Verkstjórinn

Page 47

„Vagga hinnar hörðu sjósóknar.“ - Útilegubátarnir 1914 – 1927 Með árunum fóru vélarnar og bátarnir stækkandi. Við tók tímabil sem kallað hefur verið útilegutíminn. Þilfarsbátar fóru á línuveiðar á útilegu. Fyrsti útilegubáturinn var Hulda, 13 tonna smíðaður 1906 í Svíþjóð með 16 hestafla Alpha vél, skipstjóri Karl Löve. Fljótlega komu enn stærri bátar 25-35 tonn og flotinn stækkaði. Karl Löve eignaðist Gylfa, Karvel Jónsson Sæfara og Karl Olgeirsson Freyju og Jóhann Þorsteinsson Heklu. Ísfirski útileguflotinn taldi mest um tuttugu báta á tímabilinu 1914 – 1927. Margir skipstjóranna urðu landsþekktir aflamenn og sóknin var hörð. Í dimmasta skammdeginu sóttu línubátarnir út á hafið, „út undir Hala, suður undir Jökul og suður í Faxaflóa og Miðnessjó lágu margir þeirra úti,“ segir Ásgeir Jakobsson. Aflinn var saltaður um borð og stundum lögðu menn þá upp í Sandgerði. Öll vinna við lóðirnar, uppstokkun og beitning, var unnin úti á sjó, í misjöfnu veðri, fyrir opnu dekki. Og ekki var þægindunum fyrir að fara í lúkarnum, þar voru átta kojur og varla pláss fyrir kokkinn til að athafna sig. Á sumrin fóru bátarnir á síld og þá var fjölgað í áhöfninni, svo tvímenna varð í kojur.

voru 109 hásetar, matsveinar og vélstjórar á vélbátum. Fyrsti formaður var Eiríkur Einarsson. Sjómannafélagið náði samningum við útgerðarmenn á Ísafirði á fyrsta starfsári sínu 1916. Var það í fyrst sinn sem atvinnurekendur viðurkenndu samningsrétt verkalýðsfélags í bænum. Næstu ár versnuðu hinsvegar aðstæður útgerðarinnar og erfitt reyndist að koma á samningum. Fyrsta verkfall félagsins vorið 1920 breytti þar engu um. Sjómannafélag Ísfirðinga náði fram ýmsum baráttumálum sjómanna eftir að Samvinnufélag Ísfirðinga var stofnað, svo sem kauptryggingu árið 1936. Sjómannafélagið var meðal stofnfélaga Alþýðusambands Vestfjarða árið 1927. Það átti verulegan þátt í því að koma á heildarsamningum um kjör sjómanna á Vestfjörðum árið 1952. Voru þeir samningar í ýmsu betri en aðrir samningar sjómanna á landinu. Stutt síldarævintýri átti sér stað við Ísafjarðardjúp 1916-1920. Silfur hafsins gekk úti fyrir Djúpinu og varð mörgum að gulli. Síldin var söltuð á plönum á Torfnesi, Stakkanesi og við Grænagarð. En síldin er brigðul, „síldarkrakkið“ 1919 varð útgerðinni skellur og síldin færði sig norður með landi. Bátarnir eltu síldina norður á Húnaflóa og Siglufjörð á sumrin og síldarstúlkurnar fylgdu með.

Birnirnir sjö, bátar Samvinnufélags Ísfirðinga. Ljósmyndasafnið Ísafirði/M. Simson. Ísbjörninn, einn af bátum Samvinnufélags Ísfirðinga, smíðaður í Noregi 1928. Ljósmyndasafnið Ísafirði/M. Simson.

Sjómennirnir á vélbátunum höfðu alist upp á árabátum og skútum. Þeir kölluðu ekki allt ömmu sína. Vökur og vinnuharka var ekkert nýtt fyrir þá. Með vélbátunum fjölgaði í stétt sjálfstæðra sjómanna sem bjuggu í bæjum og þorpum og tileinkuðu sér nýja siði og nýjar hugmyndir um réttindi vinnandi fólks. Sjómannafélag Ísfirðinga var stofnað 5. febrúar árið 1916. Stofnfélagar

„Birnirnir“ og Samvinnufélag Ísfirðinga Á Þorláksmessu árið 1928 kom Sæbjörn, fyrsti bátur Samvinnufélags Ísfirðinga, til heimahafnar á Ísafirði. Næstu daga bættust Ísbjörn, Ásbjörn, Vébjörn og Valbjörn í hópinn. „Birnirnir“ voru smíðaðir í Noregi en vélarnar voru sænskar 90 hestafla af Ellwe-gerð. Haustið eftir bættust enn tveir Birnir við, Auðbjörn og Gunnbjörn, smíðaðir í Svíþjóð. Bátar Samvinnufélagsins, sjö VERKSTJÓRINN - 47


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.