FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN - HAUSTMISSERI 2020

Page 1

HAUSTMISSERI 2020

1


ÖÐRUVÍSI EN SPENNANDI HAUSTMISSERI Eins og vanalega er mikil tilhlökkun eftir

og þar má nefna námskeið um grænan

haustmisserinu hér hjá Endurmenntun

lífstíl með Emilíu Borgþórsdóttur sem

en að þessu sinni verður önnin með

verður einnig með sín vinsælu námskeið

öllu óhefðbundnara sniði en áður. Covid

um skipulag heimilisins og hönnun.

faraldurinn sem hófst síðasta vor

Tungumálanámskeiðin verða á sínum stað

skildi eftir sig mikilvægan lærdóm og

og bætist nú við framhaldsnámskeið fyrir

núna þegar önnur bylgja er staðfest er

einstaklinga sem eiga íslensku sem annað

starfsfólk okkar tilbúið í slaginn. Til að

mál og vilja ná betri samskiptahæfni.

mæta þörfum þátttakenda á óvissutímum

Kristín Jónsdóttir Njarðvík endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands

sem þessum stefnum við á að færa

Það er svo ekki síst nauðsynlegt að hlúa

stóran hluta námskeiða yfir á rafrænt

að andlegu hliðinni og ég hvet lesendur

kennsluform en dagskrá haustsins á

til að kynna sér þau fjölmörgu námskeið

sviði menningar, persónulegrar hæfni

sem snúa að hamingju og heilbrigði eins

og tungumála hefur þó sjaldan verið

og Quigong lífsorkuna, Jóga Nidra og

fjölbreyttari.

Núvitundarnámskeið: Velkomin í núið – frá streitu til sáttar.

Samhliða Covid áttu sér stað mikilvægar umræður um samfélagsmál bæði hér

Með breyttum tímum koma ný tækifæri

heima og erlendis. Fyrir þá sem vilja læra

og það verður gaman að taka á móti bæði

meira um um forsögu mótmælaólgunnar

nýjum og gamalkunnum þátttakendum

sem nú ríkir vestanhafs mun Lilja

hvort sem það verður í kennslustofunni

Hjartardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur

eða í gegnum tölvuskjáinn.

halda námskeiðið „Black Lives Matter“. Umhverfismál verða áfram í brennidepli

Ritstjórn: Þorbjörg Pétursdóttir Ábyrgð: Kristín Jónsdóttir Njarðvík Prentun: Svansprent Umbrot: Sigrún K. Árnadóttir Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar 2


FJARKENNSLA Á TÍMUM COVID Vinsamlegast athugið að til að tryggja festu í dagskránni og öryggi þátttakenda á tímum Covid-19 verða mörg námskeiðanna, sem hér eru kynnt, í formi fjarnámskeiða. Fjarnámskeiðin fara fram í rauntíma í ZOOM sem er

einfalt

fjarkennsluforrit sem nota má bæði í tölvum og snjalltækjum. Ekki er nauðsynlegt að hlaða forritinu niður þar sem hægt er að koma inn í kennslustofuna í gegnum vefslóð í vafra. Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu eða snjalltæki, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Þátttakendur fjarnámskeiða munu fá sendar greinagóðar leiðbeiningar um ZOOM áður en kennsla hefst. Reynsla þátttakenda á fyrri fjarnámskeiðum hjá ENDURMENNTUN hefur verið afar góð og ljóst að þetta kennsluform eykur möguleika allra áhugasamra á að sækja sér fróðleik og skemmtun þetta misseri. 3


HEIMILIÐ OG FJÖLSKYLDAN

AUKUM EIGIN LÍFSGÆÐI OG HAMINGJU MEÐ – HYGGE

HEIMILI OG HÖNNUN

Danski lífsstíllinn að hygge, hafa það huggulegt, slær nú í gegn um allan heim. Bækur um hygge rata á metsölulista og fólk þyrstir í að kynna sér hvernig hægt er að nýta hygge til að bæta lífið. En í hverju felst hygge í raun og veru og hvernig getum við nýtt okkur þessa siði, viðhorf og lífsstíl til að bæta eigin lífsgæði og hamingju í hversdeginum?

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja á upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu? Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Námskeið 1: Mán. 21. og 28. sept. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 11. sept. Námskeið 2: Fim. 19. og 26. nóv. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 9. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.800/18.900 kr.

Kennsla: Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri og gestakennari á námskeiðinu er Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi Hvenær: Mið. 7. okt. kl. 19:30 - 22:30 Snemmskráningu lýkur: 27. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.500/15.900 kr.

LÖG UM FJÖLEIGNARHÚS – LÍF Í FJÖLBÝLI OG REKSTUR HÚSFÉLAGA

GRÆNN LÍFSSTÍLL T – OKKAR FRAMLAG SKIPTIR MÁLI NÝT

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku og fundarhald, mun á séreign og sameign, kostnaðarhlutdeild, nýtingu séreignar og sameignar ásamt helstu skyldum við rekstur húsfélaga.

Á námskeiðinu verður farið yfir einföld en mikilvæg skref í áttina að grænum lífsstíl. Við sýnum fram á hvað við getum gert sem einstaklingar og hvert skref í rétta átt skiptir máli. Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Hvenær: Fim. 8. okt. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 28. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.800/13.400 kr.

Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur Hvenær: Þri. 6. okt. kl. 18:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 26. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.800/18.900 kr.

4


ELDHÚSIÐ – HJARTA HEIMILISINS

KVÍÐI BARNA OG UNGLINGA – FORELDRANÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður farið yfir skipulag og fyrirkomulag eldhússins og hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar farið er í stórar eða smáar framkvæmdir. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja gera einfaldar breytingar en stórar útlitslega sem og þá sem vilja gjörbreyta eldhúsinu og ætla í viðamiklar aðgerðir.

Á námskeiðinu verður fjallað um eðli og birtingarmyndir kvíða hjá börnum, helstu orsakir og viðhaldandi þætti og gagnlegar leiðir til að takast á við kvíðavanda barna og unglinga á hjálplegan hátt. Kennsla: Elísa Guðnadóttir og Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingar Hvenær: Mið. 21., 28. okt. og 4. nóv. kl. 20:00 - 22:15 (3x) Snemmskráningu lýkur: 11. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 34.000/30.900 kr.

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Hvenær: Mán. 19. okt. kl. 19:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.100/15.500 kr.

ÍBÚÐASKIPTI – MEIRI UPPLIFUN, MINNI KOSTNAÐUR Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífsstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og veitir þátttakendum innblástur til gefandi og hagsýnni ferðalaga. Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur og blaðamaður með meiru Hvenær: Þri. 20. okt. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 10. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

5


FJÁRMÁLIN ÞÍN SKATTLAGNING ÚTLEIGU Á ÍBÚÐARHÚSNÆÐI – HEIMAGISTING O.FL.

LÖG UM FJÖLEIGNARHÚS – LÍF Í FJÖLBÝLI OG REKSTUR HÚSFÉLAGA

Á námskeiðinu verður fjallað um skattlagningu útleigu á íbúðarhúsnæði vegna langtímaleigu og um skemmri tíma eða allt að 90 daga á ári sem heimagistingu. Auk þessa verður rætt um hvaða kröfum þarf að fullnægja til að mega selja heimagistingu, hvar sótt er um leyfi til heimagistingar, hvaða áhrif leyfi til heimagistingar hefur á fasteignagjöld svo dæmi séu tekin.

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku og fundarhald, mun á séreign og sameign, kostnaðarhlutdeild, nýtingu séreignar og sameignar ásamt helstu skyldum við rekstur húsfélaga. Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur Hvenær: Þri. 6. okt. kl. 18:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 26. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.800/18.900 kr.

Kennsla: Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og aðjúnkt í skattarétti við HÍ Hvenær: Þri. 29. sept. kl. 16:15 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 19. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 18.600/16.900 kr.

FASTEIGNAKAUP Á MANNAMÁLI Markmið þessa námskeiðs er að væntanlegir kaupendur og seljendur hafi grunnskilning á söluferli fasteigna og þeim helstu meginreglum sem þar gilda sem og praktískum atriðum sem vert er að hafa í huga við kaup og sölu fasteigna. Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali Hvenær: Þri. 3. nóv. kl: 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 24. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.

ENDURFJÁRMÖGNUN ÍBÚÐALÁNA Ertu að huga að endurfjármögnun íbúðalána? Viltu vita hvaða lánamöguleikar eru í boði? Viltu læra um kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Viltu auka eignamyndun í þínu húsnæði? Þetta er gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við endurfjármögnun íbúðalána.

FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK Á námskeiðinu er fjallað á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Tryggingastofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkisskuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur.

Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðingur og fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB Hvenær: Fim. 19. nóv. kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 9. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðingur og fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB Námskeið 1: Fim. 1. okt. kl. 16:15 - 19:15 Snemmskráningu lýkur: 21. sept. Námskeið 2: Lau. 21. nóv. kl. 10:00 - 13:00 Snemmskráningu lýkur: 11. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.

6


ENGIN EIN RÉTT LEIÐ VIÐ AÐ SKRIFA Nýtt námskeið hefur göngu sína hjá Endurmenntun í haust sem snýst alfarið um smásagnaskrif en Íslendingar hafa löngum haft mikinn áhuga á að skrifa sín eigin verk og sækjast margir eftir aðstoð við að koma sér af stað. Einnig verður á dagskrá hið sívinsæla námskeið Skáldleg skrif en bæði námskeiðin kennir Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur. Oft hefur verið sagt um Íslendinga að þeir gangi flestir um með bók í maganum enda lifir bókmenntaarfurinn sterkt í landsmönnum. Það er þó ekki sjálfgefið að setjast niður og skrifa heilt skáldverk og sækjast margir eftir að fá handleiðslu við skrifin. Frá árinu 2014 hefur Kristján Hreinsson kennt fjölmörgum áhugasömum þátttakendum hjá Endurmenntun hvernig best er að nálgast ritlistina og virkja sköpunarkraftinn við lyklaborðið. Kristján er menntaður í í leikhúsfræði, heimspeki, gagnrýninni hugsun og siðfræði, auk þess sem hann er menntaður framhaldsskólakennari. Hann hefur sjálfur gefið út um 65 bækur og hátt í 1000 söngtexta og hefur þróað mér sér skilvirkar aðferðir við kennsluna sem reynst hafa þátttakendum vel: „Ég beiti ávallt sömu kennsluaðferðunum en þær eru afar fjölbreyttar og með ýmsu sniði. Grunnur þeirra er það sem ég kalla þríhyggja í þekkingarfræði. Þetta snýst ávallt um hringferli: að skoða, skilja og skýra. Ég aðstoða þátttakendur við að skoða fyrirbærin, fæ þá til að skilja um hvað málið snýst og læt þá svo skýra fyrir öðrum það sem hefur fengið skoðun og skilning. Oft nota ég einnig einfaldar heimspekilegar skýringar máli mínu til stuðnings.“ Kristján segir að oft hafi orðið til skemmtileg verk á námskeiðunum hans

en hann sjálfur hefur ritstýrt og séð um útgáfu smásagnahefta eftir þátttakendur en veit einnig til þess að þeir hafi fengið efni sitt útgefið eða staðið að því sjálfir sem einyrkjar. „Oft vantar ekki annað en vilja, kjark og hvatningu“ segir Kristján og bætir við að í gegnum árin hefur hann fundið fyrir gríðarlegum áhuga Íslendinga á skapandi skrifum og að margir þátttakendur hafi sótt nokkur mismunandi námskeið hjá honum til að fá betri yfirsýn yfir möguleika ritlistarinnar.

skoða málfræði, réttritun og rétta notkun greinarmerkja, nota leiðréttingarforrit og kynna sér hvernig setja skal upp texta.“ Í gamni bætir hann við að í ofanálag væri

Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur

Erfiðast að byrja

„Oft vantar ekki annað en vilja, kjark og hvatningu“

Það sem einkennir flesta þátttakendur er að þeir tala um að erfiðast sé að byrja en Kristján leiðbeinir fólki sem er hikandi að koma sér af stað: „Yfirleitt heyri ég sömu klisjurnar og þær hljóma fremur sem hjátrú en sem staðreyndir. Fólk talar um að það sé svo erfitt að byrja. Og margir telja að það sé til „rétta leiðin“ við skrifin. Allri slíkri hjátrú tek ég fagnandi og nýti hana sem stökkpall að hvatningu. Skýringar mínar koma fólki oft spánskt fyrir sjónir í fyrstu en ég geri í því að fá þátttakendur til að skipta um skoðun.“

Fjölbreytt úrval námskeiða á döfinni

Aðspurður um hvort hann eigi góð ráð handa verðandi rithöfundum sem eiga erfitt með að stíga skrefið segir Kristján: „Ég myndi segja fólki að lesa bækur, hlusta á bækur, gera æfingar, skoða stíl, glósa og punkta hjá sér hugmyndir, skrifa eitthvað á hverjum degi og finna hvenær sólahringsins best er að fá næði til að skrifa. Ég myndi hvetja fólk til að

Undanfarin misseri hefur einnig verið boðið upp á framhaldsnámskeið í Skáldlegum skrifum fyrir þá sem eru komnir lengra í sköpunarferlinu en vilja bæta kunnáttu sína á ritvellinum og gera gott verk ennþá betra. Á vormisserinu 2021 mun Kristján svo kenna námskeiðin Söngtextagerð og Bragfræði fyrir byrjendur þannig að af nógu verður að taka fyrir upprennandi skáld sem þurfa örlitla leiðsögn til að finna sína braut.

7

best fyrir fólk að fara á námskeið í ritlist og kæmu þá Skáldleg skrif sterklega til greina.


TEXTAGERÐ OG MIÐLUN EFNIS AÐ RITA ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Hvenær: Fim. 24. sept. - 15. okt. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Snemmskráningu lýkur: 14. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.600/38.700 kr.

AÐ SKRIFA TIL AÐ LIFA Á þessu námskeiði er unnið með atburði úr eigin lífi, drauma og ómeðvitað hugsanamunstur. Þátttakendur skrifa um góðar og slæmar minningar, fara í ferðalag um undirmeðvitundina með æfingum sem slökkva á rödd skynseminnar en styrkja rödd hjartans og innsæisins. Kennsla:: Ólöf Sverrisdóttir leikkona og ritlistarkona Hvenær: Þri. 29. sept - 27. okt. okt. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 19. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 46.100/41.900 kr.

KVIKMYNDAHANDRIT Inngangsnámskeið í handritsskrifum fyrir kvikmyndir. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða strúktúr og dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita. Farið verður í grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða handritsformið og jafnframt verður myndræn frásögn í kvikmyndum borin saman við skáldsögur, leikrit og sjónvarpsseríur.

SKÁLDLEG SKRIF

Kennsla: Huldar Breiðfjörð, BA í almennri bókmenntafræði frá HÍ og MFA í handritsskrifum og kvikmyndagerð frá New York University Hvenær: Mán. 28. sept. - 16. nóv. kl. 20:15 - 22:15 (8x) Snemmskráningu lýkur: 18. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 65.900/59.900 kr.

Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Fim. 8. okt. - 5. nóv. kl. 20:15 - 22:15 (5x) Snemmskráningu lýkur: 27. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.000/40.900 kr.

Hér lærir þú hvernig þú berð þig að ef þig langar að skrifa. Þú lærir um þá grunnþætti sem ráða ferðinni þegar þú tekur fyrstu skrefin á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra hugmyndum þínum í farveg og koma þeim á rétta braut.

8


VÖNDUÐ ÍSLENSKA – TÖLVUPÓSTAR OG STUTTIR TEXTAR Farið verður í nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf. Kennsla: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við HÍ: Námskeið 1: Fim. 8. okt. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 28. sept. Námskeið 2: Fim. 22. okt. kl. 13:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 12. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 19.700/17.900 kr.

WORDPRESS GRUNNUR – BYRJENDANÁMSKEIÐ

HLAÐVARP – NÝTT TÆKI Í FJÖLMIÐLUN OG MARKAÐSSETNINGU

Viltu læra að setja upp þinn eigin vef? Á námskeiðinu verður farið yfir alla helstu þætti WP. Rýnt verður í bakenda kerfisins og þær stillingar sem þar eru að finna. Fjallað verður um muninn á síðum (e. pages) og færslum (e. post), einnig um viðbætur (e. plugins), útlit og fleira.

Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Kennsla: Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari Hvenær: Mið. 14. og 21. okt. kl. 17:15 - 20:15 Snemmskráningu lýkur: 4. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 41.500/37.700 kr.

Kennsla: Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ Hvenær: Mán. 2. og fim. 5. nóv. kl. 20:00 – 22:00 Snemmskráningu lýkur: 23. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 23.000/20.900 kr.

SMÁSAGNASKRIF NÝTT Á námskeiðinu munu þátttakendur læra að skoða grunnþætti smásögunnar; hugtök, nauðsynlega afmörkun og nákvæmt skipulag. Farið verður í það með einföldum hætti hvernig við berum okkur að þegar við skrifum smásögu. Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Hvenær: Þri. 10. nóv. - 8. des. kl. 20:00 - 22:00 (5x) Snemmskráningu lýkur: 31. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 46.100/41.900 kr.

SKRIF…ANDI Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að skrifa sér til gamans og opna fyrir flæði og hugmyndir. Notaðar eru fjölbreytilegar kveikjur og æfingar sem örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Við skoðum ólík sjónarhorn og frásagnaraðferðir og æfum okkur að skrifa alls konar texta, ljóð og lýsingar. Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir leikkona og ritlistarkona Hvenær: mán. 2. - 30. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 23. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 46.100/41.900 kr.

9


NÁTTÚRAN OG UMHVERFIÐ T

GRÆNN LÍFSSTÍLL NÝT – OKKAR FRAMLAG SKIPTIR MÁLI

GARÐFUGLAR – FÓÐRUN OG AÐBÚNAÐUR Rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu tegundir sem búast má við í íslenskum görðum, sýndar myndir af fuglunum, farið yfir helstu náttúrulegar fæðugerðir vetur og sumar og hvað best er að bjóða þeim ef þeir sýna sig í garðinum.

Á námskeiðinu verður farið yfir einföld en mikilvæg skref í áttina að grænum lífsstíl. Við sýnum fram á hvað við getum gert sem einstaklingar og hvert skref í rétta átt skiptir máli. Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður Hvenær: Fim. 8. okt. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 28. sept.

Kennsla: Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari Hvenær: Mið. 23. sept. kl. 19:30 – 22:00 Snemmskráningu lýkur: 13. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

HVALIR Í NÁTTÚRU ÍSLANDS

Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.800/13.400 kr.

NÝTT

Hvalir eru gífurlega mikilvægur og stór þáttur í vistkerfum hafsins á norðurslóðum, sér í lagi við strendur Íslands. Fjallað verður um tegundafjölbreytileika hvala á heimsvísu og umhverfis Ísland, aðlögun þessa fjölbreytta hóps að lífinu í hafinu og hlutverk þeirra í vistkerfi sjávar. Kennsla: Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur Hvenær: Mán. 5. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 25. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

HREINDÝR Í NÁTTÚRU ÍSLANDS

NÝTT

Fjallað verður um hreindýrið sem hefur lifað á norðurslóðum í sambýli við Íslendinga í tvær aldir og sérstöðu þess og námskeiðið er ríkulega skreytt myndum. Almennt verður fjallað um tegundina, innflutning og sögu hreindýra ásamt vistfræði og veiðistjórnun. Áhugavert námskeið ætlað öllum sem hafa áhuga á dýrum, náttúrufræði og náttúruvernd. Einnig veiðmönnum og ljósmyndurum sem ferðast sérstaklega til að nálgast villt dýr. 10


Kennsla: Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands Hvenær: Mán. 12. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 2. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

ÞEKKIRÐU TRÉN?

Kennsla: Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ Hvenær: Fim. 22. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 12. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

NÝTT

Á þessu námskeiði munu þátttakendur fá innsýn í heim skógog trjáræktar á Íslandi í máli og myndum. Um 120 ár eru síðan tilraunir með skógrækt hófust hérlendis og talsverð reynsla er komin á aðferðir við ræktun. Reynsla af trjárækt og tilraunum sýnir að hérlendis er mögulegt að rækta fjölbreytt úrval trjátegunda og jafnvel að hefja skógrækt líka því sem þekkist í nágrannalöndum. Kennsla: Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari Hvenær: Mið. 21. okt. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 11. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

LESIÐ Í SKÝIN

NÝTT ELDFJÖLLIN Á KANARÍEYJUM – TENERIFE, LA PALMA, O.FL.

Veðrið á Íslandi er margbreytilegt og veðrabrigði ör. Ský á himni eru vísbending um ákveðið veður og oft hægt að nota þau til að spá fyrir um komandi veður. Á þessu námskeiði munu þátttakendur fá innsýn í skýjamyndun, flokkun skýja, helstu skýjagerðir og úrkomumyndun.

NÝTT

Kanaríeyjar eru myndaðar af eldvirkni á heitum reit líkt og Ísland þó virknin sé umtalsvert minni. Síðustu gos voru á Tenerife árið 1909, á La Palma 1949 og 1971 og á hafsbotni við El Hierro 2011. Á námskeiðinu verður fjallað um jarðfræðilegan bakgrunn eldvirkninnar sem skapað hefur eyjarnar sjö.

Kennsla: Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari Hvenær: Fim. 22. okt. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 12. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

Kennsla: Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ Hvenær: Mið. 28. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 18. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

SIÐFRÆÐI NÁTTÚRUVERNDAR

NÝTT

Í þessu námskeiði verður farið yfir hvað það felur í sér að nálgast náttúruvernd frá sjónarhóli siðfræði og velt upp þeirri spurningu hvort slík nálgun sé eftirsóknarverð. Kennsla: Henry Alexander Henrysson, Ph.D. í heimspeki Hvenær: Fim. og þri. 5. og 12. nóv. kl. 16:30 - 18:30 Snemmskráningu lýkur: 26. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.100/24.600 kr.

NÝJUSTU FRÉTTIR AF ELDFJÖLLUM NÝTT ÍSLANDS Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir eftirliti með íslenskum eldfjöllum, atburðarás, ferlum sem í gangi eru og núverandi stöðu þeirra. Námskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiðum um íslensk eldfjöll sem haldin hafa verið hjá EHÍ nokkrum sinnum síðan 2009.

11


HAMINGJA OG HEILBRIGÐI áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Kennsla: Herdís Finnbogadóttir sálfræðingur Hvenær: Mán. 7. sept - 26. okt. kl. 19:30 - 21:00 (8x) Snemmskráningu lýkur: 28. ágúst Almennt verð/snemmskráningarverð: 63.700/57.900 kr.

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI OG STYRKLEIKAÞJÁLFUN (COACHING) – NÝTTU STYRKLEIKA ÞÍNA Á NÝJAN HÁTT Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður fjallað um kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Kennsla: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi. Gestakennari á námskeiðinu er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri Hvenær: Fim. 17. sept. - 15. okt. kl. 19:30 - 21:30 (5x) Snemmskráningu lýkur: 7. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 49.400/44.900 kr.

BYRJAÐU Í GOLFI – FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA Í samstarfi við Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf. Golf er vinsæl íþrótt meðal allra aldurshópa og það er hægt að byrja að spila golf hvenær sem er á lífsleiðinni. Á námskeiðinu verður farið í alla þá grunnþætti sem nauðsynlegir eru fyrir fyrstu skrefin á golfvellinum. Kennsla: Magnús Birgisson, PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi Hvenær: Mán og mið. 7. - 14. sept. kl. 20:00 - 22:00. Kennt er 9. sept. í Hraunkoti, æfingarhúsnæði GK Snemmskráningu lýkur: 28. ágúst Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.

NÚVITUNDARNÁMSKEIÐ: VELKOMIN Í NÚIÐ – FRÁ STREITU TIL SÁTTAR

SÚRKÁLSVEISLA FYRIR ÞARMAFLÓRUNA – NÆRANDI, FRÆÐANDI & BRAGÐGOTT NÁMSKEIÐ

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að skoða áhrif örveruflóru þarmanna á heilsu. Farið verður yfir hvernig mataræði og mjólkursýrugerlar geta haft jákvæð áhrif á heilsu. Einnig 12


AUKUM EIGIN LÍFSGÆÐI OG HAMINGJU MEÐ - HYGGE

skoðað hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvaða er til ráða. Rýnt verður í nýjustu rannsóknir á mjólkursýrugerlum og súrkáli í tengslum við heilsu.

Danski lífsstíllinn að hygge, hafa það huggulegt, slær nú í gegn um allan heim. Bækur um hygge rata á metsölulista og fólk þyrstir í að kynna sér hvernig hægt er að nýta hygge til að bæta lífið. En í hverju felst hygge í raun og veru og hvernig getum við nýtt okkur þessa siði, viðhorf og lífsstíl til að bæta eigin lífsgæði og hamingju í hversdeginum?

Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir og Dagný Hermannsdóttir Hvenær: Mán. 21. og þri. 22. sep. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 11. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.300/18.400 kr.

ÖFLUGT SJÁLFSTRAUST

Kennsla: Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri og gestakennari á námskeiðinu er Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi Hvenær: Mið. 7. okt. kl. 19:30 - 22:30 Snemmskráningu lýkur: 27. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 17.500/15.900 kr.

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Kenndar verða aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Fjallað verður um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líðan, sjálfsstjórn og sjálfsstyrkingu.

JÁKVÆÐ HEILSA – AÐ TAKAST Á VIÐ ÁSKORANIR DAGLEGS LÍFS

Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur Námskeið 1: Fim. 24. og þri. 28. sept og 1. okt. kl. 16:15 - 19:15 (3x) Snemmskráningu lýkur: 14. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.300/41.100 kr. Námskeið 2: Þri. 15. sept. kl. 9:00 - 17:00 Snemmskráningu lýkur: 5. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 47.200/42.900 kr.

NÝTT

Á námskeiðinu verða kynntar á yfirgripsmikinn hátt gagnlegar leiðir til þess að varna gegn streitu og afleiðingum langvarandi streitueinkenna í áreiti og kröfum nútíma þjóðfélags. Það er gert m.a. með umfjöllun um valdeflingu, jafnvægi, vellíðan, heilsu og viðnámsþrótt. Kennsla: Rannveig Eir Helgadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun Hvenær: Fim. 15. okt. - 5. nóv. kl. 17:00 - 20:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 5. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 63.700/57.900 kr.

HUGLEIÐSLA OG JÓGAHEIMSPEKI Á námskeiðinu er kafað í frumhugmyndafræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla sína heimaástundun enn frekar. Kennsla: Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari Hvenær: Þri. 29. sept. - 27. okt. kl. 18:00 - 20:00 (5x) Snemmskráningu lýkur: 19. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 46.100/41.900 kr.

QIGONG LÍFSORKAN Qi (Chi) er hrein tær orka í allri náttúrunni - frumaflið - lífsorkan. Qigong æfingar og hugleiðsla hafa góð áhrif á líkama og sál, draga úr líkum á kvíða og kulnun. Þær byggja upp jákvætt hugarfar og styrk til að standa óhrædd með okkur í dagsins önn. Æfingarnar eru einfaldar þannig að allir geta notið þeirra. Ástundun Qigong hefur góð áhrif á samskipti, eykur hugarró og einbeitingu.

JÓGA NIDRA Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, stýra hugsunum og sofa betur.

Kennsla: Þorvaldur Ingi Jónsson Hvenær: Mið. 30. sept., mán. 5. okt. og mið. 7. okt. kl. 17:30 - 19:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 20. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 37.000/33.600 kr.

Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari Hvenær: Mán. 19. okt. - 9. nóv. kl. 18:00 - 19:15 (4x) Snemmskráningu lýkur: 9. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 29.600/26.900 kr.

13


HEILAHEILSA OG ÞJÁLFUN HUGANS NÝTT Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur (a) öðlist þekkingu á hugrænum þáttum og hvaða hlutverki þeir gegna í okkar daglega lífi, (b) öðlist betri innsýn í eigin hugrænu styrkleika og veikleika, (c) læri leiðir til að þjálfa hugann. Kennsla: Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum við HÍ Hvenær: Mið. 11. og 18. nóv. kl. 17:15 - 20:15 Snemmskráningu lýkur: 1. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.

JÓGA NIDRA – FRAMHALDSNÁMSKEIÐ NÝTT Framhaldsnámskeið í Jóga Nidra fyrir þá sem hafa tekið þátt í fyrra námskeiðinu hjá ENDURMENNTUN eða þá sem hafa ástundað Jóga Nidra hugleiðslu áður.

KONUR Á BESTA ALDRI – FÆÐA OG FLÓRA SKIPTA MÁLI

Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum, löggiltur sjúkranuddari og Amrit Jóga Nidra kennari Hvenær: Mán. 23. nóv. - 14. des. kl. 17:30 - 18:45 (4x) Snemmskráningu lýkur: 13. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 29.600/26.900 kr.

Á námskeiðinu verður fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Námskeiðið byggir á rannsóknum í næringarlæknisfræði. Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. í næringarlæknisfræði Hvenær: Fim. 22. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 12. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.

DRAUMAR – SPEGILL SÁLARINNAR NÝTT Langar þig að vita hvað draumarnir þínir þýða? Langar þig að muna betur draumana þína? Langar þig að læra betur á tilfinningar þínar? Á námskeiðinu færðu tækifæri til að kynnast betur hugmyndum um eðli og gildi drauma í tilfinningalífinu og hvernig hægt er að túlka drauma og nýta sér þá til andlegrar uppbyggingar. Kennsla: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju Hvenær: Fim. 29. okt. kl. 19:30 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 19. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

SAMSKIPTI OG LEIKRÆN TJÁNING

GERLAR OG GEÐHEILSA – HVAÐ SEGJA VÍSINDIN? Nýjar rannsóknir benda til þess að upptök ýmissa sjúkdóma megi rekja til ójafnvægis í meltingarvegi. Á þessu námskeiði verða áhrif örveruflóru þarmanna á geðheilsu skoðuð. Farið er yfir hvernig mataræði og mjókursýrugerlar geta haft áhrif, hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvaða aðferðir má nota til að byggja upp og bæta.

NÝTT

Á námskeiðinu verður unnið með samskipti og sjálfstjáningu í gegnum skemmtilegar og örvandi leiklistaræfingar sem styrkja sjálfsmyndina og öryggi í samskiptum. Gerðar verða æfingar sem örva sjálfstjáningu og skapandi hugsun og þannig auka lifandi samskipti í ýmsum aðstæðum daglegs lífs.

Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. í næringarlæknisfræði Hvenær: Fim. 26. nóv. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 16. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.200/12.900 kr.

Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson leikarar Hvenær: Þri. 3. - 24. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 24. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 45.000/40.900 kr.

14


SAGAN Sovéski fáninn reistur á þýska þinghúsinu. Mynd fengin frá Varnarmálaráðuneyti Rússneska Sambandsríkisins

„BLACK LIVES MATTER“

NÝTT

VARGÖLD – ÖÐRUVÍSI ÍSLANDSSAGA

Fjallað verður um sögu Bandaríkjanna og hvernig þrælahaldið og rótgróinn rasismi hvíta meirihlutans hefur tryggt honum betri stöðu á öllum sviðum samfélagsins. Bandarísk stjórnmál hafa lengi verið í alvarlegri krísu og ljóst að uppstokkunar er þörf og þess að horfast í augu við fortíðina á sama tíma og staða heimsveldisins veikist með mánuði hverjum.

Hér er boðið upp á pólitíska átakasögu 12. og 13. aldar. Á þessum tíma voru miklar væringar á Íslandi og hörð samkeppni um völd. Valdabarátta höfðingja byggðist á klókindum, hörku og forsjálum ákvörðunum í hjónabandsmálum. Ástir og ættartengsl blönduðust inn í pólitíska refskák og blóðsúthellingar. Að lokum stóðu fáir eftir sem sigurvegarar við nýjar aðstæður. Kennsla: Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands Hvenær: Mið. 4., 11. og 18. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 25. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.

Kennsla: Lilja Hjartardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur Hvenær: Fim. 1., 8. og 15. okt. kl. 20:15 - 22:15 Snemmskráningu lýkur: 21. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.

SJÓNARHORN ÞJÓÐFRÆÐINNAR

CHURCHILL NÝTT

NÝTT

Á námskeiðinu verður boðið upp á endurmenntun fyrir fólk sem hefur lært þjóðfræði og veitt innsýn í fagið fyrir alla aðra sem langar að kynna sér sjónarhorn þjóðfræðinnar á íslenska menningu og samfélag.

Winston Churchill var holdgervingur breska heimsveldisins á efstu dögum þess og ennfremur baráttunnar gegn Hitler í síðari heimsstyrjöld. Sumir telja að hann hafi bjargað Evrópu undan áþján nasista. En hver var þessi stórbrotni maður?

Kennsla: Kennarar við Háskóla Íslands flytja fyrirlestra um ýmislegt sem er ofarlega á baugi í þjóðfræðinni í dag Hvenær: Fös. 9 okt. kl. 13:00 - 18:00 og lau. 10. okt. kl. 10:00 - 16:00 Snemmskráningu lýkur: 29. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.300/13.900 kr.

Kennsla: Illugi Jökulsson rithöfundur Hvenær: Mið. 4., 11. og 18. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 25. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.

AUSTURVÍGSTÖÐVARNAR 1945 NÝTT - BERLÍN OG ENDALOK ÞRIÐJA RÍKISINS

Textílar hafa fylgt mannkyninu frá upphafi. Á námskeiðinu verður farið yfir þróun textílhandverks og sögu á heimsvísu. Þá verður sjónum beint að íslenskum textíl í gegnum aldirnar, áhrifavöldum og stefnum.

TEXTÍLSAGA

Þetta námskeið er sjálfstætt framhald fyrri námskeiða um austurvígstöðvarnar. Haldið verður áfram að skoða austurvígstöðvarnar fyrir 75 árum síðan og er sögusviðið síðasta átakahrina austurvígstöðvanna sem endaði með hruni þriðja ríkisins.

Kennsla: Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður Hvenær: Mán. 9., 16. og 23. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 30. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.

Kennsla: Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður Hvenær: Fim. 15. og 22. okt. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 5. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr. 15


ÆTTFRÆÐI ÆTTFRÆÐIGRÚSK – FJÖLSKYLDUSAGA ÞÍN Á NETINU Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Sérfróðir gestir á sviði sagnfræði og ættfræði koma í heimsókn á námskeiðið. Þátttakendur fá æfingaverkefni og leiðbeiningar með sér heim og geta sótt ítarefni á sérstakri vefsíðu námskeiðsins. Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari Hvenær: Fim. 12. - 26. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (3x) Snemmskráningu lýkur: 2. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.500/28.600 kr.

AÐ RITA ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur Hvenær: Fim. 24. sept. - 15. okt. kl. 19:30 - 21:30 (4x) Snemmskráningu lýkur: 14. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 42.600/38.700 kr.

VESTUR-ÍSLENDINGAR – SAGA OG SAMSKIPTI

NÝTT

Viltu efla tengsl við vestur-íslenska ættingja? Hyggur þú á ferð um Íslendingaslóðir vestan hafs? Á námskeiðinu verður fjallað um vesturferðirnar, helstu Íslendingabyggðir og gagnlegar aðferðir til að rekja ættir eða leita upplýsinga á netinu. Kennsla: Stefán Halldórsson félagsfræðingur og Almar Grímsson, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélagsins Hvenær: Þri. 10. nóv. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 31. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 18.400/16.700 kr.

16


BÓKMENNTIR

Ljósmynd: Dagur Gunnarsson

ÓLAFS SAGA HELGA Í HEIMSKRINGLU

SAGNALANDIÐ – FRÁ REYKHOLTI Í BREIÐHOLT

NÝTT

Ólafur helgi féll á Stiklastöðum árið 1030 og varð síðar þjóðardýrlingur Norðmanna. Um hann var mikil sagnaritun á 13. öld og þekktust er Ólafs saga helga sem er þungamiðja Heimskringlu og eignuð Snorra Sturlusyni. Núna er tækifærið að setja sig inn í þetta lykilverk miðaldabókmennta en velta um leið fyrir sér samskiptum Íslands og Noregs á 13. öld og hlutverki konungsins í samfélaginu.

NÝTT

Þetta námskeið er einstæð bókmenntaleg hringferð um Ísland. Sagt verður frá fimmtán stöðum um allt land, í máli og myndum og tengslum þeirra við bókmenntir okkar. Þátttakendur munu vonandi sjá bæði staði og verk í nýju ljósi að hringferð lokinni. Kennsla: Halldór Guðmundsson rithöfundur og bókmenntafræðingur Hvenær: Mán. 9. nóv. - 30. nóv. kl. 19:30 – 21:30 (4x) Snemmskráningu lýkur: 30. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 31.800/28.900 kr.

Kennsla: Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands Hvenær: Þri. 15. sept. - 3. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (8x) - snemmskráningu lýkur 5. sept. Mið. 16. sept. - 4. nóv. kl. 10:00 - 12:00 (8x) - snemmskráningu lýkur 6. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 38.400/34.900 kr.

17


ÚT Í HEIM Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Hvenær: Mið. 21. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 11. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

FÆREYJAR NÝTT – MENNING, LAND OG SAGA Færeyjar hafa sannarlega upp á margt að bjóða. Á þessu áhugaverða námskeiði fá þátttakendur nokkra sýn á færeyskt samfélag ásamt því að kynnast færeyskri náttúru og sögu. Kennsla: Hjálmar Árnason Hvenær: Mið. 21. og 28. okt. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 11. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

PARÍS – LÍF OG LYSTISEMDIR Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis. Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Þri. 20. og 27. okt. kl. 20:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 10. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

ÆVINTÝRAEYJAN TENERIFE – INNBLÁSTUR AÐ ÖÐRUVÍSI TENERIFEFERÐ

HEIMSBORGIN BERLÍN – ÁÞREIFANLEG SAGA, MENNING OG MANNLÍF Kristín Jóhannsdóttir þekkir mjög vel þróun Berlínar en hún bjó þar í 10 ár. Hún mun fara í gegnum hápunkta sögu borgarinnar og taka stöðuna á „nýju Berlín“, heimsborginni sem á enga sinn líka.

Tenerife hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara sólskin, strendur og sundlaugarbakka. Margir ferðamenn missa af hinni ævintýralegu hlið eyjunnar sem hefur meðal annars að geyma regnskóga, pýramída, náttúrulaugar og frábærar gönguleiðir. Snæfríður Ingadóttir deilir hér úr reynslubanka sínum og gefur innblástur að öðruvísi Tenerifeferð.

Kennsla: Kristín Jóhannsdóttir, sagnfræðingur og bókmenntafræðingur Hvenær: Mán. 26. og þri. 27. okt. kl. 19:30 - 21:30 Snemmskráningu lýkur: 16. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

18


ELDFJÖLLIN Á KANARÍEYJUM – TENERIFE, LA PALMA, O.FL.

NÝTT

Kanaríeyjar eru myndaðar af eldvirkni á heitum reit líkt og Ísland þó virknin sé umtalsvert minni. Síðustu gos voru á Tenerife árið 1909, á La Palma 1949 og 1971 og á hafsbotni við El Hierro 2011. Á námskeiðinu verður fjallað um jarðfræðilegan bakgrunn eldvirkninnar sem skapað hefur eyjarnar sjö. Kennsla: Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ Hvenær: Mið. 28. okt. kl. 19:00 - 22:00 Snemmskráningu lýkur: 18. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 15.900/14.500 kr.

COSTA BLANCA – „SUÐUR UM HÖFIN...“ Costa Blanca hefur undanfarna áratugi verið vinsæll áfangastaður fjölda fólks sem þar hefur dvalið um lengri eða skemmri tíma. Því mætir fjölskrúðugt og margbreytilegt mannlíf með rætur í áhugaverðri sögu og menningu. Á námskeiðinu gefst kjörið tækifæri til að kynnast þessum hluta Spánar nánar. Kennsla: Þórarinn Sigurbergsson, tónlistarkennari og leiðsögumaður Hvenær: Þri. 24. og mið. 25. nóv. kl. 19:00 - 21:00 Snemmskráningu lýkur: 14. nóv. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

19


LEIKHÚS Í vetur ætlar Endurmenntun, í samstarfi við Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið að setja upp leikhúsnámskeið um nokkur spennandi verk, höfunda þeirra og uppsetningar. Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi allra leikhúsnámskeiða. Í ljósi aðstæðna og tilmæla sóttvarnaryfirvalda er óljóst hvenær sýningar hefjast. Við hvetjum áhugasama að fylgjast með á vef Endurmenntunar, www.endurmenntun.is.

Í samstarfi við Borgarleikhúsið:

Í samstarfi við Þjóðleikhúsið:

NÝTT

FRAMÚRSKARANDI VINKONA – HRÍFANDI SAGA UM STORMASAMA VINÁTTU Þegar Elena Greco fær símtal um að æskuvinkona hennar, Lila, hafi horfið sporlaust hefst hún handa við að rekja sögu flókinnar vináttu þeirra.  Framúrskarandi vinkona segir frá vinkonunum Elenu og Lilu og spannar tímabil þegar heimurinn er að taka stakkaskiptum. Þetta er saga um vináttu, harða lífsbaráttu og umbreytingar.   Kennsla: Fyrirlesarar eru Hrafnhildur Hagalín dramatúrg og Guðrún Vilmundardóttir útgefandi. Almennt verð/snemmskráningarverð: 14.900/13.500 kr.

ÁSTA NÝTT Ólafur Egill Egilsson leikstýrir eigin leikverki byggðu á ögrandi list og litríku lífshlaupi Ástu Sigurðardóttur.

VERTU ÚLFUR!

NÝTT

Nærgöngul og ögrandi sýning um geðheilbrigði byggð á samnefndri bók Héðins Unnsteinssonar. Leikgerð og leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir.

ORLANDÓ Í BORGARLEIKHÚSINU NÝTT

RÓMEÓ OG JÚLÍA NÝTT

Orlandó þykir af mörgum skemmtilegasta skáldsaga Virginiu Woolf. Hún byggði persónu Orlandó á ástkonu sinni, ljóðskáldinu Vitu Sackville-West og hefur skáldsagan stundum verið nefnd lengsta og mest hrífandi ástarbréf enskrar tungu.

Þorleifur Örn Arnarsson setur á svið meistaraverk Shakespeares og skapar kraftmikla og framsækna stórsýningu.

Kennsla: Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Soffía Auður Birgisdóttir þýðandi bókarinnar og Arnbjörg María Daníelsen leikstjóri sýningarinnar. Almennt verð/snemmskráningarverð: 20.700/18.800 kr.

20


LISTIR

NÝTT AÐ NJÓTA KLASSÍSKRAR TÓNLISTAR Á námskeiðinu munu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og klassíski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui leiða þátttakendur inn í heim klassískrar tónlistar með útskýringum, lifandi tóndæmum, upptökum og myndböndum. Kennslan fer fram bæði á íslensku og ensku.

NÝTT LITATÚPAN OG LJÓSMYNDIN: STRAUMAR OG STEFNUR Í NÚTÍMA MYNDLIST

Kennsla: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona og Francisco Javier Jáuregui, klassískur gítarleikari Hvenær: Þri. 3. - 24. nóv. kl. 20:00 - 22.00 (4x) Snemmskráningu lýkur: 24. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 38.400/34.900 kr.

Á námskeiðinu fjallar Einar Garibaldi Eiríksson um helstu strauma og stefnur í alþjóðlegri myndlist á tímabilinu frá því um miðbik nítjándu aldar til loka þeirrar tuttugustu. Leitast verður við að varpa ljósi á myndlist tímabilsins með því að skoða og greina fjölda ólíkra listaverka, um leið og hugað verður að þeim menningar-, heimspekilegu- og sögulegu forsendum er lágu þeim til grundvallar. Kennsla: Einar Garibaldi Eiríksson, myndlistarmaður og deildarstjóri Sjónlistadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík Hvenær: Mán. 5., 12. og 19. okt. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Snemmskráningu lýkur: 25. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 27.300/24.800 kr.

21


TUNGUMÁL

INDVERSK MENNING OG SAMFÉLAG I

ÞÝSKA

Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Pranay Krishna Srivastava Hvenær: Mán. og mið. 31. ágúst - 7. okt. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Verð: 57.000 kr.

Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Vanessa Monika Isenmann, aðjúnkt við HÍ Verð: 57.000 kr.

PÓLSKA FYRIR BYRJENDUR I Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Kennari er Katarzyna Rabeda og umsjón hefur Eyjólfur Már Sigurðsson Hvenær: Mán. og mið. 31. ágúst - 7. okt. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 21. ágúst Verð: 57.000 kr.

Þýska fyrir byrjendur I Hvenær: Þri. og fim. 1. sept. - 8. okt. kl. 16:40 - 18:10 (12x)

Þýska fyrir byrjendur II Hvenær: Þri. og fim. 20. okt. - 26. nóv. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 10. okt.

22


DANSKA Dansk kultur og samfund set igennem populær dansk tv serie Kennsla: Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri Hvenær: Þri. og fim. 29. sept. - 15. okt. kl. 17:15 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 19. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 43.900/39.900 kr.

Danska II Kennsla: Casper Vilhelmssen dönskukennari Hvenær: Þri. og fim. 10. - 26. nóv. kl. 17:15 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 31. okt. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/34.500 kr.

SPÆNSKA

ÍTALSKA

Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.

Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.

Spænska I Hvenær: Þri. og fim. 8. - 24. sept. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 29. ágúst

Ítalska I Hvenær: Mán. og mið. 12. - 28. okt. kl. 17:15 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 2. okt.

Spænska II Hvenær: Þri. og fim. 13. - 29. okt. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Snemmskráningu lýkur: 3. okt.

Ítalska II Hvenær: Mán. og fim. 9. - 26. nóv. kl. 17:15 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 30. okt.

TT „Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...“ NÝ – FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Í ÍSLENSKU SEM ANNAÐ MÁL

FRANSKA FYRIR BYRJENDUR I

Kennsla: Guðrún Theodórsdóttir, dósent við Íslensku- og menningardeild HÍ Hvenær: Mið. og mán. 23. sept. - 12. okt. kl. 17:15 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 13. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.

Kennsla: Kennari er Ásta Ingibjartsdóttir og umsjón hefur Eyjólfur Már Sigurðsson Hvenær: Þri. og fim. 20. okt. - 26. nóv. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 10. okt. Verð: 57.000 kr.

Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ

HAGNÝT SÆNSKA FYRIR HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK Kennsla: Elísabet Brekkan, Phil. cand., leikhúsfræðingur og kennari Hvenær: Þri. 20. okt. - 24. nóv. kl. 17:15 - 19:15 (6x) Snemmskráningu lýkur: 19. sept. Almennt verð/snemmskráningarverð: 39.000/35.400 kr.

HINDÍ FYRIR BYRJENDUR I NÝTT Í samstarfi við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið HÍ Kennsla: Pranay Krishna Srivastava Hvenær: Þri. og fim. 20. okt. - 26. nóv. kl. 16:40 - 18:10 (12x) Snemmskráningu lýkur: 10. okt. Verð: 57.000 kr.

23


E N D U R M E N N T U N H Á S K Ó L A Í S L A N D S , D U N H A G A 7 , 1 0 7 R E Y K J AV Í K , S Í M I 5 2 5 4 4 4 4 , E N D U R M E N N T U N . I S 24


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.