Jóla gjafa hand bókin 2022
Hjá Epal finnur þú úrval af jólagjöfum fyrir þá sem standa þér nærri. Skoðaðu jólagjafahandbókina okkar og fáðu hugmyndir að jólagjöfum sem hitta í mark, sjáðu heillandi jólaskreytingar og hver veit nema sitthvað leynist á næstu blaðsíðum sem mun enda undir jólatrénu þínu í ár. Jólaandinn mun svífa yfir í desember og bjóðum við upp á hátíðlega jóladagskrá vikurnar fram að jólum, má þar nefna ljúfa jólatóna, bakstur og innblástur að jólaskreytingum. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.
Við tökum vel á móti ykkur. Starfsfólk Epal
Royal Copenhagen jólaborð dekkað með Andreu Magnús og Svönu Lovísu.
Blómaskreytingar með Ragnhildi Fjeldsted milli klukkan 16 – 18.
Blómaskreytingar með Ragnhildi Fjeldsted milli klukkan 16 – 18.
Jólaborð dekkað af Rebekku og Ellert frá hönnunarmerkinu Former.
Sælkeradagur Epal. Kynningar og smakk af okkar helstu sælkeramerkjum.
Jólaborð dekkað af Ernu Einarsdóttur, stofnanda vörumerkisins ERNA.
Jólabakstur í Vipp eldhúsinu. Guðrún Ýr matarbloggari Döðlur og Smjör bakar fyrir gesti og gefur hugmyndir af gómsætum jólasmákökum.
Jóla sunnudagsopnun.
Jólaborð dekkað af Dýrleifu Ýr Örlygsdóttur.
Jólabakstur í Vipp eldhúsinu. Elenora Rós bakari og bókahöfundur bakar fyrir gesti og gefur hugmyndir af gómsætum jólasmákökum.
Jóla sunnudagsopnun og milli klukkan 15-16 verður lifandi tónlist og ljúfir jólatónar.
11.
14.
17.
18.
23. – 29. nóvember 24. nóvember 25. nóvember 30. nóv. – 6. desember 3. desember 7. – 13. desember 10. desember
desember
– 24. desember
desember
desember jóladagskrá í epal skeifunni
FRÉTTIR OG SPENNANDI NÝJUNGAR Í EPAL
tekla
Tekla framleiðir einstaklega vandaðar og eftirsóttar textílvörur fyrir þig og þitt heimili.
Tekla var stofnað árið 2017 í Kaupmannahöfn og hefur vakið athygli fyrir ferskar litasamsetningar og gott úrval af heimilistextíl, allt úr lífrænum efnum sem framleidd eru með virðingu fyrir umhverfinu Tekla býður upp á úrval af rúmfötum, handklæðum og notalegum náttfötum í fallegu litaúrvali.
paper collective x epal
Litrík listasýning opnaði í Epal Gallerí í haust í samvinnu við danska fyrirtækið Paper Collective. Sýnd voru vinningsverk úr samkeppni sem haldin var sumarið 2022 á meðal skapandi Íslendinga. Útkoman var einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og eru nú vinningsverkin framleidd af Paper Collective.
1. sætið hlaut Berglind Rögnvaldsdóttir með verkin Nature is Female og Bubble Gum. 2. sætið hlaut Hjörtur Matthías Skúlasson með verkið Dansari og 3. sætið hlaut Kristín Sigurðardóttir með verkið Kyrr. Öll verkin eru nú fáanleg í Epal.
add:wise
Sænska vörumerkið ADD:WISE býður upp á lífræn og náttúruleg krydd sem gera máltíðina eða baksturinn að spennandi upplifun. Auk þess má finna í vöruúrvali þeirra ýmislegt sem kitlar bragðlaukana eins og hunang, pasta og ólífuolíur, ásamt desertkryddi og kökuskrauti úr ætum blómum sem eru eins og konfekt fyrir augun. Prófaðu að strá kökuskrautinu yfir bollakökur, ís, salat eða súpu! Eða afhverju ekki að frysta ísmola fyllta með þurrkuðum blómum? Leyfðu ímyndunaraflinu að ráða för.
hattesens konfektfabrik
Sælkeradeildin í Epal hefur stækkað töluvert og nýlega bættist við vöruúrvalið danskt lakkrískonfekt frá Hattesens Konfektfabrik. Klassískt lakkrískonfekt sem framleitt er samkvæmt gömlum hefðum. “Minni sykur – meira bragð” er þeirra mottó ásamt því að lakkrísinn er gerður úr hreinum og náttúrulegum gæða hráefnum. Mikið magn af berjum eru notað í staðinn fyrir sykur sem gefur molunum bjarta liti og frábært bragð.
Fritz Hansen fagnaði 150 ára afmæli sínu í ár og í tilefni þess voru heiðruð nokkur af þeirra eftirsóttustu húsgögnum og jafnframt þekktustu verk húsgagnasögunnar. Eggið, Svanurinn, Sjöan, Liljan og PK61, allt húsgögn sem eru dáð af hönnunaráhugafólki um allan heim voru kynnt í einstökum afmælisútgáfum, í nýjum efnum og áklæðum.
Eggið og Svanurinn voru klædd Vanir ullaráklæði eða Grace Chestnut leðri og með svörtum krómfæti sem gefur fágað yfirbragð. Afmælis Sjöan var klædd Vanir ullaráklæði eða Grace Chestnut leðri og á klassískum krómfótum og PK61 borðið var kynnt í fyrsta sinn með norskum marmara. Hvert húsgagn endurspeglar einstakt handverk Fritz Hansen, gæða efnisval og endingargóða hönnun.
Kynntu þér 150 ára afmælisútgáfur Fritz Hansen í Epal Skeifunni, aðeins framleitt í takmörkuðu upplagi.
fritz hansen 150 ára
hay bed & bath
Bed & Bath Collection er spennandi ný vörulína frá HAY sem inniheldur margar af þeirra vinsælustu vörum ásamt ótalmörgum nýjungum í nýjum litum, mynstrum og stærðum. Bed & Bath vörurnar fagna hversdaglegum athöfnum eins og að hoppa upp í nýumbúið rúm eða að fara í mjúkan baðslopp eftir heita sturtu. Verslaðu allt úrvalið úr nýju vörulínunni í vefverslun Epal eða kíktu við og kynntu þér gæði HAY í Epal Skeifunni.
lentz copenhagen
Lentz Copenhagen er sannkallað handverk er kemur að sætum molum til að narta í eða deila með öðrum. Michael Jacques Lentz stendur sjálfur vaktina í eldhúsinu á vinnustofu Lentz rétt fyrir utan Kaupmannahöfn þar sem heimagerðar karamellur og súkkulaði er handunnið af mikilli alúð og virðingu fyrir hráefninu. Hann sækir innblástur hvaðanæva að úr heiminum, en þó sérstaklega til Parísarborgar. Vörurnar frá Lentz fást í verslunum á borð við Harrods í London, D‘Anglaterre hótelinu og nú í Epal.
vipp v2 Vipp V2 eldhúsið með dökkum eikar frontum og marmara borðplötu er guðdómlega fallegt. V2 eldhúsið er byggt á góðum grunni frá V1 eldhúsinu sem vakið hefur mikla athygli meðal fagurkera og sést víða í hönnunartímaritum um allan heim. Efnisvalið er eins og sinfónía þar sem marmarinn, dökka eikin, álið og rifflað glerið sem finna má í innréttingunni tóna fullkomlega saman. Glæsileg Vipp eldhúsin eru einingar sem þú parar saman fyrir þitt heimili og eru þau vönduð og klassísk sem endast í heila lífstíð.
Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu glæsilegt Vipp V2 sýningareldhús.
modu
MODU eru spennandi og skemmtilegir byggingarkubbar sem efla hreyfifærni og ímyndunarafl barna á öllum aldri. MODU kubbarnir eru opin leikföng sem reyna á skapandi hugsun barnsins, hugmyndaflug og sjálfstæði í leik. Eftir því sem barnið þroskast finnur það nýjar leiðir til að leika með MODU kubbana sem lengir líftíma leikfangsins.
MODU er sett af kubbum, tengipinnum og hjólum sem hægt er að setja saman á óteljandi vegu og eru fyrir börn á öllum aldri.
sniðug jólainnpökkun
Pakkaðu jólagjöfunum í ár inn með litríku og sívinsælu Colour crate eða Colour storage boxunum frá HAY. Boxin nýtast svo áfram undir skipulag heimilisins eða undir næstu gjöf.
oneline
Dönsku hönnunarverðlaunin voru nýlega veitt og eru það tímaritin Bo Bedre, Bolig Magasinet, Scandinavian Living og Costume Living sem standa að baki þeirra. Dómnefnd valdi ljós ársins 2022 og var það Oneline sem hannað er af Kasper Kjeldgaard fyrir Fritz Hansen sem hlaut þessa eftirsóttu viðurkenningu. Hreint form, tímalaus hönnun og listrænt yfirbragð einkennir ljósið sem hentar fyrir margar ólíkar aðstæður. Oneline er fáanlegt í þremur áferðum, ryðfríu stáli, burstuðum kopar og svörtu húðuðu stáli. Ljósið er dimmanlegt.
litrík glerhönnun
Anna von Lipa eru litríkar og nútímalegar glervörur sem hannaðar eru í Skandinavíu og framleiddar í Tékklandi úr handblásnu eðalgleri. Vinsælasta vörulína Anna Von Lipa eru Confetti glös sem bera nafn með rentu og glæða eldhúshillur bæði líf og lit.
frá fritz hansen er ljós ársins
Hönnuðir og fagurkerar deila sínum jólahefðum og jólagjafahugmyndum
JÓLIN MÍN
Ingibjörg Hanna stofnaði hönnunarfyrirtæki sitt Ihanna Home árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Ihanna Home hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem innblásnar eru af okkar nærumhverfi.
Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin?
Ég byrja að skreyta og undirbúa örlítið fyrir fyrsta í aðventu en svo bætist smátt og smátt við fram að aðfangadegi.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? Þær eru margar eftirminnilegar, sérstaklega gjafirnar frá börnunum mínum, sem þau hafa annað hvort búið til eða keypt alveg sjálf.
Hvað hringir inn jólin fyrir þér?
Að vera í okkar fínasta pússi, í messu fyrir jólamatinn á aðfangadag eins og við gerðum þegar ég var að alast upp.
Ef þú gætir aðeins gefið hönnun eftir þig í jólapakkana í ár, hvaða vara yrði fyrir valinu? Sængurföt, það er svo notaleg og nytsamleg gjöf.
Hvað leggur þú áherslu á þegar þú verslar jólagjafir? Að finna það sem viðkomandi óskar sér, hvort sem það er opinber ósk eða ekki. Mér finnst mikilvægt að það nýtist og sé fallegt.
Ert þú mikið jólabarn? Ég var það en jólabarnið mitt týndist án þess að ég áttaði mig á því fyrir einhverjum árum síðan. Við maðurinn minn höfum tekið ákvörðun að finna jólabarnið okkar aftur enda er þessi tími yndislegur ef maður gefur sér tíma fyrir töfrana í litlu hlutunum. Það þarf oft ekkert meira eða stærra en að kveikja á jóladagatalakerti yfir kvöldmatnum og telja niður dagana til jóla.
Besta jólalagið? Happy Xmas (War Is Over).
INGIBJÖRG HANNA
„þessi tími er yndislegur ef maður gefur sér tíma fyrir töfrana í litlu hlutunum“
Óskalisti Ingibjargar Hönnu
Dolce vasi frá Anna Thorunn Hann er svo töff og það er alltaf pláss fyrir einn einstakan vasa í viðbót því hann er algjör skúlptúr.
Baðsalt frá URÐ
Það er svo yndislegt að gefa sér tíma til að liggja í baði, með smá extra dekri eins og baðsalti.
Vasi / stjaki frá Fólk Reykjavík Margnota hlutur, kertastjaki sem fúnkerar mjög vel sem aðventustjaki, blómavasi, bókastoð og skúlptúr. Þetta er miklu meira en 2f1 í einum hlut og dásamlega fallegur.
Sokkar frá Farmers Market Það er svo kósý að fá hlýja og fallega sokka. Finnst svo mikil ást í slíkri gjöf.
Vera vegghilla frá Former Smellpassar í svefnherbergið mitt þótt hún sé hugsuð fyrir eldhús.
Ferm Living borðlampi Ég á erfitt með að standast falleg ljós.
Pelikan stóll eftir Finn Juhl Ég læt mig dreyma um eignast þennan fallega stól einn daginn þótt hann sé kannski aðeins of veglegur á jólagjafalistann minn.
linda ben
Linda Benediktsdóttir er einn þekktasti matarbloggari og áhrifavaldur landsins og heldur hún úti vefsíðunni lindaben.is. Linda hefur gefið út vinsæla matreiðslubók en er þó ekki aðeins þekkt fyrir uppskriftir sínar heldur vekur fágaður heimilisstíll hennar einnig athygli.
Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin?
Ég byrja að undirbúa jólin hægt og rólega í nóvember. Þá byrja ég að setja ljós í gluggana og kaupi nokkrar jólagjafir. Hægt og rólega eykst jólaskrautið svo eftir því sem nær dregur jólum.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin?
Eftirminnilegasta jólagjöfin er þegar ég og Ragnar vorum að byrja saman en það var akkúrat um jólin. Það var því smá spurning hvort við ættum að gefa hvor öðru jólagjafir þar sem við vorum svo glænýtt par. Ég ákvað að fara ótrúlega örugga leið og gaf honum trefil. Það var því mjög fyndið þegar ég opnaði pakkann frá honum en hann gaf mér einmitt líka trefil. Fannst það svo skemmtilegt að af öllu sem var hægt að gefa, þá tókum við bæði ákvörðun um að gefa trefil, svona eins og við værum ótrúlega samstillt gömul hjón.
Hvað hringir inn jólin fyrir þér?
Það að setjast niður með fjölskyldunni að borða jólamatinn á aðfangadag hringir inn jólin fyrir mér.
Hvað leggur þú áherslu á þegar þú verslar jólagjafir?
Þegar ég versla jólagjafir legg ég áherslu á að kaupa það sem fólki langar í. Ég reyni alltaf að skrifa hjá mér hugmyndir af gjöfum í notes í símanum um leið og þær poppa upp í hausnum á mér (eða ég heyri viðkomandi tala um eitthvað sem honum langar í) svo ég gleymi þeim ekki. Ef það er svo ekkert sem viðkomandi langar í þá legg ég áherslu á að gefa eitthvað fallegt, klassískt og vandað.
Ert þú mikið jólabarn?
Ég elska jólin og flokkast því örugglega sem jólabarn.
Uppáhalds jólamaturinn?
Uppáhalds jólamaturinn eru hvítlauks humarhalar í forrétt, nautalund í aðalrétt og heimagerður toblerone ís í eftirrétt.
Besta jólalagið?
Það snjóar með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni er í miklu uppáhaldi.
„Uppáhalds jólamaturinn eru hvítlauks humarhalar í forrétt, nautalund í aðalrétt
og heimagerður toblerone ís í eftirrétt.“
Óskalisti Lindu
Bliss vasi frá Anna Thorunn
Mér finnst vasarnir frá Önnu Þórunni svo fallegir, ég á koníaksbrúnu skálina og væri svo gaman að eiga kóníaksbrúna vasann í stíl.
Glös frá Vipp
Ég elska Vipp, allt frá þessu merki er svo klassískt og fallegt. Ég eignaðist kaffibolla frá þeim fyrir ekki svo löngu og hef notað þá á hverjum morgni síðan. Dreymir um að eiga glösin frá þeim líka.
Flowerpot hleðslulampi
Mér finnst þetta svo sniðugir lampar. Maður hleður þá og setur svo hvar sem manni langar til, sama hvort það er innstunga þar eða ekki. Ég er með horn hér heima sem er með engri innstungu sem mig langar svo að geta lýst upp og gera meira huggulegt.
Ilmstangir frá Humdakin
Finnst þessi húsilmur alveg fullkominn. Mjúkur og fellur vel inn í umhverfið, alls ekki yfirgnæfandi.
Baðsalt frá Angan
Ég elska að fara í bað með góðum baðsöltum og ná algjörri djúpslökun, svo endurnærandi. Baðsöltin frá Angan eru í miklu uppáhaldi.
Kökudiskur frá HAY Þessi kökudiskur er algjört æði, myndi lífga upp á hvaða veislu sem er, fullkominn í barnaafmælin sérstaklega.
Skurðarbretti frá Skagerak
Gott skurðarbretti með rauf er nauðsynjavara inn á flest öll heimili, mig langar mikið í nýtt.
Hraðsuðuketill frá Vipp
Ég drekk orðið mikið te og þess fallegi hraðsuðuketill myndi sóma sér vel inn í eldhúsi.
„Gæði umfram magn er góð þumalputtaregla.
Það er miklu skemmtilegra að gefa gjafir sem þú veist að eiga eftir að endast vel
Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin? Ég byrja yfirleitt snemma í október að undirbúa jólin og hef það sem markmið að vera búin að kaupa flest allar jólagjafir fyrir 1. desember. Desember nýti ég svo frekar í að njóta aðventunnar, hitta vini, baka og skreyta. Það tekst svona oftast.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? Þegar ég var fimm ára þá fékk ég dökkblán dúkkuvagn með hvítum doppum og hvítum dekkjum. Hann var keyptur í Englandi og er enn í fullri notkun. Gott dæmi um hlut sem endist vel.
Hvað hringir inn jólin fyrir þér? Jólakveðjurnar á RÚV, það verður bara að segjast eins og er. Um leið og lesturinn byrjar eru jólin komin.
Hvað leggur þú áherslu á þegar þú verslar jólagjafir? Gæði umfram magn er góð þumalputtaregla. Það er miklu skemmtilegra að gefa gjafir sem þú veist að eiga eftir að endast vel og hægt er að njóta lengi. Klassísk hönnun hittir líka alltaf í mark.
Ert þú mikið jólabarn?
Já, ég er alltaf að verða meira jólabarn eftir því sem ég eldist. Ég á góða vini sem eru algjörir jólabrjálæðingar og hef smitast af þeim í gegnum árin.
Áttu þér uppáhalds jólaminningu?
STEFANÍA ALBERTSDÓTTIR
Stefanía Albertsdóttir er arkitekt frá Listaháskóla Íslands og er mikill fagurkeri. Hún starfar í húsgagnadeild Epal þar sem hún leiðir ýmis verkefni og viðburði við góðan orðstýr.
Ætli það séu ekki bara jólin heima hjá ömmu og afa þegar ég var krakki. Þau áttu einstaklega fallegt heimili og voru hrifin af danskri hönnun og listum.
Jólin þar voru með dönsku ívafi og einstaklega ljúf.
Besta jólalagið?
Mitt uppáhalds jólalag er lagið Notalegt með Sigríði Thorlacius og Sigurði Guðmundssyni en titillinn passar laginu fullkomlega.
Óskalisti Stefaníu
Night Owl
Night Owl eftir Nicholai Wiig-Hansen frá Fritz Hansen. Þessi lampi kom fyrst á markað 2015 og mig hefur langað í hann síðan þá á náttborðið mitt.
Tekla rúmföt
Góð og falleg rúmföt eru klassísk jólagjöf sem svíkja engan.
PK60 frá Fritz Hansen. Poul Kjærholm er einn af mínum uppáhalds hönnuðum og þetta borð kom út fyrr á þessu ári í tilefni af 150 ára afmæli Fritz Hansen. Ótrúlega áreynslulaus og falleg hönnun.
J39
J39 í eik/sápu er stóll sem er bæði þægilegur og fallegur og löngu búinn að sanna gildi sitt - algjör lífstíðareign.
Bekkur J83B eik/natur frá FDB Møbler.
Klassískur bekkur sem hentar vel í forstofuna eða við endann á rúminu.
PH80 lampi
PH80 frá Louis Poulsen hefur verið á óskalistanum lengi. Hlutföllin eru sérstaklega falleg og birtudreifingin góð.
Ullarteppi Ihanna home
Ullarteppi með vöfflumynstri frá Ihanna Home. Mjúkt og hlýtt fyrir kalda daga.
Vipp glös
Vatnsglösin frá Vipp eru þunn og sérlega falleg í laginu en mér finnst best þegar glerið er ekki of þykkt.
BERGLIND
BERNDSEN
Hvernig skreytir þú heimilið fyrir jólin?
Ég set jólaseríur í gluggakistur, jólailmkerti á borðstofuborðið, greni í vasa og og skreyti með könglum hér og þar ásamt nokkrum fallegum og persónulegum jólahlutum sem ég hef eignast frá í æsku.
Hver er þín uppáhalds jólahefð? Ég á nokkrar uppáhalds jólahefðir, t.d. að horfa á góða jólamynd með fjölskyldunni, lesa góða bók, að skreyta saman jólatréð, ganga Laugaveginn á Þorláksmessu, fara í kirkjugarðinn á aðfangadagsmorgunn, hlusta á jólamessuna á aðfangadagskvöld og hangikjötið á jóladag.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég fékk einu sinni skotveiðileyfis námskeið frá manninum mínum í jólagjöf. Ég hef nú ekki enn nýtt mér það námskeið:)
Hvað hringir inn jólin fyrir þér? Kirkjuklukkarnar kl 18:00 á aðfangadagskvöld.
Hvað leggur þú áherslu á þegar þú verslar jólagjafir? Að gjafirnar séu persónulegar. Ert þú mikið jólabarn?
Já ég er mikið jólabarn í mér, aðventan er uppáhalds árstíminn minn en ég verð einnig meyr á þessum tíma, sakna látinna og kærra ástvina.
Besta jólalagið?
Ó helga nótt og Fairytale of New York. Berglind Berndsen er einn fremsti innanhússarkitekt landsins og hefur komið víða við á ferli sínum. Berglind er mikill fagurkeri og einkennist hönnun hennar af einfaldleika og tímaleysi.
„Aðventan er uppáhalds árstíminn minn“
Óskalisti Berglindar
Royal Copenhagen History mix
Mig langar að eignast nokkra History Mix bolla, fallegir og sígildir bollar sem munu fylgja manni alla ævi
&tradition glös
Mig langar í falleg eldhúsglös í lit.
Kubus 8
Mig langar að eignast stóra Kubus 8 kertastjakann í svörtu á borðstofuborðið mitt.
Ullarteppi
Mig langar að eignast kósý ullarteppi í sjónvarpssófann.
Lato hliðarborð Það væri gaman að eignast hliðarborðið frá andtradition við Little Petra Lounge stólana mína.
The Tired man hægindarstóll Hvern langar ekki að eignast djúsí og kósý lounge stól sem maður getur hent sér í eftir langan dag.
The Tired man í sheepskin væri fullkominn.
HEIMSÓKN Vipp Pencil Case
Vipp Pencil Factory er glæsilegt húsnæði Vipp á Íslandsbryggju, Kaupmannahöfn sem staðsett er í 100 ára gamalli blýantaverksmiðju, nánar tiltekið í sögufrægri byggingu í Bauhaus stíl sem áður hýsti verksmiðjuna sem framleiddi gulu Viking skólablýantana sem allir þekkja.
Myndir: Vipp Epal er söluaðili Vipp á Íslandi.
Einfaldleikinn og fagurfræðin mætast hér í glæsilegri hönnun Cabin borðsins úr eik og marmara og eikar Cabin stólum með leðursætum. Fyrir ofan borðið hangir klassískt Vipp Paper ljós.
Þar er einnig að finna Vipp Pencil Case sem er einstakt gistirými í þessu glæsilega húsnæði, þó er aðeins um eitt hótelherbergi að ræða og er þetta fimmta hótelrýmið sem Vipp kynnir. Klassísk hönnun Vipp prýðir húsnæðið í bland við fjölbreytt listaverk og er ekki annað hægt en að fyllast innblæstri í heimsókn hingað. Í sólríkum hluta á neðri hæð fyrrum-verksmiðjunnar er að finna einstaklega fallega 90 fermetra íbúð. Íbúðin er með björtu og opnu eldhúsi þar sem að sjálfsögðu má finna Vipp eldhúsinnréttingu, húsgögn og ljós, og er þetta glæsilegur gistimöguleiki fyrir hönnunarmeðvitaða gesti. Fjölbreytt úrval listaverka er blandað saman við húsgögn og hönnun úr vörulínum Vipp og skapar notalegt heildarútlit. Vipp býður auðvitað Viking blýanta sem gerir þér kleift að eiga skapandi stund, og ef þú ert ekki ánægð/ur með útkomuna, þá er Vipp ruslafatan til taks…
Baðherbergið er stílhreint og má þar sjá nokkrar vinsælar vörur frá Vipp, klassísku ruslafötuna, sápuskammtara, Vipp veggljós ásamt upphengdri baðinnréttingu.
Vipp býður auðvitað Viking blýanta sem gerir þér kleift að eiga skapandi stund.
Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 þegar að danskur maður að nafni Holger Nielsen hannaði ruslafötuna frægu fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu sinnar. Vipp ruslafatan er klassísk hönnun sem ennþá nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim.
Vipp hliðarborð eru margnýtanleg borð fyrir svefnherbergið eða stofuna. Á þeim stendur Vipp borðlampi, Vipp vasi og fremst á myndinni má sjá Vipp skemil.
Ljósgrátt V1 eldhúsið er glæsilegt og hér má einnig sjá Vipp veggljós, Sculpture lampa, Vipp hraðsuðuketil ásamt öðrum ómissandi smáhlutum fyrir eldhúsið.
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, þökkum við viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðilega hátíð. Skeifan 6
Kringlan Smáralind Laugavegur 7 568 7733 www.epal.is