,6% á árinu, sem jafngildir 2,0% raunávöxtun. Áfallnar skuldbindingar umfram eignir voru 11,1 milljarðar króna í árlok 2010 en heildarskuldbindingar umfram eignir 10,3 milljarðar. Tryggingafræðileg staða sjóðsins var -5,9%, sem er betri staða en árið áður og innan þeirri heimilda sem lög leyfa án þess að grípa þurfi til réttindabreytinga. Í ljósi jákvæðrar þróunar í rekstri sjóðsins á síðasta ári og aukinnar raunávöxtunar eru ekki tilefni til endurskoðunar á lífeyrisréttindum á næsta ársfundi að mati stjórnar sjóðsins. Hlutur örorkulífeyris hefur lækkað örlítið á síðustu VERKSTJÓRINN - 13


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.