Page 1

Verkstjórinn 58. árgangur, desember 2008 Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi, Skipagata 14, 600 Akureyri


Þetta er nokkurskonar öxuldráttarmynd með þrem vélvirkjum og einum skrúfuöxli. Sá feiti á miðri myndinni er orðinn sextíu og þriggja ára gamall. Baráttujaxl og á honum hefur sannast gömul fullyrðing um það að golf er ekki merkilegri íþrótt en það að margir iðkendur þess aka ístrunni á undan sér í hjólbörum. Hinir tveir sem farnir eru að gæla við öxulinn eru líka stuðmenn og hoknir af reynslu. Aðeins örlar á fagmonti í þeim öllum og þeir vel að því komnir enda ekki á hvers manns færi að rífa svona öxul úr skipi og koma honum á hús. Þetta eru mennirnir sem vinna við sjávarútveginn og er meiningin sú að þeir skili miklu til þjóðarbúsins og styrki hagfótinn sem er næstum af. Það má líka gera ráð fyrir því að arðurinn af svona öxulrifrildi dugi fyrir einni mæringarveizlu til heiðurs útrásarvíkingum og fjárglæframönnum í ráðherrabústað eða forsetasetri. Þótt ekki sjáist á þessum körlum neinn sérstakur áhyggjusvipur má fastlega reikna með að þá sé farið að gruna að ekki sé framtíðin björt. Því er heldur ekki að heilsa því helvítis kratarnir ætla að taka af þeim fiskveiðilögsöguna, þessa sem skrúfuöxullinn hefur djöflast í undanfarin ár, og færa hana niður til Brússel, en þar réð áður ríkjum Leopold Belgíukóngur, annálaður nýlendu óþverri og forstöðumaður um negra morð niðri í Kongó. Síðan verða þeir sjálfir afhentir Bandaríkjum Evrópu til ævarandi eignar og barnabörn þeirra herskylduð. Forystulið þeirra í ASÍ hefur líka hafið herferð um landið í sama tilgangi en í nafni matarkörfunnar og hags heimilanna en þeir hafa tekið Evrópuveikina af yfirinnkaupakörfukerlingu kratanna sem í æsku las um þekktustu innkaupakörfukerlingu sem upp hefur verið, Rauðhettu litlu sem var á leið gegnum reglugerðarskóginn til ömmu sinnar með innkaupakörfu og hag heimilanna og allt það helvítis kjaftæði en aulaðist til að láta Evrópusambandsúlfinn snatta sér út um allan skóg í blómatínslu meðan hann sjálfur gerði sér lítið fyrir og gleypti ömmu hennar og hana sjálfa stuttu síðar. Ekki slakari græðgi þar en hjá íslenskum fjárglæframönnum. Það

var svo lán í óláni að grænklæddur skógarvörður kom til bjargar í málinu en vinnuklæddum íslenskum skrúfuöxulsmönnum getur ekkert komið til bjargar. Það er nefnilega svo að á þessum slóðum Evrópusambandsúlfsins ólust löngu síðar upp glæfra- og misindismenn sem hétu Göbbels, Göring og Adolf. Þeir hófu strax að reyna að stofna Evrópusambandsríki með illu, sem stundum var nefnt þriðja ríkið, og var einmitt allt útatað í reglugerðum og tilskipunum og var ein helsta reglan sú að hundar máttu ekki heita Adolf. Ef þeir öxulfélagar og aðrir samstarfsmenn þeirra láta glepjast af lygaáróðri kratanna og annarra landsölumanna og kjósa yfir sig Bandaríki Evrópu í þeirri góðu trú að þeir fái ódýrari matarkörfu og laun þeirra verði svo góð að af þeim verði mikill afgangur svo þeim sé fært að standa undir byggingu og rekstri forljótrar menningardollu og jafnvel ræsisógeði í þeirra eigin heimabæ, þá skjátlast þeim hrapalega. Þá verður þeirra gamli þjóðfáni dreginn niður og notaður fyrir fylkisfána en blái stjörnufáni stórríkis Evrópu dreginn að húni. Síðan koma tilskipanir sem þeir verða að lúta. Ef til vill fá þeir stöku sinnum að kjósa um eitthvert smámál svona uppá sýndarmennskuna en það verður sama hvað út úr þeirri kosningu kemur því þetta stórríki hefur þann kæk að láta kjósa aftur og aftur þar til því líkar niðurstaðan. Nú. Textinn í þessum fjórum dálkum hefur allur verið skrifaður í dellustílnum til þess að stinga ekki í stúf við svokallað íslenskt nútímaþjóðfélag þar sem græðgin er endanlega sett í hásæti heimskunnar. Mál er að linni og þó fyrr hefði verið áður en skrifið fer að renna út á gólfið því mönnum getur orðið fótaskortur. Snilldarverk þetta er unnið með blýanti á grátt pappaspjald 1000x700x2mm og klárað á jólaföstu í kreppunni miklu árið 2008. Vonandi hafnar það í viðkunnanlegum ramma undir möttu gleri. Ólafur R. Eggertsson.


Óskum félögum okkar og fjölskyldum þeirra farsældar á n‡ju ári

Verkstjórar Ef skipt er um vinnustað, tilkynnið það verkstjórafélagi ykkar. Fylgist með því að vinnuveitandi greiði samningsbundin gjöld í sjúkra- og orlofssjóði. Réttindi til bóta úr sjúkrasjóði eru háð greiðslum frá vinnuveitanda. Kynnið ykkur réttindi til bóta úr sjúkrasjóði, að loknum samningsbundnum greiðslum frá vinnuveitanda. Íbúð sjúkrasjóðs að Lautasmára 5, Kópavogi er til leigu fyrir verkstjóra af landsbyggðinni í veikindatilvikum.

Leitið upplýsinga Sími 553 5040


Verkstjórafélagið Þór Pósthólf 4233

Félag iðnlærðra verkstjóra í málm- og skipasmíði Stofnað 2. nóvember 1935 Allar upplýsingar um félagið gefur

Stefán Friðþórsson Næfurási 15, 110 Reykjavík Sími 567 3467


Rekaviður

Tryggvi Gunnarsson, skipasmiður.

Fyrr á öldum var rekaviðurinn það efni sem lengst og best dugði Íslendingum til bátasmíða. Athyglisverðara er þó að ekki þarf að fara svo ýkjalangt aftur í tímann til að finna frásagnir um menn sem gerðu út leiðangra til að komast yfir rekavið til þessara smíða. Annar tugur tuttugustu aldar mun lengi í minnum hafður vegna harðæris til lands og sjávar. Svo ótrúlega sem það kann að hljóma þá stóð bátasmíði á Akureyri um miðjan þennan áratug með miklum blóma og þar voru þá starfræktar fjórar bátasmíðastöðvar árið 1915. Stöðvar sem höfðu meira en einn bát undir í einu og voru með nokkra menn í vinnu við smíðarnar. Þrátt fyrir erfitt árferði þá svall baráttuandi í brjóstum

manna til frekari framkvæmda og er gleggsta dæmi þess leiðangur Rögnvaldar Snorrasonar til Jan Mayen árið 1918. Rögnvaldur var sonur Snorra Jónssonar, skipasmiðs og kaupmanns á Akureyri. Hann hélt uppi merkjum föður síns í verslun og atvinnurekstri að honum látnum. Til Jan Mayen fór Rögnvaldur á vélbátnum Snorra EA-376, þá nýbyggðum, til skoðunar á rekaviði, sem nota mætti til bátasmíða. Engum sögum fer af frekari framvindu mála að öðru leyti en því að ekki var farið út í neinskonar innflutning á viði frá þessu eylandi. Ef til þess er hugsað að ferðin var farin þremur árum Framhald á bls. 21

VERKSTJÓRAFÉLAG AKUREYRAR OG NÁGRENNIS SKIPAGÖTU 14 • SÍMI 462 5446 • FAX 462 5403 • 602 AKUREYRI • KT. 540775-1179

VERKSTJÓRINN - 5


Kosturinn við að vera í réttu félagi Akureyri. Mynd: Jörundur Traustason.

Að vera eða vera ekki í stéttarfélagi og þá í hvaða félagi er það sem oft er spurt um þegar verið er að ráða sig til vinnu. Vinnuveitendur eiga það til að vilja halda mönnum utan félaga án þess að gera sér grein fyrir hvað það getur kostað viðkomandi mann. Eins og ástatt er á vinnumarkaði núna er það enn meira áríðandi að vera í sterkum félagsskap, sem stendur vörð um réttindi og hagsmunamál félaga sinna. Félagsvitund manna eykst til mikilla muna þegar harðnar á dalnum og þá er gott að hafa sterkt bakland í félagsskap eins og VSSÍ. Í erfiðu atvinnuástandi eins og því sem nú færist yfir þjóðina verður starf stéttarfélaga sífellt nauðsynlegra og eins það að vera í félagi. Nokkuð hefur verið um fyrirspurnum frá félagsmönnum um réttindi hvað varðar breytingu á vinnutíma, uppsagnir o.fl. Hér eftir sem hingað til munum við sýna hversu samtökin eru megnug í stuðningi við félagsmenn og mun Kristín framkvæmdastjóri VSSÍ taka á hverju máli með viðkomandi og leysa á sem farsælastan hátt. Þetta er ekki nýtt í starfsemi okkar en getur orðið viðameira ef uppsagnir verða víðtækari en verið hefur. Við höfum notið þess að verkstjórar eru sjaldnast atvinnulausir lengi og vonum að svo verði áfram. Engu að síður vil ég benda á þau fjölmörgu námskeið sem eru í boði og eru niðurgreidd af VSSÍ og að auki af sumum verkstjórafélögum. Unnið er af kappi við að koma á fót námskeiðum í samvinnu við samtök atvinnulífsins. Þar verður um 6 - VERKSTJÓRINN

starfstengt nám að ræða og er því kjörið að styrkja stöðu sína með því að efla faglega kunnáttu. Þetta er búið að vera baráttumál við samningagerð í mörg ár og er núna loks að skila árangri. Eftir sem áður verða tómstundanámskeiðin vinsælu styrkt áfram. Sjúkrasjóður verkstjóra fór ekki varhluta af ólgusjó fjármálanna en slapp samt ótrúlega vel og má þakka það árvekni og góðri stjórn hans. Nokkuð hefur reynt á sjóðinn á árinu og má búast við að svo verði enn um sinn. Verkstjórasamband Íslands eru öflug samtök stjórnenda á landsvísu sem samanstendur af 13 verkstjórafélögum staðsettum víðsvegar um landið. Þetta vitum við félagarnir en erum ekki nógu duglegir að kynna fyrir öðrum. VSSÍ er sameinaður vettvangur stjórnenda. Þar hefur alla tíð verið unnið að því að styrkja og styðja félagsmenn í sem víðustum skilningi og standa vörð um hagsmuni þeirra. Kynningu á félögunum og VSSÍ þarf að auka eins og kostur er. Við verðum að láta heyra í okkur og kynna starf samtakanna. Eins og ég gat um í upphafi er mikið öryggi í að vera í verkstjórafélagi innan Verkstjórasambands Íslands, sem eru öflug samtök stjórnenda. Þau standa vörð um félagsmenn sína og tryggir þeim og fjölskyldum þeirra sem mest öryggi. Að lokum vona ég að Íslensku atvinnulífi takist að snúa vörn í sókn og það verði sterkara en áður eftir þær þrengingar sem það gengur nú í gegnum. Kristján Örn Jónsson forseti VSSÍ


Verkstjórinn 58. árgangur Efnisyfirlit Rekaviður ..................................... Kosturinn við að vera í réttu félagi ................................. Landsfundur VSSÍ ....................... Ályktun landsfundar ................... Neyðin kennir .............................. Skýrslur félaga til Landsfundar 2008 ....................... Afmælishóf VSSÍ 70 ára............... Gjaldkerafundur........................... Starfsmenntasjóður...................... Útrás, smiðja og verkfræðistofa .. Stykkishólmsbær, skipulagsverðlaunin 2008 ........... SS Byggir ehf. Akureyri ............... Leiðréttingar ................................ Slippurinn Akureyri ehf. ............. Eskja hf. Eskifirði ........................ Keilir menntastofnun ................. Sjúkrasjóður VSSÍ ....................... Afslættir til félagsmanna ............ Hvíldartími verkstjóra ................ Atvinnumissir .............................. Endurhæfingarsjóður .................. Ísafjörður - Útgerðarsaga ............ Árekstur flugvélar og vélbáts ........ Guðmundur heiðraður ................. Veiðisaga úr Blöndu .................... Kjarakönnun VSSÍ ...................... Minningargreinar......................... Minning ....................................... Heimilisföng verkstjórafélaganna og formanna þeirra ...................... Orlofsheimili verkstjórafélaganna .................... Forsíða: Hornafjarðarmáninn. Ragnar Imsland. Baksíða: Óður til framtíðar. Jóhann Ingimarsson (Nói). Ljósmyndari: ÁBÁ.

Bls. 5 6 8 11 12 13 22 24 25 26 28 30 33 34 36 39 42 42 43 44 45 46 51 52 52 53 54 56 58 59

Desember 2008

Frá ritstjórn Enn eina ferðina er „Verkstjórinn“ kominn á kreik og nær vonandi athygli lesenda sinna. Ritstjórnarrabb liðinna ára hefur að miklum hluta snúist um efnisöflun í blaðið. Nú er mál að linni og látið nægja að upplýsa að hún hefur þrætt sömu himnabrautir. Blaðið er sett upp á svipaðan hátt og verið hefur. Það er að segja að fremst í blaðinu eru fréttum af innra starfi sambandsins og aðildarfélögum þess en þar fyrir aftan greinar, sem lesandinn hefur vonandi bæði gagn og gaman af að lesa. Frá útgáfu síðasta „Verkstjóra“ hefur holskefla riðið yfir landið með falli Íslensku bankanna og hruni krónunnar. Auðvitað er þessi atburðarrás öll þyngri en tárum taki en hver getur gefið sér að lífið eigi að líða hjá sem andblær. Þjóðarskútan hefur öldum saman siglt í gegnum brim og boða. Það hefur ekki alltaf verið landsýn. Land hefur þó ávalt risið úr hafi. Það eru engin nýmæli að syrt hafi að á þessu eylandi. Landið er þó enn á sínum stað og mannlíf aldrei blómlegra. Íslendingar kunna að þreyja þorrann. Slíkt er hverjum og einum í blóð borið. Nú er að leggjast á árar sem aldrei fyrr og hefja brimróður. Annað er ekki í boði. Voðinn er vís leggi menn árar í bát því enginn nær landi, sem horfir í gaupnir sér þá slíkur róður er hafinn. Fumlaus áratök munu fleyta okkur alla leið. Hafa skal hugfast að „Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott“ og víst er að „Sérhver þraut sem framhjá fer, kemur ekki aftur“. Ritstjóri

VERKSTJÓRINN, málgagn verkstjórastéttarinnar, ársrit, kom fyrst út 1943. Útgefandi: Verkstjórasamband Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Upplag 3900 eintök. Ábyrgðarmaður: Árni Björn Árnason. Ritnefnd: Eggert H. Jónsson, Sveinn Egilsson, Gunnar B. Gestsson, Þórhalla Þórhallsdóttir, Sigurður Tryggvason og Árni Björn Árnason. VERKSTJÓRINN - 7


Landsfundur VSSÍ 2008

Landsfundur Verkstjórasambands Íslands, sá 32. í röðinni, var haldinn á Grand Hótel Reykjavík 17. maí 2008. Svo viðamikil fundargerð var samin af ritara sambandsins, Úlfari Hermannssyni, að ritstjóri Verkstjórans telur ekki fært að birta hana í heild. Fundargerðinni til viðbótar skiluðu nefndarformenn af sér nefndarálitum,

Kristján Örn Jónsson setur Landsfund VSSÍ. 8 - VERKSTJÓRINN

sem sama er um að segja. Því verður sá háttur hafður á að þessu sinni að birta úrdrátt úr fundargerð og nefndarálitum. Forseti sambandsins Kristján Örn Jónsson setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Skýrsla forseta spannaði tímabilið frá síðasta þingi til landsfundar. Í skýrslunni er komið inn á alla málaflokka, sem snerta verkstjórasamtökin. Svo sem launaog kjaramál, menntunarmál, kynningarmál og félagsmálin almennt. Atvinnumál sagði forseti í nokkuð góðum farvegi. Hann fjallaði um reglur sjúkrasjóðs og fór yfir innkomu í sjóðinn og útgreiðslur hans í prósentum. Forseti upplýsti að búið væri að aðskilja Menntunarsjóð frá reikningum Sambandsins. Hugmyndir eru um að koma á fót sérstakri þjónustu á vegum Sameinaða lífeyrissjóðsins og allmargra sjúkrasjóða. Þar á að stefna að því að hjálpa slösuðum og veikum af örorku til vinnu. Forseti fór yfir stöðu Sameinaða lífeyrissjóðsins og hljóp lauslega yfir fjárhag hans og þá hugmyndafræði, sem fram kom á aðalfundi sjóðsins.


Hann vék að Iðunni, fræðasetri og Fjöltækniskólanum og framtíðarsýn í menntunarmálum. Forseti minntist 70 ára afmælis VSSÍ og að í því tilefni hefði verið gefið út afmælisrit, sem vakið hafi athygli. Í niðurlagsorðum sínum þakkaði forseti samstarfsmönnum í stjórn VSSÍ og starfsfólki. Næst á dagskrá landsfundar var skýrsla Sjúkrasjóðs, sem Reynir Kristjánsson, formaður sjóðsstjórnar flutti. Þar kom fram að rekstrartekjur sjóðsins hafi aukist um rúmar 10 miljónir milli ára en rekstrargjöld um rúmar 17 miljónir. Sjóðurinn færði sjúkrahúsi Ísafjarðar 700 þúsund krónur að gjöf í tilefni þess að þing VSSÍ var haldið á Ísafirði 2007. Afgreiðslum úr sjóðnum fjölgaði um 63 á árinu en árið áður um 147. Líftími sjóðsins er nú rúm 19 ár miðað við það að engar greiðslur berist til hans. Eignir Sjúkrasjóðs hafa hækkað um 20 % frá Landsfundinum 2006. Þriðji dagskrárliður voru reikningar Sambandsins og Sjúkrasjóðs. Gunnar Hólmsteinsson, endurskoðandi fór yfir reikningana og skýrði þá. Taldi hann fjárreiður Sambandsins og Sjúkrasjóðs koma þokkaleg út miðað við efnahagsástandið. Skólameistari Fjöltækniskólans, Jón B. Stefánsson, hélt erindi um Fjöltækniskólann, námsstefnu hans og möguleika. Reifaði hann hugsanleg tengsl VSSÍ og skólans og samvinnu í menntun og endurmenntun. Eftir matarhlé fluttu formenn aðildarfélaganna skýrslur og eru þær birtar á öðrum stað í blaðinu. Launamál: Skúli Sigurðsson fór fyrir launamálanefnd og lagði fram viðamikið nefndarálit. Þar kom meðal annars fram að skrifað var undir

Jóhanna og Helga, starfskraftar VSSÍ.

Haukur Júlíusson, gjaldkeri Vf. Þórs.

samninga við SA 29. febrúar 2008 um 5,5% hækkun launa og ákveðinn launamun á milli verkstjóra og undirmanna. Samningum við OR og ríkið var slegið á frest vegna óvissu í efnahagsmálum. Unnið er samkvæmt samþykktum sambandsþingsins á Ísafirði að eftirtöldum meginþáttum. Flýtistarfslokasamningum, fastlaunasamningum, launaskriði, launakönnun og endurmenntun. Skúli kom inn á áhrif verðbólgu á samninga, vinnutilskipun EES, séreignasparnað í lífeyrissjóði, tryggingarmál verkstjóra og sjúkrasjóð þeirra. Að síðustu benti frummælandi á erlent vinnuafl og hættur, sem geta skapast vegna tungumálaerfiðleika. Menntunarmál: Jóhann Baldursson fór fyrir áliti Skipulags- og fræðslunefndar og flutti skýrslu Menntunarsjóðs. Þar kom fram að frá síðasta þingi í júní 2007 hafa 75 aðilar fengið úthlutað úr menntunarsjóði þar af 11 hærri styrk en kr. 25.000,- vegna vinnutengdra námskeiða. Framlög úr menntunarsjóði árið 2006 voru kr. 1.393.715,- en árið 2007 kr. 1.411.434,-. Eign menntunarsjós 31. desember 2007 var kr. 17.246.268,Óskað verður eftir viðræðum við Fjöltækniskólann um á hvern hátt hægt sé að styrkja menntunarþátt stjórnenda. Nýlegar rannsóknir sýna að hérlendir millistjórnendur eru langt á eftir hliðstæðum erlendum stjórnendum í menntunarmálum. Erlendir vinnuveitendur hafa áttað sig á mætti menntunar og góðar horfur eru á að SA nái áttum og fari brátt að greiða í menntunarsjóðinn. VERKSTJÓRINN - 9


væri væntanlegur að hluta. Heimasíða hafi batnað en betur þyrfti að gera. Menntamálin væru í þróun. Reglum sjúkrasjóðs hafi verið breytt til batnaðar og höfði nú betur til yngra fólks. Framtíðarnefnd leggur til að sjóðurinn greiði að hluta til líkamsræktar. Einnig er lagt til að fundir verði gerðir eftirsóknarverðari með því að setja fundargögn á netið. Stefna skuli að því að koma á fót embætti þjónustufulltrúa og efla sókn til öflunar nýrra félaga. Komið skuli á fót ábyrgðarsjóði fyrir verkstjóra.

Gunnar Hólmsteinsson, fer yfir reikninga VSSÍ.

Laganefnd: Borgþór E. Pálsson lagði fram tillögu sem hljóði svo. „Verkstjórasambandi Íslands er heimilt að taka þátt í kostnaði verkstjórafélaga, sem halda þing Verkstjórasambandsins. Verkstjórasamband Íslands styrkir viðkomandi félag um 30% af útlögðum kostnaði þess, en þó ekki hærri upphæð en 350.000.- kr. Upphæðin framreiknast með neysluvísitölu, sem er 281,8.“ Geta ber þess að tillagan hafði áður verið lögð fyrir stjórnarfund VSSÍ 1. febrúar 2008. Allsherjarnefnd: Formaður allsherjarnefndar, Úlfar Hermannsson, lagði fram viðamiklar hugmyndir að nefndaráliti Allsherjarnefndar. Þar voru reifuð slysa- og tryggingarmál, lífeyrismál og fl. Úlfar kom meðal annars inn á samgreiðslur hjóna til lífeyris og benti á lög, sem búið er að leggja fyrir alþingi varðandi þessi mál.

Önnur mál: Kristján Örn lagi fram tillögu um að endurskoðuð yrði þörf fyrir fleiri stöðugildi á skrifstofu Sambandsins. Tillagan hljóðar svo: „32. landsfundur VSSÍ haldinn á Grand Hótel Reykjavík samþykkir að fela stjórn VSSÍ að kanna og meta þörfina fyrir nýju stöðugildi á skrifstofu Sambandsins. Niðurstaða verði lögð fyrir 33. þing VSSÍ 2009.“ Undir tillöguna rita. Skúli Sigurðsson, Kristján Örn Jónsson, Jóhann Baldursson og Guðni Hannesson. Jón Ólafur Vilhjálmsson lagði fram eftirfarandi tillögu. „Stjórn VSSÍ kýs á fyrsta fundi stjórnar í haust framtíðarnefnd skipaða 3 mönnum að meðtöldum formanni Sveini Þórðarsyni til að vinna að framtíðarmálum VSSÍ fram að næsta þingi.“ Undir tillöguna ritar. Jón Ólafur Vilhjálmsson. Áður en fundi var slitið kl. 16.55 afhenti Kristján Örn forseti, Hauki Júlíussyni Verkstjórafélaginu Þór veglegan blómvönd og færði honum sérstakar þakkir verkstjórasamtakanna fyrir óeigingjörn störf að félagsmálum verkstjóra um langt árabil.

ÁBÁ.

Fjárhagsnefnd: Jón Ólafur Vilhjálmsson, lagði fram fjárhagsáætlun fyrir sambandið. Hann sagði greiðendum til sambandsins hafa fækkað á milli ára og tekjur rýrnað að sama skapi. Útgjöld sagði hann hafa aukist en höfuðstóll væri þó enn óskertur. Jón gerði sér góðar vonir um að atvinnurekendur færu að leggja menntunarsjóði eitthvað til og þá ætti að vera óþarfi að taka kr. 800.000,- af félagsgjöldum í hann. Framtíðarnefnd: Sveinn Þórðarson fór yfir þau markmið, sem sett voru á þinginu á Ísafirði og taldi sum hafa gengið eftir en önnur ekki. Nefndi hann meðal annars að netfangalisti 10 - VERKSTJÓRINN

Birna Sigurbjörnsdóttir, ritari Vf. Suðurnesja.


Ályktun landsfundar Mynd: Úlfar Hermannsson.

Vinnuslys og tryggingar Mikið vantar uppá að menn séu nægilega vel tryggðir komi til vinnuslyss. Fjölmörg dæmi tala sínu máli um það hvernig framtíðarafkomu fólks hefur verið rústað við þau vinnuslys, sem hafa haft fulla örorku í för með sér. Það verður ekki séð að slysabætur vegna vinnuslysa bæti mönnum upp eðlilegar framtíðar tekjur. Við slíkar aðstæður eru menn dæmdir til þess, auk líkamlegra annmarka, að búa við fátækt. Örorkubætur eru ófullnægjandi og tryggja fólki engan veginn mannsæmandi framfærslu. Það er ólíðandi að þegar kemur að öllum þeim aðilum sem greiða eiga bætur, þá myndist einhvers konar hringur þar sem hver skerðir sín framlög vegna bóta frá einhverjum öðrum, án þess að landslög eða reglur fjalli um slíkt. Og að síðustu geti tryggingafélagði nýtt sér framangreindar greiðslur og framlög allra þeirra sem vilja liðsinna viðkomandi til lækkunar á sínum framlögum. Það er óþolandi að slík framlög verði einungis til sparnaðar fyrir tryggingafélögin en að maðurinn, bótaþolinn, njóti þess ekki í neinum mæli. Lög sem fjalla um vinnuslys og skaðabætur þurfa grundvallar endurskoðunar við. Landsfundur Verkstjórasambands Íslands 17. maí 2008 skorar á ríkistjórnina og alþingismenn að taka þessi lög til gagngerrar endurskoðunar.

Skipting lífeyris – Hvatning til Alþingis Verkstjórar og aðrir stjórnendur innan Verkstjórasambands Íslands hafa lengi hvatt til þess að lög um skipt-

ingu lífeyrisréttinda milli hjóna verði rýmkuð. Bæði hvað varðar tímafrest til að óska eftir skiptingunni og eins skilyrði um heilsufar til að skiptingin verði heimiluð. Nú er komið fram á Alþingi frumvarp um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum. Í frumvarpinu í grein 3. b er nokkuð tekið á þeim órétti sem fólst í því að hjón þyrftu að ákveða skiptinguna með 7 ára fyrirvara fyrir fyrsta möguleika annars þeirra á töku lífeyris. Fæstir höfðu slíka fyrirhyggju né fundu nærveru elliáranna svo sterkt. Af þeirri ástæðu urðu margir þeirra sem höfðu fullan hug á þessari skiptinu, af þessum möguleika. Verði frumvarpið samþykkt munu hjón þurfa að ákveða skiptinguna fyrir 65 ára aldur þess sem eldra er. Það er góð framför. Verkstjórasambandið lagði til að þessi skipting væri óháð aldri og yrði jafnvel möguleg eftir að töku lífeyris væri hafin. Einnig þykir okkur óeðlilegt að sjóðurinn taki að sér að meta lífslíkur okkar og maka okkar þegar umsókn um skiptinguna er metin. Landsfundur Verkstjórasambands Íslands haldinn 17. maí 2008 telur að í frumvarpinu felist mikilvægt spor í rétta átt og hvetur alþingismenn til að veita frumvarpinu brautargengi og samþykkja það sem fyrst.

Skattlagning lífeyris - Fjármagnstekjuskattur á ávöxtun Lífeyrisréttur manna ræðst af greiðslum þeirra til lífeyrissjóðs ásamt framlagi vinnuveitenda. Hin síðari ár hafa þessi framlög ekki verið stofn til tekjuskatts. Flestir þeirra sem nú hafa að mestu byggt upp lífeyrisVERKSTJÓRINN - 11


rétt sinn, greiddu þó um langa hríð tekjuskatt af framlagi sínu í lífeyristjóð. Þegar að töku lífeyris kemur eru lífeyrisgreiðslurnar nú skattlagðar eins og um hefðbundnar tekjur sé að ræða. Hvorki er horft til þess að oftast er stór og jafnvel stærstur hluti þessara tekna til komnar vegna ávöxtunar sjóðsins né hins að í mörgum tilfellum hafa menn þurft að sæta verulegum skerðingum á lífeyrisgreiðslum sem komið getur til vegna mikils álags á sjóðinn t.d. vegna örorku annarra sjóðfélaga, launabreytinga eða annarra atriða.

Neyðin kennir…

Árlega stendur ritstjóri Verkstjórans frami fyrir því við endanlegan frágang blaðsins að stemma það af ef svo má orða. Huga þarf að því að fylla út hverja blaðsíðu fyrir sig og einnig sjá til þess að efni blaðsins passi á heila örk eða í versta falli hálfa slíka. Að sjálfsögðu stendur ritstjóri ekki einn í þessari baráttu. Þar koma setjarar blaðsins ekki lítið við sögu. Samt er það nú svo að það kemur í hlut ritstjóra að kveða upp úr um hvort sleppa skuli efni eða bæta við til að allt falli eins og flís við rass. Nær undantekningarlaust er seinni kosturinn valinn og þá venjulega ekki um annað að ræða en að leita í eigin smiðju. Fyrir rúmum fjórum árum fór ritstjóri að skrásetja alla báta sem smíðaðir hafa verið í Eyjafirði og hver smíðaði hvern einstaka bát. Með tímanum stækkaði verkefnið og teygir sig nú yfir strandlengjuna frá Fonti á Langanesi og í botn Hrútafjarðar. Fyrir tæpu ári ákvað ritstjóri að koma þessu fyrir almenningssjónir í þeirri von að nálgast upplýsingar frá lesendum. Hann setti því þennan bátavef sinn á netið og er slóðin www.aba.is Margs hefur ritstjóri orðið vísari á þessu grúski sínu og margar skemmtilega sögur hefur hann heyrt frá þeim sem hann hefur átt orðastað við. Í blaðinu má sjá endursögn af því sem skrásett hefur verið og því sem enn leynist í kolli ritstjóra. ÁBÁ

12 - VERKSTJÓRINN

Flestum þeim sem starfað hafa allan sinn starfsaldur á almennum vinnumarkaði bregður nokkuð við þegar kemur að töku lífeyris. Þær greiðslur eru venjulega mun lægri en viðkomandi hafði búist við og sér þá varla möguleika á að framfæra sig. Í fjölda tilfella leiðir það til þess að viðkomandi þarf að sækja bætur til samfélagsins. Mörgum er það mikil niðurlæging. Landsfundur Verkstjórasambands Íslands 17. maí 2008 skorar á ríkistjórnina og þingmenn alla að breyta lögum á þann hátt að af greiddum lífeyri verði aðeins dreginn fjármagnstekjuskattur ásamt því að nýta megi persónuafsláttinn. Þannig megi frekar gera eftirlauna fólki það kleift að framfæra sig með sæmd.

Frístundatrygging jöfn vinnutryggingunni Verkstjórar eru tryggðir allan sólahringinn. Hin síðari ár hafa kjarasamningar haft það í för með sér að sá hluti tryggingar sem tekur til slysa í vinnu eða á leið að henni eða frá hefur hækkað nokkuð. Það er í samræmi við aðra samninga. Sá hluti sem gildir í frítíma hefur hins vegar einungis hækkað með vísitölunni og þannig dregist nokkuð afturúr tryggingum í vinnutíma. Landsfundur Verkstjórasambands Íslands 17. maí 2008 ítrekar mikilvægi þess að ekki sé munur á þessum tryggingum. Þannig að það skipti ekki máli hvar og hvenær menn verða fyrir líkamstjóni, tryggingin verði söm. Því skorar landsfundurinn á opinbera aðila og vinnuveitur að leiðrétta þessar tryggingar þannig að jafnar upphæðir gildi í báðum tilfellum.

Efnahagslegur stöðugleiki Óstöðugleiki efnahagslífsins ógnar nú afkomu okkar allra. Nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru í uppnámi þar sem verðlagsforsendur munu ekki halda. Verðbólgubál og gengislækkanir hafa nú þegar skert kjör almennings og þyngt rekstur þeirra fyrirtækja sem ekki eru í útflutningi. Það er mikið í húfi að vel takist til með efnahagsstjórnina þannig að við getum á ný búið við stöðugleika. Landsfundur Verkstjórasambands Íslands haldinn 17. maí 2008 skorar á stjórnvöld að taka nú á honum stóra sínum og landa þessum málum farsællega. Jafnframt minnir fundurinn stjórnendur fyrirtækja og almenning á að með markvissu kostnaðaraðhaldi má draga úr skaðsemi þessa ástands.


Skýrslur félaga til Landsfundar 2008 Mynd: Jörundur Traustason.

Á Landsfundi VSSÍ, sem haldinn var í Reykjavík 17. maí 2008 lögðu aðildarfélögin fram skýrslur sínar um starfsemina á liðnu ári. Skýrslur félaganna eru birtar hér að neðan styttar og endursagðar. Gerð var þokkaleg góð grein því í síðasta Verkstjóra hvers vegna skýrslurnar eru ekki birtar í heild og er hér vísað til þess sem þar er sagt.

Verkstjórafélag Reykjavíkur

ÁBÁ.

Félagar um síðustu áramót voru 689, þar af 505 skattskyldir. Á síðasta ári voru skráðir inn 32 nýir félagar en 24 það sem af er þessu ári, sem er um 1,0% fjölgun sé horft til heildar félagafjöldans. Fjárhagsstaða félagsins er mjög góð eins og undan farin ár en tekjuafgangur síðast liðins árs var 3,5 milljónir. Handbært fé í félagssjóði var 19,1 milljónir um síðustu áramót en handbært fé í félagssjóði árið áður var 10,7 milljónir. Eignir hafa aukist úr 105,5 milljónum árið 2006 í 117,2 milljónir árið 2007, sem er 11% hækkun á milli ára. Gefin voru út 4 tbl. af 8. árgangi Stjórnandans og eitt blað hefur verið gefið út það sem af er þessu ári. Heimasíðu VFR er stöðugt verið að uppfæra með nýjum upplýsingum en hún er tæki nútímans og mjög mikið skoðuð. Á henni er allt að finna, sem félagar í VFR þurfa á að halda.

Trúnaðarráð var kallað saman tvisvar sinnum á starfs árinu. Í hið fyrra sinni 7. febrúar þar sem 26 mönnum var sent fundarboð og 15 mættu auk stjórnar VFR og í seinna sinnið 2. maí þar sem sama fjölda var sent fundarboð og mættu þá 10 auk stjórnar VFR. Einn almennur félagsfundur „opið hús“ var haldinn 7. nóvember 2007. Á starfsárinu fengu 9 félagsmenn fræðslustyrk frá Verkstjórafélagi Reykjavíkur að upphæð kr. 199.445,- en 86 félagar fengu íþrótta- og tómstundastyrk. Í dag getur hver félagsmaður fengið 12.000,- kr á hverju 12 mánaða tímabili en þessi upphæð var hækkuð úr 9.000,- kr. VERKSTJÓRINN - 13


Heildarupphæð, sem greidd var á starfsárinu, nam samtals kr. 703.650,-. Heildar styrkir námskeiða, íþrótta og tómstunda var því kr. 1,2 milljónir árið 2007, sem er mjög svipuð upphæð og árið 2006. Hin árlega jólatrésskemmtun félagsins var haldin 27. desember s.l að Hótel Loftleiðum og mættu 252 á ballið, 134 börn og 118 fullorðnir. Handbært orlofsfé var kr. 3,9 milljónir í lok reiknisárs 2007 en var kr. 2,2 milljónir árið 2006. Eignir orlofssjóðs eru kr. 60,5 milljónir í árslok 2007 en voru kr. 56,7 milljónir í árslok 2006. Stjórn og orlofsnefnd tók ákvörðun um að taka á leigu íbúð á Spáni Galan Golf og er þetta þriggja herbergja íbúð með öllum þægindum. Á 32. Sambandsþing VSSÍ, sem haldið var á Ísafirði dagana 31.maí – 3. júní 2007 mættu 10 fulltrúar frá félaginu og voru þeir kosnir á aðalfundi félagsins. Stjórnin var sjálfkjörinn, það er að segja 7 fulltrúar, en á aðalfundi voru kosnir 3 þingfulltrúar og 3 til vara. Auk þingfulltrúa fóru starfsmenn félagsins á þingið. Verkstjórafélag Vestfjarða stóð mjög myndarlega að þessu þingi. Meðal annars var farin skemmtiferð um næsta nágrenni en sjálfu þinghaldinu lauk með hátíðarkvöldverði og dansleik. Verkstjórafélag Reykjavíkur þakkar VFV fyrir frábæra skemmtun og skipulagningu á öllum þáttum þingsins og ekki síst þeim þætti er snéri að mökum þingfulltrúa, sem áttu mjög minnisverðar stundir fyrir vestan. Verkstjórafélag Reykjavíkur verður 90 ára 3. mars árið 2009. Búið er að fá nokkra valinkunna einstaklinga til að taka saman nokkra punta úr 30 ára starfi félagsins eftir að 60 ára saga félagsins kom út á prenti. Hugmyndir eru upp um nýtt nafn á Verkstjórafélag Reykjavíkur og að breyta fána félagsins. Skipuð hefur verið afmælisnefnd, sem sjá mun um undirbúning að afmælishátíð og skipa nefndina þeir Jóhann Baldursson, Guðni Hannesson og Sigurður Harðarson. Gert er ráð fyrir að vorferð félagsins verði farin 7. júní 2008. Stjórn félagsins skipa: Skúli Sigurðsson, formaður. Pálina K. Árnadóttir, ritari. Jóhann Baldursson, gjaldkeri. Guðni Hannesson, varaformaður. Jón Hersteinn Jónasson, meðstjórnandi. Bragi Erlendsson, varamaður. Sigurður Harðarson, varamaður.

14 - VERKSTJÓRINN

Verkstjórafélagið Þór

Aðalfundur Verkstjórafélagsins Þórs var haldinn 8.apríl 2008 í mötuneyti Héðins í Garðabæ og mættu 15 félagsmenn á fundinn. Félagsgjaldið var samþykkt það sama og undanfarin ár eða kr. 2.800.- á mánuði. Samþykkt var að hækka útleigu orlofshúsanna og verður vikuleigan yfir sumartímann kr. 16.000.- og helgarleiga að vetri kr. 7.000.Félagsmenn voru 94 um síðustu áramót, þar af 68 starfandi. Fjórir nýir félagar voru samþykktir inn í félagið á árinu. Rekstur félagsins gekk vel á árinu, innheimta iðgjalda var góð og fjárhagur félagsins í jafnvægi. Atvinnuástand meðal félagmanna hefur verið gott. Þrír stjórnarfundir voru haldnir. Orlofshús félagsins í Svartagili voru ágætlega nýtt á síðasta ári. Yfir sumartímann voru 18 vikur leigðar út og vetrarútleigan var 25 helgar. Mjög ánægjulegt er hvað félagsmenn eru duglegir við að nota sér helgarnar á haustin. Mikil endurnýjun var gerð á húsunum fyrir sumarútleiguna 2007. Parket var lagt á öll gólf og nýjar stórar eldavélar voru keyptar í staðin fyrir litlu kubbana, sem fyrir voru og hafa verið frá upphafi. Virtust allir vera ánægir með þessar breytingar. Þrír félagar létust á árinu. Magnús Jónasson lést 6. maí 2007 en hann var fæddur 1. desember 1916 á Hamri í Hörðudal. Magnús nam skipasmíði hjá Dráttarbraut Keflavíkur. Hann lauk sveinsprófi 1944, fékk meistararéttindi 1950 og réðist til starfa hjá Landssmiðjunni þar sem hann starfaði fram á eftirlaunaaldur, lengst af sem verkstjóri tréiðnaðardeildar. Ingólfur Rögnvaldsson lést 26. júlí 2007 en hann var fæddur á Akureyri 29. janúar 1917. Ingólfur hóf nám í eirsmíði í Vélsmiðjunni Hamri 1933. Hann vann þar nánast samfellt til ársins 1975 og síðustu árin sem verkstjóri nýsmíðadeildar. Ingólfur vann síðan við eigin fyrirtæki til ársins 1998 er hann lét af störfum.


Einar Bjarni Sturluson lést 25. febrúar 2008 en hann var fæddur 22. janúar 1919 á Heggsstöðum á Barðaströnd. Einar fór að læra bátasmíði hjá Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum á Breiðafirði. Hann vann hjá Slippfélaginu meðfram námi sínu í Iðnskólanum í Reykjavík. Einar Bjarni var einn af stofnendum Bátasmíðastöðvar Breiðfirðinga, sem síðar varð Bátalón og vann þar sem verkstjóri til starfsloka. Stjórn félagsins skipa. Stefán Friðþórsson, formaður. Árni Ingólfsson, varaformaður. Rúrik L.Birgisson, ritari. Haukur Júlíusson, gjaldkeri. Magnús Þórsson, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Akraness

Aðalfundur Verkstjórafélags Akraness var haldin á Akranesi í apríl síðastliðnum. Engin aukning varð í félaginu á liðnu ári og eru félagsmenn nú tæplega sjötíu talsins. Félagsstarfið hefur verið í hefðbundnum farvegi á síðasta starfsári. Eins og fram kom í síðust skýrslu félagsins til sambandsins var sumarhús félagsins selt og gert ráð fyrir kaupum á fellihýsum. Félagið hefur nú fest kaup á húsbíl og eru góðar vonir bundnar við að hann þjóni félagsmönnum vel. Leiga fyrir vikuna hefur verið ákveðinn 25.000,- kr. Úr stjórn gekk Kristinn Jensson og voru honum þökkuð störf fyrir félagið. Stjórnin félagsins skipa. Birgir Elínbergsson, formaður. Einar Bjargmundsson, varaformaður. Jóhannes Hreggviðsson, ritari. Kristján Sveinsson, gjaldkeri. Guðjón Guðmundsson, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Borgarness

Starfsemi Verkstjórafélags Borgarness er ekki háð miklum sveiflum eða sviptingum en bundin hefðum og venjum. Litlar sem engar uppákomur hafa gengið yfir þennan litla hóp, sem myndar félagið, og má í raun segja að á meðan ekkert illt gerist eru flestir hlutir í lagi. Tveir félagar hafa fallið frá síðan á síðasta þingi en bæst hefur í skörðin svo fjöldinn helst samur en nær þó ekki yfir 80 félaga markið. Svona lítið félag er varla til stórræðanna og meiri og meiri ástæða er til að sameina félög á nálægum svæðum svo úr verði öflugri heild. Þó svo að tiltölulega rólegt hafi verið yfir starfi félagsins á liðnum árum má alveg gera ráð fyrir að á komandi tímum muni skapast órói á vinnumarkaðnum og að það komi til kasta félagsins að grípa inn í atburðarásina í einhverjum tilfellum. Að sjálfsögðu er vonast til þess að ekki komi til slíks en ef fram fer sem horfir verða einhverjar væringar á vinnumarkaðnum og hættan á árekstrum er töluverður við slíkar aðstæður. Borgarnesfélagið hefur verið afar heppið í gegnum tíðina með slík mál og nánast ekki orðið vandræði svo munað sé en í dag er töluvert öðruvísi um að litast í atvinnumálum í Borgarfirði en áður var. Einn stærsti vinnuveitandi svæðisins, sem var Kaupfélag Borgfirðinga, hefur lagt upp laupana frá síðustu lægð í efnahagslífinu en önnur fyrirtæki tekið við vinnuaflinu og lúta þau öðrum venjum og reglum með afstöðu til vinnuafls. Kaupfélagið var eins og svo mörg önnur slík, hálfgerð félagsmálastofnun og þó svo að laun væru ekki almennt há í vinnu hjá þeim félögum var þar þó stöðugt ástand lengst af. Gjarnan voru frammámenn verkalýðsmála í starfi hjá Kaupfélaginu og þar sem slíkt skapaði náið samstarf vinnuveitanda og verkalýðsfélags var oft erfiðara að sækja kröfur um launahækkanir og annað slíkt. Í dag er heimurinn á annan veg og á stundum harðari ef á bjátar og þurfa því launþegar að standa vökulli en áður yfir kjörum sínum og réttindum. Það sem af er ári hefur þróunin verið í þá átt að fyrirtæki á svæðinu VERKSTJÓRINN - 15


draga saman seglin og segja upp fólki í nokkrum tilfellum en minnka umsvif á öðrum stöðum þó að ekki komi til uppsagna. Sem betur fer kemur þessi samdráttur uppá að vori þegar ýmis árstíðabundin störf eru að hefjast og aukning er í verktakavinnu, sem bundin er sumrinu. Full áhrif samdráttar kemur því sennilega ekki frammi fyrr en með haustinu ef ekki verður fundin lausn og leið til mótvægis. Orlofssjóðurinn heldur úti tjaldvögnum sínum og fellihýsi eins og áður og má búast við að nýting þeirra fari vaxandi ef kreppir að og fólk minnkar við sig í dýrari fríum. Einnig má búast við að almenn þátttaka í félagsstarfi aukist ef að kreppir því slíkt hefur iðulega gerst þegar útlit er fyrir samdrátt í vinnu og fólk fer að óttast um afkomu sína. Félagið hefur ekki enn haldið aðalfund en á síðasta aðalfundi var rætt um að gera könnun á samstarfi eða samruna við önnur félög til að stækka liðsheildina. Lítið hefur gerst í þeim málum en viljinn er samt til staðar og vonandi er hann einnig að finna hjá nálægum félögum. Búast má við breytingum á stjórn félagsins á næsta aðalfundi. Ritarinn hefur verið til bráðabirgða í tvö ár og í raun er vöntun á meðstjórnanda í hópinn. Stjórn félagsins skipa. Einar Óskarsson, formaður. Valdimar Guðmundsson, varaformaður. Björn Hermannsson, ritari. Ragnheiður Þorgeirsdóttir, gjaldkeri. Gísli V. Halldórsson, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Snæfellsness

Verkstjórafélag Snæfellsness nær frá Gilsfjarðarbotni út Snæfellsnes og í dag eru í 150 manns í félaginu. Félagið var í upphafi stofnað 17. desember 1955 en núverandi félag, sem stofnað var uppúr þeim félagskap, hefur verið starfandi frá 21. júlí 1972. Stjórn félagsins situr í Stykkishólmi en meðstjórnendur eru í Grundarfirði og Hellisandi. Félagið á tvær íbúðir í Reykjavík, aðra í Ásholti 2 en 16 - VERKSTJÓRINN

hina í Ásholti 42. Sumarhús á félagið í Svartagili í Borgarfirði og er það til leigu alla daga ársins. Mikið hefur verið lagt uppúr að gera sumarhúsið vel úr garði til að félagsmenn vilji nýta það sem best. Skipt hefur verið um innréttingar, komið fyrir nýjum heitum potti og það nýjasta er að leigunni fylgja þrjú golfkort á golfvöll í nágrenninu. Vandamálið við rekstur hússins er skortu á köldu vatni og sér ekki fyrir endann á því vandamáli. Félagið hefur gert samning við tjaldvagnaleigu í Stykkishólmi og niðurgreiðir vikugjald til félagsmanna um kr. 20.000.- þúsund. Til að afla fjár í orlofssjóð tók orlofshúsanefnd þá ákvörðun í vor að leigja minni íbúðina félagsins í Ásholtinu í þrjá mánuði Sem fyrr styrkir félagið félagsmenn um kr. 20.000.sæki þeir námskeið sem nýtast þeim í starfi. Félagið leggur sig fram um að sinna þörfum félagsmann varðandi afþreyingu. Í ekki stærra félagi eru þetta töluverðar fjárfestingar og kemur það fram í þyngri rekstri. Það bætir ekki stöðuna að fækkun hefur orðið í félaginu en fjárhagsstaða þess er samt sem áður góð. Verkstjórafélag Snæfellsness gefur út fréttabréf tvisvar á ári, þar sem fram kemur það sem efst er á baugi hjá félaginu og VSSÍ hverju sinni. Þar kemur meðal annars fram að félagar eigi kost á að nýta sér lausar vikur í sumarhúsum hjá öðrum félögum. Önnur félög hafa fengið að nýta sér íbúðir félagsins í Reykjavík séu þær lausar og sama gildir um sumarhúsið í Svartagili. Um útleigu sér Ingibjörg Gústafsdóttir og er síminn 892-0674. Félagsgjöld eru kr. 2.300.- á mánuði. Heimasíða félagsins er vistuð hjá VSSÍ en því miður hefur hún ekki enn komist nægjanlega í gang. Stjórn félagsins skipa: Þorbergur Bæringsson, formaður. Unnur María Rafnsdóttir, ritari. Andrés Kristjánsson, gjaldkeri. Elís Guðjónsson, stjórnarmaður. Ægir H Þórðarson, meðstjórnandi. Vilhelm Árnason, varastjórnarmaður. Andrés P. Jónsson, varastjórnarmaður.


Verkstjórafélag Vestfjarða

Aðalfundur Verkstjórafélags Vestfjarða, fyrir árið 2007, hefur ekki verið haldinn en aðalfundir félagsins eru haldnir á haustin. Starfssemi félagsins hefur verið með hefðbundnum hætti. Þrír stjórnarfundir hafa verið haldnir auk þess sem fjöldi rafpósta hefur gengið stjórnarmanna á milli Afkoma félagsins er góð og voru félagsmenn um áramót 63 talsins og skiptist þannig á milli kynja að karlar voru 58, konur 5 og aldraðir 8. Verkstjórafélag Vestfjarða var stofnað 1987 þannig að félagið er nú rúmlega 20 ára gamalt. Árið fyrir stofnun félagsins var kosin undirbúningsnefnd og var Geir Guðmundsson formaður hennar. Fyrsti formaður félagsins var Ólafur Benediktsson og var hann til 1993 er núverandi formaður tók við. Ekki hafa verið miklar breytingar á stjórn félagsins í gegnum árin enda hvílir ekki mikil vinna á stjórnarmönnum nema þá helst á gjaldkera og formanni. Fljótlega eftir stofnun félagsins var ráðist í byggingu á sumarhúsi, sem staðsett var í Borgarfirði í landi Hauga, sem er við Gljúfurá. Þetta var reisulegt hús en sá galli var á gjöf Njarðar að ekki var akfær vegur að húsinu nema yfir sumartíma og í rigningartíð þá fór vegurinn gjarnan í sundur. Þessi annmarki takmarkaði leigu hússins, sem ekki leigðist nema 13 vikur þá best lét. Vegna mikils áhuga félagsmanna á að koma húsinu upp þá var ekki vandkvæðum bundið að fá menn til að fara suður í Borgarfjörð til að vinna við það. Þar sem áhugi félagsmanna fór minnkandi með árunum var ákveðið að selja húsið og kaupa íbúð á höfuðborgarsvæðinu að Gullsmára 5 í Kópavogi. Vel hefur gengið að leigja íbúðina út. Þann 1 til 3 júní var 32. þing VSSÍ haldið á Ísafirði og tók VFV á móti þingfulltrúum. Þingið tókst með ágætum og skörtuðu vestfirðir sínu fegursta með sól og góðu veðri. Farið var í tvær skoðunarferðir. Önnur var

svokölluð makaferð en þá var farið með rútu til Súðavíkur, um Ísafjörð og Flateyri. Stoppað var í Breiðadalsgöngum og hlýddu gestir þar á harmonikkuspil og nutu léttra veitinga. Í seinni ferðinni fóru bæði þingfulltrúar og gestir. Farið var um Ísafjörð, upp á Seljalandsdal, í Tungudal og síðan til Bolungarvíkur. Undir leiðsögn Finnboga Bernódussonar, sem klæddur var í sjóföt af fornum sið, var Ósvör skoðuð og saga þessa útræðis kynnt. Frá Ósvör var farið í Neðstakaupstað á Ísafirði þar sem boðið var upp á hákarl og harðfisk ásamt plokkfiski. Endaði svo þingið með kvöldverð þar sem allir skemmtu sér vel. Stjórn fálagsins skipa: Sveinn Guðjónsson, formaður. Jónas Skúlason, varaformaður. Ásdís M. Hansdóttir, ritari. Guðmundur S Ásgeirsson, gjaldkeri. Kristján Grétar Schmidt, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Norðurlands vestra

Síðasti aðalfundur Verkstjórafélags Norðurlands vestra var haldinn að Gauksmýri, Vestur Húnavatnssýslu 18 maí 2007. Aðalfundur fyrir árið 2007 verður 30. maí „Við Árbakkann“ á Blönduósi. Starfssemi félagsins hefur verið með hefðbundnum hætti og eru félagar 89 alls. Félagið gefur út félagsskírteini. Fjárhagsstaða félagsins er góð. Tekjuafgangur árið 2006 var kr. 1.500.000,- og hrein eign í árslok nam kr. 14.000.000,-. Innheimta félagsgjalda hefur gengið vel og er félagsgjaldið 24.000 kr. á ári. Félagið á orlofshús í Vestur Hópi og hefur leiga gengið vel. Miklum endurbótum á húsinu er nú lokið og þar kominn heitur pottur, stærri sólpallur og ýmiss nýr húsbúnaður. Húsinu fylgir bátur og veiði í vatninu. Rætt hefur verið um frekari kaup á sumarhúsi en ekkert orðið úr því enn. VERKSTJÓRINN - 17


Atvinnuástand er gott á svæðinu. Stjórn félagsins hefur aðstoðað félagsmenn með umsóknir til sjóða VSSÍ., ásamt starfsfólki sambandsins. Það er af hinu góða hve félagsmenn eru meðvitaðir um réttindi sín. Stjórn félagsins skipa. Hörður Þórarinsson, formaður. Víglundur R. Pétursson, varaformaður. Stefán Hafssteinsson, ritari. Ragnar Árnason, gjaldkeri.

Stjórn félagsins skipa. Eggert H. Jónsson, formaður. Sveinn Egilsson, varaformaður. Þórhalla Þórhallsdóttir, ritari. Gunnar B. Gestsson, gjaldkeri. Sigurður Tryggvason, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Austurlands Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis

Á síðasta starfsári Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis voru haldnir 6 stjórnarfundir um ýmis málefni og má þar helst nefna orlofsmál, útleigur o.fl. Varðandi orlofsmál gengur leigan á íbúðinni í Ofanleitinu mjög vel, en helst hefur verið kvartað undan slæmri umgengni og lélegum þrifum. Af þeim sökum var ákveðið að leigja íbúðina eingöngu viku í senn en ekki staka daga. Sumarhúsin í Ólafsfirði hafa ekki verið vel nýtt og má kenna aldri húsanna þar um ásamt aðbúnaði sem uppfylla ekki kröfur sumarhúsa í dag. Þess vegna var ákveðið á síðasta aðalfundi þann 11. apríl að hefja uppbyggingu á svæðinu og endurnýja húsakost að kröfum nútímans. Við úthlutun á síðasta tímabili, á orlofshúsum og orlofsstyrkjum var mesta aðsóknin í orlofsstyrki, en á hverju ári er 30 orlofsstyrkjum veitt til félagsmanna að upphæð kr. 15.000,- gegn framvísun reiknings. Félagið styrkti Mæðrastyrksnefnd og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri ásamt öðrum verkalýðsfélögum á Akureyri og var það einkar ánægjulegt. Afkoma félagsins var góð á síðasta ári en vöntun er á fleiri félagsmönnum. Um síðustu áramót voru félagar 238 talsins. Hagnaður síðasta árs var kr. 1.600.000,- og eigið fé nam kr. 35.600.000,-. Stjórnin var endurkjörin á síðasta aðalfundi til áframhaldandi góðra verka. 18 - VERKSTJÓRINN

Haldnir voru 5 stjórnarfundir á árinu og voru það þessi hefðbundnu stjórnarstörf. Aðalfundur félagsins var haldin 3 maí 2008 á kaffistofu Barra á Egilstöðum og var mæting frekar léleg en þeim þakkað kærlega sem mættu. Kristján Örn Jónsson var gestur fundarins og fór hann yfir starfsemi VSSÍ og var það mjög fróðlegt. Félögum hefur fjölga í 350 þar af eru 300 karlar og 50 konur. Gjaldskyldir til félagsins eru 319 en 31 eru 70 ára og eldri eða óvinnufærir sökum veikinda. Á þingi VSSÍ, sem haldið var á Ísafirði 2007, var ákveðið að Verkstjórafélag Austurlands mundi halda næsta þing 2009 og verður það haldið á Hallormstað í júní byrjun. Á þinginu var Árangursbikarinn afhentur í annað sinn, en hann er veittur því félagi sem fjölgar félegum mest á milli þinga, og fékk Verkstjórafélag Austurlands hann aftur. Það gengur mjög vel að leigja út íbúðir félagsins og má segja að þær séu í leigu allt árið. Borið hefur á því að íbúðirnar hafi verið pantaðar en síðan ekki afpantaðar í tíma komi til einhverra breytinga. Spurningin er hvort ekki eigi að taka forfallagjald ef íbúðin leigist ekki aftur. Félagið keypti íbúð að Hjallalundi 18, Akureyri eftir að næst síðasti aðalfundur, sem haldin var á Fáskrúðsfirði, tók ákvörðun um það. Mjög vel hefur gengið að leigja íbúðina út um helgar í vetur en sennilega verður um vikuleigu að ræða yfir sumartímann. Stjórn félagsins tók ákvörðun um að leigja ekki sumarbústað í ár og er það gert vegna þess að félagið er að borga niður íbúðina á Akureyri.


Haldið var námskeið hjá Fræðsluneti Austurlands fyrir verkstjóra og stjórnendur og var þátttaka mjög góð og voru stjórnarmenn við setningu og útskrift námskeiðsins svo og Kristín, framkvæmdastjóri VSSÍ, sem hélt þar erindi. Vonandi skilar þetta félaginu fleiri félögum. Fjölskyldudegi félagsins var aflýst vegna lélegrar þátttöku en Vopnfirðingar, undir stjórn Einars Víglundssonar, voru búnir að leggja mikla vinnu í undirbúning dagsins og eiga þeir þakkir skyldar fyrir það. Verkstjórafélag Austurlands verður 50 ára næsta sumar og er ráðgert að halda veglega upp á þau tímamót. Verkstjórafélag Austurlands mun veita viðurkenningar til Framhaldsskólana á svæðinu eins og gert hefur verið undanfarin ár. Stjórn félagsins skipa. Benedikt Jóhannsson, formaður. Heimir Ásgeirsson, varaformaður. Skúli Björnsson, ritari. Sigurbjörg Hjaltadóttir, gjaldkeri. Grétar Arnþórsson, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Suðurlands

Aðalfundur Verkstjórafélags Suðurlands var haldinn 8. apríl 2008 á Selfossi. Þar var ákveðið af fundarmönnum að breyta nafni félagsins í „Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi“ en skammstöfun félagsins verður óbreytt. Í ár verður félagið 60 ára og af því tilefni þótti stjórn og félagsmönnum nafnbreyting við hæfi og þannig færa félagið í þann búning, sem hentar betur þeim stjórnendum sem í félaginu eru. Afkoma félagsins er góð og þar af leiðandi voru félagsgjöld lækkuð. Þau eru nú 0,7% af launum en það er sama gjald og lægst finnst hjá verkalýðsfélögum utan verkstjórastéttarinnar. Félagið er með eigin menntasjóð en í hann rennur 10% af félagsgjöldum. Sjóðurinn styrkir starfstengd

nám og frístundanám þeirra, sem eru komnir af vinnumarkaði. Styrkir sjóðsins námu 262 þúsundum á síðasta ári. Félagið er að byggja nýtt frístundahús í landi Brekku í Biskupstungum. Hugmyndin er að taka það í notkun í júní og bjóða þá félagsmönnum að skoða það og halda um leið upp á afmæli félagsins. Stöðugu fjölgun hefur verið í félaginu og er vonandi að svo verði áfram. Gjaldskyldir félagar um síðustu áramót voru 185 og hafa þeir aldrei verið fleiri Félagið rekur skrifstofu og er starfsmaður þar í hálfu starfi. Þá er félagið að setja upp nýja heimasíðu www. stjórnandi.is og gefur hún mikla möguleika á að koma upplýsingum á framfæri. Má þar nefna upplýsingar um frístundahús félagsins og íbúðina að Lönguhlíð 2 Akureyri. Hús félagsins að Laugarvatni er enn óselt en nokkuð hefur verið um fyrirspurnir varðandi það. Stjórn félagsins skipa: Jón Ó Vilhjálmsson, formaður. Torfi Áskelsson, varaformaður. Birkir Pétursson, ritari. Sveinn Þórðarson, gjaldkeri.

Verkstjórafélag Vestmannaeyja

Félagar í Verkstjórafélagi Vestmannaeyja voru um síðustu áramót 108 talsins, 104 karlar og 4 konur, þar af eru 91 gjaldskyldur og 17 gjaldfríir. Árið áður voru félagar 105 og hefur því fjölgað um 3. Aðalfundur félagsins var haldinn þann 6. apríl 2008 og mættu 15 manns. Bókaðir stjórnarfundir voru 3 á síðastliðnu ári auk óformlegra funda. Innheimta félagsgjalda var góð og einnig gjalda í orlofssjóð. Orlofshús félagsins, Hvíld, var í leigu í 148 daga á árinu, sem er 17 dögum færri en árið áður. Aðalfundurinn samþykkti að stækka húsið og bæta þannig við tveimur góðum herbergjum. Í orlofsnefndinni eru þeir VERKSTJÓRINN - 19


Eiríkur Þorsteinsson, Guðni Georgsson, Ingólfur Þórarinsson og Jóhann Georgsson. Guðmundur Ásbjörnsson var gerður heiðursfélagi Verkstjórafélags Vestmannaeyja á aðalfundi félagsins. Guðmundur gekk í félagið 15. júní 1965 og var kosinn gjaldkeri 19. október 1974. Hann hefur því verið í félaginu í 43 ár og þar af gjaldkeri þess í 32 ár. Þess má geta að þetta er lengsti tími sem nokkur hefur setið í stjórn félagsins. Guðmundur hefur unnið að fleiri málum fyrir félagið og má þar m.a nefna, mikið starf við orlofshúsið Hvíld. Stjórn félagsins skipa: Borgþór Eydal Pálsson, formaður. Einar Bjarnason, ritari. Gunnar Geir Gústafsson, gjaldkeri. Víkingur Smárason, meðstjórnandi. Alexander Matthíasson, meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Suðurnesja

Félagar í Verkstjórafélagi Suðurnesja voru um áramótin síðustu 207. Karlar voru 178 og 29 konur, 44 aldraðir og öryrkjar. Í félagið gengu á síðasta ári 29 manns og kemur stór hluti þeirra frá Flugleiðum. Óvenju margir hafa gengið í félagið síðastliðin tvö ár sé miðað við nokkuð mörg ár þar á undan. Það sem af er þessu ári hefur innganga í félagið verið nokkuð góð og ánægjulegt væri ef þessi viðgangur héldist næstu árin. Ekki er enn lokið breytingum á félagalista vegna brotthvarfs Varnarliðsins. Einn og einn félagsmaður er enn að færast á milli félaga þar sem nokkrir stjórnendur Varnarliðsins fóru í almenn störf. Það er ánægjulegt að sjá hvað hlutur kvenna hefur aukist mikið frá árinu 1999 en þá voru einungis átta konur skráðir félagar á móti 29 í dag. Einn aldraður félagi lést á síðasta ári en það var Haraldur Á Bjarnason, f. 9. mars 1922. Hann var til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og 20 - VERKSTJÓRINN

lést 9. júní 2007. Félagið sendir aðstandendum samúðarkveðjur. Næg atvinna virðist vera á svæði Verkstjórafélags Suðurnesja því aðeins tveir félagsmenn eru skráðir án atvinnu á s.l. ári. Mikið er byggt á svæðinu þó svo að vart hafi orðið við að nýjar eignir seljist ekki vel. Ný fyrirtæki rísa upp, önnur og eldri fyrirtæki eru að dafna og stækka við sig þannig að ástandið lítur ekki illa út og er það von félagsins að ekki verði breyting á til hins verra. Leiga orlofshúsa gekk allvel á síðasta ári og voru 27 af 48 orlofsvikum leigðar út. Leiga utan orlofstíma var nokkuð góð eða 41 leiga. Ástand orlofseigna er í góðu lagi og er viðhald þeirra mjög gott. Ávallt hefur verið endurnýjað það sem aflaga hefur farið. Í tengslum við orlofsmálin hefur verið komið upp tölvutengingu þar sem sjá má óseldar vikur og er tenging inn á þennan vef um heimasíðu VSSÍ. Eins og ávallt eru félagar hvattir til að benda stjórnendum á í hvaða félagi best er að vera. Stjórn félagsins skipa. Úlfar Hermannsson, formaður. Valur Ármann Guðjónsson, varaformaður. Birna Sigurbjörnsdóttir, ritari. Gissur Bjarnason, vararitari. Ingvar Jón Óskarsson, gjaldkeri. Halldór Guðmundsson, varagjaldkeri.

Verkstjórafélag Hafnafjarðar

Störf stjórnar hafa verið með hefðbundnum hætti síðasta starfsár. Haldnir voru 12 stjórnarfundir auk ýmissa aukafunda til að leysa mál líðandi stundar. Stjórnarfundir eru haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 17:30 í húsnæði félagsins að Hellisgötu 16. Aðalfundur félagsins var haldinn 12. apríl 2008 kl. 10:00 í Gaflinum og mættu 22 félagar. Gestir fundarins voru Kristján Örn Jónsson forseti, VSSÍ og Kristín Sigurðardóttir, fram-


kvæmdarstjóri VSSÍ og ræddu þau ýmis málefni Verkstjórasamtakanna. Á 32 þingi VSSÍ sem haldið var 31 mai til 2 júni á Ísafirði mættu þrír félagar úr VFH. Þeir Steindór Gunnarsson, formaður, Reynir Kristjánsson, gjaldkeri og Guðbjartur Þormóðsson. Þetta var mjög gott þing og eru félasmenn hvattir til að kynna sér ályktanir og samþykktir þingsins á vefslóðinni vssi.is og einnig í blaðinu „Verkstjórinn“ sem kom út í desember síðastliðinn og allir félagsmenn hafa fengið sendan í pósti. Einnig geta félagsmenn skoðað samninga og réttindi sín á slóðinni vssi.is Um síðustu jól sendi félagið öllum félagsmönnum jólakort og vasabók félagsins. Sumarhús félagsins eru tvö, Reynisstaðir í Úthlíð í Biskupstungum og Dalakofinn í Reykjadal við Flúði. Rekstur húsanna hefur gengið vel og er mjög góð nýting

á báðum bústöðunum af félagsmönnum og ber að þakka þeim sérstaklega, sem hafa komið að rekstri og viðhaldi bústaðanna. Skorað er á félagsmenn að kynna félagið fyrir öðrum stjórnendum, sem ekki eru í stjórnunarfélagi. Það er nauðsynlegt starfi félagsins og samtakanna í heild að fjölga félögum. Félagsmenn í VFH um síðustu áramót voru 169 þar af 135 gjaldskildir, 34 aldraðir og þar með taldir tveir heiðursfélagar. Fjárhagsstaða félagsins er mjög góð. Stjórn félagsins skipa: Steindór Gunnarsson, formaður. Gunnar Gunnarsson, ritari. Reynir Kristjánsson, gjaldkeri. Guðbjartur Þormóðsson. Ásmundur Jónsson. Bergsveinn Bergsveinsson. Ragnar Jónsson.

Framhald af greininni

Rekaviður á bls 5

áður en Norðmenn reistu þarna veðurathugunarstöð og ellefu árum áður en þeir slógu formlega eignarhaldi á eyjuna þá hefði verið óvitlaust að draga þarna Íslenskan fána að húni og lýsa eyjuna hluta Íslands. Þetta hefði að vísu verið þeim vandkvæðum bundið að á þessum tíma áttu Íslendingar ekki þjóðfána og því orðið að notast við þann danska og í annan stað höfðu Íslendingar enga burði til að verja eyjuna ásókn annarra og halda henni. Tæpum fjörtíu árum eftir að Rögnvaldur sigldi til Jan Mayen í viðarleit var til annarrar farar efnt. Forsögu þeirrar ferðar má rekja til ársins 1955 er nokkrir menn komu saman í Ósló, stofnuðu hlutafélag og útveguðu sér einkaleyfis frá Norska ríkinu til rekattöku á Jan Mayen. Um svipað leyti gerðu nokkrir Akureyringar og Sveinbjörn Jónsson með sér félag til að taka þátt í þessari rekatöku með norska félaginu. Hugmyndin var að drífa í þessu strax að ári en af því varð ekki. Til leiðangursins var aftur á móti efnt að kveldi 12. júní 1957 er ms. Oddur VE-353, sem var um 245 brl. stórt skip, sigldi út Eyjafjörðinn með 16 manna áhöfn og tók stefnuna á Jan Mayen. Um borð í móðurskipinu var trillan Svavar EA-65, sem var fyrsta trilla Svavars Þorsteinssonar, skipasmiðs smíðuð á Akureyri, og í eigu Jóns Hjartarsonar þá þarna var komið. Trillunni var ætlað það hlutverk að ferja áhöfn á milli byrðarskips

og lands og að auki draga rekaviðinn úr fjöru að skipshlið. Fararstjórar leiðangursins voru Ágúst Jónsson og Björn Sveinbjörnsson. Skipsstjóri á Oddi var Símon Auðbjörnsson og honum til halds og trausts var Guðmundur H. Oddsson, skipstjóri einnig um borð. Margt mætra man var með í þessum leiðangri svo sem Tryggvi Gunnarsson, skipasmiður Akureyri og Steindór Hjaltalín, útgerðarmaður Reykjavík. Gestur leiðangursins var Steindór Steindórsson, náttúrufræðingur frá Hlöðum, sem notaði tímann þarna norður frá til rannsókna á náttúrufari þessarar 50 km. löngu eyjar. Erfitt var að koma rekaviðnum til sjávar en mestur hluti þess sem leiðangurinn kom með til baka var 100 metra frá fjöruborði og varð að velta stofnunum með skrúftógum alla þá leið. Rekaviðinn mátti þó finna enn lengra upp í landi og allt upp í tvo kílómetra frá ströndinni. Eftir að hafa hlaðið skipið svo sem kostur var þá var sett á suðlæga stefnu og lagst að bryggju á Akureyri eftir tólf daga útivist. Um rekaviðinn er það að segja að hann nýttist ekki eins vel til bátasmíða vænst hafði verið og varð því ekki af frekari viðarflutningum frá Jan Mayen. ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 21


Afmælishóf VSSÍ 70 ára störf fyrir verkstjóra og færði honum veglega blómakörfu. Veislustjóri var Gísli Halldórsson. Á meðan borðhald stóð yfir fór Gísli á kostum eins og honum einum er lagið. Snorri Hjálmars son skemmti veislugestum Snorri Hjálmarsson söngvari. með söng og gamansögum. Að hófi loknu fóru allir til síns heima glaðir í bragði. ÁBÁ. Heiðursfélagar, Reynir Kristjánsson, Snorri Guðmundsson og Jón Ólafur Vilhjálmsson.

Að loknum Landsfundi bauð Verkstjórasambandið fulltrúum, mökum, starfsliði og heiðursfélögum til kvöldverðar á Grand Hótel Reykjavík. Veisluhöldin hófust með fordrykk og síðan var sest að snæðingi. Undir borðum kvaddi forseti sambandsins, Kristján Örn Jónsson, sér hljóðs, kallaði til sín þrjá valinkunna menn úr framvarðarsveit samtakanna og heiðraði þá. Þeir sem þarna hlutu heiðursnafnbót Verkstjórasambands Íslands voru Snorri Guðmundsson, Verkstjórafélaginu Þór, Reynir Kristjánsson, Verkstjórafélagi Hafnafjarðar og Jón Ólafur Vilhjálmsson úr verkstjórafélaginu „Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi.“ Einnig kallaði forseti til sín Hauk Júlíusson, gjaldker Verkstjórafélagsins Þórs til fjölda ára, þakkaði honum 22 - VERKSTJÓRINN

Forseti VSSÍ nælir gulllmerki sambandsins í Snorra Guðmundsson.


Brynjarr Pétursson og Högni Jónsson.

Eggert H. Jónsson, formaður VAN og frú.

Forseti heiðrar Reyni Kristjánsson, Jón Ólaf Vilhjálmsson og Snorra Guðmundsson.

Gísli Halldórsson, veislustjóri.

Sveinn Egilsson, varaformaður VAN og frú.

Gunnar B. Gestsson, gjaldkeri VAN og frú.

Þórhalla Þorsteinsdóttir, ritari VAN og eiginmaður. VERKSTJÓRINN - 23


Gjaldkerafundur

Að morgni dags, áður en Landsfundur var settur, var haldinn í húsakynnum Verkstjórasambands Íslands svonefndur gjaldkerafundur. Á fund þennan mæta gjaldkerar aðildarfélaga sambandsins og bera þar saman bækur sínar. Framkvæmdastjóri sambandsins og starfslið þess fræða gjaldkerana um það sem þeir þurfa að vita

Gjaldkerafundur

embættis síns vegna. Rætt er vítt og breitt um fjárhagsstöðu hvers félags og stöðu samnefnara þeirra sambandsins. Jafnframt ber almenn félagsmál á góma enda tæpast hægt að skilja þau alfarið frá fjármálunum. Mesta púðrið í félagsmálunum er þó geymt til sjálfs Landsfundarins. Gjaldkerafundur 24 - VERKSTJÓRINN

ÁBÁ.


Starfsmenntasjóður Verkstjóra – Stjórnenda

Stífluvatn í Fljótum. Mynd: Jörundur Traustason.

Á sjötugasta ári verkstjórasambandsins er fagnað þeim áfanga að hafa náð því fram í síðustu kjarasamningum að allir atvinnurekendur innan SA greiði í starfsmenntasjóð. Með þeim greiðslum verður til sjóður, sem í stjórn verða bæði atvinnurekendur og fulltrúar verkstjórasambandsins. Að þessum áfanga náðum þarf að huga að framhaldinu því að ekki er ætlunin að safna peningum án þess að nota þá. Undirritaður hefur haldið því fram að með þessum sjóði verði til öflugt tæki til þess að hvetja stjórnendur til náms. Nú hefur verið skipuð fjögurra manna sjóðsstjórn og eru tveir frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá Verkstjórasambandi Íslands. Frá SA er í stjórninni Ingólfur Sverrisson og Bragi Bergsveinsson en frá VSSÍ Kristín Sæunnar- & Sigurðardóttir og Jón Ólafur Vilhjálmsson. Formaður fyrsta árið verður Ingólfur Sverrisson. Sjóðurinn er vistaður hjá Verkstjórasambandinu og sér sambandið um innheimtur á þeim gjöldum, sem í hann eiga að renna Nú er það verkefni stjórnar að setjast niður og marka sameiginlega stefnu um áherslur og markmið sjóðsins og hvaða menntun hann er tilbúinn að styðja og styrkja. Horfa verður til þess hvernig menntun millistjórnenda er háttað í nágrannlöndunum og leggja metnað í að komast sem næst því sem þar gerist. Það er brýn nauðsyn á að auka framboð á menntun því að ekki er lengur hægt að ala mannskap upp til stjórnunarstarfa inni á vinnustöðum eins og gert hefur verið. Til þess vinnst ekki tími. Hraðinn í þjóðfélaginu er meiri en svo á tuttugustu og fyrstu öldinni.

Mikið er um að fólk sæki nám í mannauðsstjórnun og er það af hinu góða en trú undirritaðs er að þegar þessir einstaklingar koma til starfa reki þeir sig á að meiri og betri menntun þarf fyrir þá sem stjórna einstökum verkþáttum innan fyrirtækjanna. Ljóst er að verktakafyrirtæki eru með mikinn fjölda manna innan sinna raða af hópstjórum, verkstjórum, verkefnisstjórum og leiðtogum eða hvað menn vilja kalla þessa stjórnendur en fæstir þeirra hafa sótt nám í stjórnun. Margir eru menntaðir í verkfræði, tæknifræði, iðnmenntun og áfram mætti telja en þessu námi til viðbótar er einnig þörf á kunnáttu í öryggismálum, samskiptamálum, skipulagningu og samþættingu verkþátta. Þá er mjög algengt að á vinnustöðum vinni fólk frá mörgum löndum með mismunandi menningarheima að baki og er það einn þeirra þátta, sem fræða þarf stjórnendur um. Til að fá eðlilegt vinnuframlag frá þessu fólki verður að skilja viðhorf þess og það að skilja okkar. Hér hefur verið farið yfir nokkur þeirra mála, sem brýnt er að taka á enn frekar en gert hefur verið. Verkstjórnarfræðslan hefur sinnt grunnnámi í stjórnun en það er jú bara grunnnám, sem aðeins sýnir þeim sem það sækja hver séu aðal viðfangsefni stjórnunar. Vinnum þess vegna að því með nokkrum ákafa að koma þessum málum í betri farveg en nú er. Síðan má alltaf bæta um betur því það er jú ekkert endanlegt í menntunarmálum. Jón Ólafur Vilhjálmsson. Stjórnarmaður í menntunarsjóði og gjaldkeri VSSÍ VERKSTJÓRINN - 25


Útrás

Smiðja og verkfræðistofa Í september árið 1993 var fyrirtækið Útrás stofnað af Sigurði G. Ringsted, skipaverkfræðingi og Þórhalli Bjarnasyni, véltæknifræðingi. Fyrstu tíu árin var fyrirtækið rekið af þessum tveimur einstaklingum með það að leiðarljósi að veita útgerðaraðilum landsins alhliða ráðgjöf og tækniþjónustu. Viðgangur fyrirtækisins tók því mjög mið af öllum sveiflum útgerða landsins. Þegar vel fiskaðist á miðunum blómstraði fyrirtæki þeirra félaga en þá fisk dró undan þá hægðist á hjá Útrás. Verkefnin voru fólgin í margskonar aðstoð við útgerðaraðila vegna breyting og viðhalds á skipum þessara aðila svo sem við samningu útboðgagna stærri verka og hönnun þeirra. Nýsmíðaverk voru ekki uppi á borðinu á seinustu árum síðustu aldar en fyrirtækið hafði þó á sinni könnu hönnun og útboðsgögn vegna smíði nýju HríseyjarSigurður G. Ringsted. ferjunnar, Sævars. skipaverkfræðingur. 26 - VERKSTJÓRINN

Útrás var eitt þeirra fyrirtækja sem stóð að stofnun Exorku, sem hefur það á stefnuskrá sinni að nýta lághita og glatvarma til raforkuframleiðslu. Tækni sú sem að baki liggur heitir Kalina og er kennd við Dr. Alexander Kalina. Þessi tækni hefur verið þekkt um árabil en ekki náð að festa sig í sessi á markaðnum að neinu marki ennþá. Þó eru áform um að nýta Kalina tæknina til raforkuframleiðslu úr jarðhita í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Í stuttu máli byggist tæknin á að framleiða hreyfiorku með nýtingu á láhitavarma til að gufa blöndu af ammoníaki og vatni í lokaðri hringrás. Gufan sem þá myndast er notuð til að knýja gufutúrbínu sem knýr rafal og framleiðir raforku. Öllum má vera ljóst að gífurleg tækifæri felast í þessari tækni, sem nú þegar hefur verið prófuð í nokkur ár hjá Orkuveri Húsavíkur Þórhallur Bjarnason, véltæknifræðingur. en í dag er það eina verið í


heiminum sem notar þessa tækni til nýtingar á jarðvarma. Það var tekið í notkun aldamótaárið og framleiðir nú 2100 KW rafmagns. Til frekari glöggvunar má upplýsa að Húsavíkurbær fær heitt vatnið til húshitunar 20 km sunnan bæjarins frá Hveravöllum í Reykjahverfi en þar er hitinn á vatninu 124°C. Þar sem notkunarhiti til húshitunar er 80°C þá þurfti, áður en orkuverið var reist, að kæla vatnið niður með gufusuðu við borholu og óeinangruð heitavatns-leiðsla til bæjarins sá um þá kælingu vatnsins sem á vantaði. Þarna fór mikil orka út í himingeyminn engum til gagns. Í dag er vatnið leitt í 400 mm. einangruðu röri og er hiti þess við bæjarmörkin, þar sem það fer inn í orkuverið, 121°C. Til að kæla vatnið úr 121°C niður í 80°C er Kalina tæknin notuð til gufunar á ammoníaks-vatnsblöndu í lokuðu hringrásarkerfi. Ammoníaks-vatnsgufan er síðan nýtt til þeirrar raforkuvinnslu sem þarna fer fram. Ekki er þó öll sagan sögð því að eftir að gufan hefur lokið því hlutverki að snúa rafmagnshverflinum þá er hún kæld niður og þétt með köldu vatni. Hitinn sem kælivatnið tekur í sig er notaður á þann hátt að því er hleypt, rúmlega 20°C heitu, út í fiskeldistjarnir og nýtt þar til bleikjueldis. Útrás vinnur nú með Bresku fyrirtæki að hönnun á umhverfisvænum orkuverum í Englandi. Bretarnir óskuðu eftir því við Útrás að það tæki að sér að veita tæknilega aðstoð við uppbyggingu tveggja orkuvera sem á að reisa í London og hófst verkið í byrjun árs 2008. Um geysilega athyglisverða hluti er að ræða sem felast í samkeyrslu díselvéla, nýtingu á þrýstifalli jarðgass og orkuvinnslu úr varma. Til að gefa einhverja smá hugmynd um út á hvað verkið gengur þá er talað um 90% orkunýtingu með þessari samkeyrslu, sem segir í raun nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir venjulega Jóna nema að á eftir fylgi sú staðreynd að orka frá venjulegri díselrafstöð skilar aðeins frá sé um 40% nýtingu. Þarna verður tilfallandi varma- og þrýstiorka nýtt til hins ýtrasta svo sem kælivatnshiti og afgashiti dísilvéla sem knýja rafala og ónýtt þrýstiorka sem fæst úr jarðgasinu. Í mörgum enskum borgum er sá háttur á að jarðgasið er leitt til neytenda í 30 bara stofnlögnum en þrýstingur gassins til heimilisnota er aðeins 1 til 2 bör. Til að ná þrýstingnum niður til notkunar á enskum heimilum þá hefur gasið verið þrýstifellt í gegnum þar til gerða loka engum til nota. Með öðrum orðum þá er verið að beisla þrýstifallið og nota það til framleiðslu á rafmagni ásamt með díselvélum og því sem þær skilar af sér í varma úr kælivatni og afgasi. Árið 2005 markaði tímamót hjá fyrirtækinu, sem þá

fór út í verktakastarfsemi í málmiðnaði og réði til sín Kristján Þ. Kristinsson, verk stjóra og fleiri starfsmenn. Aðdragandann má rekja til andláts Slippstöðvarinnar hf. sem varð gjaldþrota það ár. Kristján Þ. Kristinsson, verk stjóri og Sigurður G. Ringsted höfðu verið á vegum Slippstöðvarinnar að verkum á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og varð það Kristján Þ. Kristinsson, að samkomulagi halda hluta verkstjóri. þeirra verka áfram undir merki Útrásar í samvinnu við þýska fyrirtækið Vatec, sem sá um frágang á túrbínum í stöðvarhúsi virkjunarinnar. Jafnframt sendi fyrirtækið 14 iðnaðarmenn til vinnu við uppbyggingu orkuversins á Reykjanesi. Verklokum á Reykjanesi var náð í júní 2006 og fór þá hluti af mannaflanum til vinnu við orkuverin á Hellisheiði en þar hafði Útrás hafið störf í apríl sama ár. Sá hluti mannaflans sem heim fór vann við að reisa einingarverksmiðjuna Borg á Akureyri og ganga þar frá ýmsum búnaði innan dyra. Árið 2007 var fyrirtækið með fjóra til sex menn við uppsetningu á vélbúnaði í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Tvö síðastliðin ár hefur iðnaðararmur Útrásar að mestu sinnt tilfallandi járniðnaðar verkum á Akureyri og nærsveitum. Má þar meðal annars nefna járnavinnu í Menningarhúsi Akureyrar, Verslunarmiðstöðina á Glerártorgi, stóru íbúðarblokkirnar sem Búseti á Norðurlandi er að reisa og margskonar smíði fyrir Sigurjón Magnússon, Ólafsfirði sem sérhæft hefur sig í yfirbyggingu sjúkrabíla, slökkvibíla og búnaðar til björgunarsveita. Þó að nú sé mest umleikis á heimaslóðum þá eru þessir menn hvergi smeykir við að hleypa heimdraganum og fara, ef því er að skipta, hvert á land sem er og jafnvel yfir pollinn til útlanda en Útrás hefur lagt Ístaki hf. til menn við byggingu orkuvers í Grænlandi. Verkstæði Útrásar er nú í leiguhúsnæði að Frostagötu 3b, Akureyri en áður hafði það verið í 70 fermetra húsnæði að Njarðarnesi 6 og í Tryggvagötu 20 með aðgengi frá Furuvöllum en þar var byrjað með 10 iðnaðarmenn. Verkstæðisarmur fyrirtækisins hefur rokkað á bilinu 15 til 20 manns. „Verkstjórinn“ óskar fyrirtækinu velfarnaðar í bráð og lengd. ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 27


Stykkishólmsbær

Skipulagsverðlaunin 2008

Ljósmynd: Stykkishólms-Pósturinn.

Það er skipulagsfræðingafélag Íslands sem veitir verðlaunin í samvinnu við Skipulagsstofnun. Skipulagsverðlaunin voru afhent á skipulagsdeginum 8. nóvember 2008. Veitt voru ein verðlaun sem Stykkishólmsbær hlaut fyrir stefnu og framfylgd á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms. Veittar voru þrjár viðurkenningar, þær hlutu Hjálmar Sveinsson dagskrárgerðarmaður, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Myndlistaskólinn í Reykjavík. Í greinagerð segir: „Verðlaunin eru tileinkuð, Stykkishólmsbæ fyrir stefnu og framfylgd á deiliskipulagi. Í deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms, sem samþykkt var 31.október 2003, er sett fram sú megin stefna að styrkja gamla bæjarkjarnann, þétta byggðina, skilgreina bæjarrými og með það að markmiði að bæta við það sem fyrir er fremur en gera gagngerar breytingar. Skipulagið er stefnulýsing bæjaryfirvalda um þann menningararf sem fólgin er í gamla bæjarkjarnanum og yfirlýsing um að þau ætli að standa vel að verki þegar að framkvæmdum kemur. Með deiliskipulaginu og markvissri framkvæmd þess er verið að bæta ásýnd bæjarins og gera hann fallegri með því 28 - VERKSTJÓRINN

að sækja viðmið í gömlu Stykkishólmshúsin. Var húsakönnun Harðar Ágústssonar frá 1978 höfð að leiðarljósi við vinnslu skipulagsins ásamt vinnu Ormars Þórs Guðmundssonar og Örnólfs Hall arkitekta, sem lögðu grunninn að gerð deiliskipulagsins frá 1993. Að gildandi

Verðlaunaafhending skipulagsverðlauna 2008 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frá vinstri. Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi, Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri og Grétar D. Pálsson, forseti bæjarstjórnar. Ljósmynd: Bæring Jónsson.


deiliskipulagi unnu Gláma/Kím og Landslag en aðalhöfundur er Bæring Bjarnar Jónsson arkitekt. Í deiliskipulagi miðbæjarins er lögð skýr áhersla á verndun og varðveislu og leitað er samræmis á milli bygginga, gatna og götumynda. Jafnframt eru skýrðir á sannfærandi hátt möguleikar á frekari nýtingu og uppbyggingu í gamla bænum. Settar eru fram leiðir að markmiðum og leiðarvísir til frekari nýtingar og uppbyggingar í bæjarkjarnanum. Í því felst m.a. áætlun um að þétta húsaraðir til að styrkja götumyndir, nýjar lóðir eru skilgreindar ásamt því að lagðar eru megin línur varðandi form, hlutföll og efnisval nýbygginga. Gildandi miðbæjarskipulag var unnið í kjölfar aðalskipulags sem tók gildi 2002. Deiliskipulagssvæðið er 5,6 hektarar og er elsti hluti bæjarins kjarni þess. Um það bil 35 byggingar eru innan svæðisins og meðal þeirra eru flest elstu húsin í bænum þar af þrjú friðuð. Að tilstuðlan bæjaryfirvalda var sett á laggirnar miðbæjarnefnd sem hafði það sem megin verkefni að fylgja skipulaginu eftir. Hefur nefndin unnið það af miklum metnaði í samvinnu við Húsafriðunarnefnd og í sátt við bæjarbúa. Nokkur hús hafa verið byggð inn í skipulagið og gengið hefur verið frá götum og útirýmum. Segja má að með skipulaginu hafi verið skapað tækifæri til ýmissa framkvæmda. Sum hafa verið nýtt nú þegar en önnur bíða betri tíma. Framsetning deiliskipulagsins er skýr. Með tiltölu-

Ljósmynd: Stykkishólms-Pósturinn.

lega einföldum aðgerðum er verið að styrkja gamla kjarnann í Stykkishólmi með því að tengja gömlu húsin saman með breytingum á yfirborði. Endurbætur hafa verið gerðar á nokkrum húsum og nýjar byggingar reistar sem taka mið af gömlu Stykkishólmshúsunum. Bæjaryfirvöld í Stykkishólmi hafa með stefnu og framfylgd sýnt framsýni og skilning á menningarsögulegum og fagurfræðilegum verðmætum á landsvísu. Með þessu er ekki einungis varðveitt tengsl við söguna heldur hefur komið í ljós á seinni árum að verndun menningarverðmæta í gömlum bæjarkjörnum hjálpar til við uppbyggingu ferðaþjónustu og eykur lífsgæði bæjarbúa.“

Stykkishólmur. Ljósmynd: Stykkishólms-Pósturinn. VERKSTJÓRINN - 29


SS Byggir ehf. Akureyri

Mynd: ÁBÁ.

Kom til bæjarins á sjöunda áratugnum. Þá var Glerárþorpið þorp og beljur þar á beit. Helgamagrastræti var í raun efsta gata bæjarins þar sem kartöflugarðar lokuðu Þórunnarstrætinu til norðurs. Nokkur hús voru að vísu við Ásveginn en sunnan Þingvallastrætis var byggð ekki risin. Nú er öldin önnur. Er að velta fyrir mér útþenslu Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri bæjarins frá því að ég stakk þar niður fæti fyrir hálfri öld. Kominn út um koppagrundir. Upp undir hlíðar Fálkafells og beljurnar bíta ekki lengur hagann upp með Glerá. Bærinn kominn út fyrir Lónslæk og út í Kræklingahlíð. Suðurjaðarinn langleiðina inn í Kjarnaskóg. Skil þetta ekki alveg. Upp úr miðri síðustu öld sóttu 800 manns vinnu í verksmiðjur SÍS á Gleráreyrum og tugir manna unnu hjá KEA, Slippstöðin hf. var með yfir 30 - VERKSTJÓRINN

300 manns í vinnu og Útgerðarfélag Akureyringa hf. í það minnsta annað eins. Gróska var í mannlífinu og bærinn þandist út. Öll þessi fyrirtæki rúlluðu yfir, engin álíka stór komin í staðin en bærinn hélt áfram að þenjast út. Skil ekki þessa útþenslu þrátt fyrir einhverja fólksfjölgun. Fer ekki ofan af því að ósamræmis gætir á milli fermetrafjölda bæjarins og fólksfjölda. Byggingafyrirtæki spruttu upp á Akureyri á seinni hluta sjöunda áratugar og þeim áttunda. Öflug félög og umsvifamikil. Öll með tölu hafa þau safnast til feðra sinna utan eitt, sem enn er í fullum rekstri og hefur sennilega aldrei verið öflugra. „Verkstjórinn“ leit við hjá SS-Byggi og náði tali af Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdastjóra. SS-Byggir hf. var stofnað í mars árið 1978 og voru stofnendur Sigurður Sigurðsson, Heimir Jóhannsson, Jón Kr. Sólnes, Stefán Gunnlaugsson og Þórður Gunnarsson. Ýtt var úr vör með byggingu einbýlishúss í Hvammshlíð, þá byggingu raðhúsa og verkstæðis handa fyrirtækinu sjálfu. Síðan lá leiðin á útboðsmarkaðinn á Akureyri þar sem fyrirtækið haslaði sér völl og hefur


starfað þar að meiru eða minna leyti síðan. Á þeim markaði hefur fyrirtækið unnið að nýbyggingum og breytingum á Amtbókasafninu, Verkmenntaskólanum, Síðuskóla, Glerárskóla og öðrum mannvirkjum. Jafnframt þessum verkum hefur SS-Byggir byggt fjölda fjölbýlishúsa með bílageymslum á neðstu hæð og lyftum þaðan svo langt upp sem hvern fýsir að fara. Hvar sem upp er litið í bænum má sjá handverk SSByggis. Nú síðustu ár hafa fjölbýlishúsin verið ráðandi í rekstri fyrirtækisins og alfarið byggð á reikning þess. Fyrirtækisins hefur síðan selt, einstaklingum og fjölskyldum, íbúðirnar fullfrágengnar. Stærsta framkvæmdin í þessum geira er Skálateigur 1 – 3 - 5 og 7, sem hýsir 91 íbúð. Húsin, sem eru tvö, rúma nánast jafnmargar íbúðir og í Teigahverfinu öllu. Í spjalli mínu við Sigurð bendir hann á hversu hagkvæmur byggingarmáti SS-Byggis sé bæjarfélaginu þar sem fyrirtækið hafi byggt mörg fjölbýlishús á auðum reitum við frágengnar götur. Það segir sig sjálft að bæjarfélagið þarf litlu sem engu til að kosta vegna gatnagerðar og margskonar lagna því að í raun er þessir þættir að mestum hluta fyrir hendi. Við Undirhlíð, neðan Bónusverslunar, er fyrirhuguð bygging tveggja fjölbýlishúsa með 25 íbúðum í hverju húsi. SS-Byggir mun greiða Akureyrarbæ rúmlega 61 milljón í lóðagjöld vegna þessara húsa. Vandkvæðalaust hefur verið að selja íbúðir SS-Byggis því áhugi á þeim hefur verið mikill. Til marks um það má nefna að í fyrirhuguðum háhýsum í Undirhlíð voru komnir kaupendur að öllum íbúðum húsanna, 50 að tölu, áður en bankarnir féllu. Vegna óvissu í efnahagsmálum hefur komið afturkippur í þessar fyrirhuguðu framkvæmdir og þeim skotið á frest fram á næsta ár en þá skal byggt hvað sem tautar og raular. Spurningu „Verkstjórans“ um hvers vegna SS-Byggir

Steypumót reist.

Húsi raðað upp með steypueiningum.

er starfandi í dag en önnur hliðstæð fyrirtæki ekki, sem stofnuð voru á svipuðum tíma, svarar Sigurður svo. „Ætli að það sé ekki bara einstakur þrái við halda áfram og ætla sér að láta hlutina ganga.“ Þráinn einn, svo ágætur sem hann er á stundum, hefur þó tæpast fleytt fyrirtækinu þangað sem það er nú statt. Útsjónarsemi og dugnaður hefur nokkuð örugglega verið með í farteskinu. Fyrirtækið hefur í áranna rás hagað seglum eftir vindi og byggt í takt við atvinnuástand og almenn lífskjör á hverjum tíma. Það hefur haldið sig við Akureyrarbæ þrátt fyrir fjölda áskorana um að taka að sér verk í Reykjavík, á Suðurlandi og Austfjörðum. Sigurður telur að það tæki fyrirtækið 5 til 10 ár að vinna sig inn á Akureyrarmarkaðinn aftur hyrfi það af honum í tvö til þrjú ár. Ljóst er að SS-Byggir hefur ekki reist sér hurðarás um öxl. Í dag er SS-Byggir með ákveðinn hóp viðskiptavina, sem treysta fyrirtækinu. Viðskiptavina sem þekkja handbrögðin og viti að næsta bygging verður betri en sú síðasta. Metnaður fyrirtækisins liggur í því að gera betur. Á þessum sannindum hefur SS-Byggir verið rekinn og gefist vel. Mála sannast er að fyrirtækið hefur fylgt þróun síðustu áratuga og lagt sig eftir að notað það nýjasta og besta, sem hún hefur haft upp á að bjóða. Fyrir tveimur árum keypti SS-Byggir innréttingafyrirtækið Tak, sem var með 15 ára reynslu í smíði innréttinga og hafði á sér gott orð um land allt. Þessi gjörningur skaut sterkari stoðum undir rekstur SS-Byggis, sem að mestum hluta er nú með alla þræði einnar byggingar í hendi sér. Nú sem aldrei fyrr þarf SS-Byggir að haga seglum VERKSTJÓRINN - 31


Fjölbýlishúsin fyrir miðri mynd reisti SS-Byggir við Brekkugötu 36 og 38. Húsin ganga undir nöfnunum Millan og Baldurshagi en þarna voru áður hús með þessum nöfnum. Húsið til hægri er Baldurshagi en þar stóð forveri þess austan vegar út frá Akureyri til norðurs en Millan stóð nokkru austar.

eftir vindi og svo hefur verið gert. Yfirvinnu hefur verið sagt upp með það að leiðarljósi að teygja verkefnin lengra fram í tímann og ekki síður til að sem flestir haldi vinnu sinni. Ljóst er að með minnkandi innflutningi eykst innlend smíði og sést þess nú þegar stað á verkstæði fyrirtækisins en þar vinna 18 manns að skrifstofustarfsmönnum meðtöldum. Allt er því ekki svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mála sannast er að ekki þarf að líta langt aftur í

tímann til að sjá að illt árferði getur, ef rétt er á haldið, leitt til góðra hluta. Minnkandi innflutningur skapar störf við framleiðslu og eru það ekki einmitt störfin sem við Íslendingar þörfnumst í dag. Það er einlæg von „Verkstjórans“ að SS-Byggi takist að halda sjó, yfir það tímabil sem í hönd fer, og verði í stakk búið til að vinda upp segl á ný þá betri byr gefur. ÁBÁ.

 Þeir fá byr sem bíða. Fleira er byr en vindur í voðum. Ekki sigla allir sama byr.32 - VERKSTJÓRINN


Leiðréttingar

Súlur við Akureyri. Mynd: Jörundur Traustason.

Þau leiðu mistök áttu sér stað í síðasta blaði að röng kynning var á kápumynd og höfundi hennar. Þessi mistök tekur ritstjóri alfarið á sig en þau áttu sér nokkuð langan aðdraganda, sem hér skal festur á blað. Hugmynd ritstjóra var að birta mynd frá Vestfjörðum þar sem 23. þing VSSÍ haldið á Ísafirði. Eftir að árangurslausa leitað að slíkri mynd, hjá hinum og þessum myndatökumönnum, var ritstjóri eiginlega orðinn heimaskítsmát. Þegar neyð ritstjóra var hvað mest þá datt hann ofan á mynd, sem hann hafði tekið fyrir nokkrum árum af Hestinum við Ísafjarðardjúp. Vænkaðist nú mjög hagur Strympu en teygja þurfti myndin til hægri svo að þetta tignarlega fjall kæmi á miðja forsíðu. Eftir þessa meðhöndlun leit myndin nokkuð vel út á tölvuskjá og töldu flestir, sem hana skoðuðu, að hún gæti vel gengið þó að skerpa myndarinnar væri á mörkunum. Var því prentun blaðsins fram haldið en er mynd var kom á pappír þá reyndist hún alls ekki nægjanlega góð til þessa brúks. Enginn glansi var yfir myndinni og hún virkað dauð og gróf. Ritstjóri stóð nú skyndilega frami fyrir þeirri ákvörðun að skipta um útlit á blaðinu frá því sem í upphafi hafði verið ætlað eða nota myndina eins og hún var. Sú ákvörðun var í sjálfu sér ekki erfið því ritstjóri vissi að hann gæti aldrei fyrirgefið sjálfum sér að senda Verkstjórann illa búinn til lesenda. Þrátt fyrir þá ákvörðun að breyta kápunni á síðustu

stundu þá var kálið engan veginn sopið því að búið var að prenta heiti myndarinnar og höfund hennar í blaðið. Aftur var ritstjóri því kominn upp að vegg. Að leiðrétta textann á efnisyfirlitinu hefði kostað endurprentun á sextán síðum af 3.900 eintökum blaðsins. Þann aukakostnað vildi ritstjóri ekki leggja á verkstjórasamtökin og lét því villuna standa. Eini ljósi punkturinn á vegferð ritstjórans í þessu vandræðamáli var að á því PDF formi, sem notað er til að setja Verkstjórann á heimasíða VSSÍ, var hægt að leiðrétta þessa villu. Þar er farið rétt með heiti myndefnis og ljósmyndara eins og skráð er hér að neðan. Mynd á forsíðu: Á leið til Lokinhamra. Ljósm. Páll H. Pálsson. Mynd á baksíðu: Flateyri. Ljósm. Ester Jónasdóttir. Eins og þetta bras með útlit blaðsins væri nú ekki nægjanlegt áfall fyrir ritstjórann þá rak hann sig á villu í myndatexta á bls. 49 þar sem stendur “Göngin frá Súðavík”. Allir sem til þekkja sjá að vísu að þetta er algjört rugl en það bætir lítið líðan ritstjóra því að hann tók myndina sjálfur horfandi yfir Súgandafjörðinn. Þarna átti að standa “Leiðin frá Suðureyri í Súgandafirði”. Lesendur eru að sjálfsögðu beðnir afsökunar á þeim mistökum, sem hér hafa verið rakin. ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 33


Slippurinn Akureyri ehf. Akureyri

Mynd: ÁBÁ.

Framtíðarhorfur voru móðu huldar hjá járniðnaðarmönnum á Akureyri er Slippstöðin hf. tók síðast andvarpið og var lýst gjaldþrota 03. október 2005. Lausn var ekki í sjónmáli þeirra sem þarna misstu vinnu sína. Mönnum var þó ljóst að aðgerðarleysi hefur aldrei leitt til velfarnaðar. Hugað var að úrræðum, sem stuðlað gætu að eða veitt ámóta þjónustu og Slippstöðin hf. hafði annast í rúma hálfa öld. Hvatamenn að stofnun nýs fyrirtækis voru þeir Anton Benjamínsson, tæknifræðingur og Sigtryggur Guðlaugs, véliðnfræðingur, sem báðir höfðu verið starfsmenn Slippstöðvarinnar hf. Í lið með sér fengu þeir fyrirtækin Rafeyri ehf. Akureyri, Lostæti ehf. Akureyri, Höldur ehf. Akureyri, Fjörður ehf. Akureyri í eigu Samherja hf., Vélar og skip ehf. Reykjavík, Málning hf. og nokkra fleiri aðila. Fyrirtækið sem þessir aðilar stofnuðu fékk nafnið Slippurinn Akureyri ehf. og er stofndagur skráður 11. október 2005. Framkvæmdastjóri var ráðinn Anton Benjamínsson og staðgengill hans Sigtryggur Guðlaugs. Jafnframt stjórnun fyrirtækisins þá vinna báðir þessir menn að lausnum verka með tækni- og teiknikunnáttu sinni. Yfirlýst markmið fyrirtækisins var og er að annast 34 - VERKSTJÓRINN

þjónustu við útgerðaraðila svo og aðra þá sem þjónustu kunna að leita og fyrirtækið hefur bolmagn til að þjónusta. Strax á fyrstu vikum fyrirtækisins voru 40 fyrrverandi starfsmenn Slippstöðvarinnar hf. kvaddir til starfa. Fjöldi starfsmann hefur aukist jafnt og þétt þau þrjú árs sem starfsemin hefur verið í gangi og sveimaði í kringum 100 manns árið 2008. Þessum fjölda til viðbót-

Anton Benjamínsson, framkvæmdarstjóri.

Sigtryggur Guðlaugs, verkefnastjóri.


ar hafa 20 til 30 menn unnið hjá fyrirtækinu, sem undirverktakar, í verkum sem fyrirtækið hefur haft á sinni könnu hverju sinni. Fastir starfsmenn hafa sýnt fyrirtækinu hollustu og sáralítið er um að menn séu að koma og fara. Eins og allir vita sem komið hafa nærri fyrirtækjum, sem byggja afkomu sína á þjónustu þá er sjaldnast á vísan að róa. Fjölmarga þætti mætti til tína þessum orðum til staðfestingar en sennilega er nærtækast að benda á að þjónustufyrirtæki er mjög eða nær alfarið háð dutlungum annarra og greiðslugetu þeirra. Slippurinn Akureyri ehf. hefur gengið hnökralaust og vegnað vel þau þrjú ár sem fyrirtækið hefur starfað og rekstursreikningur verið jákvæður öll starfsárin. Fyrirtækið hefur að mestu annast þjónustu við útgerðir en einnig unnið að landverkefnum svo sem á árinu 2007 er það vann með Bectel, sem sá um uppsetningu verksmiðju Alcoa á Reyðarfirði. Slippurinn á húseignina Naustatanga 2 og er þar með skrifstofur sínar á annarri hæð en á hæðinni er einnig trésmíðaverkstæði og aðstaða fyrir starfsmenn. Á neðri hæð hússins er fyrirtækið með verkstæði fyrir ryðfría smíði og starfsemi DNG, sem nú hefur verið innlimuð í Slippinn. Á þessum gólffleti er einnig aðstaða fyrir verkstjóra og tæknimenn. Járniðnaðarverkstæði og lager eru í 1700 m2 leiguhúsnæði á sama stað og Slippstöðin hf. var áður með starfsemi sína. Framan húsanna er 300 metra langur viðlegukantur fyrir skip, með allt að 8 metra djúpristu, sem í daglegu tali kallast Slippkannturinn. Í túngarði fyrirtækisins og á lóð þess rekur Akureyrarbær upptökumannvirki skipa og skal þar fyrst upp telja 5000 þungatonna flotkví, sem er 122 metra löng og rúmlega 23 metra breið. Einnig á bærinn tvær dráttarbrautir og er lyftiþol þeirrar 150 og 1000 þungatonn. Báðar eru þessar brautir ellimóðar orðnar en gegna þó enn sínu hlutverki. Árið 2006 stuðlaði Slippurinn Akureyri ehf. að því að fá bátasmíðafyrirtækið Seiglu ehf. til Akureyrar og á nú móðurfélag Slippsins meirihlutann í því félagi. Rekstur Seiglu ehf. er í húsi, sem yfir starfsemina var reist, að Hjalteyrargötu 22 og stendur það vestan Naustatanga 2. Slippurinn á 30% eignahlut í Naust Marine ehf. Reykjavík en það fyrirtæki sérhæfir sig í raf- og tölvustýringu togspila. Þrátt fyrir að Slippurinn Akureyri ehf. státi ekki af háum aldri þá hefur mikið verið umleikis hjá fyrirtækinu frá stofndegi. Langstærsta verkefnið árið 2008 var að þjónusta fyrirtækið Neptune ehf. en forsvarsmaður þess er Magnús Þorsteinsson, Akureyri.

Verkið fólst í að breyta togaranum Helgu Björgu HU-2 í botnrannsóknarskip. Skipið er 490 rúmlestir að stærð, byggt í Noregi árið 1976, keypt árið 1995 af Skagstrendingi hf. Skagaströnd og því siglt til landsins undir nafn inu Betty HU-31, sem var breytt mánuði seinna í Helga Björg HU-7 og síðan árið 2000 í Helga Björg HU-2. Eftir síðustu eigandaskipti Kristín Stefánsdóttir, og breytingar heitir skipið skrifstofudama. Neptune EA-41 Til að átta sig á umfangi verksins mun láta nærri að andvirði vinnu og tækjakaupa vegna breytinga á skipinu nemi um 800 milljónum króna og þar af má ætla að hlutur Slippsins og annarra verktaka sé um 400 til 500 milljónir króna. Fordæmi svo viðamikilla breytinga og endurbóta á einu skipi hérlendis eru ekki fyrir hendi svo vitað sé. Neptune EA-41 lagði úr höfn Sigríður Jónsdóttir, á haustdögum og var ferðinni fjármálastjóri. heitið í Eystrasaltið til mælingar og kortlagningar á botnlögum þessa hafsvæðis. Neptune ehf, hefur nú fest kaup á togaranum Harðbaki EA-3 og má ætla að fyrir liggi svipaðar breytingar og á Neptune EA-41. Hvort Slippurinn kemur til með að annast þær breytingar er ekki vitað en líkur þess hljóta að teljast góðar í ljósi þess að um hliðstætt verk er að ræða. Hér að ofan hefur verið hlaupið yfir starfsemi Slippsins Akureyri ehf. og er ekki annað að sjá en að metnaður sé til staðar til að halda uppi þróttmikilli viðgerðarþjónustu við útgerðir á landinu. Þjónustu sem áratugum saman hefur verið innt af hendi á Akureyri og má ekki undir nokkrum kringumstæðum líða undir lok. Slíkt myndi ekki aðeins skaða atvinnulífið á Akureyri og þá er þjónustuna veita heldur einnig og ekki síður þá sem hennar njóta. „Verkstjórinn“ óskar Slippnum Akureyri ehf. velfarnaðar á komandi árum. ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 35


Eskja hf. Eskifirði

Síldarverksmiðjan. Mynd: Benedikt Jóhannsson.

Á Eskifirði starfar útgerðarfyrirtækið Eskja hf. hvers framkvæmdarstjóri er Haukur Björnsson. Verkstjórinn brá sér á kreik og skyggndist í sögu fyrirtækisins og hringdi í Hauk til að forvitnast um lífshlaup hans. Skemmst er frá að segja að neðanskráð er afrakstur þessa símtals að viðbættum upplýsingum af heimasíðu fyrirtækisins www.eskja.is Haukur Björnsson er innfæddur Reykvíkingur og þar ólst hann upp í Voga- og Heimahverfinu. Að loknu gagnfræðaprófi lá leið hans í Fiskvinnsluskólann þar sem hann lauk námi árið 1974. Meðfram námi stundaði Haukur ýmis störf sem tengdust á margan hátt náminu, t.d. frystihúsavinna í Ísbirnininum og á Súgandafirði, bátasjómennska frá Hnífsdal, á togara frá Reykjavík og Akureyri, hvalskurður í Hvalfirði, síldarvinnsla á Hornafirði o.fl. mætti telja. Eins og áður sagði lauk Haukur námi frá Fiskvinnsluskólanum árið 1974 og í ársbyrjun 1975 réði hann sig til Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Þar hóf Haukur störf sem aðstoðarverkstjóri en tveimur árum seinna tók hann við stöðu yfirverkstjóri í frystihúsinu. Þeirri stöðu gegndi Haukur í fjögur til fimm ár en gerðist þá rekstrarstjóri fyrirtækisins. Starfið var 36 - VERKSTJÓRINN

umfangsmikið því fyrirtækið rak á þessum tíma útgerð nokkurra skipa, hraðfrystihús, saltfisk og skreiðarverkun, rækjuverksmiðju, síldarsöltun, síldarbræðslu, vélaverkstæði, nótaverkstæði, og bíla- og rafmagnsverkstæði. Til að átta sig á umfangi fyrirtækisins í gegnum áratugina þá verður saga þess rakin hér í örfáum orðum. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. var stofnað 8. maí 1944 og var fyrirtækið rekið undir því nafni allt til ársins 2003 er nafni þess var breytt í Eskja hf. Hvatinn að stofn un fyrirtækisins var að renna sterkari stoðum undir atvinnulíf byggðarlagsins. Nauðsyn þessa blasir við ef haft er í huga að stofnendur félagsins voru nokkuð á þriðja hundrað einstaklingar auk fyrirtækja á staðnum. Saga félagsins er ekki ósvipuð sögu margra annarra útgerðarfyrirtækja vítt og breitt um landið að öðru leyti en því að fæst þeirra geta rakið uppruna sinn allt aftur til stríðsáranna. Fyrstu tveir framkvæmdastjórar fyrirtækisins voru Leifur Björnsson frá 1944 til 1949 og Ingólfur Hallgrímsson frá 1949 til 1960.


Svo virðist sem farið hafi veri rólega af stað en árið 1947 markar tímamót í sögu félagsins er hafist var handa við byggingu hraðfrystihúss. Hráefni til vinnslunnar var fengið frá bátum er stunduðu veiðar með línu frá vori og fram á haust svo og af smábátum yfir sumartímann. Reksturinn fyrsta einn og hálfan áratuginn gekk upp og ofan en líf færist í fyrirtækið árið 1960 þegar bræðurnir Aðalsteinn og Kristinn Jónssynir eignuðust 2/3 hlutafjár í félaginu. Aðalsteinn tók þá þegar við starfi forstjóra, sem hann gegndi síðan í rúm 40 ár en Kristinn var stjórnarformaður. Mikil uppbygging átti sér stað hjá fyrirtækinu í forstjóratíð Aðalsteins þar sem kjarkur og áræði breytti nánast gjaldþrota félagi í eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Segja má að Aðalsteinn hafi verið vakinn og sofinn við rekstur fyrirtækisins. Áhuginn var ódrepandi og þannig vildi hann einnig hafa starfsmenn sína. Aðalsteinn var árisull mjög og var gjarnan kominn á ról um klukkan fjögur til fimm á morgnana. Hann var með þeim fyrstu sem tileinkaði sér þráðlausan síma og hringdi gjarnan úr bíl sínum í báta félagsins og næstu stjórnendur. Án þess að Haukur hafi nefnt það við þann er þetta skrifar má telja nokkuð víst að rekstrarstjórinn hafi ekki alltaf fengið að sofa fram að hefðbundnum vinnutíma þegar Aðalsteinn var að leggja á ráðin. Sitt fyrsta skip eignaðist Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. árið 1959 er félagið keypti Hólmanes, sem var 130 tonna stálbátur smíðaður í Noregi. Skipið stundaði hefðbundnar bolfiskveiðar með línu og net svo og síldveiðar með nót. Ekki var látið staðar numið við þessi skipakaup því félagið festi kaup á nokkrum 150-260 tonna stórum skipum á árabilinu 1962 til 1970. Öll voru skipin gerð út á línu-og netaveiðar, togveiðar og síldveiðar.

Haukur Björnsson framkvæmdastjóri.

Aðalsteinn Jónsson SU-11.

Framsækin breyting varð á rekstri félagsins árið 1970 er öll skipin voru seld en í stað þeirra keyptur skuttogari frá Frakklandi. Togarinn fékk nafnið Hólmatindur og var annar af tveimur fyrstu skuttogurum landsins. Þessum frumburði félagsins var seinna skipt út fyrir annan stærri togara 1980, sem fékk sama nafn. Annan togara eignaðist félagð 1972 og þá í samvinnu við Kaupfélag Héraðsbúa og fékk hann nafnið Hólmanes. Um þessa samvinnu var stofnað félagið Hólmi hf. og sá Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. um rekstur þess. Hólmi hf. rann síðan inn í félagið árið 1996. Á seinnihluta sjötta áratugarins og á þeim sjöunda streymdi silfur hafsins, síldin, á land á Austfjarðarhöfnum og jukust þá umsvif Eskju hf. mjög. Fiskimjölsverksmiðja, sem fyrirtækið hafði byggt 1952, var stækkuð og endurbætt 1963 og gat eftir stækkun tekið á mót síld til bræðslu. Aðeins þremur árum seinna, árið 1966, var reist ný og afkastamikil verksmiðja á nýja hafnarsvæðinu fyrir botni fjarðarins. Síðan þá hefur verksmiðjan verið endurbætt og afköst aukin í tvígang. Í hið fyrra sinn á árunum 1977-1978 og í síðara sinn 1994-1995. Í dag er verksmiðjan í stakk búin til framleiðslu á hágæðamjöli með loftþurrkun. Afköst hennar eru 1.100 tonn á sólarhring. Er síldin hvarf af Austfjarðarmiðum varð loðnan uppistaðan í uppsjávarveiðum Íslendinga. Ljóst var að Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. sem önnur útgerðarfyrirtæki í uppsjávarveiðum yrði að bæta skipakost sinn ef dæmið ætti að ganga upp. Því var það að árið 1978 keypti félagið 780 tonna skip, sem fékk nafnið Jón Kjartansson SU-111. Annað skip, 360 tonn stórt, keypti félagið 1982 og fékk það nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU-211 og enn stækkaði flotinn er Hólmaborg SU-11 bættist í hann árið 1988. Á seinni helmingi tíunda áratugar liðinnar aldar voru skipin endurbyggð og stækkuð. Stærri vélar voru settar í Jón Kjartansson og Hólmaborg ásamt flottrollsVERKSTJÓRINN - 37


Jón Kjartansson SU-111.

búnaði, sem var forsenda fyrir kolmunnaveiðum, sem þá var farið að stunda. Á langri vegferð hefur fyrirtækið komið víða við svo sem sjá má af því sem þegar hefur verið sagt en lengi má járnið hamra. Rekstur rækjuverksmiðju hófst árið 1988. Ný verksmiðja var byggð 1999 en vegna verðhruns afurða í kjölfar offramboðs var reksturinn aflagður árið 2003. Árið 1964 stofnsetti félagið vélaverkstæði og í framhaldi af því rafmagns-og bílaverkstæði. Þessi starfsemi var aflögð árið 2002. Netaverkstæði, sem þjónað hafði togaraútgerðinni í áratugi, var sameinað nýrri nótastöð, sem hóf rekstur í nýju húsnæði árið 1997. Í dag þjónustar nótastöðin meðal annars hin þekktu kolmunnatroll frá Egersund Traal. Segja má að byltingarkennt umrót hafi einkennt félagið um og eftir síðustu aldamót. Aðalsteinn Jónsson lét af framkvæmdastjórn árið 2001 og við keflinu tók Elfar Aðalsteinsson og bar það fram til ársins 2004. Staða Hauks sem rekstrarstjóra breyttist við þessi forstjóraskipti í að stjórna afurðasölu og vinnu við markaðsmál almennt, auk þess að taka mikinn þátt í endurskipulagningu félagsins sem m.a. var nauðsynleg í samkeppni við verulega breytt umhverfi með tilkomu álvers Alcoa á Reyðarfirði. Árið 1998 keypti félagið allt hlutafé í Útgerðarfélaginu Triton hf., sem hafði yfir að ráða skipi og veiðiheimildum. Hlutafé Útgerðarfélagsins Vísis Sandgerði var keypt um áramótin 2001 -2002 og þar með bátur félagsins og 550 þorskígildis kvóti. Árið 2002 eignaðist félagið öll hlutabréf í Hópi ehf. og Strýthóli ehf., í Grindavík og þar með umtalsverðan kvóta. Annar skuttogari félagsins, Hólmatindur var seldur 2003 og rækjuvinnslu hætt eins og komið hefur fram. Í framhaldi af því var Votabergi og Guðrúnu Þorkelsdóttir 38 - VERKSTJÓRINN

lagt vegna kvótaleysis. Þessi þrjú skip voru lögð inn í rækjuvinnslufyrirtækið Íshaf á Húsavík og fékk Eskja hf. í staðinn nýlegan skuttogara, Ask, sem fékk nafnið Hólmatindur. Árið 2004 keypti Hólmi hf., nýtt fyrirtæki í eigu Elfars Aðalsteinssonar, Kristins Aðalsteinssonar og hjónanna Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Kristjánssonar, arftaka Aðalsteins Jónssonar, allt hlutafé í Eskju hf. Í framhaldi þessa lét Elfar Aðalsteinsson, framkvæmdarstjóri af störfum í árslok og keyptu þá Kristinn Aðalsteinsson, Björk Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson og Fjárfestingafélagið Bleiksá hf. hlut hans. Að loknu þessu söluferli, árið 2004, voru Eskja hf. og Hólmi hf. sameinuð og Haukur Björnsson ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins og gegnir hann þeirri stöðu í dag. Ekki voru þó öll eignaskipti um garð gengin á þessum tímapunkti því að árið 2007 keyptu hjónin Björk Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Kristjánsson hlut Kristins Aðalsteinssonar í Eskju hf. Í kjölfar verulegrar kvótaskerðingar árið 2007 var sú ákvörðun tekin að hætta rekstri hraðfrystihúss Eskju hf. og selja frá sér togarann Hólmatind. Þar með lagðist af áratuga bolfiskverkun hjá fyrirtækinu. Í ársbyrjun 2006 keypti Eskja hf. fimm ára gamalt skip frá Noregi, sem fékk nafnið Aðalsteinn Jónsson SU 11. Skipið er 1700 brúttó rúmlestir, 70 metra langt og útbúið sem vinnsluskip er getur sjófryst loðnu, kolmunna og síld auk þess getur það veitt til vinnslu í mjöl og lýsi. Í dag gerir fyrirtækið út tvö uppsjávarveiðiskip, Aðalstein Jónsson SU-11 og Jón Kjartansson SU-111. Í landi snýst vinnan um að ná sem mestu verðmætum úr afla skipanna með fjölbreyttri framleiðslu afurða uppsjávarafla. Afurða sem Eskja hf. kemur beint á markað því að fyrirtækið rekur eigin markaðsstarfsemi en starfar einnig með öðrum sölusamtöku og fagaðilum í afurðasölu. Komið er að leiðarlokum vegferðar „Verkstjórans“ um söguslóðir sextíu og fjögurra ára fyrirtækis á Austurlandi og þrjátíu og þriggja ára starfsferils stjórnanda innan þess. Stjórnanda sem gekk í Verkstjórasamtökin fyrir margt löngu og hefur haldið tryggð við þau allar götur síðan. Stjórnanda sem gladdi viðmælanda sinn með því að játa viðtali með þeim orðum að ekkert væri sjálfsagðara fyrir „blaðið okkar“. „Verkstjórinn“ óskar Eskju hf. farsældar í bráð og lengd og þá ekki síður Hauki Björnssyni, framkvæmdastjóra, svo samofinn sem hann er fyrirtækinu eftir áratuga störf. ÁBÁ.


Vallarheiði

Keilir menntastofnun Mynd: Úlfar Hermannsson.

Herinn tilkynnti brottför úr Heiðinni og fólkið stóð skelft eftir. Á annað þúsund manns missa vinnuna, hvernig átti að leysa þetta, ný störf og hvar? Útgerðin í Keflavík að mestu horfin og ekki mikil útgerð í næstu sveitarfélögum nema kannski Grindavík. Suðurnes höfðu jú byggt allt sitt á útgerð hér áður fyrr. Spurningar á spurningar ofan. Kannski leggst skaginn bara af sem íbúasvæði? Hér voru þó tæplega 19.000 manns um áramótin 2006 og 2007. Svona voru spurningarnar, svona talaði fólkið. Um stundarsakir ríkti mikil svartsýni en ráðandi menn sáu við þessari bölsýni. Bæjarstjórnir á svæðinu tóku höndum saman með verkalýðsog fagfélögum og ýmsum fleiri. Opnuð var skrifstofa við Hafnargötuna í Keflavík. Þangað gátu menn leitað eftir vinnu, fengið áfallahjálp og ýmiskonar ráðgjöf aðra. Þetta hjálpaði mörgum. Í þessu starfi var einn maður öðrum fremri en það var Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að öllum öðrum þó ólöstuðum, því margir komu að í þessu máli og veittu aðstoð sína. Herinn fór og lét eftir sig mikið af nýuppgerðu húsnæði fyrir allt að 4000 -5000 íbúa. Miklar umræðu voru

á Suðurnesjum og víðar um notkun svæðisins og sýndist sitt hverjum eftir því hver um fjallaði. Eftir margar og miklar vangaveltur varð ofaná hugmynd um að gera og tengja svæðið menntun, bæði með stofnun framhaldsskóla á staðnum og að nota húsnæðið fyrir námsfólk í hinum ýmsu framhaldsskólum fyrir litla leigu og fríar rútuferðir til Reykjavíkur enda hefur námsfólk úr minnu að spila en margir aðrir. Til þess að fá réttar og

Tölvuskóli Suðurnesja og handverksaðstaða fyrir eldri borgara. Mynd: Úlfar Hermannsson. VERKSTJÓRINN - 39


Blokk í Hlíðarhverfi. Mynd: Úlfar Hermannsson.

Dæmigerð blokk í Ásenda. Mynd: Úlfar Hermannsson.

góðar upplýsingar um málið fór greinaritari á skrifstofu Keilis í húsi 506, Eldey, en það var áður húsnæði Verkfræðideildar hersins og margra verkstæða á Vallarheiði (Public work) en hefur nú verið breytt verulega. Þar náði ég tali af Hjálmari Árnasyni, en hann hefur starfað við verkefnið frá upphafi. Aðspurður um hvering þetta hafi allt byrjað segir Hjálmar að hugmyndin að þessu sé ekki ný af nálinni. Hann segir að allt frá þeim tíma er Ólafur Ragnar Gríms son, núverandi forseti Íslands, var þingmaður Alþýðubandalagsins og herstöðvarandstæðingur hafi hann, á sínum tíma, komið fram með hugmynd að því að herinn ætti að fara og breyta ætti húsnæðinu í háskólaþorp. Svo liðu árin og herinn fór, mjög skyndilega, og íslenska þjóðin eignaðist svæðið aftur. Þá var stofnað þróunarfélagið Kadego, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem Hjálmar sagði að væri mjög gott og að væri ekki fjárfestingarfélag eða fasteignafélag. Hann sagði það sína skoðun að þetta hafi verið mikið gæfuspor. Þetta félag var sett með lögum frá Alþingi og tilgangurinn var að búa til þekkingaþorp og þróa starfsemi í kringum það og búa til skóla. Margar menntastofnanir

komu að málinu m.a. Háskóli Íslands og fleiri. Þetta hús sem við erum staddir í, hús nr. 506, hlaut nafnið Eldey. Á fyrstu hæð hússins eru skólastofur sem hýsa hinar ýmsu námsbrautir en á efri hæðinni leigja sprotafyrirtæki. Þetta væru fyrirtæki sem eru í þróun og hefðu námslega tengingu við Keili. Einnig sagði hann að á döfinni væri stofnun gagnavers og væri þegar búið að finna því húsnæði. Stofnsetja ætti kvikmyndaver á vegum Atlantic-studios og hefði því verið fundið húsnæði í fyrsta flugskýli varnarstöðvarinnar (Motor pool) og yrði það alþjóðlegt kvikmyndaver. Þar gætu framleiðendur, með hugmyndir um kvikmyndagerð á Íslandi, komið og tekið kvikmyndaverið á leigu. Allar þessar tengingar sköpuðu mörg störf fyrir svæðið auk tenginga við skólann. Hjálmar sagði að Keilir hafði verið stofnaður formlega 4. maí 2007. Á fyrsta árinu voru aðeins um 100 nemendur við skólann. Keilir hafi haft til umráða um 2000 íbúðir og á sama tíma voru langir biðlistar eftir íbúðum fyrir fólk í öðrum framhaldsskólum. Þessu fólki voru boðnar íbúðirnar til leigu, bæði stærri og betur búnar en aðrar íbúðir, á lægra leiguverði og fríar rútuferðir til Reykjavíkur innifaldar í leigunni. Þess vegna gerðist það á síðasta ári, eða 18. ágúst, að inn á vallarsvæðið fluttu á milli 500 og 700 manns og það bara á einni helgi. Fram að þeim tíma hafði vallarsvæðið verið draugabær eða allt frá því herinn fór. Núna búa á svæðinu hátt í tvö þúsund manns. Tveir leikskólar eru starfandi á svæðinu og grunnskóli. Veitingastaðurinn Langbest hefur opnar útibú í húsnæði sem áður hýsti matsölustaðinn Wendys og síðar Taco Bell og er nóg að gera. Samkaup Strax er með verslun í sama húsi en þar var áður ameríska verslunin Mini Mart. Til að setja íbúafjöldann í samhengi við þekkta staði þá er hann nær jafn og á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal til samans. Hjálmar sagði að fyrirtækið Base hafði keypt flest allar skemmur íslensku verktakafyrirtækjanna og leigt

Eldey. Áður aðstaða verkfræðideildar hersins. Nú skóli og skrifstofur Keilis. Mynd: Úlfar Hermannsson. 40 - VERKSTJÓRINN


þær til alls konar starfsemi. Að Keili standa fyrirtæki eins og Háskóli Íslands, Sparisjóður Keflavíkur, Samkaup, Glitnir, verkalýðsfélögin, Bláa Lónið, Iceland Air og Heilsustofnunin í Hveragerði. Keilir er fyrst og fremt stofnað fyrir fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskóla en vill halda áfram. Þarna er komið til móts við fólkið og því hjálpað. Hann sagði að stór hluti af starfi starfsmanna Keilis væri og hefði verið að koma fram með hugmyndir. T.d. hefði verið ákveðið að vera ekki með lagadeild eða viðskiptadeild, þau fög væru kennd annars staðar. Núna væri á borðinu að opna t.d. Orkuskóla þar sem hægt væri að útskrifa Orkutæknifræðinga, sá skóli hefði átt að hefja störf á næstu haustönn en færi líklega af stað nú í janúar. Þessu máli væri flýtt vegna ástandsins í landinu. Einnig væri í farvatninu Heilsu- og uppeldisskóli. Keilir hafi yfirtekið íþróttaakademíuna og þar væru t.d. um tuttugu leikskólaliðar en stór hluti þeirra væri ófaglært starfsfólk leikskóla af svæðinu. Einnig eru um sextíu manns í einkaþjálfaranámi auk íþróttakennaranema. Einn skólinn er skóli skapandi greina, það er háskólanám fyrir frumkvöðla. Þar er verið að undirbúa nám eins og viðskiptalistir og í einum skóli enn er samgönguog öryggisskólinn, en þar er flugakademían, flugfreyjuskóli, einkaflugmannaskóli og flugvirkjaskóli en hann er ekki kominn enn. Öryggisakademían á að koma í stað annarra minni skóla sem þó eiga það allir sameiginlegt að standa að kennslu í öryggismálum. Inn í þessu má telja, Lögregluskólann, Fangavarðaskólann, skóla fyrir slökkviliðs-og sjúkraflutningmenn, öryggisverði og tollverði. Stefnt er að því að koma öllum þessum skólum undir einn hatt þar sem þeir ættu margt sameiginlegt og eins verður hægt að útskrifa þaðan fólk af háskólastigi. Flugumferðastjórn Keflavíkurflugvallar reið á vaðið og nú eru í gangi flugverndarnámskeið fyrir þá sem þurfa aðgangspassa að flugsvæðinu. Grunnnám í

Ein af eldri blokkunum. Nýuppgerð. Mynd: Úlfar Hermannsson.

flugumferðastjórn hefst nú í janúar. Hjálmar sagði að Keilir væri í mjög nánu samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fólk sem fer t.d. í flugfreyjunám hefur þá tekið greinar sem gefa rétt til stúdentsprófs. Hjálmar bætti því við að þarna væri verið að tengja saman atvinnulífið og nám. Hann sagði að lokum að framtíðarsýnin væri að fá erlenda nemendur hingað því hér væri ýmislegt hagstæðara, allavega núna, t.d. húsaleiga. Hann sagði að þetta væri raunar byrjað því símtöl erlendis frá væru farinn að berast. Greinarhöfundur ók víða um svæðið til myndatöku og hvarvetna sást fólk á ferli og við störf en fyrir um einu og hálfu ári mátti fara um svæðið án þess að verða var við nokkurn mann. Greinilegt er þó að með því að gamla varnarsvæðið hefur aftur verið gert að íbúabyggð hefur mannlíf á Suðurnesjum lagast til hins betra og er gott til umhugsunar að á þessu svæði skuli vera hægt að læra næstum hvað sem er sem ekki er kennt í öðrum framhaldsskólum. Úlfar Hermannsson, formaður Vf. Suðurnesja og ritari VSSÍ.

 Mennt er máttur. Mennt er betri en mikið fé. Menntun er löng, en mannsævin stutt. Hjálmar Árnason, forstöðumaður fagskóla. Mynd: Úlfar Hermannsson.

 VERKSTJÓRINN - 41


Sjúkrasjóður VSSÍ Ólafsfjörður. Mynd: Jörundur Traustason.

Sjúkrasjóðurinn hefur verið félagsmönnum okkar til halds og trausts þegar á reynir. Við höfum verið stolt af honum. Það er eðlilegt að félagsmenn hugsi nú til þess hvernig honum hafi reitt af í þessari ótíð, sem varð við bankahrunið. Megnið af hlutabréfaeign sjóðsins var í bönkum og fjármálastofnunum. (það var þó auðvitað minnihluti heildareignanna). Hvernig er þá ástandið núna? Því er til að svara að um miðjan september leist framkvæmdastjóranum ekkert orðið á blikuna og eftir hrun á einum stærsta fjárfestingabanka heimsins var fengin heimild hjá sjúkrsjóðsstjórn og þá voru öll hlutabréfin í fjármálafyritækunum seld. Fyrir þau voru keypt nær

eingöngu ríkisskuldabréf, eða eins og fékkst. Afgangurinn var geymdur á góðum bankabókum. Eignir sjóðsins eru nokkuð dreifðar og þó að stærstur hlutinn sé í ríkistryggðum pappírum þá var eignum einnig dreift að aðra skuldara, sem taldir voru mjög öruggir. Sjóðurinn hefur því rýrnað nokkuð og það er reyndar ekki alveg fullreynt hvort að það verði ekki eitthvað meira. Það má því í heildina segja að eins og málin líta út núna virðist sem að við höfum sloppið nokkuð betur en flestir aðrir sjóðir. Þó að við séum hreint ekki tjónlaus með öllu.

Kristín Sæunnar- & Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri Verkstjórasambands Íslands

Afslættir til félagsmanna Við minnum á afslætti þá sem bjóðast félagsmönnum. Sent var bréf til allra félagsmanna þar sem þetta var tíundað (Varðveitið bréfið). Afslættir: Eldsneyti, ásamt vörum fyrir bifreiðina ofl. hjá N1. Byggingavörur, ýmiskonar heimilisbúnaður ofl: Húsasmiðjan gefur félagsmönnum okkar 12% afslátt af öllum vörum ef að verslað er út á staðgreiðslureikning Verkstjórasambands Íslands. (Við fáum hugsanlega hærri afslátt eftir 6 mán. ef mikið er verslað. ) Tilgreina þarf kennitölu Verkstjórasambandsins sem er: 680269 – 7699.

42 - VERKSTJÓRINN

Ath. Að nú býður BYKO 13% afslátt ef verslað er á sama hátt og hjá Húsasmiðjunni (Gildir ekki um tilboðsvörur) Afsláttar hjá BYKO var ekki getið í bréfinu. Gisting ofl: Grand Hótel Reykjavík gefur mjög góðan afslátt af gistingu og veitingum. Sömu leiðis færst afsláttur hjá Hótel Reykjavík Centrum og Fosshótelum. Hótel Keflavík gefur góðan afslátt. Hótel Smári í Kópavogi gefur 10% afslátt. Kristín Sæunnar- & Sigurðardóttir. Framkvæmdastjóri Verkstjórasambands Íslands.


Hvíldartími verkstjóra Þann 12. júní 2008 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem leitað var réttar fyrir hönd stjórnanda, sem hafði um langt árabil unnið ólöglega-langan vinnudag. Hann var á föstum launum með innifalda ótilgreindar yfirvinnustundir. Það var þó ekki fyrr en við starfslok hjá fyrirtækinu sem að hann leitaði fast eftir því að fá þennan vantekna hvíldartíma uppgerðan. Í fyrstu var því ekki illa tekið af hálfu fyrirtækisins að þetta yrði gert upp. Síðan hafnaði fyrirtækið þessu alveg og kannaðist þá enginn við að hafa tekið vel í þetta. Ekki var deilt um að fyrirtækið greiddi lengri tíma í uppsagnafresti en samningar segja til um og það án vinnuframlags. Stjórnandinn sagði það augljóst að hann hafi ekki getað gengt starfi sínu nema með þessu mikla vinnuframlagi. Niðurstaða dómsins var sú að þar sem stjórnandinn verkstjórinn hafi verið yfirmaður og stjórnað mannskap hafi hann ráðið vinnutíma sínum sjálfur. Hann hafi því haft frelsi til að skipuleggja vinnu þannig að vinnuskyldu væri fullnægt án þess að brjóta hvíldartíma ákvæði. Dómurinn hafnaði kröfu stjórnandans og sagði að hann hafi haft þann sveigjanleika að ráða tíma sínum sjálfur og því ætti ákvæði um lágmarkshvíld að öðru jöfnu ekki við um hann. Dómurinn bendir á að hvað

þennan lið varði þá gangi kjarasamningur Verkstjóra lengra en lögin, þannig að verkstjórar ( Félagsmenn VSSÍ ) eiga almennt rétt á hvíldartímanum þó aðrir stjórnendur geri það ekki. Dómurinn segir jafnframt að þar sem stjórnandinn vann sem yfirmaður í 5 ár og bar ábyrgð á tímaskriftum og skipulagði vinnutíma ætti honum að vera ljósar reglur um lágmarkshvíld og hvað það þýddi ef þær væru ekki virtar. Ótekinn hvíldartími ætti að vera skráður og koma fram á launaseðli en hann hafi ekki séð til þess. Menn eigi ekki að mæta til vinnu og brjóta þannig hvíldartímaákvæði nema að þeir hafi sérstaklega verið beðnir um það og það í hverju tilviki fyrir sig. Það er skilyrði fyrir töku eða greiðslu hvíldartíma að hvíldartíma ákvæðið hafi verið brotið að kröfu vinnuveitanda og að starfsmaðurinn hafi verið beðinn sérstaklega um að mæta til vinnu áður en lögbundnum hvíldartíma væri lokið. Þar sem stjórnandanum tókst ekki að sýna fram á neinar slíkar óskir af hálfu vinnuveitandans var kröfum hans um greiðslu á óteknum hvíldartímum hafnað. Þó var ákveðið að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu. Af heimasíðu VSSÍ. VERKSTJÓRINN - 43


Atvinnumissir Viðbrögð og ráð

Mynd: Úlfar Hermannsson.

Nú er efnahagslægð í heiminum, sem veldur meiri þrengingum á Íslandi en á öðrum stöðum. Búið er að segja upp fjölda fólks og sennilega á eftir að bætast í hópinn innan tíðar. Við stjórnendur á vinnumarkaðnum förum ekki varhluta af því frekar en aðrir og margir félagsmenn okkar eru að missa vinnuna. Hvernig er hægt að bregðast við? Það reynist mörgum mjög þungt í skauti að missa vinnuna jafnvel þó menn séu með fjárhag sinn í lagi og geti lifað af atvinnuleysisbótum um tíma. Fjárhagslegt öryggi er þó ekki aðalatriðið heldur áfallið við atvinnumissi. Eftir því sem starfaldurinn er lengri er áfallið tilfinningalegra. Þeir yngri eru í annarri stöðu að því leyti að þar eru skuldbindingar meiri og mjög erfitt að framfleyta sér með lán, sem fylgir ungu fólki eðlilega. Ég vil hvetja alla þá sem lenda í uppsögn að leita stuðnings hjá þeim, sem standa þeim næst og hina sem vinnu hafa að huga að þeim sem eru án vinnu. Móralskur stuðningur er ómetanlegur. Umræða um stöðuna getur hugsanlega skerpt hugmynd til atvinnusköpunar, sem sveimað hefur í undirvitund viðkomandi. Sé svo þá er gott að eiga góða vini og félaga til að laða 44 - VERKSTJÓRINN

hugmyndina betur fram og koma henni í framkvæmd. Að missa vinnu getur verið upphaf að einhverju nýju, sem ekki hefur verið á dagskrá eða komist í framkvæmd vegna anna. Þegar svona ástand skapast er ekkert mikilvægara en kærleikur og umhyggja fyrir þeim er í lenda. Það þarf að hjálpa hvort öðru til að komast yfir þetta tímabil, sem getur verið mislangt eftir stéttum og atvinnugreinum. Ég vil brýna fyrir stjórnendum, sem missa vinnuna, að taka þá vinnu sem býðst þó hún sé ekki tengd stjórnun eða því sem áður var starfað við. Það getur og mun kosta lægri laun en laun eru ekki aðalatriðið þegar annað er ekki að hafa því geðheilsa okkar getur verið í húfi en ekkert er verðmætara en heilsan. Við komum til með að stíga uppúr þessari lægð áður en við vitum af. Tíminn er fljótur að líða ef maður hefur nóg fyrir stafni en ef maður er atvinnulaus og hefur ekkert fyrir stafni er tíminn lengi að líða. Þá er að koma sér í sjálfboðavinnu eða tómstundastörf til að stytta sér stundir. Einhverjir geta til dæmis passað barnabörnin svo unga fólkið geti unnið meira ef það hefur vinnu. Fyrir alla muni setjist ekki inn og bíðið eftir að eitthvað gerist. Verið virk í þjóðfélaginu. Jón Ólafur Vilhjálmsson gjaldkeri VSSÍ


Endurhæfingarsjóður

Hraunsvatn í Öxnadal. Mynd: Jörundur Traustason.

Stofnsettur hefur verið sjóður af Alþýðusambandi Íslands og Samtök atvinnulífsins, sem hlotið hefur nafnið Endurhæfingarsjóður. Stofnframlag hvers um sig var kr. 500.000,- eða samtals kr. 1.000.000,-. Tekjur sjóðsins eru 0,13% framlag atvinnurekenda af heildarlaunum starfsmanna sinna. Ríkissjóður mun leggja fram sömu fjárhæð og atvinnurekendur frá og með 1. janúar 2009 og lífeyrissjóðir munu greiða 0,13% af sama iðgjaldastofni og atvinnurekendur frá og með 1. janúar 2010. Nú hafa öll stéttarfélög og aðrir viðsemjendur s.s. ríkið gerst aðilar að þessum sjóði þannig að allir hafa þar jafnan aðgang. Hlutverk sjóðsins og markmið eru að draga úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna örorku með því að efla endurhæfingu og ráðgjöf til þeirra sem veikjast eða slasast það mikið að vinnugeta skerðist. Endurhæfingarsjóðurinn er hugsaður sem viðbót við

það sem hin almenna heilbrigðisþjónustu í landinu veitir. Sjóðurinn stefnir einnig að því að hafa áhrif á viðhorf samfélagsins til skjólstæðinga sinni og stuðla þannig að aukinni virkni þeirra. Horft skal til þess sem einstaklingurinn getur en ekki þess, sem honum er um megn. Endurhæfingarsjóðurinn mun greiða og hafa umsjón með störfum ráðgjafa, sem aðstoða einstaklinga sem þarfnast aðstoðar. Sérstök áhersla verður lögð á að grípa snemma inn í atburðarrásina með sértækum úrræðum til endurhæfingar. Á vefnum www.virk.is má nálgast allar upplýsingar um sjóðinn og eru verkstjórar hvattir til þess. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og betra er að vita en vita ekki sé aðstoðar þörf. ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 45


Ísafjörður Útgerðarsaga

Vélbátar Ísfirðinga fastir inni á Pollinum frostaveturinn 1918. Ljósmyndasafnið Ísafirði.

Vélbátabyltingin 1902 - Stanley, fyrsti vélbáturinn Fyrsti vélbátur í eigu Íslendinga sem gekk til fiskveiða var vélbáturinn Stanley frá Ísafirði. Eigendur Stanleys voru Sophus J. Nielsen verslunarstjóri Tangsverslunar á Ísafirði og Árni Gíslason formaður. Bróðir Sophusar var verkstjóri hjá Möllerup mótorsmiðjunum í Esbjerg í Danmörku og þaðan fengu þeir vélina, en Árni átti sexæringinn Stanley, sem vélin var sett í. Það var hinn 25. nóvember 1902 sem fyrsti reynslutúrinn var farinn frá Pollinum á Skutulsfirði, út Sundin og alla leið út í Hnífsdal. Ferðin gekk að óskum, Stanley var 40 mínútur frá Hnífsdal og til baka til Ísafjarðar; báturinn gekk álíka og sex menn róa. Stanley reri á vorvertíð frá Bolungarvík 1903, og reyndist svo vel, að ekki liðu nema örfá ár þar til allir útvegsmenn í Víkinni höfðu pantað sér mótor. Hlutaskipti á vélbátunum voru oftast þannig að skipt var í fimm staði á minni bátum, þegar þrír voru í áhöfn. Hásetarnir fengu þá sinn hlutinn hvor, en útgerðin og formaðurinn, sem oft voru sami aðilinn, fengu þrjá hluti. Þegar fimm voru í áhöfn, var skipt í níu staði og fékk vélin þá einn hlut, útgerðin tvo, skipstjórinn tvo og hásetarnir sinn hlutinn hver. Kauptrygging komst ekki á fyrr en löngu síðar. Vélvæðing bátaflotans gekk óðfluga. Mótorarnir gátu sótt lengra, aflinn jókst og afköstin með. Bátunum 46 - VERKSTJÓRINN

fjölgaði hratt og byggðirnar döfnuðu með aukinni atvinnu, fjármagni og umsvifum. Á Ísafirði voru gerðir út 40 minni bátar árið 1906. Hnífsdælingar létu ekki sinn hlut eftir liggja. Árið 1915 voru tuttugu vélbát ar gerðir þaðan út. Íbúum Ísafjarðarkaupstaðar fjölgaði úr rúmlega einu þúsundi í tæplega tvö þúsund frá 1901-1910. Svipuð þróMöllerupvél frá Esbjerg í un varð í Hnífsdal, BolDanmörku, 2ja hestafla, eins ungarvík, Súðavík og í og sú sem sett var niður í þorpunum í vestursýsl- Stanley haustið 1902 á Ísafirði. Ljósmyndasafnið unni, Suður eyri, FlatÍsafirði/BSV. eyri og Þingeyri. Með vélvæðingunni urðu til nýjar stéttir: Vélsmiðir og mótoristar. Vélsmiðjur þurfti til að sinna viðhaldi og viðgerðum og þegar bátarnir stækkuðu kallaði það á vélstjóra. Fyrsta vélsmiðjan á Ísafirði var stofnuð af J.H.Jessen. Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri var fræg og eftirsótt langt út fyrir landssteinana.


„Vagga hinnar hörðu sjósóknar.“ - Útilegubátarnir 1914 – 1927 Með árunum fóru vélarnar og bátarnir stækkandi. Við tók tímabil sem kallað hefur verið útilegutíminn. Þilfarsbátar fóru á línuveiðar á útilegu. Fyrsti útilegubáturinn var Hulda, 13 tonna smíðaður 1906 í Svíþjóð með 16 hestafla Alpha vél, skipstjóri Karl Löve. Fljótlega komu enn stærri bátar 25-35 tonn og flotinn stækkaði. Karl Löve eignaðist Gylfa, Karvel Jónsson Sæfara og Karl Olgeirsson Freyju og Jóhann Þorsteinsson Heklu. Ísfirski útileguflotinn taldi mest um tuttugu báta á tímabilinu 1914 – 1927. Margir skipstjóranna urðu landsþekktir aflamenn og sóknin var hörð. Í dimmasta skammdeginu sóttu línubátarnir út á hafið, „út undir Hala, suður undir Jökul og suður í Faxaflóa og Miðnessjó lágu margir þeirra úti,“ segir Ásgeir Jakobsson. Aflinn var saltaður um borð og stundum lögðu menn þá upp í Sandgerði. Öll vinna við lóðirnar, uppstokkun og beitning, var unnin úti á sjó, í misjöfnu veðri, fyrir opnu dekki. Og ekki var þægindunum fyrir að fara í lúkarnum, þar voru átta kojur og varla pláss fyrir kokkinn til að athafna sig. Á sumrin fóru bátarnir á síld og þá var fjölgað í áhöfninni, svo tvímenna varð í kojur.

voru 109 hásetar, matsveinar og vélstjórar á vélbátum. Fyrsti formaður var Eiríkur Einarsson. Sjómannafélagið náði samningum við útgerðarmenn á Ísafirði á fyrsta starfsári sínu 1916. Var það í fyrst sinn sem atvinnurekendur viðurkenndu samningsrétt verkalýðsfélags í bænum. Næstu ár versnuðu hinsvegar aðstæður útgerðarinnar og erfitt reyndist að koma á samningum. Fyrsta verkfall félagsins vorið 1920 breytti þar engu um. Sjómannafélag Ísfirðinga náði fram ýmsum baráttumálum sjómanna eftir að Samvinnufélag Ísfirðinga var stofnað, svo sem kauptryggingu árið 1936. Sjómannafélagið var meðal stofnfélaga Alþýðusambands Vestfjarða árið 1927. Það átti verulegan þátt í því að koma á heildarsamningum um kjör sjómanna á Vestfjörðum árið 1952. Voru þeir samningar í ýmsu betri en aðrir samningar sjómanna á landinu. Stutt síldarævintýri átti sér stað við Ísafjarðardjúp 1916-1920. Silfur hafsins gekk úti fyrir Djúpinu og varð mörgum að gulli. Síldin var söltuð á plönum á Torfnesi, Stakkanesi og við Grænagarð. En síldin er brigðul, „síldarkrakkið“ 1919 varð útgerðinni skellur og síldin færði sig norður með landi. Bátarnir eltu síldina norður á Húnaflóa og Siglufjörð á sumrin og síldarstúlkurnar fylgdu með.

Birnirnir sjö, bátar Samvinnufélags Ísfirðinga. Ljósmyndasafnið Ísafirði/M. Simson. Ísbjörninn, einn af bátum Samvinnufélags Ísfirðinga, smíðaður í Noregi 1928. Ljósmyndasafnið Ísafirði/M. Simson.

Sjómennirnir á vélbátunum höfðu alist upp á árabátum og skútum. Þeir kölluðu ekki allt ömmu sína. Vökur og vinnuharka var ekkert nýtt fyrir þá. Með vélbátunum fjölgaði í stétt sjálfstæðra sjómanna sem bjuggu í bæjum og þorpum og tileinkuðu sér nýja siði og nýjar hugmyndir um réttindi vinnandi fólks. Sjómannafélag Ísfirðinga var stofnað 5. febrúar árið 1916. Stofnfélagar

„Birnirnir“ og Samvinnufélag Ísfirðinga Á Þorláksmessu árið 1928 kom Sæbjörn, fyrsti bátur Samvinnufélags Ísfirðinga, til heimahafnar á Ísafirði. Næstu daga bættust Ísbjörn, Ásbjörn, Vébjörn og Valbjörn í hópinn. „Birnirnir“ voru smíðaðir í Noregi en vélarnar voru sænskar 90 hestafla af Ellwe-gerð. Haustið eftir bættust enn tveir Birnir við, Auðbjörn og Gunnbjörn, smíðaðir í Svíþjóð. Bátar Samvinnufélagsins, sjö VERKSTJÓRINN - 47


talsins, voru glæsileg skip, 40 – 50 brúttótonn, og gengu til línuveiða á veturna og haustin en fóru á síld fyrir Norðurlandi á sumrin. Samvinnufélag Ísfirðinga varð langstærsta útgerðarfélag á Ísafirði um tuttugu ára skeið. Auk útgerðarinnar rak það saltfiskverkun á Ísafirði og síldarsöltunarstöð á Siglufirði. Ísfirðingabragginn, eða Róaldsbraggi, er nú aðsetur Síldarminjasafnsins á Sigló. Upphaf Samvinnufélagsins má rekja til þess að í janúar 1927 voru 11 vélbátar frá Ísafirði og Hnífsdal auglýstir til sölu af Íslandsbanka. Aðrir voru seldir burt áður en bankinn tók þá til sín. Á tveim árum 1926-28 fækkaði stærri vélbátum á Ísafirði úr 18 í 8 og afli sem kom á land minnkaði um helming. Greiðsluerfiðleikar og sölutregða á saltfiski í kjölfar gengishækkunar krónunnar 1925 gerði útaf við margan útgerðarmanninn. Stofnun Samvinnufélags Ísfirðinga var svar bæjarbúa við þessari þróun. Undir forystu bæjarstjórnar og með liðsinni verkalýðsfélaganna, Baldurs og Sjómannafélagsins, einstaklinga og ríkisvaldsins tókst að koma fótunum aftur undir blómlega útgerð á Ísafirði. Samvinnufélagið var fyrsta útgerðarsamvinnufélag á Íslandi, „Birnirnir“ voru stolt Ísfirðinga og vöktu athygli um land allt. Kreppan 1930 lagðist einsog mara yfir allt þjóðlífið. Saltfiskurinn féll í verði og erfitt var að finna kaupendur. Útgerðin varð fyrir miklum skakkaföllum. Margir komust í þrot, en aðrir þraukuðu og náðu að rétta sig eitthvað við með aðstoð Skuldaskilasjóðs vélbátaeigenda, sem stofnaður var árið 1935. Síldveiðin á sumrin var eina ljósglætan, því hún skilaði oftast góðum arði. Upp úr sjómannadegi hvert ár, sigldi ísfirski flotinn út höfn og stefndi í síldina á Siglufirði. Sjómennirnir veifuðu í kveðjuskyni og bátarnir þeyttu þokulúðrana. Bátadekkin voru þakin fólki, því það voru ekki aðeins

sjómennirnir sem fóru á síld. Konurnar fóru líka til að vinna á söltunarplönunum, en börnin voru send í sveit. Bærinn varð eftir hálftómur. Vonir um uppgrip í síldinni fylgdi hópnum, jafnvel um „ástir og ævintýr“. Stundum rættust þær um sumarið, stundum ekki.

Hugarnir, Dísirnar og Stjörnurnar - bátaútgerðin 1930 – 1945 Bátaútgerðin á Ísafirði dafnaði þrátt fyrir kreppu og erfiðleika á fjórða áratugnum. Ný útgerðarfyrirtæki voru stofnuð og margir bátanna voru smíðaðir í bænum, hjá skipasmiðunum Bárði G. Tómassyni og Marzellíusi Bernharðssyni.

Hugarnir í skverun. Huginn I-III voru smíðaðir í Danmörku árið 1934, 60 tonn að stærð. Ljósmyndasafnið Ísafirði/M. Simson.

Hugarnir þrír voru smíðaðir í Danmörku og komu til bæjarins árið 1934. Þeir voru 60 lestir að stærð og því heldur stærri en Samvinnufélagsbátarnir. Björgvin

Vélbátafloti Ísfirðinga tók á móti Friðrik 8. konungi þegar hann heimsótti bæinn árið 1907. Ljósmyndasafnið Ísafirði/Björn Pálsson.

48 - VERKSTJÓRINN


Dísirnar í smíðum árið 1938. Ljósmyndasafnið Ísafirði / Haraldur Ólafsson.

Bjarnason var framkvæmdastjóri félagsins sem bar sama nafn og bátarnir. Hugarnir reru með línu, stunduðu síldveiðar á sumrin, en reyndust líka vel á togveiðum. Dísirnar voru Sædís, Ásdís, Hjördís, Bryndís og Valdís. Kaupfélag Ísfirðinga var aðaleigandi hlutafélagsins Njörður hf. sem lét byggja fimm litla vélabáta, 15 rúmlesta, á árunum 1938 – 1939. Bátarnir voru teiknaðir og smíðaðir af Bárði G. Tómassyni í dráttarbraut hans á Torfnesi. Síðar bættist Jódís í hópinn.

Bátarnir voru á dagróðrum á línu, fimm menn á sjó en fjórir í landi við beitningu. Á sumrin fóru þeir á reknet á síld. Dísirnar reyndust afburðavel og margar reyndu sig síðar við rækjumiðin í Djúpinu. Það voru Dísirnar sem Guðmundur G. Hagalín rómaði, þegar hann sagðist heldur vilja heyra vélarnar suða út Sundin, „dugguduggu-duggu-dugg“, heldur en öskrandi, reykspúandi gufutogara, með allri þeirri áhættu sem þeirri útgerð fylgdi.

VERKSTJÓRINN - 49


Pólstjarnan var smíðuð í skipasmíðastöð Bárðar G. Tómassonar árið 1938. Dagstjarnan og Morgunstjarnan voru smíðaðar af Marzellíusi Bernharðssyni á Ísafirði sama ár. Myndin er úr Ísafjarðarhöfn um 1940. Ljósmyndasafnið Ísafirði/M. Simson.

Pólstjarnan, Dagstjarnan og Morgunstjarnan voru gerðar út af hlutafélaginu Muninn. Bárður G. Tómasson smíðaði Pólstjörnuna árið 1938 og sama ár var samið við Marzellíus Bernharðsson um smíði Dagstjörnunnar og Morgunstjörnunnar, sem voru 18 tonn að stærð. Stjörnurnar stunduðu dagróðra með línu, en gátu líka farið á síld. Richard – stærsta eikarskip sem smíðað var á Ísafirði, 90 rúmlestir, var smíðað í skipasmíðastöð Marzellíusar Bernharðssonar árið 1939-1940 fyrir Björgvin Bjarnason útgerðarmann. Richard hentaði vel til síldveiða og á stríðsárunum sigldi hann með afla sinn og minni bátanna til Englands. Sama gerði Grótta, 230 tonna færeysk skúta, sem breytt var hér heima í vélskip, og setti svip sinn á flotann. Margir útgerðarmenn fóru illa út úr verðfalli á saltfiski í upphafi kreppunnar og urðu gjaldþrota. Öðrum tókst að þrauka og gott síldarsumar fleytti útgerðinni oft í gegnum erfið ár. Skuldaskil vélbátanna bjargaði sumum, líkt og Samvinnufélaginu. Og svo kom „blessað stríðið“. Fiskverð steig hratt og allt seldist. Bretar borguðu best fyrir ísaðan fisk beint á markað og allar fleytur sem gátu komist yfir hafið sigldu í upphafi stríðsins. Með ótakmörkuðu kafbátastríði jókst hættan við siglingar og minni bátarnir lönduðu þá aflanum í fisktökuskip sem sigldu yfir hafið til Bretlands.Hagur útgerðarinnar stóð með blóma á stríðsárunum. Almenningur bætti líka sinn hag, atvinna var næg fyrir vinnufúsar hendur. Lífskjarabylting íslensku þjóðarinnar hófst með stríðinu. Lýðveldið Ísland var stofnað árið 1944 á bjartsýnisárum, þrátt fyrir skugga heimsstyrjaldar. Sigurður Pétursson, sagnfræðingur Ísafirði 50 - VERKSTJÓRINN

Fyrsti vélbátur Skipasmíðastöðvar KEA hét Sæfari TH-209. Báturinn var fimm tonna súðbyrðingur með stýrishúsi og lúkarskappa. Hann var smíðaður 1941 fyrir hlutafélagið Kaldbak hf. Mógili Svalbarðsströnd. Tilgangur félagsins var rekstur minkabús að Mógili og var Sæfari hugsaður til fóðuröflunar fyrir minkana. Útgerðin gekk ekki sem skyldi, meðal annars vegna tíðra vélabilanna, og varð fremur stutt í þessari útgerðarsögu. Eftir sölu Sæfara var fóður til búsins flutt með Willisjeppa frá Dalvík til Svalbarðsstrandar. Áður en fyrsta eignarhald á bátnum var úti átti það fyrir þessum fyrsti vélbáti stöðvarinnar að liggja að lenda í árekstri við flugvél og er ekki vitað um annan hliðstæðan atburð hér við land. Í bókinni „Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði“ eftir Jón Hjaltason, sagnfræðing er frá því sagt að flugmenn norsku flugsveitarinnar, sem dvaldi á Akureyri fyrstu stríðsárin, stunduðu gjarnan þá iðju að hræða fólk og búfénað með lágflugi yfir byggð ból og beitarhaga. Orðrétt segir í nefndri bók: „Það var að morgni, seint í nóvember 1941, að trillubátur frá Svalbarðsströnd, Sæfari TH-209, lagði af stað yfir fjörðinn að íshúsbryggjunni á Oddeyrartanga. Veður var kyrrt og bjart orðið af degi. Þegar báturinn nálgaðist vesturlandið sáu bátsverjar hvar flugvéla kom æðandi eftir sjónum í átt til þeirra. Báturinn var settur á fulla ferð til að afstýra árekstri en dugði ekki til. Gátu þeir, sem í trillunni voru, ekki betur séð en að flugvélin sveigði í sömu átt og báturinn. Rétt í þann mund er árekstur virtist óhjákvæmilegur lyfti Northrop-vélin sér frá sjónum, flaug beint yfir bátinn og braut bæði möstur hans. Lenti spýtnabrak í baki eins bátsverja en sem betur fór hlaut sá óveruleg meiðsl af. Flugvélin settist aftur og fylgdi í humátt á eftir trillunni upp undir íshúsbryggjuna.“ Þarna skyldi hársbreidd á milli feigs og ófeigs og að á botninn færi fyrsti vélbátur Skipasmíðastöðvar KEA. Við nánari skoðun á þessum makalausa árekstri hefur fundist mynd af slysinu. Myndin er tekin á móti sólu til suðurs frá bifreiðaverkstæði BSA, nú skemmtistaðnum „Oddvitinn“ af Gísla Ólafssyni, seinna yfirlögregluþjóni á Akureyri. Þó að myndin sé fremur óskír má á henni sjá bát og nokkrir bograndi menn yfir flaki flugvélarinnar, sem þó er illt að greina. Sæfari sést aftur á móti nokkuð vel einhverjum tugum metra vestar á pollinum. Um ferðir Sæfara TH-209 þennan morgun er það að


Árekstur flugvélar og vélbáts

Mynd: Gísli Ólafsson.

segja að báturinn var á siglingu um Akureyrarpoll vegna flutnings á fiski frá Svalbarðseyri til Akureyrar. Um borð í trillunni voru þrír menn. Karl Aðalsteinsson, móðurbróðir hans Árni Ólafsson en um nafn þriðja mannsins er ekki vitað. Hvort flugmenn vélarinnar hafi ætlað sér að hrekkja bátsverja með lágflugi yfir bátinn skal ósagt látið en telja verður slíka fíflsku fremur ósennilega. Haft er eftir Karli, sem horfði á flugvélina koma æðandi að bátnum, að svo hafi verið að sjá sem vélina skorta afl til að hækka sig svo lengi sem hún flaug í sömu hæð eftir að hún sleppti sjónum. Þó að olíugjöf trillunnar væri rekin í botn til að forðast árekstur þá dugði það ekki til því flugvélin æddi yfir bátinn og klippti af honum bæði möstrin. Við þessa mótstöðu í flugtaki steyptist flugvélin á nefið í sjóinn og hvolfdi. Spýtnabrak úr möstrunum lentu á Karli og slösuðu hann. Í landi varð uppi fótur og fit og mikill fjöldi norskra hermanna flykktist niður í fjöru til aðstoðar. Hraðbátur, sem setuliðið var með til að þjónusta Northropvélarnar, fór strax á vettvang til að huga að þeim sem í árekstrinum lentu. Eftir því sem best er vitað slapp áhöfn flugvélar-

innar nokkuð vel frá veltunni og er eftir myndatökumanni haft að þeir hafi staðið á flakinu þá hraðbátur hersins náði til vélarinnar. Karl var fluttur með hraði á sjúkrahús af norska hernum og reyndust nokkur rif í honum hafa hrokkið í sundur. Er um hægðist var flugvélina dregin að landi og átti hún ekki eftir að kljúfa loftin blá. Mastursbútarnir úr Sæfara enduðu sem girðingastaurar í Mógili en vængbútur og flotholt vélarinnar urðu leiktæki guttanna á Eyrinn það sem eftir lifði stríðsáranna. Um Sæfara TH-209 er það að segja að hann var seldur Arnþóri Guðmundssyni, Flatey á Skjálfandaflóa árið 1942 eða 1943. Arnþór gerði bátinn út frá Flatey til ársins 1946 en seldi hann þá Héðni Maríussyni á Húsavík, sem gerði hann út til ársins 1949 eða 1950. Skapadægri sínu mætti báturinn þegar verið var að bjarga honum undan brimi upp á bryggju úr fjörunni á Húsavík. Við þær tilfæringar rakst báturinn í bryggjuna og kjölur hans hrökk í sundur. Þrátt fyrir að enn væri mikið eftir í bátnum þá var það mat manna að ekki svaraði kostnaði að gera við hann. Báturinn var því afskráður eftir þessa uppákomu og átti ekki afturkvæmt til Ránardætra. ÁBÁ.

VERKSTJÓRINN - 51


Guðmundur heiðraður Heiðrun Guðmundar Ásbjörnssonar, Verkstjórafélagi Vestmannaeyja, á aðalfundi 6. apríl 2008.

Stjórn verkstjórafélagsins ákvað á fundi sínum 5. janúar s.l. að gera Guðmund Ásbjörnsson að heiðursfélaga Verkstjórafélags Vestmannaeyja. Guðmundur Ásbjörnsson gekk í Verkstjórafélag Vestmannaeyja 15. júní 1965. Hann var kosinn gjaldkeri félagsins 19. október 1974 og hefur hann verið í félaginu í 43 ár og þar af starfað sem gjaldkeri þess í 32 ár, sem er langur tími í þessu starfi.

Þess má geta að þetta er lengsti tími sem nokkur hefur setið í stjórn félagsins. Guðmundur hefur unnið mikið starf fyrir félagið á mörgum sviðum. Má þar nefna auk gjaldkerastarfsins vinnu við sumarhúsið Hvíld. Ég vil að þessu tilefni þakka honum fyrir frábær störf fyrir verkstjórafélagið. Borgþór Eydal Pálsson, formaður.

Veiðisaga úr Blöndu Á Veiðimessu 1994 barst mér í hendur bókin Veiðidagar eftir Guðmund Guðjónsson blaðamann. Aftarlega í þeirri bók segir Guðmundur sögur af stórlöxum. Sögur sem hann hefur eftir öðrum, flestar að einhverju leyti sannar, þó greinilega megi lesa í gegn frásagnargleði þeirra er sögurnar sögðu ásamt skáldlegu innsæi og skopskyni höfundar. Nokkru eftir að hafa lesið bókina, datt mér í hug saga sem tengdafaðir minn, Eyjólfur Þorsteinsson trésmíðameistari, sagði mér fyrir mörgum árum af stórlaxi sem hann setti í, í Blöndu. Hann hafði, þá sem ungur maður, verið við veiðar í Blöndu ásamt fleirum. Stöngin sem hann var með var „Greenhart” 14 eða 16 fet og 30 gramma spúnn. Í einu kastinu setur hann í lax og sagðist strax hafa fundið að þessi var mun stærri og 52 - VERKSTJÓRINN

sterkari en aðrir sem hann hafði sett í. Sagði hann eftir að hafa tekið nokkuð fast á fiskinum í einhverjar mínútur, svo hvorki gekk eða rak, hefði laxinn allt í einu rokið af stað, með allt út af hjólinu og stokkið. Um leið og laxinn stökk hefði hann hnykkt hausnum til en við það hefði stöngin brotnað um 10 sentimetrum framan við handfangið og hjólfestinginn einnig. Hefði hvorugt sést meir, hvorki stöngin eða hjólið. Hann sagði að þetta hefði verið stærsti fiskur sem hann hefði séð. Nokkur vitni munu hafa verið að þessu og hafði enginn sem til sá séð annan eins fisk. Þess skal svo getið í lokinn að ég átti lengi handfangið af stönginni og var sverleiki stangarinnar við brotið rúmir 2 sentimetrar. Úlfar Hermannsson


Kjarakönnun VSSÍ

Kerling. Mynd: Jörundur Traustason.

Nú liggja niðurstöður kjarakönnunarinnar VSSÍ fyrir. Könnunin var gerð í febrúar til mars á árinu 2008. Miðað er við launaupplýsingar fyrir febrúar 2008. Einnig var aðeins horft til heildar launa fyrir árið 2007 í ákveðinni spurningu. Það er margt fróðlegt að sjá í þessum niðurstöðum, þó að ef til vill megi segja að fátt komi alveg á óvart. Auðvitað gefa meðaltöl og heildar niðurstöður sjaldnast skýra mynd en geta verið fróðlegar. Meðallaun félagsmanna á mánuði voru 426.000.- kr. Lengd vinnuvikunnar var að meðaltali 51,0 klst. Einn þriðji félagsmanna vinnur einhverja fjarvinnu, að meðaltali 12,1 klst. Meðalaldur svarenda er 47,8 ár. Starfsaldur í sama eða sambærilegu starfi er að meðaltali 15,3 ár. Það vekur einnig athygli að yngra fólkið er oftast með hærri laun en það eldra. Óútskýrður launamunur kynjanna er 17,7%. Hlutfall félagsmanna með

háskólagráðu er 4,2%. Meirihluti félagsmanna njóta einhverra hlunninda í starfi sínu, eða 77,30% Af heimasíðu VSSÍ.

Hér að ofan eru dregnar saman á skilmerkilegan hátt helstu niðurstöður kjarakönnunar VSSÍ en skýrslan sjálf spannar með súluritum og kökum litlar 80 blaðsíður. Útilokað var að birta skýrsluna í heild og var því leitast við að skera hana niður. Skemmst er frá að segja að eftir niðurskurð þá var skýrslan enn of plássfrek eða 16 síður. Umsögnin hér að ofan verður því látin nægja ásamt yfirliti launa í landsfjórðungunum, sem birt er hér að neðan. Á það skal þó bent að vilji einhver kafa betur ofan í kjarakönnunina þá má nálgast skýrsluna á heimasíðu ÁBÁ. VSSÍ þar sem hún er birt í heild.

Meðallaun eftir búsetu Reykjavík Nágrannasveitarfélög. R-vík. Suðunes Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Heild

Gunnlaun

fjöldi

Heildarlaun

fjöldi

379.883 kr. 407.391 kr. 353.822 kr. 337.572 kr. 353.498 kr. 372.781 kr. 371.455 kr. 371.584 kr.

136 125 47 93 94 86 71 652

446.302 kr. 459.288 kr. 407.719 kr. 382.966 kr. 406.217 kr. 426.068 kr. 423.944 kr. 426.086 kr.

136 126 48 93 95 86 71 655

VERKSTJÓRINN - 53


Einar Gunnar Jónsson

Friðþjófur Ísfeld Gunnlaugsson

Fæddur 1. mars 1930 – Dáinn 17. febrúar 2008

Fæddur 7. maí 1914 – Dáinn 8. maí 2008

Einar Gunnar Jónsson er allur. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. febrúar 2008. Fæddur var Einar Gunnar á Akureyri 1. mars 1930. Einar kom víða við á lífsgöngu sinni enda maðurinn fjölhæfur í betra lagi. Félagsmál skipuðu stóran þátt í lífi Einars og á þeim vettvangi lét hann sér fátt óviðkomandi. Hann var formaður í Lúðrasveit Akureyrar í fjölmörg ár, félagsmaður í Stangveiðifélaginu Flúðum, Leikfélagi Akureyrar, Lionsklúbbi Akureyrar og síðast og ekki síst þá var hann virkur félagi í Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis en í félagið gekk hann árið 1972. Starfsvettvangur hans var verkstjórn hjá OLÍS á Akureyri. Einar Gunnar sat óslitið í varastjórn Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis í tólf ár og fimm ár var hann í orlofsheimilanefnd þar sem hann starfaði af mikilli elju við uppbyggingu orlofsheimilis félagsins að Vatnsenda. Hann var fulltrúi félagsins á þingi VSSÍ 1975. Einar Gunnar var sæmdur gullmerki Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis og kjörinn heiðursfélagi þess á 50 ára afmæli félagsins árið 1991. Til allra verka gekk Einar Gunnar af miklum eldmóði og hreif menn með sér til starfa. Það var aldrei nein lognmolla þar sem Einar tók til hendi. Verkstjórafélagið þakkar frábærum liðsmanni öll viðvikin, sem hann í áranna rás, innti af hendi fyrir félagið og sendir aðstandendum hans sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Friðþjófur Ísfeld Gunnlaugsson lagði frá landi í hinsta sinn 8. maí 2008 og víst er að landi mun hann ná á þeirri strönd sem hann nú stefnir til. Þó að aldurinn væri orðinn hár þá var ekkert lát á minni Friðþjófs. Hann var víðlesinn maður, fróður í besta lagi, drátthagur og prýðilega hagmæltur. Ættfræðin var honum hugleikinn svo og atvinnuhættir og verklag allt á fyrrihluta tuttugustu aldar. Friðþjófur var fæddur 7. maí 1914 á Hjalteyri við Eyjafjörð og var alinn upp við sjóinn, sem hann stundaði fram til ársins 1967, lengst af sem skipsstjóri. Í land kominn þá vann hann hjá Síldarleitarþjónustunni á Dalatanga í nokkur ár en réðist þá til Útgerðarfélags Akureyringa hf. sem verkstjóri við saltfiskverkun. Friðþjófur lét af störfum aldurs vegna árið 1989. Í Verkstjórafélag Akureyrar og nágrenni gekk Friðþjófur árið 1972 en gegndi ekki trúnaðarstörfum fyrir félagið en það hafði hann gert fyrir Skipsstjóra og stýrimannafélag Akureyrar á meðan sjórinn var hans starfsvettvangur. Fyrir þau störf var hann kjörinn heiðursfélagi þess félags árið 1984. Stjórn Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis réði Friðþjóf til að skrifa 50 ára sögu félagsins. Ekki er nokkur vafi á að þarna var vel ráðið vegna þeirrar miklu þekkingar sem Friðþjófur hafði á atvinnusögu og lífsháttum fólks á sögusviði félagsins. Hann þekkti einnig stéttabarátturna út í hörgul vegna fyrri starfa að félagsmálum. Friðþjófur hafði frábært vald á íslenskri máli og er afmælisritið veglegur bautasteinn um nærfærna meðferð á Íslenskri tungu. Verkinu skilaði Friðþjófur handskrifaðu til félagsins en rithönd hafði hann fallega og læsilega. Hann var heiðraður fyrir verkið í 50 ára afmælishófi félagsins árið 1991. Friðþjófi er óskað velfarnaðar á nýjum slóðum og aðstandendum sendar samúðarkveðjur.

Árni Björn Árnason

Árni Björn Árnason

54 - VERKSTJÓRINN


Guðlaugur Stefán Jakobsson Fæddur 3. mars 1930 – Dáinn 4. apríl

2008

Guðlaugur Jakobsson lést 78 ára að aldri þann 4. apríl 2008. Hann gekk í Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis árið 1959 og var formaður félagsins árin 1962 til 1963 og aftur 1968 til 1969. Í varastjórn félagsins sat hann í þrjú ár eftir að seinni formennskutíð hans lauk. Sem formaður félagsins fór Guðlaugur fyrir fulltrúum félagsins á þingi Verkstjórasambands Íslands, sem haldið var í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar árið 1963. Fyrir störf sín í þágu Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis var hann kjörinn heiðursfélagi á 50 ára afmæli félagsins árið 1991. Guðlaugur var fæddur á Akureyri 3. mars 1921 og á Akureyri bjó hann alla sína ævi. Hann stundaði sjóinn á yngri árum en lengst af var hann verkstjóri við togaraafgreiðslu Útgerðarfélags Akureyringa, eða í hart nær fjörtíu ár. Guðlaugur var hávaxinn maður og grannur. Hann bar sig vel og af honum gustaði er hann var við stjörf sín á togarabryggjunni. Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis þakkar góðum liðsmanni framlag hans til félagsins og sendir þeim sem næst honum stóðu samúðarkveðjur. Árni Björn Árnason

Ingólfur Ólafsson Fæddur 14. mars 1930 – Dáinn 3. júní

2008

Ingólfur Ólafsson var fæddur að Botni í Súgandafirði 14. mars 1930. Hann lést á Akureyri þann 3. júní 2008. Ingólfur var klæðskeri að mennt og vann lengst af sem verkstjóri og hönnuður á mokkadeild fataverksmiðjunnar Heklu á Akureyri. Eftir að rekstur Heklu lagðist af þá vann Ingólfur ásamt konu sinni við framleiðslu á skinnfatnaði á heimili þeirra hjóna, Kringlumýri 11, fram til ársins 1997. Ingólfur gekk í Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis árið 1970 og reyndist félaginu drjúgur liðsmaður. Hann var fulltrúi félagsins á þremur þingum Verkstjórasambands Íslands og tók virkan þátt í störfum þinganna. Hann var einn þeirra manna sem af alhug studdi kaupin á orlofsheimili félagsins að Vatnsenda í Ólafsfirði. Hann var í framvarðarsveit þeirra sem unnu að uppbyggingu þessa hvíldarheimili verkstjóra. Á góðri stund var Ingólfur hrókur alls fagnaðar, fór létt með að setja saman heilu kvæðin og syngja þau með raust. Á 50 ára afmæli Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis var Ingólfur sæmdur silfurmerki félagsins fyrir störf að viðgangi félagsins. Aðstandendum eru sendar samúðarkveðjur um leið og þessum horfna félaga okkar er óskað velfarnaðar á þeim stigum, sem hann nú fetar. Árni Björn Árnason

VERKSTJÓRINN - 55


MINNING Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis Halldór Guðni Oddgeirsson Melási 3 Raufarhöfn Fæddur 10. jan. 1945 – Dáinn 13. feb. 2008. Einar Gunnar Jónsson Víðilundi 20 600 Akureyri Fæddur 1. mars 1930 – Dáinn 17. febrúar 2008. Gunnlaugur Stefán Jakobsson Víðilundi 20 600 Akureyri Fæddur 3. mars 1930 – Dáinn 4. apríl 2008.

Verkstjórafélag Reykjavíkur Jónas Kristinn Guðbrandsson Fjallalind 23 201 Kópavogi Fæddur 23. feb. 1927 – Dáinn 26. des. 2007. Hörður Ágústsson Hagaseli 28 109 Reykjavík Fæddur 22. ágúst 1932 – 22. febrúar 2008. Magnús K. Guðmundsson Rjúpnasölum 10 201 Kópavogi Fæddur 16. janúar 1924 - Dáinn 2. febrúar 2008.

Friðþjófur Ísfeld Gunnlaugsson Hamarsstíg 33 600 Akureyri Fæddur 7. maí 1914 – Dáinn 8. maí 2008.

Eygló Bryndal Óskarsdóttir Hjalladæl 8 820 Eyrarbakka Fædd 28. júlí 1940 – Dáin 23. mars 2008.

Ingólfur Ólafsson Kringlumýri 11 600 Akureyri Fæddur 14. mars 1930 – Dáinn 3. júní 2008.

Sigurbjörn Sigurpálsson Funafold 37 112 Reykjavík Fæddur 15. janúar 1917 – Dáinn 18. mars 2008

Hjörleifur Hafliðason Rauðumýri 3 600 Akureyri Fæddur 12. sept. 1920 – Dáinn 30. nóv. 2008.

Ingi Þorsteinsson Hrafnistu Kleppsvegi 104 Reykjavík Fæddur 12. ágúst 1925 – Dáinn 14. febrúar 2008.

56 - VERKSTJÓRINN


Sigurður Guðleifsson Nönnufelli 1 111 Reykjavík Fæddur 18. mars1941 – Dáinn 17. apríl 2008. Ágúst Heiðar Sigurðsson Njálsgötu 112 105 Reykjavík Fæddur 23. október 1938 – Dáinn 24. maí 2008. Gísli Guðmundsson Sléttuvegi 23 103 Reykjavík Fæddur 11. september 1926 – Dáinn 4. júlí 2008. Páll Beck Stigahlíð 20 105 Reykjavík Fæddur 28. febrúar 1923 – Dáinn 16. ágúst 2008. Hilmar Guðmundsson Gnoðavogi 28 104 Reykjavík Fæddur 31. október 1930 – Dáinn 22. júlí 2008.

Verkstjórafélag Suðurlands Lárus Kristjánsson Dynskógum 2 810 Hveragerði Fæddur 9. júní 1942 – Dáinn 4. maí 2008. Gísli Guðjónsson Sólvöllum 5 800 Selfossi Fæddur 3. júlí 1923 – Dáinn 25. maí 2008

Verkstjórafélag Akraness Guðmundur Jónsson Fáfnisnesi 4 101 Reykjavík Fæddur 6. maí 1938 – Dáinn 18. maí 2008.

Verkstjórafélag Austurlands Sigurjón J. Friðriksson Felli 685 Bakkafirði Fæddur 28. des. 1936 – Dáinn 6. des. 2007.

Verkstjórafélag Borgarness Bjarni Jóhannsson Blásölum 24 201 Kópavogi Fæddur 14. apríl 1930 – Dáinn 20. apríl 2008.

Verkstjórafélag Suðurnesja Nicolai Gissur Bjarnason Stekkjargötu 53 260 Reykjanesbæ Fæddur 30. sept. 1948 – Dáinn 20. feb. 2008. Stefanía Ruth Björnsdóttir Smáratúni 32 230 Reykjanesbæ Fædd 13. maí 1924 – Dáin 28. apríl 2008.

Verkstjórafélagið Þór Einar Bjarni Sturluson Hrafnistu Kleppsvegi 104 Reykjavík Fæddur 22. janúar 1919 – Dáinn 25. febrúar 2008. Magnús Jónsson Tunguvegi 84 108 Reykjavík 27. nóvember 1918 – Dáinn 3. júní 2008

Verkstjórafélag Norðurlands Vestra Björn Eiríksson Urðarbraut 11 540 Blönduósi Fæddur 24. maí 1927 – Dáinn 4. janúar 2008. Gísli Gunnarsson Sauðárhæðum 550 Sauðárkróki Fæddur 21. júní 1922 – 1. apríl 2008. Einar A. Evenden Flúðabakka 1 540 Blönduósi Fæddur 13. desember 1926 – Dáinn 18. apríl 2008.

VERKSTJÓRINN - 57


Heimilisföng verkstjórafélaganna og formanna þeirra Skipholti 50 d. 105 Reykjavík. Sími: 562-7070. Fax: 562-7050 Netfang: vfr@vfr.is Veffang: www.vfr.is Formaður: Skúli Sigurðsson Maríubaugi 101. 113 Reykjavík. Sími: 587-6141. GSM: 898- 4713. V.sími: 550-9960. Netfang: skuli@odr.is Verkstjórafélagið Þór Næfurási 15. 110 Reykjavík. Pósthólf: 4233. Sími: 551-0166. Netfang: vefthor@simnet.is Formaður: Stefán Friðþórsson Næfurási 15. 110 Reykjavík. Sími: 567-3467. GSM: 822-6131. Netfang: sf@sindri.is Verkstjórafélag Akraness Skarðsbraut 4. 300 Akranesi. Sími: 864-5166. Formaður: Birgir Elínbergsson Skarðsbraut 4. 300 Akranesi. Sími: GSM: 860-6953. GSM: 864-5166. Netfang: biggise@simnet.is Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis Tungulæk. 311 Borgarnesi. Sími: 437-1191. Formaður: Einar Óskarsson Tungulæk. 311 Borgarnesi. Sími: 437-1191. GSM: 860-6864. V.sími: 437-1000. Netfang: einaro@bmvalla.is Verkstjórafélag Snæfellsness Silfurgötu 36. 340 Stykkishólmi. Sími: 438-1328. Formaður: Þorbergur Bæringsson, Silfurgötu 36. 340 Stykkishólmi. V.sími: 438-1400. GSM: 894-1951. Netfang: baeringsson@simnet.is Verkstjórafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7. 410 Hnífsdal. Sími: 863-3871. Formaður: Sveinn K. Guðjónsson, Heiðarbraut 7. 410 Hnífsdal. Sími: 456-3831. GSM: 863-3871. V.sími: 450-4616. Netfang: skg@frosti.is Verkstjórafélag Norðurlands vestra Brennihlíð 9. 550 Sauðárkróki. Sími: 453-5042 Formaður: Hörður Þórarinsson, Brennihlíð 9. 550 Sauðárkróki. Sími: 453-5042. GSM: 848-4180. V.Sími: 453-5042. Netfang: hordurtho@simnet.is

58 - VERKSTJÓRINN

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis Skipagötu 14. 600 Akureyri. Sími: 462-5446. Fax: 462-5403. Netfang: van@van.is Íbúð félagsins Ofanleiti 21. Sími: 568-7039 Formaður: Eggert H. Jónsson, Skarðshlíð 31F. 603 Akureyri. Sími: 462-2498. GSM: 892-6600. Netfang: eggert51@torg.is Verkstjórafélag Austurlands Fagrahlíð 9. 735 Eskifirði. Sími: 476-1463. Íbúð félagsins Sóltúni 28. Sími: 562-0161. Formaður: Benedikt Jóhannsson, Fögruhlíð 9. 735 Eskifirði. Sími: 476-1463. GSM: 864-4963. V.sími: 470-6000. Netfang: benni@eskja.is Verkstjórafélag Suðurlands Austurvegur 56. 800 Selfossi. Sími: 480-5000. Fax: 480-5001. Netfang: vfs@suðurland.is Formaður: Jón Ólafur Vilhjálmsson, Miðengi 23. 800 Selfossi. Sími: 482-1694. GSM. 660-2211. V.sími: 520-2211. Netfang: jonov@islandia.is og jono@sorpa.is Verkstjórafélag Vestmannaeyja Bröttugötu 8. 900 Vestmannaeyjum. Sími: 481-1248 Formaður: Borgþór E. Pálsson, Bröttugötu 8. 900 Vestmannaeyjum. Sími: 481-1248. GSM. 823-6333. V.sími: 488-3556. Netfang: brottugotu8@simnet.is Verkstjórafélag Suðurnesja Hafnargötu 15. 230 Keflavík. Sími: 421-2877. GSM. 897-9535. Fax. 421-1810 Netfang: vfs@internet.is Formaður: Úlfar Hermannsson, Ránarvöllum 4. 230 Keflavík. Sími: 421-3965. GSM. 897-9535. Netfang: ulfarh@internet.is Verkstjórafélag Hafnarfjaðar Hellisgötu 16. 220 Hafarfirði Sími 555-4237. Póthóf: 185. Formaður: Steindór Gunnarsson. Spóaási 3. 221 Hafnarfirði. Sími. 555-4237. GSM.898-9760. V.sími 560-7800. Heima netfang: steindorg@simnet.is Vinnu netfang: sg@marinus.is Verkstjórasamband Íslands Hlíðasmára 8. 201 Kópaavogi. Sími: 553-5040 og 553-0220. Fax: 568-2140 Veffang: www.vssi.is Netfang: vssi@vssi.is Íbúð Sjúkrasjóðs verkstjóra Lautasmára 5, Kópavogi. Sími: 553-5093. Framkvæmdastjóri: Kristín Sæunnar & Sigurðardóttir. Forseti: Kristján Örn Jónsson.


Orlofsheimili verkstjórafélaganna V.f. Reykjavíkur. Tvö orlofshús í Skorradal. Tvö hús á Vaðnesi í Grímsnesi. Upplýsingar gefur Skrifstofa Vf. Reykjavíkur. Sími: 562-7070. vfr@vfr.is

V.f. Akureyrar og nágrennis. Tvö orlofshús á Ólafsfirði. Ein orlofsíbúð, Ofanleiti 21, Reykjavík. Upplýsingar gefur Skrifstofa Vf. Akureyrar og nágr. Sími: 462-5446. van@van.is

V.f. Þór. Tvö orlofshús í Svartagili, Borgarfirði. Upplýsingar gefur Haukur Júlíusson. Sími: 692-0168. vefthor@simnet.is

V.f. Norðurlands vestra. Eitt orlofshús Vesturhópi, V-Húnavatnssýslu. Upplýsingar gefur Ragnar Árnason Sími: 862-6142. ragnar.a@simnet.is

V.f. Hafnarfjarðar. Eitt orlofshús í Úthlíð, Biskupstungum. Eitt orlofshús á Flúðum, Gnúpverjahreppi. Upplýsingar gefur Reynir Kristjánsson. Sími: 664-5672. reynir@hafnafjordur.is

V.f. Vestfjarða. Ein orlofsíbúð. Gullsmári 5, Kópavogi. Eitt fellihýsi. Upplýsingar gefur Guðmundur Ásgeirsson. Sími: 893-3609. gsa@samskip.is

V.f. Suðurnesja. Eitt orlofshús á Húsafelli, Borgarfirði. Ein orlofsíbúð, Furulundi 13 B, Akureyri. Ein orlofsíbúð, Útgarður 7, Egilsstöðum Fljótsdalshéraði. Upplýsingar gefur Róbert Ólafsson. Sími: 897-3891 rolafss@internet.is

V.f. Snæfellsness. Eitt orlofshús í Svartagili, Borgarfirði. Ein orlofsíbúð, Ásholti 2, Reykjavík. Ein orlofsíbúð, Ásholti 42, Reykjavík. Upplýsingar gefur Ingibjörg Gústafsdóttir. Sími: 892-0674. vfst@simnet.is

V.f. Suðurlands. Eitt orlofshús í Brekkuskógi í Biskupstungum. Ein orlofsíbúð, Lönguhlíð 2, Akureyri. Upplýsingar gefur Jóna Dóra Jónsdóttir. Sími: 480-5000 vfs@sudurland.is V.f. Vestmannaeyja. Eitt orlofshús á Flúðum, Gnúpverjahreppi. Upplýsingar gefur Már Friðþórsson. GSM: 897-1495. V.f. Austurlands. Tvær orlofsíbúðir, Sóltúni 28, Reykjavík. Ein íbúð, Hjallalundi 18, Akureyri. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Hjaltadóttir. Sími: 474-1123. asbok@mi.is

V.f. Borgarness. Eitt fellihýsi. Tveir tjaldvagnar. Upplýsingar gefur Einar Óskarsson. Sími: 617-5351 einaro@bmvalla.is V.f. Akraness. Einn húsbíll. Tvö fellihýsi. Upplýsingar gefur Birgir Elínbergsson. Sími: 864-5166 biggise@simnet.is Verkstjórasamband Íslands. Ein sjúkraíbúð, Lautasmára 5, Kópavogi. Upplýsingar gefur Skrifstofa VSSÍ. Sími: 553-5040. vssi@vssi.is

VERKSTJÓRINN - 59


Verkstjórinn  

Verkstjórinn 2008 - 58. árgangur

Verkstjórinn  

Verkstjórinn 2008 - 58. árgangur

Advertisement